Lögberg - 07.08.1930, Page 5
LÖGBKRG, FIMTUDAGINN 7. ÁGÚST 1930.
Bls. 5.
270 Maln St.
Winnipei
100 Plnder Block
Saskatoon
401 Lancaster BldjJ.
Galgary
10053 Jasper A
Edmonton
622 W. Hastin&s St.
Vancouver
36 Welllngton St.
West
Toronto
227 St. Sacrament
Street
Montreal
Elzta eimskipasamband
við Canada
1840*—1930
Nú er tíminn til að annast um
farar-útbúnað bræðra, systra, eig-
in-kvenna, barna, foreldra, ást-
meyja og unnusta á gamla land-
inu, er flytja ætla til Canada.
Cunard línan hefir hlotið frægð
fyrir ágætt fæði, fljótar ferðir og
sanngjarnt verð.
Vér höfum skrifstofur í öllum
löndum Norðurálfunnar, er greiða
jáfnt fyrir einstaklingum sem
fjölskyldum. Vér sendum pen-
inga fvrir yður til Norðurálfunn-
ar fyrir sanngjörn ómakslaun.
Ef þér heimsækið gamla land-
ið, þurfið þér vegabréf, sem og
endurkomu skirteini. Vér hjálp-
um yður til að koma þessu í kring.
Skrifið oss á móðurmáli yðar í
sambandi við upplýsingar, er yð-
ur verða í té látnar kostnaðar-
laust.
CfUMAÍRD
-"Canadian Service
brautryðjendur frelsisins koma til
leiðar.
Andleg vakning fyrir sjálfa oss
Oss, sem fædd erum á lýðstjórn-
arlandi, er hætt við að gleyma þeirri
löngu hörmungasögu, sem liggur að
baki þess frelsis og þeirra réttinda,
sem nú þykja sjálfsögð. Ný vakn-
ing, ný frelsisfæðing, þróttmeiri
hluttekning, dýpri áhugi í stjórnmál-
um þyrfti og ætti að gagntaka oss
hér í Ameríku. Arvekni alþýðunn-
ar þyrfti að vaxa svo að meðferð
stjórnarvaldanna lenti ekki í óhrein-
um og óhæfum höndum; hér er
sannarlega })örf á meiri brennandi
áhuga fyrir því að stofnanir vorar
séu ekki saurgaðar; þessi áhugi ætti
oss að lærast af þeim, sem þrek og
þor höfðu til þess að krefjast réttar
sins á þeim timum þegar aðrar þjóð-
ir létu sér nægja svefn og þögula
auðsveipni.
Vér, sem erum Bandaríkja- eSa.
Canada-íslendingar, annaðhvort hér
fæddir eða höfum gerzt hér borgar-
ar, sjáum hér arfleifð, sem þess er
verð að í hana sé haldið; arfleifð,
sem margir á meðal vor hafa van-
rækt að undanförnu. Vanþekking
vor á þessum efnum, sem svo eru
einkennilega íslnezk, ætti nú að rísa
upp fyrir hugskotssjónum vorum og
það svo rækilega að hún yrði oss til
eldmóðs og eggjunar.
Á meðal vor hafa þeir verið til,
sem hafa fyrirorðið sig fyrir vort
litla þjóðarbrot; hafa ekki þorað að
kannast við það, að þeir mæltu ís-
lenzka tungu. Hvers vegna þetta
hefir átt sér stað skulum vér ekki
segja, en það hefir átt sér stað.
Nú aftur á móti þegar allur heim-
ur horfir og hlustar með aðdáun á
þjóð vora og land fyrir mentun,
menningu og óviðjafnanlega bók-
vísi, sjáum vér suma þessara sömu
manna brjótast fram í ákafa til þess
að ná sæti meðal þeirra, er þátt taka
í heimshátíðinni. Það er vonandi að
arið 1930 megi augu þeirra opnast
svo að þeir sjái og skilji betur þann
þjóðernislega arf, sem þeir eru hlut-
takendur í.
Þeir, sem ekkert sjá nema sjálfa
eru, sem vér fylgjum nú á dögum.
Tækifæri sem þetta ætti að bera
ríkulegan ávöxt.
Vér þurfum ekki að dýrka liðna
tíð í 'blindni eða missa sjónar .á
framtíð vorra menningar stofnana,
en með því að nálgast í anda hinar
eldlegu sálir fornaldarinnat, verð-
um vér að nokkru færari til þess að
mæta þeim verkeinum, sem fram-
tíðin geymir oss í skauti sinu.
Eg veit að eg má fyrir hönd allra
sem hér eru staddir biðja algóðan
guð að blessa ísland, stjórn þess og
þjóð, og allar tilraunir alþýðunnar í
öllum löndum heims, er sameinast til
sjálfsstjórnar í friði og eindrægni.
Og vér, sem erum aðnjótandi sam-
eiginlegrar erfikenningar í þjóðern-
islegu tilliti ættum að kosta kapps
um að haga oss þannig með einingu
huga og hjarta í hverju sem vér að-
höfumst að vér megum varpa geisl-
um vegs og virðingar á þá litlu þjóð,
sem vér eigum uppruna vorn til að
Canada (ramtíðarlandið
í hinum fvrri greinum hefir
verið nokkuð að því vikið, hvers
vegna að hugur svo margra ís-
lenzkra bænda, hefir hneigst að
Manitobafylki. En í þessari
grein verður leitast við að lýsa að
nokkru ástandi og staðháttum í
Saskatchewanfylki. í mörgum til-
fellum gildir það sama um Mani-
toba og Saskatchewan, enda liggja
þau saman hlið við hlið. Þó eru
ýms atriði, að því er snertir Sas-
katchewan, sem væntanlegir inn-
flytjendur hefðu gott af að kynn-
ast, þar sem öðru vísi hagar til,
og skal hér drepið stuttlega á
nokkur helztu atriðin, sem gera
það fylki frábrugðið Manitoba.
Það sem nú er kallað Saskatche-
wan, var áður fyrri víðáttumikið
landflæmi í Vestur-Canada, sem
Hudsons Bay félagið hafði fengið
samkvæmt erindisbréfi frá Char-
les II., árið 1670. Síðan komst
landspildan undir hina canadisku
stjórn, og var henni stjórnað frá
Regina, sem nú er höfuðborg þess
fylkis, með hér um bil 55,000 í-
búa. Árið 1882 var megin hluta
þessa flæmis skift niður í Alberta,
Assiniboia og Saskatchewan. Það
var ekki fyr en 1905, að Saskat-
chewan hlaut fylkisréttindi, með
Manitoba að austan, Alberta að
að vestan, Bandaríkin að sunnan,
en North West Territories oð
norðan.
Saskatchewanfylki er 257,700 fer-
mílur að stærð, og er því ummáls-
meira en nokkurt Norðurálfuríkið,
að undanteknu Rússlandi; það er
tvisvar sinnum stærra en Eng-
land, Wales, Skotland og írland
«1 samans, og hefir um sjötíu og
tvær miljónir ekra, sem hæfar eru
til kornræktar og annarar yrkju.
Af þessu flæmi hafa enn ekki
tuttugu miljónir ekra komist und-
ir rækt. Það er því sýnt, að tæki-
færi fyrir nýbyggja í Vestur-
landinu, eru enn þvínær ótakmörk-
uð.
íbúatala fylkisins er nú nálægt
800,000. Eins og nú standa sak-
ir, framleiðir Saskatchewan af
hinum litla, ræktaða ekrufjðlda.
meira korn en nokkurt annað fylki
Saskatchewan hefir á
ári framleit alt að
Mikið er þar af góðum löndum,
er fást til kaups fyrir þetta frá
$18 til $45 ekran, og má í flestum
tilfellum fá þau með slíkum skil-
málum, að borga má fyrir þau á
mörgum árum. Ræktuð lönd kosta
vitanlega sumstaðar miklu meira,
og fer það alt eftir því, í hverju
helzt að umbæturnar liggja. Enn
I fremur má fá mikið af löndum á
Ieigu, til dæmis fyrir vissa hlut-
deild^ í ársarðinum. — Það, sem
væntanlegir innflytjendur ættu
samt fyrst 0g fremst að hafa 1
hyggju, er það, að hinar miklu
umbætur seinni ára í fylkinu hafa
gert það að verkum, að erfiðleik-
ar frumbýlingsáranna þekkjast
ekki lengur. Eða með öðrum orð-
um, að það er margfalt auðveld-
ara fyrir nýbyggjann að byrja
búskap nú, en átti sér stað hér
fyr meir. Sléttan býður engum
heim upp á ekki neitt. Hún borg-
ar iðjumannihum handtök hans
vafningalaust. Skilyrðin til ak-
uryrkju og griparæktar í fylki
þessu eru að heita má ótæmandi.
Dánarminning
Nú er hún horfin á bak við tjald-
ið, en hún er ekki horfin úr huga
eða minni barna sinna, skyld-
menna eða vina.
Blessuð sé minning hennar.
Vinur.
semx að hafa
Sigríður Magnúsdóttir
telja.
Með því að hafa þetta í huga, í Canada.
niissum vér alls ekki sjónar á )»eim*ei„„ einasta a0
Mvar'®. 384,156,000 mæla at hveiti, byro.
hollustueiða; þeim bjoðum, sem vér 1 u-í , „ , ’
erum og verðum æfinlega viljug ogl** “ °* h<\r’ °* °r J3633 Vegna
viðbúin að þjóna. En með því að 5 m6Sta kornframleiðslu-
minnast vorrar litlu þjóðar og lifa 1&nd lnnan brezka veldisins.
þannig að henni megi sæmd að verða
munum vér halda áfram að leika
hlutverk vort þannig á sviði lífsins,
að sæmilegt sé mönnum og konum,
sem einlæg eru í ást sinni á frelsi
og ráðvönd í allri breytni gagnvart
sjálfum sér og náunga sínum.
Lof í Ijóðum
Vér komum hér saman í dag til
þess að leggja fram vorn litla skerf
í hinum miklu og mikilsverðu hátíð-
arhöldum á þessum timamótum í
sögu feðra vorra og ættjarðar; til
þess að taka þátt í hinni annari þús-
und ára hátíð íslands.
Sumir yðar muna sjálfir eftir
hinni fyrri þúsund ára hátíð árið
1874, sem haldin var til minningar
um byggingu landsins. Sérstaklega
vel við eigandi hátiðahöldin í þess-
ari viku eru hátíðaljóðin, sem lesin
voru á Þingvelli 1874 eftir Bayard
, -- ---- - - “Vinu o j <11 i ti 7- ~ —Ö ■ ~*** JL)aj ai u
oss—100% mennirnir—álíta ef til j Taylor fréttaritara blaðsins New
vill að hérhafi verið of djúpt tekið York Tribune og fólksfulltrúa frá
i árínni. En þeir hafa enga ástæðu
til mótmæla, því á meðal þeirra, sem
hér eru að samlagast í eitt allsherjar
þjóðerni með nýrri menningarstefnu
í Vesturálfunni, eru Islendingar eng-
ir eftirbátar, heldur jafnast fullkom-
lega við þá, sem beztir eru í kjör-
landi sínu. Með tíu alda þjóðstjórn-
arsögu að baki sér, með bókmenta-
og menningarsögu, sem þeir bæði
eru öfundaðir af og dáðir fyrir í öll-
um hinum mentaða heimi, er það
engin furða þótt Islendingar sam-
þýðist greiðlega hvaða siðaðri þjóð
sem vera vill.
Við urken nin ga rskylda
Það er oss ef til vill afsökunar-
vert þótt vér finnum til hrifningar
af hinni miklu viðurkenningu, sem
vor litla þjóð hlýtur um þetta le'yti.
En nema þvi aðeins að þeirri
hrifningu fylgi nokkur dýpri viður-
kenning um þýðingu þeirra stofn-
aua, sem hátiðin er tengd við, er
hluttaka vor náskyld þeirri óheil-
nsemu og blindu fastheldni, sem
sPrettur af engu öðru en einstreng-
mgslegum þjóðarmetnaði.
í þjóðlífi, sem svo gjörsamlega er
uiðursokkið í eigin hag; þar sem
vert augnabliksatriði gagntekur alt
°S alla, væri það ekki úr vegi að
Ver vendum hugaraugum vorum á
ortiðina, sem hefir sannarlega ekki
e egri foringja eða tilkomu minni
ei toga á að benda, en sumir þeirra
Fyrir hálfri öld eða svo, var
fylkið að heita mátti óbygt. Hin
litla jarðrækt, er þektist þar þá,
var á mjög ófullkomnu stlgi. En
stórar buffalo hjarðir undu sér
iítt truflaðar á beit, um sléttu-
flæmið víðáttumikla.
Rauðskinnarnir, það er að segja
Indíánarnir, þóttust hafa tekið
sléttuna að erfðum og þar af leið-
andi hefðu engir aðrir hið minsta
tilkall til hehnar. Fáeinir stór-
huga æfintýramenn, tóku að leita
þangað vestur fyrir rúmum fjöru-
tíu árum. Jafnskjótt og tekið var
að leggja járnbrautirnar, þyrptist
fólkið úr öllum áttum.
Jarðvegurinn er framúrskar-
andi auðugur að gróðrarmagni og
á því voru nýbyggjarnir ekki
lengi að átta sig. Erfiðleikarnir
voru að miklu leyti hinir sömu og
átti sér stað í Manitoba, en þeir
urðu samt enn fljótar yfirstignir.
Nú hafa verið reistir skólar og
kirkjur um alt fylkið. Símalínur
tengja borg við borg, sveit við
sveit. Bifreiðar eru komnar á
allflesta bóndabæi og járnbraut-
arkerfin liggja um fylkið þvert
og endilangt. AIls eru um 6,500
mílur af járnbrautum í fylkinu,
og er það meira en í nokkru öðru
fylki, að undanskildu Ontario.
Nútíðarþægindi í iðnaði, sam-
göngum og verzlun, hafa komið í
stað örðugleikanna, sem land-
X/I'L-I’ L' nemalífinu voru samfara.
1 1 ir ítar gn þ,j nij S£U }jen(ijna fieat
í vikunni sem leið voru ákafir Þau Þægindi, sem nútíminn þekk-
hitar í Vestur-Canada, eða Sléttu-1 ir, þarf samt engu að síður að
fylkjunum þremur. Sumstaðar’ leggja alúð og rækt við stðrfin.
í Saskatchewan komst htiinn upp' Kornyrkja út af fyrir sig, stuðl-
í hu'ndrað stig og jafnvel þar yf- ar miklu fremur að því að veikja
ir. í Indian Head varð hitinn einn jarðveginn en styrkja. Og þess
daginn 102 stig og í Regina 101 ve£na tóku landnemarnir snemma
stig. Mestur htiti í Manitoba UPP a Því að rækta sem mest af
varð 98 stig og álíka í Alberta. ^ripum.
Bandaríkjunum. 1 það kvæði er nú
oft vitnaS í því, sem ritað er um
þúsund ára hátíð Alþingis. Ljóð-
hylli Islendinga olli því hversu kvæði
Taylors var þeim kærkomin hátíða-
kveðja; og um leið og vér að end-
ingu beinum huga vorum að þessari
nýju þúsund ára hátíð sem hefst á
Þingvöllum næsta fimtudag, Ieyfi eg
mér að lesa yður þettavIjóð.
Og E. Hjálmar Björnson endaði
ræðu sína með því að lesa kvæði
Taylors, sem flestir íslendingar
kannast við.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Héldust hitarnir svipaðir fram
yfir helgina, en I dag, þriðjudag,
er töluvert svalara.
ískyggilegt ástand
í síðastliðnum júlímánuði, voru
framin
á nítján dögum
morð í Detroit.
örðugt var til markaðs hér fyr-
á árum og það svo mjög, að bænd-
ur áttu fult í fangi með að láta
hveitiræktina börga sig. Nú er
þetta alt saman breytt til hins
betra; hvar sem bóndinn á heima
í fylkinu, á hann tiltölulega mjög
ellefu skamt til kornhlöðu og járnbraut-
■ arstöðva.
Svo má heita, að sama regla
gildi í Alberta og hinum fylkjum
sambandsins, að því er útmæling
áhrærir. Var byrjað að mæla frá
landamerkjalínu Bandaríkjanna.
Hin stærri útmældu svæði, er
sectiön, eða fermílur af landi, er
taka yfir 640 ekrur. Sérhvert
township, þannig mælt út, inni
heldur 36 sections, eða 23,000 ekr-
ur. Spildum þeim, er sections
kallast, er svo aftur skift í fjórð
unga, eða 160 ekra býli.
Héraðsvegir í fylkinu mega á-
gætir kallast, enda hefir verið til
þeirra varið miklu fé, bæði frá
sveita, sambands og fylkisstjórn-
um.
Fylkið saman stendur af borg-
um, bæjum, þorpum og sveitar-
félögum, er hafa sína eigin fram
kvæmdarstjórn, að því er heima-
málafni áhrærir. Alls eru sex
borgir í fylkinu. Er þeim stjórn
að af borgarstjóra og bæjarráðs
mönnum, kjörnum í almennum
kosningum. Þó er stjórnarfyr
irkomulag borganna sumstaðar
talsvert mismunandi. Sérhverri
borg er stjórnað samkvæmt lög
giltri reglugjörð eða grundvallar-
lögum. — Bæjum er stjórnað af
bæjarstjóm og sex fulltrúum, en
þorpunum stýra oddvitar ásamt
þrem kosnum ráðsmönnum. —
Lög þau, eða reglugerðir, sem
bæjum og þorpum ber að hegða
sér eftir, nefnast The Town Act
og The Village Act.
Sveitarfélög eru löggilt af
fylkisstjórn, eða stjómardeild
þeirri, er með höndum hefir eft
irlit með héraðsmálefnum —
Municipal Affairs .— samkvæmt
bænarskrá frá kjósendum, er í
bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar-
félagi er stjórnað af sex þar til
kjörnum ráðsmönnum, og er for-
maður þeirra nefndur sveitarodd-
viti.
Sveitarfélög, sem eru að byggj-
ast en hafa eigi hlotið löggild-
ingu, standa undir beinu eftirliti
fylkisstjóraarinnar.
Eins og í hinum Sléttufylkjun-
um, er að finna í Alberta allar
nútíðar-menningarstofnanir, svo
sem bókasöfn, sjúkrahús, skóla og
kirkjur. Eru barna og unglinga-
skólar í hverju löggiltu bæjar- eða
sveitarfélagi, svo 0g gagnfræða-
skólar, kennaraskólar, iðnskólar;
euu fremur landbunaðar og verzl-
unarskolar, er njóta góðs styrks
frá stjórninni. Skólahéruð má
stofna, þar sem eigi búa færri en
fjórir fast-búsettir gjaldendur, og
eigi færri en átta börn frá fimm
tH átta heimilum. Skylt er öllum
foreldrum að láta böm sín sækja
skóla, þar til þau hafa náð fimtán
ára aldri. Heimilað er og sam-
kvæmt lögum að láta reisa íbúð-
arhús handa kennurum á kostnað
hins opinbera, þar sem svo býður
við að horfa, og nauðsynlegt þyk-
ir vera.
Skólahéæuðum fer fjölgandi
jafnt og þétt, og er ekkert til
sparað, að koma mentastofnunum
fýlkisins í sem allra bezt horf. ^
Á landbúnaðarskólunum nema
bændaefnin vísindalegar og verk-
legar aðferðir í búnaði, en stúlk-
um er kend hússtjórn og heimilis-
vísindi.
Réttur minnihlutans er trygð-
ur með sérskólum, sem standa
undir eftirliti fylkisstjóraarinn-
ar, enda verður auk hinna sér-
stöku greina, að kenna þar allar
hinar sömu námsgreinir, sem eru
kendar í skólum þeim, sem eru
fylkieeign.
Það hefir dregist lengur en
skyldi, að geta þess í blöðunum,
að þann 11. febr. 1930, lézt ekkj-
an Sigríður Magnúsdóttir í Leth-
bridge, Alberta, eftir tveggja
mánaða legu, en langvarandi
heilsubilun. Hennar er sárt sakn-
að af vinum og vandamönn-
im. Syrgja hana þrír synir og
tvær dætur, og ellefu barnabörn,
ásamt tengdafólki og systkinum
hinnar látnu.
Sigríður sáluga var fædd í
Reykjavík á íslandi 10. júní 1866.
Foreldrar hennar voru Magnús
Einarsson frá Sandagerði við
Reykjavík, og Sigríður Guð-
mundsdóttir frá Miðengi í Gríms-
nesi. Sigríður heitin ólst upp hjá
foreldrum sínum, þangað til móð-
ir hennar dó. Eftir dauða móð-
ur sinnar (mun hún þá hafa ver-
ið um 8 ára að aldri) fór hún til
frændkonu sinnar; með henni
dvaldi hún þangað til faðir henn-
ar giftist í annað sinn .— Um 18
ára gömul réðist Sigríður heitin
•sem bústýra til Ólafs Björnsson
ar og giftist honum síðar. Hann
var fæddur og uppalinn á Með-
allandi í Skaftafellssýslu, en var
búsettur 1 Reykjavík, þegar Sig-
ríður fór til hans, 0g í Reykjavík
og grend bjuggu þau allan sinn
samverutíma. Síðast bjuggu þau
Kirkjubóli, svo nefndu þau ný-
býli, sem þau bygðu skamt frá
Fúlutjörn, fast við Laugarness-
veginn. Þar misti Sigríður mann
sinn 6. marz 1905. Stóð hún þá
eftir með 8 börn, en margir urðu
til að rétta henni hönd og Reyk-
víkingar reyndust henni vel.
Eftir dauða manns síns, seldi
hún Kirkjubólið, en lét byggja
snoturt hús skamt frá verksmiðj
unni Mjölnir. Það heimili nefndi
hún Ás. Þar bjó hún með börn-
um sínum, þangað til hún flutt-
ist til Canada 1910. — Þangað
fluttust einnig sex af börnum
'hennar, en tvö urðu eftir heima:
Stefán, sem nú er búsettur í Rvík
og Guðrún, sem dó í Reykjavík úr
landfarssóttinni miklu 1918.
Sigríður setist að með börn sín í
Orton, Alberta, smáþorpi skamt
írá Macleod, en síðar fluttist hún
alveg til Macleod og átti heima
7>ar til dauðadags, að undanteknu
einu ári, sem hún dvaldi í Wyn-
yard, Sask..
Börn þeirra hjóna, Sigríðar og
Ólafs, tel eg hér upp í röð eftir
aldri: 1. Stefán, sem áður er
nefndur (búsettur heima á ís-
landiR 2. Guðrún, sem áður er
nefnd (dáin á íslandi). 3. Ágústa,
gift Tobíasi Tobíassyni, dáin 1920.
4. Ragnar, dáinn 1920, hvíla þau
bæði við hlið móður sinnar í Al-
menna grafreitnum hjá Macleod.
5. Jóhanna, nú Mrs. Connelly, bú-
sett i Macleod. 6. Hallgerður, nú
Mrs. Clarke, búsett í Lethbridge.
7. Kjartan, járnsmiður í Mac-
leod. 8. Jóhannes, einnig hér í
Macleod.
Alsystkini Sigríðar heitinnar,
sem mér er kunnugt um, eru
Flinar, búsettur í Bellingham,
Wash., Vilborg í National City,
Calif,, og Guðmundur og Magn
ea í Spanish Fork, Utah. Fleiri
alsystkini og svo hálf-systkini
mun hún hafa átt, en mér, sem
þetta ritar, er ekki vel kunnugt um
nöfn þeirra eða hvað mörg þau
hafa verið.
Sigríður heitin var vönduð og
trygglynd kona, góð og umhyggju-
söm móðir. Hún var staðföst í
lund og vel greind, 0g síðustu
árin las hún mikið og hugsaðfi
mikið um það, sem hún las, og
upp á síðkastið dvaldi hugurinn
iðulega við hina stóru spurning:
Hvað er á bak við tjaldið? Hvern-
ig er umhorfs þar? En hún ef-
aði ekki áframhald lífsins. Nei,
hún var viss um það. Hún trúði
á guð og hans réttlæti, vísdóm og
mátt.
K V E Ð J A.
Eg kveð þig nú, vina, kært í anda.
Hljóð stígur irtinning um munar
heima,
Því margs ér að minnast og margt
að þakka,
Um árin mörgu, sem eru liðin.
Við sátum svo oft og saman
ræddum.
En ráðgátur lífsins þó leyst ei
gátum,
Við þráðum að sjá í hulda heima,
Sem börn er bíða’ eftir birtu
ljóssins.
I
Við trúðum á bak við tjaldið væri;
önnur tilvera’ í ótal myndum,
Og starfandi líf á leiðum æðri, 1
Keppandi hærra að hásæti
Drottins.
Nú ertu gengin 1 gegnum dauðann
Og inn til lífsins svo lengi þráða.
Eg til þín ei sé, því tjaldið er
fallið
Á milli okkar. En við mætumst
aftur.
Vinur.
Alþingishátíðin
Framh. frá 1. bls.
Van Blankenstein frá Niður-
löndum.
Berdal frá norska samlaginu.
Dr. Alfred Dieffenbach, frá
Maryland í Bandaríkjunum.
Miss Kity Cheatham.
Frú Rennwich McAffee, New
York.
Oktovianus Helgason fyrir K.
F.U.M., Danmörku.
Bjarne Rekdal, frá norskum
ungmennafélögum.
Prófessor Clyde Fismer, New
York.
Mr. Ingjaldsson frá Manitoba-
fylki.
Sumir þessara ræðumanna
færðu íslendingum veglegar
gjafir, og verður getið um þær
síðar.
ÞINGLAUSNIR.
•
Þá er hinir erlendu gestir
höfðu flutt kveðjur sínar, fóru
fram þinglausnir. Kom neðri
deild fyrst saman og sleit Bene-
dikt Sveinsson þingfundi og
mælti um leið nokkur orð til
þingheims.
Ásgeir Ásgeirsson sagði sam-
einuðu þingi slitið með stuttri
ræðu og síðaji kveddi forsætis-
ráðherra sér hljóðs og las upp
konungsbréf um að 1000. Alþingi
íslendinga væri slitið. «
HATÍÐTARSLIT.
Klukkan 8 í gærkveldi átti að
slíta Alþingisátíðinni að Lög-
bergi. Var þá veður hálf leiðin-
legt, talsvert mikil rigning. —•
Samt flyktist fólkið upp í Al-
mannagjá og skipaði sér þar fyr-
ir framan þingppallinn.
Þá var Einar skáld Benedikts-
son ehiðraður með ræðu, er Krist-
ján Albetrsson flutti.
þeir eru margir,
unnið.
ísland átti mikið undir því,
hversu þessi vinna væri af hendi
leyst, því að sómi íslands lá við
að þessi hátíð færi vel fram.
Þeir hinir mörgu, mjög mörgu,
er hafa leyst af hendi ágætt starf
við þessa hátíð, hafa unnið landi
sinu þarft verk.. Þeir verðskulda
allir þakklæti alþjóðar.
Aðal forstöðumanninum, Magn-
úsi Kjaran, og hátíðanefndinni
færi eg sérstakar þakkir í þjóð-
arinnar nafni.
Svo sem lög stóðu til til forna,
hafa öll sverð verið í slíðrum í
þinghelginni. Er það vel, að ekki
berist eingöngu hersögur af ís-
landi. Mæti það jafnan vera svo,
að jafnvel hinni hörðustu orra-
hríð létti þegar, þegar heiður og
sómi þjóðar liggur við.
Þá hefir alþjóð, heimamenn-
irnir, hvaðanæfa að af landinu,
sett sinn mikla svip á hátíðina.
Megum við vel við una hvað hvað
séð hafa hin glöggu augu gest-
annna í framkomu íslenzkrar al-
þýðu. Er sem fest hafi verið í
hvers manns 'hjarta, að honum
bæri að minnast sæmilega hinna
sameiginlegu forfeðra, sem fyrir
þúsund árum settu hér lög og
rétt. — Og því er Iþað ekki tilvilj-
un ein, að okkur hefir enn verið
foVðað við öllum slysum.
Svo horfir við mér þessi hátíð.
Fyrir þúsnd árum fluttu út hing-
að margir af hinu göfga og gáf-
aða kyni Hrafnistumanna.’ Þeir
áttu þá ættarfylgju, að þeir
höfðu jafnan byr þangað sem leið
þeirra lá.
Yér höfum notið giftu Hrafn- *
istumanna um þessi hátíðahöld.
Um margt urðum við að tefla
í tvísýnu, um margt urðum við að
leggja á tæpasta vaðið,
Gifta Hrafnistumanna hefir
fylgt okkur á hátíðinni. Byr —
blásandi byr, fengum við jafnan,
er mest á reið.
Eg hygg, að þetta eigi við á enn
víðtækara sviði fyrir ísland, en
um þúsund ára hátíðina.
Eg hygg, að gifta Hrafnistu-
manna sé að verða mikil meðal
hinna mörgu afkomenda þeirra,
sem nú, þúsund árum síðar,
byggja þetta land.
Eg hygg, að ættarfylgja Hrafn-
istumanna sé að verða svo mögn-
uð meðal íslendinga, að íslenzka
þjóðin í heild sigli til hamingju
og bjartari framtíðar við byr —
blásandi byr.
Eg hygg, *að erlendum þjóðum
sé þetta ljósara en áður efir þessa
hátíð — og við íslendingar mun-
um finna til meiri máttar í sjálf-
um okkur, er við nú hefjum nýja
þúsund ára sögu íslands.
Eg segi þessari þúsund ára há-
tíð Alþingis og íslenzka ríkisins
slitjð.
Því næst steig Tryggvi Þór-
hallsson forsætisráðherra í ræðu-
stólinn til þess að segja hátíð-
inni slitið. Gat hann þess í upp-
hafi, að söngflokkur myndi að
lokum ræðu sinnar syngja þjóð-
sönginn. Bað hann menn að
klappa ekki né láta nein fagnað-
arlæti í ljós, heldur hverfa stilt-
ir og alvarlegir frá þessari merku
samkomu, eins og sæmdi alvöru-
gefinni þjóð á háíðarstund.
Kafli úr ræðu forsætisráð-
herrans.
Síðan mælti hann á þessa leið:
Við komum saman til þess að
segja litið þessari 1000 ára há-
tið Alþingis.
Sennilega hefir enginn okkar
gert sér það í hugarlund fyrir-
fram, hversu stórfeld hún myndi
verða — á okkaý mælikvarða.
Hér hafa komið fleiri, hér hefir
verið meira um að vera en nokk-
ur gerði sér fyllilega grein fyrir
fyrirfram.
Og nú komum við saman hress
í huga. Þúsund ára hátíðin hef-
ir farið fram lslandi til sóma, og
okkur öllum til ánægju.
Þá söng karlakór úr ýmsum
félögum “Ó, guð vors lands”, rétt
fyrir framan þingpallinn. Hljóm-
aði það miklu betur þar en á
söngpallinum. Hinn mikli mann-
grúi hlýddi á sönginn með fjálg-
leik og það var eins og náttúran
sjálf vildi gera þessa stund sem
hátíðlegasta, því að í sama bili
hætti að rigna og gerði hið yndis-
legasta veður.
Með því lauk þessari merkilegu
þjóðhátíð. — Mgbl.
Mikil vinna hefir verið leyst af
hendi við þessi háíðahöld, og
DANSKI FANINN
að Lögbergi.
‘tBezt er að segja hverja sögu
eins og hún gengur”, segja menn.
Frá því var skýrt lauslega hér í
blaðinu í fyrradag, að mistök hafi
orðið í því, er draga skyldi danska
fánann að hún að Lögbergi. Þó
atvikið væri í sjálfu sér lítilfjör-
legt, þótti almenningi leitt, að
einmitt þessi urðu mistökin. En
fæstir munu vita með sannindum,
hvernig á þessu stóð.
1 gistihúsinu Valhöll voru
geymdir fánar allra þeirra þjóða,
sem fulltrúa sendu á hátíðina.
Meðal þeirra var og fáni Austur-
ríkis, vegna þess að hátíðanefnd
átti von á því fram til þess síð-
asta, að þaðan myndu koma full-
trúar. En menn þeir, sem tóku
til fánana, aðgættu þá ekki ná-
kvæmlega og tóku austurríska fán-
ann fyrir þann danska. Er 'hægt
að villast á því, þegar fánarnir
eru saman vafðir, því báðir eru
rauðir og hvítir, og báðir með
hvítu röndinni eftir miðju að
endilöngu. — Mgbl.