Lögberg - 05.06.1930, Side 6

Lögberg - 05.06.1930, Side 6
BIs. 6 LÖGRERG, FIMTUDAGINN 5. JÚNl 1930. Mary Turner Eftir MARVIN DANA. “Langbezti vegurinn fyrir okkur bæði að komast út úr þessu,” sagði hann, “er sá, að þér bara segið mér það sem þér vitið. Eins og þér vitið, voruð þér í húsi, þar sem kona býr sem þekt er að ýmsum klækjum og lagabrot- um.” “Hvaða fjarstæða er þetta!” sagði stúlk- an, eins og hér væri verið að fara með eitthvað, sem engu tali tæki. “Eg var að heimsækja Miss Mary Turner.” “Hvemig kyntust þér henni?” spurði lög- regluforinginn. Hanil var alt af jafn-góðlát- legur, því hann vildi reyna að fá stúlkuna til að vera góða. Honum skildist fullkomlega, að hún mundi í raun og vem halda, að hann væri að misbjóða sinni viríúngu herfilega. •“ Mr. Riohard /Giilder gerði okkur kunnug- ar. Þér kannist kannske við föður hans, Mr. Edward Gilder?” “Já, eg kannast við þá báða,” svaraði Burke. “Þér hljótið að sjá, að það er einhver mis- skilningur í þessu. Sjáið þér það virkilega ekki?” “Nei, ekki get eg nú sagt, að eg sjái það,” svaraði Burke hálf vandræðalega. Hann hefði feginn viljað vera laus við þetta alt saman, en hann sá ekki betur, en að embættisskyldan byði sér að halda áfram og gera hvað hann gæti til að komast fvrir sannleikann í þessu morðmáli. En nú fanst honum hann vera milli tveggja elda, og vissi ekki vel hvemig hann ætti að snúa sér. “Þér skiljið,” hélt hann áfram og gerði sig nú eins bHðan og hann gat og talaði í alt öðr- um róm, heldur en þegar hann var að fást við þá Dacy og Chicago Red. “Þér skiljið, að þó Mr. Gilder hafi gert ykkur kunnugar, þá hefir Mary Tumer einu sinni verið þrjú ár í fang- elsi, og nú hefi hún verið tekin föst og er gran uð um morð. ” Stúlkunni brá ákaflega við þetta, og hún gat ekki með öllu dulið það. “Morð!” hrópaði hún upp yfir sig. “Já, morð,” sagði Burke og leið nú betur, því nú fanst honum hann vera að komast á lagið að ná samtali við þessa ókunnu stúlku, sem hafði verið honum svo erfið. “Þér skiljið það,” hélt hann áfram, “að ef hér er einhver misskilningur hvað yður snertir, þá viljið þér ekki að meira verði úr honum en orðið er, það er áreiðanlegt. Þér skiljið því, vafalaust, hvers vegna eg þarf endilega að fá að vita hver þér eruð. Þér skiljið þetta vafalaust?” “Já, já,” sagði hún þegar í stað. “Þér hefð- uð átt að segja mér frá þessum ósköpum öllum strax. ” iSvipur hennar/Varð'alt í einu a.llt annar. Það var eins og henni rynni öll reiði. Hún varð góðlátlega, næstum blíðleg. En það leit út fyrir, að hún væri að missa allan mátt, og hún hálf-hneig niður í stólinn, sem stóð hjá skrifborðinu. -y “Nafn mitt er Helen Travers West,” sagði hún. Burke brá dálítið við, og leyndi sér ekki, að þetta kom honum mjög á óvart. “Ekki þó dóttir jámbrautarforsetansf ” spurði hann. “Jú,” svaraði hún. “En fyrir alla muni, segið þér engum frá þessu. Þér skiljið nú vafa- laust, hvers vegna engin lifandi manneskja má nokkurn tíma fá nokkum ávæning að heyra af því, að farið hafi verið með mig inn í þetta óttalega hús — þó þér hafið að vísu verið góð- ur. Lofið þér mér að fara heim.” Hún tók upp hjá sér vasaklút, og þurkaði sér um tárvot augun. Burke kendi <í brjósti um hana. Það var reglulega leiðinlegt, að einmitt þessi istúlka skyldi verða fyrir þeirri óhepni, að komast í einhver kynni við þetta fólk, og þar með koma honum í þau vandræði, að þurfa að yfirheyra liana og vera henni til svo mikilla leiðinda. En hvað sem :því leið, varð hann að halda áfram sínu skylduverki. “Eg skal ekki halda yður hér lengi, Miss West. Þér þurfið engu að kvíða, eg skal á- byrgjast yður það. Bara segið mér alt sem þér vitið um Mary Turner. Sáuð þér hana í gær?” Stúlkan hætti að gráta, og eftir að hún hafði þurkað sér vandlega um augun og eins og kom- ið sér í réttar stellingar, tók hún aftur til máls. “Viljið þér leyfa mér að fara heim, ef eg segi yður það lítið, sem eg veit, en sem er bara ósköp lítið?” “Já, sjálfsagt,” var Burke fljótur til að svara. “Yður er alveg óhætt, enginn gerir vður neitt til meins,” bætti hann við. “Jæja, það var þá svona, að Mr. Gilder kom til mín einu sinni, og hann sagði mér að hann þekti fjarskalega fallega og skemtilega stúlku, sem —” Hún komst ekki lengra, því það setti að henni svo mikinn grát, að hún gat naumast komið upp nokkru orði. “Þetta er svo hræði legt — hræðilegt!” bætti hún við. Burke leið att annað en vel út af þessu öllu saman. Honum þótti mjög slæmt að hann skyldi hafa þurft að verða til þess, að leika vesalings stúlkuna svona hart. Hann vildi gjarnan gera alt, sem í hans valdi stóð, til að friða stúlkuna og fá hana til að skilja, að hér væri engin hætta á ferðum fyrir hana. “Verið þér ekki svona órólegar, stúlka mín. Það er ekkert að óttast. Þér getið reitt yður á það. Engum detur í hug að gera yður nokk- urn skapaðan hlut til meins.” En þessi huggunarorð komu ekki að neinu haldi, þó þau væra sögð í góðum tilgangi. Hún hélt áfram að gráta, engu að síður, og grátekk- inn varð jafnvel enn meiri. Einstaka sinnum gat hún þó stunið upp orði, svo sem: “Ham- ingjan hjálpi mér! Mikil skelfing!”, og öðru því um líku. “Er það ekkert annað, sem þér getið sagt mér um þessa stúlku?” spurði Burke og von- aði, að hann gæti með því fengið stúlkuna til hætta að gráta og kannske tala eitthvað við sig. Stúlkan svaraði þessu engu. “Það er ekkert að hræðast,” sagði Burke. “Eg er marg-búinn að segja yður, að það er ekkert að hræðast.” “Eg er svo hrædd!” sagði liún aftur. “Eg er hrædd um, að þér setjið mig í fangaklef- ann. ’ ’ “Hvaða ógnar fjarstæða er þetta,” sagði Burke. “Enginn lifandi maður gæti hugsað um yður og fangaklefann, hvorttveggja í einu. Auðvitað ekki. ” Hún skildi hrósið og þótti vafalaust vænt um það, eins og flestum þykir. Hún leit á hann tárvotum augum og sagði: “Þakka yður fyrir.” Burke hugsaði sér þegar, að nota tækifærið og reyna að komast eitthvað áleiðis á þeirri leið, sem hann vildi halda. “Erað þér vissar um, að hafa sagt mér alt, sem þér vitið um þessa stúlku?” spurði hann. “Já, já,” svaraði hún hiklaust. “Eg hefi bara séð hana tvisvar eða þrisvar.” Hún rétti báðar hendur í áttina til þessa stóra og harð- lega manns og sagði í bænarómi: “Yiljið þér ekki vera svo vænn, að leyfa mér að fara?” Burke var næst skapi, að gera þegar í stað eins og hún bað. Hann var orðinn sannfærður um, að í þetta sinn hefði hann aðeins veitt í net sitt, algerlega hættulausan sakleysingja. “Jæja þá,” sagði Burke og reyndi að brosa góðlátlega. “Ef eg læt yður fara nú, viljið þér þá lofa mér því, að íáta mig strax vita, ef þér skylduð muna eftir einhverju viðvíkjandi Mary Turner, því eg þarf að fá að vita alt um hana.” “Já, það er alveg sjálfsagt,” sagði stúlkan, og var nú eins og steini væri létt af henni. Það leyndi sér ekki, að hún varð meira en lítið feg- in að sleppa. “Nú vona eg þér sjáið, stúlka mín, að hætt- an var ekki mikil. Enginn hefir gert yður nokk- urt mein — ekkert í áttina. Og nú getið þér farið heim til mömmu yðar.” Stúlkan lét ekki segja sér það tvisvar. Hún spratt á fætur og næstum hljóp fram að dyrun- um, en brosti þó fyrst einstaklega blíðlega til lögregluforingjans. “Nú flýti eg mér heim, eins og eg mögulega get,” sagði stúlkan og var nú hin glaðasta. “Eg bið að heilsa föður yðar,” sagði Burke. “Segið þér honum, að mér þyki ósköp mikið fyrir því, ef eg hefi hrætt yður.” Þegar hún kom fram fyrir dyrnar, sneri hún sér við. Það var kannske eins gott að flýta sér ekki of mikið, hugsaði hún. Það kynni að vekja einhvern gran. “Þakka yður fyrir,” sagði hún brosandi. ,“Eg er viss um að pabbi verður yður fjarska þakklátur, fyrir það, hvað þér hafið verið vænn við mig.” Rétt í þessu vildi til það óttalega óhapp, að Cassidy kom inn um aðrar dyr á herberginu. Hann gat ekki stilt sig um að brosa dálítið skrítilega, þegar hann kom auga á stúlkuna, sem þarna stóð. Henni brá svo við, að hún ná fölnaði. Henni fanst hún verða fyrir afskap- legum og óverðskulduðum vonbrigðum, eins vel og á horfðist rétt áður, og eins vel og henni fanst, að hún hefði komið ár sinni fyrir borð við sinn erki óvin, lögregluna. Hún stóð þarna alveg orðlaus og ráðalaus. “Hello, Aggie!” sagði Cassidy, en Burke leit uþp stóram augum, því hann skildi fullvel, að hér var eitthvað á seiði, sem hann hafði ekki grunað, og gat ekki fyllilega áttað sig á, meðan hann ekki fékk frekari skýringar. Stúlkan sneri þegar við, og setist á sama stólinn, sem hún hafði setið á, meðan Burke var að tala við hana. Það eins og dró úr henni allan mátt, og hún starði beint fram undan sér, en leit ekki til hægri né vinstri. Hún skildi fnllkomlega, að hún hafði tapað spilinu. Samt tók hún fyrst til máls, því karlmennimir gerðu ekki annað en horfa á hana, og Burke, að minsta kosti, vissi ekki hvað um var að vera, “Mikil bölvuð óhepni!” varð henni að orði. Burke horfði ýmist á Cassidy eða Aggie. Hún sagði ekki orð meira og leit hvorki til Iiægri né vinstri. Burke átti mjög erfitt ineð að átta sig á þessu öllu saman. Þetta var alt óskiljanlegur leyndardómur fyrir hann. “Þekkið þér þennan kvenmann, Cassidy” spurði hann eftir all-lang þögn. “Já, eg þekki hana, ” sagði Cassidy og tók svo til að gera grein fyrir henni, eins og hon- um var lagið. “Hún er Aggie litla Ljmch, frá Buffalo. Hún varð einhvern tíma heldur á- geng á fjármuni náungans og varð því að vera tvö ár í Bumsing.” ‘ ‘ Það var vafalaust1 langt frá því að vera skemtilegt fyrir Aggie, að vera gerð kunnug á þennan hátt, en hún brá sér hvergi og horfði stöðugt á vegginn 'beint fram undan sér. Cassi- dy hætti líka að tala og hafði nú ekki augun af yfirmanni ílínurn. Hann 'visái ekki vel, 'hvað honum bjó í skapi, en honum duldist ekki, að hann var eitthvað mikið að hugsa og honum fanst hann aldrei hafa séð Burke jafn vand- ræðalegan. Enn starði Burke á stúlkuna. Svipur hans var slíkur, að það var rétt eins og hann hefði orðið fyrir einhvehju afiskaplegu skakkafalli. Loks stóð hann upp, gekk þangað sem stúlkan sat, staðnæmdist rétt fyrir framan hana og leit hvast á hana, en ekki gat hann fengið hana til að líta á sig. “Jæja stúlka mín,” sagði hann og var æði fastmæltur. “Það lítur út fyrir, að þér hafið komist á rétta hillu í lífinu.” Svo skellihló hann, og hann hló lengi og hátt. “Þér eruð snilling- ur í yðar list, það er ekki hægt að neita 'því,” bætti hann við, þegar hann gat komið því upp fyrir hlátrinum. Aggie var í alt of vondu skapi til að gefa þessu nokkurn gaum. Hún var að hugsa um sína eigin óhepni. “Og þetta þurfti endilega að koma fyrir, þegar eg var nærri sloppin frá honum,” sagði hún, eins og við sjálfa sig, án þess að líta á mennina, sem hjá henni vora. Það var eins og Burke hefði rétt í svipinn gleymt embættisskyldum sínum, en nú sneri hann sér að Cass'idy. “Hafið þér mynd af þessari ungu stúlku?” spurði hann. Og þegar Cassidy sagði, að svo væri ekki, vék hann sér aftur að Aggie og brosti dálítið hæðnislega. “Okkur þætti dæmalaust. vænt um, að eiga mynd af yður, Miss Helen Travers West,” sagði hann. Cassidy kom þetta nafn undarlega fyrir. “Helen Travers West,” hafði hann upp eftir Burke. “Það er nafnið, sem hún gaf mér,” sagði Burke dálítið hikandi. Honum féll aldrei vel, að tala mikið við undirmenn sína, annað en gefa þeim fyrirskipanir. Samt gat hann ekki stilt sig um að brosa, því þó hann væri ekki beinlínis spaugsamur, þá gat hann þó séð, hvað þetta var alt saman skrítið. “Henni hepnað- ist, að koma mér til að trúa sér,‘ ’ sagði hann. “Eg viðurkenni það. Þér erað allra bezti leik- ari,” bætti hann við og leit glaðlega til Aggie. “En má eg nú biðja yður að sýna mér þá góð- vild, að fara með Cassidy upp í ljósmynda- stofuna?” Aggie spratt á fætur, og nú var sakleysis- svipurinn horfinn af andliti hennar og augna- ráðið var alls ekki barnalegt lengur, eins og verið hafði meðan Burke vissi ekki hver hún var. “Eg hlusta ekki á þessa vitleysu,” sagði hún afar reiðilega. “Ef þér hafið eitthvað að spvrja mig um, þá gerið það strax og hafið enga útúrdúra.” “Nú líkar mér við yður,” sagði Burke og ætlaði þegar að fara að spyrja hana um það, sem hann vildi fá hana til þess að segja sér. En hann komst ekki að því, því hún varð fyrri til að taka til máls. • “Þér getið ekkert gert mér,” sagði hún, “og þér vitið að þér getið það ekki. Það eina, sem þér getið gert, er að láta mig bara fara.” Og nú hló hún engu minna en Burke hafði hlegið skömu áður. “Eg hefi lögmann, sem lítur eft- ir því, að þér hafið enga lögleysu í frammi við mig. ’ ’ “Verið þér nú ekki að þessu,” sagði Burke. “Það er ekki til neins. Hve nær sáuð þér Mary Tumer seinast?” “Snemma í morgun,” svaraði hún. “Við sváfum saman í nótt. Hún fór út svo sem klukkan hálf tíu.” Burke hristi höfuðið. Ronum sárnaði þetta svar, frekar en hann reiddist af því. “Yður er ekki til neins að ljúga að mér,” svaraði hann. “Eg að ljúga!” sagði hún og lét ótvíræð- lega á sér skilja, að henni þætti sér misboðið. “Mér gæti ekki dottið það í hug. Eg veit, að það væri ekki til neins við yður. ” Burke svaraði þessu engu, en ekki gat hann varist þeirri hugsun, að full-trúgjarn hefði hann verið, þegar Aggie taldi honum trú um, að hún væri Helen Travers West. “Eg segi yður heilagan sannleikann, ” sagði Aggie með mikilli alvörugefni. “Mary var heima í alla nótt. Eg gæti svarið það og lagt hendina á þúsund biblíur, sem pælt væri hver ofan á aðra.” “Hvað sem öllum yðar svardögurh líður og biblíum,” svaraði Burke, “þá má eg segja yð ur, Aggie Lynch, að Mary Turner var tekin föst í nótt, skömmu eftir miðnætti.” Hann þagnaði ofurlitla stund, og bætti svo við: “Það er lang-bezt fyrir yður, stúlka litla, að segja ér alt sem þér vitið um þetta mál.” “Eg veit ekkert,” sagði Aggie og horfði al- veg ófeimin beint framan í Burke, og kærði sig ekkert þó hún vissi, að honum var það full- ljóst, að hún hefði hvað eftir annað sagt hon- um ósatt. Burke tók skammbyssuna úr vasa sínum og hélt henni á lofti. “Hvað er langt síðan hún v fékk þessa byssu?” og horfði á hana all alvarlega. “Hún á hana ekki,” svaraði Aggie einbeitt. “Garson á hana þá,” sagði Burke. “Ekki veit eg hver á hana,” svaraði Aggie heldur kæraleysislega. “Eg hefi aldrei séð þessa skammbyssu fyrri en nú.” Burke talaði mjög hægt og skýra, og það var auðfundið, „að hann vildi láta Aggie taka vel eftir því, sem hann sagði: “Eddie Griggs var myrtur í gærkveldi með þessari skammbyssu. En hver gerði það? Seg- ið þér mér eins og er. Hver gerði það?” “Hvernig ætti eg að vita það? Hvað hald- ið þér að eg eiginlega sé, spákona?” sagði Aggie og lét engan bilbug á sér finna. “Það er lang-hollast fyrir yður, að segja mér það sem þér vitið. Ef þér hafið vit í kolli, munduð þér gera það, og eg held ekki, að yður sé vits vamað.” “Eg hefi sagt yður, að eg veit ekkert um þetta, eða hvað eiga allar þessar spumingar eiginlega að þýða?” sagði Aggie og var hin reiðast. “Þetta er ekki til neins, Aggie Lynoh. Eg veit meira en þér haldið,” sagði Burke. “Eg skal segja yður nokkuð. Þér segið mér það sem þér vitið um þetta, og eg skal svo sjá um, að þér sleppið alveg klakklausti út úr þessu. Og eg skal meira að segja gefa yður töluvert af peningum þar að auki.” Aggie skifti alt í einu um svip. Hún horfði á Burke grunsamlega, en þó áfergislega. “Eg þarf að vera viss um áð skilja þetta rétt,” sagði hún. “Ef eg segi yður það, sem eg veit um Mary Turner og Joe Garson, þá sleppið þér mér þar' með, og eg hefi ekkert meira með þetta mál að gera?” “Þetta er alveg rétt skilið,” svaraði Burke. “0g þér ætlið að gefa mér eitthvað töluvert af peningum líka?” “ Já, það skal eg gera,” sagði Burke og var fljótur til svars, því honum þótti nú vænlega á horfast. “Hvað hafið þér svo að segja?” “Eg hefi það að segja, að þér erað mesti dóni. Hverskonar manneskja haldið þér að eg sé? ” sagði Aggie og var æfareið, en Burke varð fyrir hinum mestu vonbrigðum. Cassidy hins- vegar hafði hálf-gaman af að sjá vfirmann sinn komast í þessi vandræði, þó hann reyndi að láta ekki á því bera. Aggie sneri sér að hon- um. “Takið þér mig burtu héðan,” sagði hún með miklum ákafa. “Eg vil heldur vera í svart- holinu, en hér með þessum manni. ” “Þér segið það sem þér vitið,” sagði Burke með mikilli áherzlu. “Eða ef þér gerið það * ekki, þá lendið þér í tugthúsinu, og það kann- ske nokkuð lengi.” “Eg veit ekkert,” sagði Aggie og var enn reiðari. “Og þó eg vissi eitthvað, þá segði eg yður það ekki, ekki til eilífðar; og nú er bezt fyrir yður að senda mig í tugthúsið—ef þér getið.” “Farið þér burtu með hana,” sagði Burke og leit á Cassidy. “Já, gerið þér það,” sagði Aggie. “Og gerið þér það sem allra fyrst. Það gerir mig veika, að vera í sama herberginu, eins og þessi maður. ” Hún sneri sér við og leit á Burke, og það augnaráð var ekki bamalegt eða hlýlegt. “Svo þér hélduð, að þér gætuð mútað mér til að segja yður það sem þér vilduð vita. Yð-, ur varð ekki kápan úr því klæðinu! ’ ’ XXII. KAPITLI. Þó ekki væri rétt að se'gja, að Burke væri maður gamansamur, og þó verk hans væri í raun og veru langt frá því að vera nokkur leik- ur> þá gat 'hann þó séð það sem skrítið var og glaðst af því, jafnvel þott hann ætti sjálfur í hlut. Hér hafði honum algerlega mistekist, að fá þær upplýsingar, sem hann leitaði eftir. Þvert á móti hafði þessi stúlka, sem hann vissi fullvel að var mesti gallagripur, logið hann fullan og hann hafði trúað henni, og það, sem verra var, hún hafði gert hálfgert gis að hans háa embætti, og jafnvel að honnm sjálfum, og þoldi hann það vanalega heldur illa. Samt var langt frá, að hann væri nokkuð reiður við hana. Hann hafði meira að segja gaman af að hugsa um, hvað skrítilega þessi yfirheyrsla hefði gengið, og hann dáðist að því með sjálfum sér, hve vel henni hefði hepnast að ljúga hann full- an, og hélt hann þó að það væri ekki mjög auð- velt. Um leið og hún fór út úr herberginu, sendi hann henni koss á fingurgómunum og leit til 'hennar kynnilega. Svo settist hann niður við skrifborðið, og gaf þær fyrirskipanir að vísa Edward Gilder og Demarest inn til sín og sömuleiðis að sækja Dick Gilder. “Þetta eru ljótu vandræðin,” sagði Burke við Gilder, þegar hann kom inn, og var auð- fundið, að hann fann til með hinum rauna- ma:dda föður. “Þetta era ljótu vandræðin, ” endurtók hann. SIÐAST FERÐ LÆKNISINS. (Fram-h. frá 3. bls.) “1 húsi guðs um eilíf ár eg athvarf stöðugt hef.” “Nú er eg 'búinn og nú fæ eg kossinn, þegar mamma kemur; eg vildi hún kæmi, því eg er þreyttur og mig langar til að sofa. “Þarna er fótatakið hennar,-— 0g hún held- ur á Ijósi í hendi sér; eg sé það gegn um hurð- ina. Mamma, *g vissi að þú myndir ekki gleyma drengnum þínum, því þú lofaðir að koma, og eg er búinn með sálminn minn.” “1 húsi guðs um eilíf ár og athvarf stöðugt hef. ” “Kystu mig, mamma, því eg hefi verið að bíða eftir þér og bráðum er eg sofnaður. ” Gráleit dagskíman gægðist inn til Drums- heugh, sem enn þá sat og hélt í kalda hönd vin- ar síns. Hann blíndi á arininn; eldurinn hafði dáið út og skilið eftir hvíta ösku. En friðurinn á ásjónu læknisins var friður þess, sem geng* inn er til hvíldar frá loknu dagsverki. —Sögur Breiðablika. i

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.