Lögberg - 05.06.1930, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN5. JÚNÍ 1930.
Bls. 3.
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
WSS3SÍ«$ÍS3«S5í£SÍ$SS$SS5$S5~;~~£~~~~$~~~í$~$~~$~$SSSSS$$S$í$$$$$5555$$SS3$$S$S$$í555$««SS$5SSÍ5$Í5S5S5í55.SSS$$$ííS$SÍ$$$$$$$$SI
Gestur töframannsins
Framh.
tJtsýn, óumræðiiega dýrleg og fögur, opn-
aðist fyrir augum hans. 1 fjarska risu há
fjöll, vaxin sedrusviði upp á brúnir; straum-
hörð elfur rann niður í miðju og fremst mátti
Kta úlfalda á beit, Lækur suðaði þar hjá og
svalaði sauðfé þar þorsta sínum; hátt pálma-
viðartré var þar, og í skugga þess *ng kona,
forkunnar íögur, í kostulegum búningi austur-
lenzkum; hún leitaði sér' þar skjóls fvrir há-
degisisólunni.
“Það er hún! það er hún!” æpti komumað-
ur; hann axldi að skuggsjánni, en Agrippa
aftraði honum og sagði:
“Varastu, hugsunarlausi maður, að lireyfa
þig úr stað. Við hvert spor er þú stígur nær
skuggsjánni, verður myndin daufari, og kæmir
þú of nærri, myndi hún hverfa með öllu.”
Fyrir þessa aðvörun nam hann staðar. En
svo var geðshræring hans mikil, að hann varð
að styðjast armi spekingsins til að verjast falli
og smám saman hrukku honum af vörum sam-
hengislaus hróp undrunar, fagnaðar og hug-
arangurs.
‘ ‘ Það er hún! Það er hún, alveg eins og
hún leit út í lifanda lífi. Hve fögur hún er!
Guð komi til, hún hvikar og brosir! Ó, tala þú
við mig eitt einasta orð. Þó eigi sé nema and-
varp eða stuna. — Æ! ekkert nema þögn; dimt
og dapurt, eins og mér er í hjarta. Og aftur
brosið! Þetta bros, — yfir endurminninguna
um það hafa þúsund vetur ekki getað látið ís
leggja í hjarta mínu. Gamli maður, það er
ékki til neins að aftra mér lengur. Eg verð, eg
skal taka hana í faðm mér.”
Um leið og þessi síðustu orð flugu honum af
vörum, æddi hann sem óður væri að skugg-
sjánni. En nú hvarf sýnin öll. Yfirborð henn-
ar varð aftur hulið skýi og koröumaður féll
meðvitundarlaus til jarðar.
Þegar hann vaknaði við aftur, var hann í
Örmum Agrippa, sem Iaugaði gagnaugu hans
og horfði á hann, lostinn undran og ótta. Hann
reis þá á fætur með nýjum kröftum, tók í hönd
gistivinar síns og sagði:
“Þökk, þökk fyrir kurteisi og mannúð og
fyrir þessa yndislegu sýn, sem augu mín hafa
Iitið, þó hún vekti harma mína.”
Um leið og hann talaði þessi orð, lét hann
pyngju í hönd Agrippa, en hann fékk honum
hana aftur og sagði:
“Nei, nei, eig þú sjálfur gull þitt, vinur. Eg
er ekki viss um, að kristinn maður megi taka
við því. En hvernig sem því er farið, álít eg
það vera endurgjald nóg, ef þú segir mér hver
þú ert.”
“Sjá!” sagði komumaður og benti á stóra
mynd af sögulegum viðburði, sem hékk vinstra
megin í herberginu.
“Það er,” mælti listamaðurinn, “ágætt
listaverk eftir einn helzta listamann vom, sem
sýnir frelsarann bera krossinn.”
“En gæt þú betur að,” sagði komumaður
og festi hvössu augun dökku með ákafa á hon-
um; hann benti á mannsmynd til vinstri hand-
ar á málverkinu.
Agrippa horfði og sá með undmn það, sem
hann hafði aldrei áður veitt eftirtekt; átakan-
lega líking milli þessarar myndar og komu-
manns; það var nærri því eins og mynd af hon-
um tekin.
“Þetta,” sagði Agrippa og fór hrylling um
hann, “á að tákna ógæfusama trúleysingjann,
sem laust guðlega píslarmanninn höggi fyrir
að ganga eigi með meiri hraða, og var þess
vegna dæmdur til að ganga sjálfur um á jörð-
unni til endurkomu hans, sem píslina leið.”
“Það er eg; það er eg!” æpti komumaður
upp yfir sig; hann ædldi út úr húsinu og var
skyndilega horfinn.
Þá varð Agrippa þess vísari, að hann hafði
átt tal við Gyðinginn gangandi.
—Sögur Breiðablika.
Síðast ferð lœknisins
Eftir lan MacLaren.
(Úr sögunni: Beside the Bonnie Brier-Bush.)
Það var bitur sunnudagur í desembermán-
uði . 1 ökladjúpum snjó var sóknarnefndin að
gjöra út um mál sín. Þá kom gamla bústýran
læknisins og sagði Drumsheugh, að læknirinn
kæmist ekki á fætur og langaði að hafa tal af
honum seinna dagsins.
“Já, já,” sagði Hillocks og hristi höfuðið
og þann' dag fipaðist Drumsheugh í kirkjunni,
svo alla furðaði.
Janet ibústýra hafði gjört eld á ami, sem
annars var eigi notaður. Hún hafði hengt dúk
fyrir gluggann til varnar gegn hamförum
þessa beiska norðannæðings. En það setti liroll
að hjarta DrumsÞeugh, er liann kom inn í þetta
þægindalausa herbergi með einum sex smá-
kúsgögnum, og slitinni gólfdúksræmu, og hann
horfði út í snjóinn, sem lá í hrúgu upp á aðra
gluggarúðu, en furutrén myrk jog döpur með
fangið fult af snjó og ís fyrir ufan.
Lækninum hafði raunalega hnignað; liann
gat naumast lyft höfðinu. en andlitið varð
bjartara, er gesturinn kom; og stór hönd, sem
nú var drifhvít og fáguð, var rétt fram undan
rúmfötunum með gömþim hlýinda-tilþrifum,
“ Komdu nær, maður og seztu. Það er ótta-
legur dagur að láta þig fara svo langt. En eg
vissi þú mundir ekki fást um vegalengdina. Eg
var á báðum áttum, þangað til í gærkveldi; þá
fann eg, að það mjmdi eigi líða á löngu, og í
morgun fór mig að langa svo sárt til að sjá
þig. Við höfum verið vinir síðan við vorum
drengir við gamla skólann í furuskóginum, og
mér þætti vænt um, ef þú værir hjá mér seinast.
Þú verður hér í nótt, Pétur, upp á gamlan kunn-
ingsskap.”
Drumsheugh var í mikilli geðshræring;
skímarnafni sínu hafði hann eigi verið nefnd-
ur síðan móðir hans lézt, og það var eins og
titringur kæmi í herðar hans, eins og einhver
hefði til hans talað úr öðram heimi.
“Það er óttalegt, að heyra þig vera að tala
um að deyja, Vilhjálmur; eg þoli það ekki. Við
komum lækninum hérna í Mýrabæ á fætur og þú
verður á ferðinni fram og aftur áður langt líð-
ur. Það er ekkert stórvægilegt, sem að þér
gengur. Þú ert orðinn slitinn af sífeldu erf-
iði og þarft jhýíldar. Segðu ekki, að þú sért
að fara frá okkur, Vilhjálmur. Við megum ekki
án þín vera, hérna í Drumtochty;” og Dram-
shehugh mændi óþreyjufullur eftir einhverju
vonar-orði.
“Nei, nei, Pétur, það er ekkert hægt að gjöra
og það er of seint að senda eftir nokkrum
lækni. Stundum er drepið svo að dyrum, að
enginn vafi er, hVer sé á ferð. Eg hefi barist
við dauðann fyrir aðra í fjöratíu ár, en nú er
mín eigin stund að síðustu komin. Það geng-
ur ekkert sérlega mikið' að mér—dálítill snert-
ur af lungnapípubólgu — og líkamsbyggingin
hefir verið ágæt; en e^ er með öllu útslitinn;
það er það, sem að mér gengur og slíkt læknar
enginn. ’ ’
Dramsheugh gekk yfir að aminum og gjörði
dálitla stund ekkert annað, en að mylja sundur
háifbranna móköggla og fór reykurinn upp í
augu hans og nef.
“Þegar þú ert til, Pétur, voru það tvö eða
þrjú Iítilræði, sem eg ætlaði að biðja þig að sjá
um fyrir mig, og mig langar til að tala um það
við þig meðan eg hefi vald á hugsan minni. Eg
hefi enga bókfærslu haft eins og þú veizt, því
minnið var gott; það verður enginn peninga-
rekstur að mér látnum og engum skuldum eftir
að kalla.
“En fólkið í Dramtochty er ráðvant og
verður að troða að þér peningum, og mig lang-
ar til að segja þér vilja minn. Ef fátæk kona
á hlut að máli, segðu henni að hafa þá, og
kaupa sér herðaklút fyrir peningana, og getur
þá verið, að hún hugsi til gamla læknisins sem
snöggvast. Eg megandi maður á í hlut, getur
þú tekið við helming þess, er hann býður, því
Dramtachty-menn hafa skömm á harðdrægum
viðskiftum, þegar svo er ástatt; og þurfi ein-
hver læknishjálpar, en hafi ekkert að borga,
sjáðu þá um, að hann sé ekki látinn deyja hjálp
arlaus, þegar eg er kominn burtu.”
“Engin hætta á því, Villijálmur, meðan eg
er á lífi. En hvað verður úr okkur, þegar þú
ert ekki að rétta hjálparhönd á neyðartímum?
Hætt við, að okkur gangi illa við einhvem ó-
kunnugan, sem eigi þekkir einn frá öðrum.”
“Það er fyrir beztu, Pétur, og þið skiljið
það öll innan skamms. Eg hefi vel vitað, að
dagar mínir voru taldir, og að þið ættuð að fá
yngri mann. Eg reyndi að kynna mér nýjar
læknisaðferðir eins vel og eg gat, en hafði lít-
inn tíma til að lesa og alls engan til langferða.
Eg er síðasti maður gamla skólans, og eg veit
eins vel og nokkur, að eg var eigi eins lipur og
liæverskur og læknar í borgum. Þið gjörðuð
ykkur að góðu, hveraig eg var, og enginn bar
mér nokkru sinni á brýn, að eg væri kotung-
menni. Nei, nei, þið hafið verið mér skelfing
góð og umburðarlynd öll þessi áf.”
“Vilhjálmur, ef þú heldur þessu bulli á-
fram, ” tók Drumsheugh fram í, hásum rómi,
“feg eg út úr húsinu; eg þoli það ekki.”
“Það er sannleikur, Pétur, en við verðum
að halda áfram, því mér er óðum að hnigna.
Gefðu henni Janet þá húsmuni, sem hún þarf í
húsið sitt, og seldu alt annað, til að borga fyrir
líkkistu og greftran. E’f að nýi læknirinn verð-
ur ungur maður og ekki sérlega ríkur, getur þú
látið honum eftir bækumar og verkfærin; það
væri ætíð ofurlítil hjálp. En eg vil ekki láta
selja Mósu, því hún hefir þjónað mér trúlega
og dugað mér vel. Það era era einn eða tveir
seðlar í skúffunni, og ef þií þekkir einhvern,
sem vildi lofa henni að kroppa og standa í fjósi
þangað til hún kemur á eftir húsbónda sín-
um-------”
“Nú reiðist ég, Vilhjályur,” hreytti Drums-
heugh út úr sér. “Það er reglulega illa gjört
af þer að tala svona—við mig. Hvert myndi
Mósa fara nema til Dramsheugh? Hana brest-
ur Iivorki liaga né jötu á meðan hún tórir; dal-
búum mjmdi undarlegt þykja, að sjá annan
mann koma Mósu á bak, enda skal enginn snerta
gömlu hryssuna. ’
‘ ‘Taktu mér það ekki illa upp, Pétur, því eg
átti von á þessu; en þú veizt að við erum ekki
sérlega hraðmæltir og segjum ekki alt, sem í
hjarta býr. — Jæja, þetta er alt, sem hvílir
mér á hjarta; alt annað fel eg þér. Eg hefi
hvorki börn né buru til að smeygja mér niður.
En ef Tómas Mitchell eða Saunders standa
nærri og er okki á móti skapi að taka í taug,
meinaðu þeim það ekki, Pétur. Þeir eru báðir
menn, sem harka vel af sér og era fámæltir, en
Tómas hefir göfugt hjarta, og lakari menn eru
| í dalnum en Saunders.
“Það er að síga á mig höfgi, og eg efast
um að geta fylgst með bráðum; vildir þú lesa
ofurlítið fyrir mig, áður eg hníg í dvala. Þú
finnur biblíu móður minnar á dragkistunni, en
))ú verður að koma nær rúminu, því nú heyri
eg hvorki né sé eins vel og þegar þú komst.”
Drumsheugh setti upp gleraugun og leitaði
eftir huggunargrein, en ljósbirtan féll á hendur
hans, sem s'kulfu, og andlit læknisins, þar sem
skuggarnir vora nú að safnast.
“Móðir mín vildi alt af láta lesa þetta, þeg-
ar hún varð veik,” Og Dramsheugh byrjaði:
“1 liúsi föður míns eru mörg híbýli.” En lækn-
irinn tók fram í.
“Það er fagurt orð og móðir þín var heilög
kona. En það er ekki fyrir mig og mína líka.
Það er inndælt, en eg þori ekki að eigna mér
það. Láttu bókina aftur og láttu hana opnast
sjálfkrafa; þá kemur þú kemur þú ofan á nokk-
uð, sem eg hefi verið að lesa á hverju kveldi.”
Þá fann Dramsheugh líkinguna, þar sem
meistarinn gefur oss álit guðs á farísea og íðr-
andi syndara og kom að orðunum:
“En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og
vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins,
heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu
mér syndugum líknsamur.”
“Þetta gadi hafa verið ritað fvrir mig, Pét-
ur, eða einhvem annan gamlan svndara, sem
kominn er aðfram og hefir ekkert fyrir sig að
bera. Það var ekki auðvelt fyrir mig að kom-
ast til kirkju, en eg hefði líklega getað það, ef
eg hefði lagt nóg á mig. Eg talaði oft á annan
veg, en eg átti að gjöra, og héfði getað verið
þýðlyndari og ekki eins skapstyggur. Eg sé
það alt nú. En of seint að lagfæra. Segja
mættir þú fólki, að aumur hafi eg verið út af
af þessu, en eg vona, að almáttugur ‘guð verði
mér lfknsamur. Gætir jþú—fflutt dálitla bæu,
Pétur?”
“Mig brestur orð,” sagði Drumsheugh í
öngum sínum. “Vilt þú, að við sendum eftir
presti?”
“Það er enginn tími til þe§s nú og eg vil
heldur, að þú sjálfur-----það, sem þér býr í
hjarta, Pétur; sá almáttugi veit alt hitt, sjálf-
ur.”
Svo kraup Dramsheugh á kné og baðst fyr-
ir með mörgum hvíldum:
‘ ‘ Almáttugi guð---vertu ekki harður við
Vilhjálm McClure, því hann hefir ekki verið
harður við neiim hér í Drumtoohty. Vertu góð-
ur yið ha;in, eins og hann hefir verið góður við
okkur í fjörutíu ár. Frammi fyrir þér erum
vér (syndarar. Fyrirgefðu honum það rangt,
sem hann hefir gjört, og fær þú honum það ekki
til skuldar. Hugsaðu um fólkið, sem hann hef-
ir hjálpað — konumar og börnin — og bjóð þú
hann velkominn heim, hann þarf svo sárt á því
að halda eftir alt dagsverkið. Amen.”
“Þakka þér fyrir, Pétur, og góða nótt.
Hjartans trúlyndi vinur, réttu mér hönd þína,
því verið getur að eg þekki þig ekki aftur. Nú
ætla eg að fara með bænina hennar móður
minnar og sofna svo dúr, en þú fer ekki frá
mér, fyrr en alt er búið.”
Svo liafði hann yfir þetta vers, eins og
hann liafði (gjört á liverju kveldi aila æfi:
1 nótt, er sígur svefn á brá,
mér sjálfur drottinn veri hjá.
Ef, áður vakna, eg bíð hel,
Eg öndu mína drotni fel.
Þegar vindurinn feykti snjónum upp að
glugganum í snöggri gusu, svaf hann vært; en
alt í einu vaknaði hann í svefninum, ef svo má
að orði komast. Einhver þurfti hans við.
“Ert þú úr Urtach-dal?” Og einhver ókunn-
ug rödd sýndist hafa svarað honum. — “Er
hún verri; Tekur hún mikið út? Það er ekki á-
litlegt. Það var gott að þú komst. Framdyran-
um verður ekki lokið upp fyrir snjó; far þú í
kring, og þú kemst inn í eldhúsið; alt verður til
á augnabbliki. Haltu á ljóskerinu meðan eg
söðla Mósu, og þú þarft ekki að koma fyr en
með morgni; eg þekki veginn.”
Svo hélt hann áfram í svefni líknarerindúm
sínum, og barðist um í storminum.
“Það er ljóta nótíin, Mósa, og færðin þung.
Getur þú séð fyrir fætur þér, greyið ? Snjórinn
gerir mig örvita. Bíddu við, meðan eg þukla
eftir vegarskiftum; það er einhvers staðar
héraa fram undan eða aftur undan.”
“iStöðug, greyið, stöðug; far þú nú ekki á
kaf; við erum í snjófönn, en þú mátt ekki
sökkva; komstu nú á fætur — þarna ert þú á
veginum aftur.
“Nú, það er niðdimm nótt og ill er hún við
okkur bæði, en vesalings konan myndi deyja, ef
við berjumst ekki áfram. Svona er það; eg
veit vel, hvað eg er að segja. ”
“Við veúðum að yfirgefa veginn og fara út
á mýrina, Sandie getur ekki ýfirgefið konuna
til að koma til móts við okkur. Gá þú að þér,
greyið, og far þú ekki ofan í gjóturaar.”
“Þarna er húsið, svart í snjónum. Sandie,—
maður, þú gerir okkur hrædd. Eg sá þig ekki
baki bak við vallargarðinn. Hvernig líður kon-
unni ? ’ ’
Eftir dálitla stund tók hann aftur til máls.
‘ ‘ Þú ert nærri uppgefin, Mósa, og sjálfur er
eg það líka; við erum bæði að verða gömul og
næturferðimar eiga okki vel við ,okkur.
“Við komumsf nú bráðum heim; þetta er
svarti skógurinn og það er ekki langt þaðan.
Við förum nú bráðum í bólið, Mósa.
K.AUPIÐ AVALT
LUMBER
Kjá
THE EMPiRE SASH & DOOR CO. LTD
H£NRY AVE. BA8T. - - WINNIPE43. MAN.
Yard Offtca: 6Ch Fleor, Bank of HamlltonOhambari
H. A. BERGMAN, K.C.
Islenzkur lögfrœSinrur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Bulldlng, Portage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 849 og 26 840
Lindal Buhr & Stefánsson
Islenzkir lögfríeBingar.
356 MAIN ST. TALS.: 24 968
peir hafa einnlg skrlfstofur a8
Lundar, Riverton, Qlmll og
Piney, og eru þar aC hltta A.
eftlrfylgjandl timum:
Lundar: Fyrsta miðvikudag,
Rlverton: Fyrsta fimtudag,
Gimli: Fyrsta miövikudag,
Piney: priCja föstudag
f hverjum mánuOi.
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B, LL.M. (Harv.)
tslemkur lögmaOur.
Rosevear, Rutherford Mclntosh and
Johnson.
910-911 Electric Railway Chmhra
Winnipeg, Canada
Sbnl: 23 082 Heima: 71 758
Cable Address: Roscum
J. T. THORSON, K.C.
tslenzkur iögfrœOlngur
SCARTH, GUILD A THORSON
Skrifstofa: 308 Minlng Exchangs
Bldg., Maln St. South of Portage
PHONE: 22 768
G. S. THORVALDSON
B.A, LL.B.
LögfræOingur
Skrifstofa: 702 Confederatlon
Llfe Building.
Main St. gegnt City HaU
PHONE: 24 587
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG, WINNIPEO
Fastelgnasalar. Lelgja hús. Ct-
vega penlngal&n og elds&byrgO
af ÖUu tagi.
PHONE: 26 349
A. C. JOHNSON
907 Confederation Llfe Bldg.
WINNIPEG
Annast um fasteignlr manna.
Tekur aO sér aO ávaxta sparifé
föiks. Selur elds&byrgO og bif-
relBa ábyrgOir. Skriflegum fyr-
irspurnum svaraö sains’undis.
Skrifttofusimi: 24 263
Heimaaími: 33 328
ALLAR TEOUNDIR FLUTNINOA t
Nú er veturinn genginn I garO,
og ættuO þér þvl aO leita til mln,
þegar þér þurfiO & kolum og
viO aO halda.
Jakob F. Bjamason
762 VICTOR ST.
Sími: 24 500
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Ailur útbúnaOur s& bectl
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarOa og legstelna.
Skrifstofu talsimi: 86 607
HeimiUs talsimi: 58 308
“Þarna er ljósið í eldhúsglugganum; það
er ekki furða, þó þú hneggir. Það hefir verið
ljóta ferðin; eg er uppgefinn, greyið, og eg er
kominn í dauðann.”
Drumsheugh hélt hönd vinar síns, sem smá-
þrýsti hans, og meðan hann hafði ekki augun
af honum, kom breyting yfir andlitið á koddan-
um hjá bonum. Þreytudrógin hurfu, eins ag
guð hefði strokið bendi sinni yfir, og friðurinn
varð meiri og meiri kring um lokug augun.
Læknirinn hefir gleymt striti seinni ára og
er horfinn aftur til drengjaáranna.
Drottinn er minn hirðir,
Mig mun ekkert bresta,
hafði hann fyrir munni sér, þangað til hann
kom að síðasta versinu, þá nam hann staðar.
Gæzkan og líknin líf mitt alt
mig leiðir, hvert eitt skref.
“Mig leðir — og — og — og — hvað kemur
svo? Mamma sagþi eg ætti að vera búinn með
það, þcgar hún kæmi heim. Eg kem áður en þú
ferð að hátta, Villi, og þú fær engan goss, nema
þú verðir búinn með sálminn.
1 húsi guðs — um eilíf ár — eg —
livernig er þetta? Eg get ekki munað næsta
orðlð. Eg, eg —
“Það er of dimt að losa og mamma kemur
bráðum. ’ ’
“Eg athvarf — Vilhjálmur”.
“Svona er það, svona er það. Hver sagði
það? (Framh. á 7. bls.)
/