Lögberg - 10.07.1930, Blaðsíða 8

Lögberg - 10.07.1930, Blaðsíða 8
Bls. 8 I.ÖGBERG. FIMTUDAGINN 10. JÚLÍ 1930. HVERNIG VINNA MÁ sérstök peninga verðlaun ✓ í heimabökunar deildum Á Stærri og Minni Sýningum! Árið 1929 unnu þeir er nota Robin Hood Flour eftirfarandi verðlaun: FYRSTU VERÐLAUN á Canadian National Sýningunni í Toronto. Einnig The GOLD MEDAL The SILVER MEDAL 75 FYRSTU VERDLAUN og 165 verðlaun alls á 35 stöðum þar sem opin sam- kepni hefir fram farið á allskonar heimabökuðu brauði á sýningum í Vesturlandinu. Allir góðir bakarar gerða mikið úr því að efnið sé sem allra bezt og mæla sérstaklega með RobinHood FLOUR Sunnudaginn 13. júlí messar + séra Sig. Ólafson í Riverton kl 2 e. h.; en að kvöldinu kl. 8.30 í kirkju Geysis safnaðar. Þær ungfrúrnar, Inga Bjarna- son og Evangeline Ólafson, lögðu af stað norður til Vogar, Siglu- ness og Hayland, nýlega, til þess að halda þar uppi sunnudagsskóla starfsemi, að tilhlutan Hins sam- einaða kvenfélagi hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi. Gera þær ráð fyrir að dvelja þar nyrðra í þriggja vikna tíma. í sömu erindagerðum fór ungrú Guðrún Marteinsson noð- ur til Árnes, Man. ATHS.—Gefið gætur að verðlauna listanum á fylkissýningunni, elass “B” og sveita-sýningum og at- hugið sérstök Robin Hood tilboð. Or bœnum Næsta sunnudag, 13. júlí, er ætlast til að sérstakar hátíðar- guðsþjónustur verði haldnar í öllum kirkjum í Manitoba í til- efni af sextugsafmæli fylkisins, sem hátíðlegt á að halda 15. þ.m. Verður viðburðar þessa og há- tíðar minst við guðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju á sunnu- dagskvöldið og eru allir velkomn- ir þangað. Mr. Otto Bergman, bankastjóri frá Flin Flon, var staddur í borg- inni í síðustu viku. Fundur verður haldinn í Committee Room J. T. Thorsons, K.C., á mótum Arlington og Sargent, næstkom- andi föstudagskvöld, kl. 8.15. Ræðumenn: Mr. Thorson, og fleiri ágætir og alþektir íslenzkir mælskugarpar. Kvenfél. “Framsókn” á Gimli, Man., heldur bazaar og Home Cooking Sale, 19. júlí í búð Mrs. Sigurgeirsson, stutt fyrir norðan Lakeside Trading Co. búðina. Herergi með húsgöngnum til leigu í góðu húsi rétt við Sargent. Hentugt fyrir tvær stúlkur. Fæði fæst að einhverjnu leyti á staðn- um. Sími 26 068. Til borgarinnar komu um síð- ustu helgi þau Mr. og Mrs. John Hjörtson, frá Gardar, N. Dak., ásamt tveim systrum Mrs. Hjört- son, Mrs. Snæbjörnson og Miss Laugu Bjarnason. Brá ferðafólk þeta sér niður til Gimli, en hélt ■aftur heimleiðis á mánudaginn. ROSE THEATRE PH.: 88 525 SARGENT at ARLINGTON THUR-FRI—SAT., THIS WEEK JACK MILHALL and PATSY RUTH MILIÆR in TWIN BEDS’ 100% TALKING SINGING DANCING Twin, Portiona of Everything Twice the fun—Twice the laughs— Twice the thrills! K.xtra Added “TARZAN THK TIGKR’’ Talkingr Comedy and Micky Mouse Children’s Admission Saturday Matinee 10° Supper Show Adults 25c Childreh 15c 99 PLEASE NOTE—Supper Show prlces prevail from fi to 7 p.m. Saturdays and Holidays. MON—TUES—WKD., NEXT WEEK Special Holiday Programme DOROTHY MACKAIL In “STRICTLY MODERN 100% Talking —The Peppiest, Cleverest, Smartest of Screen Comedies. (Passed General) EXTRA ADDED COMEDY — CARTOON — NEWS SPECIAL HOLIDAY MATINEE TUESDAY, JULY 15TH Doors Open at 1 p.m. Children lOc. Skemtiferðin til Gimli. — Á sunnudaginn kemur (13. júlí) er áformað að ísl. Goodtemplarar og hverjir aðrir, sem vilja vera með, safnist saman á Gimli þenna dag. Eftir hádegi kl. 2 fer fram prö- gram á íslenzku í Gimli Park. Að- al ræðumaður dagsins er Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. — Frá Winni- peg fer C.P.R. lestin kl. 10 að morgni, en frá Gimli kl. 6 að kvöldinu. Fargjald $1.25 og 65c. fyrir börn. Gefin saman í hjónaband 2. júlí, á heimili Mr. og Mrs. Sig- urður Finnsson, í Víðir, Man., Mr. Jóhann B. Jóhannsson og Miss Thora Finnsson. Brúðguminn er sonur Bjarna bónda Jóhanns- sonar og Steinþóru Þorkelsdóttur konu hans, Búa þau hjón í Engi- hlíð í Geysisbygð. Foreldrar brúð- urinnar eru þau Sigurður bóndi Finnsson og Hildur Sigfúsdóttir Pétursson kona hans. Fjölmenn- ur hópur ástvina, frændaliðs og sveitunga var viðstatt giftinguna. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Árborg. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af Archdeacon Mc- Elheran, þau Tannis Mildred og Frank Hacking. Er brúðurin dóttir þeirra Mr. og Mrs. Stef- áns Oliver, fyrrum heilbrigðis- fulltrúa hér í borg, og frúar hans. Bjart og rúmgott herbergi til leigu nú þegar, að 919 Banning St. Sími 22 790. Grímur Geitskór Flutt af Bcncdikt Ólafssyni á Alþingisminningttnm í Winnipeg, 26. júní, s. I. Séra Jóhann Bjarnason prédik- ar á sunnudaginn kemur, þann 13. þ.m., á eftirfylgjandi stöðum í Argyle prestakalli: í Baldur kl. 11 f. h., að Brú kl. 2.30 e., h. og fer þar fram sunnudagsskóli eftir messu; en kl. 7 að kveldi verður prédikað í Glenboro. Börn eru beðin að fjölmenna á sunnudags- skólann að Brú. Mr. Magnús Borgfjörð frá Elfros, Sask., hefir verið staddur í borginni í þessari viku. Gefin saman í hjónaband á heimili Mr. og Mrs. Baldvin John- son í Árborg, Man., 28. júní, Jó- hann Vigfússon og Emily John- son, dóttir jofannefndra hjóna. Eru þau Baldvin og Ingijörg kona hans foreldrar brúðarinnar, ætt- uð úr Skagafjarðarsýslu á íslandi. Brúðguminn er sonur Guðmund- ar Vigfússonar bónda í Framnes- bygð og konu hans Jóhönnu Ein- arsdóttur, eru þau hjón bæði ætt- uð úr Austur - Skaftafellssýslu. Aðeins nánustu ættingjar voru við síaddir giftinguna. Framtíðar- heimili ungu hjónanna verður 1 Árborg. Inér er staðurinn. Margt hefi eg athugað og mikið hefi eg kannað á Vegna skemtiferðar, sem aug- fanch °S 1 lundu. Víða hefir vegur lýst hefir verið að haldin verði minn Ie£iÖ á hraunum og hrjóstri, í til Gimli hinn 13. þ. m„ og sem r!UngUr °5 hIetta- hÍá veiðivötnum , * . * blam og ljufum berja-lautum, yfir Goodtempiarar eru beðmr að , - P -J . \ .. , • , , * ,. , . . , ,haar heiðar, um fagra fjalladah, sækja, þa verður ekkert af skemt-; giæstar blóma brekk4 ogJ iðgræn mi þeirri, sem ákveðið var að engjalönd. En ekkert eitt af öllu haldast skyldi hinn 20. þ. m. þessu má, út af fyrir sig, ráða kjöri. B. A. Bjarnason. j Ekki heldur hinir arðvænlegu kost- ------- | ir, fugl eða fiskur, hafnir né hagar, Hagl og ofsaveður vann mikið hveurir né,fossar; okhi eldfjallanna ... - . .... , umbrot ne tign hinna jökulkrýndu tjon a ymsum stoðum 1 Sléttu- .. , u , , , . „ . , . | tinda. Vorn pess, sem vernda skal, fylkjunum a aðfaranott manu-( geyms!a þess> sem gæta hún ein dagsina í þessari viku. Náði veðr-ima ráða. Þennan stað afmarkar ið til þriggja fylkjanna, en mun gjáin sú hin mikla til annarar hand- þó hafa unnið minst stjón í Al- ar og önnur gjá smærri til hinnar. berta, en mest í Saskatchewan.1 Á bjargi skal borg reisa. Hér mega sérstaklega í grend við Spring- sett &riS stöðug standa. Af bergi water, þar sem haglið gerði af- Þvi’ sem hér hafa l°ft °S iah eftir ar mikinn skaða á hveitiökrum.,si? látif ’ ,svo sem un& Hliðskjálf í suðvestur hluta Manitobafylkis1 Væn’ ^ “Ba UPP þau er i svasasta geymi frumskipun fr.jals- gerði veðnð lika mikið tjóp,’borins anda Svo skal þingvöllur eyðilagt hveitiakra, brotið fjölda þag verða Islendin|pim, sem Iða- af símastaurum 0g gert margan völlur er goðum. Og þess væntir annan óskunda. | mig, að æ því meira teljist ágæti ------------- i hans sem lengra um líður. Svo kveð 1 eg að því máli öll regin, sem eg nú Akuryrkjumála stjórnardeildin j treystj því> að hingað hafi fylgt mér í Washington, DÁL, hefir látið að verki allra þeirra gifta og hinn Mr. og Mrs. G. G. Jackson og dætur þeirra tvær, frá Grand Forks, N. Dak., voru stödd í borg- inni fyrir helgina. Mr. Guðmundur Jónson.Vogar, Man., hefir verið í borginni und- anfarna daga. Mr. Páll Jónsson frá Wynyard, Sask., hefir verið staddur í borg- inni síðan um miðja vikuna sem leið. Laugardaginn var, 5. júlí, kl. 3.30 e. h„ voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju, af dr. Birni B. Jónssni, þau Benjamín B. Gíslason og Anna S.l Johnston. Er brúðurin dóttir Thorsteins hljómfræðings John-1 ston og Valgerðar konu hans, 543 Victor St„ hér í borg. Var veizla haldin á heimili þeirra að lokinni. athöfninni í kirkjunni, og var þar| margt boðsgesta. hveitiframleiðendur í Bandaríkj- unum vita, að þeim væri nauð- synlegt að draga úr hveitifram- leiðslunni, ef þeir ættu að geta gert sér vonir um nokkurn ágóða af hveitiræktinni næstu sex til tfu árin. Verður þetta vitanlega að gerast með því móti, að aá hveiti í færri ekrur, en nú er gert, almáttki ás. Úlfljótur Flutt af Guðmundi Stefánssyni á Aljnngishátí<7inni í Winnipeg, 26. júní s. I. Það skal áform allrar lagasetning- ar, að land hvert og lýður þess verði en nota landið til einhvers annars. goðunum, og hollvættum sínum, Segir stjórnardeildin, að útlit geÖþekk. Með lögum skal land með arðvænlega sölu á hveiti, sé b^Ía- SÍalft lan<lið.á Þ3™1 rétt á alt annað en gott, þar sem hveiti- framleiðslan fari vaxandi en eft- irspurnin minkandi. Gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku ikirkju laugar- daginn 5. júlí kl. 7.30 að kveldi, Ernest Graham Piggott og Esther Engilráð Preece. Prestur safn- aðarins framkvæmdi hjónavígsl- una. Var þar viðstaddur mikill mannfjöldi. Var úr kirkjunni farið heim til Mrs. Preece, móð- ur brúðurinnar, 867 Winnipeg Ave„ og stóð þar veizla góð og gleðskapur um kvöldið. THOMAS JEWELRY CO. Úrsmíði verður ekki lærð á einu eða tveimur árum. Tutt- ugu og fimm ára reynsla sann- ar fulkomna þekkingu. Hreinsun $1. Gangfjöður $1 Waltham úr $12.00. í Póstsendingar afgreiddar fcaf- ! arlaust. CARL THORLAKSON Úrsmiður 627 Sargent Ave. Winnipeg Þann 29. maí voru gefin saman í hjónaband í Glenoro, Man„ þau Björn Einarsson og Sigurlaug Ein-j arsdóttir. Hjónavígslan fór fram á heimili sér Kristins K. Olaf-j sonar, og var hjónavígslan fram- kvæmd af honum. Brúðguminn: átti áður fyrri Iengi heima í Ar-| gylebygðinni og Glenboro, en nú um nokkur ár hefir hann talið heimili sitt í Selkirk; brúðurin1 hefir átt heima í Glenboro og grendinni fjölda mörg ár. Heim- ili brúðhjónanna verður framveg- is í Glenboro. Vinir þeirra hinirl mörgu óska þeim allrar hamingju í framtíðinni. G. J. O B Æ K U R í verzlun A. B. Olson’s, eru ný- skeð komnar: Eimreiðin, 1. og 2. hefti þ. iá. Bækur Þjóðvinafélagsins, og Morgun 1. árg„ 1. hefti.. Eru þessar bækur með sama verði og að undanförnu. Pantanir fyr- ir ritunum skulu sendar til P. O. Box 313, Gimli, Man. í sér. Það er því aðeins látið njóta l laga, aÖ lýður 'sá, er það fæðir og nærir, niegi samboðinn verða sjálfs þess eðli. Hvergi er land til svo hrjóstrugt, að vísvitandi skuli vama Þrátt fyrir það, að vorkuldarn- fví ,lífs’,.Sem það geUlr . . ^ bono. Rone loe er ranenefni—þau ír heldust nokkuð lengi fram eft- , •, ,r. u • , *,• V, heita olog. Og hvergi skyldi nokk- ir, eru nu uppskeruhorfur hér í urt ]and með ólögum eyða. Því er Sléttufylkjunum yfirleitt taldar sú þhrf oss nú mest, að sem flest heldur góðar. Nú síðustu vik-' megi það hér að góðu gagni verða, urnar hefir tíðin verið hagstæðjsem um gjörvöll Norðurlönd bezt hlýindi, jafnvel ritar all-miklir hefir dugað feðrum vorum og síðustu dagana, og nægilegt regn, I frændum, frá ómuna aldri. Hefi eg að minsta kosti víðast í Manito- ieitast við að fara sem bögustum ba og eins í norðanverðum fylkj-' höndum um allan l,ann efnÍVÍS td „ , , , ., löggjafarinnar, sem eg sott hefi til 1 Noregs. Að landsins staðhattum í suðurhluta þessara fylkja hef- skyIdi gvo lögin la8a> að sem mest ir verið minna regn og uppskeru-J afstýri sundurþykkju en afli sátta. horfur eru þar lakari, en þó ekki gp? munu saman fara heilar sættir slæmar. Enn er langt til upp-'og hollar vættir. Ofraun er hinu, skeru, og getur margt breyzt að annað ibregðist. Hvorugs eða þangað til, en nú sem stendur eru hvors tveggja fær lýður og land að 1 njóta. Þá er lán í landi, er laðast fá að bústöðum manna, hamingjur miklar og heilladisir. Enginn skyldi svo ósvinnur maður vera, að hann uppskeruhorfurnar heldur góðar. Rose Leikhúsið. Þrjá síðustu dagana af þessari \iku, sýnir Rose leikhúsið kvik- myndina “Strictly Modern,” þar sem hin fræga leikkona, Dorothy Mackail leíkur aðal hlutverkið, og mun henni aldrei hafa betur tekist en þar. Þrjá fyrstu dagana af næstu viku sýnir leikhúsið mynd- ina “Twin Beds”, sem er sérstak- lega skemtileg, og þar er Jack Mulhall aðal leikandinn. PJÓÐLEQAHTA KAFFI- OO MAT-EÖLUHÚSIÐ sem þessi borg heflr nokkurn tfma haft innan vébanda sinna. Fyrirtakg máltfCir, skyr, pönnu- kökur, rúllupylsa og þjóðræknia- kaffi.—Utanbæjarmenn fá *ér Avalt fyrst hressingu S WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Sfmi: 37 464 ROONEY STEVENS, eigandl. fæli landvætti með fíflsku sinni. Því skal það hér ekki neinum mönnum lofað, að sigla að ættjörð sinni með táknum oflætis og ójafnaðar,—gap- andi höfðum og gínandi trjónum. Alt slíkt skal ofan taka ekki síðar en þá er komið er í landsýn. Er sú hreysti og hugprýði einnig spökust að viti, sem mesta virðingu sýnir því, sem hæst ber að virða,—en það er landið með vættum þess, i vernd allra goða. Skirra má svo bezt öll- um vandræðum, að skipulagi goð- anna sé fylgt. Beri þeim vanda nokkurn að höndum, ganga regin öll á rökstóla og ráða svo ráðum sínum. Væri saga þá eigi mikils metin, ef dunur allra djúpa yrði þar jafnan að engu hafðar. Lítil virðing væri jörð í því sýnd, að ekki bæri neinn kensl á svip hennar og vaxtarlag, né léti sig æðaslög hennar neinu skifta. Það mundi sýna óvirðing mikla, að athuga svo fávíslega þrekvirki. Þórs um gjörvalla jötunheima, að ekki fengi neinn af því skynjað bylting- ar lofts og veðra. Minst sæmd yrði það nokkurs manns eigin eyrum, að Heímdallur fengi blásið hljómum allra náttúrunnar radda, án þess neinum mætti það að nokkurri kenn- ingu verða. Og þá hvað mest væri sjón manna sjálfum þeim gleymd, þegar þeim daglega sæist yfir þann alföðurljóma, sem yfir alt þetta breiðist. ‘ Slíkar bendingar skyldu menn ekki láta undir höfuð leggj- ast, þvi það eitt má með sanni lög telja, sem þýðst fær goðanna ráð. Skulum vér, Islendingar, nú héðan í frá, fylgja svo málum vorum á þessum þingvelli, sem framast vilja oss áheyrn sína veita, regin öll og hinn almáttki ás. MINNINGA RSJÓÐ UR A UST FIRÐINGA til kvennaskólans á Hallormsstað. Áður auglýst.............$1,233.11 Rev. og Mrs. R. Marteinss., Wpg. 2.00 Safnað af Jósef Einarssyni, Hensel, N. Dak. Mrs. Guðrún B. Ólafson, Hensel 1.00 Ólafur B. Ólafsoii, .......... 0.50 Mrs. Margrét S. Nelson........ 1.00 Joseph Einarsson............. 1.001 M. Olason...................... 100 Mrs. J. M. Olason ............ 1.00 Mr. og Mrs. O. M. Olason...... 1.00 B. J. Austfjörð ............... 100 Mrs. Thorunn Eyjólfsson.......1.00 Mrs. J. Samson ............... 0.50 Mrs. Anna Johnson............. 1-00 Mr. og Mrs. H. Anderson.......1.00 Mr. og Mrs. T. H. Thorláksson. . 1.00 Helgi Thorláksson ............ 1.00 Mr. og Mrs. U. Johnson........ 1.00 Frá Akra, N. Dak. Mr. og Mrs. Guðmundur Einars- son frá Víðilæk ............ 5.00 Mrs. H. E. Abrahamsson........ 1.00 Guðrún Oladóttir ..............0.50 Mrs. Hallgerður ólafsdóttir Stefánsson (ekki austf.) .... 1.00 G. Thorláksson ............... ^00 Mrs. G. Thorláksson .......... 100 Mr. og Mrs. E. G. Thorláksson.. 0.50 Mrs. P. Nelson............... 1-00 Mrs. R. Johnson............... 100 Mrs. Björg Hannesson ........ 2.00 G. Einarsson, Hensel......... 1-00 Samtals ............$1,265.11 Hlutabréf í Eimskipafél. íslands kr. 100.00, gjöf frá Mrs. Pétur Gísla- son, Bellingham, Wash. Athugasemd Kæri ritstjóri Lögergs, viltu gera svo vel að taka í þitt heiðr aða blað leiðréttingu frá mér við “Leiðréttingu” M. E„ þar sem hann segir í síðasta blaði, 3. júlí, að eg fari rangt með. Hann segir, að maður Margrét- ar ólafsdóttur hafi heitið Guð- mundur, en eg sagði hann héti Sigurður, og sonur hans og Mar- grétar Rafn sál. Sigurðsson skó- miður, Veltusundi nr. 3 í Reykja- vík; kona hans var Guðleif Stef- ánsdóttir (systir konu minnar) og Ólafar sál. Mstgnúsdóttur konu hans, í Kalmanstungu, náfrænka mín. í móðurætt. Rafn átti Ólaf Sigurðsson fyrir bróður, sem um eitt skeið var vinnumaður hjá frænda sínum Stefáni. Annar bróðir Rafns var Bjarni Sigurðs- son, sem lengi var utanbúðarmað- ur hjá Simsen austur frá, þegar við vorum ungir. Fjórða var Elín alsystir Rafns; hún var kona sæmdar bónda, sem eg, því ver, man ekki hvað hét, er bjó stóru og arðsömu búi í Norðtungu í Þverárhlíð. Ekki heyrði eg talað um fleiri börn þeirra Sigurðar og Margrétar. — Rafn heitinn var 19 ára gamall, þegar hann var kaupamaður á Húsfelli í Hálsa- sveit, og vill svo til, að þá var þar sem barn eða unglingur Kristleifur á Stórakroppi (að eg hygg fróðasti maður Borgfirð- inga), sonur Þorsteins Jakobsson- ar, Snorrasonar prests að Húsa- feli; eins vita allir í skógunum að þetta er satt, og þar á meðal Þorsteinn á Crund, fróðleiksmað- ur, sem skrifar oft í blöðin hér vestra. Þar næst segir M. E. að eg fari rangt með um systkinin, börn þeirra Bújarna og Helgu, sem bjó á Kjarnastöðum og Litlateig, sem voru: Brynjólfur, Margrét, Ólafur, Helga, Ólína og Þórunn. Eg hefi ekki heyrt lát Brynjólfs, ÓlínaE og Þórunnar. Þetta er eins hægt að sanna og hitt, og geri eg það líka. — Eg nærri ólst upp hjá þessu fólki á Litlateig, þar sem eg reri sextán vertíðir hjá Ólafi, við jafngamlir, og tölu- vert æfðir saman bæði á sjó og landi; og voru öll systkinin þá á Skaganum, nema Brynjólfur Þessi mörgu ár heyrðist engum vafa bundið, að þsssi systkini væru börn Bjarna og Helgu á Kjaranstöðum, síðar á Litlateigl. Eg heyrði aldrei Jón Magnússon prest á Staðarstað nefndan þeim viðvíkjandi, hvað faðerni snerti. Þetta vita allir eldri Borgfírð- ingar, og þeir allir hér og margir heima lesa Lögberg, og vita, sem þekkja til, hvort þessi margnefnau börn eru ekki rétt feðruð af mér. — Svo, öllu þessu til sönnunar, hefi eg ættartölu Stefáns sál. Ól- afssonar og Ólafar Magnúsdóttur konu hans í Kalmanstungu, hér á borðinu fyrir frman mig. Samið hefir Hannes Þorsteinsson ætt- fræðingur og landskjalavörður, sem allir þekja fyrir ábyggilegan mann. Þar stendur ekkert nema sannleikur, sem ekki má rengja, og eftir ættartölunni hefi eg farið. Þar stendur meðal annars: Björn ólafsson Stephensen, Sek- reteri við landsyfirréttinn, bjó á Hvítárvöllum, svo á Lágafelli og síðast á Esjubergi, f. 14. júní 1769, dáinn 1835 (Gr. 54. 3, 1. 3. f. k.); Margrét Jónsdóttir kona hans (56. gr.), Sigríður Stefánsdóttir (54. 4) alsystir Ólafs Stiftamt- manns (1. 3\ svo þau hjón, Björn Stephensen (1. 3) og Margrét (54. 3) voru systkinabörn; en Margrét var alsystir Jóns Espólíns sýslu- manns (f. 1836> en, hálfsystir (sammæðra) Stefáns amltmanns (gr. 60); hefi eg fundið Helgu Jónsdóttur (57, 3>, ekkert nefnt að hún sé gift. En 4„ Jón Magn- usson próafstur á 'Staðarstað; er að skilja svo, að hann sé sonur Helgu. Þetta er seinast á kven- hlið, Önnu Stefánsdóttur Schev- ing og þa? skilst mér svo að verið hafi annað hvort Anna eða náið skyldmenni Önnu sál. Stephen- sen, og þar gæti eg hugsað að Helgu-nafnið á Litlateig hafi spunnist af. Eg vona, að M. E. beri engan kala til mín, fyrir að sýna það rétta. Björn Uónsson. “GEYSIR” íslenzka brauðsölubúðin á 724 Sargent Ave. verður opin hvern dag vikunn- ar (nema löglega hvíldardaga) til kl. 10 að kveldinu. Þetta eru vorir mörgu, íslenzku skifta- vinir í bænum beðnir að hafa i minni. Þetta byrjar með mánu- deginum 30. júní. Svo vildi eg draga athygli landa út á lands- bygðinni að því, að þeir, geta nú eins og fyr, sent métf pant- anir fyrir kringlum og tvíbök- um, sem seldar eru á 20 cent. tvíbðkurnar og 16c. kringlurn- ar, pundið, þegar 20 pund eru tekin af hvorri tegund eða báð- um til samans, sem alt af eru nú seldar, og sendar til skifta- vina nýbakaðar. Flutnings- gjald borgast við móttöku (ex- press), sem er lc. til 2c á pund- ið eftir vegalengd. Með beztu þökkum fyrir góð- vild og góð viðskifti. Guðm. P. Thordarson. WINNIPEG ELECTRIC CO. Hinn nýi fargjalda taxti stræt- isbrauta félagsins, gengur í gildi ó mánudaginn, hinn 14. þ.m. Hinn nýi taxti hefir verið samþyktur af öllum hlutaðeigendum, þar á meðal bæjarstjórninni í Winni- peg, að minsta kosti í bráðinai þar til nákvæmari athugun á þessu máli hefir fram farið. Það skil- yrði hefir bærinn sett fyrir því, að félagið mætti hækka fargjöld- in, að féiagið verði $300,000 nú í sumar til umbóta á strætisbraut- unum og öðru, sem þeim tilheyrir. Þar á meðal ber félaginu að byggjan ýja braut í stað hinnar gömlu á Portge Ave. frá Colony St. til Maryland St„ einnig á Os- borne St. milli Stradbrooke Str. og Corydon Ave.; enn fremur á Louise Bridge og Portage Ave. milli Garry og Donald. Hefir fé- lagið nú þegar byrjað á því verki og voru þar 65 menn að verki í vikuni sem leið. Allar þær um- bætur, sem hér eru taldar og ýmsar fleiri, sem framkvæmdar verða, krefjast mikillar vinnu, og bætir það ekki all-lítið úr at- vinnuleysinu, sem nú er svo til- finnanlegt. In the Matter of the Estate of Thorarinn Johnson.— AII claims against the above estate must be sent to the under- signed at 811 McArthur Building, Winnipeg, Man„ on or before the 21st day of August, 1930. DATED at Winnipeg in Mani- toba this 2nd day of July. 1930. Jonas Thordarson, Executor. Painting and Oecnrating CONTRACTORS Alt, sem lýtur að því að prýða híbýli manna, utan oem innan: Paperhanging, Graining, Marbling óteljandi tegundir af nýjustu inanhúss skrautmálning. Phone 24 065 L. MATTHEWS 100 herbergi, Sanngjarnt meö eða án ba5s. verð. SEYMOUR H0TEL Slml: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King Street. C. G. HUTCHISON, edgandl. Winnipeg, Manitoba. Eina hðtelið er leigir herbergi tyrir $1.00 4 dag.—Húsið eldtrygt sem bezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði. CLLB HOTEL (Gustafson og Wood) 052 Maln St„ Winnipeg. Phone: 25 738. Skamt norðan við C.P.R. stöðina. Reynið oss. MANITOBA H0TEL Gegnt City Hall ALT SAMAN ENDURFÁGAÐ Heitt og kalt vatn. Herbergi frá $1.00 og hækkandi Rúmgóð setustr "i. LACEY og SERYTUK, Eigendur SAFETY TAXICAB CO. LIMITED Til taks dag og nótt. Sanngjamt verS. Sími: 23 309. Afgreiðsla: Leland Hotel. N. CHARACK, forstjóri. Ný fargjöld á strætisvögnunum Ganga í gildi mánudaginn 14. júlí 1930. IJvert fargjald............ 7 cents. 5 farseðlar fyrir......... 35 cents. 15 farseðlar fyrir ..... $1.00 Verkamanna farseðlar—gilda frá kl. 6 til 8 f.h. og kl. 5 til 6.30 e. h. daglega. 4 farseðlar fyrir ...25 cents. Eingin verð breyting á barna farseðlum WIHHIPEG ELECTRIC COMPANY “Your Guarantee of Good Service’ \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.