Lögberg - 07.08.1930, Side 3

Lögberg - 07.08.1930, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. ÁGÚST 1930. Bls. 3. Sérstök deild í blaðinu SÓLSKIN Fyrir börn og unglinga 1 RÓÐURINN. V. “Svona, áfram, piltar,” sagði Sverrir, “við megum ekki missa nokkurt ártog.” Bogi deif árinni í aftur, og hásetarnir reru eins og áður. “Við skulum reyna að láta Kára róa fram í, svo þrjár árar séu á borð,” sagði Sverrir og tók frá stýrið. Kári settist fram í háls og tók við árinni. Sverrir reri aiftast á stjórnborða. Kári hamaðist við árina. Ágjöfin óx. Honum þótti ekki sem bezt að róa, því að stundum misti hann árarblaðið upp úr sjónum, áður en hann varði- “Hvað er þetta? reyndu að sitja á þóftunni, drengur,” sagði Gunnar og seildist aftur fyrir sig, til að reisa Kára upp. Hann hafði dottið aftur á bak yfir þóftuna og misti árina upp úr keipnum. Kári sagði ekkert orð, en skreið aftur upp á þóftuna og varaði sig betur en áður. “Munar okkur nokkuð, pabbi?” kallaði Kári. “Sérðu það ekki, drengur, það fluggengur? Við skulum róa jafnt og þétt, einatt smástytt- ist í land.” Langa-lengi talaði enginn orð. — Allir reru af kappi. Báturinn hentist upp .á báruhrvgg- ina og steyptist svo niður í dalina aftur. Öðru hvoru varð að ausa, því að mikið gaf á bátinn. ? “Ekki sér maður Tindinn, þegar báturinn er niðri í bárudölunum, ” sagði Kári við sessu- naut sinn. “Það þykir nú ekki svo mikið, iþó skeri af Tindinn, við eru öðru eins vanir,” ansaði Gunnar. “Á, eruð þið vanir meiri báru en þetta?” spurði Kári. “Já, já, það er oft miklu verra í sjóinn en nú, en þó er skrambans mikil kvika. Þér þætti nú bera á bárunni þeirri arna, ef við sigldum beitivind.” “Ber ekki minna á bárunni, þegar siglt er?” spurði Kári. “Ekki er það nú ætíð.” Sverrir leit um öxl sér. Var þá ekki talað meira að sinni, en róið þegjandi- “Hvað er klukkan, pabbi ?” spurði Kári eft- ir nokkura þögn. Honum var farið að sárleið- ast, hvað óttalega seint gekk. “Það er kringum miðaftan,” sagði Sverrir. “Hvenær verðum við þá komnir heim?” •spurði Kári. “Það er nú undir því komið, hvað þolnir við verðum að róa, og hvort hann rýkur.” “Ertu hræddur um að hann geri rok?” “O-neþ við verðum komnir heim fyrir klukkan níu, ef alt gengur vel, og hann rýkur kannske ekki fyr,” sagði Sverrir. Nú varð löng þögn. Ekkert hejrrðist, nema hvinurinn í veðrinu, ölduhljóðið og áraglamið. Kári var farinn að telja áratogin sér til af- þreyingar. Hann taldi hundrað. Og aftur taldi hann hundrað. Loks hætti hann því. “Eg er orðinn uppgefinn,” sagði Kári við sessunaut sinn. “Legðu upp, strákur, það munar ekkert um þig, hvort sem er.” “Nei, upp skal ég ekki leggja, fyr en árin dettur úr höndunum á mér,” sagði Kári og reyndi að taka árinni rösklegar í en áður. “Þú mátt leggja uj>p, Kári,” sagði Sverrir, greip stýrið og setti fyrir bátinn. “Eg ætla að stýra upp í vörina-” Kári varð óumræðilega feginn að hvfla sig, en langtum fegnari varð hann að hevra, að komið var upp undir vör. VI. Það var farið að dimma og sást illa til lands, og sífelt rauk yfir bátinn. “Þið verðið að taka á móti,” kallaði Sverr- ir til piltanna. Gunnar og Bogi lögðu upp í flýtí og rendu sér út af kinnungnum, sinn hvoru megin. “Guði almáttugum sé lof,” sagði Kári í hljóði, “þetta var ljóta sjóferðin.” Þorbjörn rendi sér út miðskipa, og tók sjór- inn honum í brókarlinda. “Komdu hérna Kári, þér er líklega orðið mál á að hressa þig, ef 'þú kemst þá heim.” “Það er nú ekki karlmannlegt að láta bera sig upp,” sagði Kári og skjögraði út að borð- stokknum. Þoúbjörn tók hann í fang sér og bar hann upp á kamb. “Farðunú strax heim, og komdu þér upp í rúm.” Kári lét ekki segja sér það tvisvar. Hann aetlaði að taka til fótanna og hlaupa, en settist þá niður á mölina. Skinnklæðin voru rennblaut og stór, og svo var Kári stirður orðinn eftir að sitja svona lengi. Hann varð því að láta sér nægja að ganga °g það í hægðum sínum. Hann slagaði eins og drukkinn maður. Oft datt. hann á leiðinni heim, en alt af gat hann staðið upp aftur. Loks komst hann heim að bænum. Hann studdi sig við veggina heim að dyrunum. Inn góngin gekk hann með og komst loks inn á eld- húsgólfið. “Ertu lifandi eða dauður, eða ertu aftur- genginn? Sér er nú hver sjómaðurinn! Kem- urðu alskinnklæddur inn í eldhús?” sagði Imba og skellihló. “Er búið að flóa mjólkina? Er búið að skamta, Imba?” sagði Ká^’i. “Já, eg lield fyrir nokkru.” “Eg er svangur. Mér er kalt.” “Það er bágt. Þú hefðir átt að láta minna að komast á sjóinn. Kannske þetta gönuhlaup verði til þess, að ])ú heimtir ekki að róa næsta daginn. ’ ’ “Hefir ekki verið hvast ií dag, Iimba?” “Það hefir verið mesti strekkingur.” “Ekki nema strekkingur?” “ónei, ekki var það nú hér í landi.” “Nei, ekki hérna í eldhúsinu. Þú hefðir átt að vera komin út á sjó. ” “Þótti þér hann hvass?” “Hvass! Honum pabba þótti hann livass, og piltarnir héldu, að við yrðum að hleypa.” vkkur, að hleypa í land? Þið hefðuð þá kann- “Nú, var það 'þá ekki hægt. um vik fyrir ske komið dálítið fyr, svo ekki hefði þurft að vaka eftir ykkur fram á miðja nótt.” “ÍTand! Veizt þú ekki hvaðan hann var?” “Hvað heldurðu að ég hafi verið að taka eftir því?” “Nei, eruð þið komnir að? Komdu sæll, elsku drengurinn minn. Var ekki óttalega hvast?” spurði mamma hans, þegar hún kom fram. “Jú, jú, það var óttalegt veður; það rauk vfir bátinn, og við drógum varla sex.” ‘.‘Rerir þú, barnið mitt?” “Já, eg reri næstum alla leið, og ég dró flyðru afarstóra.” “Hvaða ósköp hefirðu verið duglegur. Eg held þú þurfir að fara úr og fá þér hress- ingu.” Katrín tók drenginn sinn, leiddi hann fram í bæjardyr og hjálpaði honum úr. Síðan liátt- aði hann, fékk heita mjólk að drekka og nóg að borða. VII. Sverrir hélt bátnum réttum í vörinni, með- an hásetarnir böstuðu fiskinum upp. Það tók langan tíma, því aflinn var mi'kill. Þegar það var búið, settu þeir bátinn. Eftir ]>að báru ]>eir aflann upp að hjalli, sem stóð ofanvert við malarkambinn. Þá tóku þeir skinnklæði sín og héldu heim. Klukkan var 11, þegar þeir komu heim um kveldið. Kári var sofnaður og svaf vært. Nú mötuðust þeir og gengu svo til hvílu. Morg'uninn eftir var gott veður. Klukkan átta um morguninn fór Sverrir með hásetum sínum niður að sjó, til þess að skifta fiskinum og slægja hann. Kári vaknaði um það leyti og dreif sig á fætur. Þegar hann var klæddur, hljóp hann niður að hjallinum. Sverrir var þá búinn að skifta- Hann skifti í 7 hluti. “Jæja, ]>að ei’u þá 40 í hlut. Það er ágætt af þessum fiski. Piltar, eruð þið ekki ánægðir með að gefa Kára litla flyðruna?’ spurði Sverrir. “Jú, jú,” svöruðu hásetarnir. “Eg held hann hafi mest til matarins unn- ið þó hann drægi hana nú raunar ekki,” sagði Þorbjörn og hló. “Fæ ég þá engan hlut?” spui'ði Kári. “Kallarðu það ekki hlut, að fá lúðuna?” sagði Sverrir. “Það er ekki venja, að þeir fái hlut, sem lofað er svona með, sér til gamans. (}g svo verðui'ðu að gæta að því, að þií færð einn, það sem kom á litla stúfinn þinn.” “Það voru 11 fiskar.” “Jæja, þá er eg ánægður. Nú get eg selt bæði harðfisk og rikling í vetur. En þú verður að hjálpa mér að slægja fiskinn og lúðuna.” “Það skal ég gera. En ég verð að fá af henni í soðið í staðinn-” “Það er sjálfsagt,” sagði Kári brosandi, iþví að mig langar sjálfan ósköp í nýja flyðru, þó ekki væri nema hausinn.” — Þegar drengirnir í nágrenninu fréttu, að Kári litli á Nesi hefði róið og dregið stóra flvðru, lintu þeir ekki látum, fyr en þeir fengu að hitta hann. Það leið ekki á löngu, þangað til fundum þeirra bar saman. Þeir komu ekki að tómum kofunum lijá Kára. Hann hafði frá mörgu að segja úr róðr- inum. Og aldrei sagði Kári svo oft frá sjó- ferðinni, að kunningjum hans leiddist að lilusta á hann. A DJÚPI. Drífur frá Drangajökli drotnandi vetrarhríð, sjá ekki bátsmenn sjóinn, svellrennur alt í gríð. Kviður af Kaldalóni kugginum drífa að, sjór yfir borðstokk byltist, bjálka færir úr stað. Feigðin í bylgjum fnæsir. Framundan bíður grand. Innir þá Isfirðingur: Alls staðar tek ég land! ÞRETTÁNDINN. I. Amma garnla segir eftirfarandi sögu. Foreldrar mínir bjuggu upp í sveit. Fólkið var fátt, vinnukona og smali, fyrstu árin. Eg er faxid að Fossi. Vetrarharðindi voru mikil þar. Það var ekki ætíð blíðviðri um Þrettándann. En ég man séi'staklega vel eftir honum. Hann er afmælisdagurinn minn. Já, það var nógu sögulegt, ]>egar ég fæddist. Mamma sagði mér margoft fi'á því. Sögu hennar kann ég alveg orðrétta. Það var öskubylur á norðan daginn áður, þá var sunnudagur. Pabbi minn og smalinn flýttu sér að ljúka húsaverkunum. Pabba og mömmu hafði verið boðið að koma fram að Seli seinnihluta sunnudagsins, til þess að spila alkort. Guðmundur smali og pabbi voru búnir að húsaverkum á nóni. Mamma tók á móti þeim, þegar þeir komu alfentir heim úr hríðinni. “Eg held við föi'um ekki fram eftir í þessu veðri,” hafði pabbi sagt, þegar hann kom upp í baðstofuna. “Eg hefði nú ekki farið langt,” sagði mamma, “þó beti'a hefði verið. Er fært fi'am að Seli í þessu veðri, þegar ekkert liggur á?” “Fært, maður guðs og lifandi, já, ég held ]>að. Það er ha'gt að styðja sig við hlíðina, svo að segja og ganga með, og ekki er vandi að finna Selbæinn.” “Viltu þá ekki lofa honum Munda.með þér, ef ])ví heldur, að það sé fært, hann fær aldrei neitt að- fara, greyið.” “Það væri nú rétt, ég held að honum verði ekki flökurt af að hlaupa liérna frarn eftiy. En er mér óhætt að fara þín vegna?” “Ekki skil ég í öðru; ég er miklu frískari núna, en ég var um hátíðimar.” “Þá held ég við förum. Beta getur verið í fjósinu; það er munur, þegar er innangengt í það.” Klukkan að ganga fimm fóru þeir fram að Seli. “Þið undrist ekki um okkur,” liafði pabbi sagt, þegar hann fór. Hr'íðin var söm og áður, en það voru engin aftök. Mamma og Beta setust við prjóna sína og töluðu saman. Klukkan sex fór Beta að gefa kúnum. Á áttunda tímanum var farið að mjólka. Mamma mjólkaði Húfu, eins og hún var vön. Þegar búið var að mjalta, settu þær mjólkina. “Gættu, hvoi't bærinn er vel klinkaður,” sagði mamma, ]>egar hún gekk út úr búrinu með kveldmatinn. “En þú mátt ekki loka.” Bteta opnaði, skóf úr hurðarfalsinu með dyrahnífnum og klinkaði svo vandlega. Þegar upp ií baðstofuna kom, mötuðust þær. “Hvenær ætli þeir komi heim?” spurði Beta. “Það spilar fram undir morgun, úr því að Páll er þar. Það er nú ekki undir eins saðið upp, er það sest við að spila alkort í Selinu.” “Eg held ]>að sé eitthvað til í því, það sem vakir heilar og hálfar næturnar við spila- mensku.” “Og það er nú meinlaus skemtun, Beta mín; mér var meira að segja að detta í hug að koma í rambú'S við þig, þegar við erum 'búnar að borða.” “Þá öfunda ég það ekki í Selinu í kveld. Mér þykir svo dæmalaust gaman að ramlnís.” “Eg fór nú nærri um það, en þú verður að hafa heitt á katlinum, kringum klukkan ellefu. Við vei'ðum að fá kaffi og með því, eins og það fram frá. ” Þær settust nú við að spila. Ljósið logaði dauft á lampanum , fífukveikurinn var heldur mjór. Klukkan hálf tólf drukku þær kaffið; og þeg- ar þær voru háttaðar og lagstar út af, sló hún hálf eitt- trti fyrir öskraði hríðin. Veðurha'ðin var meiri en áður. Vindurinn tók hverja fanngusuna á fætur annari og skelti þeim á stafngluggahomið. Haglið glamraði við glerið, og það skrjáf- aði í stofuþilinu, þegar snærokan rendi sér upp að því Á svipstundu byrgðist rúðuhornið, breið- t’aðma skaflinn lagðist yfir allan stafninn. En stormurinn öskraði jafnhátt og áður og rendi sér með fannkyngi yfir gaddfreðna þekjuna. “Skyldi liann vera að snúa sér á áttinni?” sögðu þær hvor við aðra. “Það verður handtak að moka frá húsunum í fyrramálið. Ætli það sé nokkur skófla inni, ef bærinn fer í kaf, Beta mín?” “Já, hún er í dyrunum, og svo er einatt liægt að ná í fjósaskófluna, manneskja.” “Það er alveg satt.” Þær lásu bænirnar sínar, eins og góð böm og sofnuðu svo áhyggjulausar. Kári liamaðist úti fyrir og drap mjöll í hverja smugu, eins og honurn þætti aldrei nógu vel hlúð að kofunum. Tíminn leið. Þær sváfu. Klukkan sló hálf fjögur. Þá var mamma vöknuð. “Eg held þú megir til að kveikja, Beta mín,” kallaði mamma. Beta rauk upp með andfælum. “Ertu veik?” spurði hún. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Offico timar: 2—S Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Wlnnipeg, M&nltoba. DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Qraham ogr Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—8 Heimill: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipegr, Manll i>ba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Offlce tím&r: 8—6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeer, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medic&l Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er aB hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: S'S River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stund&r sérstaklega k v e n n a og barna sjúkdðma. Er a8 hitta fr* kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Offlce Phone: 22 296 Heimili: 806 Vlctor St. Slml: 28 180 Dr. S. J. JOH ANNESSON atundar lcckningar og yfirtrtur. Til viOtals kl. 11 f. h. Ul 4 e. h. og frft, 6—8 aO kveldinu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 HAFIÐ PÉR SÁRA FÆTURf ef svo, finniO DR. B. A. LENNOX Chiropodiat Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE: 26 545 WINNIPBG DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis 46 054 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukklstur og annast um flt- farir. Allur fltbúnaOur sft beztl Ennfremur selur hann allskonar minnisv&rOa og legstelna. Skrifatofu talaimi: 86 607 Heimilia talaimi: 68 802 H. A. BERGMAN, K.C. Islenskur lögfræOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 Lindal Buhr & Stefánsaon Islenzklr lögfræOingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einnlg skrifstofur a8 Lundar, Rlverton, Gimli og Piney, og eru þar a8 hitta ft eftirfylgjandi timum: Lundar: Fyrsta miOvlkudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimll: Fyrsta miövlkudag, Plney: priOJa fösrtudag I hverjum m&nuOi. J.RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) lalenakur lögmaOur. Rosevear, Rutherford. Mclntoeh and Johnson. 910-911 Electric Railway Chmbrm. Winnipeg, Canads Slml: 23 082 Helma: 71 758 Cable Address: Roscum J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfræOingur SCARTH, GUILD A THORSON Skrifstofa: 308 Mlning Exchange Bldg., M&in St. South of Portage PHONE: 22 768 G. S. THOR VALDSON B.A., LL.B. LögfræOingur Skrlfstofa: 702 Confederation Llfe Buildlng. Maln St. gegnt Clty Hali PHONE: 24 587 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fastelgnas&lar. Leigja hús. Pt- vega peningal&n og eldsftbyrgO af ÖUu tagl. PHONE: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur a8 sér a8 ftvaxta sparlf* fðlks. Selur eldsábyrgO og blf- relGa ftbyrgCir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö sainstundls. Skrifatofuaimi: 24 263 Heimaaimi: 33 328 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BI.DG. PHONE: 24 171 WINNIPEG G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36137 ViOtals tlmi klukkan 8 U1 9 &0 morgninum. ALLAR TEOUNDIR FLUTNINdAI Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,—. fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjamason 762 VICTOR ST. Sími: 24 600 “ Já, flýttu þér að kveikja.” Beta hipjaði sig í fötin, tók lampann úr stafnum og flýtti sér fram í eldhúsið. Hún snýtti lampanum vel og blés svo í ákefð. Að vörmu spori kom hún með ljósið. Mamma var farin að háhljóða, þegar Beta kom inn. “Guð minn góður hjálpi okkur, og við erum tvær einar,” sagði Beta og stakk lampanum í stafinn. “Hann gerir það, þó við biðjum ekki, hróið mitt. “Komdu hérna til mín, ég ætla að segja þer fyrir á milli kviðanna.” Nú tók Beta á því, sem liún átti til. Hún var einatt á lilaupum. Hún fór eins og fluga um bæinn. Stundum var hún frammi í eldhúsi og stundum lijá mömmu- Nú var gott að vera eldsæl, og það var Beta. Alt var við hendina, eftir skamman tíma, kaffi, heitt vatn og ljósagarnið. Nú gat hún hjúkrað mömmu eftir þörfum. Klukkan sex um morguninn var mamma bú- in að eignast dóttur. Og það var ég, sem fædd var í heiminn, börnin mín. II. Beta fór að opna bæinn. Eftir langa mæðu tókst henni að komast út. Skólfan kom að góðu haldi, því að þykkur var skaflinn, sem fyrir dvrum lá. Hún lét sér nægja að moka dálítil göng, mátuleg til að skríða. út um. Svo kafaði hún upp á baðstofuna og tók af hliðargluggan- um. Piltunum varð hún að geyma mokstur- inn frá stafnglugganum. Veðrinu var slotað. Það sleit aðeins úr honum kafald, en vel var ratljóst. (Niðurl. næst.)

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.