Lögberg - 07.08.1930, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.08.1930, Blaðsíða 6
BI*. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. ÁGÚST 1930. Sonur Guðanna Eftir R E X B E AC II. “J'á, eg veit þetta,” sagði Fay. “Stúlka, sem vinnur í sömu skrifstofunni og eg, hefir sagt mér nokkuð. /Þeijr hatfa danssali, bœði hér og í New York líka, þar sem engir koflia, nema þessir Austurlandamenn. Reglulega skrautsali. En stúlkumar eru allíj.r hvítar. Eg ætlaði ekki að trúa henni, en hún segir, að það sé alveg satt. Þangað fara allir þessir útlendu stúdentar, frá Kína og Japan og Phil- ipy>ine eyjunum. Þeir borga hvað sem vera skal. Hún sagði mér alt um þetta. Mér finst þetta vera hræðilegt-” “Eg er alveg viss um, að Sam fer þang- að.” “Eg veit ekki. Spud segir, að hann fari alls ekki út með neinum stúlkum. ” “Það má rétt nærri geta, með öllum þeim peningum, sem hann hefir.” “Hann hefir engan kunningsskap við hina Kínana heldur. Allir hans vinir eru hvítir menn.” “Þess vegna er það líka, sem hann lítur út eins og hvítur maður. En ef hann er nógu heimskur til að lána þeim Kicker og Spud peninga, þá er líklega hezt fyrir okkur, að segja ekkert um þetta. Við njótum góðs af þeim peningum.” Mahel hrosti. Hún hafði eitthvað af þeim hyggindum, sem í hag koma. Þegar Alice Hart var háttuð um kvöldið, liugsaði hún mikið um það, sem hún hafði heyrt. Það var henni mesta raun að hugsa um peningasakir, en það var óskaplegt að vera fá- tækur. Þetta sýndist alt afskaplega ranglátt- Þarna voru þeir Kicker og Spud, báðir full- komlega færir um að vinna sér inn nægilega peninga, en sem voru svo lánsamir, að vera í vinfengi við þennan austurlenzka prins, sem [>eir gátu alt af fengið peninga hjá; en hún varð að neita sér um alla skapaða hluti vegna fátæktar. Hún gat ekki einu sinni verið sæmi- lega til fara. Þessir piltar tveir eyddu meira fé, sem þeir fengu til láns hjá'Sam og borguðu aldrei, heldur en hún hefði þurft til að geta lifað góðu lífi. Og það var víst alveg rétt, sem Fay hafði sagt um prinsana. Bara Sam væri reglulegur prins! Það var heldur ekki svo sem hann líktist Kínverjum, hann gerði það ekki. . Það var svo sem ekkert á móti því, að hafa kunningsskap við hann, ef fólkið ekki vissi hverrar þjóðar hann var.. En það vissu allir. í Washington voru margir Kínverjar, sem tóku fullan þátt í samkvæmislífinu og þótti ekki neitt athugavert við það þar. Þeir voru flestir ernbættismenn kínversku stjórnarinnar. Það var kannske þess vegna, að þar þótti heldur virðing, en hitt, að umgangast þá. Auðvitað tók það engu tali, að hugsa til að giftast nokkr- um þeirra. Samt var það nú ekki alveg óþekt. “Vitlausir eftir hvítum stúlkum!” Þvílíkur viðbjóður! En Mr. Lee var ekki viðbjóðsleg- ur. Hann var reglulegt prúðmenni. Sam var að lesa kínverska sögu, eina af hinum mörgu kínversku sögum, sem hafa þann mikla kost að vera svo einfaldar og blátt áfram, að þær eru hverju barni skiljanlegar, þótt þær hafi oft mikla lífsspeki að geyma- Sagan var um litlu China Ting, einkadóttur olíukaupmann-s ins Sun Hou. Foreldrar hennar voru svo hörð við hana og ónærgætin, að þau lokuðu hana inni í húsinu, þar sem var að eins eitt dauft lampa- ljós, meðan þau sjálf fóru til að taka þátt í ný- ársgleðinni. Djarfur og ófyrirleitinn ])iltur þar í þorpinu, er söguhöfundurinn kallaði Tun, hafði falið sig í postulínskeri í húsi Sun Hops, og þegar hjónin voru farin burtu, tjáði hann heimasætunni ást sína. Það var stundum, sem Sam hafði meira vndi af að lesa ýmislegt, sem skráð var á kín- versku, heldur en nokkru öðru. May var eææi heima, svo Sam var einn og þegar hann var það, klæddi hann sig vanalega í sinn skrautlega kín- verska búning og fylgdi í flestu sínum kín- versku siðum, sem hann var alinn upp við, og hugsaði þá líka eins og hver annar mentaður Kínverji. í kínverskum bókmentum er yfirleitt lítið gert úr kvenfólkinu. Þær eru nokkurs konar leikföng handa karlmönnunum, en standa þeim óendanlega mikið að baki 1 skáldsögum og æf- intýrum gætir þeirra vanalega ofboð lítið. En í þessari sögu, bar engu minna á Chin Ting, heldur en hennar gáskafulla elskhuga. “Ef eg bara gæti losnað úr þessu keri, elsku gulldjásnið mitt, þá gæti eg talað betur við þig.” Fun reyndi með öllu móti, að losast úr ker- inu, en hvernig scm hann brauzt um, hepnaðist það ekki. Hann skifdi ekkert í því, livers vegna hann gat ekki komist upp úr kerinu, fyrst hann hafði komist ofan í það. Hann bað Chin Ting í öllum guðanna bamum að hjálpa sér í þessum vandræðum sínum, og hún gerði það, en þó ekki fyr en eftir nokkra umhugsun. Þau gerðu l)a'ði alt, som þau gátu, og eftir langa mæðu komst hann úr kerinu upp að mitti. Lengra komst hann ekki í bráðina. Loksins gat hann þó brotið botninn úr kerinu og losnaði þannig, en til þess þurfti hann að taka á öllu sínu afli. Sam fanst þessi gamla saga töluvert lær- dómsrík. Þær voru margar stúlkurnar, sem fanst sjálfum að minsta kosti, að þær vera úti- lokaðar lífsgleðinni, eins og aumingja litla Chin Ting, og margur drengurinn var eins og í fangelsi, þó hann væri að nafninu til frjáls. Hugsunin í þessu gamla æfintýri, var ofboð auðskilin. Það sem Fun langaði til, var að fá hina laglegu Chin Ting fyrir konu. Hún dáð- ist að þessum hugprúða sveini og hana langaði ósköpin öll til að sjá ljósadýrðina, þar sem há- tíðahöldin fóru fram. Löngunin til þess varð sterkari en bann foreldranna. Ohin Ting hafði þykka andlitsblæju, svo alt hefði kannske getað farið vel, ef elskhugi lfennar hefði ekki tekið upp á því óheilla ráði, að vilja endilega fara að gefa sig á tal við tilvonandi tengdaföður sinn, og það hafði ekki neitt gott í för með sér. Sam hafði lesið söguna í hálfum hljóðum, en þagnaði alt í einu, vegna þess að símin* liringdi. Hann leit á klukkuna. Hún var eft- ir ellefu. Hver gat þetta verið? Það var kven- maður, sem talaði, þegar hann svaraði sím- anum. “Vitið J)ér ekki hver þetta er?” sagði hún. “Það er Alice Hart, sem er að tala.” Sam brá mjög við. Þau heilsuðust svona eins og gengur og ger- ist með þessum vanalegu orðatiltækjum, sem þýða svo undur lítið- Alice hafði verið heima alt kveldið, alein. Það hafði komið í huga hennar, að hún hefði aldrei þakkað honum fyr- ir hvað hann hafði verið vinsamlegub og góður í þetta eina skifti, sem þau hefðu fundist. Hún vonaði, að hann ímyndaði sér ekki, að hún hefði viljað sýna honum nokkuð annað en vinsemd og kurteisi. Sain spurði sjálfan sig, hvort það væri mögu- legt, að hann hefði misskilið það sem fram fór, kveldið sem þau kyntust. Honum gat ekki blandast hugur um, hvers vegna þetta sam- ferðafólk hans yfirgaf hann alt í einu. En hvernig stóð þá á því, að hún nú símaði til hans og talaði svona vinsamlega við hann? Hann varð að minsta kosti að sýna henni alla kurt- eisi. “Eg var að lesa ])egár þér hringduð,” sagði hann, “gamalt, kínverskt æfintæíri.” “Um hvrað er sagan?” “Hún er um litla Kínastúlku, sem ekki fékk að sækja nýárs liátíðahöldin og sjá alla ljósa- dýrðina þar. Við höldum ósköp mikið upp á nýárið, eins og þið haldið upp á jólin og f jórða júlí.” “Hvers vegna fékk hún ekki að fara?” Sam hikaði. Miss Hart vissi og skildi þetta alt saman. Samt símaði hún og langaði tll að tala við hann. Það var honum óskiljanlegt. Hann tók aftur til máls. “Aumingja litla Oliin Ting átti foreldra, sem ekki voru góð við hana og lokuðu hana inni í húsinu, þegar þau fóru sjálf út að skemta sér. En ungur maður þar í þorpinu, sem elskaði hana auðvitað, hjálpaði henni til að komast út úr húsinu og þau sáu alla ljósadýrðina og skemtu sér ágætlega hvort með öðru-” “Þetta er ekki ósvipað okkar sögum, en eg býst við, að sagan sé lengri.” “ Já, vitanlega. Sagan er skemtileg, eins og hún er sögð á okkar máli.” “Lesið þér virkilega kínversku?” spurði Miss Hart. “Auðvitað. ” “Er það ekki afar erfitt? Þarf ekki mörg ár til að læra það mál?” “Jú, mörg ár. Eg gat, ekki talað ensku, þangað til eg var liálf vaxinn.” “Nei, er það ekki merkilegt. Þér áreiðan- lega talið málið nógu vel nú. Betur en eg geri. Eg vildi að eg vissi meira um önnur lönd og fólkið, sem þar er, og þess siði og hætti. Eg er óskaplega fáfróð, en langar mikið til að vita margt. Eg kann ekkert, nema dálítið að teikna. Var Chin Ting falleg?” “Já, dæmalaus falleg,” sagði Sam og hló. Það var kannske í fyrsta sinni, sem liann hafði hlegið alveg náttúrlega og eðlilega, þegar hann hafði átt tal við hvíta stúlku. ‘ ‘ Eg býst við hann hafi kallað hana blómið sitt?” “Nei, hann kallaði hana gullið sitt og perlu- festina sína- En þegar faðir hennar vissi, að hún hefði sótt hátíðahöldin, sem hann hafði bannað henni að gera, ]>á varð hann svo reið- ur, að hann vildi dýfa henni ofan í sjóðandi olíu, en móðir hennar var það vægari, að hún vildi bara dýfa höndunum á henni ofan í olí- una.” “Nei, er það virkilega?” “Já, auðvitað. En því miður sé eg hana ekki. Það næsta, sem eg hefi komist að sjá hana, var þarna um kveldið. Mér leið dæma- laust vel meðan það entist. ” Það var eins og Alice fyndist alt í einu, að hún hefði sagt held- ur mikið, gengið kannske full-langt í því, að þakka Sam fvrir síðast, svo eftir að hún hafði bætt við einu eða tveimur orðum, bauð hún góða nótt. Sam las ekkert meira, það kveldið. Hvað þýddi þetta vinsamlega símtal í raun og ceru? Var Alioe Hart öðru vísi en aðrar Bandaríkja- stúlkur? Hún hlaut að vera það. Hvað átti hún við, með að líkja sjálfri sér við Chin Ting? Það var ekki ólíkt ástatt með hann sjálfan og unga manninn í postulínskerinu. Fun hafði loksins brotið það utan af sér. Átti hann að voga sér að sfma til hennar eftir hæfilega lang- an tíma? Hvað var hæfilega langur tími? Það var ekkert um það í þessu gamla kínverska æf- intýri, að piltarnir notuðu talsímann til að tala við ungu stúlkurnar. En hann var ekki í Kína. Hann var í Bandaríkjunum og hann var Banda- ríkjamaður. Bandaríkjamaður! Mikil ósköp! Hann var bara Kínverji og gat aldrei orðið annað. En hann gat þó að minsta kosti sent henni blóm. Það gat hann gert- Það var eng- in móðgun í því. Það skyldi áreiðanlega verða fallegt blóm og dýrt. Hún þurfti að skilja, að það, sem hann gerði, ])að gerði hann myndar- lega. III. KAPITULI. Mánuðurinn var liðinn. Trén' stóðu í blóma. Að kveldinu var dimt á hliðarstrætinu, þar sem Alice Hart leigði sér herbergi vegna þess, að trjágeinarnar skygðu á götuljósið. Sam Lee stöðvaði bílinn miðja vegu milli tveggja stræta og beið. Fólkið, sem áður hafði veitt bílnum hans svo nána eftirtekt og dáðst svo mikið að honum, var nú hætt því, vegna þess að það var orðið honum vant. Tvö eða þrjú kveld í viku, kom hann þarna, fór fljótt, en hvenær hann kom aftur, vissi enginn. Alice var tilbúin. Hún kom rakleiðis ofan frá húsinu, settist við hliðina á Sam og bíllinn fór sína leið. Einstaklega hæversklega og góðlátlega ])akkaði hún honum fyrir eitthvað, sem hann hafði sent henni þann daginn. “Þér eruð of örlátur,” sagði hún. “Það er alveg satt- Þér komið mér íf vandræði. Eg—eg veit ekki hvað eg á að gera við yður.” “Líkaði yður það?” “Þér vitið, að mér líkaði það. En hvernig getið þér verið svona smekkgóður, þegar um það er að ræða, sem kvenfólkinu tilheyrir? Stúlkurnar ættu ekki að treysta neinum manni, sem getur valið henni kjól, sem hun er ánægð með. Það bendir á, að hann er ekki allur þar sem liann er séður.” Sam hló, og hún færði sig enn nær honum. Hún vildi láta hann skilja, að sér þætti vænt um það, sem liann hafði gert fyrir hana. Eftir fyrsta símtalið, hafði Sam sent Aliee blómvönd. Það var fallegasti blómvöndurinn, sem hún hafði nokkurn tíma séð. Það mátti þó ekki minna vera, en hún kallaði hann upp og þakkaði honum fyrir þessa ljómandi gjöf. Nú töluðu þau dálítið lengur saman heldur en áð- ur og einhvern veginn vildi það svo til, að hún mintist eitthvað á fallega bílinn hans. Hálf- feiminn hafði hann boðið henni að koma út með sér í bílnum, og hún hafði sagt, að það væri sér regluleg ánægja, að fara út með honum hvaða kveld sem vera skyldi. Þetta var nú byrjunin. Sam stundaði ekki námið af eins miklu kapppi eins og áður, en hann var glaður í huga og ánægðari heldur en hann hafði nokk- urn tíma áður verið síðan hann kom til East- ern háskólans, og hann var farinn að þekkja allar brautir út frá borginni, rétt eins og fing- urna á sér. Námið á listaskólanum var Alice töluvert erf- itt- Hún var alin up í smábæ úti í sveit, og hún var ekki vön við að sitja mikið inni. Úti- loftið átti betur við hana. Þessar bílferðir höfðu því verið henni til hinnar mestu ánægju og hún hafði oft sagt Sam, að sér þætti afar- vænt um að hafa kynst honum. Það væri ekki mikið varið í að vera í kunningsskap við þá Spud Glorham og Kieker Wade, en um hann var alt öðru máli að gegna, hann var vinur, sem óhætt var að treysta, stiltur, greindur og alvarlegur, sem ávalt sýndi kvenfólkinu virð- ingu og kurteisi. Alice talaði heilmikið um það, sem hún var að gera, áhugamál sitt og hvað hún hefði lagt í sölurnar til að reyna að ná því takmarki, sem hún hefði sett sér. Sam fékk margt að heyra um Bartonville og hve þar væri lítið að hafa af því, sem væri verulega nokkurs virði í lífinu og veitti nokkra verulega lífsgleði, svo sem bók- mentir og listir og annað, sem að andlegri menningu lýtur- Þegar Alice Hart talaði um sína eigin listabraut, var hún ávalt alvarleg og einlæg. Um alt annað talaði hún með minni al- vöru og var vanalega kát og skemtileg og gam- ansöm. Hún kunni prýðisvel að haga orðum sínum, hvort sem hún heldur talaði um sína eigin hagi eða eitthvað annað, og hún var ávalt góðviljuð í annara garð. Hún var eitthvað töluvert eldri en Sam, kannske svo sem tveim- ur árum. Engu að síður dáðist hun jafnan að vitsmunum hans og. skilningi á mannlífinu. Kunnings'skapur þeirra ihafði afar mikil áhrif á Sam. Hann var eins og í draumi. Samt var hann þroskaðri og meiri maður, öðru vísi en hann hafði verið áður. Eitt var það, að nú liafði hann lært að danga, og það hefir töluvert mikla þýðingu fyrir hvern ungan mann. Aliee var mjög vinsamleg við hann, en lét hann þó skilja, að það væri ekki fyrst og fremst sín þægðin, að kunningsskapur þeirra hóldi á- fram. Hún lét hann fullkomlega skilja, að henni félli hann vel í geð, en var þó hrædd um að hann kannske kynni að ætlast til of mikils. En þar sem hann sýndi henni aldrei annað en staka kurteisi og prúðmensku, þá hvarf þessi ótti algerlega og þau urðu reglulega góðir vin- ir og félagar. Hún var alt af til þess búin, að fara út með honum, en hins vegar lítið um það gefið, að láta sjé sig með honum á nokkrum op- inberum stöðum og afsakaði hún það með því, að hún væri ekki nógu vel til fara. Hún sagði, að þær stúlkur einar, sem hefðu efni á að klæða sig vel og smekklega, gætu tekið þátt í sam- kvæmislífinu. KAUPiÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRYAVE. EAST. - - WINNIPEC, MAN. Yard OfHea: Bth Ftoor, Bank ofHamHton Ohamberi Eitt kveldið gekk hún þó inn á að fara með honum inn í heldur lítilfjörlegt veitingahús, þar sem naumast var líklegt, að nokkur þekti þau. Þar var eitthvert liljóðfæri, sem spilaði danslag, ef smáskildingur var látinn í það. Alice þótti ]>að mjög undarlegt, þegar Sam sagði henni að hamr kynni ekki að dansa, og bauðst hún þegar til að kenna lionum það. Eft- ir þetta fóru þau þarna inn í hvert sinn, sem þau áttu þar leið um. Þau höfðu hina mestu skemt- un af þessu. Alice sagði honum afdráttarlaust, að þess yrði ekki langt að bíða, að hann dans- aði betur en flestir aðrir menn, sem hún liefði dansað við, eða séð dansa. Yfirleitt var hún glaðleg og skemtileg, en þó var eitt í fari hennar, sem Sam gat ekki vel felt sig við. Það kom stundum fyrir, að hún varð svo afar óánægð með kjör sín, án þess nokkur veruleg ástæða virtist vera til þess. Henni virtist alt ganga á móti sér og sér væri gert alt ómögulegt. óhepnin elti sig í öllu. Og hún lét þetta óspart í ljós, sem kom sjálfsagt til af því, hve opinská hún var að eðlisfari- Fá- tæktin var að hennar álti ekki að eins ógæfa, heldur líka vanvirða, brennimark niðurlæging- arinnar. Ekki var hún beinlínis öfundssjúk, en hún hafði ákafa löngun til að geta haft það, sem hún hún vissi að aðrar stúlkur höfðu, og geta notið 'þess, sem þær nutu, og geta látið sér finnast, að hún væri fullkominn jafningi þeirra. Sam skildi þetta ekki nærri vel. Sjálfur hafði hann aldrei þurft að neita sér um neitt. Þar að auki hafði hann ekki kynst þeim hugs- unarhætti hjá sínu eigin fólki, að nokkur væri minna metinn fyrir það, þó hann væri fátækur. Þegar hann sagði henni þetta, trúði hún honum naumast. Henni skildist ekki, að hann væri einlægur, eða honum þætti í raun og veru nokk- uð verulega til sín koma, svo fátæk sem hún var. Hún var að vísu stúdent og í henni var gott efni í listakonu, en hvað var það? Þetta hafði máske eitthvað að þýða í Kína, en ekki hér. Þrátt fyrir það, að Sam fanst hún ávalt laglega og smekklega klædd, þá talaði hún þrá- faldega um, að hún væri ekki nærri nógu vel til fara, svo hann fór að gefa henni ýmislegt, sem hann bjóst við að hún gæti ekki keypt, svo sem fallega vasaklúta, fallega vetlinga, silki- sokka,og annað því líkt. Þegar hún sagði hon- um, að hann ætti ekki að gera þetta, sagði hann að þetta væru bara smámunir. “Fyrir yður eru þessir hlutir kannske smá- ræði, en fyrir mig eru þeir dýrindis munir, sem eg gæti ekki hugsað til að kaupa. Þér eruð eyðslusamur.” “Eg held mér þætti vænt um, ef eg gæti fundið til ánægjunnar, sem eyðslusemin veitir. Það hlýtur að vera þægileg tilfinning.” “Vitið þér ekki hvað það er, að eyða meiru heldur en maður má eyða?” Hann hristi höf- uðið. “Það er gott fyrir yður, að hafa aldrei þurft að reyna það- En þér getið liugsað yður hvernig það muni vera. Þér eruð mikill láns- maður. En þér megið ekki gefa mér* fatnað, eða neitt þess konar. Brjóstsykur og blóm er alt annað.” “Hvers vegna það?” “Eg veit ekki. En það er einhvern veginn svona. Er það ekki vitlaust? Það er ekkert á móti því, að senda stúlku eins og mér afar-dýr blóm, en þó stúlkan sé svo fátæk, að hún verði að vera í bómullarfatnaði, þá má piltur ó- mögulega gefa henni föt. Þetta er andstygð! Eg verð stundum svo ergileg, að eg veit ekki hvað eg á að gera. Það er óskaplega erfitt að langa altaf til margs, sem maður getur ó- mögulega veit sér. Það er gremjulegt.” “Hvað er það, sem veldur yður gremju. Hvers þurfið þér með?” “Eg þarf alls með. Vera eitthvað, hafa eitthvað. Þér hafið aldrei verið fátækur og aldrei óángður, svo það er ekki von þér skilj- ið þetta.” Sam brosti góðlátlega. “Mér finst að þér hafið svo ósköp mikið.” “Blessaðir verið þér! Ilvað ætli eg hafi svo sem? Jú, eg hefi enn æskuna og góða heilsu og er ekki beinlínis ólagleg. En til hvers er það ? Ef eg bara léti yður vita, hvað óánægð eg er með köflum! Eg ætti að liugsa og haga mér eins og Kínastúlka. Þá mundi yður falla eg betur, og —” “Hvernig haga kínversku stúlkurnar sér?” “Hvernig—? Því að spyrja mig? Eg hefi aldrei séð neina þeirra.” “Ekki ég heldur.” “Hvað eruð þér að segja?” ‘ ‘ Eg hefi aldrei séð kínverska stúlku af heldra tagi, hefðarstúlku eins og yður. Eg hefi auð- vitað séð kínverskar vinnustúlkur, af lægri stéttunum.” “Af góðum ættum! Hefðarkona!” sagði Alice og kastaði höfðinu upp á við og aftur á bak. “Eg er af lægri stéttunum hér í landi, á- reiðanlega það, Fátæk bóndadóttir, en með eft- irlanganir, sem ekki verða uppfyltar nema með miklu fé.” “Þekkingin er meira virði, en alt annað. — Þér verðið einhvern tíma mikil listakona.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.