Lögberg - 25.09.1930, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER 1930.
Bls. 3,
SOLSKIN
æsss^æssæss^æssissssKsæssæfessssýssssssssssýssæssýýssssss&æsýsœsýss^^
HELGl 1 HLIÐ.
IV.
“Og það vildi ég, að hann birti nú ekki upp
aftur,” sagði Helgi upphátt. ‘‘Eg rata heim,
ef ég að eins ræð mér fyrir veðrinu.”
Helgi þurfti ekki að biðja þessa. Nú skifti
ekki éljum og ofankaldið var eftir veðurhæð-
inni. Helgi hentist áfram á undan bylnum og
saup hveljur í sífellu.
“Eg rata ekki á bæinn í þessum sorta,” liugs-
aði hann. “En niður í dalinn kemst eg.”
Loks fór að halla undán fæti.
‘ ‘ Að ég skyldi ekki hafa hann Stutt með mér!
Hann hefði þó fundið bæinn. Stuttur, Stuttur,
Stuttur, hjudda, hjudda, hjudda, hjudd,” kall-
aði Helgi í ákafa.
Hann hljóp í dauðans ofboði undan vitidin-
um og niður brattann.
Alt í einu misti hann fótanna og rann langa,
langa leið niður. Hann lenti niður í einhverri
hvos.
“Þetta er bæjargilið, ” hugsaði liann. “Eg
hefi farið lieldur austarlega.”
Niðri í gilinu var veðrið minna, en fann-
fergjan óskapleg.
Helgi stóð upp. Hann var eins og snjó-
kökkur, allur hvítur og ekki sást fyrir vaxtar-
lagi. Hann reyndi að hlaupa niður gilið. Há-
ir skriðubakkar voru beggja megin, erfitt var
uppgöngu og hæst á gilbakkanum slúttu hengj-
urnar niður, líklegar til að hrynja þá og þegar.
Þama uppi var óárennilegt að reyna að
komast upp úr gilinu.
Niður gilið gat liann komist alla leið að
hjallinum í Hlíð. Og hjallinn hlaut hann að
sjá, ef þetta var bæjargilið.
Hjallurinn stóð á vinstri gilbarminum, og
varla kom svo svartur bylur, að ekki sæist úr
gilinu og í hjallinn.
“Góður Guð veri lofaður,” hrópaði Helgi
upp yfir sig. “Þetta. er áreiðandega hjallur-
inn, sem rofar þarna. fyrir.”
Helgi klifraðd upp bakkann, kafaði fönnina,
reif skörð í hengjuna og komst loks upp að
hjallveggnum.
“Hérna ætla ég nú að fá mér sæti og hvíla
mig,” sagði Helgi við sjálfan sig.
“Það verður ekkert sagt við mig, þó að eg
komi heim í svona óttalegu veðri. Það er þó
sannarlega dýrmætt, að hann birtir ekki upp
aftur.”
Þarna sat Helgi í fönninni, í skjóli við lijall-
inn. Það skefldi óðum að honum. Hann tók
ekkert eftir því. Hatm var uppgefinn eftir öll
hlaupin og hræðsluna. ,Nú var honum óhætt,
því að nú gat hann komist heim, þegar hann
vildi. “Það er gott að vera kominn lieim,”
sagði harin. “Mér er funheitt, eins og ég hefði
setið inni.”
VII.
\
“Þetta er ljóta fannfergjan,” sagði Gísli,
þegar hann kom inn í bæjardymar, “en það er
engin gaddharka.”
“Hvaða ósköp komið þið seint til að borða,”
sagði Hildur við bónda sinn. Eg hélt kannske,
að þið hefðuð farið að leita að honum Helga
litla.”
“Leita að honum Helga, nei, við höfum nú
haft annað að gera í morgun; ég held stráknum
hafi ekki verið vorkunn, ef hann hefir fund-
ið vörðurnar, og bylurinn skall ekki á, fyrri
en um það leyti, sem hann hefir verið kominn
upp að vörðunum. Það hrekst ekki fyrir hon-
um, þótt hann verði í nótt á 'Tóttum.”
“Enginn sómi yrði það nú fyrir okkur, ef
liann yrði úti á hálsinum. Eg held það væri
réttara, að leita að honum eða senda yfir að
Tottum, til að vita, hvort hann hefir komið
fram, ” sagði Hildur og skóf í ákafa fönnina af
manni sínum.
“Ekki held ég mér detti í hug að láta fara
að leita hans. Við höfum nóg að gera í dag, og
stráknum er engin vorkunn að komast af. Hann
er fljótur á fæti og hefir alla burði til að
skreppa bæjarleið, eg tel ekki, að hann bæri, þó
að hann héldi á rokknum.”
“Heldurðu að hann birti upp eftir hádeg-
ið?” spurði Hildur.
“Eg hygg, að hann verði svona í dag, ]>að
er ekkert útlit fyrir, að hann birti til, meira að
segja gæti hann haldið þessu í úokkra daga.”
“Og þá að láta reka á reiðanum í marga
daga með Helga litla? Mér sýnist þú ættir að
senda Olaf strax af stað. til þess að leita að
honum. Hann getur auðvitað borðað áður.”
“Eg skal ábyrgjast strákinn, og ég sendi
engan til að leita að honum. Það er líka tæpast,
að ölafi sé fært yfir hálsinn, sem stendur..”
“Og þó heldurðu að drengurinn komist
af?”
“Já, hann ætti að vera kominn langt á leið,
ef hann hefir drifið sig.” v
“Eg reyni þá sjálf að fara til næstu bæja
og fá menn til að leita drengsins. Mér sýnist
engin fyrirsjá að bíðai eftir því í marga daga,
að það rofi upp, og fara þá fyrst að leita.
Treystir þú þér til að koma með mér út að
Steinum, Gunna mín?” spurði Hildur.
Gunna gamla lauk upp bæjarhurðinni og
skygndist út.
■ Vindurinn tók af henni hurðina og skelti
kenni up að kamplinum. Pönnina iskóf inn
um alt, svo að framdyrnar urðu driflivítar á
svipstundu.
Hjónin hörfuðu inn í göngin. Óiafur vinnu-
maður hljóp til dyranna og lét aftur.
“Mér sýnist þetta ekki kvenfólksveður, og
það er ég viss um, að hann er að drepa strák-
inn. ’ ’
“Og svo læturðu aftur í þeirri trú? Ætlið
þið nú að láta við þetta sitja?” spurði Hildur
lieldur óiþolinmóð.
“Ertu nokkuð bættari með því, þó að ég
verði líka úti?”
“Ónei, Láfi minn, en fullorðnir karlmenn
þola nú það, sem óharðnaðir unglingar þola
ekki. Og ef hvorugur ykkar karlmannanna
þorir út í þeta veður, þá má geta nærri, hvað
verður um barnið, því ekki hefir drengurinn
verið kominn yfir, áður en hríðin skall á.”
“Það lield ég, að ég fari allra minna ferða
í þessu veðri, en ég ætla mér að bera ábyrgð á
stióknum og fara hvergi í þetta sinn,” sagði
Gísli.
“Jú, það verður skárri ábyrgðin, hvað seg-
ir sú ábyrgð, ef þið finnið hann helfrosinn eft-
ir nokkra daga? Ætli það tefji ekki fyrir þér,
að blása í hann lifandi anda? Eg vil að þið
farið strax að leita. Við kvenfólkið getum
verið í húsunum í dag.”
“Sagðistu ekki sjálf ætla að leita áðan eða
fá menn til þess af öðrum bæjum?” spurði Gísli
í hálf-kæringi.
“ Jú, ég sagðist geta farið til næstu bæja, og
það skal ég sýna þér að ég get. Komdu nú með
mér, Gunna mín, við getum farið í karlmanns-
buxur, því í pilsum er ófært að vera.”
“Það er ekki nokkurt vit þetta,” sagði
Gunna í hálfum hljóðum.
“ Jæja, eg fer þá ein, Gunna mín, því inni
get ég ekki verið, sé drengsins ekki leitað.”
Piltarnir fóru inn í baðstofuna.- Gísli sett-
ist á rúmið sitt, það var insta rúmið í baðstof-
unni, gluggamegin.
Maturinn hans var á borðinu: harðfiskur,
einn hvalbiti, kaka og smjör á diski og skyr-
hræringur í stórri, rauðrósóttri skál.
ólafur setist á sitt rúm.
Það var við baðstofudymar á móti fremsta
glugganum.
Koffort stóð við rúmstokkinn og á því vom
matarílát Ólafs.
Piltarnir fóru að borða, og töluðu ekki orð
frá munni.
VII.
Hildur og Gunna fóra að búa sig í snatri
frammi í eldhúsi. Þær fóm í karlmannsföt og
girtu pilsin niður í buxurnar, létu karlmanns-
húfur á höfuð sér og brettu þær niður og settu
upp tvenna vetlinga.
“Eg ætla að biðja þig, Sigga mín, að líta
eftir öllu heima, meðan við erum í burtu. Þú
getur eldað kjötsúpuna í dag og skamtað pilt-
unum. En gleymdu ekki að þurka af þeim
sokka og vetlinga við hlóðin. Reyndu nú að
vera dugleg og hafa alt í lagi.”
“Eg vil ekki, að þið farið. Það er ómögu-
legt, að þið komist út að Steinum í svona
veðri.
“Það er ekki til neins að fást um þetta, Sigga
mín, við fömm okkar ferða með guðs hjálp,
vertu nú sæl og vertu dugleg heima. ’ ’
Sigga horfði á eftir Hildi og Gunnu út í
hríðina, með tárin í augunum.
'Sigríður var vinnukona hjá þeim hjónum,
Gísla og Hildi. Hún var ekki nema seytján
ára, en dugleg var hún eftir aldri.
“Láfi, Láfi,” kallaði Sigga í dyrunum,
“lijálpaðu mér að láta aftur bæinn.”
ólafur hljóp ofan, til að láta aftur. Gísli
stóð upp frá matnum og gekk líka til dyra.
“Fóru þær?” spurði hann Siggu.
“Já, þær voru að fara.” 1
“Eg held manneskjurnar séu vitlausar,”
sagði Gísli, “við verðum að elta þær, ólafur.”
Þeir smeygðu sér í snjófötin og fóru út.
“Þarna eru þær *við fjósið,” kallaði Láfi.
“Eg sé þær, ansaði Gísli.
“Nú, ætlið þið að standa hér?” spurði
Gísli, þegar hann kom út að fjósinu.
“Ónei, ekki var það nú ætlun okkar, en eg
var að leita mér að einhverjum staut til að
ganga við,” sagði Gunna.
“Það var stafprik í gær niður við 'hjall,”
sagði Ólafur.
“Eg tek það á leiðinni,” sagði Gunna.
Þær gengu út að hjallinum. Gunna leitaði
að prikinu við hjallinn, en fann ekki.
“Eg held ykkur sé bezt að fara heim í bæ,”
sagði Gísli við konu sína og Gunnu, þegar hann
og Ólafur komu niður að hjallinum.
“Og ekki held ég það,” svaraði Gunna, “ég
fer þá priklaus, þú leiðir mig, Hildur mín.
Gunna tók í höndina á Hildi.
Þær leiddust niður bakkann, ofan í gilið.
IX.
Leiðin út að Steinum lá með hálsinum. Tvö
gil vom milli 'bæjanna: Bæjargilið og Landa-
merkjagilið.
Gísli horfði út í bylinn á eftir stúlkunum, en
Ólafur fór að róta til í fönninni við hjallvegg-
inn.
“Það var þó héma í gær, prikið,” sagði
hann við sjálfan sig.
“Skyldu þær ekki ætla að snúa aftur?”
mælti Gísli, ‘ég trúi ekki fyr en ég má til, að
þeim sé alvara. Vertu ekki að hugsa um prik-
ið, maður. Við verðum að reyna að ná þeim,
áður en þær álpast eittlivað lengra út í bylinn.
Þeim hefir líklega evrið alvara.”
“Nei Gísli! — Helgi, Helgi, liggurðu þarna?
Ertu dauður ,strákur? Er hann ekki þama,
strákurinn?”1 kallaði Ólafur upp vfir sig.
Helgi lá sofandi í fönninni. Hann liafði
dottið út af, þar sem hann sat undir lijallinum.
“Liggur hann liérna?” sagði Gísli og krafs-
aði snjóinn ofan af honum með liöndunum.
“Jú, hann er þama, strákormurinn, hefir
aldrei komist legra. en að hjallinum. Þarna er
honum lifandi að lýsa. En hvar er rokkurinn?
Hvar er rokkurinn, strákur?” kallaði Gísli ó-
mjiíkum rómi.
Helgi ansaði ekki.
“Við verðum að láta strákinn bíða og elta
stúlkurnar,” sagði Gísli.
Þeir skildu Helga eftir í fönninni og hlupu
af stað á eftir stúlkunum, fyrst vfir gilið, og
svo út allan Grænamó.
Hríðin var svo mikil og fannmokstur ákaf-
ur, að þeir sáu ekki braut kvennanna. Þeir
kölluðu og kölluðu,- en enginn gegndi. Þeir
hlupu sem fætur toguðu. Loks náðu þeir stúlk-
unum úti við Landamerkjagil.
“Hvern fjandann emð þið að flækjast?
Hann er kominn strákurinn,” gargaði Gísli í
eyru konu sinnar.
Þær námu étaðar. \
“Snáfið þið nú heim aftur. Ætli mér hafi
verið óhætt að taka hann í ábvrgð? Hann
komst nú alla leiðina niður að hjallinum, þar
liggur hann.”
Gísli hélt með annari hendinni í hornið á
sjalinu, sem Hildur hafði um höfuðið og grenj-
aði þetta svo hátt, að hún hlaut að heyra það,
þótt veðrið væri mikið og hríðin ólm.
“Liggur hann hjá hjallinum?” spurði
Hildur.
“Jú, jú, hann liggur hjá hjallinum,” ans-
aði Gísli.
“Er hann þá lifandi?”
“Og ég held hann hafi verið vel lifandi.”
1 ‘ Fórað þið með hann inn ? ’ ’
“Nei, við létum hann eiga sig. Það hefði
líklega dregist í tímann, hefðum við farið að
stauta við hann fyrst og síðan að leita að
ykkur.”
“Þið hefðuð átt að bera drenginn inn,” org-
aði Hildur, svo að hún var viss um að Gísli
heyrði það.
“Hann kemst líklega til að vera inni, ef
þetta helst í marga daga,” ansaði Gísli.
Fjórmenningarnir voru snúnir heim á leið.
Ólafur leiddi Gunnu, en Gísli leiddi konu sína.
Veðurhæðin óx, og fannfergjan var hin
sama. ófærðin var orðin afskapleg. En furðu-
fljótt miðaði þeim heim, hjónaleysunum og
hjónunum. Þau töluðu ekki orð frá munni,
fyr en þau komu að hjallinum í Hlíð.
Helgi lá þar enn, og það hafði skeflt yfir
hann að nýjn.
“Mér þykir mikið, ef drengurinn er ekki
dáinn,” sagði Hildur.
“Hann lifnar víst, þegar hann kemur inn í
hlýjuna, ” ansaði Ólafur og fór að sopa ofan af
honnm snjóinn.
“Stattu upp, strákur,” sagði Ólafur heldur
hávær.
Helgi ansaði ekki og hreyfði hvorki legg né
lið.
“Berið þið drenginn inn,” sagði Hildur og
strauk snjóinn af vanga. hans,
“Er hann Helgi dáinn?” spurði Sigga of-
urlágt, þegar piltamir komu með hann inn í
bæjardyrnar.
“Eg veit það ekki, rýjan mín,” ansaði Hild-
ur og dustaði hressilega af sér fönnina.
Helgi var afklæddur og látinn niður í rúm.
Hann mælti ekki orð. Fólkinu virtist hann
sofa.
Þegar á daginn leið, vaknaði hann með
köldu og titri»gi.
Hildur hitaði handa honum kaffi o_g lét
brennivín út í, síðan dúðaði hún hann í fötum
aftur, breiddi ofan á hann tvær sængur og
harðbannaði honum að líta hpp.
“Nú vona ég að slái út um hann, og þá er ég
nú vonbetri,” sagði Hildur.
Helgi lá í rúminu fulla sex daga og kvart-
aði mest um höfuðverk og tilkenningu í brjóst-
holinu.
“Þetta er eðlileg kvefsótt,” sagði Hildur,
“en ég vonast eftir að koma stráknum á fætur,
ef ekki verður sóttur læknir.”
Presturinn hélt þetta vera lífhimnubólgu í
drengnum og hvatti að fara til læknis, en Hild-
ur réði.
Hún lét prestinn hvorki hlýða Helga vfir
kverið né lesa í bok og sagði, að einatt mætti
koma því við, þegar svona stutt væri á milli.
Presturinn var því samþvkkur, en Gísli
lagði ekkert til þeirra mála.
Ólafur varð að bæta á sig snúningum Helgsi.
meðan hann lá; var það á honum að hevra, að
Helgi var ekki vel haldinn: og ekki sízt hevrð-
ist bað morguninn, sem ólafur var sendur
eftir rokknum.
Honum var ekki um að ganga í verk Helga.
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medlcal Arts Bldgr.
Cor Graham og Kennedy Sta.
PHONE: 21 834 Office timar: 2—S
Heimili 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba.
DR. O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og- Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Office tímar: 2—S
Heimill: 764 Victor St.,
Phone: 27 586
Winnipeg, Ataniijba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Qrabam og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Office tlmar: 3—5
HeimiU. 5 ST. JAMES PLACE
Wlnnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og' Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og kverka
sjúkdöma.—Er aC hitta kl. 10-12 f.
h. og 2-5 e. h.
Heimill: 373 River Ave. Tals.: 42 691
DR. A. BLONDAL
202 Medicai Arta Bldg.
Stundar sérstaklega k v e n n a og
barna sjúkdöma. Er aG hltta frú. kl.
10-12 f. h. og 3-5 e. h.
Offlce Phone: 22 296
Heimill: 806 Vlctor St. Stml: 28 180
Dr. S. J. JOH ANNESSON
stundar lcekningar og i/finetur.
Til vlOtals kl. 11 f. h. tll 4 e. h.
og frá 6—8 aO kveldlnu.
SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877
HAFIÐ pÉR SÁRA FÆTURt
ef svo, finnlC
DR. B. A. LENNOX
Chtropodiat
Stofnsett 1910 Phone: 23 137
334 SOMERSET BLOCK,
WINNIPEG.
Drs. H. R. & H. W. Tweed
Tannlœknar.
406 TORONTO GENERAL TRUST
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE: 26 545 WINNIPBG
DR. A. B. INGIMUNDSON
Tannlæknir. •
208 Avenue Block, Winnipeg
Sími 28 840. Heimilia 46 054
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK 8T.
Selur llkkistur og annast um út-
farlr. Allur útbúnaOur s& besU
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarOa og legsteina.
gkri/stofu talsimi: 86 607
HeimiUs talsimi: 58 302
H. A. BERGMAN, K.C.
Islenzkur lögfrseOingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 849 og 26 840
Lindal Buhr & Stefánsson
tsienzkir lögfræOingar.
356 MAIN ST. TALS.: 24 963
peir hafa einnig skrifstofur aO
Lundar, Riverton, GimM og
Piney, og eru þar aö hitta á
eftirfylgjandi timum:
Lundar: Fyrsta miOvikudag,
Riverton: Fyrsta flmtudag,
Gimli: Fyrsta miOvikudag,
Piney: PrlOja föstudag
í hverjum mánuOl.
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
Islennkur IngmaSur.
Rosevear, Rutherford Mclntoeh and
Johnson.
910-911 Electric Railway Chmbre.
Winnlpeg, Canads
Slml: 23 082 Helma: 71 753
Cable Address: Rœcum
J. T. THORSON, K.C.
íslenzkur lögfrseOingur
SCARTH, GUILD * THORSON
Skrifstofa: 308 Mlning Exchange
Bldg., Maln St. South of Portage
PHONE: 22 768
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
LögfræOingur
Skrifstofa: 702 Confederatlon
Llfe Bulldlng.
Maln St. gegnt City Hali
PHONE: 24 587
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG.. WINNIPEO
Fastelgnasalar. Lelgja hús. Ct-
vega peningaián og eldsábyrgO
af öllu tagl.
PHONE: 26 349
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur aO sér aO ávaxta sparlfé
fölks. Selur eldsábyrgO og bif-
reiOa ábyrgOir. Skriflegum fyr-
irspurnum svaraC samstundis.
Skrifstofusimi: 24 263
Heimasimi: 33 328
DR. C. H. VROMAN
Tannlæknir
505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171
| J| - WINNIPEO
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknlr.
125 SHERBROOKE ST.
Phone: 36 137
VlOtals tlml klukkan 8 til 9 aO
morgnlnum.
ALLAR TEGUNDIR FLUTNINOAI
Hvenær, sem þér þurfiö aC l&ta
flytja eitthvað, smátt e8a stórt,
þá hittið mig að máli. Sann-
gjarnt verð,— fljót afgreiðsla.
Jakob F. Bjamason
762 VICTOR ST.
Slmi: 24 500
Svo þótti honum ekki á vísan að róa, þótt Helgi
þættist liafa skilið rokkinn eftir uppi á Þver-
vatni, þá var ekki slíku að treysta.
Vatnið var stórt og seinlegt að leita á því,
rokkurinn gat hafa fokið um og var sjálfsagt
fentur.
En ólafi hepnaðist jafnan vel það sem hann
átti að leysa af henói, og svo varð um þetta.
Hann fann rokkinn á vatninu; hann stóð
þar á sama stað, sem Helgi hafði skilið við
hann. Hann hafði staðið upppréttur í allri
hríðinni.
Ólafur fór með rokkinn yfir að Tóttum og
beið eftir viðgerðinni og kom svo heim daginn
eftir.
Gamla Björg gat farið að spinna, og Helgi
þurfti ekki að fara með rokkinn næsta dag yfir
að Tóttum.
“Farðu nú varlega, greyið mitt, ef þú ert
sendur einn frá bænum,” sagði Hildui iið
Helga, þegar hann var kominn á fætur eftir
leguna. “Eg verð aldrei óhrædd um þig héðan
af, 0g þú skal ekki verða sendur í tvísýnu veðri
yfir f jallvegi, meðan þú ert hjá okkur, ef ég ræð
nokkra. Þetta var ekkert vit, það var engin
nærgætni, eg sé það alt eftir á. En þetta ætti
að kenna manni.”
“ Já, það ætti að kenna manni. Það er dýrt
spaug að taka f jóra frá verki, þegar ekki stend-
ur betur á en um daginn—til að leita að strakn-
um, og svo liggur hann rið fætur okkar. Bless-
uð ’vertu, þú mátt stjórna honum framvegis.”
“Þetta fór reglulega vel,” hugsaði Helgi og
læddist niður stigann; hann heyrði ekki meira
af samtali hjónanna.
H. J. — Bamasögur.