Lögberg - 10.07.1930, Blaðsíða 4
Bls. 4.
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 10. JÚLÍ 1930.
Högfjerg
Gtefið út hvem fimtudag af The Col-
ttm-hia Press, Ltd., Oor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editw
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utariáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
VerS $3.00 um áriS. Borgiat fyrirfram.
The ••Lögberg" Is prlnted and publlnhed by
The Columbia Preas, Llmlted, ín the Columbla
Bulldlng, 695 Sargent Ave., Wlnnipeg, Manltoba.
Hvað er eðlilegra ?
Undanfamar vikur hafa útnefningar þing-
mannaefna farið fram í hinum ýmsu kjördæm-
um Manitobafylkis og verður ekki annað sagt,
(n að vel hafi tekist til um val, að minsta kosti
bvað frambjóðendur frjálslyndu stefnunnar
áhrærir. 1 flestum tilfellum eru það stömu
mennii nir, sem útnefningu hafa hlotið; mun því
alment fagnað verða, því undantekningarlaust,
reyndust þeiv allir á síðasta kjörtímabili, stöðu
sinni fyllilega vaxnir, jafnvel langt fram yfir
það, er alment gerist. Flestir frambjóðendur
hins frjálslynda skóla, ganga undir liberal-
progressive nafni eins og í síðustu kosningum,
en tveir sækja fram undir ákveðnu innsigli
frjálslynda flokksins; eru það þeir Joseph T.
Thor.son, K. C., er leitar endurkosningar í Mið-
Winnipeg kjördæminu hinu syðra, og Mr. Mc-
Pherson, er býður sig fram á ný í Portage
kjördæmi. _
Orðið höfum vér varir lítiLsháttar goluþyts
úr aftu- halds áttinni, þar á meðal í Heims-
kringlu yfir samvinnu þeirri, er átt hefir sér
stað og á sér stað enn, milli liberala og hinna
svokölluðu progressive þingmanna eða þing-
mannaefna; slíkar aðfinslur, hvaðan sem þær
koma, stafa af helberum misskilningi,og minna
óþægilega á hugarfarslegan krabbagang. Frá
skoðanalegu sjónarmiði séð, ber li'berölum og
þeim, er progressive nafnið bera, svo lítið á
milli, að gengið hefði glæpi næst, ef um fvlstu
samvinnu hefði ekki verið að ræða. Báðir eiga
flokkar þessir sammerkt í því, að fylgja lág-
tollastefnunni að málum; fyrir báðum vakir
sama sjálfstæðishugsjónin viðvíkjandi eanad-
iskum þjóðréttindum; báðir mótmæla þeir of-
beldi og einokun á hvaða sviði sem er, og báð-
ir bera þeir fyrst og síðast rétt einstaklingsins
og hag alþýðunnar fvrir brjósti. Gat því
nokkuð hugsast eðlilegra en það, að flokkar,
er svona voru andlega skvldir, mynduðu með
sér vamarsamband gegn ofbeldi og yfirgangi
afturhalds klíkunnarf Nei, og aftur nei!
Hugsjónir frjálslynda flokksins og þeirra,
er undir progressive nafninu ganga, samein-
ast í öllum megin-atriðum, hugsjónum Vestur-
landsins, eða hugsjónum æskunnar; Vestur-
landið og æskan, mega í raun og veru, enn sem
komið er, teljast eitt og hið sama.
Eins og nú horfir við, verður ekki annað
sagt, en að byrvænlega blásr fyrir þingmanna-
efnum Kingstjórnarinnar hér í fylkinu; að-
sóknin að fundum þeirra hefir verið sérlega
mikil, og góður áhugi komið í hvívetna í ljós;
bendir því flest til þess, að þeir menn, flestir,
ef ekki allir, ganga sigri hrósandi af hólmi.
Þó eru eitt eða tvö kjördæmi, sem svo er á-
statt með, eins og til dæmis í Springfield, að
fleiri en einn leita kosninga undir merkjum
frjáLslyndu stefnunnar. Slíkt má undir engum
kringumstæðum eiga sér stað, og verður von-
andi úr bætt, áður en framboðsfresturinn renn-
ur út; ekkert það, er að einhverju leyti getur
veikt aðstöðu hins ákveðna þingmannsefnis nú-
verandi stjórnar, má líðast óátalið.
Fólkið í Sléttufylkjunum^hallast eindregið
að lágtolla stefnunni; það veit og skilur, að það
er frjálslyndi flokkurinn, er vakti Vesturland-
ið af svefni; það er ekki búið að gleyma á-
standinu, sem átti sér stað í stjórnartíð
þeirra Borden’s og Meighen's; því ætti þess
vegna að vera vorkunnarlaust, að vara sig á
beitunni, sem hersveitir afturhaldsins, með
Bennett í broddi, eru nú að bera a borð fyrir
það.
1 hvert skifti, sem afturhaldsliðið fer með
völd, hækkar kostnaður framleiðslunnar að
miklum mun, jafnframt því sem allar þær
lífsnauðsynjar, er almenningur þarf að kaupa,
hækka líka í verði. Þegar frjálslyndi flokk-
urinn heldur um stjórnartauma, er þessu farið.
á alt annan veg; þá lakkar framleiðslukostn-
aðurinn sökum lækkaðra tolla; 'bóndanum verð-
ur hægra um vik, — hann fær meiri arð iðju
sinnar, og gildir hið sama um iðnaðarmann-
inn og verkamanninn í borgum og bæjum.
íbúar Manitobafylkis, seni og reyndar Sléttu-
fylkjanna í heild, ættu að kjmna sér sem allra
nánast núverandi pólitískt vlðhorf, og kveða
svo upp dóm sinn eftir því. Strauma og stefn-
ur í stjórnmálum, má því aðeins réttilega
greina, að litið sé á málin æsingalaust.
Kjósendur eiga nú senn að skera úr því við
almenna atkvæðagreiðlu, hvort j>eir aðhyllist
frekar stefnu þess flokks, núverandi stjórnar-
flokks, er barist hefir fyrir og hrundið í fram-
kvæmd, lækkuðum framleiðslukostnaði, lækkuð-
um flutningsgjöldum, að ógleymdri lagningu
Hudsonsflóa brautarinnar, eða hins flokksins,
Bennett flokksins, er með tollmálastefnu sinni
hlvrii að verða þess valdandi, að framleiðslu-
kostnaðurinn ykist til muna, jafnframt því,
sem arður bóndans af búi sínu, mvndi jjverra
að sama skapi. Hvorn flokkinn fyllið þér?|
Kjósendum Sléttufylkjanna stendur það
vafalaust enn í fersku minni, hverjir það voru,
sem fastast lögðu á móti því, að Crovris Nest
flutningsgjalda taxtinn yrði innleiddur á ný;
þeim er fullkunnugt um, að slíkt var verk aft-
urhaldsflokksins, með Bennett í broddi fylk-
ingar; þeir eru heldur ekki búnir að glejona
hálfvelgju afturhalds hersveitanna í sambandi
við Hudsonsflóa brautina. Hvað væri um
mannvirki það í dag, ef ekki væri fyrir ein-
lægni þeirra Kings og Dunnings ? Vesturland-
inu er bórgið í höndum slíkra manna, og íbúar
þess rækja ek'ki rétt borgaralega skyldu sína,
nema þeir tryggi sigur hverjum einasta fram-
bjóðanda stjómarinnar, við kosningar þær, er
nú fara í hönd.
+■—*—-------------------------------------
Islendingar og
sambandskosningarnar
Þótt íslendingar hér í Manitoba séu tiltölu-
lega fámennir, borið saman við ýmsa aðra
þjóðflokka, þá gætir jró áhrifa þeirra, bæði við
sambandskosningar, sem og á öðrum .sviðum,
engan veginn hreint ekki svo lítið; eiga Islend-
ingar meðal annars í tveimur Winnipegkjör-
dæmum, yfir svo miklu afli atkvæða að ráða,
að á miklu veltur, hveraig því er beitt.
1 Mið-Winnipeg kjördæminu hinu syðra
býður sig fram af hálfu frjálslynda flokksins.
sem þegar er kunnugt, hinn stór-snjalli landi
vor, Mr. Joseph T. Thorson, K.C., sá er sæti
átti á sambandsþingi fyrir það kjördæmi, síð-
astliðin fjögúr árin. Frá framkomu Mr. Thor-
son’s á þingi, hefir verið áður skýrt svo grand-
gæfilega hér í blaðinu, að litlu er þar við að
bæta, öðru en þá því, að hvetja fólk til þess að
greiða honum atkvæði. Það er Islendingum
mikill vegsauki, að eiga slíkan mann á þingi,
sem Mr. Thorson er; mann, sem jafn-drengi-
lega liefir varið málstað fólksins og hann hefir
gert; mann, sem svo er hátt hafinn yfir klíkur
og þröngsýnan flokks aga, að honum halda
engin bönd; mann, sem fyrst og síðast fylgir
raust samvizku sinnar. Það ætti að vera
hverjum ednasta íslenzkum kjósanda í kjör-
dæmi Mr. Thorson’s, hjartfólgið metnaðarmál,
að stuðla að kosningu hans af fremsta og ítr-
asta megni.
Af þeim sambands kjördæmum utan Winni-
peg borgar, er íslenzks atkvæðamagns gætir
mest, má einkum og sérlagi nefna til Portage
og Selkirk kjördæmin. 1 ibáðum þessum kjör-
dæmum, léita sömu mennimir endurkosningar,
Mr. MöPherson í Portage og Mr. L. P. Ban-
croft í Selkirk; báðir eru mePn þessir sam-
vizkusamir menn, er starfað hafa dyggilega
í þjónustu kjördæma sinna og verðskulda þar-
afleiðandi endurkosningu. Með aðstoð Islend-
inga í Manitobavatns 'bygðunum, auðnaðist
Mr. McPherson í kosningunum 1926, að koma
Mr. Meighen fyrir kattaraef, og harma það
víst fáir. Vann Mr. McPherson þar hið mesta
þarfaverk, meira en nægilegt til þess að verð-
skulda endurkosningu fyrir.
Um fyrverandi þingmann Selkirk kjördæmis
og núverandi frambjóðanda, er ekki nema alt
hið bezta að segja; hann er sjálfmentur al-
þýðumaður, er komist hefir vel áfram í lífinu
og nýtur almennra vinsælda. Mr. Bancroft.
hefir setið á þingi tll-mörg ár og verið mikils
metinn af samþingismönnum sínum. Kjósend-
ur í Selkirk kjördæmi kaupa því hreint ekki
köttinn í sekknum, þar sem Mr. Bancroft er.
Víðar en í þeim kjördæmum, sem nú hafa
nefnd verið, gætir íslenzkra áhrifa hreint ekki
svo lítið, eins og til dæmis í Macdonald kjör-
dæminu. 1 því kjördæmi býður sig fram, undir
merkjum frjálslyndu stefnunnar, nýliði á sviði
stjóramálanna, Mr. Weir að nafni, hinn ágæt-
asti maður að sögn; er vonandi að íslenzkir
kjósendur veiti honum óskift fvlgi. t Proven-
tíher, Dauphin og Nelson kjördæmum, er þó
nokkuð af íslenzkum atkvæðum, sem vonandi
hallast flest, éf ekki öll, á sveif frjálslynda
flokksins og lágtollastefnunnar.
tslendingar, hér sem annars staðar, hafa
alla jafna verið frjálslyndir og djarfhugsandi
menn; þeir hafa átt manna örðugast með að
kyssa á vöndinn, eða beygja sig fyrir kúgun og
ofbeldi. Hjá fáum þjóðflokkum í þessu landi,
mun frjálslynda stefnan hafa skotið dýpri og
haldbetri rótum, en tslendingum; mun það
sannast gleg'gst og áþreifanlegast þann 28. þessa
mánaðar. Vér trúum því eindregið, að tíminn
muni leiða það í ljós, eftir að valurinn hefir
kannaður verið þann 28., að ekki ein einasta
íslenzk mannvera, hafi orðið dægurflugum aft-
urhaldsins að bráð.
Islendingar
Eftir Sig. Júl. Jóhannesson.
+-----------------------------------------■+
Enn vil eg minna á það, að sambandskosn-
ingar ern í nánd; enn vil eg ítreka það, hversu
mikil ábyrgð því fylgir að greiða atkvæði.
Hér í Winnipeg gætir íslenzkra atkvæða
allmikið í tveimur kjördæmum — báðum mið-
kjördæmunum.
tslendingar vilja teljast siðmannað fólk með
dómgreind og skilningi — og þeir eru það.
Á íslandi er nýafstaðið þúsund ára afmæli
Alþingis. Islendingar eru stoltir af því, að eiga
elzta þjóðþing í heimi. Þeim finst það bera vott
um það.— jafnvel vera sönnun þess —- að þeir
skilji stjórnmál að minsta kosti ekki lakar en
þær aðrar þjóðir, sem ]>au skilja bezt. Og þetta
hefir við talsvert að styðjast.
En menning Islendinga og heiður í komandi
tíð má ekki einungis byggjast á framkomu hinna
liðnu og afreksverkum þeirra. Nútíð og framtíð
e: undir þeim komin, sem nú eru uppi og afkom-
endum þeirra. Glæsilegar minningar og göfg-
ar ættir; fortíðar-heiður og feðra-frægð eru
góð með öðru góðu, en ekki einhlít. Þetta ’þurfa
Islendingar að muna, í hvert skifti sem þeir
taka þátt í kosningum.
Skilningur og manndáð, dómgreind og
skyldurækni koma, ef til vill, hvergi betur í
ljós, en við atkvæðaborðið. Þakklæti og viður-
kenning fyrir vel unnið starf telja sér allir
sannir menn skylt að greiða; og vanþóknun sinni
telja ]>eir jafn-sjálfsagt að: lýsa, þegar skyldu-
verk eru vanrækt eða illa af hendi leyst.
Nú vill svo vel til, að í báðum þeim "Winni-
peg-kjördæmum, þar sem Islendinga gætir, er
um menn að velja, — einn í hvoru kjördæmi —
sem reynst hafa trúir og nýtir fulltrúar, at-
kvæðamiklir og samvizkusamir menn. Þeir
hafa verið kjördæmi sínu til heiðurs, kjósend-
um til blessunar og allri þjóðinni til heilla.
Þessir menn eru þeir Dr. Joseph Thorson
lögmaður og J. S. Woodsworth.
Eins og oft hefir átt sér stað fyr, er nú sam-
vinna milli verkamannaflokksins, bændaflokks-
ms og frjálslynda flokksins; er það mjög eðli-
legt, þar sem stefnur þeirra allra eiga svo
margt sameiginlegt; þessir flokkar berjast nú
um kosningarnar ó móti hiilum sameiginlega
óvini sínum og fólksins — afturhaldsklíkunni.
Það hefir orðið samkomulag, að verkamenn
láti engan sækja gegn Thorson og frjálslyndir
menn engan gegn WoodswÓorth.
Móti hinum síðarnefnda sækir maður sem
Grant heitir, og mun lítil hætta stafa af honum;
samt ættu allir Islendingar að fylkja sér und-
ir merki Woodsworths, sem er af öllum talinn
einn'hinna snjöllustu og mætustu manna, er
þing hafa setið.
Um fylgi Islendinga við Thorson ætti ekki
að ]>urfa að efast; hann hefir komið þannig
fram í síðastliðin f jögur ár, að allir landar ættu
að vera stoltir af. Hann er eini Islendingur-
inn, sem til þings sækir í allri Canada, og þótt
það sé löndum vanvirða — þeir ættu að geta
kosið að minsta kosti 3—4 ef samtök ættu sér
stað —, ]>á er það samt betra, að eiga einn
fulltrúa, sem treysta má og fram úr skarar, en
marga, sem enginn eða fáir vissu af.
En afturhaldsliðið lætur ekkert ógert, sem
unt er, til þess að koma Thorson fyrir kattar-
nef; á móti honum sækir lögmaður, er Kennedy
heitir, með auð fjár að baki sér; hann hefir
setið á þingi eitt ár, og voru aðal-störf hans
ofsóknir gegn hinum mæta manni AVoods-
worth.
Þess ætti að mega vænta, að bæði íslenzku
blöðin, bæði íslenzku kirkjufélögin eða meðlimir
þeirra, allir starfs- og embættismenn Þjóðrækn-
isfélagsins og Islendingar í heild sinni, tækju
höndum saman til þess að tryggja sér vissu
fyrir því, að þessi eini fulltrúi þeirra á sam-
bandsþingi, sem svo vel hefir reynst, verði
sendur þangað aftur, með fleiri meirihluta-
atkvæðum en áður.
En tíminn styttist; hendur verða að standa
fram úr ermum; það þarf að vaka, því hinir
sofa ekki; það þarf að vera við öilu búinn, því
engar blekkingar eru sparaðar af hálfu hinna.
Enginn atkvæðisbær Islendingur má láta
það koma fyrir, að hann dragi sig í hlé, liggi á
liði sínu eða greiði ekki atkvæði. Eitt einasta
atkvæði getur stundum ráðið úrslitum, og þótt
sigur ætti að vera vís, er það áríðandi, að láta
ekki oftraust skapa hvíld og aðgerðaleysi.
Canada framtíðarlandið
í hinum fvrri greinum hefir
verið nokkuð að því vikið, hvers
vegna að hugur svo margra ís-
lenzkra bænda, hefir hneigst að
Manitobafylki. En í þessari
grein verður leitast við að lýsa að
nokkru ástandi og staðháttum í
Saskatchewanfylki. í mörgum til-
fellum gildir það sama um Mani-
toba og Saskatchewan, enda liggja
þau saman hlið við hlið. Þó eru
ýms atriði, að því er snertir Sas-
katchewan, sem væntanlegir inn-
flytjendur hefðu gott af að kynn-
ast, þar sem öðru vísi hagar til,
og skal hér drepið stuttlega á
nokkur helztu atriðin, sem gera
það fylki frábrugðið Manitoba.
Það sem nú er kallað Saskatche-
wan, var áður fyrri víðáttumikið
landflæmi í Vestur-Canada, sem
Hudsons Bay félagið hafði fengið
samkvæmt erindisbréfi frá Char-
les II., árið 1670. Síðan komst
landspildan undir hina canadisku
stjórn, og var henni stjórnað frá
Regina, sem nú er höfuðborg þess
fylkis, með hér um bil 55,000 í-
búa. Árið 1882 var megin hluta
þessa flæmis skift niður í Alberta,
Assiniboia og Saskatchewan. Það
var ekki fyr en 1905, að Saskat-
chewan hlaut fylkisréttindi, með
Manitoba að austan, Alberta að
að vestan, Bandaríkin að sunnan,
en North West Territories oð
norðan.
Saskatchewanfylki er 257,700 fer-
mílur að stærð, og er því ummáls-
meira en nokkurt Norðurálfuríkið,
að undanteknu Rússlandi; það er
tvisvar sinnum stærra en Eng-
land, Wales, Skotland og írland
til samans, og hefjr um sjötíu og
tvær miljónir ekra, sem hæfar eru
til kornræktar og annarar yrkju.
Af þessu flæmi hafa enn ekki
tuttugu miljónir ekra komist und-
ir rækt. Það er þvi sýnt, að tæki-
færi fyrir nýbyggja í Vestur-
landinu, eru enn þvínær ótakmörk-
uð.
í meir en þriðjung aldar haf8
Ðodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askjan. eða sex
öskjur fyrir $2,50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd..
Toronto, ef borgun fylgir.
Mikið er þar af góðum löndum,
er fást til kaups fyrir þetta frá
$18 til $45 ekran, og má í flestum
l tilfellum fá þau með slíkum skil-
^ málum, að borga má fyrir þau á
mörgum árum. Ræktuð lönd kosta
vitanlega sumstaðar miklu meira,
og fer það alt eftir þvi, í hverju
helzt að umbæturnar liggja. Enn
; fremur má fá mikið af löndum á
leigu, til dæmis fyrir vissa hlut-
i
| deild í ársarðinum. — Það, sem
væntanlegir innflytjendur ættu
I samt fyrst og fremst að hafa í
hyggju, er það, að hinar miklu
| umbætur seinni ára í fylkinu hafa
gert það að verkum, að erfiðleik-
1 ar frumbýlingsáranna þekkjast
j ekki lengur. Eða með öðrum orð-
um, að það er margfalt auðveld-
'ara fyrir nýbyggjann að byrja
búskap nú, en átti sér stað hér
fyr meir. Sléttan býður engum
heim upp á ekki neitt. Hún borg-
ar iðjumanninum handtök hans
vafningalaust. Skilyrðin til ak-
uryrkju og griparæktar í fylki
þessu eru að heita má ótæmandi.
íbúatala fylkisins er nú nálægt
800,000. Eins og nú standa sak-
ir, framleiðir Saskatchewan af
hinum litla, ræktaða ekrufjölda,
meira korn en nokkurt annað fylki
í Canada. Saskatchewan hefir á
einu einasta ári framleit alt að
384,156,000 mæla af hveiti, byggi,
höfrum og hör, og er þess vegna
eitt hið mesta kornframleiðslu-
land innan brezka veldisins.
Fyrir hálfri öld eða svo, var
fylkið að heita mátti óbygt. Hin
litla jarðrækt, er þektist þar þá,
var á mjög ófullkomnu stigi. En
stórar buffalo hjarðir undu sér
lítt truflaðar á beit, um sléttu-
flæmið víðáttumikla.
Rauðskinnarnir, það er að segja
Indíánarnir, þóttust hafa tekið
sléttuna að erfðum og þar af leið-
andi hefðu engir aðrir hið minsta
tilkall til hennar. Fáeinir stór-
huga æfintýramenn, tóku að leita
þangað vestur fjTÍr rúmum fjöru-
tíu árum. Jafnskjótt og tekið var
að leggja járnbrautirnar, þyrptist
fólkið úr öllum áttum.
Jarðvegurinn er framúrskar-
andi auðugur að gróðrarmagni og
á því voru nýbyggjarnir ekki
lengi að átta sig. Erfiðleikarnir
voru að miklu leyti hinir sðmu og
átti sér stað í Manitoba, en þeir
urðu samt enn fljótar yfirstignir.
Nú hafa verið reistir skólar og
kirkjur um alt fylkið. Símalínur
tengja borg við borg, sveit við
sveit. Bifreiðar eru komnar á
allflesta bóndabæi og járnbraut-
arkerfin liggja um fylkið þvert
og endilangt. Alls eru um 6,500
mílur af járnbrautum í fylkinu,
og er það meira en í nokkru öðru
fylki, að undanskildu Ontario.
Nútíðarþægindi í iðnaði, sam-
göngum og verzlun, hafa komið i
stað örðugleikanna, sem land-
nemalífinu voru samfara.
En þó nú séu við hendina flest
þau þægindi, sem nútíminn þekk-
ir, þarf samt engu að síður að
leggja alúð og rækt við störfin.
Kornyrkja út af fyrir sig, stuðl-
ar miklu fremur að því að veikja
jarðveginn en styrkja. Og þess
vegna tóku landnemarnir snemma
upp á því að rækta sem mest af
gripum.
örðugt var til markaðs hér fyr-
á árum og það svo mjög, að bænd-
ur áttu fult í fangi með að láta
hveitiræktina borga sig. Nú er
þetta alt saman breytt til hins
betra; hvar sem bóndinn á heima
í fylkinu, á hann tiltölulega mjög
skamt til kornhlöðu og járnbraut-
arstöðva.
Alþingishátíðin
Ahrif hennar innávið og útávið
fRæða haldin á Islendingadegi í
Winnipeg, 26. júní 1930 af séra K.
K. Ólafssyni, Glenboroj.
Það dylst víst engum að hátíð sú,
sem nú er haldin á þingvöllum við
Öxará .— þúsund ára afmælishátíð
Alþingis — er einstök ekki einungis
í sögu íslenzkrar þjó'ðar, heldur líka
þó lengra sé leitað. Að minnast at-
burðar, sem við bar fyrir þúsund
árum er sjaldgæft- En aö minnast
stofnunar, sem á þúsund ára sögu og
er enn við lýði, er ennþá sjaldgæf-
ara. Flest, sem tilheyrir mannfé-
lagsskipun nútímans, á mikið skemri
sögu. Sjálfstjórn, lýðstjórn, lýð-
frelsi og þær stofnanir, sem bera
eiga uppi þessar hugsjónir — þetta
alt telst vanalega til nútímans. Því
furðulegra að hjá smá]>jóð norður
við heimskautabaug skuli nú vera
haldin þúsund ára afmælishátíð lög-
gjafarþings þjóðfulltrúa — en slík
þing eru talin fjöregg allrar lýö-
stjórnar nútímans. Slík afmælishá-
tíð hlýtur að teljast einhver merk-
asta minningarathöfn í nútíðarsögu.
Ýmislegt eykur á sérstöðu þessar-
ar hátíðar aug þess hve einstök hún
er. Hún er haldin í því.landi Norð-
urálfunnar, sem síðast var bygt, en
á þó elsta sögu á þessu sviði. Há-
tíðahaldið nú eftir þúsund ár fer
fram á sania tungumáli og talað var
við stofnun alþingis, svo lítill er
munur á fornmálinu og nútíðarmáli
íslenzku. Hvergi annarstaðar gæti
slíkt átt sér stað. Hátíðahaldið nú
fer fram i sama salnum og alþingi
var stofnað í—undir blárri hvælf-
ingu íslenzkrar sumardýrðar, um-
kringt dýrðlegri fjallasýn og til-
komumiklu umhverfi að öðru leyti í
riki náttúrunnar. Ræðustóllinn nú
er að líkindum hinn sami og frá
byrjun alþingis—Lögberg hið forna.
Er þetta vegleg og viðeigandi urn-
gjörð fyrir hátiðahaldið. Ætti það
að vekja eitthvað af þeint anda, sem
lá til grundvallar því, að alþingi var
stofnað fyrir þúsund árum.
Islenzka þjóðin er söguþjóð. Líf
hennar á djúpar rætur i þekkingu á
sinni liðnu sögu. Hún á endurreisn
sina að þakka því, að hjá henni kom
frant veruleg þjóðernisvakning —
'sjálfsmeðvitund, sjálfsþekking og
sjálfsvirðing,—er rót sína átti að
rekja til þess að forgöngumennirnir
teiguðu djúpt af lindurn sögunnar
og áhrif frá þeim frjófguðu alt
þjóðlifið. Varð það til þess að
stefna þjóðinni inn á leið þeirrar
mestu framfarar, sem hún nokkurn-
tima hefir orðið fyrir. Þegar hún
nú á þessu framfaraskeiði, snýr sér
að því að halda minningarhátíð, þá
er nú stendur yfir—þúsund ára af-
mælishátíð alþingis — og ryfjar
þannig upp fyrir sér einn merkasta
1