Lögberg - 09.01.1930, Side 3

Lögberg - 09.01.1930, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JANÚAR 1930. Bls. 3. ▼ Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga “Það skuluð þið bráðum fá að sjá, hvort e£ er ekki meiri reiðmaður en þið hyggáð mig vera,” sagði óli Palli. “Eg sem er á hestbaki meira og minna á hverjum degi. Eg, sem hefi komið á bak öllum tömdum hrossum nema Krumma og'Freyju. Og eg, sem get setið Hauk eins og alvanur tartiningamaður, og er hann þó annað bezta reiðhross húsbóndans. Og þrátt fyrir alt þetta, látið þið ykkur koma í hug, að eg verði eius og hvítvoðungur á baki Freyju. Það skuluð þið nú bráðum fá að sjá og segja annað.” “Mér þykir vænt um að heyra, hvað þú hef- ir mikið álit á reiðmensku þinni, Óli minn. Það getur hjálpað1 þér nokkuð, þegar þú ert. seztur á bak Freyju, ” sagði Magnús Brosandi. “Og eg vona, að þú lítir ekki öðrum augum á reið- mensku þína, eftir að heim er komið,” bætti Magnús við. “Við sjáum nú til,” mælti Óli Palli hróð- ugur. En í raun og veru hafði Óli Palli enga hug- mynd um, hvers hann var að biðja, — eins og Magnús sagði. Hann langaði til að koma Freyju á bak, af tveimur ástæðum. Fyrst af því, að hann hevrði svo oft talað um það, hvílík snild- arskepna hún Freyja væri, og þá greip hann í hvert sinn áköf löngun til þess að reyna sjálf- ur hennar snild. 1 öðru lagi, var honum það talsvert áhugamál, að koma bræðiunum í skiln- ing um ]»að, að hann væri virkilega reiðmaður, því sjálfur var hann í engum efa um, að svo væri. ()g hann var það líka vonum framar, eftir dreng á hans aldri. En það mesta, sem Óla Palla var kunnugt um af tali manna, var, að Freyja væri reglulegt fjörhross. En hann var of ungur, til þess að skilja meininguna, sem fólst í því orði. Hans hugmynd um Freyju yar sú, að hún væri talsvert fjörugri en hross alment gerðust, og þá miðaði hann vitanlega við þau hross, sem haiín hafði komið á bak. En að hún væri svo fjörug, að hann gæti ekki setið hana, það kom honum ekki í hug. Freyja var ein í tölu hinna gullfallegustu og skemtilegustu reiðhrossa norðanlands. Hún mátti kallast alveg trylt í fjöri, þó var liún langt frá því að vera stíf í taumum. En hún var alt af tilbúin að stökkva á livað sem fyrir var, ef ekki var liðlega og rétt haldið við hana. hrevja var með allra fljótustu hrossum, og hafði oftar en einu sinni tekið fyrstu verðlaun í kappreiðum. Freyja var ljósgrá að lit, með rtæstum sívalan búk og gljáandi skrokk. Hóf- arnir voru fallegir og vel lagaðir og fæturnir mjóir o'g hlaupalegir. Brjóstin voru breið og hálsinn hæfilega langur. Faxið skiftist í miðju °g fór vel. Freyja hringaði makkann upp í fang þess, er á baki hennar sat, og væri numið staðar fáein augnablik, án þess að fara af baki, l'á iðaði hún öll eins og kvikasilfur af framþrá °g vilja. Þannig var Freyja. Það ætlaði ekki að ganga greiðlega að hand- ■sama Freyju, því hún var stygg og vör um sig eins og allflest'fjörhross eru. En svo fór þó sem oftar, að fjórfætlingar sjá ekki við brögð- mrt og klókskap tvífættu verunnar. Þeir stiltu þannig til, að Freyja varð að ganga á milli þeirra Trausta og gamtu-Rauðs, sem báðir voru hægir 0g veraldarvanir. Lædcíist ])á Magnús með iiendina yfir makka gamla-Rauðs og greip hennar. Freyja sá ekki við ])e.ssum hrekk. htun kiptist til, sperti eyrun fram og aftur, nsaði og hljóp fáein spor til hliðar, í þeirri V(jn ^0 losna. En Magnús var þegar búinn að rtá góðu taki um háls Freyju, og hún kannaðist .)ótt við það og stóð þá eins og þfifa. Hún var fiðan beizluð og Óli Palli settur á bak og feng- L ^aumhaldið og ])ar með vfirráðin yfir /eyju. Og loksins var þá Óli Palli búinn að a hinni löngu þráðu ósk sinni fullnægt. ^ iJað var meira en hálf-spaugilegt, að .sjá þennan litla drengpatta á baki Freyju. Hann 7a* eills og svolítill svartur nabbi á þessum V1 a, fallega búk. Hann var tæplega eins liár ^ niakkirtn, er hún liringaði upp í fang hans ettlr taumhaldinu. ^ú var riðið af stað, og með aðstoð hund- anna var lirossunum fljótlega náð saman. ' Svo var halt|ig heim. n ... ,ta^a> Óli minn! Hvernig heldurðu að þér j\ 1 Vl. hana Freyju” spurði Björn, er þeir , J- l’r'r a ettir hrossunum, sem þræddu gotutroðnmgana niður með liólunum. - a^avtlega. Hún er inndæl. Það er al- Vrt\ eills eg sitji á dúnsæng. Eg finn varla, a' 11111 <>,rii við jörðina,” mælti Óli Palli vfir sig glaður. 'x lletlr rtú ekki kvnst henni Freyju mik- í enn !ia> .v»rti minn,” sagði Björn. “En þegai \ n orum að ríða hraðara, þá skaltu gæta þc.vs \ e , a halda ]>étt, en þó liðlega við hana, pvi^hun a þatt í ])v[ aj$ sæ]qa sa gamla.” n.^ J)(!'' vet ríða henni hart,” madti Óli valh drygindalega. Nú batnaði vegurinn að mun, svo að hross- •rt) sem þen i aku, tóku sprett á undan reið- rtionnuiium. Færðist þá fljótt líf í Freyju. Hún risaði, kipti í taumana og barði niður fótun- h“j’ Hún var ehki vel ánægð með að- Bræðumir riðu lítinn spöl á eftir Óla Palla, °x ^lcnv ^rtð nteð vilja, því þeir óttuðust, aí> það mundi setja of mikið kapp { Freyju, ef þeir riðu samhliða honum. En litli stórbokk- 111,1 hafði auga á bræðrunum útundan sér og duldist honum það ekki, að ]>eir höfðu vakandi auga á honum. Það fanst Óla Palla vera al- veg óþolandi. Honum fanst reiðmensku sinni stórlega misboðið með þeirri umhyggjusemi. Svo blóðið tók að ólga í æðum litla reiðgapans. “Svo þeir eru hræddir—hræddir nm mig. Yið skulum gefa þeim svolítið hjartastyrkjandi, Frevja”—sagði óli Palli og gaf um leið Freyju lausan tauminn. Þegar óli Palli sat á gamla Rauð, þurfti liann að nota alla anga til þess að koma honum úr sporunum. Hann barði fótastokkinn, bað- aði út höndunum og danglaði í hann með keyr- osólinni sinni. En gamli-Rauður tók þessu öllu með hinni mestu ró, og fór sjaldah mikið harð- ara en honum sjálfum sýndist. Þess vegna var það orðinn ríkjandi vani hjá Óla Palla, að dangla fótunum, þegdr hann var kominn á bak. En það tóku bræðurnir honum vara fvrir að gjöra ekki við Freyju, svo framarlega sem hann vildi halda heilu lífi og limum. En sökum ])ess, að Óli Palli misti liugar-jafnvægið, þeg- ar lmnn sá bræðuma vakta sig, þá gleymdi hann þessari ráðlegging þeirra o-g setti hælana af alefli í síðurnar á Freyju. Þetta var óþægileg nvjung fyrir Freyju. Og viðbragðið, sem hún tók, hefði varla getað orð- ið sneggra, þó hún hefði verið stungin. Hún var á sama au'gnablikinu þotin af stað með leiftur hraða. Þegar Freyja nálgaðist lausu hrossin, æstust þau af hófatraðkinu á eftir þeim og hertu á hlaupunum. En bráðum var greið- færi vegurinn á þrotum, en þá tóku við flóar og illar keldur og því stói'hætta að ríða þar hart vfir. En Óli Palli, sem til allrar lukku var ekki hið minsta hræddur, sá í tíma hættuna og skildi undir eins, að liér varð hann að hafa skjót ráð, ef vel átti að fara. Plann klemdi því litlu fæt- urna sína að síðum Freyju, og tók svo með lip- urð og festu í taumana. Með fullri alyöru, en ])ó liðleik, lukkaðist honum að stilla Freyju áð- ur en hún þxaut með liann út í ófærurnar, og mátti slíkt næstum kraftaveí’k heita, ]>ví Frevja var þá komin í þann ham, að hún sýndist ekk- ert barna meðfæri. Þegar bræðurnir sáu viðbragðið, sem Freyja tók, varð þeim meira en lítið hverft við. Þeim kom ekki annað í hug, en Óli Palli mundi ])á og þegar kútveltast af henni, og voru því alveg með öndina í hálsinum yfir því, hvernig fara mundi. En svo, þegar Óli Palli hafði aftur náð yf- irráðunum í sínar hendur, sneri hann Freyju við, og lcit sigrilirósandi til bræðranna. Hann hugsaði með sér: “Nú trúi eg þó varla öðru, en að þeim hafi snúist hugur um reiðmensku mína. ” “Þú ert ljóti vandræða glanninn, Óli Palli. Það væri réttast, að við tækjum þig af baki og pettum }>ig upp á hann gamla-Rauð,” mæltu bræðurnir báðir í senn, er þeir komu til Óla- Palla. “Nú, er eg kannske ekki reiðmaður?” spurði Óli Palli hróðugur og hlæjandi út undir eyru. “Þú ert prakkari, greyið. Það ertu karl- inn. Taktu nú eftir. Ef þér hefði ekki lukk- ast að stilla Freyju á þessu augnabliki, er ekk- ert líklegra, en að þú lægir nú í keldunni þarna útataður og ef til vill svo lemstraður, að þú værir ver kominn en dauður.” “ Já. ef. En það var engin hætta á því, að eg réði ekki við Freyju. Eg sá hættuna, og af- stýrði henni líka. Af hvérju? Af því að eg er reiðmaður,” sagði Óli Palli herramannlega. En með sjálfum sér viðurkendi hann þó, að það liefði skollið hurð nærri hælum. “Þú réðir við Freyju í þetta sinn, gapinn þinn. En það vil eg ráðleggja þér, að geyma -])etta bannsett fótbarsmíð þar til þú sezt á hann'gamla-Rauð, því okkur langar ekkert til að flytja ])ig hálf-dauðan heim og láta þig verða til þess að ónýta fvrir okkur skemti- stundirnar af útreiðarförinni í dag,” mælti Björn alvarlega , en þó ekki óþýtt. Að þessu mæltu riðu þeir út á mýrarflák- ann á eftir hrossunum og gerðist ekkert sögu- legt á þeirri leið. En þegar mýrina þraut, tóku við sléttar melöldur og grundir, og það varð ekki hjá því komist, að greikka ofurlítið spor- ið. Og Óli Palli, sem hugsaði sér að gæta bæði sín 'Og Freyju betur en áður, varð að hafa sig allan við, til þess að missa hana ekki. Lausu hrossin tóku öll til fótaima, þegar vegurinn batnaði og brugðu á leik eftir grundunum, noma gamli-Rauður; hann var of revndur og ráðsett- ur til þess að taka þátt í slíku stjórnlevsi og galsa þeirra yngri. En bræðurnir litu ekki sömu augum á hæversku hans. Þeir sögðu, að árans letin ætlaði alveg að drepa hann. Þeir urðu því að vekja liann við og við af leti- mókinu, með svipuólinni, og þegar hún söng um fætur, hrygg og lendar gamla-Rauðs, þá varð honum ekki meira um það, en svo, að hann lagði kollhúfur, barði til taglinu og lullaði svo áfram. Einu sinni varð Birni það óviljaverk, að koma lítið eitt við Freyju með svipuólinni um leið og 'hann danglaði í gamla-Rauð. Það þoldi ekki Freyja. Hún var aftur rokin af stað með tryllings liraða. En vesalings Óli Palli, sem átti 'sér einskis ills von og var óvið- búinn þessum kevpum Freyju, tók heljar mik- inn kipp aftur á bak. Hann náði ])ó jafnvæg- inu fljótt aftur, þreif í taumana og reyndi af öllum sínum litlu líkamskröftum að stilla Freyju. En það gagnaði ekkert, þó hann brúkaði krafta sína, lipurð og lempni, því nú var ])að Freyja, sem liafði völdin, en ekki Óli Palli. Og nú kom óvænt og óviðfeldið atvik fyrir litlu reiðhetjuna. Sökum þess, að hann hafði allan liugann á því, að stilla gæðinginn, þá tók hann ekki eftir því, að hann nálgaðLst óðum brúarskurðinn, svo kallaða, sem lá þvert yfir brautina, og áður en Óli Palli gat áttað sig á því, sem að bar, tókst Freyja á loft.upp og hentist yfir skurðinn, en litli reiðmaðurinn kastaðist af baki hennar eins og köggull, langt út í móa. En Freyja, sem fagnaði frelsinu, skaust eins og ör fremst í hrossa-hópinn og náð- ist ekki aftur fyr en lieima á hlaði á Sveiná. Þessi urðu þá úrslitin, á viðskiftum þeirra Frevju og Óla Palla. Vesalings litli Óli Palli! Nú lá hann þarna úti í móum, gramur og ráð- þrota yfir þessum óvæntu og snöggu úrslitum. Það var víst honum að kenna, klaufaskap hans og kunnáttuleysi. Hann skildi þó ekki vel orsökina til þessa óþægilega atburðar. Hon- um var það hin mesta ráðg át y, 'hvað það var, sem hleypt liafði þessum fítons anda í Frevju. Ef Óli Palli hefði vitað, að Björn vinur lians og gamli-Rauður áttu aðal þáttinn í þessum óförum, ]>á hefði honum liðið miklu betur. En það var nú meinið, að hann vissi það ekki. Það sem Óla Palla gramdist þó mest, var tilhugs- unin um storkunaryrði og háðglósur bræðr- anna. Hvað átti hann að gjöra? Átti liann að fara að gráta, og látast hafa meitt sig, til þess að komast hjá keskni þeirra og háði? Nei, það fanst Óla Palla of lítilmannlegt. Atti hann þá að verða vondur, og kenna þeim um allar sínar ófarir? Nei, nei. Ekki dugði ]>að. Þeir mundu þá bara hafa meira gaman af honum og storka lionum þeim mun meira. Ja, hvað var þá hægt fyrir hann að gjöra? “Líklega bezt, að taka öllu með ró og still- ingu og segja sem fæst,” sagði Óli Palli við sjálfan sig og stóð upp. “Meiddirðu þig mikið, Óli minn?” spurði Björn og stökk af baki. “Nei,” sagði óli Palli. “Var ekki gott að ríða Freyju?” spurði Magnús kíminn. “Jú,” sagði Óli Palli. “Þótti þér ekki slæmt að falla af baki?” spurði Bjöm. “Það gat verið verra,” mælti óli Palli. “Það er nýtt að heyra þig svara að eins einsatkvæðisorðum, óli minn. En eg skil. Það er bezt að tala ekki meira um Það,” segir Björn brosandi og klappar Öla Palla létt á kinnina. “Þrátt fyrir alt, þá stóðstu þig ljómandi vel, Óli minn. Og eg skal alrei framar segja, að þú sért klaufi að sitja hross, þó svona færi,” sagði Magnús. “Eg mundi aldrei hafa fallið af baki„ ef eg í tíma hefði tekið eftir árans skurðinum. Eg var stökki Freyju alveg óviðbúinn,” sagði Óli Palli. “Já, því trúi eg. En svona er það nú á stundnm í lífinu, að maður fellur um þrepin fyrir það, að varasemi, gætni og góðar ráðleggingar, eru oft virtar 'að vettugi. Það þarf svo margt að læra, margt að athuga, mörgu að kynnast og færa sér í nyt, fvrir þann, sem er í undirbúningsskóla lífsins,” sagði Bjöm blíðlega og benti Óla Palla að koma á bak fyrir aftan sig. Þegar heim kom, lét Jón falla nokkur orð til Óla Palla um það, að liann hefði verfð nokk- uð lengi eftir hrossunum. En svo klappaði hann á kollinn á honum og málti: “Þú hefir nú samt verið duglegur drengur í morgun, Óli minn. Farðu nú inn og þvoðu þér og klæddu þig í skárri föt, því nú er sunnu- dagur og þá mega allir til með að vera glaðir og vel útlítandi. Davíð Björnsson. JOLALJÓÐ. Lof sé þér, Guð, fyrir gleðileg jól geislann af dýrðinni þinni. Himneska birtan er sálnanna sól, sólblæinn ’hjörtu vor finni. Vaxi þar dýrlegur vorgróður nýr. Vakni alt gott, er í manni býr. Lof sé þér, Guð, fyrir ljósið þitt bjart, ljómann frá Betlehemsvöllvun. Eina stund verður þó umhverfið svart albjart frá kotum og höllum. Bregðum því ljósi á heimsins hag. Hugleiðum ástandið nú í dag. Enn ríkir vanþekking voðadimm víða í stundlegum efnum. Enn devðir þröngsýnin, geigvæn og grimm, gullkorn í andlegum stefnum. Enn eru spámenn, er Guð oss gaf, grýttir og marghraktir velli af. Enn ríkir kuldi og klakti í sál kristinna manna svo víða. Enn raska hefnda- og heiftrækisbál heimilisfriðinum blíða. Enn þá er réttinum ranglega skift, réttlætisgyðjan oft völdum svift. Hver má ei gráta sín gengnu spor? Guð vor, ó líkna oss öllum. Lít þú í mildi og miskunn til vor. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PI.ACE Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrha nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL 202 Medical Avts B'.dg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sími: 28 180 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœJcninpar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá 6—8 að kveldinu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. 406 TORONTO GENERAL TRITST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG \ DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 WINNIPEG G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 MARYLAND STREET. (priðja hús norðan við Sargent). PHONE: 88 072 Viðtalstími kl. 10-11 f. h. og 3-5 e. h. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Seiur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti Ennfremur selur liann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 HeimiUs talsími: 68 302 PJÓÐLEQASTA KAFFI- OQ MAT-SÖLUHÚ9IÐ sem þessi borg hefir nokkurn tlma haft innan vébanda sinna. Fyrirtaks máltiðir, skyr, pönnu- kökur, rúllupylsa og þjóðræknis- kaffi.—Utanbæjarmenn fá sér ávalt fyrst hressingu á WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Sími: 37 464 ROONEY STEVENS, eigandi. RAGNARH. RAGNAR Píanókennari Nemendur, er njóta vilja píanó- kenslu hjá Ragnari H. Ragnar, geta byrjað nú þegar.—Nemend- ur búnir undir öll próf, bæði byrj- endapróf og A.T.C.M. Allar upplýsingar gefnar að kenslustofu 693 Banning St. PHONE: 34 785 H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfræðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfræðingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 Reir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney, og eru þar að hitta á eftirfylgjandi tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvikudag, Piney: Priðja föstudag I hverjum mánuði. J. RAGNAR TOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. Rosevear, Rutheríord, Mclntosh and Johnson. 910-911 Electric Railway Chmbrs. Winnipeg, Canada Slmi: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum JOSEPH T. THORSON Islenzkur lögfræðingur SCARTH, GUILD & THORSON Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg., Main St. South of Portage PHONE: 22 768 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrifstofá: 702 Confederation Life Building. Main St. gegnt City Hall PHONE: 24 587" Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. Baldwinson, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 MINING EXCHANGE 356 MAIN ST. WINNIPEG J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öiiu tagi. PHONE: 26 349 « A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað sainstundis. Skrifstofusími: 24 263 Heimasimi: 33 328 ALLAR TEQUNDIR FLUTNINQAI Nú er veturinn genginn I garð, og ættuð þér þvl að leita til mln, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. Jakob F. Bjarnason 668 Avlerstone. Slmi 71 898 PÁLMI PÁLMASON VioUnlst and Teacher 654 BANNING ST. PHONE: 37 843 GUÐRÚN S. HELGASON A.T.C.M. kennari I Pianóspili og hljómfrœSi (Theory) Kenslustofa: 540 AGNES ST. Slml: 31 416 BJÖRG FREDERICKSON Teacher of Piano Suite 7, Acadia Apts. Telephone: 72 025 Mæt oss, er á þig vér köllum. Skaðiegar stefnur vér höfum hylt. Heimsmenning vorri frá rótum spilt. Gjörum því allir í guðs nafni bót, gerbreytum lífi og stefnum. Horfum svo vondjarfir himninum mót, heitstrengjum, lofum og efnum. Guð blessi heit vor og hjartans mál. Helgist þér, Kristur, hver mannleg sál.. —Helgist þitt na-fn. V. V. Snævarr.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.