Lögberg - 10.07.1930, Blaðsíða 6
Bla. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚLÍ 1930.
Mary Turner
Eftir
M A R V I N D AN A.
Þegar skrifarinn var kominn út úr her-
herginu, sneri Burke sér að konunni, sem þarna
stóð nú föl og niðurlút og virtist yfirkomin af
harmi og vonbrigðum. Það var keimur af sig-
urhrósi í rödd lögreglustjórans, þegar hann
ávaipaði hana, því hann fann til þess með
ánægju, að nú hafði þó réttvísin , sem hann
sjálfur var fulltrúi fyrir, borið hærra hlut í
viðskiftum sínum við glæpalýðinn, sem svo oft
hafði reynst honum erfiður. En samt bar rödd
hans vott um, að sigurgleðin var ekki óblandin
í huga hans. Hann skildi tilfinningar þessarar
stúlku og hann fann til með henni. Þessi mað-
ur, sem þannig hafði farið að ráði sínu, að hann
var lögum samkvaönt dauðasekur, hann var
engu að síður lífgjafi hennar og ást hans til
hennar var, þrátt fyrir alla hans galla og
veikleika, einlæg og óeigingjöm.
“Kona góð!” sagði Burke og revndi að
vera glaðlegur og góðlátlegur, “þetta er eins
og eg hefi oft sagt yður. Þér getið ekki farið
í kring um lögin,” og hann rétti út hendina í
áttina til Grarsons, sem nú hafði gert þá játn-
ingu, sem að sjálsfögðu mundi leiða hann í
rafmagnsstólinn, til að enda þar líf sitt, eins og
hver annar morðingi.
“Það er alveg rétt,” sagði Garson mjög al-
varlega. “Það er alveg rétt, Mary, hegning-
arlögin eru ekki til að leika sér við þau. ”
Það varð dauðaþögn í herberginu góða
stund eftir þetta, en tilfinningar þess fólks,
sem þarna var saman komið, vom heitar og við
kvæmar. Garson var að hugsa um Marv, og
þær hugsannir friðuðu hann mikið. Nú mundi
hún sleppa út úr þessum vandræðum öllum.
Svo mikið var þó unnið, og það var ekki neitt
smáræði. Svo liafði verið um samið við Burke,
áður en hann gerði játningu sína. En þá var
pilturinn. Hann leit sem snöggvast til Dick
Gilder og honum var það mikið gleðiefni, því
honum fanst, að í þessum unga manni sæi hann
nú meira viljaþrek og staðfestu, heldur en
hann hafði nokkum tíma áður séð, og ást hans
til Mary efaðist hann alls ekki um. Hann var
viss um, að þesi ungi maður hefði marga á-
kæta kosti og honum fanst að öllu leyti líklegt,
að með honum gæti Mary lifað heiðarlegu og
ánægjulegu lífi. Hann hafði þegar sýnt, að
iiann unni henni hugástum, og var til þess bú-
inn að leggja alt í sölurnar fyrir hana. Gar-
son hafði nú miklu meira álit á honum heldur
en hann hafði nokkurn tíma áður haft.
Garson fann alls ekki til afbrýðissemi. Þótt
Mary væri eina stúlkan, sem hann hafði elsk-
að um sína daga, þá hafði hann aldrei þorað
að vona, að hún. nokkurn tíma yrði sín kona.
Honum fanst hann ekki nógu góður handa
henni. Hann vissi, að hann var það ekki. En
hvað sem því leið, þá hafði hann það á tilfinn-
ingunni, að hann bæri að einhverju leyti ábyrgð
á lífi hennar. Ef ekki hefði verið fyrir hans
aðgerðir, væri hún nú fyrir löngu dáin. Hon-
um fanst því, svona að minsta kosti hálft um
hálft, að sér bæri að líta á hana sem dóttur sína.
Hann var alveg viss um, að þessi ungi maður
elskaði hana og mundi gera alt, sem nann gæti
fyrir hana, og hann hélt, að hún mundi verða
ánægð hjá honum. Þó hann hefði lítið orðið
þess var, þá grunaði hann þó fastlega, að Marv
mundi líka unna bónda sínum, þó hjónaband
hennar hefði af hennar hálfu verið bvgt á alt
öðru en ást í fyrstunni. Hann var til þess
búinn að beygja sig undir hin hörðu örlög.
Hans líf var svo að segja á enda. Hennar var
nú að byrja. En hún mundi ávalt muna eftir
honum og bera hlýjan hug til hans, ávalt! Mary
var trygglynd.
Gerson varð að beita töluverðri hörku við
sjálfan sig til að geta haft fult vald á tilfinn-
ingum sínum. Honum var ljóst, að hann mátti
ekki láta mikið á þeim bera, eins og á stóð, og
þegar hann ávarpaði Mar>' aftur, bar ekki á
öðru, en að hann hefði fult vald á sjálfum sér.
“Nei, þú getur ekki farið í kring um lög-
in.” Hann þagnaði ofur litla stund og hélt svo
áfram: “Og eitt af því, sem lögin segja, er að
konan eigi að !búa með manni sínum og vera
honum tiú og góð. ”
Hún leit til hans og leyndi sér ekki, að hún
var mjög raunamaidd. Gárson horfði yfir öxl
henni á Diek Gilder, og svo á hana. Augna-
ráðið lýsti því, að hann vildi beiðast einhvers,
eða kannske öllu heldur krefjast einhvers.
“Þú verður því, Mary,” hélt hann áfram,
“að vera hjá manni þínum. Viltu ekki gera
það f Eg er viss um, að það er Jiað lang-bezta,
sem þú getur gert. ”
Hún gat engu svarað. Henni sat kökkur í
kverkum, sem hún gat ekki losnað við, hvernig
sem hún reyndi til þess.
Tilfinningar þessa fólks voru á þessari
stundu heitar og viðkvaimar. Það lét jafnvel *
nærri, að Burke yrði dálítið klökkur. Annað
eins og það, sem nú var að fara fram, hafði
hann ekki áður seð. Hvað Garson snerti, varð
hann að taka á öllu viljaþreki sínu til þéss að
halda tilfinningum sínum í skefjum. Hann varð
að halda jafnvæginu, hvað sem það kostaði.
Mary mátti með engu móti verða þess vör, að
hann væri að missa kjarkinn, á þessu þýðing-
armikla augnabliki.
Honum datt alt í einu rað í hug, og það var,
að bera sig vel, látast vera öruggari en hann
var, grobba dálítið. Með mikilli áreynslu
hepnaðist honum þetta, að einhverju leyti að
minsta kosti, en ákaflega tók hann það nærri
sér.
“Þú verður að hætta að hafa nokkrar á-
hyggjur út af mér,” sagði hann og virtist ör-
uggur. “Hví í ósköpunum ættir þú að hafa
það? Eg Ihefi sjálfur engar áhyggjur út af
þessu, als ekki. Þið skiljið að það, sem eg hefi
gert, og nokkuð, sem er nýtt í sögunni. Eng-
inn annar hefir nokkurn tíma áður gert það
sama.” Hann leit glottandi til Burkes.
“Eg skal veðja, að blöðin hafa töluvert
mikið um þetta að segja. Og flest af þeim
flytja líklega mynd af mér. Haldið þér það
ekki, Mr. Burke?”
Burke fanst nóg um, en Marv ofbauð og
vissi ekki hvað hún átti að segja.
“Heyrið þér,” sagði Garson og hélt áfram
að tala við Burke, “ef blaðamennimir vilja fá
mynd af mér, gáiti eg þá ekki fengið tekna af
mér nýja myndf Þessi mynd, sem þið hafið,
er orðin tíu ára. Síðan hefi eg tekið af mér
skeggið. Má eg láta taka af mér mynd núnaf”
Honum virtist vera þetta mikið áhugamál.
Burke tók þessu mjög vel.
“Já, sjálfsagt, Joe”, sagði hann. “Eg
skal senda yður upp í myndastofuna nú strax. ’ ’
“Það er ágætt,” sagði Garson og færði sig
nær Dick Gilder og bar sig vel og revndi að
láta sem minst á því bera, hvernig honum í
raun og veru leið.
“Yerið þér sælir, ungi maður,” sagði hann
og rétti Dick hendina. “Þér hafið sýnt, að þér
eruð góður drengur, og eg vona þér verðið það
æfinlega.”
Dick hikaði ekki við að taka í hönd hans
fast og innilega, og hann lét það alls ekki aftra
sér, að hann hafði séð Garson verða manni að
bana kveldið áður. Þó hann ekki skildi hugar-
far þessa manns fyllilega, þá skildi hann þó,
að hann hafði þann mikla kost, að geta unnað,
°R lagt alt í sölumar fyrir þá, sem hann unni.
“ Við skulum gera það, sem við getum, fyr-
ir yður”, sagði hann góðlátlega.
“Það er fallega gert af ykkur, en eg þarf
ekki mikils við,” svaraði Garson, eins og hér
væri ekki um mikið að gera. Svo vék hann sér
að Mary. Það var erfitt að skilja við hana.
En Iiann reyndi að láta ekki á neinu bera og
honum hepnaðist það furðanlega.
Mary veittist erfiðara að dylja sínaf til-
fmningar. Hún gekk beint til Garsons, lagði
hendur um háls honum og grét eins og barn.
Eg skil þetta ekki, Joe, ” sagði hún með'
miklum grátekka.
(iai son klappaði hlylega a herðar hennar,
en varð enn að beita hörku við sjálfan sig til
að dvlja tilfiningar sínar.
‘ ‘Við •skulum vera stilt, Mary, ” sagði hann.
I < tta geiii ekki mikið til, mín vegna,” og
eftir litla stund bætti hann við: “Eg er viss
um, að hann reynist þér vel.”
Hann vildi segja eitthvað meira, en hann
gat það ekki. Grátur konunnar hafði of mikil
áhrif á hann til þess. Eftir litla stund hepnað-
íst honum þó að ná svo miklu valdi á sjálfum
sér, að hann gat talað stillilega, og jafnvel
glaðlega.
“Já, hann verður þér áreiðanlega góður.
Eg vildi eg mætti koma heim til ykkar eftir
nokkur ár, þegar þið hafið svo sem þrjú smá-
born til að leika við.”
Hann leit til Dicks og benti honum að koma
nær.
Garson losaði sig mjúklega úr faðmlögnm
konunnar og fékk hana til að fallast í faðmlög
yið mann sinn. Hennar mótstöðuafl var riií
þrotið.
“Verið þið nú blessuð og sæl,” sagði Gar
■s<t að dyraverðinum, sem nú var kominn
samkyæmt vísbendingu frá Burke.
“ Fylgið þér þessum manni upp í 1 jósmvi
stofuna,” sagði Burke heldur kuldalega
Garson fór út úr herberginu. án^þess
bta við. Kraftar hans voru nú að
kommr.
Það varð löng þögn í herberginu, eft
Garson var farinn. Eögregluforinginn
hana um leið og hann stóð upp 0g gel
hjonanna, Jiar sem þau stóðu enn. I hen
helt hann á blaði, ,sem skrifað var á ói
virkmsJega. Þegar hann kom til þeirra,
aði Mary sig úr faðmlögunum við bónda
og sneri ser að þessum þjóni réttvísinna
noi ioi a hann nokkuð grunsamlega. I
tanst þessi órinur sinn vera eitthvað bre-i
og Það var eins og nýjar vonir vöknuðu í bi
hennar. Hún beið með nokkurri óþolin
þess sem koma átti.
Burke rétti bónda hennar blaðið.
“Þetta bréf, sagði hann óþvðlega “e1
einhverri stúlku, sem heitir Heíen Morris
þyi gefur hún J>ær mikilsverðu upplvsinga
hun se sek um þann þjófnapð, sem Mrs G
var (Læmd fyrir. Þér viitð, að faðir yðar
hana dæmda í þriggja ára fangelsi —
glæp, sem hún var ekki sek um. Þess v
hataði hún föður yðar og bar litla vir?
íynr lögunum.”/
Burke ræksti sig, um leið og Dick tól
brefmu. “Eg er ekki viss um, að rétt sé ;
fellast hana mikið fyrir það, þegar á al
rtlð: Þer £efið föður yðar þetta
’a attar hann sig. P’aðir yðar vill vera
synn maður . Eg er viss um, að nú vill
gera alt, sem í hans valdi stendur fyrir I
og bæta fyrir það, sem hann hefir gert henni
rangt til.
Burke ræksti sig enn og þagði ofurlitla
stund.
“Eg á von á, að hér eftir haldi hún sér
innan vébanda laganna,” hélt hann áfram, “án
þess að fá lögfræðing til þess að segja sér,
hvemig hún á að fara að því. Hlustið þið nú
á mig bæði tvö. Eg þarf að fara snöggvast út
úr herberginu. Þegar eg kem aftur, vil eg
ekki, að neinn sé hér — alls enginn. Þið skilj-
ið það.”
Hann flýtti sér út. Hann var hræddur um,
að ef hann dveldi lengur, mundi hann kannske
gefa tilfinningum sínum of lausan tauminn, og
það fanst honum hann með engu móti mega
gera, stöðu sinnar vegna.
* * *
Eftir að lögreglustjórinn var farinn, stóðu
hjónin æði lengi hreyfingarlaus og horfðu
hvort á annað. Það sem hún las í augum hans,
var nóg til að koma konuhjartanu til að slá
hraðara en vanalega. Roði færðist aftur í
hennar fölu kinnar. Aldrei hafði það verið
eins augljóst, eins og nú, hvaða hug liún bar til
hans. Honum duldist það heldur ekki, að nú
átti hann ást hennar alla. Hann tók hana í
faðm sér, og á þeirri stundu gæfunnar, gleymdi
hún ölium sínum fyrri raunum.
SÖGULÖK.
T I L
JÓHANNESAR og ÓLAFAR CHRISTIE,
á silfurbrúðkaupsdegi þeirra,
14. maí 1930.
I.
Stóðuð tvö í túni
Tíðum á degi líðum,
Hönd þá var leidd af hendi,
Huga fékk ekkert bugað.
Sól þá vakti í sölum
Svalur ægir og kveldið
Litað fegurstu litum,
Land vafið töfra bandi.
Vel gekk sumar í sali,
Síðar grænkuðu hlíðar.
Féllu lækir úr fjöllum
Fullir galsa og trylling,
Sungu lóur á lyngi
Langan dag úti á vangi,
Þröstur kvakaði á kvisti
Kvæði, er áttuð þið bæði.
Á góðri stund er gott að lifa
og geta munað liðinn dag,
Þegar að sól frá svölu djúpi
Sá yfir þjóð og bygðarlag.
Frá öldnum sumar sölum göfgum
Hún sveit gaf hlýju, ilm og lit,
Og loft og jörð með hljómi höfgum
Þá hugann seiddi og ljóssins glit.
Þið munið íslands óma snjalla,
Sem ávalt græddu meinin hörð,
Þið heyrið enn þá hljóma falla
Af himinvegum yfir jörð,
Er lauf hvert átti æskudrauma
Um eilíft líf á nýrri braut,
Og elskendurnir innri strauma^
Sem yfirstigu hverja þraut.
Að bergja af lindum lífsins forna,
Var líf og þróttur ykkar sál,
Þar sterku máttar öflin orna
Og eilíft Hekla kyndir bál,
Þar loga heitir Geysar gjósa
Og grimmur Ægir heldur vörð,
Þar vetrar tárin fossa frjósa
Og fýkur nótt um kalinn svörð.
Þið munið sæti á sjónar hæíum
í sumardagsins þöglu ró,
Þá fjöllin lyftu fölvum slæðum
Og fuglar sungu’ um grund og mó,
Þá blómin kysti blærinn þýði
Sem barnið móðir. Lengst um höf
Vors ættlands töfrar, tign og prýði,
Var tryggust ykkar ^brúðargjöf.”
III.
Og hvers er að minnast um öll þessi ár,
Sem inn fyrir tjöldin runnu?
Blæddi’ ekki huganum harmur sár,
Þegar helgustu vonirnar brunnu?
Og slokknuðu’ ei æskunnar ungu þrár,
Sem ástin og lífið spunnu?
í huganum vakir og hrifning sú,
Er helgustu vonirnar rættust,
Og sigur var unninn í sannri trú
Og sorgirnar endurbættust?
Þess vegna er himininn heiður nú,
Þar hugdjúpsins leiðir þættust.
Við drekkum til heilla’ ykkar hjónaskál
í hreinasta lífsins vatni,
Sem örfar og hressir vorn hug pg sál,
Vér höfum ei annað, sem lífgar sál,
Því er nú miður, sú trú reynist tál,
Að tíminn og mennirnir batni.
Skál! hrópi hver. Upp með hug og hönd,
Nú hljómana saman bindum,
Þó árdegi halli að yztu strönd,
Við óskum í framtíð þið nemið lönd
Þar mannúð og hreinleiki bindi bönd
Og bjart er á hæstu tindum.
S. E. Björnson.
Silfurbrúðkaup
Þann 14. maí s.l. var þeim hjón-
um Jóhannesi og ólöfu Christie,
haldið silfurhrúðkaup, að 747
Beverley stræti, að tilhlutun vina
og vandamanna þeirra. Dr. B. B.
Jónsson stýrði samkvæminu og
var byrjað á að syngja sálminn
‘‘Hve gott og fagurt og inndælt
er.” Þar næst afhenti hann brúð-
hjónunum vandaða silfurkörfu á-
samt laglegum sjóði í silfurpen-
ingum. Þá las hann upp hið
fagra ávarp, sem hér fylgir.
Miss Alla Johnson las þá upp
kvæði og ávarp frá Dr. Sveini
Björnssyni, Árborg, sem gat því
miður ekki verið viðstaddur vegna
anna.
Þá var brúðurinni afhentur
fagur blómvöndur af ungfrú Guð-
björgu Kristjánsson.
Brúðguminn stóð þá upp og
þakkaði, með mjög vel völdum
orðum gjafirnar og velvildina
frá þessum vinahópi og skyld-
fólki.
Veizlan ‘var þrungin af gleði
og fjori. Veitingar voru af beztu
tegund. Söngur og hljóðfæra-
aláttur fylti salinn unaði. Jónas
Pálsson, sem var einn meðal
gestanna, knúði hijóðfærið, eins
og hann hafði áður bezt gjört, og
er þá nokkuð sagt. Loks endaði
þeta glaðværa samkvæmi og hver
fór heim til sín, fyltur þakklæti
yfir því, að hafa getað sýnt
þessum heiðurs hjónum samfögn
uð á þessum hátíðisdegi þeirra.
Á silfurbrúðkaupsdaginn 14. maí
Jóhannes Kristjánsson
og
Ólöf Eggertsdóttir Christie,
Winnipeg, Canada.
Kæru silfurbrúðhjón!
Oss, sem nú erum stödd meðal
ykkar, er ljúft að gleðjast með
gleðjendum og fagna yfir hverj-
um fengnum sigri vinanna á sam-
tíðarbrautinni.
Það er því með innilegri gleði,
að vér tökum í hendi ykkar, kæru
heiðursgestir, og óskum ykkur
til hamingju og blessunar með 25
árin, sem liðið hafa síðan á brúð-
kaupsdegi ykkarf 14. maí 1905. i
Vér fögnum með ykkur yfir
barnaláni ykkar, og allri gæfu á^
genginni samferð. Og við þökk-
um gestrisnina,, hjálpsemina, vin-
festuna, frændræknina — og alt. j
Þið eruð góð foreldri, og það er
Ijúft að vera gestur ykkar. Megi
samleið vor með ykkur, kæru silf-1
urbrúðhjón, verða löng í landinu,1
og lífsbraut ykkar björt á hverj-
um æfidegi.
Guð blessi ykkur.
Vinir og samferðamenn.
Ávarp
til Jóhannesar og Ólafar Christie
í Winnipeg.
Eg verð að biðja afsökunar á1
þessum ljóðum; þau eru gjörð í
of miklum flýti, til að vera í raun-
inni boðleg þessari minningu. —■
Það sem aðallega vakti fyrir mér,
oi eg samdi þau, var það ríki til-
finninga og hugsjóna, sem stjórn-
aði hverju fótmáli þeirra, sem
höfðu bundist því órjúfanlega'
heiti^ að lifa og elskast, hvað senb
annars á dagana drifi. Eg minn-
ist þá að sjálfsögðu æskustöðv-^
anna ógleymanlegu, sem sí og æ
sungu hersöngva hins sanna og
verulega lífs inn í hjarta æsku-
mannsins. Eg minnist hljómanna,1
sem vorið vakti í sálum æskunn-
ar á íslandi, þegar ríki vetrarins
var því nær búið að slökkva hvern
neista af lífsþrá í hjörtum [
manna. — Það var eins og guð
sjálfur talaði og víðvarpaði til
hverrar sálar komu sumarsinsJ
Hann talaði úr blænum, sem kom'
úr suðri, í yl frá hækkandi sól.'
í lenging dagsins, ilmi blómanna
og síðast en ekki sízt, í hljómum
loftsins. Alt þetta hreif hugann
og fylti menn nýju fjöri. Rödd
náttúrunnar var umfram alt rödd
% |
guðs sjálfs og maður fyltist nýju
athygli. Elskendurnir tóku hvert
í annars hönd og sögðu; “ViS
eigum þetta alt.”
Og hversu dýrðlegt er þá að
lifa. í.samræmi við insta líf hins
æðsta alsf, sem í fegurð litanna,
hljómanna og styrkleikans bend-
ir í átt til þess dýpsta í hugsjón-j
um manna, sem er það vitsmuna-j
líf, er skapast við raddir þær er
hljómað hafa í náttúru íslands,
og bergmálað hafa öld eftir öld í
ófrjóvum eyrum manna.
“Sú rödd var svo fögur, svo
hugljúf og hrein, sem hljómaði
til mín úr dálitlum runni”, segir
skáldið; sem skildi eða vildi skilja
þann leyndardóm. “Ó, ef að þú
vissir, hve mikið hún kunni”, segir
hann einnig. Það er ósk, sem hann
lætur í ljós, vitandi vanmátt
manna, að skilja slíkt fyrirbrigði.
Af því eg veit, að þessir vinir
okkar, sem eiga hér silfurbrúð-
kaup i dag, hafa þann eiginleika,
að vilja skilja þessa óma, sem
bergmáluðu frá hverju sandkorni
ó sjávarströnd íslands, þá er mér
ánægja að minnast þeirra á þenn-
sn hátt. — Eg gæti sagt þetta
greinilegar og öðruvísi í þeim
tón, sem tíðkast hér alment, en
mér finst eg ekki eiga samleið í
silfurbrúðkaupi, þar sem þess er
ekki minst, sem án efa hefir orð-
ið til að móta alt líf brúðhjón-
anna. Eg veit það var sá andi,
sem ljóðið getur um, og eg veit
þau eiga þann yl, sem örvaði hug
þeirra í fyrri tíð. En það er tign
islenzkrar náttúru, er vekur og(
þroskar mannsandann í þeim
skóla, er hrífur hugann frá öllu
því er glepur, að þeim straum-
um, er sterkastir hljóta að verða
í baráttu lífsins hvar sem er.
Andardráttur íslands er það
afl, sem hefir um aldir örfað æða-
slátt þeirra, sem tekið hafa efitir
þeim táknum, er náttúra lanðsins
opinberaði öllum þess börnum.
Hinn innri kjarni, sem hver vor-
morgun varpaði í sálir æsku-
mannsins í margföldum hljómi, í
djúpri þögn, var það skapandi
afl, sem mótað hefir sál þjóðar-
innar? fremur öllu öðru.
Fegurð landsins, ilman og óm-
ar, og skraut þess, hið ytra, er hið
sterka, skapandi afl, sem vér
köllum náttúru íslands. Þaðan
er runnið það þrek og sú lund-
festa, sem einkennir þjóðina.
Þaðan er runninn sú helgasta
hrifning, sem um aldir hefir mót-
að æsku íslands og kent henni
haldbeztu heilræði lífsins.,
Náttúra íslands var háskóli
þess um aldir, og ef til vill bezti
háskóli veraldarinnar. Eg gekk í
þann skóla í æsku, og eg gekk á
háskóla hér. En þegar æðri og
innri öfl eiga að skapa hugsjónir
mínar, þá hverf eg ávalt til æsku-
háskólans og leita að minningum
þaðan. — Eg veit, að eins er með
ykkur, kæru silfuhbrúðhjón. Þið
hafið gengið í hinn íslenzka há-
skóla. Þið hafið numið þá tungu,
sem íslenzk náttúra talaði tll
ykkar á æskuárunum, og þið hafið
ei gleymt neinu því, sem var ykk-
ar helgasti fjársjóður, þegar þið
hurfuð að heiman til að karina
nýja stigu í nýju umbverfi. Eg
veit, að þið sáuð ávalt fögnuð
lífsins frá sjónarhæð íslenzks
æskumanns, jafnvel þegar sorg-
ina bar að höndum. Og í gleð-
inni gleymduð þið ekki þeim dul-
arfullu áhrifum, sem þið tókuð
með ykkur. — Eg veit, að hváV
sem þið búið á jörðinni, verður
aðstaðan útlend allstaðar annars
staðar en þar sem “Þröstur kvak-
aði á kvisti kvæði er áttuð þið
bæði” — En það er hið ytra líf.
Innra líf mannsins er þrátt fyrir
alt, hið æðsta og fullkomnasta, og
nær yfir hin stóru höf og yfir
gröf og dauða.
Hinu innra lífi eru engin tak-
mörk sett önnur en þau, sem
li&g'ja í vanmætti hvers eins að
gjöra sér grein fyrir því. Það er
endurminningarnar, það er vonirn-
ar, það er.styrkleiki hugsjónanna,
og þróttur ímyndunaraflsins. Það
er með einu orði sagt hið marg-
þætta sálarlíf manna, sem ávalt
er sterkasti þáttur í allri fram-
komu og öllu starfi hið ytra. —
Eg held því fram, að náttúra ís-
lands sé enn að skapa okkur, jafn-
vel eftir fjórðungs aldar burtu-
veru, gegnum minningu þá, sem
við höfðum með okkur að heiman.
Hún er og hlýtur að vera skapandi
afl í okkur, eins lengi og vér lifum.
Það er kraftur íslands í okkur^
sem hér búum: nálægð guðs í feg-
urð og mikilleik íslenzkrar nátt-
úru. — Eg samgleðst ykkur á
þessum heilladegi og börnum ykk-
ar, sem nú taka þátt í þessari
minningu. Eg óska ykkur þess,
að ykkur megi auðnast æ og ávalt
að ávaxta þá minningu, sem þegar
hefir verið minst á, og að líf ykk-
ar megi enn um langa tíð, verða
ánægjulegt, dagarnir bjartir og
hlýir, og kvöldið friðsælt.
Ykkar einlægur,
S. E. Björnson.