Lögberg - 10.04.1930, Síða 3

Lögberg - 10.04.1930, Síða 3
LÖGBERG, FI&TUÐAGINN 10. APRÍL 1930. Bls. 3. t i ▼ Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga s/^s/s/na>££^/ I M O RGU N 8 ARI Ð. ’ GuSað var á gluggann minn, Svo glatt, um dimma njólu. Árla morguns upprisinn, Ungur kom liann til mín inn, Steig þar geisli’ á stokkinn minn, Er stafaði undan sólu. Rósafingur rétti hann mér, Sem rúna letur skráði. Seg þú mér ef sorgir ber, Sviðann tek ég strax frá þér. Hann gullkorn lagði’ í lófa mér, Sem ljósafræi sáði. Hann guðar alla glugga á, Með glóbjart hár á vöngum. Hann vekur hverja von og þrá, Hann víkur ekki snauðum frá, Hann gengur flestar götur á, Með glóbjart hár á vöngum. Og síðla kvelds, við sólarlag, Er sólblik lék um græði, Eg bað um annan bjartan dag, Sem blessun dreifði á allra hag, Því senn við hinzta sólariag Eg sef í kyrð og næði. Yndo. GÓÐ VÖGGUGJÖF. (Steinn sagði “Smára”) Maður var í heiminn borinn. Lengi hafði komu hans verið beðlð, með mikilli óþreyju. Fríður var hann og föngulegur, sem vænta mátti. Á þeim dögum var það siður dísa og álfa, að koma á vettvang, þegar svona stóð á, og gefa barninu vöggugjafir. Ein dísin gaf því auðlegð, önnur metorð, þriðja næmi, fjórða háttprýði, fimta fegurð, sjötta mælsku, sjö- unda ástsæld, áttunda frægð o. s. frv. Allar gáfu þær eitthvað af því, sem menn sækjast mest eftir í lífinu. — Þama fjölmentu þær, því nokkuð sérstak- legaa stóð á með fæðingu þessa baras. Ein dísin hafði orðið isíðbúnari en hinar, svo þegar hún loksins kom að vöggu bamsins, vora hinar allar farnar, og hún sá allar gjafimar, sem þær höfðu skilið eftir í vöggunni. Þarna sá hún saman komið alt það, sem mönnum þykir nokk- urs um vert. Hún varð hrygg, því henni fanst hún ekkert geta gefið, sem barninu gæti orðið að liði; hinar höfðu gefið alt.. Hún settist við höfðagafl vöggunnar og iiorfði hnuggin á barnungann, sem svaf fyrsta dúrinn sinn í skrautbúnu vöggunni. “Hvað á eg að gefa?” sagði hún hvað eftir annað við sjálfa sig. Svo fór hún enn einu sinni að at- huga gjafirnar frá hinum. Þá sá hún að engin hafði gefið barninu þær gjafir, sem vinnandi lýðnum verða dýrmætustu hnossin. Engin hafði gefið því starfsþrána né nœgjusemina. Þær höfðu gefið mörgu almúgabarninu þessar gjafir, en — auðvitað — höfðu þær ekki álitið 'syni stórauðuga höfðingjans geta orðið slíkar gjafir að nokkru gagni. “Jæja,” sagði síð- búna dísin við sjálfa sig, “það er ekki líklegt, að þessu barni verði lið að þessum gjöfum. En ef eg á nokkuð að gefa, þá verð eg að gefa þetta, því hinar liafa gefið því öll önnur gæði lífsins. Enginn getur heldur vitað það fyrir, hvenær hvað eina getur komið að haldi. Margt getur breyzt um hagi mannsins á langri æfi — eg sé að ein $tf stallsystrum mínum hefir gefið þessum sveini langlífi — og sá, sítn fæddur er í auðlegð, getur orðið fátækur á seinni árum. Svo eg gef barninu starfsþrá og nægjusemi.,> Svo rakti liún eftiskonar guðvefjarhnýti utan af þessum tveim gersemum og óf því utan um ^rægðina, sem ein dísin hafði gefið baminu. Árin liðu. Barnið varð smá^sveinn, sem allir hjálpuðu til að eyðileggja, með dálæti og dekri. Smásveinninn varð unglingur, sem átti kost á öllum lystisemdum og nautnum lífsins. En hann hafði óbeit á nautnunum, og kendi sáran til lífsleiða, þegar hann var starflaus. Hann fór jafnvel í hernað, til þess að forðast athafna- leysi, þótt hann hefði megnasta viðbjóð á mann- vígum. Hann jós út fé á báðar hendur, því hann þóttist alt af hafa of mikið fé til umráða —langt fram yfir þarfir sínar. Unglingurinn varð fulltíða maður, sem helg- aði alt sitt líf starfinu, en hafnaði alveg hefð og auði og öðru því, sem hann áleit fánýti og jafnvel hættulegt tímanlegri og eilífri velferð mannanna. “Gefa mikið, en þiggja lítið,” var kjörorði hans. Löngu fyrir andlát isitt — þá var hann 82 ára — var frægð hans flogin um allan heim. Það var hvorki auður hans né tign, eða glæsimenska, því síður nautnir munaðar- varnings, eða tízku-tildur, sem öfluðu honum frægðar. Enda mun frægð á þann hátt fengin sjaldan varanleg—sú frægð fær vanalega “ó” sem forskeyti, þegar frá líður, en—frægð hans mun seint fymast, því hún var reyfuð — við vöggu lians — guðvefjarhnýtinu góða, sem heilladísin, er síðan var verndarvættur hans, óf með eigin höndum, og — gaf honum í vöggu- gjöf. Móðir míni sagði mðr, að engum gersimum væri hægt að jafna saman við starfsþrá og nægjusemi. Reynslan hefir kent mér, að hún fór með rétt mál. Reynið sjálf að sannfærast umað svo er! — Smári. IIVERNIG JÖLASÁLMUR VARÐ TIL. Það var á aðfangadagsmorgun. Marteinn Marteinn Lúter sat við skrifborð sitt og var að búa sig undir jólaræðuna. Skrifstofudyrn- ar voru opnaðar, og inn kom Katrín húsfreyja hans, og fremur gustmikil. “Góði Marteinn minn, eg kemst ekki yfir helming af því, sem eg þarf að gera fyrir hátíðina. Gerðu mér nú þann greiða, að fara yfir í liina stofuna og sitja við vögguna lijá honum Hans litla, svo að eg þurfi ekki að tefja mig á því, að sinna hon- um. ” — Marteinn Lúter tók biblíuna sína með sér og settist við vögguna. Hanis litli svaf vært. Lúter hvarf nú allur frá ræðugerðinni. Laut hann niður að vöggunni og var með hugann allan hjá syni sínum. Hver hugsunin tók við af annari, og hann fór brátt að hugsa um hve furðulegt það væri, að sonur guðs hafði legið jötu rétt eins og hvert annað barn hinna allra fátækustu foreldra. Honum varð það þá fyrir sem oftar, að hann sótti hörpuna sína og lék undir, er ljóðin brutust fram úr hjarta hans, og þá orti hann við vöggu sonar sínis jólasálm- inn alkunna: “Ofan af himnum boðskap ber”. Lagið kom um leið af sjálfu sér, og hann söng hvert versið af öðru við hörpuslátt. — Nú eru um 400 ár liðin, síðan Lúter sat við vögguna og orti sálminn. En síðan hefir sálmurinn ver- ið sunginn á öllum jólum á mörgum tungum um víða veröld. — Þegar Katrín húsfreyja kom inn seinna um daginn, þakkaði Lúter henni fyr- ir að hafa sett sig í það að gæta vöggunnar. Hann átti einmitt því að þakka, að hann orti jólaisálminn. Honum fanst eins og hann hefði miklu síður getað ort sálminn við skrifborðið en bamsvögguna. — (Þýtt). — Smári. STEFNDU H Á T T! Áfram, sviphýri sveinn — láttu sigrandi þor búa’ í sálunni’ og vekja þinn dug. Vertu heilhuga og hreinn, — þá mun hamingjuvor veita liagsæla þroskun og dug. Verði sólskin í sál! Og hið síglaða fjör gjöri samband við göfginnar þrótt. Hreint og milt skal þitt mál, — líkt og marksækin ör ávalt miða til gagns fyrir drótt. Vertu fús bæði og frár til að framkvæma alt, sem þú finnur að rétt styður mál. Láttu æskunnar ár verða æfinnar salt, svo að aldregi sljófgist þín sál! —Smári. Friðfik Friðriksson. SPARAÐIR AURAR GRÆDDIR AURAR. Siggi var 8 ára og Fríða systir hans á 7. ári. Siggi var orðin vel læs og hafði gaman af að lesa. Einn daginn rakst hann á bókina “Far- sæld” eftir O. S. Marden. Fyrsta málsgreinin sem hann las, var þessi: “Eyðslusemi er kvilli, sem erfitt er að lækna.” Hann las áfram, og hugsaði um það, sem hann las. Um kvöldið sagði hann við Fríðu systur sína : “Eg kal segja þér nokkuð, Fríða! Eg las það í góðri bók í dag, að við höfum bæði kvilla, sem er erfitt að Lækna. En það þarf að lækna hann.” “Þurfum við þá að fara til læknisins ? ’ ’ spurði Fríða, hálf-skelkuð. “Nei. Við getum læknað hann sjálf. En þá verðum við líka að gera það bæði og hjálpa hvort öðru til þess. Þú veizt að við fáum istund- um aura, sem okkur eru gefnir. Oftast kaup- um við sælgæti fyrir aurana, og stundum ein- hver bráðónýt barnagull. Nú skulum við aldr- ei kaupa sælgæti í sumar, en gevma alla aur- ana, sem við fáum, og vita, hvað það verður orðið mikið í haust. Við fáum nógan og góð- an mat, og þurfum ekki að vera að eta sælgæti. Eg get smíðað okkur báta, tréhesta, trékarla o. fl., sem við getum leikið okkur að, svo við þurf- um ekki að vera að kaupa okkur ónýt barna- gull í búðunum. Þetta skulum við nú gera, Fríða mín! Við skulum ekki eyða nokkrum eyri til óþarfakaupa í sumar.” Aumingja Fríðu hraus hálfgert hugur við þessari ráðagerð. Það var 'svo sem ekkert fagnaðarerindi, sem bróðir hennar flutti þama: Aldrei að smakka sætabrauð, gráfíkj- ur, brjóstsykur eða súkkulaði alt sumarið! Hart var það! En hún var orðin því svo vön að líta upp til bróður síns, og liún sá sér ekki annað fært en lofa því hátíðlega, að eyða eng- um eyri um sumarið. Foreldrar barnanna voru bæði ung og hraust, og höfðu fasta vinnu mikinn hluta árs- ins. Afkoma þeirra mátti því heita fremur góð, svo að hvorki liöfðu þau né bömin af skorti að segja. — 1 sama húsi bjó aldraður verkamaðUr — einyrki — sem bað börnin oft að gera sér greiða, svo sem að sækja mjólk fyrir sig, kaupa smávegis í búðum og fl. þ. h. Fyrir þessa snúninga galt hann þeim 1 kr. um vikuna, í þær 25 vikur, sem hann hafði atvinnu. Siggi stokkaði oft um línu fyrir sjómenn, og kendi Fríðu litlu að hjálpa sér til við það; og stundum sóttu þau beitu fvrir sjómenn, auk margra annara snúninga, og fengu oft góða borgun fyrir. Þau fóru oft í berjamó um sum- arið og fengu marga aura fyrir berin, sem þau tíndu. Þegar þau sögðu foreldrum sínum frá fyrinetlun sinni, urðu pabbi og mamma mjög glöð, og gáfu börnunum sínum aurabauk til að safna peningunum í. Svo var baukurinn opnaður fyrsta vetrar- dag. Hvað margir aurar haldið þið að hafi oltið úr honumf Hvorki meira né minna en 4860 auiar. Pabbi og mamma kystu börnin sín ástúðlega og bættu 11 kr. og 40 aurum við peningana þeirra, svro að þau gætu lagt 30 kr. livort inn í isparisjóðinn. Pabbi þeirra sagði þeim, að fyrsta vetrardag næsta ár, yrðu þess- ar 30 kr. orðnar 31 kr. 35 aurar, þótt þau bættu engum evri við uppliæðina. Hann sagði þeim líka, að þau ættu að safna öllum aurum, sem þau eignuðust héðan af, og aldrei eyða neinu til óþarfakaupa. Það yrði gaman að sjá, hve mikið þau ættu þá í sparisjóðsbókinni sinni þegar þau fermdust. Aldrei mundu börnin til, að þau hefðu lifað slíka fagnaðarstund. En hvað þeim hafði líka liðið vel þetta síðastliðna sumar! Aldrei orð- ið veik, ekki einu sinni fengið tannverk né magakveisu, en eignast aura næsturn því dag- lega, og svo áttu þau nú heilmikla peninga. Þau fundu það bæði — og það gladdi þau ósegjan- lega — að “kvilli” þeirra var læknaður. Fyrir löngu var þau alveg hætt að langa. í sætindi, og þau höfðu aldrei skemt sér betur en þetta sum- ar, þótt þau hefðu engin leikföng keypt í búð- unum. Er nú enginn af hinum ungu lesendum “Smára” litla svo forvitinn, að hann langi til að vita hvernig gleði þessara barna var háttað, daginn sem aurabaukurinn þeirra var opnað- ur? Þetta getur hann fengið að vita, ef hann fer að al\reg eins og þau gerðu. —Smári. Barnavinur. JÓLAHUGSANIR KISU. Mjá, mjá! Mér finst standa mikið til. Mjá, mjá! í öllu því ég ekkert skil. Mjá, mjá! Alt er þvegið alt er prýtt. Alt eg fágað — hreint og nýtt. í dallinum mínum er mjólk og rjómi og mikið af inndælum graut. Mér í hvívetna sýndur sómi — sjaldan ég þvílíks naut; En sá matur! Mjá, mjá! munur er nú á — á: Stærðarstyrlta af fiski, isteikt kjöt á diski — og mikið meira og margt fleira! — En hvemig stendur á þessu ég alls ekki skil. — En það gerir ekkert til! —Smári. MÓÐURLEYSINGINN. (Aðsend þýðing.) Dómarinn sat í sæti sínu, strangur og virðu- legur. En niðri á gólfinu var sökudólgurinn, ófrýnn og skuggalegur. Þungum sökum var hann borinn, og sannanimar gegn honum voru alveg óhrekjandi. Dómurinn var að vísu ekki enn upp kveðinn, en augljóst var að engin und- ankomuvon var fyrir seka manninn. Hann hlaut að sæta margra ára fangavist. “Rís þú upp,” isagði dómarinn við seka manninn. “Nú kveð ég upp dóminn yfir þér. Átt þú nokkuð enn ósagt þér til varaar?” Seki maðurinn stóð upp og talaði í hálfum hljóðum. Það var svo sem ekki nein frambæri- leg vörn, en það var andvarp úr djúpi hjartans: “Eg var móðurlaus, þegar eg man fyrst eftir mér. ’ ’ — Það1 varð dauðaþögn í salnum. Dóm arinn beið með að kveða upp dóminn. Tárin komu fram í augu margra. Heit samúðaralda fór um salinn, og hún vermdi kalt hjarta af- brotamannsins. Hann tók aftur til máls og þá runnu honurn tár um kinnar: “Eg stæði ekki í þessum sporam í dag, ef eg hefði átt elskandi móður, sem grátið hefði yfir mér og beðið fvrir mér.” Aumingja maðurinn. Hans beið vitaskuld fangelsisvist, en sagan minnir á orðtakið: “Fár sem faðir, en engin sem móðir.” •— Eng- inn fær lýst því, hvað móðurkærleikurinn má sín mikils. Guð náði og vemdi hvern þann ungan svein, sem aldrei hefir komið undir vanga mömmu sinnar og heyrt bænarkvak móðurástarinnar fyrir .sér. — Móðurhjartað er og verður heitast. —Þakkaðu guði, ungur lesandi, fyrir góða móður og alla ást og umliyggju hennar.— —'Smári. “ SYSTIR OKKAR.” (Þýðing úr þýzku.) Fyrir nokkrum árum bar svo við í borg einni þýzkri, að unglingsstúlka slagaði dauða- drukkin á götu og datt alt af öðru hvoru endi- löng í götuforina. Mikil umferð var þar og á- horfendumir því margir,.en þó undarlega megi teljast, þá virtist sem flestir þeirra hafa sér- staka ánægju af hrakförum unglingsstúlkunn- ar. Einstaka maður lét sér þó fátt um finnast, og fór einhver þeirra að svipast eftir lögreglu- þjóni til að koma stúlkunni undan og vitanlega í fangelsi. En þegar hæðnishrópin og hlátur fjöldans kvað'sem hæst við, þá kom ung og vel- búin stúlka þangað og sá hvað um var að vera. Gekk hún rakleitt þar að, sem dauðadrukna stúlkan lá í forinni, og reyndi að reisa hana á fætur og þvo aurinn af andliti hennar og fót- um. En sem einn ungur maður, snyrtilega bú- inn sér það, kallar hann úr hópnum isem hæst hló áður: “Látið hana liggja í forinni. Hún kann hvort sem er bezt við sig á götunni.” — Þetta þótti afar-fyndið og var hlegið dátt að. En unga stúlkan svarar einbeittlega og ákveð- ið: “Nei, alls ekki, herra minn!. Komi held- ur einhver ykkar og hjálpi mér. Hún er systir okkar.” — Enginn — alls enginn kom samt sem áður henni til hjálpar. — En hvað myndir þú hafa gert, ungur lesandi? . . . Mundu að bræðra- lagsandinn \er kjarni |fagnaðarerindis Jesú Krist. — Smári. SPAKMÆLI. Það er sagt að þögn a réttum tíma, sé gull- væg,-----en hins gæta fáir, að þögn á röngum tíma getur valdið hraparlegum miskilningi. — Anon. Vertu aðgætinn á. alt í daglegu lífi, en ekki sízt á framkomu þeirra, sem þú ert líklegur að þurfa við að eiga; margur fær illan árekstur fyrir eftirtektaleysi á hlutunum í kring um ' sig. — Anon. Snúið úr ensku af Jakobinu J. Stefánsson. Heola, Man.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.