Lögberg - 02.04.1931, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.04.1931, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. APRÍL 1931. - — Högberg Gefið út hvem fimtudag af ; TIIE COIjUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Colunibia Press, Ltd., Box 3U2 Winnipeg, Man. ; Utanáskrift ritstjórans: ; Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. ; Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Indlandsmálin Stjórnmála félag’sskapur sá á Indlandi, sem All- Indian National Congress nefnist, hefir með fáeinum undantekningum, lýst trausti sínu á Mr. Gandhi og fallist á þá stefnu, er hann tók í samkomulagstilraun- um sínum við lrvin lávarð, friáfarandi landstjóra Indlands; kaus sjálfstæðisflokkurinn Mr. Gandhi til þess, að mæta fyrir indversku þjóðarinnar hönd á stefnu þeirri, sem ókveðið er að haldin verði á næst- unni í Lundúnum í sambandi við Indlandsmálin. Hvernig þeim mannfundi tekst til um úrlausn mála, er vitanlega enn á huldu; þó má ganga út frá því sem gefnu, að hann verði næsta örlagaríkur, eigi aðeins fyrir hina indvrer-sku þjóð, heldur og brezka veldið í heild. Það kemur að líkindum engum á óvart, þótt stefna Mr. Gandhis yrði ofan á, því slíkt var á flestra vitorði; en að leiðtogar hinna ýmsu, sundurþvkku flokka, skyldu því nær allir verða á eitt sáttir, er frá sögu- legu sjónarmiði jafnvel merkara fyrirbrigði, en bjartsýnustu menn höfðu nokkru sinni gert sér'vonir um. Þykir það meðal annars tíðindum sæta, að leið- togi hinna róttækustu sjálfstæðismanna meðal Ind- verja, Mr. Bose, borgarstjóri í Calcutta, skyldi fáan legur til þess að gerast aðilji að miðlunartilraununum, eftir alt, sem á undan var gengið. Eíils og nú horfir við, kemur Mr. Gandhi til Lund- úna sem fullvalda sendiboði þjóðar sinnar, með það fvrir augum, að tryggja henni réttindi með svip- uðu sniði og flest önnur sambandsríki Breta nú njóta; hann kemur til Lundúna með ótakmarkaðra umboð, en nokkur annar innfæddur erindsreki indversku þjóðar innar hefir þangað nokkru sinni komið. Sjálfstæðisfélag Indverja, er í vissum skilningi þjóðþing þeirra, þótt það hafi enn eigi verið viðurkent sem slíkt af hálfu Breta; sem fullvalda erindsreki þess þings, kemur Mr. Gandhi til Lundúna, og hefir þar orð fyrir öllum flokkum þjóðar sinnar jafnt. Mr. Gandhi, sem alment er kallaður Mahatma, eða sálin mikla, er enginn viðvaningur á stjórnmálasvell- inu; honum hefir þegar lánast það, sem engum öðrum indverskum stjórnmálamanni hefir áður lánast, að sam- eina alla hina mörgu og mismunandi flokka innan vé- banda þjóðar sinnar, um eina og sömu kröfu; honum er það sennilega eins Ijóst, og nokkrum öðrum nútíðar- manni, hve óhjákvæmilegt lífsskilyrði það er, þá er gengið skal til samninga, að komið sé hreint til dyra og vafningalaust; hreinskilni hans sjálfs, hefir aldrei verið drpgin í efa, og slíks hins sama krefst hann að sjálfsögðu af þeim, er semja skal við. Það er ekki að ófyrirsynju, að Indverjar hafa kallað Mr. Gandhi Mahatma, eða sálina miklu; hann er einn af þeim fáu, er eigi hafa orðið persónulegum hagsmunahvötum aÖ bráð; skvldurnar við samfélagið eru honum alt f öllu. Svo er alt óráðið um stjórnmálin á Bretlandi um þessar mundir, að vafasamt hlýtur að teljast, hvaða stjóm fer með völd, þegar næsta stefna um Indlands- málin verður háð; hvort það verður Ramsay Mac- Donald, Stanlev Baldwin, eða einhver annar, sem þeirri stefnu stýrir, skal ósagt látið; enda skiftir það í þessu tilfelli, sennilega ekki svo miklu máli; hitt er meira um vert, að foringjar allra hinna brezku stjóra- málaflokka, hafa skuldbundið sig til, að semja um mál Indverja á þeim grundvelli, sem lagður var í Lundún- um á öndverðum þeim vetri, sem nú er að líða, og frá því verður væntanlega ekki hvikað. Að öllu athuguðu, verður tæpast annað sagt, en að giftusamlega horfi' við um úrlausn Indlandsmál- anna; um einlægni þeirra, er að málum standa, verður undir engum kringumstæðum efast. England hefir verið sjálfs sín ráðandi öldum sam- an; það var Skotland líka. Irar hafa fengið sjálf- stjóm, og eru á hröðu fjjimfara skeiði. Astralía og Nýja Sjáland hafa um langt skeið notið fullkomins sjálfsforræðis, og sniðið stjómarfar sitt eftir brezkrí fvrirmynd; megin-þorri þess fólks, sem lönd þau byggir, er af Engil-Saxneskum stofni; þess vegna var ekkert eðilegra en það, að brezkt stjómarfar yrði tekið þar til fyrirmyndar. Canada og Suður-Afríka njóta líka sjálfstjórnar; þó hagar næsta ólíkt til með þeim þjóðum; þar em þjóðernin að minsta kosti tvö; engu að síður hafa þau sameinast um grundvallaratriði hins brezka stjórnarfyrirkomulags, og dafnað vel. Hvað ætti þess vegna að vera því til fyrirstöðu, að Indland gæti með tíð og tíma samið sig að brezkum stjórnar- háttum, og starfað í sátt og samlyndi með brezku veld- isheildinni, eins og hinar aðrar frjálsu sambands- þjóðir Breta? Austrið er að 'vakna; sjálfstæðismeðvitund ind- versku þjóðarinnar, er komin á það stig, að henni verða aldrei að eilífu stungin svefnþom. Auðnist Mr. Gandhi að leiða þjóð sína út úr eyðimörkinni og inn á hið fyrirheitna land frelsis og mannréttinda, hefir hann haslað sér völl meðal stærstu stórmenpa mannkynssögunnar. 12. ársþing Þjóðræknisfélagsins (Framh.)i Um tíma gekst deildin fyrir allmerkum söngæfingum fyrir unglinga. Féil þatS niður vegna féleysis, og vegna áhuga- leysis þeirra, sem börnin áttu. Á nú deild- in allstórt bókasafn. Ber i því efni aS þakka bókafélagi Kandahar íslendinga fyrir rausrj. þá er þeir sýndu deildinni hér, með því að gefa henni bókasafn sitt, eftir að það hætti störfum. Fundi hefir deildin einu sinni i mánuði. Eru þeir oft hinir ánægjulegustu og á kvenþjóðin eigi litinn þátt i því, með þvi að hafa jafnan rausnarlegar veitingar. Hefir deildin nú á prjónunum að efna til samkepni meðal barna og unglinga í íslenzkulestri og framsögn á svipaðan hátt og þið eruð að gera i Winnipeg. Vonumst við til að það geti orðið allmikil vakning fyrir því menninargildi, sem íslenzk tunga hefir i sér fólgið, Vinsamlegast, Jón jóhannsson, ritari Fjallkonunnar. IV. Þjóðræknisdeildin Harpa i Winnipeg- osis, Man., sendir Þjóðræknisfélaginu innilegar kveðjur ásamt meðfvlgjandi skvrslu yfir störf sín árið 1930: 3 lögmætir fundir voru haldnir á árinu. Aðal ársfundur deildarinnar var haklinn 14. apríl það ár. Á þeim fundi fóru fram embættismannakosningar fyrir deildina, yfirskoðun fjárhags hennar fyrir árið 192!), og rædd og samþykt áætlun- um störf þau, sem deildin hefði með höndum yfirstandandi ár. Þau mál voru þessi: að haldin yrði samkoma deildinni til arðs, og að 4 aðrar samkomur skyldu haldnar á árinu, íslenzk börn og unglingar látin mæla þar fram vísur og vers á islenzku. Þetta var framkvæmt. 30—40 börn og unglingar hafa tekið þátt í svona fram- sögn og farist það yfirleitt vel. Deildin Harpa biður Þjóðræknisfélagið að taka vilja sinn fyrir verkið. Hún er fátæk efnalega, og á óhægt með þau v.ikin, sem bezt myndu styðja að varanlegu islenzku- námi, svo sem söngkenslu og lestri. Winnipegosis 23. febr. 1931, F. Hjálmarsson, ritari. V. Ársskýrsla deildarinnar Iðunn í Leslie, Sask.: Fundir, 3. Samkomur: Ein arðberandi samkoma, ein úti-skemtisamkoma, ein útbreiðslusam- koma. Meðlimatala 34 (sem borgað hafa fyrir 1930). H. Gíslason, skrifari. VI. Hr. Carl Thorlakson flutti munnlega skýrslu fyrir hönd deildarinnar Frón í Winnipeg, seni bar með sér að deildarfé- lagar voru 247, 1. febrúar 1931. Tekjur á starfsárinu námu $630.30. Var gerð grein fyrir starfi deildarinnar í heild sinni, kenslu, fundarhöldum, fyrirlestrum o. s. frv. \ Var tekið við öllum þessum skýrslum samkvæmt tillögu frá B. B. Olson og J. Húnfjörð. Upptaka lestrarfélaga og annara skyldra stofnana i félagið var tekið fyrir. J. J. Bíldfell tók til máls og reifaði mál- ið. Benti hann á nauðsyn þess að gerðar væru ráðstafanir til þess að gera slikum félögum kleift að ganga í félagið, án þess að mikill kostnaður félli á þau. Hefðu komið fram tilmæli í þessa átt frá félögum og væri nauðsynlegt að sinna þeim. Taldi hann hentugt að vísa málinu til þingnefnd- ar. Gerði hann tillögu um að forseti skip- aði þriggja manna nefnd í málið. J. Hún- fjörð studdi og var till. samþykt. Forseti skipaði þessa menn: J. J. Bíldfell, Á. P. Jóhannsson, J. Húnfjörð. Samvinna við ísland tekin fyrir. J. J. Bíldfell flutti skörulegt erindi um það, hve hugurinn til samvinnu við ísland væri miklu sterkari nú en áður hefði verið. Heimförin hefði haft mikil áhrif í þessa átt. En hann kvaðst vænast þess, að þetta mál yrði vandlega íhugað á þinginu. J. P. Sólmundsson talaði um áhrif Hud- sonsflóabrautarinnar á framtíð íslendinga í álfunni. Var gerður ágætur rómur að máli hans. í nefndina voru skipaðir: Rögnv. Pétursson, W. Jóhannsson, Stefán Einarsson, Asg. Bjarnason, Mrs. P. S. Pálsson. Árni Eggertsson notaði tækifærið með- an lítið hlé varð á fundarstörfum, til þess að minna menn á Selskinnu. íþróttamál tekin fyrir. Á Bjarnason stakk upp á þriggja manna nefnd. Mrs. F. Swanson studdi. Samþ. Forseti skipaði í nefndina: Carl Thorlak- son, Grettir Jóhannsson, Davíð Björnsson. Heimfararmál tekið fyrir. J. J. Bildfell flutti skýrslu, sem forseti nefndarinnar, og vísaði að öðru Ieyti til skýrslu, sem út kæmi í Tímariti félagsins. Skilagrein forseta var á þessa leið: Herra forseti! Vér meðlimir heimfararnefndarinnar teljum það rétt, nú að verðtíðarlokum, að gefa stutt yfirlit yfir starf nefndarinnar, þó vitanlega ekki verði'unt, að fara ítar- lega út í hvert atriði undirbúnings þess, sem nefndin hefir haft með höndum, því til þess hefði þurft langan tíma og mikla þolinmæði. Eins og yður mun flestum kunnugt, þá var fimm manna nefnd kosin á þjóðrækn- isþinginu 1927, til þess samkvæmt ósk undirbúningsnefndar Alþingishátíðarinnar á íslandi og tillögu þriggja manna nefnd- ar, er stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins fól úr sínum hópi, að athuga heimfarar- málið. Eg þarf ekki að fara mörgum orðum um verkefni það, sem fyrir þessari ný- kosnu nefnd lá, og þeim þrem mönnum, sem henni var leyft af þjóðræknisþinginu að bæta við s»g. Það nægir að segja, að verkefnið var mikið. Þjóðræknisþingið hafði fengið nefndinni $100 í peningum og afhent henni svo málið, til ákvæða, um- sjónar og úrslita. Fyrsta verkefni nefndarinnar var að koma sér niður á mennina þrjá, sent hún hafði leyfi til að bæta við sig. Sá fyrsti af þeim til að taka' sæti í nefndinni, var Hon. Thos. H. Johnson. Því miður naut hans ekki lengi að í nefndinni, þvi hann lézt, eins og kunnugt er, 20. maí 1927. Voru þá valdir þeir J. T. Thorson, Séra J. A. Sigurðsson og Guðmundur Grímsson dóm- ari. Eftir að nefndin var fullskipuð tók hún til starfa fyrir fult og alt. Verkefnið, sem framundan henni lá, var mikið, því hún leit svo á, að það væri í hennar verkahring að - gera ferðina sem aðgengilegasta til þess að sem flestir gætu tekið þátt í»henni og heimsótt ættlandið á hinni tilkomu- miklu hátið þess. Fyrirkomulagið, sem nefndin kom sér niður á við undirbúning þessa máls, var að ná sambandi við allar aðálbygðir ís- lendinga, og fá þar kosnar nefndir, sem stæðu svo í sambandi og ynnu með aðal- nefnd í Winnipeg, og tókst þetta þegar í byrjun vonum fremur. Nefndinni í Win- nipeg var einnig ljóst þegar í byrjun, að óhugsanlegt væri að vinna verk það, sem þurfti að vinna og koma í framkvæmd, án mikils f jár. Spursmálið var því: Hvar átti fé það að fást? Þrír vegir virtust liggja opnastir. Hinn fyrsti, að leita almennra samskota á meðal Vestur-íslendinga. Annar, að nefndar- menn og aðrir, er góðfúslega vildu styrkja þetta mál, legðu fram þetta fé. Sá þriðji og sá er nefndin tók, var að sækja um veitingu frá stjórnum Manitoba og Sas- katchewan fylkja, og ef þyrfti, frá ríkis- stjórninni. Var þessi aðferðin valin, eins og yður öllum er nú kunnugt, og nefndin skýrði frá í skýrslu sinni á þjóðræknis- þinginu 1928, og það samþykti mótmæla- laust. Eins og yður er öllum kunnugt, þá urðu Vestur-íslendingar ekki á eitt sáttir, að því er þessa fjársöfnunaraðferð nefndarinnar snerti. Álitu sumir, að almenningsfé ætti ekki að notast til undirbúnings slíkrar ferðar, og féllust heldur ekki á, að fé, sem neinu næmi, þyrfti til undirbúnings ferð- arinnar, og ef þess þyrfti með, þá gætu íslendingar sjálfir lagt það fram. Um þennan meiningarmun, sem síðar verður minst á að nokkru, skal hér ekki deilt, að- eins tekið fram hvað fyrir nefndinni vakti. Heimfararnefndin áleit að nauðsynlegt væri að setja á stofn skrifstofu í Winni- peg, sem þeir, er heim ætluðu gætií snúið sér til með allar upplýsingar, eins og síðar kom á daginn að óhjákvæmilegt var. Henni var Ijóst, að hjá ferðum til ýmsra bygðarlaga, sem íslendingar búa í víðs- vegar um álfuna, varð ekki komist. í þriðja lagi, fanst nefndinni, að lúðrasveit úr hópi Vestur-íslendinga ætti að vera með í för sem þessari, en slíku var ekki unt að koma í framkvæmd nema með all- miklu fé. Og síðast, langaði nefndina til að listrænt fólk hér vestra, sem á einn eða annan hátt hefði skarað fram úr og gæti orðið íslendingum í heild til sóma, þyrfti ekki að sitja heima, þó það ætti ekki alveg nóg til fararinnar. Og síðast en ekki sízt, vildi hún stuðla að því eftir megni, að kynna íslenzku þjóðina út á við, á þann hátt að meiri áherzla væri lögð á menn- ingargildi hennar, en það sem venjulegar auglýsingar draga fram, er flestar eru samdar í hagsmunaskyni, til arðs fvrir ýmiskonar fyrirtæki, sem spretta upp við slík tækifæri. Með þessi verkefni í huga fór nefndin þess á leit við Þjóðræknisfélagið, á þingi þess árið 1928, að það veitti henni heifnild til að bæta við sig starfsmönnum eftir þörfum, og var sú bón veitt. Einnig kaus þingið þá í nefndina dr. Sig. Júl. Jóhann- esson. Áttu þá sæti í nefndinni auk hans, þeir Jón J. Bíldfell formaður, Jakob Kristjánsson skrifari, séra Rögnv. Pét- ursson gjaldkeri, Árni Eggertsson, Ás- munduf P. Jóhannsson, Joseph T. Thor- son, séra Jónas A. Sigurðsson og Guð- mundur Grímsson. dómari; en bætt var við: W. H. Paulson, þingmanni frá Leslíe. Gunnari B. Björnssyni fyrrum ritstjóra, og síðar þeim séra Ragnari E. Kvaran og Sigfúsi Halldórs frá Höfnum, ritstjóra. Nefndin hélt nú áfram starfi sínu við að auka og efla samböndin við hinar dreifðu bygðir íslendinga, en einkum þó við að ná sem haganlegustum farkosti fyr- ir vætanlega heimfarendur, hjá flutninga- og eimskipafélögum. Áður hafði nefndin fengið ákveðið loforð hjá Sameinaða gufuskipafélaginu, um að fargjald skyldi ekki verða hærra en $172.00 fram og til baka frá Montreal, en nefndin var ekki ánægð með það. Henni fanst að taxti sá er ákVeðinn var á milli Kanada og Bret- lands, ætti að gilda til íslands í þetta skifti, en f&rtaxti sá nam $150.00 báðar leiðir frá Montreal. Félögin sem við áttum tal við um þetta féllust á, að krafa sú ~væri sann- gjörn þar eð vegalengdin til íslands frá Montreal, væri styttri, en frá Montreal til Liverpool á Englandi. En á meðan á þeim samnings tilraunum stóð, voru hafin opinber mótmæli gegn stefnu nefndarinn- ar í fjármálunum, og enda í sambandi við stefnu og gerðir hennar í fleirum málum. Breyttist nú aðstaða öll í málinu. Það var ekki lengur orðið sameiginlegt mál allra Vestur-íslendinga, heldur kappsmál vissra manna eða málsaðila að skipuleggja förina á annan hátt en Heimfararnefndin hafði ákveðið. Skifti það fólki i flokka. Mér dettur ekki í hug að fara að rifja þá raunasögu upp hér, né heldur að færa fram rök, eða ástæður fyrir því, að allar sam- einingar tilraunir urðu að engu og þar af- leiðandi gerði sameiginlegt ferðalag ó- mögulegt, það alt er mönnum í fersku minni. En áhifin sem sú andstæða hafði, á verk og verka hring Heimfarar- nefndar, verð eg að minnast á með nokkr- um orðum. Fyrst.—Hún skifti íslendingum í tvo andstæða flokka sem báðir höfðu sama takmark, en greindi á um, aöferð til að ná því takmarki. Framh. Magaveiki Iæknuð Það er undrunarvert, hve fljótt Nuga-Tbne læknar meltingar- leysi, stíflu og sárindi í maga, auk þembu og annara skyldra kvilla; auk þess er það ágætt við höfuðverk og óbragði í munni, sem menn oft kenna til á morgn- ana. Nuga-Tone eyðir gerlum og endurnærir þarafleiðandi líf- færin. Það styrkir taugar og vöðva, veitir væran svefn og eykur vinnugleðina. Hafi lyf- sali yðar meðal þetta ekki við hendina, getur hann útvegað það hjá heildsöluhúsinu. Frá íslendingadagsnefndinni íslendingadagsnefndin fyrir yf- irstandandi ár, hefði fund með sér í Jóns Bjarnasonar skóla á mánudagskveldið þann 16. þ.m. Byrjaði nefndin á því, að skipa sína embættismenn fyrir árið sem hér segin: Forseti Séra R. Marteinsson. Varafors.: Dr. J. T. Thorson. Ritari G. R. Magnússon. Vara-rit.: G. S. Thorvaldsson. Féhirðir: Jón Ásgeirsson. Vara-féh.: Fred. Swanson. Eignavörður: Jón Ás!geirsson. Þá voru settar fjórar fasta- nefndir, skipaðar þremur mönn- um hver. Prógramsnefnd: Mr. Fred. Swanson, Séra R. Marteinsson, Dr. J. T. Thorson. Auglýsinganefnd: G. P. Magnússon, Stefán Einarsson, séra J. P. Sólmundsson. Garðnefnd: Mr. Jón Ásgeirsson, Mr. Ágúst Sædal, Dr. A. Blöndal. íþróttanefnd: Mr. Björn Pétursson, Mr. Einar Haralds, Mr. G. S. Thorvaldsson. Ákveðið var, að Islendinga- dagurinn yrði ‘ haldinn laugar- daginn þann fyrsta ágúst. Ekki var neitt ákveðið um hvar hann skuli haldinn hér í bænum að þessu sinni. Ýms pláss voru nefnd, en garðnefndinni áskilið, að líta eftir sem hentugustu plássi, þar sem gestir dagsins gætu skemt sér sem bezt og far- ið sem bezt um þá, meðan á há- tíðinni stendur. Nefndin vill biðja alla þá, sem fengu að láni síðastliðið sumar flögg til að skreyta bila sína fyr-1 ir skrúðförina, er haldin var hér fyrir hátíðina, að gera sér þann ’greiða, að skila þeim til eigna- varða*, Mr. Jóns Ásgeirssonar, að 657 Lipton Street. hér í bæ, ^sem allra fyrst. Nefndin mun láta fólk vita óðru hvoru, hvað hún er að starfa og hvað henni verður ágengt. G. Hún hafði afar vondan bakverk Dodd’si Kidney PSlls Læknuðu Hana. Kona í Saskatchewan Mælir Með Þeim Við Alla. Muenster, Sask., 2. apr. — (einka- skeyti (— “Eg .hefi þjáðst af bakverk síðan snemma á árinu 1928,” gkrifar Miss M. Osweiler. “Þeg- ar eg sat, gat eg gert flest verk, ef eg þurfti ekki að hreifa líkam- ann. Mér leið verst, þegar eg þufti að ganga um. Vinur minn, sem hafði haft samskonar veiki. lotaði Dodd’s Kidney Pills og sagði mér af þeim. Eftir að eg hafði tekið júr nokkrum öskjum, var eg vel fær um að vinn mín verk. Nú er eg hraust o!g heil- brigð og get ekki lofað Dodd’s Kidney Pills nógsamlega.” Dodd’s Kidney Pills lækna og styrkja veik nýru, næstum ótrú- lega fljótt, hvorttveggja í einu. Bakverkur, gigt, höfuðverkur og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum, læknast.P-3 ALLAR TEGTJNDTR FLUTNINGA! .Hvenær, sem pér þurfi?! aS lftta flytja eitthvaS, smátt eSa stórt, þá hittlS mlK aS máli. Sann- gjarnt verS,—fljót afgreiSsla. Jakob F. Bjarnason 762 VICTOR STREET Sími: 24 500 FRÁ GIMLI. Stra^ þegar raforka var leidd til Gimlibæjar í vetur, lét Mrs. C. O. L. Chiswell raflýs.' kirkju Gimli safnaðar og Iét setja í kirkjuna prýðis falleg ljósa- áhöld. Gerði Mrs. Chiswell þetta algerlega upp á eigin kostnað og söfnuðinum að kostnaðarlausu. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Mrs Chiswell hefir sýnt Gimli- söfnuði mikla góðvild og mikla rausn, þó þess hafi sjaldan eða aldrei verið !getið út í frá. En í þetta sinn vill safnaðarnefndin ekki láta hjá líða, að þakka Mrs. Chiswell fyrir þessa rausnar- legu gjöf, sem þegin er með þakk- læti og virðingu. Og vér kunnum ekki annars betra að óska henni, en að henni megf sem lengst auðnast að veita öllum sem hún nær til meira 1 jós og meiri gleði, eins og hún hefir svo lengi gert. Fullarúar Gimli-safnaðar ~ DODDS m KIDNEY | /i PILLS Æ í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gift, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd.,. Toronto, ef bohgun fylgir. eras THE DOMINION BLSINESS COLLEGE —on the Mall For over twenty years. our business has been to impart to young men and women a thorough, practical business training. Our courses of study are arranged with the view of developing initiative and greater business capacity, as well as to enable the student to master all details of modem business. The evidence that we have succeeded in all this is to be found in almost every office of consequence, not only in Winnipeg, but throughout the West, and even beyond our own country. Among our most brilliant students we have always counted a representative of the Icelandic race. Their power of application and love of leaming make their task easy. • # In our large new buildmg we have greater facilities than ever. The Dominion is really the logical place for a business training. Come and join us. Your fellow students will be from the better class of homes. This will assure you of a happy, as well as profitable, student life. Headqciarters: THE MALL Branches: 8T. JAHE8 and ELMWOOD Allra nýjasti Kvenfatnaður fyrir vorið er seldur með lœgáta verði hjá Holt, Renfrew Svo sem yfirhafnir, al- fatnaðir, kjólar, hattar, nærfatnaður, og þessir fallegu kjólar, sem not- aðir eru við sérstök tæki- færi. Holt, Renfrew hafa mesta úrval af allra beztu gerðum. Verðið er sér- staklega sanngjarnt! —- Komið og sjáið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.