Lögberg - 12.03.1931, Blaðsíða 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
12. MARZ, 1931.
^ögberg
Gefið út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
• Utanáskrift blaðsins: ]
The Columbia Press, Ltd., Box 3172 ;
Winnipeg, Man. ;
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
■ Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The "Lögberg” ls printed and published by
. The Columbia Tress, Limited.
' 695 Sargent Ave„ Winnipeg, Manitoba. \
...............................................
“Islands þúsund ár”
Meðal me-.kra viðburða í menningarlífi ís-
lendinga vestan hafs, má hiklaust telja sönghá-
tíðina miklu, er fram fór í Fyrstu lútersku
kirkju síðastliðna viku, þá er sungin var opin-
berlega í fvrsta sinn, kantata Björgvins Guð-
mundssonar við hátíðaljóð pavíðs frá Fagra-
skógi; var það Icelandic Choral Society, er að
þessu sinni laut tónsprota kompónistans, að ó-
gleymdum einsöngvurum, fiðluflokki og með-
spilara.
Að íslenzkt fólk hefði beðið þessa samsöngs
með eftirvæntingu, var ekki um að villast; hafði
það um langt skeið verið á fjölmargra vitorði;
menn liöfðu það einhvern veginn á meðvitund-
inni, að hér vajri annað og meira á ferð, en það
hversdagslega; einhver sá nýgróður, er varpað
hefði af sér kyrkingsviðjunum* og krefðist ó-
hindraðs vaxtar; og fólkið varð heldur ekki
fvrir vonbrigðum; það þéttfylti kirkjuna í
hvomtveggja skiftið og lét fögnuð sinn óspart í
Ijós. Auk Islendinga hér í borginni, sótti
kantötuna bæði kveldin, allmargt fólk úr hinum
fmsu nýbygðum vorum; kom sumt að úr þrjú-
hundruð mflna fjarlægð, eða rösklega það; ber
slíkt óneitanlega miklu fremur vott um gróður
og líf, en hnignun og dauðamerki.
Það er ekki á voru valdi, að brjóta til mergj
ar hljómsmíð sem kantötu Björgvins, frá sjón-
armiði hinnar “hærri krítikM; til þess verða.
vafalaust einhverjir úr þeirra hópi, er meiri
hafa tekniska þekkingu; þau fáu orð, sem hér
verða sögð, stjórnast þessvegna einkum og sér
í lagi af þeim heildaráhrifum, er vér persónu-
lega urðum fyrir; þeim blæbrigðum, er öðrum
fremur vöktu bergmál og leituðu til hjartans;
og þau voru mörg, að því er oss fanst.
Sennilega verður ekki um það deilt, að Björg-
vin hafi með þessari há'tíðakantötu sinni, hasl-
aði sér næsta varanlegan völl í hljómlistarlífi
hinnar íslenzku þjóðar; þessi tónsmíð hans er
eigi aðeins umfangsmikil og margbrotin, heldur
er víða í henni að finna þá kafla, er ótvírætt
vitna um skáldlega andagift og næma fegurðar-
kend; nægir í því efni að benda á “Vakið, vakið.
Tímans kröfur kalla, ” “ Þó að margt hafi breyzt
síðan bygð var reist,’ sem og seinasta kórsöng-
inn, “Rís Islands fáni. Aldir fylgja öldum. ”
Eru tónflokkar þessir hver öðrum fegurri, bæði
máttkir og mjúkir í senn.
Söngflokknum tókst víðasthvar vel, og á
sumum stöðum með afbrigðum vel, einkum þó
seinna kveldið; var söngurinn í það skiftið yfir-
leitt ákveðnari og fastari í rásinni; þó var ekki
laust við að mistök nokkur ættu sér stað hjá
karlakórnum, og virtist oss annar tenór helzt
eiga á því sök. Blandaði kórinn var yfir höfuð
ágætlega samræmdur og gerði flestum hlut-
verkum sínum glæsileg skil; sópranóraddirnar
voru blátt áfram hrífandi, og má hið sama um
bassana segja, milliröddin þýð og blæfalleg, þótt
helzti væri veik með köflum; tenórraddirnar
voru einnig góðar, að einni eða tveimur röddum
undanteknum, er eigi virtust láta sem bezt að
stjórn; gætti þess einna mest í meðferð flokks-
ins á erindinu “Synir Islands, synir elds og
klaka.”
Að því er einsöng\Tana áhrærir, má með
sanni segja, að þeir tækist hver öðrum betur.
Hin hreimsnjalla rödd Pauls Bardal naut sín
prýðilega í meðferð hans á erindinu “Þér land-
nemar, hetjur af konunga kyni”; glæsimenskan
og hitinn í rödd Sigurðar Skagfield, náði há-
marki í kaflanum “Hylla skal um eilífð alla,”
en í meðferðinni á laginu “Þó að margt hafi
breyzt síðan bygð var reist,” komst tóntúlkan
frú Sigríðar OLson á slíkt stig, að ósegjanleg
unun var á að hlýða. Frá skáldlegu sjónarmiði
er lag jietta sennilega einhver allra fegursti
kafli kantötunnar, og rödd frúarinnar stóð í ná-
kvæmlega réttu hlutfalli við yndisleik þess. Tví-
söngur þeirra frú Sigríðar Olson og frú Fríðu
Johannesson naut sín tæpast eins vel og æskilegt
hefði verið; bar það einkum til, að þær sungu
inn í miðri þyrpingunni, en stigu ekki fram á
söngpallinn. Frú Jóhannesson hefir þýða rödd,
en tæplega nógu styrka.
Pálmi Pálmason fiðlukennari, liafði sarnið
einkar snyrtilegt fiðlu-meðspil, er æft hafði ver-
ið undir umsjón Johns Waterhouse; gerði ]>að
skemtilega tilbreytingu við sönginn.
Frá Björg ísfeld lék undir á píanó með
flokknum, og fórst prýðilega úr hendi; sýndi
hún næman skilning og ákjósanlega festu í með-
ferð hlutverka sinna.
Vér fórum af samsöng jæssum bæði kveld-
in, með þakklæti í huga til þeirra allra, er hlut
áttu að máli, og vér efumst ekki um, að líkt
hafi verið ástatt með flesta hina.
Bjöigvin Guðmundsson hefir um langt skeið
átt djúp ítök í hugum Vestur-íslehdinga, og
það ekki að ófyrirsynju; að hann sé á hröðu
framfarastigi, sem tónskáld, verður ekki um
vilst. Þökk sé honum fyrir kantötu sína; þökk
hinum ágæta söngflokki, sem og þeim öðrum,
er studdu tónskáldið að málum.
Þeim til glöggvunar, er ekki kunna að hafa
lesið umma'li ensku dagblaðanna hér í borg-
inni um Björgvin og sönginn, fara hér á eftir
nokkur sýnisborn. —
Morguninn eftir að kantatan hafði verið
sungin í annað sinn, birtist í blaðinu Manitoba
Free Press ritstjórnargrein um íslenzka mús-
ík; ,fer hún hér á eftir í íslenzkri þýðingu:
“íslands þúsund ár” heitir kantata, sem
Icelandic Choral Society hefir verið að syngja
um þessar mundir; vera má, að kantatan veki
sérstakt bergmál í íslenzkum hjörtum, vegna
atburðarins, sem hún er tengd við, þúsund ára
afmælis hins íslenzka Alþingis. Það hlýtur samt
sem áður að vera öllum ánægjuefni, að þetta
fiumræna listaverk, er samið af Manitoba-
mannnum Björgvin Guðmundssyni, og skrifað
í þessari borg.
Hljómarnir fléttast fagurleg'a utan um ljóð-
ið; þó er hér meira innifalið, en ’aðeins íslenzkt
lag; j>etta er tónljóð frjálsborins fólks með
frumherja blóð í æðum.
Margir af þeim, er í söngnum tóku jiátt
hafa aldrei Island augum litið, og fylgdu text-
anum eftir með gaumgæfni, til þess að fram-
burðurinn biði ekki hnekki; grunntónninn
sjálfur er íslenzkur, en jafnframt canadiskur,
og árekstrar verður hvergi vart. Menningar
tillag það, sem frumskapandi list er samfara,
og umhverfið, er slíka list framleiðir, er can-
adisku þjóðinni dýrmæt gjöf.
íslenzka mannfélagið hefir borið fram fórn,
er fólkið í Manitoba tekur með þökkum; ekki
einungis hefir einn af borguram þess samið
tónljóðin, heldur hafa samlandar hans skilið
og nært gáfu hans árum saman.
Björgvin Guðmundsson er trésmiður að iðn,
en hljómlistin er hans köllun. Þess vegna var
það, að nokkrir vinir hans tóku sig saman um,
að senda hann til þriggja ára náms við Royal
Academv í Lundúnum, og þar lauk hann fulln
aðarprófi; síðan afréð hann að beita gáfum
sínum, áhrifum og lærdómi, í þágu fólks síns
hér og þessarar þjóðar. ”
1 ritdómi í sama blaði um samsönginn, fer
Miss Liliian Scart, einkar lofsamlegum orðum
um hæfileika Björgvins sem tónskálds, 0g tel-
ur hann hafa með kantötunni unnið sér virð-
ingarsess; þó lítur hún svo á, að heildarsam-
ræmisins vegna, hefði verið æskilegt, að inn-
gangskórinn, sem og sá síðasti, hefði verið
nokkru máttugri og glæsilegri. Svo mikla at-
hygli vöktu kostir þessarar kantötu hjá Miss
Scart, að hún kvaðst finna til nokkurrar for
vitni um að heyra kantötuna, sem verðlaunin
hlaut; er hún líklegast ekki ein um það.
Söngdomari hlaðsins, Winnipeg Evening
Tribune, kemst þannig að orði um kantötuna
og söngfólkið:
“Verk íslenzkra hljómfræðinga hér í
AVinnipeg, hvort heldur sem um er að ræða
margraddaðan söng, hljóðfæraslátt, eða eitt-
hVað annað, hafa æfinlega hlotið ágæta áheyrn
og vakið mikla athygli á hinni árlegu hljómlist-
arsamkepni Manitoba fylkis. Hefir það aldrei
brugðist, að dómararnir, hverjir sem þeir voru,
hafi sérstaklega tekið það fram, hversu aðdá
anleg þessi verk væru.
Sem dæmi upp á ágæti þessara verka, og ef
til vill fullkomnasta verkið, sem framleitt hef-
ir verið hér heima fyrir, má nefna kantötuna,
sem Björgvin Guðmundsson samdi við ljúða-
flokkinn á þúsund ára Alþingishátíð Islands í
sumar, er leið; var kantata þessi sungin í anm
að sinn af Icelandic Choral Society, undir
stjórn Björgvins í Fyrstu lútersku kirkju á
fimtudagslrveldið.
Um kantötuna sem heild, má taka það fram,
að hún er frábærlega vandað verk, og eru þar
sumir kaflar og einstök atriði, beinlínis fram-
úrskarandi. Hér leyfir” rúmið ekki, að farið
sé langt út í hin einstöku atriði.
Frá hljómlistarlegu sjónarmiði, ber kantat-
an það með sér, að höfundurinn er sannur
hljómfræðingur, með ákveðinn boðskap listar-
innar, sem hann lætur í Ijós með máttkum til-
finningum, og svo djúpum áhrifum, að maðui
þarf ekki að vera íslendingur, til þess að verða
snortinn.
Björgvin Guðmundsson, misbýður hvergi
list sinni með kaldri 0g lærdómslegri áfergju;
hann hefir auðsjáanlega fult vald yfir reglum
hljómfræðilegrar þekkingar, en hann notar þær
aðeins sem óliald, til þess að klæða í sína
frumskapandi hæfileika. Af þessu leiðir jiað,
að þegar litið er á kantötuna í heild, þá verður
auðsætt, að hún er samin þvingunarlaust og án
allrar tilgerðar; hún birtir því í rauninni
listamann, sem á ráð á djúpum tilfinningum,
sem hann lætur í ljós blátt áfram og í fullri
einlægni. Er þetta all-ólíkt þeim hrákasmíð-
um, sem engan fastan grundvöll eiga og deyja
vanalega eða drukna í tilgerðarlegum stæl-
ingum.
f hinni íslenzku hljómsveit, hafði Björgvin
söngfólk, sem oft hafði komið fram og sýnt
ágæta hæfileika. Sumt af því fólki, er meðal
hinna allra beztu hér í borg, og í kærkveldi var
samræmið svo got't, að söngurinn var blátt
áfram prýðilegur.
Það dylst engum, er á söng þenna hlustaði,
að æfingar hafa kostað ærna fyrirhöfn og ná-
kvæmni, en svo vel tókst söngurinn, að fyrir-
höfnin vár sannarlega ekki unnin fyrir gíg.
Söngfólkið var auðsjáanlega hrifið af kost-
um kantötunnar, enda var því kunnugast um
þá, eftir að hafa við æfingarnar sökt sér niður
í hin mörgu og margvíslegu einkenni tón-
verksins.
Einsöngvamir voru allir næsta áhrifa-
miklir; Paul Bardal, með sína glæsilegu bari-
tone rödd; Mrs. B. H. Olson, sem tekið hefir
feikna framförum, frá því er vér heyrðum
hana síðast; Mrs. Jóhannesson, sem óefað á
sér framför fyrir höndum, og Sigurður Skag-
field, með sína ágætu hæfileika, söng með svo
miklum áhrifum, að aðdáanlegt var með
köflum.
Leikið var við þetta tækifæri á sex fiðlur;
stjórnaði John Waterhouse þeim flokki, en
Pálmi Pálmason hafði samið meðspilið. Mrs.
B. V. Isfeld, lék á píanóið og fórst henni það
snildarlega.
Vonandi er, að einhverjar ráðstafanir
verði til þess gerðar, að syngja megi á næstu
hljómlistarsamkepni fylkisins, þessa nýju
kantötu Björgvins Guðmundssonar; er þar
um svo stórkostlegt tónlistarverk að ræða, að
þeir Mr. Pluncket Greene, Mr. Harold H.
Samuel og Hugh Roberton, mundu með á-
nægju ljá því eyra.”
Nýr áljórnmálaflokkur
Nýlega hafa þau tíðindi gerst á Bretlandi,
að stofnaður hefir verið nýr stjórnmálaflokk-
ur, hversu langs lífs, sem honum kann að
verða auðið, eða það gagnstæða. Ástæðan til
þessarar nýju flokksmyndunar, að minsta
kosti á yfirborðinu, virðist vera sú, að Sir
Oswald Mosley, einn af hinum yngri leiðtog-
um verkamannaflokksins, þeirra, er sæti hafa
átt á þingi, frá því að MacDonald komst til
valda í seinna skiftið, hefir hvað ofan í annað
ásakað stjórnina um aðgerða- og fyrirhyggju-
leysi í sambandi við úrlausn atvinnumálanna.
Fram að þessu virðist samt sem áður hvorki
Sir Oswald né heldur nokkur úr hópi þeirra,
er fylgja honum að málum, hafa getað bent á
eina leið annari betri út úr öngþveiti því, sem
atvinnuleysinu að sjálfsögðu er samfara.
Blaðið London Times, tjáist ekki vera í
nokkrum minsta vafa. um, hvað fyrir Sir Os-
wald vaki með þessari nýju flokkshugmynd;
tilgangurinn sé auðsjáanlega sá, að reyna að
koma á Fascistastjórn, líkri þeirri, sem nú fer
með völd á ítalíu; á sömu sveif hallast ýms
\önnur meiri háttar blöð, og merkir einstakling-
ar hinna ýmsu flokka, er augljóst telja hvert
stefnt sé með þessari hreyfingu; mismunurinn
á milli Sir Oswalds og ítölsku Fascistanna, sé
aðallega fólginn í því, að hann skorti hugrekki
til að bjóða fylgismönnum sínum upp á “ít-
ölsku skyrtumar.”
Sir Oswald fylgir því fast fram, að brezka
þjóðin þurfi á einhverri tegund iðnvemdunar að
halda, án þess þó að. ljá tollverndarhugmynd-
inni ákveðið fylgi; heldur hann því meðal ann-
ars fram, að komið skuli á fót fastri nefnd, er
hafa eigi á hendi yfir-umsjón með öllum við-
skiftum Breta við önnur lönd; skuli nefnd sú
kveða á um það, hvar tollverndar kunni að vera
þörf, og hvar ekki, ef hennar sé þá á annað
borð þörf undir nokkrum kringumstæðum.
Því 'er haldið fram, að Sir Oswald sé í raun-
inni ekki annað en auðmjúkt áhald í höndum
íhaldsmanna, með það fyrir augum, að koma
núverandi verkamannastjórn fyrir kattamef;
slíkar tilgátur era bæði illkvittnislegar og ó-
sæmandi þroskuðum stjórnmálamönnum; því
hafi þessi nýi flokksforingi í raun og veru sann-
færst um, að hans fyrri skoðun væri röng,
verður hann ekki réttilega ásakaður, þótt hann
reyndi fyrir sér á öðram sviðum.
Af nýjum fregnum frá Bretlandi, má sjá,
að Sir John Simon, einn af mestu áhrifamönn-
um frjálslynda flokksins, er farinn að hallast
að tollvemdarstefnunni. Þeir skyldu þó ekki
eiga eftir að verða samferða inn í íhalds-
flokkinn, hann og Sir Oswald Mosley?
Um Lettland
Þessi grein, sem hér birtist, er
eftir ungan Lettlending, Kirsteins
afi nafni. Hefi eg cáður skýrt Morg-
unbl. frá viðkynningu minni við
hann. Hann hafði aldrei haft tæki-
færi til að tala íslenzku fyr en við
mig, en gat samt talað hana ágætlega.
Kirsteins er mjög áhugasamur við
lungumálanám og hefir hann þegar
lært mörg, enda þótt hann sé aðeins
rúmlega tvitugur að aldri, en einna
erfiðust var íslenzkan. Fékk hann
senda héðan kenslubók Páls Þor-
kelssonar í íslenzku-frönsku, og
varð hann því fyrst að læra friinsku
til þess að geta haft gagn af bók-
inni. Geta menn nú séð hvernig
hann ritar íslenzku. Ef einhverjir
viklu skrifa þessum manni þá er
heimilisfang hans: V. F. Kirsteins,
Ventspils ('Windau), c-o Jura Ship-
ping Co., Lettland.
Gísli Sigurbjörnsson.
Lettland, eða Latavia, liggur við
Eystrasalt, þar sem Rigaflóinn
skerst inn í meginlandið. Er það
um 65,800 ferkílómetrar að stærð.
Mannfjöldinn er nú fárið 1930J
1 ,rxD0.044.
Eystrsaltsströndin Latavia, Liet-
uva fLitauen) og Eesti fEistland),
fengu frelsi sitt og sjálfstæði eftir
ófriðinn milrla, árið 1918. Latavia
ríkið var stofnað með lögum 18.
nóvember 1918 í Riga, núverandi
höfuðborg ríkisins.
I-Ættland á merkilega sögu. —
Skömmu fyrir aldamótin 1200 fóru
þýskir munkar til landsins að kristna
það. Þá voru þar margir þjóð-
flokkar, svo sem Latgalir, Kúrar,
\dndur, og voru þeir allir heiðnir
og ýfðust við hinni nýju trú og
trúboðunum. Þjóðverjar fóru þá
með her manns til Lettlands og
lögðu það alt undir sig. Var það
þá kallað Livonia.
Arið 1561 virtist svo sem sögu
landsins væri lokið að fullu og öllu.
Var því þá skift. Hremdu Pólverj-
ar austurhluta þess, en vesturhlut-
inn, Kúrland, kom undir stjórn
Jakobs hertoga.
Á árunum 1621—1721, eða í eina
öld, laut Lettland yfirráðum Svía,
og er þetta tímabil. hið bezta í sögu
þjóðarinnar. Stjórn Svía var mót-
uð af frjálslyndum skoðunum, og
framfarir urðu miklar og merkileg-
ar í landinu. En árið 1721 réðust
Rússar inn í landið og náðu því á
vald sitt. Laut það síðan Rússa-
stjórn í 197 ár, og var þetta sann-
kallaður raunatími, því að kúgun
Rússa var óþolandi.
í byrjun 20. aldar vaknaði sterk
þjóðernishreyfing í landinu, en
stjórnin i Pétursborg bældi hana
niður með harðri hendi, og fjöldi
þjóðernissinna var rekinn í útlegð.
En Lettar gleymdu því ekki, að
þeir höfðu einu sinni verið sjálf-
stæð þjóð. Og þegar stríðinu mikla
lauk 1918, og bolsabyltingarnar
voru í Rússlandi, notuou þeir tæki-
færið og stofnuðu sjálfstætt ríki.
Landið mátti þá kalla í rústum eft-
ir hernað Þjóðverja og yfirgar.g
kommúnista. Allur þorrinn af beztu
sonum landsins hafði fallið í stríð-
inu. Ófriðarárin voru dapurlegir
timar fyrir Letta, en þó höfðu
bændurnir þar bæði hug og vilja til
þess að reisa landið úr rústum. Og
nú, eftir 12 ára sjálfstæði, tala verk
þeirra.
Af þeim 1.9 milj. manna, sem
landið byggja, eru um 194,000
Rússa, 71,000 Þjóðverja, 96,000
Gyðinga, 51,000 Pólverja, 23,000
I.ituana, 8,000 Eistlendinga. Lett-
neska er aðalmálið í landinu.—
Evangelísk-lútersk trú er mest út-
breidd, en þó er þar fullkomið trú-
arbragðafrelsi. 57% af allri þjóð-
inni játa ev-.-lúterska trú, en 23%
rómversk-kaþólska trú.
I Lettlandi eru margar gamlar
borgir. Höfuðborgin er Riga, og
eru íbúar þar 377 þús., en voru 517
þús. fyrir stríðið. Riga stendur við
ána Daugavaar, og ánni á hún mest
að þakka hvað þar er mikil verzlun ;
iðnaður er þar mikill og eins i ná-
grenninu. Það voru Þjóðverjar,
sem stofnuðu borgina, árið 1201
(Albert biskupj. Á miðöldunum
var Riga mikil verzlunarborg, og
standa þar enn ýmsar byggingar frá
þeim tíma. í Riga eru nú allar helztu
opinberar stofnanir rikisins, þing-
húsið, háskóli og dómkirkja og leik-
hús.—Þingið er í einni deild, og
þingmenn 100 alls. Fyrsta þing
Lettlands var haldið árið 1922, en
haustið 1931 fara kosningar fram í
fjórða sinn.
Næst stærsta hafnarborgin er
Liepaja fLibauJ. Þar eru nú 60
þús. íbúa, en voru um iöo þús. fyrir
stríð. Þriðja stærsta hafnarborgin
er Ventspils fWindau). Þar er
besta höfnin, því hana leggur ekki á
vetrum. Fyrir stríð voru þar 26
þús. íbúa, en nú eru þeir aðeins 17
þús. Þarna voru einu sinni stærstu
kornskemmur í Norðurálfu, því að
frá Ventspils var flutt út mest af
Eystrasaltsrúgnum, og korni frá
Rússlandi. En á stríðsárunum heft-
ist þessi útflutningur algerlega og
nú standa hinar miklu kornskemmur
auðar og tómar. En í borginni er
í meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
j kendar rétta meðalið við bakverk,
j gift, þvagteppu og mðrgum fleiri
Jsjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
i sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex
|öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto. ef borigun fylgir.
mikið af sögunarmylnum og flytst
þaðan mikið af trjávið.
Inni i landi eru biorgirnar: Dau-
gavpils ('Dúnaburg), 41 þús. ibúa,
jjelgava fMitau), 28 þús. ibúa, Re-
jzekne ('Rossitten), 12600 íbúar, og
\ Cesis JWénden), 6000 íbúa.
Meginþorri Letta lifir á landbún-
aðii Er þar ræktað mikið af kart-
löflum, rúgi og byggi. Rúmlega
j fjórði hluti landsins ^28%) er skógi
vaxinn. Á hverju ári er því flutt
ntikið til útlanda af trjávið, korn-
vörunt, smjöri og kjöti. Árið 1927
nam útflutningur trjáviðar 80.1
milj. lats. ýLats er lettneska myntin
og skiftist í 100 sentímur. 1 Lats
samsvarar hér um bil ísl. krónu að
verðgildi). Lettar eiga mörg eim-
skip ; hafa þeir á síðustu árutn keypt
í iölda skipa, og er skipastóllinn nú
199,419 smál. (1.-7. 1930).
Lettland er láglent og tíðarfar á-
gætt til akuryrkju. Á sumrin er þar
altaf bjart veður og hlýtt. Meðal-
hiti heitasta mánaðarins, júlí, er t
Riga 18° á Celsius, en mestur hiti
hefir þar orðið 33° (arið 1927).
Vetrarkuldi hefir mestur verið
mældur 28.4° ("1929). Úrkoma er
um 600 mm. á ári.
Á strönd Rigaflóans eru margir
ágætir baðstaðir, og fjöldi ferða-
manna sækir þangað á suntrin. Nátt-
úru fegurð er mikil i landinu.
Skriftast þar á bleikir akrar, græn
tún, og skógar, en á milli renna blá-
ar ár. —Lesb. Mbl.
Jarðskjálftarnir
í Evrópu
Þeirra er getið á öðrum stað
hér í blaðinu, en síðan sú frétt
var skrifuð, hafa nokkuð ná-
kvæmari fréttir borist af þeim,
en þó ófullkomnar, vegna þess að
fréttasambönd eru víða slitin.
Haldið er, að farist hafi um 150
manneskjur, að minsta kosti, og
mikill fjöldi fólks hafa mist
heimili sín og alt, sem það átti.
Virðast þessir jarðskjálftar hafa
náð yfir óvanalega stórt svæði,
en naumast neitt óvanalelga stór-
kostlegir að öðru leyti.
Miklir álormar í
vesturhluta Evrópu
Frétt frá London, hinn 7. þ.m.,
til Associated Press, getur þess,
að þá gangi ákafir stormar á
allri vesturströndi Evrópu, alla
leið frá norðanverðri Afríku og
norður til íslands. Á íslandi
segir fréttin, að stormarnir hafi
gengið nokkra daga, með mikilli
snjókomu og vatnsflóðum. Hefir
þetta ofviðri valdið miklu tjóni
með ýmsu móti, sérstaklega bvb
að sjór hefir víða gengið langt á
land og eyðilagt miklar eignir.
Um manntjón er ekki getið.
Já! Þér getið lœknast
af GIGT
/Pér efist kannske um það. pér háfið
kannske þjáðst svo lengi og reynt svo
margt, sem ekki hefir gagnað, að yður
finst að yður batni aldrei. En setjum svo
að til sé meðal, sem læknað hefir fðlk
hundruðum saman, og sem þér getið
reynt áður en þér borgið fyrir það, með
þeim fulla skilningi, að þér borgið ekk-
ert fyrir það, fyr en það hefir orðið
yður að gagrii?
Jæja þá! Slíkt meðal er til og þér
getið fengið fullan 75 centa pakka ef
þér bara skrifið eftir honum.
Faðir minn, sem hafði þjáðst af gigt
I meir en tuttugu ár, fann fyrstur
manna þetta meðal.
Mörg hundruð karla og kvenná hafa
reynt það—fengið fyrst pakka fyrir
ekkert, sem hefir.reynst þeim svo vel,
að íélkið hefir haldið áfram með með-
alið, þangað til því hefir batnað gigtin’
algerlega.
Eg segi þvi við yður blátt áfram r
"Ef þér hafið ekki reynt þetta meðal,
skal ég senda yður fullan 75 centa
pakka, ef þér skerið flr blaðinu þessa
auglýsingu og sendið mér hana ásamt
nafni yðar og utanáskrift. Ef yður
þóknast getið þér sent 10 cent til að
borga póstgjaidið.
Skrifið mér persénulega—F. H. De-
lano, Dept. 1814C Mutual Life Bldg-.
455 Craig St., West Montreal.
DETiANO’S
RIIETTMATIC
CONQIEROK
FREE