Lögberg - 09.04.1931, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.04.1931, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. APRÍL, 1931. r— LYDIA — | EFTIR , ALICE DUER MILLER. “Viljið þér g>era svo vel, að ráða þetta við yður — annað hvort?” Lydíu langaði til að segja honum að fara sína leið, en hana langaði líka til að fá aftur það sem stolið hafði verið frá henni. Eftir fáeinar mínútur þurfti hún að fara til Emmons- fólksins, og það var miklu betra að gera það, sem annars var hægt að gera í þessu, áður en hún færi. Meðan hún var að hugsa um þetta, leit hún til hans og henni fanst hann hafa bara gaman af, hve þrá hún væri. Hún sá hann brosa, og sér til mikillar undrunar, brosti hún líka til hans, en það var þó ekki það sem hún ætlaði að gera. “Það er bezt að lofa honum að halda, að hann sé að hafa það bezta af þessu.” hugsaði hún með sér. “En í raun og veru er eg að nota hann til þess, sem eg þarf að láta hann gera.” Hún hélt, að hann mundi verða ánægður með brosið, en honum dugði ekkert minna en talað orð. Hún komst ekki hjá því að segja, að hún skyldi vera góð. En hún reyndi að segja það eins og hún væri að leika einhvers- konar bamaleik. Þegar hann hafði fengið tryggingu fyrir því, að hún vildi tala við sig, fór hann frá dyrunum og staðnæmdist rétt fyrir framan hana og hallaði sér áfram á stól sem þar var. “Segið þér mér nú hvað kom fyrir,” sagði hann. Hún sagði honum, að seint um nóttina hefði hún vaknað við einhvem umgang í næsta herbergi. í'’yrst hefði hún haldið, að þetta væri bara vindurinn, en svo hefði hún séð ljós undir hurðinni. Þá hefði hún stokkið fram úr rúminu, en þá fundið að herbergisdyrnar vom læstar, og hún var lokuð inni. Hún liringdi bjöllunni og barði í hurðina, og eftir nokkra stund hepnaðist íhenni að vekja hitt fólkið. Það var enginn í næsta herbergi, en öryggisskápurinn hafði verið opnaður og alt verðmætt, sem í honum var, farið, þar á meðal nærri fimm hundruð dalir, sem hún hafði unnið í spilunum. “Hafið þér verið hepnar í spilum að und- anfömu?” spurði hann. “Eg hafð.i góðan mótspilamann,” sagði hún og brosti. Eftir þetta hafði hún farið einsömul um alt húsið, — einsömul, nei ekki var það nú reynd- ar, Morson hafði komið í humáttina á eftir henni. Hann var óttalega hræddur við inn- brotsþjófa, hafði rek’.st á þá einhversstaðar, þar sem hann hafði verið áður. Hún hafði líka haft skammbyssu. Hún vissi fullvel, hveraig átti að nota hana, og var ekki hrædd við það heldur. Hún ha'fði litið inn í hvert einasta heúbergi. Hann spurði ihana um vinnufólktið. Það var kannske eitthvað gransamlegt við Evans. Það var sjálfsagt hún, sem átti að loka skápn- um, og það gat svo hæglega komið fyrir, að hún hefði gleymt því, kveldið áður, eftir að hún var búin að hjálpa Lydíu til að komast í rúmið. Lydía tók því fjarri, að Evans liefði nokkuð við þetta að gera. Stúlkan hefði ver- ið hjá sér í f,imm ár. “Eg held alveg fráleitt, að hún hafi kjark til að stela,” sagði Lydía. “Vitið þér nokkuð, hvernig högum hennar er háttað? Hvort hún hefir nokkra sérstaka þörf fyrir peninga rétt sem stendur?” spurði hann. Lydía hristi höfuðið. “Eg hefi aldrei skilið, hvernig vinnufólk- ið eyðir kaupinu sínu,” sagði hún. “En það sem sérstaklega fullvissar mig um, að Evans sé saklaus, er það, að eg er viss um, að hún hefði kannast við það fyrir mér, þegar eg spurði hana um þetta, en hún heldur bara á- fram við sín verk, eins og ekkert sé um að vera.” O’Bannon spurði hana ekki mikið meira, en sagðist þurfa að tala við lögreglumanninn. Lydía lrafði altaf kviðið því, að hann mundi eitthvað vekja máls á því, sem komið hafði fyrir kvöldið góða, en sem betur fór, gerði hann það ekki. “Þér bíðið hérna, þangað til eg er búinn að tala við stúlkuna,” sagði hann, um leið og hann fór út úr herberginu. Hann sagði þetta blátt áfram og kurteis- lega, en lienni fanst það hljóma eins og fyrir- skipun. Henni hafði ekki dottið annað í hug en að bíða, en nú var henni næst skapi að fara og það alveg strax. Bíllinn stóð við dvmar og það sem hún ætlaði að hafa með sér, var í bílnum. Hún hélt, að það mundi áreiðanlega gera honum gramt í geði, ef hún færi og biði ekki eftir honum, eins og hann bjóst við. Ef hún færi, þá væri það nokkurn veginn það sama eins og hún segði v,ið hann: “Það er embættisskylda yðar að hafa upp á því, sem stolið hefir verið frá mér, en það er ekki mín skylda, að hjálpa yður til þess, eða vera yður þakklát fyrir það.” Rétt í þessu komu þau inn, Miss Bennett og1 lögreglumaðurinn, og vom að tala saman, eða að minsta kosti var hann að tala. “Það em miklar líkur til, að hún hafi gert þetta,” sagði hann þegar hann kom inn, “og ef hún hefir gert það, þá fær hann það upp úr henni. Þess vegna bað eg hann að koma. Hann er ágætur að fá fólk til að meðganga.” Svo sneri hann sér að Lydíu. “Eg var rétt að segja vinkonu yðar, Miss Thorne, að O’Bannon væri ágætur að fá fólk til að meðganga afbrot sín.” “Einmitt það,” sagði Lydía. “Hvers vegna ætti að það sé?” HJann þóttist ekkert taka eftir efanum, sem lýsti sér í málrómi hennar. “Flestir glæpa- menn vilja viðurkenna afbrot sín. Það er ekk- ert gaman að því að hafa glæpi á samvizk- unni og allan heiminn á móti sér. Hann færir sér það í nyt. Eg get sagt yður, Miss Thome, að það er eitthvað sálarfræðilegt við þetta. Sjáið þér til, eg greiði honum veg, segi að hon- um hepnist æfinlega að fá fólk til að meðganga og hvemig það hafi fj*elsað þennan og hinn frá gálganum, og ýmislegt annað þessu líkt. Eg býst við, að hann hafi líka einhverja hæfi- leika til að dáleiða fólk. Hafið þér nokkurn tíma tekið eftir augunum í honum?” “Eg hefi tekið eftir því, að hann hefir augu í höfðinu,” svaraði Lydía. Miss Bennett sagðist hafa veitt þeim eft- irtekt, strax þegar hann kom inn. Það var kannske umhugsunin um þau, sem kom henni til að segja, að hún vonaði að hann yrði ekki alt of harður við vesalings stúlkuna. “Það er engin hætta á því,” sagði lögreglu- maðurinn. “Hann bara talar við hana svo sem tíu eða fimtán mínútur, og þá segir hún honum alt eins og er. Eg veit ekki hvernig hann fer að þessu.” Lydía stappaði niður fætinum. “Hún er heimskingi, ef hún meðgengur,” sagði hún æði harðýðgislega. Svo það var það, sem þessi náungi lagði fyrir sig, að segja kvenfólkinu hvernig það ætti að haga sér. Húsmóðurinni niðri var skipað að vera kurteis, og vinnustúlkunni uppi var sagt að meðkenna glæp. Ef hún bara hefði tíma til þess, þá mundi hún hafa gaman af því að sýna honum, að hann gæti ekki haft alla hluti eins og honum sýndist, ekki á þessu heim- ili að minsta kosti. Hún óskaði þess næstum, áð Evans meðkendi ekki. Það væri virði alls sem hún hefði tapað, að sjá vandræðasvipinn á honum, þegar hann kæmi ofan og yrði að kannast við, að sér hefði mistekist. Rétt í þessu var kallað ofan af loftinu og lög- regluforinginn beðinn að senda menn sína þangað upp. Það glaðnaði heldur en ekki yfir honum. “Sagði ég ykkur ekki? Honum hefir ekki mistekist.” Hann flýtti sér sem mest hann mátti út úr herberginu. Þegar lögmaðurinn kom ofan eftir fáein- ar mínútur, fann hann Miss Bennett eina. Hann leit hæglátlega í kringum sig. “Hvar er Miss Thorne?” spurði hann. Miss Bennett hafði ekki viljað, að Lydía færi, hún hafði beðið hana að fara ekki. Hvað var þessi heimsókn til Emmons fjölskyldunnar í samanburði við alla dýrgripina, og pening- ana ? En nú tók hún upp fyrir hana engu að síður. “Hún mátti til að fara. Þurfti að ná í járnbrautarlest. Var löngu búin að lofa að fara þessa ferð. Henni þótti ósköp slæmt að þurfa að fara, og hún skildi eftir allskonar skilaboð og afsakanir. Þetta var nú vitaskuld ekki alveg sannleikanum samkvæmt. “Hún sýnist ekki neitt áhugasöm um að fá þessa dýru muni sína aftur,” sagði hann. O’Bannon brosti ofurlítið. “Hún treystir vður fullkomlega í þessum efnum,” sagði Miss Bennett. Hún gerði það sjálf. Aldrei fanst henni að hún hefði séð mann, sem hún treysti betur til að vera foringi og leiðtogi annara. Hún sá að hann var ekki ánægður með það, að Lydía skyldi hafa farið. Hann var það ekki heldur. Hann var reið- ur við hana. Tilfinningar hans gagnvart henni voru á einlægu flögri og gátu hvergi stað- næmst. Honum þótti mikið til þess koma, hve hugrökk hún var, að fara einsömul um alt hús- ið, um hánótt, hálfklædd og með skammbyssu í hendinni. Hún mátti heita einsömul fyrir því, þó að Morson vær.i í humátt á eftir henni. Hún var sýo sem ekkert að gorta af því held- ur. Hún hafði talað rétt eins og hver önnur stúlka mundi hafa gert'það sama. Það var euðskilið, að hún hafði lítið umburðarlyndi með glæpamönnum og var ekki að hugsa um vægð. Það var ekki sjáanlegt, að þetta rán hefði haft mikil áhrif a Evans. Hun var að vinna sín verk, eins og ekkert hefði komið fyrir. Hún var rétt búin að taka til það sem Lydía ætlaði að hafa með sér, og koma því út í bílinn. Hún v ar ekki búin að taka til í svefnherberg- inu. Það var ekki búið um rúmið og það var töluvert af pappír og ýmsu öðm dóti á gólf- inu. Ljoðabok la a borðinu, og þar var líka mvnd af laglegum ungum manni. Ilmvatns- lyktin var hin sama, eins og hann hafði fundið íif hárinu á henni í þetta eina sinn, sem þau höfðu fundist áður. Hann tók eftir öllu þessu, áður- en hann veiýti nokkra eftirtekt dökk- liærðu, fölleitu, uppburðarlitlu stúlkunni, Sem Jrarna stóð. “Setjist þér niður,” sagði hann. , Það lýsti sér hvorki góðvild né valdboð í málrómi hans, og þó talaði hann eins og það væri alveg sjálfsagt, að hún gerði eins og hann sagði. Hann fór að tala við hana um Lydíu, og mvndin af henni, sem hann fékk inn í huga sinn yið það umtal, var full af ósamræmi: Blíðlyndi, örlæti, kæruleysi, umburðarleysi, næstum því grimd, virtist vera þar alt í einum graut, en umfram alt skilningsleysi á mannlífinu og öllu sem öðram kom við. Evans átti pdlt, Englending, siem verið liafði þjónn á auðugu heimili. Hann lrafði lent í tugthúsinu fyrir þjófnað, og var nú fyr- ir skömmu búinn að útenda þann tíma, og var orðinn veikur af tæringu. Evans hafði ver.ið algerlega ráðvönd og heiðarleg meðan alt gekk bærilega fyrir honum, en þegar ógæfan henti hann og heylsuleysið sótti hann heim, tók hún til þess ráðs, að afla peninga með óráðvöndu móti, til að geta hjálpað honum. Hún hafði gert þetta sjálf og enginn vissi neitt um það nema hún ein. Það sem riðið hafði baggamun- inn, að hún vann þetta ódáðaverk, var það, hvað henni virtist Lydía kæra sig lítið um það, þó húrr tapaði armbandinu. “Ef hún kærði sig ekkert, þó hún tapaði þessum hlutum, þá hélt eg, að ekki væri nema jafngott, þó eg hjálpaði henni dálítið til þess,” sagði hún gremjulega. Það, sem O’Bannon þótti óskiljanlegt var ]>að, að Lydía skyldi ekki vita neitt um hagi stúlkunnar, sem vann hjá henni. Hún hefði að minsta kosti átt að vita, að vesalings stúlkan átti v.ið einhverja mikla örðugleika að stríða. Hann skildi betur en nokkru sinni fyr, aðstöðu vinnukonunnar gagnvart húsmóðurinni. Þessi umkomulausa vifnnustúlka ,var ibrjóstumkenn- anleg. “Vissi.ekki Miss Thorne, að það var eitt- hvað viðsjárvert við þessa stúlku?” spurði hann Miss Bennett, þegar hann kom ofan. Miss Bennett féll þessi ungi lögmaður svo vel í geð, að hana langaði til að segja honum frá öllu sínu stríði og allra annara, sem eitt- hvað vora bundnir við Lydu, en hún gætti þess engu að síður, að gera það ekki. “Nei, eg er hrædd um að hfin hafi ekki haft neinn grun um það.” svaraði hún. “En er það nokkuð, sem við getum gert fyrir vesalings stúlkuna, úr því svona er nú komið fyrir lienni?” “Ekki rétt sem stendur”, svaraði hann. “Það er alveg ljóst, að hún er sek. En þegar að því kemur, að hún verði dæmd, þá gætuð þið kannske gert eitthvað fyrir hana. Hvað sem Miss Thorne gæti sagt henn.i til afsökun- ar, mundi dómarinn vafalaust taka til athug- unar að minsta kosti.” “Segið þér mér rétt eins og er, hvað þér viljið að hún segi,” sagði Miss Bennett, því hún vildi hjálpa stúlkunni alt sem hún gæti. “Það er ekkert um það að tala hvað eg vil,” sagði O’Bannon heldur dræmt. “Mitt verk er að sýna fram á, að hún sé sek. Eg er að segja, hvað Miss Thome gæti gert, ef henni finst ástæða til. Segjum t. cL að hún finni sjálf, að hún hafi verið nokkuð kærulaus með eignir sínar og segði dómaranum það, þá gæti verið litið á það sem nokkra afsökun fyrir stúlkuna.” “Eg er alveg viss um að hún gerir það,” sagði Miss Bennett, þó hún í raun og veru væri nú ekki alveg viss um að Lydía múndi gera þetta. “Okkar á mill,i sagt, Mr. O’Bannon, þá er hún töluvert kæralaus. Hérna rétt um dag- inn tapaði hún ljómandi fallegu armbandi. En stúlka, sem er ung og fríð og rík—” Hún komst. ekki lengra, því lögmaðurinn beið ekki eftir því. Hann kvaddi og fór. O’Bannon bauð lögreglumanninum að koma með sér í bílnum og þáði hann það. “Hún er lagleg, þessi stúlka,” sagði hann, þegar hann var seztur inn í bílinn. “Það vant- ar svo sem ekki, að hún er fríð. En ekki finst mér hún eiginlega kvenleg. Farið þér varlega, ]>að er eitthvað að veginum hérna einhvers- staðar. ” “Eg veit það,” svaraði O’Bannon. V. KAPITULI. Þegar Lydía kom heim, seint á mánudag- inn, hafði hún Bobby Dorset með sér. Miss Bennett, sem eitthvað var að fást við blómin, þegar þau komu, fanst þau nokkuð hávaðasöm og kátínan heldur mikil. Lydía hafði ýinsar fyrirskipanir að gefa og hún lét þær úti fljótt og viðstöðulaust. Fyrst var nú það, að hafa herbergið í lagi, þar sem Bobby átti að sofa um nóttina. Svo þurfti hún að síma Elinóru og biðja hana að koma og borða miðdagsverð með þeim, og hún þurfti að senda bíl eftir hepni. Elinóra var svo nærsýn, að hún gat ekki sjálf keyrt bíl, og hún hafði þann sið, að lofa bflstjór- anum að vera alt of mikið þar sem hann átti heima, og það var óþægilegt að ná til hans, því hann hafði ekki síma. Það var ekki nærri því eíns og það átti að vera. Lydra hafði svo mikið að segja, að Miss Bennettt komst ekki að til að segja nokkurt orð. Hún vissi líka, að Lydía bauð Elinóru að koma , fyrst og fremst til þess að þau gætu spilað bridge. Henni þótti sjálfri að vísu dálítið gaman að spila, en ekki við Lydíu, sem alt af var að finna eitthvað að við hana 0g segja henni, eftir lrvert spil, að hún liefði ekki spilað rétt. Lydía var nokkum veginn larrs við alla hræðslu og kvíða, en samt sem áður átti hún í sífeldu stríði og henni fanst /ið með engu öðru móti væri hægt að ná rétti sínum; annars yrði maður bara troðinn undir. Hún hafði ekki ánægju af þessu stríði; það var bara nauðsvn- legt, varð að vera. Þegar hún kom inn í svefn- herbergi sitt, var þar alt í röð og reglu, eins og vant var, og þar komin ný vinnukona, frönsk stúlka, miðaldra, dökk á brún og brá. Hún beið eftir henni, eins og Evans hafði gert. An þess að geta gert sér nokkra grein fyr,ir hvers vegna, greip hana alt í einu óskapleg óánægja og gremja. Henni fanst alt lífið næst- um óbærilegH. Eitthvað þessu líkt hafði stundum komið fyrir hana áður. Hún hafði KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENBV AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offiœ: 6th Floor, Bank of Hamilton Cliamljers. aldrei verið hrædd við dauðann, en það graip lrana stundum að liata lrfið. Hún reyndi aldr- ei að gera sér nokkra grein fyrir því, hvern- ig á þessu stæði. Þegar hún kom ofan og var búin að klæða sig, eins og við átti, tók enginn eftir því nema Bobby, hvernig ástatt var með skaps- muni hennar. Við miðdagsverðarborðið mintist enginn á þjófnaðinn, en eftir að máltíðinni var lokið, kom Miss Bennett umtali um þetta af stað, með því að spyrja Lydíu, hvernig henni hefði litist á nýju vinnukonuna og hvort hún héldi að hún yrði ánægð með hana. Lydía bara ypti öxlum, en gerði sér enga grein fyrir því, hve ant Miss Bennett hafði gert sér Trm að útvega henni góða vinnukonu, eða hve mikið hún hefði haft fyrir því. Eldri konan sagði ekki neitt, en lrún varð fyrir miklum vonbrigðum. Það varð alger þögn dálitla stund, en Bobby rauf þögnina. “Hvað varð um Evans?” spurði hann. “Þeir fóru burt með hana.” Lydía varð fyrir svörunum og ]>að var svo sem auðséð, að hún var nokkuð þykkjuþung: “Hún meðgekk,—hún var alt af mesti sauður.” “Það sýnir ekki neina lreimsku,” sagði Miss Bennett. “Það var einmitt það lang-viturleg- asta, sem hún gat gert. Þessi lögmaður — góða mín, ef eg væriá þínum aldri, og þessi maður—0 “Farðu varlega,” greip ,Lydra fram 1. ”Hann er mikill vinur Elinóru.” “Mikill vinur Elinóru?” sagði Miss Bennett. Hún var ekki hégómleg og liafði aldrei verið, en hún hafði aldrei getað skilið, hvemig á því' gat staðið, að piltunum gat litist vel á sumar stúlkur, sem hún áleit að skorti mjög þá kven- legu fegurð og kvenlegu dygðir, sem hún hafði sjálf. Henni geðjaðist ekki að Elinóru, en henni fanst hún þurleg og lrélt hún hefði lítið aðdráttarafl-fyrir piltana. Hún gat ekki látið sér skiljast, að Jressi glæsilegi, ungi lögmaður, kærði sig mikið um lrana. “Er það áreiðan- legt?” “Já, hann er það,” sagði Lydía blátt á- fram. Reynslan hafði kent henni, að það var betra að tala varlega um þessi efni. “Eg vildi þú hefðir beðið, Lydía”, sagði Miss Bennett. “Það var merkilegt, hvemig hann gat látið Evans segja sér alt, sem hún vissi. Það var rétt eins og hann hefði dáleitt hana. Þetta skifti heldur engum togum; rétt / áður hafði hún verið þver, og ekki viljað við neitt kannast. Þau voru inni í svefnherbergi Lydíu, meðan hann talaði við hana.” Lydfa stóð hálfbogin við eldstæðið, og var eitthvað að skara í eldinn. Hún rétti sig upp með skörunginn í hendinni og spuhði með töluverðum ákafa: “Hvar? Hvar var þetta?” “1 svefnherberginu þínu, góða mín. Evans var þar. ” “Þessi maður inni í svefnherberginu mínu! Ekki nema það þó!” sagði Lydía og leyndi sér ekki, að hún var orðin afar-reið. “Mér kom ekki til hugar, að þú lrefðir nokkuð á móti því, góða mín. Hann sagði—” “Þú hefðir átt að skilja þetta. Þetta er andstyggilegt, þessi drukni lögmaðuy r svefn- heríberginu mínu. Þvílíkur viðibjóður!” “Hvaða ástæðu hefir þú til að tala um Mr. O’Bannon sem drykkjumann,” spurði Elinóra með ískaldri rödd. “Hanii drekkur. Bobby segir það. ” “Eg hefi ekki sagt það.” “Jú, Bobby, þú sagðir það.” “Eg sagði að hann hefði drukkið, þegar hann var í skóla.” “Já, einmitt, drykkjurútur, sem hefir bætt ráð sitt r bili,” sagði Lydía og ypti öxlum. “Eg skil ekki, hvers vegna þú hefir gert þetta, Benny, og skil það þó, því þú gerir æfinlega alt, sem aðrir vilja láta þig gera.” Orðin sjálf voru naumast eins móðgandi, eins og hreimurinn og Miss Bennett gerði það skynsamlegasta, sem hún gat gert eins 0g á stóð. H3ún stóð upp 0g fór út úr herberginu. Lydía stóð kyr lrjá eldstæðinu og stappaði niður fætinum og var sjáanlega mikið nrðri fyrir. ■*$**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t* “KIN GFISHER” GILL NETTING I f t t t i i i ❖ Made by JOSEPH GUNDRY and CO. LIMITED BRIDPORT, ENGLAND Established Over 250 Years Best Quallty Linen Gill Netting Super Quality Sea Island Cotton Fáið okkar prísa áður en þér kaupið Office and Warehouse: 309 Scott Block, Winnipeg W. FLOWERS, Sales Representative PHONE 86 594 f f ❖ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦£♦♦♦♦

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.