Lögberg - 09.04.1931, Blaðsíða 1
44. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 9. APRÍL 1931
NÚMER 13
Palladómar
26. marz.
Eftir hinar mörgu urgur á
Þ‘ngi um hveitisamlagsábyrgðina,
var það hressandi að heyra
Col. Taylor í gær (25. marz), gefa í
stnttu máli stefnu afturhalds-
ílokksins, jafnvel þótt það sé
ei'íitt enn, að vita fyrir víst hvað
er hvað.
Col. Taylor lýsti því yfir, að
samlags- og samvinnusala væri
orðin sveitlæg á meðal vor, og
yrði að fylgja henni, viðurkenna
hana og auka. — Mr. Bracken
sPurði, hvort það innibindi að-
eins hreyfinguna um hundrað af
hundraði í samlagi, — allir ættu
a<5 vera í Samlaginu? — Col. Tayl-
°r sagði, að það innibindi í sér
hugmyndina, hundrað af hundr-
f’ði; jen að saAnlagssamningarn-
ir, hingað til 1 viðurkendir, hafi
haldið mönnum of föstum. Hann
'agði til að meðlimum þeim,
sem væru óánægðir, væri leyft
fara úr félaginu; því að hið
eina samla!g, sem gæti þrifist,
v®ri það, sem fult væri á barma
at ánægðum meðlimum. Ef að
Waður verður óánægður, veikir
tað félagsskapinn, að halda hon-
Uln innan veggja. ILofum hon-
Uln að fara út og viðra sig, og
fara svo hvert sem honum sýnist.
í*á mæltist Col. Taylov til
^ess, að stjórnin losaði Samlags-
rnenn við allan ótta um það, að
farið yrði að lögsækja þá, hvern
°g einn, í því skyni að fá endur-
b°rgað tapið á sölu uppskerunn-
ar 1929. “Betra að tapa dálitlu”,
Sagði leiðtogi afturhaldsmanna,
en að þren'gja meira að hinum
atlareiðu aðþrengdu bændum.”
Col. Taylor sagði líka, að sinn
flokkur væri á móti því, að nokkr-
ar ábyrgðir yrðu gefnar. í fyrsta
Lgi sagðist hann hugsa, að banka-
haldarar hefðu leitt forsætisráð-
herra Sléttufylkjanna hálfblind-
andi út í að gefa ábyrgðir í fyrst-
unni. Það hefði verið gott að
hann (Col. Tayior)t hefði sagt
bað fyrir ári síðan. Það hefði
Líálpað oss. En hvað sem því
Iíhur, þá lýsti hann yfir því, að
atjórnin hefði ekki viðh;ft næ'gi-
iega varfærni við umsjón sam-
‘agshreyfingarinnar síðan hún
gekk í ábyrgðina — ekki “vakt-
að” ráðsmann Samlagsins nógu
yel. Hann benti á, að þegar rík-
isstjórnin kom á sjónarsviðið:
fa) þá hefði nýr ráðsmaður ver-
jð útnefndur; (b) sölureglugerð-
inui hefði verið breytt; (c) yfir-
skoðunarmenn hefðu verið sett-
lr- En þegar forsætisráðherrar
Sléttufylkjanna hefðu verið a ð,
hefði ekkert ákveðið verið gert,
e'g Samlagsmenn hefðu velt sér í
°barfa, eins og (víðvarpi, sem
hefði átt að skoðast “mentandi”,
en hefði í raun og veru verið
grimdarfult áhlaup á utanfélags-
Ptenn og bændur.
Col. Taylor er á móti frum-
Vnrpum þeim, sem liggja fyrir
Pingi í þessu efni, vegna þess að
bau gera ráð fyrir að áframhald
Verði á ábyrgðum þeim, sem
bingið gekk í fyrir ári síðan. Og
hann er á móti því, að ábyiigðin
yerði endurnýjuð. Hann er líka
a móti þessum frumvörpum vegna
Pess, að ekkert er sagt um stefnu
* þessu sambandi í framtíðinni.
_ví betra, sem menn fá meira að
v,ita um hvað á að gera í fram-
tíðinni, álítur hann, fyrir alla
niutaðeigendur. Hin núverandi
aonunglega rannsóknarnefnd, sem
ef að starfi, ætti að fá umboð
yitt stækkað, svo hún gæti feng-
‘ð upplýgingar um hvernig eða
undir hvaða fyrirkomúlagi, sam-
yinnuhreyfingin getur þrifist.
hin nýja stefna innibindur
meiri o!g áframhaldandi ábyrgðir,
Pá ætti stjórnin að láta fólkið
Segja, hvað því sýnist um málið,
sem er sama sem að segja, að
Pað ættu að verða almennar feosn-
’ngar næsta ár, — Taylor’s að-
erð að tala. — Mr. Bracken
aagði, að ekki yrði gengið í neina
abyrgð, svo ag þingið vissi ekki
a Pví, sem er sjáanlega bending
Uln. að svo geti farið, að stefrit
erði til aukaþings. (Meira kaup
yr*r þingmennina). •
8e®r- Muirhead (Gov. Norfolk),
j . beldur samnin!gi nr. 3 við Sam-
f . > og skammast sín ekkert
s'ari*. Pað, flutti stutt erindi, og
?a> að Samlagsmenn vildu
e duj. ^orga fjj þag sem
‘ Jornin hefði ■ofhörga‘0, beldur
bv' ^amlagið liði undir lok,
M ** h.ann vissi hvað það þýddi.
J ■ P^rum orðum myndi hann
“Föllum í hendur guði;
jf"? 1 Pendur Spánar.” Ef Sam-
ej ! verður ekki eyðilagt, með
, nhverju sérstöku “uppistandi”,
^a Ver®ur skuldin borguð, sa!gði
bæn!í ’”Samlagið hefir gefið
öðrn Um meira traust hverjum á
111 ’ en nokkuð annað um mörg
undanfarin ár”, sagði hann. “Og
samkepnin hefir leitt oss út í ó-
skapnað þann, sem vér nú höfum
innan vébanda vorra. “Standið
fast Craigellachie! og látið ekki
undan síga!” — Mr. Evans sleit
umræðum.
Þá ruddist þingheimur í gegn
um kornútsæðis reglugerðina;
því vér höfum lesið um það, að
vorið sé komið, og vér viljum
heldur trúa því, heldur en óveðr-
inu, sem sjáanlega æddi og
hringiðaði kring um þinghúss-
byggin'garnar, /þegar vér vorum
að brjótast norður á leið til
Carlton strætis.
31 marz—
Það er hart fyrir viðvaning,
sem er að reyna að komast áfram
í veröldinni að láta á sér bera,
þegar helmingur þingmanna
heldur stöðugt áfram að taka
fram í fyrir honum, þegar hann
er að tala. Vér höfum meðlíð-
an með Mr. Garson (Gov. Fair-
ford), sem flutti langa og dálít-
ið þunglamalega ræðu frá aftari
bekkjunum, sem átti að bera blak
af Mr. Bracken. Hann var varla
kominn almen^ilega af stað, þeg-
ar Col. Taylor, hinn alvani bar-
dagamaður, byrjaði að grípa fram
í fyrir honum. Hann bað um
orðið aftur og aftur, til þess að
sjá um að Mr. Garson færi aldrei
út fyrir vébönd þess, sem álitið
væri leyfilegt og sæmilegt. Vand-
ræðin voru þau, að Mr. Garson
(þegar hann var að tala um
hveitisamlagsfrumvörpin) sagði
eitthvað, sem virtist vera ásökun
um, að Col. Taylor hefði gjört
eitthvað, sem ekki virtist sann-
gjarnt. Eftir því sem Mr. Garson
sagðist frá, hafði Mr. Bracken
sýnt Col. Taylor, svona undir
fjögur augu, hvernig fjárhagur
Samlagsins stæði, og hvernig
menn hefðu hugsað sér að selja.
— Col. Taylor bað um orðið' á
augabragði. Hann- sagði, að þetta
hefði sér verið sýnt heimullega,
og þegar einn maður sýndi öðr-
um eitthvað, svona undir fjögur
augu, þá ætti sá fyrnefndi ekki
að sleppa slíku við aðra menn,
ella væri drengskapur hans í
veði. Ef hann gerði sig sekan um
að láta fleiri vita, þá væri hann
ekki lengur heiðvírður maður.
Þegar loksins að Mr. Garson
hafði skriðið út á völlinn undan
árásum Col. Taylors, þá höfðu
tveir aðrir, góðir og gamlir i-
haldsmenn, náð haldi á honum,
svo hann losnaði eiginlega aldr-
ei. Mr. Garson gekk svo langt
að segja, að Col. Taylor talaði
um sinn eigin drengskap og virð-
ingu, aðeins þegar hann kæmist í
klemmu. Eins og fullkomlega
heiðvirðum manni sæmdi, svar-
aði Col. Taylor þessu engu.
Vér erum að tala um sérstak-
lega heiðvirða menn, og mættum
því geta þess líka, að seinna um
daginn var Mr. Schultz (Lib.
Mountain) að flytja mjög snotra
og vandaða ræðu, og vék að ýmsu,
sem Mr. Evans hafði sagt um
Hveitisamlags frumvörpin, og
gat þess, að það !gerði minstan
mun, fyrir hverja þingmaður
væri að vinna; en hitt væri meira
um vert, hvort skoðanir hans og
bendingar um málin, væru heil-
brigðar eða ekki. — Mr. Evans,
sem, var sagt, þegar hann kom
til baka frá Neepawa, að Mr.
Ivens hefði verið að reyna að
“negla húð hans á girðinguna”
á föstudaginn, bað nú um orðið,
og spurði sk)/rt og skorinort,
hvort þetta væri á nokkurn hátt
bending til sín um það, að hann
væri “partiskur” eða tilheyrði
einhverri “klikku”; ef svo væri,
þá gerði Mr. Schultz svo vel að
taka það aftur strax. — Mr.
Schultz, sem meinti ekkert nema
gott eitt, hreinsaði andrúmsloftið
með því að segja, að sér hefði
ekki dottið neitt þvílíkt í hug, og
Mr. Evans settist niður.
■Sjáanlega getur enginn gefið
slíkt í skyn, um slíkan mann
sem Mr. Evans, og sloppið án
hegningar. —Já, það var eftir-
minnilegur dagur fyrir alla, við-
víkjandi drengskap og virðingu
margra hinna stærri manna.
Mr. Schultz sagði, að allir þeir,
sem tilheyra hans flökki (allir
fimm) áliti, að Samlagssamning-
urinn gefi ekki Samlaginu rétt til
þess, að innheimta nokkrar aukav
borganir frá Samlagsmönnum.
Hann álítur ósanngjarnt, að inn-
heimta ábyrgðarféð frá Samlags-
mönnum einum; því ábyrgðin hefði
átt að ná til allra bænda, í sam-
laginu eða utan. Hann álítur
samt, að Samlagsmenn ættu ekki
að leysast frá skyldum sínum
gagnvart félagsskapnum, heldur
standa fastir með honum. Hann
hefir mikla trú á Samlaginu og
þorpi, sem hann kallaði “Baldur
—áður og eftir”. Áður en Sam-
('Framh. á bls. 5J
MRS. STEINUNN DAVIDSON.
Hún andaðist hinn 2. þ.m., á Al-
menna spítalanum hér í borg-
inni, 75 ára að aldri. Til þessa
lands kom hún fyrir 27 árum og
var lengst af á Gimli, nema síð-
ustu árin hjá syni sínum, W. A.
Davidson, 328 Oak Str., Winni-
peg. Maður hennar, Andrés
Davidson, lifir hana, og fjögur
börn þeirra: W. A. Davidson, sem
fyr er nefndur; Trausti David-
son á Gimli, Mrs. M. J. Thorarin-
son o!g Mrs. H. M. Sveinsson, báð-
ar í Winnipeg. Jarðarförin fer
fram í dag, miðvikudag, kl 3.30,
frá Fyrstu lútersku kirkju.
Fálka-flug
Fálkarnir fá leyfi frá City Parks
Board um afnot af Sargent Park
í sumar; er tæplega hægt aÖ hugsa
sér heppilegri staö til íþrótta iðkana
að sumarlagi. Vér vonumst nú eftir
að sem flestir ungir Islendingar inn-
ritist í félagið, og sleppi ekki þessu
ágæta tækifæri. Þarna verða þreytt
kapphlaup, stangarstökk og öll önn-
ur vanaleg “field sports”. Ágætt
tækifæri til þess að þjálfa síg fyr-
ir íslendingadaginn.
Vér þurfum 24 unga íslendinga
til þess áð taka þátt í íslenzkri glímu,
40 til þess að taka þátt í diamond
ball, 30 til þess að taka þátt i hlaup-
um og stökkum og fjöldan allan til
þess að taka þátt i ýmsum öðrum i-
þróttum.
lnnritist nú áðnr en að dcildar-
skifting fer fram.
Whist Drive, kaffi, dans, í G. T.
húsinu á laugardags kvöldið. \ erð-
laun gefin, inngangur 250; byrjar
kí. 8:15. MuniS að koma—munið að
kcma í tíma.
A. G. M.
Hveitisalan
Um ekkert virðist vera talað
nú á dögum, eins mikið og hveit-
ið. Fundir eru haldnir víðsveg-
ar, jafnvel heil þing, til að ræða
um hveitisölu og hveitikaup.
Eitt slíkt þing var haldið í Róma-
borig fyrir skömmu, og þar voru
saman komnir fulltrúar frá eitt-
hvað 40 til 50 þjóðum, þeirra,
sem kaupa þurfa hveiti, og
þeirra, sem hafa það til sölu.
Árangurinn virðist hafa orðið
lítill eða enginn. Fulltrúarnir
skiftust í tvo flokka. í öðrum
flokknum voru þeir, sem hafa
hveiti til að selja og vilja vitan-
lega fá sæmilegt verð fyrir það.
1 hinum flokknum þeir, sem ekki
vilja kaupa, eða ekki fyrir það,
sem kalla mætti sæmilegt verð,
að minsta kosti. Ekkert sam-
komulag eða úrræði, að því er
séð verður. Annan fund ætla
fulltrúar frá þeim þjóðum að
halda, sem hveiti hafa til að selja,
í næsta mánuði. Verður sá fund-
ur haldinn í London undir for-
ystu Hon. G. H. Ferguson.
Stórkoállegur jarðskjálfti
Um mánaðamótin síðustu uröu
stórkostlegir jarðskjálftar í borg-
inni Managua í Nicaragua. Ellefu
skarpir kippir hver á fætur öðrum,
og segja fréttir þaðan aS sunnan
að mikill hluti borgarinnar hafi
hrunið og um þúsund manna farist
og tjónið muni nema $30,000,000.
Meðal þeirra, sem fórust voru marg-
ir Bandaríkjamenn, því þeir voru
þarna margir og höfðu þar mikil
viðskifti.
Utbreiðslufundur
Síðastliðið miðvikudagskveld var
haldinn útbreiÖslufundur í Good-
templarahúsinu undir umsjón stúkn-
anna. Var þar margt til skemtun-
ar og ein alllöng bindindisræða.
Gunnlaugur Jóhannsson stýrði
fundinum og byrjaði hann með
stuttri ræðu. Skýrði hann frá því,
að mönnum væri að skiljast það
betur og betur með ári hverju að á-
fengisáhrifin á þjóðlíkamanum væru
að sínu leyti eins og blóðeitrunar-
áhrif á líkama einstaklingsins. Eins
og þaö væri áríðandi að grípa til rót-
tækra ráða til þess að lækna blóð-
eitrun; þannig væri þess ekki síður
þörf að rista djúpt í kaunin til þess
að komast fyrir rætur áfengiseiturs-
ins í þjóðlíkamanum.
Dr. B. J. Brandson, sem er með-
limur stúkunnar Skuld, flutti aðal-
ræðuna; var hún bæði hvetjandi og
íræðandi. •Ilefði hún i raun réttri
átt aS birtast öll í heild sinni, því
hún var þörf og ákveðin hugvekja
fyrir bannmenn og bindindisvini, en
sökum þess að það er ekki hægt
verður að nægja að 'birta úr henr.i
fáein atriði.
Ræðumaður hóf mál sitt með því
að sýna fram á hversu afarmiklu
bindindishreyfingin hefði komið til
leiSar þegar tekið væri tillitr til þess
að sá félagsskapur væri í raun og
veru kornungur. Kvað hann það
æfinlega hafa verið reynslu liðinna
tima, að hreyfing, sem ris upp til
þess að brjóta niður gamlar og rót-
grónar venjur, ætti erfiðleikum og
jafnvel ofsóknum að mæta. Hér
’nefði verið um að ræSa eina allra
rótgrónustu venju mannkynsins;
enda hefði hreyfingin verið litin illu
auga og mótspyrna gegn henni afar-
sterk. En þrátt fyrir það væri á-
rangurinn kraftaverki næst. Bað
hann áheyrendur sina að renna aug-
um aftur í tímann um tuttugu ára
skeið og íhuga þær stórfeldu breyt-
ingar, sem skeð hefðu síðan.
Hefði einhver spáS því i þá daga,
að árið 1930 yrði bindindisáhrifin
orðin eins almenn og búin að afkasta
eins miklu og raun væri á, mundi
það hafa verið skoðað eins og hverj-
ir aðrir marklausir draumórar.
Aðalhlutverk bindindisliðsins kvaS
Dr. Brandson það vera að fræða
bæði einstaklinginn og heildina um
ábrif/'og skaðsemi áfengisnautnar-
innar; vekja meðvitund allra fyrir
því að hér væri ekki einungis um ó-
þarfa nautn að ræða, heldur bein-
linis skaðlega nautn og hættulega.
Þegar sú sannfæring hefði fest ræt-
ur, þá væri málinu borgiö.
Sín skoðun sagði ræðumaður, að
væri sú, að bæði hér og í Bandaríkj-
um hefði það verið heillavænlegfa
að bannlögin hefði ekki komið eins
fljótt og þau geröu. Bindindisfræðsl-
an hefði ekki verið orðin nógu al-
menn og nógu rótgróin til þess að
þjóðin stæði einbeitt og líttskift á
bak við lögin; en til þess að virðing
fyrir lögum og hlýðni við þau gæti
átt sér stað, v;eri djúp og víðtæk
sannfæring fyrir nauSsvn þeirra og
réttmæti aðalskilyrðið. Bannlögin
hefðu t. d. hér í Canada komist i
gildi á þeim tímum þegar hugir
manna voru einskorðaðir við stríðs-
málin og engu öðru var nokkur veru-
legur gaumur gefinn. Sama væri
að segja um Bandaríkin.
Þegar svo stríðinu lauk hófust á-
rásir á lögin frá hálfu jæirra, sem á
vínsölunni vildu græða. Nú voru
bindindismenn orðnir verjendur
málsins, en hingaS til höfðu þeir ver-
ið sækjendur. Einskis var svifist af
hálfu áfengissalanna og fylgifisk-
um þeirra. Þeir bæði brutu lögin
sjálfir og hvöttu aðra til að brjóta
þau. Var það aðallega gert í því
skyni að reyna að sannfæra almenn-
ing um það að ekki væri mögulegt
að framfylgja slikum lögum. Kvað
ræðumaSur þá menn, er í stórum stil
verzluðu með áfengi þar sem vín-
bann hefði verið samþykt, hættuleg-
asta allra manna í því tilliti að skapa
virðingarleysi fyrir lögunum yfir-
leitt.
Þá kenningu kvað ræðumaður
æfinlega hafa verið heimskulega i
sínum augum, að af því bannlögin
væru brotin, ætti að nema þau úr
gildi. Kvaöst hann engin lög þekkja,
sem að fullu væri haldin og aldrei
brotin, samt mundu fáir vilja ráð-
leggja afnám allra laga af þeirri á-
stæðu.
Mikið kvað hann gert til þess að
fá bannlögin afnumin i Bandaríkj-
unum, en taldi mjög litlar líkur til
að það tækist. Hér i Canada væru
lagabreytingar og laga-afnám til-
tölulega auðvelt mál. Fyrir sunnan
Saknar hans ekki
Miss MacPhail, sem er eina
konan sem sæti á á sambands-
þinginu í Ottawa, sagði hér um
daginn, í þingsalnum, að vegna
Ontario-fylkis, þar sem hún á
sjálf heima, þætti sér einstakleíga
vænt um, að Hon. G. Howard
Ferguson væri farinn þaðan, og
hún sagðist þakka Bennett for-
sætisráðherra hjartanlega fyrir
að hafa losað Ontario við hann.
Hins vegar sagðist hún taka sér
þetta nærri vegna Breta, sem nú
verða að sitja uppi með hann, og
hún tæki sér nærri að sjá slíkan
stjórnmálamann, sem Ferguson,
vera til þess kjörinn, að vera
fulltrúi Canada í London. En
hvað sem því liði, þá þætti sér
þó mjög vænt um, að hann væri
farinn frá Ontario. Miss Mac-
Phail tók það sérstaklega fram,
að þegar hún se!gði þetta, væri
sér full alvara
Thompson fallimj
Borgarstjórakosnin'gar fóru fram
í Chicago á þriðjudaginn í þess-
ari viku, og féllu þær þannig, að
Anton J. Cermak (demokrat) var
kosinn borgarstjóri með 191,916
atkvæðum fram yfir Williám Hale
Thompson (Big Bill), sem verið
hefir borgarstjóri í Chicago síð-
ustu þrjú kjörtímabilin. Kosn-
ingarnar fóru fram friðsamlega
í þetta sinn, sem oft áður hefir
orðið nokkur misbrestur á.
Konungurinn veikur
Undanfarna daga hefir Geoúge
konungur verið töluvert lasinn.
Læknarnir segja, að hann hafi
slæmt kvef, en telja sjúkleika
hans ekki hættulegan, eða ekki
enn sem komið er.
landamærin væri öðru máli að
gegna; lög, sem þar væru samþykt
og orðinn þartur af stjórnarskránni
væri nálega ómögulegt að nema úr
gildi, enda væri krafan um afnám
•bannlaganna aðallega frá hálfu
brennivínsliðsins, sem væri í mikl-
um minni hluta. En sá minni hluti
væri afar hávær og hávaðinn mest-
megnis í því skyni gerður að villa
sjónir og láta fólk halda að hann
væri rödd meirihlutans.
Sjálfur hafði ræðumaður verið á
ferð í Bandarikjunum og grenslast
eftir Jæssu persónulega og niður-
staða hans varð sú, að hávaðinn og
kröfurnar tyn afnám bannsins væri
aðallega i stórbæjum, t. d. New
York og Chicago, en í öllum smærri
bæjutn og úti á landsbygðinni væri
almenn ánægja með lögin.
Hér í Manitoba kvað ræðumaður
eitt einkennilegt atriði hafa komið
fyrir í sanífcandi við áfengis löggjöf-
ina. Bindindismenn hefðu haldið
því fram og þvi hefði alment verið
trúað að ef konur fengju atkvæði
væri úti um alla áfengissölu. Svo
hefðu verið greidd atkvæði um málið
af karlmönnum einum og þeir hefðu
með lögum rekið áfengið í útlegð,
en þegar konurn hefði verið veittur
atkvæðisréttur, hefðu þær látið
blekkjast.
Ræðumaður endaði með því að
hvetja bindindismenn og bannvini
til einbeittrar og látlausrar baráttu,
þangað til þjóðinni skildist sá sann-
leikur að áfengið væri óvinur henn-
ar, sem hún ætti að dæma i útlegð.
Þegar bannlögin komust á hér
kvað hann bindindismenn hafa hald-
ið að starfinu væri lokið og að mestu
leyti lagt árar í bát; þetta hefði ver-
ið hinn mesti misskilningur og yrði
þeir að gæta þess framvegis að
brenna jsig ekki á sama soöi.
Hann endurtók það að heppilegra
mundi hafa verið ef lengur hefði
dregist að leiða í gildi bannlög i
Canada. Hefði fræðsla í þeim mál-
um og uppihaldslaus barátta haldist,
þá væru einmitt líkur til að nú væri
1 kominn tími til þess að reyna algerð
fcannlög, en afturkippur sá, sem orð-
ið hefði í því máli, hlyti að seinka
algerðum sigri; aðalatriðið væri nú
að láta ekki hugfallast eða áhug-
ann minka; hafa takmarkið glögt og
stöðugt fyrir augum, stefna að því
hiklaust og vera vakandi til þess að
geta fengið sigur þegar þar að kæmi.
Á fundinum fór einnig fram
hljóðfærasláttur, söngur og upp-
lestur.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Ihugunarefni
Frá því hefir verið skýrt að
Ottawa stjórnin hefði ákveðið að
sæma ísland einhverri minningar-
gjöf í tilefni af þúsund ára hátíð-
inni í fyrra sumar. Fréttinni fylgdi
það að stjórnin hefði jafnframt tal-
ið heppilegt að fulltrúar þeir, er
heim fóru kæmu sér saman um hver
gjöfin skyldi vera, eftir að þeir
hefðu yfirvegað málið og kynt sér
vilja íslendinga yfirleitt beggja
megin hafsins.
Þetta er einkar sanngjörn og vin-
samleg aðferð. Og þótt stjórna-
skifti hafi orðið siðan er engin á-
stæða til þess að óttast nokkra
breytingu í þvi samlfciandi, þar sem
allir flokkar voru á sama máli.
Nú hefir allangur tími gefist til
þess að ræða málið bæði manna á
meðal og í sainkvæmum. Hafa ver-
ið um það nokkuð skiftar skoðanir,
eins og eðlilegt er, og tillögur manna
verið ýmsar og ólíkar. Aðallega
man eg eftir þremur tillögum.
í fyrsta lagi hefir verið stungið
upp á því að íslandi sé gefinn sjóð-
ur, sem stjórnin heima verji á hvern
þann hátt, er henni þykir hagkvæm-
ast. I öðru lagi að veitt sé fé til
þess að kosta menn frá íslandi ti!
Canada, er hér stundi framhaldsnám
að aflokinni skólagöngu heima
(scholarship). í þriðja lagi að veitt
sé fé til skóggræðslu á íslandi.
Um fyrsta atriðið þarf ekki að
f jölyrða. Sjóður, sem algerlega væri
fenginn íslenzku þjóðinni i hendur
til eignar og umráða, yrði að sjálf-
sögðu þeginn með einróma þakklæti
og gæti engum deilum né skoðana-
skiftum v>aldið.
Um fé til þess að kosta unga
ipenn burt úr landinu væri öðru
máli að gegna. í fyrsta lagi mun
það vera skoðun margra að í flest-
um greinum sé mentun eins full-
komin á íslandi og hér—ef ekki að
sumu leyti fullkomnari. í öðru lagi
er það reynsla án nokkurra undan-
tekninga að talsverður hluti ungra
manna, frá hvaða landi sem er, sem 1
hingað sækja framhaldsmentun,
staðnæmist héi fyrir fuit og alt og
verður sterkt aðdráttarafl fyrir
fleiri að’ koma á eftir. Eru til þess
ýmsar og eðlilegar ástæður: Þessir
námsmenn—eins og allir gestir—
eru bornir hér á höndum sér á með-
an á dvölinni stendur,. Allir þeir,
sem nokkru ráða reyna að haga þvi
þannig að þeir sjái land og lýð i
“sparifötunum.” Við þeim blasa
einungis gleðihliðar lífsins, en þeim
dyljast þær dekkri. Þeir hljóta því
að skapa sér einhliða hugmyndir um
líf og líðan fólks yfir höfuð og verða
óafvitandi áhrifamiklir vesturflutn-
inga agentar. Þetta eru ekki hug-
myndir einar eða getgátur, heldur
cr það reynsla þeirra þjóða, sem
námsmenn hafa átt hér vestra.
Væri það illa farið ef þúsund ára
hátíðin yrði þannig upphaf að nýrri
útflutningaöldu, að fleiri eða færri
af vænlegustu sonum þjóðarinnar
(og dætrum) hyrfu henni og drægju
allmikinn hóp á eftir sér; þvi mér
skilst að Island hafi á engu meiri
þörf en fleiri dugandi mönnum.
Eg fyrir mitt leyti er sannfærður
um að þessi hugmynd, ef hún kemst
í framkvæmd, vrði íslandi til óheilla,
i hversu góðu skyni, sem hún væri
framborin.
Annað mál væri það, ef íslenzkir
ur.gir menn væru studdir til þess að
afloknu námi hér að fara heim til
ættjarðar vorrar—tslands—og full-
numa sig þar í ruorrænum fræðum.
Norræna eða íslenzk tunga er að
festa rætur hér i álfu eins og annars-
staðar sem sígilt bókméntamál, og
metnaður vor ætti að stefna að þvi
marki að koma kennurum að við sem
flestar stofnanir hér til þess að
kenna tungu vora og bókmentir.
Menn sem fullkonma skólamentim
hefðu hér og framhaldsmentun í
norrænum og íslenzkum fræðum við
háskóla íslands gætu átt vissar stöð-
ur við marga háskóla hér i álfu
beggja megin landamæranna.
Þriðja tillagan er sú að veitt sé fé
til skóggræðslu á íslandi; hún finst
mér skynsamlegust og heppilegust
alls þess, er til umtals hefir komið.
Eftir því sem ég veit bezt er herra
J. T. Thorson lögfræðingur upp-
hafsmaður þeirrar tillögu. Hann
bar hana fram á samkomu Skóg-
græðslufélagsins í Jóns Bjarnason-
ar skólanum, og var að henni gerður
hinn liezti rómur. Meðmæli Thor-
sons meö tillögunni voru svo einkar
fögur og vel framsett, að mig lang-
ar til að endurtaka þau hér. Þau
voru á þessa leið: “Eins og hér í
lcndi cr og verður í allri framtíð lif-
Indlandsmálin
Þrátt fyrir nokkur uppþot og
blóðsúthellingar, sem komu fyrir á
lndlandi við og við, á ýmsum stöð-
um, virðist Mahatma Gandhi hepn-
ast furðu vel að halda sínum mörgu
fylgjendum í skefjum. Ólgan er
afarmikil eins og við er að búast,
því á Indlandi, eins og annarstaðar,
eru margir sem meira hafa kapp en
forsjá. Alsherjar þing hafa þjóð-
frelsissinnar verið að halda nú að
undanförnu, ]iar sem mættir voru
fjölda fulltrúar frá öllurn hlutum
Indlands. Voru þar æsingar
miklar í byrjun. Þótti mörgum
ekki viðlit að fallast á samninga
þá, sem Gandhi hafði gert við
Lord Irwin landstjóra á Indlandi
og vildu berjast fyrir frelsi föð-
urlandsins og héldu æsingaræð-
ur miklar. En eftir að Gandhi
var búinn að tala, virðast æs-
ingamennirnir hafa sefast og alt
dottið í dúnalogn. “Ekki skuluð
þið fallast á þessa samninga,”
sagði hann,“að eins vegna þess
að eg hefi gert þá. Yður er
frjálst að hafna þeim og kjósa
aðra framkvæmdarnefnd. Eg lofa
yður því alls ekki, að færa yður
fullkomið sjálfstæði Indlands, þó
eg sæki næsta fund Breta og
Indverja í London, en eg lofa
yður að færa yður eitthvað, sem
ekki ef lakara en það, sem þið nú
eigið við að búa.” Á þessu er
auðséð, að Gandhi er mjög var-
færinn að lofa ekki sínu fólki of
miklu, og eins hitt að það treyst-
ir honum takmarkalaust.
Opinbera trúlofum sína
Miss Mildred Bennett, systir
Bennett forsætisráðherra, er trúlof-
uð W. D. Herridge, hinum nýja
sendiherra Canada til Washington.
Það er haldið að þau muni gifta sig
einhvern timan í þessum mánuði.
Eftir það fara þau til Englands og
kannske víðar um Evrópu og að því
loknu fer Mr. Herridge að hugsa
til að taka við emlxetti, sem honum
hefir verið veitt fvrir nokkru síðan,
eins og getið var um hér í blaðinu.
Embætti þetta er eitt hið allra virðu-
legasta, sem stjórn Canada hefir yfir
að ráða, svo gæfan virðist blasa við
þessum hjónaefnum.
Landátjórinn kominn
Landstjórinn nýi, Eord Bess-
borough kom til Halifax hinn 4. þ.m.
með frú sinni og föruneyti og var
tekið á móti honum með mikilli við-
höfn af helztu stórmennum lands-
ins, þar á meðal Bennett forsætis-
ráðherra. Landstjórinn lagði þar
af embættiseið sinn og hélt svo til
Ottawa.
Kominn til ára sinna
í West Oxford, Ontario er maöur
sem John Minarel heitir. Hann
varð 105 ára hinn 2. þ. m. Heilsan
er enn góð og hann er hinn ernasti.
andi partur af íslcncku þjóðinni
sameinaður sál og líkama þcssarar
þjóðar — synir Islands og dœtur —
þannig vœri það vcl til fallið, að lif-
andi partnr af þcssu landi yrði gróð-
ursettur.á Islandi og lifði þar um
aldur og œfi sameinaður sál og lík-
ama landsins sjálfs—á eg þar við
hin lifandi tré.”—Þetta þótti mönn-
unt fagurlega mælt og var sérstak-
lega á það minst að lokinni samkom-
unni.
Skógræktarmálið er að verða eitt
aðal viðfangsefni íslenzku þjóðar-
innar; hafa þegar verið mynduð
skógræktarfélög bæði norðan lands
og sunnan, og er nú frumvarp borið
upp á Alþingi, þess efnis að veittar
verði tuttugu þúsund krónur úr
landssjóði til skógræktar.
Hér vestra hefir verið stofnað
skógræktarfélag meðal íslendinga í
liðsaukaskyni við Austur-íslend-
inga ; er náin og eindregin samvinna
milli hinna austrænu og vestrænu
deilda.
Fornsögur vorar skýra frá því að
ísland hafi verið skógi vaxið milli
íjalls og f jöru; skógi klætt ísland
er nú sameiginleg hugsjón allra
sannra íslendinga hér og heima ; það
þýðir nýtt land eða endurfætt, betra
land og byggilegra, auðsælla land og
enn þá fegurra.
Að öllu athuguðu finst mér til-
laga Thorsons heppilegust og farsæl-
ust. Sig Júl. Jóhanncsson.