Lögberg - 09.01.1930, Side 5

Lögberg - 09.01.1930, Side 5
 ICELINDIC MILIENNIAICELEERATIDN EXCURSIDN Montreal - Reykjavik S.S. ANDANIA Siglir frá Montreal 6. Júní 1930 Cunard llnan hefir oplnber- lega v e r i 8 k j ö rin af sjálfboSa-^ nefnd Vestur- Islendinga til að flytja heim Islenzku Al- þingishátí8ar gestina. B. J. Brandson, forsetl. J. H. Glslason, H. A. Bergman, E. P. Jónsson. Dr. S. J. Johannesson. A. B. Olson, G. Stefánsson, Dr. B. H. Olson, S. Anderson, G. Johannson, S. K Hall, A. C. Johnson, Jonas Paisson, P. Bardal, M. Markusson, W. A. Davidson. L. J. Hallgrlmsson, Spyrjist fyrir um aukaferðir. AríSandi að kaupa farbréf sem fyrst, til að tryggja sér gott pláss. Frekari upplýsingar á öllum skrifstofum Cunard-félagsins, eða hjá J. H. Glslason, Convener Volunteer Committee, 409 Mining Exchange Building, Winnlpeg, Canada. MÍSS Thorstina JacRson, Passenger Executive Department CUNARD LINE, 25 BROADWAY, NEW YORK, N. Y. Alþingishátíðin á Þingvöllum. Dagskrá hátíSarnefndar. — Frá- sögn Magnúsar Kjaran. 1. dagur (fimtudaginn 26. júní 1930). Kl. 9 Guðsþjónusta: Athöfnin taki 30 mínútur og fari fram í gjánni fyrir norð- an fossinn. 9% Lögbergsganga: Menn safanst saman undir fána síns héraðs á flötunum suður af Gróðrarstöðinni og ganga þaðan í fylkingu að Lögbergi. 10% Hátíðin sett: 1. Þingvallakórið syngur: Ó, guð vors lands. 2. Foráætisráðherra setur há- tíðina. 3. Hátíðaljóðin sungin (fyrri hlutinn). 11% Alþingi sett: (eða þingfundur, ef þingi hef ir verið frestað). Forseti sameinaðs þings heldur ræðu. 12(4 Hátíðaljóðin sungin: (síðari hlutinnn). 1 Matarhlé. 3 Móttaka gesta á Lögbergi: 1. Forseti sameinaðs þings býður gesti velkomna. 2 Fulltrúar erlendra þinga flytja kveðjur af Lög- bergi. Hverjum fulltrúa íetlaðar 5 mínútur. 4% Hljómleikar, sögulegir. 6 Miðdegisveizla. ® íslandsglíma. 2. dagur. ib Minni tslands: flutt á Lögbergi. Kappreiðar í Bolabás. Matarhlé. ^ Þingfundur. 2% Vestur-íslendingum fagnað á Lögbergi: V.-lslendingar flytja kveðjur a Lögbergi. •J ■'“ Söngleg sýning. 4 ' ffljómleikar, nýtízku. 6 Matarhlé. ® Kimleikasýning, úrval, 16 stúlkur og 16 piltar. Kl. 3. dagur. n ^’n8fundur, þingi slitið. 11 Einsöngur. 1 ^atarhlé. ' í?finieiitasýiting, 200 manns. Háakórið syngur. r Mg*UleR sýnin&- * 6 Matarhlé. Hátíðinni slitið á Lögbergi af forsætisráðherra. H'Fl s r' j 11 a bverju kvöldi: Heraðsfundir, bændaglíma, viki- vakar, bjargsi^, rímur kveðnar songur, hljóðfæraslátturi dans Sunnudagur. Kl. 12 lokaveizla fyrir fulltrúa aHra stétta í landinu. Mbl. hafði tal af Magnúsi Kjaran í gær og spurði hann um ymislegt viðvíkjandi hátíðinni og einstökum liðum dagskrárinnár. Hann sagði m. a. í gjánni, þar sem gúðsþjónust- an á að vera, er drangur einn til- valinn fyrir prédikunarstól; út- búnaður verður þar enginn. — Tröppur hafa verið gerðar niður í gjána í sumar, til þess að mann- fjöldinn eigi hægt með að komast þangað. Rúm er í gjánni fynr 30 þús. manns. Lögbergsgöngunni verður þann veg hagað, að hvert hérað hefir sinn fána, og skifta menn sér á völlunum þannig, að hver skipar sér undir fána héraðs síns. Um skrúðgöngu í venjulegri merkingu getur ekki verið að ræða. Lög- reglan stjórnar göngunni. Er gert ráð fyrir, að 100 lögregluþjónar verði þarna. Forystu löigreglunn- ar á Bjarni Bjarnason skólastjóri að hafa á hendi. Verður hið væntanlega lögreglulið æft hér í vetur. Söngstjórn hátíðarinnar hafa þeir á hendi Páll fsólfsson og Jón Halldórsson. Stjórnar Páll söng hátíðaljóðanna. Sennilega þykir of ,um.stangs- mikið að setja þing að Lögbergi. Því við þingsetningu er svo taf- samt umstang. Því er líklegra. að þegar þingfundir hins. reglu- lega þings hætta í vo^ þá verði þingi ekki slitið, heldur fundin- um frestað þangað til á hátíð- inni. Þegar rætt er um Lögberg í dagskrá hátíðarinnar, þá er átt við Lögberg það, sem kent mun verða við Eggert Briem. Ræðu- maður stendur á þeim kletti og snýr að gjánni; þingmenn sitja á palli, er reistur verður neðan við klettinn í gjánni. Skamt frá palli þeim verður skáli eða tjald fyrir hljómsveit og söngmenn. Á fyrsta þingfundin- um flytur forseti sameinaðs þings aðal hátíðaræðuna. Gestir landsins, um 100 að tölu, matast í veizluskála Val- hallar. Þar rúmast 200—250 manns undir borðum. Með ís- lenzku þingmönnunum og konum þeirra, má búast við að þar verði daglega sá mannfjöldi. f miðdeg- isveizlunni 1. hátíðardaginn, er ætlast til, að verði fulltrúar ýmsra félaga og atvinnufyrirtækja, svo og blaðamenn, alls um 500 manns. Verður þá opnuð ein hlið Val- hallarskálans, og borð 'upp sett í hliðstæðu tjaldi. M. Kj. fullyrðir, að matarbirgð- ir verði næilegar, og greið af- greiðsla á þeim handa öllum mannfjöldanum. Verða veitinga- tjöldin á flötunum vestan við hæðina, sem Valhöll stóð á áður en hún var flutt, rétt austan við Öxará. Brú verður sett þar á ána, 30 metra breið. Fulltrúar munu verða þarna frá 20 erlendum ríkjum. íslandsglíman verður háð á palíi, er verður reistur á sama stað og verið hefir, þe^ar íþrótta- sýningar hafa farið þarna fram, fyrir neðan gjábrekkuna, vestur af gömlu konungsstöðum. Verð- ur pallur þessi 25x50 m. stór. Þar verða allar íþróttasýningar, og auk þess dans á kvöldin. Áhorf- endur sjá vel á pallinn úr brekk- unum fyrir ofan. Óvíst er enn, hver flytur minni íslands að Lðgbergi 2. hátíðar- daginn. Samtímis verða kappreiðar háð- Helga Thorbergson ('Minningarorð) Hún andaðist að heimili sínu, 513 Beverley St., Win- nipeg, 29. október, 1929, og var banamein hennar krabba- mein innvortis. Foreldrar hennar hétu Hinrik Gunnlaugsson og Helga Salome Guðmundsdóttir. Hún fæddist 28. marz 1868, að Efranúpi í Miðfirði í Húnavatnssýslu. Vestur kom hún til Winnipeg 1887 og átti þar heima ávalt síðan. 31. uktóber 1891 giftistHelga Sveini Bergmann Thor- bergssyni trésmið, frá Hofi i Vatnsdal. Bjuggu þau saman í ástríku hjónabandi rúm 23 ár. Var Sveinn greindur maður og svo vænn, að hann var hvers manns hugljúfi. Var heimilið auðugt af ást og glaðværð, og vinsælt mjög. Voru þau hjón í öllu samhent. Hann and- aðist 23. marz 1915. Þau hjón Sveinn Thorbergsson og Helga eignuðust tiu börn og eru þau hér talin i aldursröð: 1. Hinrik Gunnlaugur, umboðsmaður í Winnipeg, kvæntur enskri konu. 2. Helga Salome, dáin 15. júlí 1894. 3. Halldór Ragnar, dáinn 4. maí, 1915. 4. Norma, gift Fred Th’ordarson, bankastjóra x Win- nipeg. 5. Clara Ásdís. 6. Jakob Bergmann, dáinn 11. júlí, 1900. 7. Inga Jakobina, gift W. Byron, farandsala í Prince Albert. 8. Helga Salome. 9. Jónína Magdalena, fHún og Helga Salome eru tvíburar). 10. Björn Ágúst, dáinn 1914. Eftir fráfall manns síns bjó Helga sál. áfram með börnum sínum á heimilinu að 513 Beverley St., og héld- ust þar jafnan við hin góðu einkenni þess: ástúðin og gleðin; enda voru börnin móður sinni samhent í öllu og reyndust henni góð og elskuleg börn alla daga. Helga sál. Thorbergson var sannnefnt valkvendi. Skyldurækin var hún jafnt við heimili sitt og hið stærra félagslíf. Hvarvetna kom hún fram til góðs. Hún var kristin kona í beztu merkingu þess orðs. Hún lifði trú sína. Því var æfi hennar svo fögur og gleði hennar svo mikil, þrátt fyrir margskonar mótlæti. Hún tók ágætan þátt í safnaðarlífi og tilheyrði Fyrsta lúterska söfnuði með hug og sál. Svo var hún kirkjurækin, að aldrei var sæti hennar autt á guðþjónustu-stundum safnaðarins. Hið fagra trúarlíf hennar og lífsgleði hélzt fram í andlátið. í sjálfri banalegunni var hún síglöð, svo varla hefir maður kynst meiri gleði á banabeði. Sælasta stund lífs síns sagði hún verið hafa þá kveðju-stund, skömmu fyrir andlátiS, er börnin hennar og tengdabörnin söfnuðust með henni að kvöldmáltíðarborði Drottins í svefnhúsi hennar, og hún og þau neyttu sameiginlega sakramentis hins ódauðlega kærleika. Hún fór glöð og sigrihrósandi af þessum heimi, fullviss um sælu og elíft líf hinum megin. Jarðarför hennar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju, að afstaðinni húskveðju á heimilinu, 1. nóv. — Sóknar- prestur hennar Dr. Björn B. Jónsson, jarðsöng hana. Bar það, sem margt annað, vott um vinsældir hinnar látnu, hversu fjölment var og hluttekningin almenn í sorginni út af fráfalli hinnar hjartahreinu og ágætu konu. —J. ar í Bolabás. Þangað er aðeins 10 mínútna gangur frá tjaldborg- inni. í Bolabás er skínandi fall- egt, og tilvalið kappreiða og á- horfenda svæði frá náttúrunnar hendi. Hvergi verður um sérstak- an inngangseyri að ræða, að því sem tilgreint er í dagskrá hátíð- arinnar, nema ■'að kappreiðunum. Þar verður 1 kr. Snngangseyrlr. Á þingfundinum 2. daginn, á að samþykkja einhver þau lög, sem mikilsvarðandi eru fyrir þjóðina og eftirtekt vekja utan lands og innan, Sennilega verða lögin und- irskrifuð af konungi þarna á Þingvöllum. Ætlast er til þess, að Vestur-íslendingar, sem þarna verða, gangi í fylkingu að Lög- bergi, er þeim verður þar fagnað. Hverjir tala þar, er óvíst enn. Sögulega sýningin, sem síðan verður haldin, á að tákna það, að Þorsteinn Ingólfsson setur Lögréttu, og gengst fyrir því, að Hrafn Hængsson er kosinn lög- sögumaður, og hann vinnur eið að baugi. iBúist er við, að um 50 manns taki þátt í sýningu þess- ari. Æfingar byrja eftir ára- mót. Fimleikana sér íþróttafélag ís- lands um. Sennilega stjórnar Björn Jakobsson sýningu úrvala- liðsins 2. hátiðardaginn, en Jón Þorsteinsson sýningunni daginn eftir. Þingfundurinn síðasti á að verða örstuttur. Að honum loknum, er ætlast til að 5—6 beztu söngmenn landslns syngi einsöngva í hljómskálanum og fái hver þeirra 10 mínútur. Sögulega sýningin þann dag á að sýna lögsögu á Lgberði o. fl. Héraðsfundunum verður hagað eins og íbúar héraðanna óska eft- ir. Verða þeir vitanl. marglr haldnir samtímis á hverju kvldi. Bændaglímurnar verða háðar á íþróttapallinum áður en dasinn byrjar. En vikivakarnir verða sennilega stignir uppi í gjá norð- an við fossinn. Hljóðfærasláttur verður víða samtímis á kvöldin. Bjargsig er hægt að sýna á þrem stöðum í Al-1 mannagjá: Komið hefir til orða að sýna sund, a. m. k. dýfingar í Öxará. í lokaveizlunni á sunnudaginn verða fulltrúar allra stéttá í land- inu. Á veizla sú m. a. að tákna það, að hér sé um alþýðlega, eða réttara sagt alþjóðlega hátíð að ræða. Læknafélagið hefir lofað að sjá um læknaverði á hátíðinni. Lyfja- búð verður þar og banki og póst- hús. Símastöðvar verða settar upp hér og þar, með miðstöð þar sem Valhöll var. Þar verða og bækistöðvar blaðamanna. Nýr símaþráður verður lagður héðan til Þingvalla, enn fremur ný lína frá ölfusárbrú til Þingvalla. IVÍeð veginum áustur verða 'Verðir margir til þess að sjá um að umferðin fari fram eftir sett- um reglum. Þessir menn eiga að geta gert við, annast smávægileg- ar bílabilanir. Allir verða bílam- ir undir sameiginlegri stjórn og mun Björn Ólafsson kaupmaður taka stórn þeirra að sér. Búist er við, að takast megi að hafa svo marga bíla í takinu, að flytja megi 1000 manns milli Rvík- ur og Þingvalla á klst. — Mgbl. Einar H. Kvaran SJÖTUGUR. öllum þokar áfram eftir al- faraveginum, og í dag er Einar H. Kvaran sjötugur. Hann fædd- ist 6. des. 1859, varð stúdent frá Latínuskóla Reykjavíkur 1881, sigldi til háskólans í Höfn og var þar við nám um sinn, og hneigð- ist þegar á unga aldri að skáld- sagnagerð. Hann var með þrem- ur öðrum skáldum og námsmönn- um um að gefa út “Verðandi’ sem tók nýja stefnu í bókmentum vor- um. Hann kvæntist í Kaupmanna- höfn og fór til Vesturheims; varð þar ekkjumaður og giftist aftur. Haijji var mest við blaðamensku riðinn vestan hafs. Hann fLuttist heim 1895, og var meðritstjóri við “ísafold” árum saman. Hann tók þátt í deilunni, um stofnun íslandsbanka, og fékk ísafold til að gera það að sínu máli, að bank- inn kæmist á fót, og allir sem þektu hörmungar þær, sem þeir máttu þola, sem höfðu eitthvert fyrirtæki að stofnsetja, eða rækja, hafa vitað það lengi, að það var nauðsynlegasta réttarbótin, sem þá varð gerð í voru þjóðfélagi. Einar H. Kvaran hefir skrifað skáldsögur frá því hann varð stú- dent. iFyrsta perlan, sem eftir hann liggur, eru “Vonir”, það ér fín og fögur lýsing á vonsviknum manni, sem er kominn alla leið vestur á “slétturnar”, og sættir sig við að hafa þar ofan af fyrir sér, þangað til hann verður graf- inn í sléttunni. í öllum ritum E. Kv. kemur fram djúp samúð með þeim, sem eru einir og yfirgefn- ir; ekki sízt með smámennunum, sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Hánn fer að eins og skáldin miklu; hann dæmir aldr- ei. Honum er umfram alt um það hugað, að skilja sálarlífið, jafnvel þó morðingi eigi í hlut, eða einhver fyrirlitlegur garm- ur. Beztu einkunnarorðin fyrir ritum E. Kv. eru víst setningin eftir madame Necker, sem dótt- ir hennar gerði alkunna: “að skilja alt, er að fyrirgefa alt.” Af því kemur það, að hann hefii skrifað margt, sem er svo fagurt og vekur svo mikla samúð hjá lesöndunum. Það mætti minna á í sögunni Gull kapitulann: “Mér heyrist einhver vera að gráta” og kapitulann um Karl Keisara, sem í ofdrykkju brjálæði þvælir fram og aftur um það, að skipið, sem hann hafði gert við í flýti og til málamyndar, hafi farist, og æf- intýrið síðasta í þeirri sögu af Drotni og englinum, þar sem Drottinn endar viðræður þeirra með þessum orðum: “Eg er sjálf- ur í syndinni.” Hann var alls- staðar nálægur og þar líka. Það er svo margt í ritum E. Kv., sem lesöndunum finst vera eilíft. “'Sálin vaknar,” hefir einn af þessum köflum, þegar gamla, umkomulausa, illa klædda konan kemur til ritstjórans, sem er að böðlast í morðmáli, sem komið hefir fyrir, og sannar fyrir hon- um, að sonur hennar, 21 eða 22 ára, geti ekki verið morðinginn, þótt hann sé tekinn fastur fyrir það. Hún “forklárast” á stólnum þar sem hún situr, og ritstjórinn sannfærist algerlega, finnur þann sanna morðingja, fær játning hans og kemur honum undan. í síð- ustu skáldsögu hans kemur líkt ÞAÐ ER EKKERT, SEM JAFNAST VIÐ til að Græða Fljótt og Vel L 1 HÖNDUM, kuldabólgu, sar, NASÁR ALLSKONAR, ECZEMA, og GYLLINIÆÐ, EITRUÐ SÁR, o.s.frv. fyrir, þegar Móri “forklárast” fyrir prestinum, presturinn verð- ur gripinn niður í hjartarætur, hættir að kenna hnoum um, að menn verði úti á sama blettinum, sem hann bar beinin, og snýr al- menningsálitinu við, í vil hinum dauða manni, sem úti varð. E. Kv. hefir ort nokkur kvæði, ylrík, fögur og vel gerð. Hann hefir gengið á undan öðrum í sál- arrannsóknunum hér á landi, og gert þar mál, sem var ókaflega ó- vinsælt um tíma, að máli sem nú mun hafa fulla lýðhylli. Hann hefir að síðustu skrifað tvö leik- rit, sem hafa fengið mjög mikla aðsókn í Reykjavik og á Akur- eyri, Léhharð fógeta, sem leik- inn verður í kveld, á sjötugsaf- mæli hans, og hefir meðal ann- ars að geyma þrjú kvæði, hvert öðru fegurra. í “Syndum anna»-a”) þegar Guðrún er orðin full af andstygð á manninum sínum, sem hefir átt barn með stúlku erlend- is, og hún fyrirfarið sér, þá kem- ur amma hennar, gömul, reynd og mild, og talar um fyrir henni og segir, að maður eigi að fyrir- gefa alt; þegar“syndir annara” hafa oltið yfir mann, þá sé há- leitast og göfugast af öllu að bera þær. Einar Kvaran hefir aldrei skrif- að neitt ljótt, ekkert rusl, ekkert heimskulegt, eða neinskonar bull, en slíkt er oft látið óprýða Ijóð vorra beztu skálda, sem gefin eru út eftir þeirra dag. Hann nefir farið samvizkusamlega eftir ráð- leggingunni, sem Matthías Joch- umsson gaf honum ungum: “Þeg- ar maður vill koma sér vel við óð- ardísina, þá verður maóur að þvo sér um hendurnar.” Þar sem það er nú líklegt, að skáld og rit- höfundar verði lengst dæmdir og munaðir fyrir það fagra, sem þeir hafa látið frá sér fara, þá er víst, að E. Kv. á í vændum fagurt eft- irmæli hjá ókomnum kynslóðum. I. E. Vísir. Fiskisamlagið. Þar eð ekkert hefir heyrst í blöð- unum í vetur viðvíkjandi liski- samlaginu og engir meðlimir þess hafa neitt látið til sín heyra, þá er það ekki úr vegi, að minnast þess á þessu nýbyrjaða ári. Ef eftir þögninni má dæma, þá kemst maður að þeirri niðurstöðu, að ekkert hafi komið fyrir, sem hefir vakið sérstakt athygli með- lima félagsins. Víðast mun vera umkvörtun um litla veiði á Winnipegvatni og jafnvel á Manitobavatni, en góð veiði á vötnunum í Norður- Manitoba. Það má því gera ráð fyrir, að markaður fyrir ferskan og frosinn fisk verði sæmilega góður í vetur, og má því búast við, að meðlimir fiskisamlagsins fái vel borgað fyrir þann fisk, sem félagið höndlar. Auðvitað hafa borist sögur um, að sumir af með- limum félagsins hafi ekki látið nema part af afla sinum þangað, en selt til annara, keppinauta, ef þeir hafa getað fengið lítilshátt- ar meira en samlagið borgaði í fyrstu borgun. Eg, sem þetta skrifa, er einn af félagsmönnum, og ætla ekki að taka hart á neinum, því eg veit vel, hvað þarfirnar eru margar hjá fiskimanninum; en mig lang- I ar til að benda öllum félagsmönn- um á, að upp að þessum tíma í Manitoba, hafa fiskimenn ekki auðgast á gömlu fiskifélðgunum. Lítið sýnishorn af því var i haust á Winnipegvatni, hvað lítið fiski- mönnum varð úr birtingsveiðinni. Flestir munu hafa orðið að selja fyrir 3 cent pundið; ef ajÖ undan- tekningar eru á því, munu þær vera fáar. Heyrst hefir, að öá fiskur hafi verið seldur út úr frystihúsunum í Selkirk fyrir 13 cent pundið (í carloads). Höf- um við fengið sanngjarna borgun fyrir okkar verk? Eitt er víst, við getum breytt þessu, ef við stöndum saman, með okkar félagsskap. Yfir vetrar- mánuðina má heita, að allur fisk- ur úr ósöltu vatni, sem brúkaður er í stórborgum Bandaríkjanna og AusturCanada, komi úr vötnunum í Manitoba, Saskatchewan og Al- berta, og þetta hlýtur að verða svo í framtiðinni. Það lítur því svo út, að hagnaðurinn af fiski- veiðinni, ætti að fara til fiski- mannanna, sem veiða fiskinn. Hvernig er þá hægt að koma því fyrirkomulagi á, betur en í gegn- um fiskisamlagið? Það er ekki til of mikil ætlast, að vér stöndum allir með okkar eigin félagsskap, eins og menn sem vita, hvað þeir eru að gera, því vér erum allir að vinna að sama takmarki. Árangurinn hlýt- ur að vera auðséður, ef vér stönd- um allir saman. Eg vil því áminna alla meðlimi Samlagsins um að standa drengi- lega með þessum félagsskap. Samlagið hefir nú ágætan um- boðsmann í New York, sem flest- ir fiskimenn kannast við, nefnil. Jón H. Johnson. Vér munuir all- ir vera sammála um þennan mann, að hann sé í alla staði fær um að leysa það verk vel af hendi, sem hann hefir tekið að sér. Fiskisamlagið okkar (Manitoba Co-iOperative Fisheries), ætti bvi að geta orðið stærsta og voldug- asta fiskifélagið í Vestur-Canada, ef meðlimir þess eru einlægir sinum félagsskap. Auðvitað geta þeir ekki búist við neinum stór- stigum á öðru ári, en mikið er und- ir því komið, að meðlimir láti sinn fisk fara til Samlagsins á þessum vetri, því ef að Samlagið getur sýnt góðan árangur á þessum vetri, þá mun mesta mótspyrnan frá gömlu fiskifélögunum ekki skaða oss í framtíðinni. Nú, þegar Manitobafylki tekur við stjórn á fiskiveiðunum á vötn- unum í Manitoba, er ekki til of mikils mælst, að stjórnin bygði eitt frystihús í Winnipegborg til afnota fyrir fisk og aðrar afurð- ir, sem þarf að geyma í kælihús- um.‘ Enn fremur ætti Fiskisam- lagið, að gangast fyrir því, að fiskimarkaður væri settur á stofn í Winnipeg, svo viðskiftmenn úr öðrum stórborgum geti keypt þar og verið vissir um góða vöru, því á þeim grundvelli verður fé- lagsskapur okkar að byggjast. Vér verðum því, bræður, að vanda þá vöru, sem vér viljum selja, og vinna allir sameiginlega til að koma okkar hugsjónum 1 framkvæmd. Gamall fiskimaður. “RIVERA FYLLISVSN.” Fyrir nokkru kom ung stúlka inn í skrifstofu blaðsins “La Na- sion” í Madrid og spurði rit- stjórnina hvort hún vildi birta kvæði eftir sig. Ritstjórinn las kvæðið og þótti það afbragð, því að það var hið mesta lof um Primo de Rivera. Daginn eftir var kvæðið l)irt á bezta stað í blaðinu, en hálfri stundu eftir að blaðið kom út, var alt gert upptækt af því, sem náð- jst — vegna kvæðisins. Að vísu var kvæðið vel ort, háfleyg orð og hrósað mjög öllum kostum ein- valdans. En ef lesnir voru nið- ur fyrstu stafirnir í hverju visu- orði, þá kom fram eftirfarandi setning: Primoa de Rivera es un borraccho (Primo de Rivera ^r fyllisvín). Ritstjórinn varð alveg örvílnað- ur, hann gat ekki haft hendur í hári stúlkunnar, því að enginn vissi hver hún var. En henni hefir sjálfsagt verið skemt. Blaðastrákar græddu stórlega á þessu, því að þegar þeir vissu að blaðið var gert upptækt, seldu þeir alt. sem þeir áttu eftir, fyrir 5 peseta blaðið. Og blöðin voru rifin út fyrir það verð. — Lesb. I

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.