Lögberg - 09.01.1930, Síða 6

Lögberg - 09.01.1930, Síða 6
Bls. 6. LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 9. JANÚARÚ 1930. Mary Turner Eftir M AfíV I N D AN A. Þrátt fyrir það, sem að framan er sagt, hélt Mary sér vel. Hún gafst ekki upp, en hélt hiklaust slna leið, þó lífskjörin væru henni ó- geðfeid. Ef til vill átti hún það hollum leið- heiningum föður síns að þakka, að hún var ekki í mikilli hættu, að falla fyrir þeim freistingum, sem bíða flestra ungra og fallegra, en fátækra stúlkna, sem í stórborgunum eiga heima. Hún hafði heldur ekki orðið fvrir því, að yfinnenn hennar hefðu gert henni tvo kosti, annað hvort að tapa vinnunni, eða brevta móti betri vitund og gera sig seka í því, sem hún sjálf vissi að var sér ósamboðið. Hún hafði lært að meta sjálfa sig meira en peninga og lífsþægindi. Það liafði hún lært af föður sínum, sem í raun og veru var vitur maður og hafði glöggan skilning á mörgu, þó hann væri heimskur, þegar til fjár- málanna kom. Sumar af stúlkunum, sem unnu með henni, voru lienni líkar í þessum efnum, en margar ólíkar. Hún leigði sér lítilfjörlegt her- bergi með tveimur öðrum stúlkum, sem unnu í búðinni. Þau- voru hennar líkar, að því leyti, að þær voru báðar strang heiðarlegar. Ann- ars hafði hún litla ánægju af þeim félagsskap. Andlegur þroski þeirra var miklu minni, en hennar. Hins vegar voru þær báðar andlega og líkamlega heilbrigðar. Þetta tilkomulausa líf hafði Mary Turner lifað í fimm ár. Níu klukkustundir á hverjum degi stóð hún við búðarborðið. Allar aðrar 'stundir sólarhringsins, nema rétt meðan hún svaf, hafði 'hún nóg að gera við að búa til sínar eigin óbrotnu máltíðir fyrst og fremst, og svo að þvo föt sín og halda þeim í lagi. Þess var krafist, að hún væri snoturlega klædd í búð- inni, enda var henni sjálfri það ekki óljúft, að vera vel til fara, enda þótt hún þvrfti æði mik- ið fyrir því að hafa. Hún liafði lítinn tíma til að lesa, en þó las hún jafnan nokkuð og bækur og tímarit gat hún fengið í bókasafninu, án þess að .borga nokkuð fyrir það. Þótt tíminn til lesturs væri mjög takmarkaður, þá las hún þó ýmislegt, sem gladdi skilning hennar og jók hennar andlega þroska. Síðasta árið hafði hún lesið mikið um það, sem snerti hennar eigið daglega líf. Hún las ýmsar ritgerðir um mannfélagsmálin og þó sérstaklega um þau efni, sem snertu verkamenn og verkveitendur. Þetta vakti hjá henni sterka löngun til að bæta sinn eigin hag. Hún bar sjálfa sig saman við aðra, sem hún. þekti, og henni duldist ekki, að hún hafði meiri gáfur og meira andlegt þrek, heldur en fólk flest. Það, að 'hún vissi sjálfa sig af góðum ættum, var henni líka styrkur. Hún hafði enn fremur meiri líkamlegan styrk, heldur en flestar aðrar stúlkur. Hún hafði. í stuttu máli, það þrent, sem hverri stúlku er bezt veganesti út í lífið, fegurð, gáfur og var af góðu fólki komin. Þetta þrent er alt gott, þó ef til vill megi um það segja, að eitt sé öðru betra. Hingað til hefir verið mjög lítilfjörlega að því vikið, hvernig Mary Tumer leit út. En með sanni má segja, að hún var falleg stúlka, og mundi það sízt hafa dulist, ef kringumstæð- ur hennar hefðu verið aðrar og betri, en þær voru. Hún var ein af þeim, sem segja má um, að 'hún var jafn-lagleg, hvar sem á hana var litið. En sérstaklega var það þó eftirtektar- vert, hve gáfuleg liún var. Hverjum, sem veitti henni nokkra verulega eftirtekt, gat naumast duiist, að þessi stúlka hafði í vöggugjöf hlotið óvanalega miklar gáfur. Varð hiin fyrir það tígulegri og tilkomumeiri. En eius og nú var komið, hefði verið nokkuð erfitt, að gera sér rétta grein fvrir þes.su. Mjög fáir, sem hefðu séð haiia nú, mundu með nokkru móti liafa get- að gert sér grein fyrir, að hér væri um óvana- lega fallega og gáfaða stúlku að ræða. Mót- lætið, sem hún 'hafði orðið að þola, þessar síð- ustu vikur og gremjan, sem sezt hafði að í huga liennar, hafði gert útiit hennar alt öðru vísi heldur en það í raun og veru átti að sér að vera. Nú l>ar hún það með sér, hvar sem á hana var litið, að 'hún var orðin píslarvottur gæfunnar, og að hún fann .sárlega til þess. En samt sem áður gat sá, sem veitti henni nána eftirtekt, ef honum var gefinn næmur fegurð- arsmekkur, séð mikið af þeirri fegurð og gerfi- leik, sem var hennar eigin, þó dulin væri nú undir fargi mótlætis og rauna. Hennar dökka, afarmikla, hrokkna hár, gat ekki dulist, og það hélt enn þá fegurð sinni að allmiklu leyti, þó það væri ekki eins vel til liaft, eins og vera liefði mátt. Sama var að segja um andlitsfall- ið, að samræmið duldist ekki, þrátt fyrir þann raunastimpil, sem á því var. <Um litarháttinn var ekki hægt að dæma, eins og nú var komið. Hins vegar mundu flestir hafa getið sér til, að ef högum hennar væri öðruvísi og betur hátt- að, þá mundi þessi stúlka hafa rjóðar kinnar, en bjartan og fallegan hörundslit.. Munnur- inn var bogadreginn, og j>rátt fyrir alt og alt, voru varirnar enn fallegar og rauðar. Ekki fagurrauðar, heldur ln'ifðu þær þennan roða, sem minnir á blíðlyndið, ef ekki hreint og beint á ástina. Hún var ekki beinlínis munn- stór, þó hann væri kannske í stærra lagi, og var- irnar voru ekki til lýta j>vkkar, en hún var .svo lánsöm, að hafa ekki jænnan afar litla munn og þunnu varir, sem sumir telja sér trú um að sé fegurðarmerki. En fvrst og fremst minti þessi fallegi munnur á stvrk, öruggleik og trú- mensku. Eins og hver önnur skynsöm stúlka, hafði Mary Turner lagt mikla alúð við að halda lík- ama sínum í sem beztu lagi, og glæða sem bezt sína eigin líkamsfegurð. Hún var sönn kona, og ]>að er eðlishvöt hverrar heilbrigðrar konu, að vera vel útlítandi. Hún hafði lengi stundað ýmískonar líkamsæfingar, sem hinum stúlkun- um, sem með henni bjuggu, fanst vera mesti ó- þarfi og sögðu að ekki væri til annars en þess, að hún þyrfti meira að borða, og matuxinn, sem j>ær höfðu, væri sízt of mikill. Þrátt fyrir það, að hún hafði oft sára þreytuverki í handleggj- unum, eftir að hafa allan daginn verið að lyfta þungum léreftsströngum, ýmist upp í hyllum- ar, eða niður á búðarborðið, þá lét hún þó naumast svo kvöld hjá líða, að hún ekki reyndi enn meira á handleggina með ströngum líkams- æfingum. Jafnvel þar »em hún var nú komin, mátti sjá þess merki, að henni stóð ekki á sama um sitt eigið útlit, þó sjaldgæft sé, að stúlkur skeyti mikið um það, ef þær lenda í fangelsi. Hendurnar voru enn hvítar og mjúkár og nögl- unum var haldið í bezta lagi. Hreyfingar heirn- ar vom mjúkar og göngulagið létt og fallegt. Olhætt mátti því segja, að þrátt fyrir alt og alt, sýndi Marv Turner þess enn ljós merki, að hún var prýðis falleg stixlka. Nú sem stóð, var hún vitanlega lítið eða ekkert að hugsa um sitt eigið útlit. Ólán það, sem fyrir hana hafði komið, var meir en nóg umhugsunarefni. Það, sem fyrir hafði komið, var í stuttu máli á þessa leið: Þjófnaður hafði verið framinn í búðinni og hann hafði verið framinn í þeirri deild, þar sem Mary vann. Lögreglan hafði verið fljótvirk. Það, sem stolið hafði verið, var dýrt silki. Rannsókn var hafin þegar í stað. Það. sem stolið hafði verið, fanst í skáp þeim, sem Marv Turner geymdi í hatt sinn og yfirhöfn. Það þurfti ekki meira. Hún var sökuð um þjófn- aðinn. Sjálf kvaðst hún saklaus með öllu, en j>eim, sem ákærðu 'hana, datt ekki í hug að taka j>að til greina. Þeir áttu j>ess ekki von, að htín kannaðist við að hafa stolið. Það var ekki sið- ur þjófa, að gera það. Mr. Gilder, eigandi verzlunarinnar, var algerlega á móti ht-nni. Hann leit svo á, að najuðsvn bæri til að taka hér sérstaklega í taumana. Stúlkan var tekin föst. Vegna annríkis dómaranna varð #hún að bíða í fangelsinu í þrjá mánuði þangað til mál hennar var rannsakað. Vini og aðstandendnr átti hún enga. 1 augnnx J>eirra, sem með málið höfðu að gera, var hún ekkert nema auðvirði- legur þjófur. Réttai'haldið var mjög stutt. Til að fylgja bókstaf laganna, hafði lögmaður að vísu verið skipaður til að verja mál hennar að nafninu til. En að svo miklu leyti, sem hann gerði nokkuð, þá varð það helzt til þess, að stvrkja málstað saksóknarans, sem lagði sig fram um að sanna, að hixn væri sek. Þegar réttarhaldinu var lokið, voru hinir tólf réttlátu og vitru kviðdómarar ekki lengi að gefa þann úrskurð, að stúlkan væri sek. Þegar réttarhaldinu var lokið, svo afar ein- falt og einhliða, sem það var, dæmdi dómarinn liana í þriggja ára fangelsi-og þótti það vægur dómur. II. KAPTTULT. Það var ekki alveg laust við, að þetta, sem vesalings stúlkunni fanst öllu öðru meira harmsefni, væri fyrverandi samverkafólki hénnar í búðinni til dálítillar gleði, eða eitt- hvað í j>á átt. Allan þann tíma, sem Marv Turner vann í búðinni, hafði hún frekar en hitt, haldið sig frá hinu fólkinu og ekki eignast þar neina nána vini, enda tók þar nxí enginn ófarir hennar sér nærri. Stúlkurnar tvær, sem ðjuggu í sama herberginu eins og hún, höfðu oft fundið til þess,'að þær jöfnuðust ekki við hana, og það var ekki nærri laust við, að þær findu til dálítillar gleði vfir því, að þessi stulka, sem þeim hafði jafnan fundist að þættist yfir ser, væri nú fallin svona lágt, en þær héldu sín- um heiðri óskertum, þó þær væru kannske ekki eins gáfaðar, eins og Marj- Turner. Sumir vitringar liafa haldið því fram, að þótt enginn vilji við }>að kannast, þá þyki þó mörgum svona hálf-vænt um, þegar eitthvað verulega illa fer fvrir náungunum, sérstaklega }>eim, sem maður er mest kunnugur. Flestir eru j>ó xnjög fljótir til að neita þessu mjög á- kveðið, hvað þá sjálfa snertir, en það er af því, að skilningur þeirra á þessum efnum, er ekki alveg glöggur, eða }>á af hinu, að þeir eru ekki fvllilega ráðvandir við sjálfa sig. Hafa annað hvort ekki prófað sjálfa sig nægilega vel, eða, sem er líklegra, vilja ekki afdráttarlaust kannast við það, sem þeir þó finna að rétt er. Sannleikurinn er sá, að mennirnir 'hafa, mjög oft að minsta kosti, töluverða ánægja af óför- um annara. Oss verður Ijósari vor eigin vel- gengni, þegar vér virðum fvrir oss annara ólán. Vér þurfum annara mæðu og mótlæti lil að geta metið vora eigin vellíðan, rétt eins ,og syndin er nauðsynleg, til þess maður geti metið dygðina, eða jafnvel j>ekt að hún sé til. Það var því ekkert undarlegt, þó um þetta ólán Marv Turner væri mikið talað í búðinni, þar sem hún hafði unnið, og við alt það umtal varð j>að, sem fyrir hafði komið, vitanlega enn stærra og ægilegra, en ella mundi. Þetta var í fvrsta sinni, í mörg ár, að nokkur af þeim, sem í búðinni unnu, hefði verið kærðxir fyrir J>jófn- að. Hins vegar var j>að svo algengt, að stolið væri úr búðinni, að j>að var lítjð um það taláð. Hér var }>ví um nýjung að ræða, þar sem hér ótti hlut að máli ein af vinnustúlkunum. Fólk- ið talaði því óspart um þetta, og hver um sig þakkaði sínum sæla, að hanp, eða hún, hefðu ekki lent í þessu. Enstöku maxmeskja var, ef til vill svo góðhjörtuð, að hún fann til með þessari vesalings stúlku, sem með athæfi sínu hafði eyðilagt alla sína framtíð. Einn þeirra var Smithson, sem var einn af trúnaðarmönnum verzlunarinnar, sem ekki hik- aði við að segja sína skoðun á þessu máli, þó liann að vísu gerði það með mikilli varasemi, enda var staða hans slík að honum bar að vera varasamur. En þrátt fyrir það duldist engum, að hann dró stúlkunnar taum og gaf það ótví- ræðlega í skyn, að J>að væri að minsta kosti vafasamt, að Mary Tumer væri í raun og veru sek um þann glæp, sem hún hafði verið kærð fyrir. Hann gat talað um þetta af meiri þekk- ingu, heldur en aðrir, því vegna stöðu sinnar hafði hann haft nokkur afskifti af málinu. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Office: 6th Floor, Bank of HamiltonChamber* er að segja um syni margra auðmannanna. Það var eitthvað í hans eigin eðli, sem hélt honum frá því, að lenda langt út á glapstigu. Þótt hann tæki mjög mikinn þátt í gleðskap og væri eyðslxisamur mjög, og sjálfum sér og öðrum að litlu gagni, þá vildi hann þó ávalt vera til góðs en ekki ills. Sarah Edwards, sem var einkaritari verzl- unareigandans, var eitthvað á ferð í búðinni morguninn, sem Mary Turner var dæmd, og þegar Smithson kom auga á hana, gekk hann í veg fyrir hana og spurði liana, hvort húsbónd- inn væri kominn. “Kominn og farinn,” svaraði hún ljóst og greinilega, eins. og henni yar lagið. “Farinn, ” hafði Smithson upp eftir henni og var auðséð, að honum þóttu þetta ekki góð tíðindi. “Eg þurfti endilega að sjá hann.” “'Hann kemur bráðum aftur,” svaraði Sarah. “Hann fór niður í dómhxxsið. Dómarinn gerði boð eftir honum. Það er víst eitthvað þessu Marj' Tumer máli viðvíkjandii” “Já, einmitt það, ” sagði Smithson. Og eft- ir litla stund bætti hann við: “Eg vona, að aumingja stúlkan verði fríkend. Hún er allra bezta stúlka, reglulega prúðkvendi, eins og j>ér vitið.” “Nei, ekki veit eg nú það, ” svaraði Sarah dálítið snxiðug. Satt að segja hafði hún ein- hverja óljósa húgmynd um, að sjálf væri hún ekki alveg það, sem Smithson hafði verið að hæla Turaer fvrir. Því var þannig varið, að þó hún stæði ágætlega í sinni stöðu, sem skrif- ari verlunareigandans, þá var útlit hennar naumast slíkt, að hún gæti fyrir það hlotið mikla aðdáun. Hún var t. d. eklri liá og grönn, eins og mörgum finst, að stúlkurnar eigi að vera til þess að þær séu verulega fallegar og glæsilegar. Hún var miklu fremur lág og gild. Hún mundi nú eftir því, að þessi stúlka, sem verið var að dæma fyrir þjófnað, var einmitt þannig í vexti og útliti, eins og hana sjálfa langaði til að vera. “Þektxíð þér hana?” spurði hún, en þó þannig, að henni fanst lítið ríða á svarinu. “Ekki get eg nú eiginlega sagt, að eg þekti hana mikið, en dálítið kyntist eg henni samt. Þegar hún kom hér fyrst; þá vann hún í minni deild, og hún leysti verk sitt mjög vel af hendi, eftir því sem gerist og gengur, og eg má bæta því við, að eg hefi aldrei þekt stúlku, sem eg hefi jiózt vissari um að væri fyllilega ráðvönd, heldur en hana. ” Það var eins og honum fynd- ist, að hann hefði kannske sagt fullmikið, og hann flýtti sér að víkja að öðru ofni. “Viljið þér gera svo vel og lofa mér að vita, þegar Mr. Gilder kemur?” sagði hann. “Það skal eg gera,” svaraði Sarah heldur stuttlega og flýtti sér inn í skrifstofuna. Iíún var naumast sezt við skrifborðið, þeg- ar skrifstofuhurðinni var hrundið upp, og hún hevrði að kallað var í dyrunum með glaðværri rödd: “Halló, pabbi!” Rétt í sama bili kom ungur maður inn í skrifstofuna, dálítið fasmikill, en glaðlegur og ánægjulegur. En j>egar hann kom inn og sá, að stóll húsbóndans var auður, leyndi sér ekki, að hann vgrð fyrir töluverðum vonbrigðum. “Ekki inni,” tautaði hann fyrir munni sér. Svo kom sama góðlátlega brosið aftur á varir hans, ]>egar hann kom auga á stúlkuna, sem j>egar hafði staðið ái fætur og varð sjáanlega dálítið hverft við komu hans. “Svo }>ér eruð kominn, Mr. Dick!” sagði hún. “Halló, Saddie!” sagði hann og tók vin- •samlega í höndina á henni. “Eg er kominn heim. Hvar er pabbi?” Það mátti vel sjá á syip hiras unga manns, að honum fanst, að.hann hefði orðið fyrir mikl- um vonbrigðum, að hitta ekki föður sinn á skrifstofunni. Af svip hans mátti nokkuð ráða það hugarfar, sem hann bar til föður síns, og jafnvel skapferli hans yfirleitt. Honum þótti í raun og sannleika verulega vænt um föður sinn, þó sjaldgæft sé um unga menn. Móðir hans var dáin fyrir nokkrum árum, og hann átti hvorki systur né bróður og átti faðir hans því ást hans óskifta, og þrátt fyrir það, að þeir voru óskaplíkirj, elskaði hann þó föður isinn hjartanlega. Að öðru leyti var, enn sem kom- ið var, ekki mikið um þennan unglingspilt að segja. Hann hafði alt af lifað í mesta eftir- læti og þekti ekkert annað, enn að hafa alt sem hann vildi og hægt var að fá fyrir peninga, án þess að hafa sjálfur eiginlega nokkuð fvrir lífinu. Auk þess var hann léttlyndur og glað- lyndur, og gat því vel notið þeirra gæða, sem lífið lagði honum upp í hendurnar. Hann var nú tuttugu og jiriggja ára og þekti ekki annað en að lifa við auð og allsnægtir og takmarkalaust eftirlæti, eins og þegar hefir sagt verið. Sjálfsagt hefði ekki verið rétt að segja, að þetta líf hefði geit honum mikið gott, en þó undarlegt kunni að þykja, þá hafði það heldur ekki gert honum verulega ilt. Auðurinn og eftirlætið höfðu ekki gert hann að viljalaus- um vesaling, eins og oft vill verða, og siðferð- isþrek hans var ólamað, sem er meira en hægt Þetta gat hver maður séð, sem veitti honum oftirtekt. Vitanlega var hann ávalt hreinn og vel til fara og hann var hi’austlegur og alt út- lit lians bar vott um góða heilsu. Allur svipur hans bar vott um hreinleik og drengskap. Hann var enn eins og óráðin gáta, og það var mjög erfitt að geta sér til, hvað úr þessu unga eftir- lætisbami kynni að verða. Enn var hann með öllu óreyndur og eldraunir reynslunnar og mót- lætisins höfðu á engan hátt til hans náð. Vel gat verið, að hér væri í raun og venx staðfesta og kjarkur, sem kæ|mi f ljós, ef á þyrfti að halda. Þegar hann nú kom 'heim úr löngu ferða- lagi, fór hann rakleiðis á fund föður síns, með barnslegri löngun að fá sem allra fyrst að sjá hann, og þegar það gat ekki hepnast alveg starx, þá þótti honum mikið fyrir því„ og tók sér það nærri. Þetta var nú kannske lítilfjör- legt, en sýpdi þó all-ljóslega skapferli hins unga manns. Að minsta kosti sýndi þetta þann hug, sem hann bar til föður síns. Hvað sem öllu öðru líður, }>á er æfinlega hægt að gera sér 'góðar vonir um hvern þann unga mann, sem liefir j>á hæfileika, að geta elskað einlæglega og af öllu hjarta. Sarah skýrði frá, að Mr. Gilder væri eitt- hvað að tala við einn af dómurunum, sem hefði beðið hann að finna sig. Hxin komst ekki lengra að skýra frá þessu, því Dick rak upp skelli- hlátur. “Hvað er pabbi nú að gera?” spurði Dick og kýmnissvipur færðist yfir andlit hans. “Munið þér, jiegar lögregluþjónninn, sem var rétt nýbyrjaður á því starfi, tók hann einu sinni fastan, fyrir að keyra of hart ? Óisköp varð hann reiður. Eg hélt að hann ætlaði að láta reka alt lögregluliðið í einu. Það þarf dálítinn tíma til að venjast við slíka hluti. Þó eg sé tek- inn fastur fvrir að keyra og hart, þá gerir mér j>að ekki nokkurn skapaðan hlut. Mér er alveg sama. En það var öðru máli að gegna með aumingja pabba! Honum fanst víst, að heim- urinn væri xxm j>að leyti að forganga, þegar ]>etta kom einu sinni fyrir hann.” Þegar hér var komið, var Sarah búin að ná sér aftur eftir það, hvað henni varð hverft við, J>e^ar hinn ungi maður kom alt í einu inn í sknfstofuna. Nxi var hún búin að setja sig í stellingamar og }>að var ekki laust við, að það væri dálítill ávítunarhreimur í rómnum, J>egar hún horfði á hann eins alúðlega eins og hún bezt gat: “Hvernig stendur annars á þessu Við bjuggumst ekki við yður fyr en eftir tvo eða þrjá mánuði?” Dick hló aftur og það svo innilega, að ritar- inn, sem þó reyndi hvað hún gat að vera alvar- leg, gat ekki annað en brosað líka. “Eg skal segja yður nokkuð,” sagði hann og var nú dálítið alvarlegri. “En þér verðið að varast, að láta pabba nokkurn tíma heyra það, 'honum þykir kannske of mikið til þess koma, og það er ekki gott fyrir hann. En sann- leikurinn er sá, að mig langaði svo fjarska mikið til að sjá aftur pabba minn. Eg gat ekki að j>vx gert.” Það er dálítið erfitt að gera slíka játningu, enda var auðfundið, að Dick hikaði sér við að segja það, sem honum bjó í brjósti, og til að láta sem minst á því bera, skellihló liann, j>egar hann hafði lokið setningunni. “Svo var nú annað, Saddie, eg var orðinn peningalaus.” “Eg býst við, að það hefði vel mátt nota símann til að bæta úr }>ví,” svaraði Sarah. Dick hafði ekkei’t á móti því, enda vissi ha.nn af langri reynslu, að það brást aldrei, að hann fengi ]>á peninga, sem hann bað um. “En hvaða erindi átti pabbi annars við dómarann?” spurði Dock. Sarah sagði honum erindið með fáum orð- um, eins og henni var lagið. “Ein af stúlkunum var tekin föst fyrir þjófnað.” Kom nú þegar í ljós góðvild hans til annara, því hann taldi alveg sjálfsagt, að faðir sinn liefði farið til að hjálpa stúlkunni. En Sarah taldi nauðsynlegt, að gefa frekari skýringar. Skara langt fram úr. 3 fyrstu verðlaun auk 24 heiðursborða hlaut MONARCH hjörðin á Al- þjóðar Vestur-Canada Silver Fox Sýningunni í Winnipeg 1929. Einnig fyrstu verðlaun 1927. iByrjið loðskinna framleiðslu með MONARCH Silver Fox, sem vinna öll verðlaun MONARCH Mink. Skrifið og biðjið um ókeypis bækling. WINNIPEG SILVER FOX COMPANY LTD. Sven Klintberg, ráðsmaður. Bird’s Hill. Manitoba.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.