Lögberg - 01.01.1931, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.01.1931, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JANÚAR 1931. Bls. 3. ;:-sy~-~^resyresss$$$$SSSS$$7$$S7$S$SSl$SfrS$$S7$ss$$$ss$sssss«s$$sssssssssssss$sss$SSfy Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga :æ?sss$$^$syss$$$$$$$$$$S$$S$$$$SSSSS7$$$SSSSSSS$SSSSS$SS$$$$$$$$$$S$$$7$$$$S$S$$ss$$$^ ÞEGAR LEIÐIR SKILJA. Buxur, peysa og húfa, alt blátt á lit. Dökk- blátt. Sjómaður ? Sussu nei. Norsk stúlka í skíðafötum. Hún er að festa á sig skíðin. Skíðastöfunum hefir hún stungið í sjóinn rétt hjá. Það er kalt, þó aprílsólin skíni í heiði. Kald- ur blærinn hefir dreg'ið fram roða í kinnar stúlkunnar. Það er farið að líða á daginn. Innan úr skólahúsinu kveða við hlátrar. Sum- staðar er sungið. Flestir gluggar eru opnir. Hún hefir fest á sig skíðin. Grípur skíða- stafina og réttist upp snögglega. Glettni og æskufjör ljómar í andliti hennar. Hún lítur í áttina til eins gluggans á efri liæð skólahússins. Hún kallar hlæjandi: “Islendingur! Islendingur! Hvað ætlarðu að láta mig bíða lengi?” Þögn andartak. Unglingspiltur kemur út að glugganum og kallar: “Nú kem eg!” Hann kallar hátt, eins og hún væri mílu vegar í burtu. Hún var að kenna hon- um á skíðum. Þau voru málvinir. Gengu sam- an, eða fóru í skíðaferðir saman. Hann kemur út sem í ofboði. “Eg ætla ekki að láta þig bíða. En hér er e.r ” cO# Honuf ferst fremur óhönduglega að festa á sig skíðin. Er þeim lítt vanur. Nú halda þau af stað. Gangur hennar er ákveðinn, djarfleg- ur. Hans þvert á móti. “Þú ferð að komast upp á lagið,” segir hún. ‘ ‘ í dag verðurðu að reyna. stökk af stalli. ’ ’ Hún var því alvön og flestar stúlkurnar í skólanum. En hann hafði ekki reynt það enn. “Auðvitað stingst eg beint á liöfuðið. En eg skal reyna. ” “Það verður gaman,” segir hún og hlær við. Þau halda upp veginn frá skólanum, hún á undan. Hann getur varla fylgst með. Nú hverfa þau bak við trén. Hann er ljós á hár og hörund. Augun blá og dreymandi. Menn skyldu frekar ætla hann Norðmann en Islending. En liún er dökk á liár. Og hörundslitur hennar er óvenju dökkur. Augun grá og dökk. Hún er ekkert sérkenni- lega norsk. Nema í sálinni.—En liugir þeirra drógust snemma saman, frá því um haustið. Og þau urðu góðir vinir, málvinir. Engan grun- aði, að um neina ást væri að ræða. Ekki einu sinni þau sjálf. En nú, l>ó enn væri snjór yfir öllu, var vorið í nánd. Og bráðum myndu leiðir skilja. --------Þau voru komin upp á brún hæstu hæðarinnar í nágrenni skólahússins. Þau leysa skíðaólarnar. iSetjast niður í fönnina. Það er svolítið farið að skyggja. Þau hafa verið kót til þessa. Og þau hlóu, er þau settust niður. En alt í einu verða þau bæði alvarleg. Svo hlæja þau aftur.. En það er aðeins til þess að sýnast. Þau verða alvarleg á ný. Þau horfast í augu sem snöggvast og roðna við lítið eitt. Hún lítur undan, brosir smálítið. Hann rýfur þögnina. “Sólveig! Nú fer það að styttast.” Hún kinkar kolli. Og honum dettur í hug, að liann hefir aldrei l'yr séð hana þunglyndislega. Honum dettur margt í hug. Skyldi—? Nei, hann hrindir þeirri hugsun frá sér. Þau voru aðeins málvinir. “Við höfum átt margar góðar stundir sam- an, Sólveig. Og nú, þegar vorið er í nánd, verð- um við að skilja.” “Helgi.” Það var mælt veikum rómi. Hann horfir á hana. Hún hefir tekið af sér húfuna og látið flétturnar niður. Honum hefir aldrei sýnst hún fegurri. Hann veit, að hann stendur á hálum ís. Kanske var það vel, að leiðir skildu nú. Aður en það yrði um seinan, áður en það yrði of sárt, alt of sárt að skilja. Hann mátti að eins vera að heiman þennan vetur. Svo átti hann að taka við jörðinni, heima á Islandi, af föður sín- um. 0g það var einhver, sem beið heima. ‘ ‘ Helgi, ’ ’ segir hún aftur. ‘ ‘ Eg var að hugsa um, þegar eg var að 'bíða eftir þér áðan og kall- aði: Islendingur! Islendingur! og þegar þú svarar: Nú gem eg, kallaðir þú það svo hátt og glaðlega. Við vonim ung þá. Nú erum við eins og fullorðnar manneskjur.” “ Gömul og grá, með margra ára reynslu að baki.” “Nei, ekki það. En ekki ung lengur.” ‘ ‘ Sólveig! Eg get aðeins sagt, að það verður erfitt að skilja, sárara en eg get látið í ljós.” “Aðeins það, Holgi?” Hann kinkar kolli. Svo segir hann henni scm er. Hann sér litla breytingu í andliti hennar, unz hún segir: Og í óyndi áranna, sem framundan eru, þeg- ar sál mín kallar: Islendingur! tslendingur! þó er ekkert svar. Enginn, sem kallar á móti: Nú kem eg.” Þá var eins og gráthljóð í röddinni. Og fá- ein tór féllu niður kinnar hennar. —----- Þau ganga heim á leið. Þau ganga hægt. Hafa gleymt öllum skíðastökkum. Enn skyggir skógurinn á skólahúsið. Þau staðnæmast lilið við hlið. Hann tekur hana í fang sér, þrýstir löngum, heitum kossi á varir hennari Hún þqýstir hönd hans. “ Aldrei aftur, Helgi! Það er ekki rétt gagn- vart henni, sem bíður þín. ’ ’ ‘ ‘ Eg veit þetta er endi æfintýrisins, Sólveig. En þetta andartak er hið dýrmætasta allrar æfi minnar. ” Þau eru komin heim í skóla. Og þau brosa, ^evna að brosa. En þetta var seinasta skíða- förin þeirra. Og þessir fáu dagar, sem eftir voru, liðu fljótt. Og seinasti dagurinn rann upp. Hún lióf kvöldið. Kæður, söngur, dansað og farið í leiki. Þau sitja hlið við lilið og dansa saman seinna um kvöldið. Hann lieldur ræðu, þegar setið er að borðum. Það er fyrsta og eina ræðan lians. Hann talar stutt. En vegna hlýleikans í þessum fáu orðum. er hann segir, knýr hann fram sam- úð og tár. Hann talar um það, sem hann vissi fegurst, það sem liafði vakið alt hið fegursta í liuga hans, lotningu, ást, yndi. Hann talar um sól Islands og sál Noregs eins og tvær þjóða- sálir, sem skilja, unna. livor annari, eiga samleið í andans ríki. “Sál ykkar,” segir hann, “sól Noregs, þjóðsálin norska hefir dregið til sín sál mína, hertekið hana, veitt henni yndi og yl, vakið ást í sál minni; og nú, er leiðir skilja, er sorg mín sár.” Hann minnist á orð Jónasar: “anda, sem unnast fær aldregi eilífð að skilið.” Heimfærir það upp á sálir norsku og íslenzku þjóðarinnar.— Skólastjórinn þakkar ræðu hans. Hann talar hlýlega um Island. En Helgi heyrir það var't. Sólveig lieldur ekki. Hún ein skildi til fulls. Það var ást hans til hennar, sem liafði knúð fram þessi orð. Hann unni sál Noregs af því liann unni sál hennar. Helgi hugsar, reynir að hugsa, um það, sem hann liafði sagt, og að sál konunnar og þjóðsálin væri eitt og hið sama, en hann getur ekki fest hugann við það. Hann að eins vissi, að nú áttu leiðir að skilja. Og samt yrðu þau að dansa og syngja og taka þátt í gleði og leikjum hinna. Og kvöldið leið. Og nóttin leið. Og annar dagur rann upp.— Á stöðinni er þröng ungmenna. Sum brosa, sum lilæja, sum gráta. “Þökk fyrir samveruna,” heyrist aftur og aftur.— Þau sitja hlið við hlið í lestinnj. 1 þetta sinn í síðasta skifti. Fyr en varir eru þau í Krist- janíu, eftir fárra tíma ferð. Síðasta samveru- stundin líður. Hann fylgir henni á stöðina. Þau standa á pallinum. Lestin rennir upp að lionum. Ef hann aðeins mætti kyssa hana að skilnaði, hugsaði hann. En það var svo margt um mann- inn, og vinir, skólasystkini alt í krigum þau. — Eimlestarblástur kveður við. Skilnaðar- merkið. Hlýtt handtak, fáein tár, eins og gengur,— þegar leiðir skilja. ----(--------- KJ ÖRSONU RINN. (Saga úr frakknesku sveitalífi) eftir Guy de Mawpassant. Tveir kotbæir stóðu hlið við hlið neðst í brekku í dálítilli sumarhvíldarstöð við sjóinn. Bændurnir í báðum bæjum glímdu baki brotnu við ófrjóan jarðveg, til að hafa ofan í krakka- hópinn, og átti hvor fjóra. Fvrir framan dyrnar lék allur hópurinn sér og ólmaðist liðlangan daginn. Þau elztu tvö voru sex ára, þau yngstu fimtán mánaða, Bóðir höfðu bændur þessir gifst um sama leyti og hjó báðum f jölgaði í sama mund. Mæðurnar þektu naumast, hvað hvor átti í þessari þvögu og feðurnir vissu livorki upp né niður. Átta nöfn sveimuðu i huga þeirra; þau voru ávalt að grautast saman. Þegar þeir ætl- uðu að kalla á eitt baniið, nefndu þeir oft þrjú nöfn, áður en þeir hittu á hið rétta. 1 öðru kotinu bjuggu Tuvache hjónin, þau komu frá sjávarböðunum við Belleport; þau áttu þrjár stúlkur og einn dreng. 1 hinu kotinu áttu Vallins-hjónin heima, Þau áttu eina stúlku og þrjá drengi. Til viðurværis hafði fólk þetta súpu og jarð- epli og—loftið, og átti í herkjum. Klukkan sjö að morgni, um nónbil og náttmál smöluðu kon- urnar kjúklingum sínum saman til verðar, eins og gæsahirðar smala saman hjörð sinni. Börn- in settust eftir aldri framan að tréborði, sem bar með sér að hafa verið notað í fimmtíu ár. Munnar vngstu smælingjanna náðu eigi jafnhátt borðinu. í'lyrir framan þau var sett djúp skál full af brauði, sem bleytt hafði verið upp í kart- allir angarnir átu þangað til liungrið hvarf. Hið öflusoðinu, hálfu kálhöfði og þrem laukum, og minsta varð mþðirin sjálf að mata. A sunnudögum var dólítið kjöt, sem soðin hafði verið súpa af , öllum hátíðamatur. Þann dag sátu feðumir lengur að verði og sögðu aft- ur og aftur: Það ætti við mig, að hafa svona mat á hverjum degi. I ógústmánuði síðdegis nam léttur vagn staðar fyrir framan kotbæi þessa og ung kona, sem hafði taumhaldið, sagði við herramann, sem sat við hliðina á henni: “Nei, sko, Henrí, allan krakkahópinn. Hvað þau eru falleg, þó þau velti sér svona í mold- inni!” Maðurinn svaraði ekki. Hann var þessum aðdáunar upphrópum vanuri var ekkert pm þau og leið illa. Konan unga hélt áfram: “Eg má til með að taka þau í fang mér 6, skelfing væri gaman að eiga eitt þeirra — þetta þama—yrmlinginn þenna!” Hiín stökk ofan úr vagninum, hljóp til bam- anna, þreif eitt hið vngsta—Tuvache-hjónin áttu það. Hún hóf það upp í fang sér, kysti það á- kaft á skitnu kinnamar og á flókna hárið, sem fult var mold. Og á litlu lummumar, er hann baðaði með af öllum mætti, til að losast við þessi blíðuatlot, sem hann hafði ógeð . Svo steig hún upp í vagninn aftur og ók burt í skyndi. En hún kom aftur næstu viku, settist í hlað- varpann, tók dreng-angann í fang sér, troðfylti hann sætu brauði, gaf honum brjóstsykur og lék sér við þau eins og dálítil telpa, rneðan bóndi hennar beið þolinmóð- ur í lauflétta vagninum. Hún kom aftur, komst í kunnngsskap við foreldr- ana, kom á hverjum degi með vasa fulla sætindum og smáskildingum. Hún hét frú Henri d' Hubricres. Eitt sinn er hún kom árdegis, steig bóndi hennar ofan úr vagninum með henni. Hún gekk nú beint inn i bóndabýlið, án þess að nema staðar hjá börnunum, sem nú þektu hana vel. Hjónin voru að kljúfa við, til að sjóða við súpuna. Þau réttu sig upp með furðusvip, buðu stól og biðu forvitin. Konan hóf máls, skjálfandi röddu og sundurlausum eg skyldi taka litla drenginn af ykkur—fara með hann orðum: * “Vinir mínir, eg kem til ykkar, af því mig langar— með mér—.” Bændahjónin svöruðu engu; þau voru sem steini lostin og gátu ekkert hugsað. Hún náði sér aftur og hélt áfratn: “Við erum tvö ein, maðurinn minn og eg. Við skyldum sjá um hann. —Viljið þið. Bóndakonan fór nú að renna grun í, hvað væri á seyði, og spurði: Þér viljið taka hann Kalla af okkur? Önei, það verður ekkert af þvi!’’ Þá tók d’Hubrierers, herramaðurinn fram í: “Konan mín hefir ekki gert vel grein fyrir erindi sínu. Okkur langar til að gera hann að kjörsyni okkar, en hann gæti komið við og við að finna ykkur. Verði hann nýtur maður, eins og öll ástæða er til að ætla, arf- leiðum við hann. Ef við skyldum eignast börn, skal hann erfa til jafns við þau. En launi hann fóstrið illa, skulum við gefa honurn, er hann nær lögaldri, tuttugu þúsund franka, sem lagt verður á banka í hans nafni. Um ykkur höfum við líka hugsað, og skulum við greiða ykkur fram á dánardægur hundrað franka á mánuði. Hafið þið þá skilið mig til fullnustu?” Konan var staðin á fætur og réð sér ekki fyrir bræði. “Þið viljið, að eg selji ykkur hann Kalla? Ó-nei. Það er dá-snoturt að fara fram á slíkt við—móður. Ónei. Það væri svívirðing!” Bóndinn sagði ekkert, en var þungbúinn og hugsi. Hann samsinti orðum konu sinnar með þvi að kinka kolli. Frú d’ Hubrieres brugðust vonir; hún tók að gráta. Hún sneri sér stamandi til bónda síns; grátstafur var i rödd hennar, eins og rödd barns, sem vant er við að fá allar óskir uppfyltar. “Þau ætla ekki að gera það. ,Henri, þau ætla ekki að gera það.” Þá gerði hann síðustu atrennuna: “En, vinir mínir, hugsið þið um framtíð barnsins, velferð drengsins, um—” En bóndakonan var samt f ull bræði og tók fram i: “Við höfum hugsað um alt, skilið alt. Farið út og látið mig ekki sjá ykkur hér aftur,—skárra er það, að ætla að fara að taka frá mér barnið!” Þá mundi frú d’Hubrieres eftir því, að þarna voru tvö börn önnur, miklu minni, og spurði með tár i augurn og þrákelkni þeirrar konu, sem ekkert getur látið á móti sér og búið er að spilla með ofmiklu dekri, hvort hún gæti ekki fengið annað. ' Tuvache gamli svaraði: “Nei, nágrannar okkar eiga hann. Þið getið farið til þeirra, ef ykkur sýnist.” Og hann gekk aftur inn i bæinn og barst þá út bræðis- full rödd konu hans. Vallins-fólkið sat að borðum; það var í makindum að maula nokkurar brauðsneiðar; dálitlu súru smjöri var klint ofan á af mikilli sparsemi, og lágu sneiðarnar á diski fyrir framan þau. D’Hubrieres, herramaðurinn ókunni, tók aftur fram tilboð sitt, enn ísmeygilegar, með meiri mælsku og for- tölulist. Bændahjónin hristu höfuð sín, til merkis um að þau höfnuðu þessu tilboði. En er þeim skildist, að þau ætti að fá hundrað franka á hverjum mánuði, fóru þau að hugsa sig um, ráðfæra sig með augnaráðinu hvort við cfnnað, og voru í miklum vanda. Þau þögðu langa stund og sýndu, að sá á kvöl, sem á völ. Loks spurði konan: “Hvað lízt þér, bóndi minn?” Með nokkurum spekingssvip svaraði hann: “Það er ekkert skammar boð!” Frú d’Hubrieres titraði af angist, og fór að tala um framtíð barnsins, um hvað hann skyldi eiga gott og urn peningana, sem hann gæti gefið þeim siðar. “Verður þessum tólfhundruð-franka-iðgjöldum lof- að á skjalavarðar skrifstofu?” “Vissulega, og byrja á morgun,” svaraði d’Hubrieres. Konan hélt áfram meðan hún var að velta þessu fyrir sér: “Hundrað frankar á mánuði er eigi nóg fyrir missi barnsins. Það færi að vinna eftir nokkur ár; við verð- um að fá hundrað og tuttugu franka. Frú d’Hubrieres hoppaði upp af óþolinmæði og tók því feginsamlega, og af þvi hún vildi fá barnið með sér. fekk hún þeirn hundrað franka að gjöf, meðan maður hennar ritaði samnings-skjalið. Og gleðin skein út úr þessari ungu konu, er hún bar drenghnokkann háorgandi brott eins og óþarfa, sem vakið hefir ágirnd manns og borinn er út úr búð. Tavache-hjónin stóðu í dyrunum og sáu hana fara; þögul þungbúin, sáu ef til vill eftir að hafa hafnað. Af Jóni litla Vallin heyrðist ekkert frekar. For eldrar hans gengu á skrifstofuna á hverjum mánuði til að veita viðtöku hundrað og tuttugu frönkum, og þau voru nágrönnum sínum reið, að því Tavache-konan hafði stórkostlega sært tilfinningar þeirra með því að staglast á því bæ frá bæ, hvvílíkur glæpur það væri að DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts BMg. Cor Grahaœ og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Offlce tímar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Wlnnipeg, Manitoba. DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Qraham og Kennedy Sts PHONE: 21 834 Office tímar: 2—8 Heimill: 764 Victor St.. Phone: 27 586 Winnipeg, Manlisba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: S—5 Heimill. 5 ST. JAMES PGACE Wínnlpeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stnndar atigna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aB hltta kl. 10-12 f. h. og 2-6 e. h. Hetmili: 3’’S River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL 202 Medlcal Arts Bldg. Stundar sérstaklega k v e n n a ott harna s.iúkdöma. Er aC hitta frú kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Siml: 28 180 Dr. S. J. JOHANNESSON atundar Urkninpar og yfiraetvr. Til vlBtala kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frft 6—8 aB kveldlnu. SHERBURN ST. 532 SfMI: S0 877 HAFIÐ P«!R SÁRA FÆTURf ef evo, flnniB DR. B. A. LENNOX ChiropodUt Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlaknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t PHONE: 26 645 WINNIPBG DR A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis 46 054 Dr. Ragnar E. Eyolf son Chiropractor. Stundar sjerstaklega Gigt, Bak- verk, Taukaveiklun og Svefnleysi Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265 Suite 837, Somerset Bldg. 294 Portage Ave. Dr. A. V. Johnson tslenzkur Tannlaeknir. 212 Curry Building, Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 J. SIGURDSSON_ UPHOLSTERER Sími: 36 473 562 Sherbrooke Street H. A. BEI^GMAN, K.C. talenzkur lðgfræBlngur Skrtfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenakur IðgmaOur. Roeevear, Rutherford. Mclntoeh and Johnaon. 910-911 Electrlc Rallway Chmhr. Winnlpeg, Canade Slml: 23 082 Helma: 71 753 Cable Addrees: Roscum Lindal Buhr & Stefánsson Islenzklr lögfræBingar. 366 MAIN ST. TALS.: 24 963 pelr hafa einnlg skrifstofur aB Lundar, Rlverton, Glmll og Plney, og eru þar aB hitta a eftirfylgjandi timum: Lundar: Fyreta miBvikudag. Rlverton: Fyreta flmtudag. Gimll: Fyrsta miBvikudag. Piney: priBJa föstudag I hverjum múnuBl. J. T. Thorson, K.C. íslenzkur lögfræðingur. Skrifst.: 411 Paris Building Simi: 22 768. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfræBingur Skrifstofa: 702 Confederatlon Life Bulldlng. Maln St. gegnt Clty Hali PHONE: 24 587 Residence Office phone 24 206. Phnone 89 991 E. G. Baldwinson, LLB. Islenzkur lögfræðingur 809 Paris Bldg., Winnipeg J. J. SWANSON & CO. HMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPBO Feetelgnaaolar Leigja húe. Ct- vega peningalö.n og eldeúbyrgO &f öllu tagi. PHONE: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aB eér aB ávaxta eparifé fölka. Selur eldsábyrgB og blf- reiBa ábyrgBlr. Skriflegum fyr- irspurnum svaraC sainstundis. SkriUtotuaimi: 24 263 Heimasimi: 33 328 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 605 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 WTNNIPEO G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 VlStale tlml klukkan 8 til í a8 morgninum. ___________________________I —' ------------------------1 4 LLAR TEQUHDIR FUUTNINOAI j Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjamason 762 VICTOR ST. Slml: 24 500 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkklstur og annast um Út- farir. Allur útbúnaBur sá beztí Ennfreinur selur hann allskonar minnlsvarBa og legstelna. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsími: 58 302 selja barnið sitt; að það væri hræðilegt, tuddalegt og þar frani eftir götunum. Stundum tók hún Kalla í fang sér með mikilfenglegum blíðuatlotum, og sagði við hann, eins og barnið skildi: “Eg seldi þig ekki. Ó-nei. Eg seldi þig ekki, kartan min! Eg er ekki rík, en eg sel ekki börnin mín!” Vallins-hjónin áttu góða daga fyrir styrkinn. Þess vegtia voru Tuvache-hjónin svo ákaflega reið; þau lifðu við vaxandi örbirgð. Elzta dóttirin fór frá þeim í vinnu. Kalli var einn heima að hjálpa föður sínum gömlum við slitvinnu, til þess móðir þeirra og tvær systur gæti lifað. Hann var orðinn tuttugu og eins árs. Þá nam eitt sinn skínandi skrautvagn staðar framan við kot- kýlin tvö. Ungur herramaður steig út, með gullúr og keðju, og rétti hönd sína aldraðri konu, grárri fyrir hærum. Þessi aldraða kona sagði við hann: “Það er þarna, barnið mitt, við hitt húsið.” Og hann gekk inn í kothýsi Vallins-hjónanna eins og ætti hann þar heima. Gamla konan var að þvo svunturnar sínar. Hús- Frainh. á bls. 6.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.