Lögberg - 01.01.1931, Page 6

Lögberg - 01.01.1931, Page 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JANÚAR 1931. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRVAVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offlce: etti Floor, Bank of Hamilton Chamberi Sonur Guðanna Eftir R E X B E A C H. Hann sá dóttur sína varla, og aldrei svo lengi í einu, að hann gæti talað nokkuð verulega við hana, því hún kom alt af seint heim, var reglu- söm í því, eins og Wagner komst að orði, og var sjaldan ein. Annað hvort var einhver piltur með henni, eða þá stúlka eða stúlkur og alt af voru þær að reka eftir lienni og biðja hana blessaða að flýta sér, því alt af var tíminn of stuttur. fbúðarherbergi þeirra feðgina voru orðin afar óvistleg. Lyktin af tóbaksreyknum var orðin svo mögnuð, að það var ómögulegt að losna við hana, þó gluggarnir væru láfnir standa opnir, og innan um tóbakslyktina blandaðist lyktin af afar-dýrum ilmvötnum. Allstaðar vom öskubakkar með fjölda af hálfreyktum vindlum og vindlingum. Þar að auki var þarna fjöldi af glösum og flöskum, sem báru þess ljósan vott, að eitthvað mundi hæft í því, að vínbanns- lögin væru stundum brotin. Þessi staður var eins ólíkur heimili eins og mest gat verið, það er að segja heimili eins og það á að vera. Wagner var að vísu einn þeirra manna, sem aldrei hafði látið alt fyrir brjósti brenna, en þetta framferði ofbauð honum hreint og beint. Hann var inni í sínu eigi herbergi mest af tímanum, og vildi helzt ekki tala við neinn. Honum fanst hann vera að missa kjarki. Eitthvað dálítið af þessu tagi gat Wagner vel þolað, og meira að segja féll það heldur vel. En þetta gekk fram úr öllu hófi. Hvernig stúlk- an gat haldið þetta út alla daga vikunnar, var meira en hann gat skilið. Honum fanst hann eiga reglulega bágt. Einstaka sinnum mátti sjá þess nokkur mrki, að Alanna var heldur ekki allskostar ánægð með þetta framferði, og tók faðir henn- ar sérstaklega eftir því eitt kveldið, þegar hún kom heim um klukkan tólf. Hún var, þreytuleg og Wagner sá nú greinilega, að líkamsþróttur hennar átti sér takmörk, engu síður en annars fólks. “Mikil ósköp eru að sjá þig,” sagði hann og reyndi þó að vera eins glaðlegur, eins og hann gat. “Þú ert öll orðin af þér gengin og það er ómögulegt að þú getir haldið út mikið lengur að lifa þessu lífi, sem þú lifir nú. ” “Lifa J)essu lífi, hvað áttu við?” “Eg á bara við þetta vitleysislíf, sem þú lifir nú.” “Blessaður vertu! Þetta er ekkert enn þá, ég er rétt að byrja. Hvemig líkaði þér að fá einn koss? Vertu elcki að standa upp. Eg næ til þín.” Alanna beygði sig yfir stólinn, sem faðir hennar sat á og þrýsti koss á skallann á honum. “En hvað skallinn á þér er mjúkur og notalegur, rétt eins og mélóna, bara ekki eins kaldur. ” “Þess verður ekki langt að bíða, að hann verði kaldur, ef þessu heldur áfram,” sagði hann. “ Eg er eins og maður, sem er áð .sökkva, og mér hefir nú skotið upp í þriðja og síðasta sinn. Bráðum sjást ekki nema bólurnar á vatn- inu. þar sem eg hefi sokkið. Eg veit ekki hvað hefir komið yfir þig, Alanna, en þú ert með hverjum deginum meir og meir að líkjast móð- ur þinni.” “ Þetta er líklega það versta, sem þú hefir nokkum tíma sagt um mömmu. Hún gæti aldr- ei fyrirgefið þér það, og mér finst það heldur ekki von. Þú átt að gæta þess, Albert, að hvað sem ])ú sjálfur kant að hugsa um hana, þá átt þú aldrei að tala um hana öðruvísi en virðu- lega. ’ ’ “Eg vildi þú værir orðin gömul kona. Dett- ur þér aldrei í hug, að þú þurfir að stillast dá- lítið og haga þér öðru vísi heldur en þú gerir nú?” “Nei, það dettur mér aldrei í hug. ” “Eg vildi að einhver af þessum strákum vildi giftast þér. Hann gæti aldrei verið svo afleitur, að eg samþykti það ekki, og yrði feg- inn. ’ * “Nei, það kemur nú ekki til mála. Því meira sem eg hugsa um giftingar, því betur lík- ar mér eilífið. Nei, það kemur nú aldrei fyr- ir, að eg fari að gifta mig. Eg er alveg ánægð með að vera hjá þér, pabbi minn. Það er ósköp gott að vera hjá þér. ’ ’ “Eg veit ekki, hvað eg hefi eiginlega gert þér, Alanna, ” sagði Wagner hálf-raunalega. “Ef þú í raun og vem vilt gera mér eitthvað til þægðar, þá held eg þú ættir helzt að gifta þig og búa með manni þínum. ” “Er það mögulegt, að þú viljir endilega losna við mig? Ótsköp ertu að verða ósann- gjarn við mig. ” “ bað er ekki það, sem ég er að hugsa um, en ég þarf að lifa mínu eigin lífi. Eg er enn ekki svo gamall, að eg geti ekki notið lífsins og gert mér margt til gamans, ef eg væri ekki alt af eins og á nálum út af þér og þinni framtíð. Þetta gerir mig svo úttaugaðan, að eg get engr- ar gleði notið. Það vantar lítið á, að þú sért búin að gera mig að hreinum og beinum vesal- ing. Manstu hvernig þú fórst að, þegar við vrorum heima? Þú gerðir heimilið alveg ómögu- legt. Þú gazt ekki haft nokkra manneskju á heimilinu viku lengur. Þú rakst fólkið burtu jafnóðum og eg réði það. Það var tekið af þér stjórnarleyfið að mega keyra bíl, og það var þér að kenna að ökumaðurinn okkar misti sitt leyfisbréf líka.. Jafnvel hestarnir voru hrædd- ir við þig. Þú getur ekki setið kyr nógu lengi til þess að hægt væri að taka mynd af þér. Það gildir einu, hvar við komum. Alt af sama sag- an. Allstaðar er óverandi og alt öðru vísi en það á að vera. Óímögulegt að una við það. Nú erum við aftur komin til New York, en hvers vegna, þætti mér gaman að vita. Hvað geng ur eiginlega að þér? Hvað viltu? Þú ert að verða mögur og torkennileg, rétt eins og ein- hver afturganga. Þú getur ekki borðað. Hvers vegna ?’ ’ “Eg skal segja þér hvernig þetta er,” sagði Alanna með uppgerðar alvörusvip. “Eg gleypti engisprettu. ” Wagner svaraði þessu engu, en vanþóknun- arsvipurinn á andliti hans var auðsær, og hún hélt áfram: “Eg kæri mig ekki um neitt nema þig, elskulegi feiti vinur. Alt sem eg þrái. er ást þín og umhvggja og skilningur. Eg þrái mest af öllu að vera þér til gleði . . . Hvað geng- ur að mér? Það gengur alt að mér. En hvað er heimili, án þess að þar sé eitthvað af þung- lyndi og ímvndunarveiki? .... Ættum við ekki að fá okkur drykk. ” Wag-ner stökk á fætur, og gekk hröðum skrefum aftur og fram um gólfið, og það var harðneskjusvipur í augnaráðinu, þegar hann leit á dóttur sína. Alt til þessa, hafði hann reynt að tala vel og blíðlega við hana; nú var j málrómurinn nokkuð öðruvísi. “Eg hefi hugmynd um, að þetta sé alt þess- um andstyggilega Kínverja að kenna.” “Við skulum ekkert tala um hann,” svaraði Alanna. “Því ekki?” Wagner varð næstum illilegur á svipinn — og stundarkorn horfðu þau fast hvort á annað. “Allir, sem vilja fá í staupinu, segi til á vanalegan hátt,” sagði stúlkan hægt og kulda- lega. Wagner lét út úr sér óttalegt blótsyrði. “Eg i segi þér alveg satt, að ef eg hefði hugsað—” “Ef þú hefðir hugsað, þá værir þú orðinn gamallegur og hrukkóttur. Varastu það, því þetta gáfaða fólk, sem hugsar mikið, verður fljótt gamallegt og svo lætur það skera í sund- ur á sér andlitið, til að slétta úr hrukkunum. ” “Ef eg hefði haldið, að þú í raun og veru kærðir þig nokkuð um þennan Kínverja, þá hefði ég kæft þig í koddunum þínum. ” “Ekki þessar hótanir. ” “Mér er alvara. Eg krefst þess—” “Gerðu það fvrir mig, að hætta þessu.” “ Þú verður að útrýma honum úr huga þín- um. Ef þú gerir það ekki, þá skal ég gera það. ” Það varð þögn svolitla stund. Alanna stóð ekki a fætur, en hún seildist eftir símanum og hringdi. “Hvað ertu að gera? Við hvern ætlarðu að tala á þessum tíma nætur?” “Við Sam Lee, ” sagði hún. Wagner ætlaði varla að ná andanum og það leit út fyrir, að hann ætlað að ráðast á hana og varna henni að síma, en Alanna hálf sneri sér við og svipur hennar var slíkur, að Wagner sýndist ráðlegast að láta hana afskiftalausa. Hún varð alt í einu náföl í andliti. “Svo þú manst hans símanúmer. Þú hefir sfmað honum áður?” Lg gætti að því. strax þegar eg kom frá Evrópu og eg hefi haft það upp fyrir sjálfri mér siðan hundrað þúsund sinnum. Eg reyndi að •síma honum, en hann var þá farinn til Kína.” “Hvað ætlar þú að .segja við hann?” Lg veit ekki. Ef þú hreyfir þig, eða segir nokkuð, þá segi eg honum að koma og sækja mig. ” “Alanna! Hvað ertu að segja?” “Kæfðu mig í koddunum! Hristu mig alt sem þú vilt! Eg varaði þig við þessum hótun- um. um. Mig langar til að heyra til hans. Vita að hann er hér í borginni. Eg var alveg utan við mig, þegar eg kom inn og þú--------Halló” Wagner heyrði að einhver svaraði, þó það væri óljóst. Krt það þú, Sam? Það er Alanna. — Al- anna M agner. Áreiðanlega, Wagner. Eg er viss um, að þú hefir ekki alveg gleymt mér. Nei, þetta er ekki vinsamlegt. ó', það skýrir málið. En því að sofa um þetta leyti dags ? Þú hefir verið alveg horfinn um tíma, Sam.” Hún hlo akaft og hun skalf eins og hrísla og augna- iáð hennar vrar óeðlilegt.---“Það get eg ekki sagt, eg veit ekki hvers vegna. Eg hefi aldrei neinar ástægður fyrir því sem eg geri. Bara geri það, sem mér dettur í hug. Mig langar til að sjá þig. Já. Vitaskuld, eg þarf að tala við þig. Það er nokkuð, sem eg þarf að segja við þig. Pabbi og eg höfum verið að jagast út af þer. ’ ’ Wagner fann svitann slá út um allan líkama sinn, en hún helt áfram, rétt eins og faðir henn- ar væri alls ekki nálægur. “Við vorum svo sem ekki mikið að rífa.st, >ara að jagast dálítið, eins og vanalega geng- ur aður en við förum í rúmið. Við sláum' ekki hvorf annað í roteða neitt þess konar. Gerðu það, Sam. Því? Af því eg bið þig um það Er það ekki nóg? . . . .Við erum í The Ambassador” Gei ðu það .... Einhvern tíma á morgun. Hve- nær sem þér er hentugast. . . . Þakka þér ósköp vel, góði minn. Eg vonast eftir þér.” “Guð hjálpi þér!” var alt sem Wagner gat komið upp. “Fyrirbænir hjálpa þér ekki neitt,” sagði Alanna heldur kuldalega. “Þú þarft heldur ekki að missa svefn út af þessu, því hér er engin hætta á ferðum, þú bara sérð, að eg er ekki að fara á bak við þig. Það kemur ekkert fyrir, ef ]>ú bara vilt lofa því, að vera góður drengur. Hann skilur þetta, og það geri eg líka. Mundu bara, að þú mátt ekki vera að jagast við mig. Eg verð að sjá hann og tala við hann. Eg get ekki haldið áfram svona. Fyrst og fremst þarf eg að biðja hann fyrirgefningar, og svo þarf eg *— ó, þetta er ekki til neins. Mig langar eftir miklu, en eg kemst sjálfsagt einhvem veginn af þó eg fái það ekki.” Hún reis á fætur, hægt og þreytulega og gekk í áttina til svefnherbergis- dyranna. “Góða nótt, vinur minn,” sagði hún og leit um öxl sér. Svo fór hún inn í svefnher- bergið. Þetta samtal olli Sam töluverðrar áhyggju, hann svaf ekki meira þá nóttina. Um morgun- inn gat hann heldur ekki um annað liugsað en það, að eiga nú aftur að sjá Alanna. Hann gerði hvorttveggja í senn, hlakkaði til þess og kveið fyrir ])ví. Hann hafði verið heimskur að ganga inn á það, að koma og sjá hana, og það hafði verið rangt af henni, að fara fram á það, því hún hlyti að skilja rétt eins vel eins og hann, að alt samband ]>eirra á milli, var með öllu ómögu- legt. Og ])að var algerlega ranglátt af henni að ætlast til þess, að hann kæmi á hennar fund. En hvað var það, sem hafði komið henni til að síma honum? Hún hafði verið eitthvað að jag- ast vð föður sinn út af honum. Sam vissi ekki. hvað hann átti að hugsa. Honum datt margt í hug, en hann liratt þeim hugsunum frá sér jafn- harðan og þær komu í huga hans. Að hugur hennar gagnvart honum hefði breyzt, kom ekki til nokkurra mála. Þau gátu ekkert meira haft saman að sælda, það vissu þau bæði. Þetta voru bara einhverjar kenjar, leit eftir nýjum æfintýr- um. Hann ætti ekk að fara, það var bara vit- leysa. En samt, hún hafði beðið hann svo vel að koma. Það var ekki ómögulegt, að hún hefði eitthvað að segja við hann, sem einhverju varð- aði. Ef hann hætti nú við að koma, þá sýndi það eitthvert kjarkleysi. Hann eyddi morgnin- um þannig, að hann gekk aftur og fram um her- bergi sín, áhyggjufullur og friðlaus. Þegar tíminn kom, sem hann hafði tiltekið, fór hann rakleitt af stað, eins og hann hafði í raun og veru alt af ætlað sér. Hann gat ekki frekar varist því, heldur en sárþjáður maður get- ur varist að taka inn svefnlyf, þó hann viti að hann verði enn veikari eftir en áður. Sam ha.fði tiltekið þann tíma, sem liann vissi að einna flestir gestir mundu vera í hinu stóra, opinbera gestaherbergi og þar hitti Alanna hann, eins og hann hafði óskað. Ef skapið hefði verið óstiltara heldur en það var, mundi honum hafa orðið hverft við að sjá hvemig hún leit út, þegar hún kom niður, því hvín var mögur og föl og ekki nema svipur hjá sjón í sambandi við það sem hún hafði verið. Það þurfti óneitanlega töluverðan kjark af hennar hálfu til þess að mæta honum, eftir það sem á undan var gengið, en engu að síður kom hún beint til hans, rétt eins og þegar ör er skot- ið. Hún rétti honum kalda hendina. og hún leit til hans djarflega og einarðlega, en þó góðlega. Hann var óvanalega fölur og einmitt þess vegna bar meira en vanalega á örinni á andliti hans, sem hún sjálf var völd að, og rétt í svipinn sá hún ekkert annað. Oft og mörgum sinnum hafði hún fundið til sárrar iðrunar yfir því, að hafa unnið það ódáðaverk, en aldrei eins mikillar eins og nú. Hún bað hann margfaldlega að fyrir- gefa sér og útmálaði það fyrir honum, hve mik- ið hún hefði liðið út af því að hafa gert þetta. Hann brosti og hann hneigði sig kurteislega, en heldur kuldaloga, og fullvissaði hana um, að þetta væri ekki neitt og ekkert væri úr því ger- andi. Hvomgt þeirra hafði nokkum tíma reynt nokkuð, sem þau höfðu tekið eins nærri sér eins og þetta. Þegar það var búið, settust þau og töluðu saman vinsamlega. Sam hafði orðið að beita hörðu við sjálfan sig og taka á öllu sínu viljaþreki til að geta komið á fund hennar. En nú, þegar hann var kominn, var eins og hans inri maður hefði skiftst í tvent, þar væru tveir menn í staðinn fyrir einn, og hvor um sig væri að revna að útrýma hinum, eða ná vfirhöndinni. Annar var kaldur og stiltur og skýnsamur, og það var hann, sem sterkari var. Hinn var veik- ur. ístöðulaus ov alls ekki treystandi eins og á stóð. Það þurfti að hafa gætur á honum. Það var hinn fyrnefndi, sem spurði kurteislega um líðan hennar sjálfrar og föður hennar. Ef Sam hefði ekki átt í eins miklu stríði við sjálfan sig, eins og hann átti, þá hefði hann vafalaust vel getað lesið hugsanir stúlkunnar og tilfinningar hennar gagnvart sér, því þó hún revndi sem bezt hún gat að dylja þær, þá hepn- aðist henni það fremur illa. Smátt og smátt tókst henni þó nokkum veginn að ná fullu valdi yfir sjálfri sér. eða heni tókst að gera blæj- una, sem hún huldi tilfinningar sínar með, nokkum veginn ógagnsæja. En þetta gerði hana veikari og óstyrkari og henduraar á lienni skulfu svo mikið, að hún gat ekki kveikt í vindlingnum, og Sam varð að hjálpa henni til þess. “Þakka þér fyrir, vinur minn. Þessir sterku drykkir eru óttalegir nú á dögum og óáfengir drvkkir eru heldur ekki nærri því eins gqðir eins og þeir voru fyrir stríðið. Eg var í ein- um af þessum næturklúbbum í gærkveldi, og eg hefi líldega gert eitthvað, sem eg hefði ekki átt að gera.” ’ “Eg býst við þú sért úti seint á kveldin, engu síður en áður?” Þetta var ekki það sem Sam vildi segja, en það var sterkari maðurinn sem talaði. Sá veikari gleymdi öllu, nema þeirri þrá, sem Sam bar í brjósti til Alanna. “Eg býst við því. Pabbi segir að minsta kosti, að eg sé ekki meira heima en vanalega. Eg er samt sjaldan of sein fyrir morgunmat- inn. Heyrðu, Sam! Eg varð að bregða lof- orð mitt um að vera á öðmm stað, til að geta fundið þig, til að biðja þig fyrirgefningar. Blessaður farðu ekki strax. Þetta er í fyrsta sinn nú lengi lengi, sem eg hefi verið í góðum félagsskap og það er mér mikil hjálp. Ségðu mér eitthvað um sjálfan þig og fyrirætlanir þínar. ’ ’ “Maður hefir þúsund fyrirætlanir, en guð ekki nema eina,” sagði Sam og brosti. “Eg er hálfgerður forlagatrúarmaður. Þegar eg verð þreyttur að horfa á sólaljósið, þá legg eg aftur augun og læt mig dreyma.” “Eg símaði þér daginn, sem eg kom frá Evrópu, en þú varst þá farinn til Kína.” “Þangað flutti eg föður minn dáinn. Það var erfitt, skylduverk, en eg lagði hann til hvíldar á fallegasta staðnum í öllu Kína- veldi.” “Mér skildist einhvern veginn, að þú hefð- ir ætlað að setjast þar að.” “Eg ætlaði að gera það, en Kína vildi ekki hafa mig. Sumir málmar blandast ekki saman. Svo er um fólkið frá vissum hlutum jarðarinnar, það er eins og það geti með engu móti samlagast.” “Það er nú líklega rétt, en eg hélt það ætti ekki við þig, þegar um Kína er að ræða.” Sam skýrði fyrir henni hvernig þessu væri varið og stúlkan samsinti það sem hann sagði. “Hvað þetta er slæmt! Þessir hleypidómar, sem þjóð- irnar liafa hver gegn annari eru svo afar ósann- gjamir og ranglátir. En það á sér stað engu að síður.” ‘ ‘ Eg hefi lengi hugsað um og reynt að skilja hvernig á þessu stendur.” “Það er ekki hægt að komast fram hjá stað- reyndunum, góði minn. Okkar reyhsla er í raun og veru merkileg. Trúlofun okkar var bygð á einlægri ást, en samt fór alt út um þúfur, eins og vínbannslögin. ” Pfyrsta sinn grunaði Sam nú, að þessari stúlku liði kannske alveg eins illa eins og hon- um sjálfum. Hún tók sér kannske rétt eins nærri, hvemig komið var, eins og hann. Hon- um hafði aldrei áður dottið það í hug. Hans sterkari innri maður sagði eitthvað á þessa leið: “Kína vill ekkert hafa með mig að gera. Þar halda þeir að eg sé ágjarn Bandaríkja- maður, sem ætli að svíkja fé út úr þeim og ganga á rétti þeirra. Hér er litið á mig eins og undir- förulan Kínverja, sem á engan hátt sé jafningi hvítra manna. Hvernig á maður að fara að þessu? Það er bezt að gjalda þeim líku líkt.” Kjörsonurinn Framh. frá bls. 3. bóndinn var orðinn hrumur og svaf í horninu við ofn- inn. Bæði litu upp og ung maðurinn sagði: “Góðan dag, faðir minn ! Sæl vert þú, móðir mín !’’ Þau stóðu á fætur felmtursfull. í fátinu lét bónda- konan sápuna falla niður í vatnið og stamaði út úr sér: “Ert það þú, barnið mitt? Ert það þú barnið?’’ Hann vafði hana örmum og þrýsti henni að brjósti sér og tók hana upp aftur: “Sæl vert þú, mamma.’’ En öld- ungurinn, sem allur skalf á beinunum, sagði með still- ingunni, sem aldrei hafði yfirgefið hann: “Hér ert þú þá kominn aftur, Jón,” ens og hann hefði verið þar fyrir mánuði. Þegar þau voru farin að kynnast, langaði foreldr- ana til að fara með drenginn út í nágrennið og sýna. Þau fóru með hann til borgarstjórans, prestsins og skólameistarans. Kalli stóð á þröskuldi kotbýlisins og horfði á eftir honum, er hann gekk fram hjá. Við kveldverð sagði hann við foreldra sína: “Þið voruð ljótlega heimsk að láta Vallins-drenginn verða fyrir slíku happi.” Móðir hans svaraði með vanalegu stíflyndi: “Eg vildi víst ekki selja barnið mitt!” Faðir hans sagði ekkert. Sonurinn hélt áfram: “Það var mikil óhamingja, að þið skylduð fórna mér með þessu móti.” Þá sagði Tuvache gamli reiði- lega: “Ætlar þú að fara að ávíta okkur fyrir að hafa alið þig upp ?” Og ungmennið svaraði aftur kuldalega: “Já, eg get ekki annað en láð ykkur, að hafa verið svo miklir fáráðlingar!” Foreldrar eins og þið eru orsök í ófarsæld barna sinna. Það er réttast eg fari frá ykkur.” Gamla konan grét yfir diski sínum. Hún stundi sárt um leið og hún kyngdi hverjum súpuspæni og setti helminginn niður: “Til þess ‘arna slíta menn öllum kröftum við upi>eldi barnanna !” Þá sagði drengurinn hranalega: “Mér finst, að heldur hefði eg aldrei viljað vera til, en vera það, sem eg er; þegar eg sá hinn piltinn, hætti hjarta mitt að slá: Þarna gtur þú séð, hvað þú sjálfur ættir að vera.” Hann stóð á fætur: “Lítið á, eg held það væri réttara fyrir mig að vera hér ekki lengur. Eg yrði ef til vill frá morgni til kvelds að ásaka ykkur um þetta og afla ykkur sorgar. Þið skiljið hve erfitt myndi fyrir mig að gleyma þessu.” Gömlu hjónin þögðu, horfðu í gaupnir sér—tárin hrundu. “Nei, hugsunin um þetta yrði mér of þungbær,” hélt hann áfram. “Það er betra fyrir mig að vinna fyrir mér einhvers annars staðar.” Hann opnaði dyrnar. Fagnaðarómur barst inn. Vallins- hjónin voru að halda fagnaðar-gildi út af heimkomu sonarins.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.