Lögberg - 12.03.1931, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.03.1931, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. MARZ, 1931. *- LYDIA EFTIE ALICE DUER MILLER. * í “Það er eng'inn hægðarleikur, að taka hennar pilta frá henni. ’ ’ “Svo þú hefir reynt það?’> “Hún hefir furðu sterkt hald á þeim. Það er vegna þess hvað hún er gáfuð. Hún er gáf uð, og þeim þykir mikið til þess koma. Það eru ekki margir af hennar vinum, er eg kæri mig mikið um. Sumir eru hræðilegir. Manstu eftir líffæ afræðingnum, sem hafði perluhnappa á skónum sínum? Þessi er að fást við stjórn- mál, eða eitthvað þess konar. Nafnið er eitt- hvað skrítið — O’Bannon.” “Já, einmitt það — O’Bannon.” “Þekkir þú hann. ” “Eg þekti hann, þegar hann var á háskól- anum. Þá var hann nú ítækur og lítill reglu- maður. Nú er ann saksóknari, kosinn af al- menningi.” “Hvað gera þeir, Bobby?” “Þeir eru menn, sem fólkið kýs til að sækja mál gegn allskonar afbrotamönnum, fyrir hönd ríkisins—” “Heyrðu, Bobbv. Ef Emmons fólkið býð- ur þér að vera hjá sér yfir sunnudaginn sem kemur, þá gerðu það, því eg verð þar. ” Hún tók fram í fyrir Bobby, þegar hann var að svara hennar eigán spurningu, vegna þess að hún hafði spurt án þess að kæra sig í raun og veru nokkra lifandi vitund um að vita hvað þessi maður gerði. Bobby hafði heldur enga löngun til að útskýra það fyrir henni. Það er nokkuð sem er mjög algengt, að fólk spvr um ýmislegt, sem það kærir sig ekkert um að fá svar við.” “Þér verður boðið, eða annars fer ég ekki. Þú kemur seinni partinn á föstudaginn.” “Það get ég ekki, Lydía. Ekki fyr en á laugardaginn. ” “Vertu ekki að segja þessa vitleysu. Þú ætlar ekki að láta þennan gamla skrögg fara með þig eins og þræl.” Þær liugmyndir, sem Lydía gerði sér um þá stöðu, sem Bobby hafði, voru ekki á góð- um rökum bvgðar og ráku sig æfinlega hver á aðra. Hún vildi að hann hefði mikil ráð og kæmist til mikilla valda á sviði fjármálanna, en hún gat ekki látið sér skiljast, að ef svo ætti að geta orðið, þá hlaut hann að leggja hart að sér, vera iðjusamur og reglusamur. Að minsta kosti gat hún ekki skilið þetta, þegar vinnan fór eitthvað í bága við hennar eigin áætlanir. Annars sýndist Bobby heldur ólík- íegur til þess, að ná hárri stöðu og ábyrgðar- mikilli hjá nokkru viðskiftafélagi. Hann var í heldur lítilfjörlegri stöðu hjá Gordon bank- anum, sem á hundrað tuttugu og fimm árum hafði náð afar miklurn vexti og viðgangi og hafði afar mikil áhrif í viðskiftalífi Banda- ríkjanna, og allstaðar þótti töluvert í það varið, að geta sagt, að maður væri í þjénustu þessa volduga félags. Þeirrar ánægju gat Bobby notið, en um ráð og völd var naumast að tala. Lydía talaði um, að hann mundi verða með- eigandi áður en langt liði, en Bobby vissi bet- ur, Stundum var hann að hugsa um að hætta, en gat ekki fengið sig til þess, því staðan var svo hæg og þægileg. Betra var að vera dyravörður hjá Gor- don and Co., heldur en meðeigandi í mörgum öðrum félögum. Honum þótti óendanlega skrítið, þegar Lydía var að tala um, að Peter Gordon færi með hann eins og þræl. Þessi virðulegi mið- aldra maður, sem leit á félag sitt sem einhvern helgan dóm ættarinnar, tþekti ekki einu sinni skrifara sína í sjón. “Það er nú ekki beinlínis þrældómur, þó maður vinni hálfan laugardaginn, ” sagði hann góðlátlega. “Þeim þykir meira til þín koma og virða þig meira, ef þú ert dálítið sjálfstæður og ferð þinna ferða. Þú verður að koma á föstudag- inn, Bobby. Mér leiðist svo mkið, ef þú ert þar ekki.” Þegar hann hugleiddi þetta mál, þá fanst honum að heldur vildi hann nú tapa stöðunni hjá Gordon and Co., þó hæg og þægileg væri, heldur en tapa af stúlkunni, sem sat þarna hjá honum. “En hvað þú getur verið góð, kæra Lydía, þegar þú vilt vera það — eins 0g allir harð- stjórar.” Þau voru komin að skýlinu, sem notað var fyrir járnbrautarstöð, og Lydía stöðvaði bíl- inn. “Eg býst við, að það sé vitleysa, en samt vil eg miklu síður að þú segir þetta, að eg sé harðstjóri,” sagði hún vingjarnlega. “Eg vil ekki vera það, en eg veit stundum öðrum betur. hvað bezt á við. Var það t. d. ekki miklu betra í dag, að spila úti undir heru lofti, heldur en inni í heitum og loftlitlum herbergjunum? Var það að vera harðstjóri, að vilja færa borðin út?” “Það var það áreiðanlega, Lydía, en mér féll það vel. Eg vildi að eg mætti hafa dálít- inn harðstjóra heima hjá mér. ” Hún horfði beint fram undan sér, og það leit út fyrir, að hún væri að hugsa um eitt hvert annarlegt málefni. Hann hallaði sér að henni og kysti á kinnina á henni. “Vertu sæl, fjóða mín,” sagði hann. Þessu var ekki illa tekið. Það leit út fyrir, að hann hefði reynt eitthvað þessu líkt áður, en var þó ekki viss um hvað hann mætti og hvað hann mætti ekki. “Eg held þú ættir ekki að gera þetta, ^ Bobby.” ] “Er þér illa við það?” “Ekki sérstaklega, en eg vil ekki að þú haldir, að þú megir gera þetta þegar þér > sýnist. ” Ilann hló og lokaði hurðinni að bílnum. Hann sá, að járnbrautarlestin var að koma. “Eg held eg þori að hætta á það,” sagði hann. A heimleiðinni var hún að hugsa um, hvað heimurinn væri í raun og veru ósanngjarn. Alt af va‘ri verið að spyrja mann til ráða um 'liitt og þetta. En ef ráðin, sem gefin voru, féllu ekki alveg í geð þess sem ráðanna leit- aði, þá varð strax óánægja út af því. Það varð þá íáðríki og afskiftasemi. Það var ekkert vit í þessu. Það var ómögulegt að gefa öðrum ráð, nema setja sig í kans spor og láta / sér ant um að liann fylgdi þessum ráðum. Það gerðu nú reyndar mjög fáir, nema hún sjálf. Öllum j)ótti þó vænt um, að liún hélt, þegar hennar ráðríki varð þeim til góðs. Bobby hafði ekki þótt neitt að því, þó hún hefði fengið Emmons fólkið til að bjóða honum að vera hjá sér yfir sunnudaginn. Þó hélt hann, að þar hefði hún verið of ráðrík. Hún vildi auðvitað ekki fara og evða sunnudegipum hjá einhverju fólki, nema hún væri fyrir fram viss um, að þar væri einhver, sem gæti skemt lienni, og það var nauðsynlegt að vera viss um það fyrir fram. Kannske þetta fólk vildi fá hana til að skemta einhverjum leiðinlegum vinum sínum, eins og Benny. Það mundi hafa gert hana ergilega. Hver veit, nema það hefði orðið til þess, að allur vinskapurinn hefði farið út um þúfur. Nú var öllu óhætt. Hún kom ekki heim fyr en klukkan hálf- átta, og hún átti að borða miðdegisverð klukk- an átta, og hún þurfti að minsta kosti fimtán mínútur til að komast þangað. Henni þótti ávalt gott að koma heim, því henni þótti vænt um heimilið sitt. Fvrir tíu árum liafði faðir hennar keypt ]>etta hús. Það var stórt og myndarlegt og töluvert frábrugð- ið flestum öðrum húsum. Síðan höfðu verið gerðar ýmsar breytingar á því, og hún hafði ráðið þeim flestum. Það var því nokkum veginn eins og hún vildi hafa það. Hún leit inn í borðstofuna, þegar Miss Ben- nett var rétt að byrja að borða. “Halló, Benny! Verði þér að góðu. Eg gleymdi að segja ])ér, að eg ætla að vera hjá Emmons yfir sunnudaginn, svo ef þú vildir bjóða einhverjum að koma héma og vera hér, þér til skemtunar, þá bara gerðu það. Eg verð að flýta mér, því eg er að verða sein.” Miss Bennett brosti, ■ og kinkaði kollli. Hún skildi þetta svo, að nú væri Lydía aftur orðin sátt við sig. A fjórtán árum hafði liún | lært vel að þekkja skapferli hennar, og henn- ar mörgu góðu kosti. Það vom fjórtán ár næsta vetur, síðan Miss Bennett hafði fyrst kynst Mr. Thome og dóttur hans. Joe Thorne hafði komið til hennar, þar sem hún átti heima í New York. Það var einn af vinum liennar, sem þar hafði verið milligöngumaður. Forfeður hennar höfðu lengi verið í New York, og þeir höfðu verið efnaðir vel, en auðurinn hafði verið smátt og smátt að ganga saman og 1893 hafði móðir hennar tapað mestu af þvx, sem hun átti eftir, og Adeline Bennett hafði verið hennar eina barn. Ekki hafði hún verið alin upp í neinu óhófi, en aldrei hafði hún sjálf vanist neinni vinnu. Hún hafði alt af haft nóg til að geta umgengist það fólk, sem hún þekti, en það var alt auðugt fólk. Þær mæðgur höfðu eiginlega aldrei neitað sér um neitt, sem þær þóttust þurfa. Sama sið hafði Miss Bennett haldið, eftir að hún varð ein síns liðs, en hún var rétt um þrítugt, þegar hún misti móður sína. Þó voru tekjur hennar af skoraum skamti, en þó töluverðar. Hún tók sér heldur litla íbúð, en þægilega og fallega. Franska stúlkan, sem lengi hafði verið hjá þeim mæðgum, var enn hjá henni og bjó til matinn fyrir hana og hjálp- aði lienni með alt, sem hún þurfti. Þó hún léti það heita svo, að hún gerði það fyrir spamað- arsakir að vera kyrr í New York á sumrin, þá var hún þó tímum saman í sumarbústöðum vina sinna, eða þá á skemtiskipum þeirra. Hún heimsótti marga og naut lífsins í töluvert rík- um mæli. Yinir hennar, og þeir voru margir, voru samt ekki vel ánægðir fyrir hennar hönd. Þeim fanst hún ætti að giftast, það væri rétti veg- urinn. En einhvern veginn varð ekki neitt af því. Hún hafði einhvem veginn ekki iag á því, að vekja ást þeirra, sem nokkur veralegur slægur var í, og hún var of varfærin til að gift- ast eirihverjum, sem vafasamt var að mundi farnast vel. Hún var lítið eitt yfir fertugt, þegar Joe Tliorne kom. Hún mundi enn vel eftir hon- um, þegar hann kom inn til hennar í bláum yf- irfrakka með flauelskraga. Stór og sterklegur maður og hvasseygður eins og Bismarck, og með mikið, svart yfirvararskegg. Hann hafði komið til að gera sér grein fyrir því, hvort hún mundi til þess fallin, að ala upp dóttur sína, sem var farin að verða honum töluvert erfið, þó hún væri ekki nema tíu ára gömul. Hann ætlaðist til þess, að hún væri þannig uppalin, að hún gæti tekið mikinn og góðan þátt í félags- lífi heldra fólksins. Honum sýndist dálítið undarlegt að stúlka, sem lifði eins einföldu lífi, eins og Miss Bennett virtist gera, skyldi hafa nokkra möguleika til að hafa nokkur vem- leg áhrif í félagslífi þeirra, sem auðugir voru. En honum hafði nú verið sagt þetta af þeim, sem hann treysti, og hann hafði trúað því. Hann var bóndason frá Kansas. Hann liaíði farið unglingur að lieiman og sezt að í smábæ og lært múraraiðn. Með mikilli iðju- semi og sparsemi, hafði hann komist yfir nokk- ur hundruð dali. Þessa peninga lagði hann í landspildu utan við bæinn, þar sem mikið var af möl og sandi, og það var hvergi annars stað- ar möl að fá í nágrenninu, og hann fékk mikla peninga fyrir hana. Þegar hann var búinn að selja mestalla mölina og sandinn, fór bærinn að vaxa í þá áttina, sem hans land var. Ætlaði hann þá að selja landið í bæjarlóðum, en þá kom nokkuð fvrir, sem varð honum til enn meiri hagsmuna. Olía fanst þarna í nágrenn- inu og í landi Thornes var auðugur olíubrunn ur. Ef forlögin hefðu ætlað honum að vera fá- tækur alla æfi, þá hefði hann aldroi komist vf- ir fyrstu þúsund dalina, því eftir það græddi hann á tá og fingri og varð alt að fé. A einum af ferðum sínum til olíubrannanna í Louisiana kyntist hann grannvaxinni og fölleitri stúlku, með dökk augu og dökkar augabrýr, en hvítri á hörund, og giftist henni. Hún fylgdi honum úr einum stað í annan, þangað til þau eign- uðust dóttur. Þá settist hún að í Kansas Citv og hann kom þar við og við, en oftast var hann burtu af heimilinu og oft lengi í einu. Það eina, sem hún nokkurn tíma gerði móti vilja hans, var að deyja og skilja honum eftir átta ára gamla dóttur. Næstu árin reyndi liann margt. Hann fékk útlendar kenslukonur, en iþaer lögðu meiri stund á að revna að fá Thorne til að giftast sér, held- ur en að kenna dóttur hans. Hann fékk vel mentaðar Bandaríkjastúlkur, en þær ætluðust til að hann tæki meiri þátt í uppeldi dótturinn- ar heldur en hann þóttist hafa tíma til, og loks- ins hafði hann fengið frænku sína, er lengi hafði verið skólakennari og var farin að eldast tölu vert, og hún hafði einurð á að segja honum hvernig hann ætti ekki að haga sér, þegar lienni bauð svo við að horfa. Loks flutti hann til New York, því þar var hann bezt settur, vegna sinna mörgu gróðafyrirtækja, sem alt af fóru stórvaxandi. Var honum þá sagt frá Miss Ben- nett. Það gerði lögmaður hans, sem Wiley hét. Hann var talinn merkur lögmaður og þá um fer- tugs aldur. Mörgum fanst hann æskilegt manns- efni fyrir Miss Bennett. Þau vora gamlir og góðir vinir, og hann vildi henni vel. Honum datt Miss Bennett strax í hug, er Thorne sagði honum, hvernig ástatt væri fvrir sér, og leitaði hans ráða. Strax þegar Thorne sá MLss Bennett, fanst honum að þama væri einmitt stúlkan, sem liann þurfti endilega að fá til ])ess að Hta eftir upp- eldi dóttur sinnar. Hann bauð henni mikil laun og fanst óhugsandi að hún mundi ekki taka því tilboði. Henni fanst það líka næstum því sjálfri, enda liafði hún aldrei vanið sig á að stríða mikið á móti því, sem aðrir vildu, og sízt af öllu þegar um áhrifamikla menn var að ræða, eins og Thorne var, sem hafði rutt sér braut til fjár og frama, þrátt fyrir erfiða að- stöðu. Hún vissi ekki, hvort hún átti að segja já eða nei, og það dróst viku eftir viku að nokkuð væri afgert í þessu máli. Aumingja Miss Bennett var alt af að ráðgast um þetta við vini sína og í hvert sinn, sem Thorne kom að sjá hana, gekk hún næstum inn á það, að fara til han-s, en þegar hann var farinn, sím- aði hún honum, að hún væri hætt við alt sam- an. Það varð að eins til þess, að hann kom aftur, sem var þá einmitt það sem hún vildi ekki, og lagði enn fastar að henni að fara til sín. Sumir vinir Miss Bennettt voru því mót- fallnir, að hún færi til þessa ekkjuma.nns, sem ekki hafði einu sinni sem bezt orð á sér, hvað kvenfólki við kom. Aðrir hugsuðu, þó þeir segðu það kannske ekki, að ef hún færi til hans og yrði svo heppin að giftast honum, þá væri það meira lán fyrir hana heldur en hún hefði eiginlega nokkurn rétt til að gera sér vonir um. Hefði Miss Bennett fundist, að liún gæti látið sér þykja verulega vænt um Lydíu, þá hefði henni ekki verið þetta svo mjög ógeð- felt, en þó hún væri ekki nema tíu ára, þá var hún líklegri til að vekja ótta en ástúð hjá þeim, sem kyntust henni. Yesalings Adeline Bonnett varð föl og tor- kennileg út af öllu þessu stríði. Loksins réði hún ])að af, með ráðum vina sinna, að gera enda á þessu ölllu saman með því, að segja Joe Thorne lireint og beint, að hún vildi ekk- ert við þetta eiga, og það væri ekki um það að tala, að hún færi til hans, og hún vildi miklu heldur Hfa eins og hiín hefði gert, þó ekki væri neinum auð fyrir að fara. En Joe Thorne var ekki af baki dottinn fyr- ir þetta. Hann hélt áfram að sýna henni fram á, að það væri henni að öllu leyti fyrir beztu, að fara til sín, og hann hafði ótal ástæður fram að færa sínu máli til stuðnings, en vitaskuld var hans eigin auður aðal ástæðan. Hann hélt áfram að sýna henni fram á, hve álitlegt tílboð sitt væri og hve mikils hún gengi á mis, ef hún hafnaði því, þangað til hún loksins gekk inn á að fara til hans og var ástæðan aðallega sú, að varnir hennar voru allar þrotnar. Joe Thome átti þá heima í gömlu húsi á Fifth Avenue. Það var afar stórt, en gamal- dags og mjög óþægilegt að mörgu leyti, og mörg herbergin svo dimm, að þar var ekki einu sinni lesbjart um hábjartan daginn. Nokkru seinna hafði hann keypt annað hús, sem var miklu þægilegra og skemtilegra, og hafði Miss Ben- nett ráðnð þar mestu um, og þar var Lydia nú mest að vetrinum til. En það var húsið á b ifth Avenue, sem Miss Bennett var í fyrst eftir að hún kom til Thornes, og þar háði hún hið mesta stríð, sem hun hafði háð á æfi sinni. frhome var sokkinn niður í sín gróðafyrir- KAUP® AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. H£NRYAVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard OFfice: Sfch Floor, Bank of Hamilton Chamberi tæki, og var oftast að heiman, en þegar hann var heima, vildi hann ráða yfir Lyidíu með harðri hendi, og ætlaðist til að liún gegndi sér í öllu, án þess að réyna nokkuð að láta hana skilja livers vegna. En hann var alt of há- vaðasamur og ruddalegur til þess að Miss Hennett gæti með nokkru móti látið sér geðj ast að lionum. Þó varð koma hennar á heimil- ið til þess, að draga heldur úr því valdi, sem hann hafði yfir dóttur sinni. Ekki að hún vildi það í raun og veru, ])ví vanalega var hún á hans hlið, en hann veigraði sér við að taka eíns hörðum tökum á dóttur sinni, þegar Miss Bennott var viðstödd. Þar á móti fann Lvdia ekkert til þess. Oft hafði hún samt séð hann gefa dóttur sinni utan undir, og svo mild sem liún var í skapi, þótti henniheldur vænt um þetta. Þessi harðneskja kom samt ekki að miklu haldi. Lydía notaði hvert tækifæri til að láta aga'nn líta út eins og ruddaskap af hendi föður síns. Thorne var smátt og smátt að tapa áhrif- um sínum og valdi vfir ’dóttur sinni. Samt gat hann enn neytt liana til hlýðni, þegar hann var heima. Hún fékk ekki að hafa þessa dönsku hunda á heimilinu og hún fékk ekki að hafa fjörugan hest og fallega kerru með rauðum hjólum, sem hún hafði keypt, í orði kveðnu að minsta kosti, án þess að fá leyfi til þess, eða einu sinni biðja um það. Kveldið eftir, að þetta kom fyrir, hafði Thorne beðið Miss Bennett að giftast sér. Hún skildi strax hvers vegna hann gerði það. Lvdía hafði sagt við föður sinn, að hann hefði koypt liana fvrir ærna peninga til að vera þar á heimilinu. Sjálfum hafði honum fundist þetta skynsamlegt ráð, sérstaklega ef sín skyldi missa við. Miss Bennett tók alveg fvrir það að giftaist honum. Hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að þetta væri álitlegt, en í raun og veru fanst henni það ekki. Hún gat ekki hrund- ið því úr huga sínum, að hann væri í raun og veru ruddalegur verkamaður, og henni þótti heldur vænt um, heldur en hitt, í hvert sinn, sem hann fór að heiman. Henni þótti vænt um, að hann hélt þessu ekki fram frekar. En lengi var það henni mikil gleði að hugsa til þess, að hún hefði átt kost á að verða stjúpmóðir Lydiu, ef hún hefði viljað. Smátt og smátt tapaði Thome valdi vfir dottur sinni meir og meir. Hann gat með engu móti haldið kenslukonu, ef Lydíu féll hún ekki í geð. Hún hafði það lag, að vera þeim svo erfið, að þær hreint og beint gengu iir vistinni. Hann gat aldrei fengið hana til að fara á heimavistarskólann, eins og hann hafði ætlað sér, eg sem Miss Bennett taldi rétt og nauð- synlegt. En ])etta kom kannske, að nokkra leyti til af því, að nú tók heilsa hans að bila. J°e Thome dó 1912. t erfðaskrá sinni á- nafnaði hann Miss Bennett tíu þúsund dala árstekjur, og þar með var þess óskað, að hún væri hjá dóttur hans þangað til hún giftist. Henni ])ótti vænt um, að Thorne skyldi liafa skilið, að með þessu móti aðeins gat hún hald- ið áfram að vera hjá Lydíu. Það hefði hún ekki getað, ef hún hefði ekki haft. sínar eigin tekjur, en orðið að reiða sig á Lydíu. Með ]»essu móti gátu þær verið saman, að þær skildu báðar, að hvorug var hinni verulega háð. Aldr- ei efaðist Miss Bennett þó um það, að Lydíu ]>ætti vænt um sig og enn síður um það, að hún þyrfti sín við. AFMÆLHSVISA. Vinur minn, lifðu sem lengst, lifðu til frægðar og sóma; alt sem er göfugt og gott, gleðjist og hryggist með þér. KRUQVIMAVISA. Sorglegur er svipur þinn, svangur ertu, krummi minn, ég skal fara’ og flýta mér, að finna ugga handa þér. Sig. Júl. Jóhannesson. EEE=^=^==== ■ " ■ . ■ ■ ■ ■ r= DUSTLESS COAL and COKE Chemically Treated in Our Own Yard Phone: 87 308 IVNREESE D. D. WOOD & SONS LIMITED WARMING WINNIPEG HOMES SINCE “82”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.