Lögberg - 25.09.1930, Blaðsíða 1
43. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER 1930
NUMER 39
Prestastefnan 1930
Dagana 19.—21. júní var hin
árlega prestastefna haldin í
Reykjavik á venjulegum stað í
húsi K. F. . M. Voru þar mættir
alls 40 þjónandi prestar og pró-
fastar, en vegna óhagstæðra skipa-
ferða komu nokkrir þeirra ekki fyr
en á öðrum degi.
Prestastefnan hófst fimtudalg 19.
júní með guðsþjónustu í dómkirkj-
unni, og prédikaði iþar séra Guð-
mundur próastur Eina^sson á
Mosfelli í Grímsnesi. Allflestir
synodus prestar gengu til guðs-
borðs í þjónustunni, og þjónaði
séra Ólafur prófastur Magnússon
í Arnarbæli fyrir altari.
Kl. 4 setti biskup prestastefn-
una í fundarsal K. F. U. M., að
sungnum sálminum “Vor guð er
bohg á bjargi traust”, og flutti
bæn á eftir. Bauð hann alla fund-
armenn velkomna oð auk þeirra
tvo gesti, landa vorn séra Magn-
ús Þ. Magnússon frá Haarslev í
Danmörku, og norska prestinn
Fjeldsgaard frá Vesturheimi. —
Fundarskrifaha tilnefndi biskup
séra Eirík Albertsson á Hesti.
Síðan gaf biskup yfirlit yfir
næstliðið fardagaár. Mintist hann
þar að upphafi þjónandi presta,
sem látist hefðu á árinu: séra
Bjarna Símonarsonar prófasts, sra
Ólafs V. Briem á Stóranúpi og sra
l.úðvígs Knudsen á Breiðaból-
stað, o'g síðan látinna uppgjafa-
presta: dr. Valdimars Briem
vigslubiskups, séra Jóhanns Þor-
steinssonar prófasts í Stafholti
og prestanna séra Jens V. Hjalta-
lín á Setbergi, séra Jóns ÞorT
steinssonar á Möðruvöllum og séra
Stefáns Jónssonar á Auðkúlu.
Enn mintist hann prófessors séra
Eiríks Briem og séra Hafsteins
Péturssonar. öllum þessum látnu
kirkjunnar mönnum vottuðu fund-
armenn virðingu sína og þakklæti
með því að standa upp. Þá mint-
ist biskup einnar látinnar prests-
konu, frú Sigurbjargar Mathías-
dóttur í Hraungerði, fjögra lát-
mna prestsekna: Ástu Þórarins-
tíóttur frá Grenjaðarstað, Kristín-
ar Sveinsdóttur frá Holti, Lilju Ól-
afsdóttur frá Breiðabólsstað og
Eagnh. Pálsdóttur frá Tjörn. En
þar sem fjórar prestsekkjur hefðu
bæzt við á árinu, væri tala prests-
ekkna nú hin sama og verið hefði
í fyra, sem sé 54 alls.
Af prestskap höfðu látið á árinu
þesir fjórir þjónandi prestar
þjóðkirkjunnar: prófastarnir séra
Einar Jónsson á Hofi og séra
Kjartan Helgason í Hruna, og
prestarnir: séra Helgi P. Hjálm
arson á Grenjaðarstað og séra
Einar Pálsson í Reykholti.—Mint-
ist biskup með þakklæti starfa
þessara presta í þjónustu kirkj-
unnar og tóku fundarmenn undir
það með því að standa upp.
í fardögum 1929 höfðu prestar
í embættum verið samtals 108 og
aðstoðarprestar 2. Af þeim hefðu
3 dáið í embætti og 4 látið af
prestskap, en 3 nýir prestar bæzt
í hópinn (2 kandídatar og 1 að-
stoðarprestur). Væru því þjón-
andi prestar nú 104 og 1 aðstoð-
arprestur. — 1 bili væru alls 8
prestaköll óveitt á landinu, sem
að undirlagi landsstjórnarinnar
hefðu ekki verið auglýst til um-
sóknar, en um tvö þeirra væri
vilyrði gefið að þangað mætti
setja presþa ef byðust. Tók bisk-
up fram, að hér væri aðeins að
ræða um frestun í bili á auglýs-
ingu þessara prestakalla, unz sýnt
yrði hvort næsta Alþingi óskaðf
fækkun prestakalla. Yrði fækk-
un ekki samþykt, sem biskup von-
aði að ekki yrði, svo illa sem mælst
hefir fyrir samste.ypum presta-
kalla yfirleitt, mundu þessi em-
bætti verða auglýst til umsóknar
á venjulegan hátt.
Breyting á kirkjuskipun hefir
sú ein verið gerð á liðnu ári, að
Krísuvíkurkirkja hefir með ráð-
herra úrskurði verið lögð niður,
enda sóknin nú orðin aðeins eitt
heimili, sem við niðurlagningu
kirkjunnar legst til Grindavíkur-
sóknar. Ný kirkja hefði verið reist
á Sæbóli á Ingjaldsandi, að mestu
fyrir frjáls samskot og höfðing-
legar gjafir einstakra manna (t.
d. iskipstjóra eins íslenzks á Eng-
landi, sem gefið hefði til bygging-
arinnar 100 sterlingspund (um 2200
krónur)). Á þessu ári stæði til að
reistar yrðu nýjar kirkjur á Flugu-
mýri, Tjörn á Vatnsnesi og Stór-
ólfshvoli. Bygging nýrra kirkna á
Siglufirði, Akureyri og Reykja-
vík væru 1 undirbúningi. Prest-
seturshús höfðu engin verið reist
á árinu, enda þótt fé hefði verið
veitt á fjárlögum i því skyni. —
Hefði stjórnin látið ósinnt öllum
beiðnum í þá átt, með því að
frumvarp til nýrra laga um húsa-
bætur á prestsetrum átti að leggj-
ast og var lagt fyrir Alþingi.
Frumvarp þetta hefði þó ekki ver-
ið afgreitt á Alþingi fremur en
önnur frumvörp kirkjumálanefnd-
ar. Þessi frumvörp hefðu einnig
verið send öllum prestum og sókn-
arnefndum til athugunar og yrðu
líka eitt af þeim aðalmálum, sem
prestastefna þessi hefði hefði til
meðferðar að þessu sinni. Á sið-
ustu fjárlögum hefðu allar venju-
legar upphæðir til kirkjumála ver-
ið veittar, svo og 2000 kr. til ut-
anfarar presta og lítilsháttar við-
bætur við lögmæt eftirlaun
prestsekkna og uppgjafapresta
(á 18. gr.).
Enn mintist biskup á hluttöku
íslenzkra kirkjumanna í alheims-
þingi lúterskra manna í Khöfn á
næstliðnu sumri. Höfðu sjö and-
legrar stéttar menn héðan sótt
þingið, sem sé biskup, prófastarn-
ir Árni Björnsson, Ásm. Gíslason,
Ófeigur Vigfússon og ólafur Magn-
ússon, og dócent Ásmundur Guð-
mundsson. Enn fremur höfðu sótt
þingið tveir íslenzkir prestar, sem
starfa í Danmörku og einn frá
Vesturheimi (forseti kirkjufélags-
ins, séra Kristinn K. ólafsson).
Væri það í fyrsta sinn, sem jafn-
margir íslenzkir kirkjumenn hefðu
sótt slíkt kirkjuþing erlendis.
Einnig skýrði biskup frá yfirreið
sinni á næstliðnu ári. Hafði hann
farið um V.-ísafjarðar prófasts-
dæmi, og hefði hann með því lokið
vísitasíu allra prófastsdæma lands-
ins. — Þó hefði vísitasía á nokkr-
um einstökum sóknum ekki verið
framkvæmd, sumpart fyrir sér-
stök atvik (hvernig stóð á skipa-
ferðum), en sumpart vegna þess,
að kirkjur lágu niðri eða kirkjur
þar ekki verið reistar fyr en eftir
að biskup hélt yfirreið um hlutað-
eigandi prófastsdæmi. Alls hefði
biskup vísiterað 264 kirkjur á
næstliðnum 13 sumrum, og væri
það yfirleitt í fyrsta sinn, sem
biskupi hefði tekist að vísitera
öll prófastsdæmi landsins.
Loks skýrði biskup frá helztu
kirkjulegu fundarhöldunum, sem
farið hefðu fraih á umliðnu far-
dagaári, mintist á frjálsa kirkju-
lega starfsemi, sem hér hefði ver-
ið rekin og útkomu nýrra rita
(“Samanburð samstofna guð-
spjallanna eftir próf. S. P. Sivert-
sen, og Píslarsöguna samanlesnu
með skýringum og nokkrum föstu-
hugleiðingum eftir séra Fr. Hall-
grímsson)i og þá sérstaklega á út-
komu hinnar nýju dönsku þýðing-
ai á Passíusálmunum eftir landa
vorn í Danmörku, séra Þórð Tóm-
asson í Vemmetofte, en það verk
væri svo af hendi leyst, að óhikað
mætti telja þýðandanum til mikils
sóma, frá hvaða hlið sem það væri
skoðað, (enda samþykti fundurinn
síðar að senda þýðanda svohljóð-
andi kveðjuskeyti í þakkarskyni
“Klausturprestur séra Þórður
Tómasson, Vemmetofte. íslenzka
prestastefnan samankomin í Rvík
sendir þýðanda Passíusálmanna
hjartanlega kveðju og alúðar-
þakkir fyrir ágætlega unnið
starf.”
Að loknu máli sínu bar biskup
fram tillögur sínar um skiftingu
synódufjár milli uppgjafapresta
og prestsekna, og voru tillögurn-
ar samþyktar umræðulaust. —
Einnig lagði biskup fram reikn-
ing prestsekknasjóðs fyrir liðið
ár og skýrði frá hag sjóðsins
(sjóðseign var um næstliðin ára-
mót kr. 57,750.06, til sjóðsins hafði
gefist í tillögum alls 474.00, en
1,350.00 verið úthlutað).
Þá var rætt um efndaskipun til
að athuga og gera tilögur um
“frumvörp kirkjumálanefndar.”
Var samþykt að fela starf þetta
tveim nefndum. í aðra nefndina
voru kosnir: séra Guðm. Einars-
son, séra Einar Thorlacius og séra
Eiríkur Albertsson. í hina þeir
séra Ólafur Magnússon, séra Óf.
Vigfússon og séra Sigtr. Guð-
laugsson.
Þæsu næst skýrði docent Ásm.
Guðmundsson frá störfum barna-
heimilisnefndarinnar. — Fjársöfn-
unin hafði gengið svo, að inn hefðu
safnast úr prófastsdæmum lands-
ins samtals kr. 4,227.40, en út-
gjöld orðið alls kr. 1,001.95 og því
í sjóði við árslok kr. 3,500.22.
Gat hann þess, að markmið nefnd-
arinnar væri, að komið yrði á fót
fjórum barnaheimilum, sínu í
hverjum landsfjórðungi, en jafn-
framt sé yfirleitt reynt að styðja
að ðllu því, sem verða megi upp-
eldi barna til hóta. Loks skýrði
hann frá því, að jörðin Hverakot
í Grímsnesi hefði verið keypt af
nefndinni fyrir átta þús. kr. og
bygð Sesselíu Sveinsdóttur, sem
ætlaði að koma á stofn þar heim-
ili fyrir vanrækt börn. Hafi
Thorkillisjóður veitt til þess alt
að þúsund krónum og Alþingi
fimm þúsund kr. Annars hefði
stjórnin skipað nefnd til að und-
irbúa löggjöf til verndar börnum.
— urðu allmiklar umræður um
mál þetta, sem allar hnigu að því
að þakka barnaheimilisnefnd fyr-
ir aðgerðir hennar.
Kand. iS. Á. Gíslason skýrði frá
því, að hann hefði í nafni ísl.
barna keypt 1400 eint af. Passiu-
sálmaþýðingu séra Þórðar til þess
að gefa þau dönskum surinudags-
skólabörnum í þakkarskyni fyrir
jólakveðjur, sem ísl. sunnudags-
skólabörn hefðu meðtekið frá Dan-
mörku.
Kl. 8.30 flutti próf. Sig. P.Siv-
ertsen erindi í dómkirkjunni um
“Bjartsýnið og sigur hins góða.”
Föstudaginn 20. júní var öllum
fyrri hluta dagsins varið til árs-
íundarhalds fyrir Prestafélag
íslands, og verður hér ekki skýrt
frá því er þar gerðist.
Kl. 4 síðdegis var fundur sett-
ur að nýju. önnur nfendin, sem
sett hafði verið til að athuga
frumvörp kirkjumálanefndar,
lagði fram álit sitt til athugunar.
Hafði sr. Guðmundur Einarsson
framsögn á hendi. Frumvörpin,
sem þessi nefnd hafði til með-
ferðar, voru: um húsabætur á
prestsetrum, um kirkjur, um
kirkjugarða og um skipun kirkju-
ráðs. Urðu miklar umræður um
frumvörpin, en að þeim loknum
voru samþyktar svohljóðandi til-
lögur frá nefndinni:
1. Um húsabætur á prestsetr-
um: “Prestastefnan lýsir yfir
að hún telji sanngjarnt, að
prestar fái leigulausan embættis-
bústað. En fáist því ekki fram-
gengt skorar prestastefnan á næsta
Alþingi að setja lög um bygging-
ar á prestsetrum, er eigi veiti
prestum lakari kjör en frv. kirkju-
málanefndar”. Samþ. í e. hlj.
2. Um kirkjur og kirkjugarða:
“Prestastefnan mælir eindregið
með því að frumvörp kirkjumála-
nefndar um kirkjur og kirkju-
garða verði sem fyrst að lðgum”.
Samþykt í einu hljóði.
3. Um Kirkjuráð: “Þar sem
prestastefnan er því eindregið
fylgjandi, að sett verði kirkjuráð
fyrir hina íslenzku þjóðkirkju, þá
vill hún til samkomulags lýsa yfir
fylgi sínu við frumvarp menta-.
málanefndar neðri deildar Alþing-
is, jafnvel þótt hún telji fyrir
sitt leyti heppilegra, að fulltrú-
arnir séu 7 og 5 þeirra kosnir af
héraðsfundum til 10 ára í senn
eigi einnig sti í kirkjuráði. Skor-
eigi einnig sæti í kirkjuráði. Al-
þingi, að samþykkja frumvarpið”.
Samþykt í einu hljóði.
Var þá kominn kveldverðartími
og því fundi slitið.
Kl, 8.30 flutti séra Friðrik
Hallgrímsson erindi í dómkirkj-
unni: “Kirkjan og þjóðin.”
Laugardag 21. júní kl. 9 ár-
degis, var aftur settur fundur.
Þá gaf biskup yfirlit yfir mess-
(Framh. á 4. bls.)
Lafollette Kosinn
Við ríkiisstjóra kosningarnar,
sem fram fóru í Wiconsin þann
18. þ. m., fóru leikar þannig, að
Phillipp LaFoUette, sonur þjóð-
málaskörungsins víðfræga, LaFol-
lettes, gekk sigrandi af hólmi með
íeikna afli atkvæða umfram
keppinaut sinn, Kohler ríkis-
stjóra. Hinn nýkjörni ríkisstjóri
er aðeins þrjátíu og þriggja ára
að aldri. Telst hann til hins
frjálslyndara fylkingararms Re-
publicana flokksins.
Merkur Maður Látinn
Símað er frá Niðarósi þann 19.
þ.m., að nýlátinn sé þar í borg-
inni, Christian Thurlow, fyrrum
forseti stórþingsins norska.
Níutíu og Fjórar Borgir
Skýrslh frá hagstofu Bandaríkj-
anna, hefir leitt það í ljós, að þar
í landi er að finna nítutíu og f jórar
borgir með hundrað þúsund íbú-
um, eða þar yfir.
Hlýtur Meðmæli sem
Senatorsefni
Félagsskapur sá í Illinois-ríki,
er Anti-Saloon League; nefnist,
hefir heitið Mrs. Lottie Holman
O’Neill, istuðningi við næstu kosn-
ingar til öldungadeildar þjóð-
þingsins í Washington. Sækir
hún á móti Ruth Hanna Mc'Cor-
mick, er býður sig fram af hálfu
Republicana og James Hamilton
Lewis, er í kjöri verður fyrir
hönd Demokrata.
Frægur Læknir Látinn
Nýlega er látinn í Oslo, Dr.
Fredrik Jonassen, tíinn af nafn-
kendustu brjósttæringar læknum
Norðmanna, tæplega hálf sjötug-
ur að aldri.
Eldtryggir Bréfpeningar
Þjóðverjar eru um það bil að
búa til nýja tegund af bréfpening-
um, sem ekki geta brunnið, og það
er ekki hægt að rífa þá í isundur,
og það koma ekki nein brot eða
hrukkur í þá. Sjálfsagt er líka
hægt að þvo þá, sem ekki er van-
þörf á, því oft eru gamlir bréf-
peningar æði óhreinir. Vafalaust
verða þessir peningar tryggari
eign en aðrir bréfpeningar, en verði
þeir alment notaðir, þá hefir eng-
inn lengur “peninga til að
brenna.”
Fer fram á Tvær Miljónir
Bracken forsætisráðherra í Mani-
toba, er um það bil að leggja af
stað til Ottawa. Erindi hans þang-
að er að fara fram á það við Sam-
bandsstjórnina, að Manitobafylki
fái tvær miljónir af þeim tuttugu
miljónum dala, sem þingið hefir
nú heimilað stjórninni að verja
til að bæta úr atvinnuskortinum í
Canada. Er ætlast til, að þessum
peningum sé þannig varið, að
byrjað sé nú þegar á ýmsum op-
inberum verkum, helzt vegabót-
um, og er þá ætlast til, að fylkin
og sveitirnar leggi fram nokkurn
hluta þess fjár, sem þessar um-
bætur kosta.
Meiri Hveitiuppskera
• en í Fyrra
Búnaðardeild stjórnarinnar í
Washington gerir ráð fyrir, að
hveitiuppskeran í heiminum verði
á þessu ári 2,337,139,000 mælar.
Það er nálega 3 per cent. meira
en í fyrra.
Hraðflug
C. W. Holman flaug 201.91 míl-
ur á klukkustund að meðaltali í
flugsamkepni, sem háð var í Chi-
cago fyrir skömmu, og hlaut hann
verðlaunin sem þeim voru heitin,
er fljótastur yrði. Fjórir menn
mistu lífið í þessari samkepni.
Fjárdráttur
Walker borgarstjóri í New York
segir, að þar í borginni eigi sér
stað svo mikill fjárdráttur meðal
þeirra, er ýmiskonar embætti hafi
á hendi í þarfir boigarinnar, að
til vandræða horfi. Hefir hann
nú fengið tvö hundruð af meiri
háttar mönnum þar í borginni í
lið með sér til að ganga milli bols
og höfuðs á þeim ófögnuði.
Manntal í Canada
í júnímánuði 1931 verður
manntal tekið í Canada. Þó langt
sé enn þangað til, er nú þegar
farið að undirbúa það, og "fer bú-
ist við, að manntalsskýrslurnar
verði nú fjölbreyttari og full-
komnari en nokkru sinni fyr og
gefi glöggara yfirlit yfir hag
þjóðarinnar, atvinnumál og margt
íieira þess konar. Enn mun þó
ekki ráðið, hvort þeir, sem fæddir
eru í Canada muni nú verða
taldir Canadamenn. Þykir mörg-
um tími til þess kominn, og það
fyrir löngu, þó það hafi ekki ver-
ið gert til þessa. Samkvæmt
manntalsskýrslum eru engir Can-
adamenn til.
Vill Auka Fólksflutning
til Saskatchewan
Nefnd, sem stjórnin í Saskatche-
wan hefir skipað, hefir að undan-
förnu verið að athuga^ hvort
æskilegt sé, að styðja að fólks-
flutningi til þess fylkis. Hefir
nefndin nú samið álit sitt, og er
það á þá leið, að nefndin álítur
rétt og nauðsynlegt, að efla fóiks-
flutning til fylkisins. Ekki til
borga eða bæja þó, heldur til að
stunda landbúnað. Álítur nefnd-
in réttmætt, að verja til þess miklu
fé. Fylkisstjórnin eigi að stuðla
að því, að fólk flytji úr bæjunum
og setjist að úti í sveitum, sérstak-
lega það fólk, sem áður hefir ver-
ið þar, en hætt við búskap og
flutt til bæjanna. Sambands-
stjórnin eigi að verja, jafnvel
miklu fé, til þess að fá þá, sem
flutt hafa úr fylkinu til Banda-
ríkjanna, til að koma aftur, og
loks, að stjórnin á Bretlandi eigi
að styðja að því, að bændur og
bændaefni frá Bretlandi, flytji
til Saskatchewan. Talar nefndin
um, í áliti sínu, að margt af ungu
fólki hafi flutt úr -sveitunum til
bæjnna, eða þá burt úr fylkinu
og jafnvel burt úr landinu, og
enda margir bændur hafi gert það
líka, og þykir nefndinni sem þar
horfi til vandræða. Um kosn-
ingarleytið í isumar var því hald-
ið fram mjög sterklega, að stjórn-
iu ætti ekki að styðja að innflutn-
ingi fólks til Canada, heldur að
aftra honum, eins og sakir nú
standa. Yar þar átt við verka-
menn sérstaklega. En það reyn-
ist jafnan svo, að margir af þeim
sem koma, gerast verkamenn í
bæjunum, þó þeir komi í þeim
tilgangi að verða bændur. Er
ekki ólíklegt, að svo verði enn.
Aukaþinginu Slitið
Aukaþinginu var slitið á mánu-
daginn var. Fór þar alt fram með
miklum hraða síðustu klukkutím-
ana. Mótstöðuflokkar stjórnar7
innar veittu enga mótstöðu gegn
tollhækkunum stjórnarinnar. Ekki
þó svo að skilja, að þeir séu á-
nægðir með hækkun tollanna, og
sízt eins stórkostlega eins og gert
hefir verið. En mótstaða gat ekki
orðið til annars en að tefja tím-
ann. Hins vegar voru þingmenn
yfirleitt því hlyntir, að forsætis-
ráðherra gæti sótt samveldis-
fundinn, sem hefst í London hinn
1. október. Honum hefir verið
frestað um einn dag. Er nú Mr.
Bennett lagður af stað þangað, og
með honum þrír af ráðherrunum,
þeir Hugh Guthrie dómsmálaráð-
herra, H. H. Stevens viðskiftaráð-
herra og Maurice Dupre lögfræð-
isráðunautur. Hafa þeir með sér
marga aðstoðarmenn, hagfræð-
inga og sérfræðinga í ýmsum efn-
um, einkum þá, sem sérþekkingu
hafa á hveitiverzlun. Það er bú-
ist við, að Mr. Bennett verði eina
tvo mánuði að heiman.
Jón Runólfsson skáld
KVEÐJA.
Farvel, forni vinur.
Fækkað hefir einum,
Sem í ljóði lifir,
Lifði og dó í meinum.
Á þinn legstað andar
Aftanblærinn þýði.
“Þögul leiftur” lýsa
Lífi þínu’ og stríði.
Þú varst þreyttur orðinn.
Þér varð fátt að liði.
Nú má Enock Arden
'"Annar, hvíla’ í friði.
K. N.
Mikill Gestagangur í
Ottawa
Síðan stjórnarskiftin urðu, hef-
ir verið svo mikill gestagangur í
Ottawa, að það hefir verið næstum
ómögulegt að fá þar gistingu og
eru þó gistihúsin hvorki fá né
lítil. Þeir eru undarlega margir,
sem þangað hafa átt eitthvert er-
indi nú síðustu vikurnar. Fólkið
hefir komið úr pllum áttum þessa
lands og allir hafa átt eitthvert
erindi á fund stjórnarinnar nýju.
Erindin hafa verið mjög mis-
munandi, en þó öll stefnt í eina
átt, hagsmunaáttina, fyrir þá, sem
til Ottawa hafa farið, eða þeirra
aðstandendur. Þeir eru allir að
líta eftir einhverjum hluunnindum,
sem þeim kynnu að geta fallið í
skaut út af stjórnarskiftunum.
Ráðherrarnir nýju og sumir þing-
mannanna, sem stjórninni fylgja,
eru alveg forviða á því, hve hug-
vitsamt fólk er í þessum efnum og
hve margt það getifr látið sér detta
í hug, til að hafa hagnað af stjórn
arskiftunum. Sjálfsagt verða ein-
hverjir fyrir vonbrigðum, en
gistihúsin í Ottawa njóta hags-
munanna.
Hveitisamlagið Tilkynnir
Verð Lækkun
Á mánudaginn í þegsari viku
tilkynti hveitisamlagið, að frá
þeim degi yrði fyrsta borgun fyr-
ir hafra og rúg 5 cents lægri en
verið hefir fyrir hvern mælir, og
að fyrsta borgun fyrir flax lækk-
aði um 25 cents á mælirinn.
Fyrsta borgun fyrir bygg er eins
og áður og sömuleiðis á hveiti.
Hveitisamlagið bara tilkynti þessa
lækkun, en gerir enga grein fyrir
henni, en hún kemur vitanlega til
af því, að flestar eða allar korn-
tegundir hafa alt til þessa, og eru
enn að lækka í verði.
Ofviðri og Mannskaðar
Um síðustu helgi gekk ofsa-
veður yfir nokkurn hluta Bret-
lands og gerði æði mikið tjón, sér-
staklega á bátum og smærri skip-
um, en olli ekki manntjóni svo get-
ið sé. Rétt eftir helgina gekk
samskonar veður yfir vestur-
strönd Frakklands og Spánar og
gerði þar afar mikinn skaða.
Nokkur smáskip fórust og mörg
skip löskuðust meira og minna.
Einar 35 manneskjur mistu lífið í
þesu veðri, sem kunnugt er um,
og margt fólk meiddist meira og
minna.
Þótti Ekki Vænt um
Kvenfólkið
Lögmaður í Le Mars, Iowa, T.
M. Zink að nafni, sem er fyrir
skömmu dáinn, hefir mælt svo
fyrir í erfðaskrá sinni, að hann
gefur $100,000 til að stofna opin-
bert bókasafn og viðhaida því, þó
ekki fyr en þetta fé hefir verið á-
vaxtað í 75 ár. En hið einkenni-
lega við þetta bókasafn er það, að
þangað mega engar konur stíga
sínum fæti og yfir dyrum bóka-
safnsins á að standa: “Hér mega
engar konur koma.” í bókasafn-
inu má heldur engin bók vera,
sem kona hefir skrifað. Á síðustu
árum var Zing alveg hætt að
þykja vænt um kvenfólkið. Hann
eftirskildi konu sinni enga pen-
inga, en gaf dóttur sinni fimm
dali.
Af því
að alt hið jarðneska er fallvalt.
Af því að alt í heimi þessum er
svo breytilegt og hverfult, ham-
ingjan sjálf, sem svo er kölluð,
sýnast oft eiga heima á hverfanda
hveli hér í heimi, og af því að
menn, eftir viss aldurstakmörk,
missa smátt og smátt þrek og
þrótt; sjónin hjá mörgum dapr-
ast, heyrnin minkar, hættir að
geta veitt hljóðöldunum móttöku,
og viitð, jafnvel, fer að verða eins
og syfjaður maður, sem að svar-
ar út í bláinn; og höndin, sem að
áður einlægt var svo hugljúf,
hjálpsöm og á allan hátt viljug til
að framkvæma eftir guðs-röád í
sálinni — og einnig til að halda
á penna þann tíma, á meðan vinir
þann tima stöldruðu við hver hjá
öðrum, — alt þetta sýnir reynsl-
an að getur horfið á örfleygum
tíma. Og þurfa menn ekki að
verða gamlir til þess, að eitthvað
af þessum áminstu guðs góðu gjöf-
um svífi burt á ósýnilegum vængj-
um til hans, sem að gaf þær. Það
gat eg sem þrettán ára gamall
drengur borið um. En þrátt fyr-
ir það, voru mér margar ástgjaf-
ir guðs eftirskildar, sem eg inni-
lega þakka honum.
Og því er það, að eg nú, áður
en missir á nokkrum þeim hér að
framan greindum náðarlgjöfum
guðs, heimsækir mig, og á meðan
raér er leyft að lyfta penna, ætla
ég að kveðja alla vini mína, eða
þá blesuðu og kærleiksríku
menn og konur, alla þá vini mína,
sem hafa verið mér góðir, eftirlát-
ir og í alla staði hugljúfir og nær-
gætnir.
Þið þekkið ykkur öll sjálf, sem
jafnan hafið verið mér dreng-
lynd, dygðug og mild agnvart min-
um mörgu ófullkomleikum. Og
þið finnið til guðsfriðar í sál ykk-
ar, er þið hugsið til mín, í sam-
bafidi við góða breytni við mig,
og sem ástríkur guð í sínu kær-
leiks nafni, í Jesú nafni, launar
ykkur öllum ríkulega, á svo mildan
cg hugljúfan hátt, sem að ykkur
á hvaða tíma sem er kann að koma
bezt.
Já, eg kveð ykkur öll með i,nni-
legum óskum um, að ykkur megi
alt gott veitast, og að guðs friður
megi jafnan uppfylla hjörtu ykk-
ar, þar til hinn eilífi, guðs full-
komni friður, umfaðmar ykkur við
dyr dauðans.
Eins og eg hefi svo oft skrifað
að að enduðum bréfum mínum,
skrifa ég enn:
Ykkar einlægur og jafnan þakk-
látur vinur,
J. Briem.
Þegar eg byrjaði að skrifa þetta
litla kveðjubréf mitt, hafði ég í
huga, að biðja einhvern vin minn
að geyma það og setja það í ann-
að hvort íslenzka blaðið eða bæði,
annað hvort þegar eg gæti ekki
aðstaðið það sjálfur að skrifa,
tða eftir minn dag (eftir að eg
væri dáinn). En nú dettur mér í
hug að það komi í sama stað nið-
ur, þó eg sjálfur nú þegar láti
það fara í blaðið, til þeirra vina
minna, sem enn lifa.
Gimli, 9. sept., 1930.
_Sami Jakob.
ÚR BÆNUM.
Þeir Páll Bjarnason frá Wyn-
yard, Gunnlaugur ólafsson frá
Dafoe og Valdi Sveinsson, Ray-
more, Sask., voru staddir í borg-
inni síðastliðna viku.
íþróttafélagið ,Fálkinn, er tekið
til starfa á ný; á mánudagskveld-
ið kemur kl. 8, eru allir meðlimir
félagsins beðnir að mæta.
Veitið athygli auglýsingunni um
spilasamkepnina og dasninn í
Goodtemplarahúsinu, sem fram
fer þar næsta laugardagskveld.
Scholarships til sölu nú þegar
við fullkomnustu verzlunarskóla
Vesturlandsins. Látið eigi hjá
liða að leita upplýsinga á skrif-
stofu Lögbergs sem allra fyrst.