Lögberg - 09.04.1931, Síða 2

Lögberg - 09.04.1931, Síða 2
Bls. 2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. APRÍL, 1931. Gamlar íslenzkar bækur Eftir prófessor Halldór Hermannsson. a mmmmj mmmmmmj Það er margt óljóst í elztu prentsögu Islendinga, aðalíega vegna þess, að margar af bókun- um, sem prentaðar voru á 16. öld hafa glatast. Svo er t. d. um fyrstu bókina, sem sagt er að hafi verið prentuð & Hólum í tíð Jóns Arasonar, Hóla-brevíeríið, eða oftast kallað Niðarós-breví- aríið, því að þetta var uppprent- un á því. Enginn efi leikur á því, að það hafi verið prentað, því að snemma á 18 ðld var til eintak af því, og það er jafnvel talið, að enn muni til blöð úr því í Svíþjóð. öðru máli er að gegna með þýðingu eða útgáfu Jóns Arasonar af hinum, fornu guð- spjallamönnum, sem Torfi pró- fastur Jónsson í Gaulverjabæ er eina heimildin fyrir. Ekki getj eg fest neina trú á það, að sú bókj hafi nokkurn tíma verið til, og( hefi eg gert grein fyrir skoðun1 minni í grein um prentsmiðju Jóns Matthíassonar, sem birt var í Almanaki Ólafs S. Thorgeirs- sonar fyrir 1930, og skal því ekki fara frekar út í það mál hér. Af Hólabókum úr tíð Ólafs Hjalta- sonar biskups, þekkjast einungis tvær: Píslarprjedikanir Corvin-| usar (líklega prentaðar um 1559) j Guðspjallabókin (1562). Háskóla-j safnið í Kaupmannahöfn á eina' Óráðin gáta Þú, undramáttur, æðsti frumlífsgjafi og upphafsins mikla’ er bjóst til rúnastafi. Sólheima jöfur, séð þig enginn getur, samheildar lögmál öllu lífi setur. Ómælisfjöldi æðri o'g lægri dýra alveldiskraft þinn hvert fyr’ öðru skýra. Líkt eins og hlekkir hverjir annan binda hringsvæði tímans órjúfandi mynda. Árstíðir koma, aðrar burtu fara, aldrei við megnum þeirri spurning svara: hvaðan þær koma, hvert þær aftur líða, hvenær var upphaf elztu lifsins tíða. Hugvitið alheims hér er eins og reykur. Hálærðra spekimáttur þar er veikur, margt þó að geti mannsins andi vitað, má hann með vissu, ei geta þar um ritað, frumagnir lífsins fyrstu enginn þekkir, fjör'gjafa aflið byrgja þoku mekkir. Allífsins mikli, undraverði geimur, í þínu kerfi er þessi litli heimur örlítið brot af óteljandi skara, ákveðnar brautir sem um loftið fara. ÖHu er stjórnað eftir vissum lögum, engu er gleymt af einstaklingsins högum. Allstaðar sést hinn sami lífsins máttur, sami er leikinn tilverunnar þáttur. Eilífðar lögmál enginn kraftur brýtur, aldrei þess gildi’ í nokkrum greinum þrýtur. Hinn minsti ormur, moldarfylgsni’ er geymir, meðfæddri hvöt til skylduverka’ ei Igleymir. Ó, maður, hversu er máttur okkar veikur, - margvísin djúp er aðeins barnaleikur, auðnast ei neinum upphaf lífs að vita, ágiskuð sambönd milli kulda’ og hita mannsandinn lætur mynda upphafsbrúna máttarstoð undir veiku frumlífstrúna. Óteljanlegar aldir hafa liðið inn í það djúp, sem markar fyrsta sviðið, óþektar verða alla lífsins daga, aldrei mun þeirra geta heimsins saga. Við notum öfl til ótal margra þarfa og orku þeirra víða látum starfa, en hvaðan er sá undrakraftur þeginn, um það ei verður nokkur vissa dregin; aflígjafinn mikli, öllu líf sem færir, útstraumum þessum heldur við og nærir, en hvar hann er, og hvert má rekja þráðinn, er hulin gáta, er seint mun verða ráðin. Hann veit hvað hann á að nota við bakverk MANITOBA MAÐUR NOTAR DODD’S KIDNEY PILLS. Mr. J. Stasiuk er mjög þakklátur fyrir þá heilsubót sem hann fékk. Ashville, Man., 9. apríl (Einka- skeyti). “Eg skrifa yður til að láta yður vita hvað Dodd’s Kidney Pills hafa gert fyrir mig,” segir John Stas- iuk. “Eg hefi lengi þjáðst af bak- verk og notað ýms meðul, en þau hafa ekki gagnað. Einn af vinum mínum sagði mér um Dodd’s Kidney Pills. Eg reyndi þetta meðal o!g fann að það reyndist mér vel. Eg brúkaði ekki úr fullum öskjum, en verkurinn hvarf og hefir aldrei komið aftur og eg er Dodd’s Kidney Pills þakklátur.” Það er undarlegt hve margt fólk gengur dag eftir dag með bakverk og gigt. Það gen'gur með veikina af því það veit ekki hvernig það getur losnað við hana. Gerið nýr- un sterk, því þar eru rætur veik- innar. Dodd’s Kidney Pills eru einvörðungu nýrnameðal. Frá Islandi eintakið, sem til er af þessum bókum, og vantar þó í bæði. — Elzta bókin, sem þekt er úr bisk- upstíð Guðbrands Þorlákssonar, er “Lífsins vegur” (1575) eftir Níels Henningsen, og eru tvö ein- tök til af henni á konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, og er annað þeirra á bókfelli. Að vísu eru til upplýsingar umj bækur frá 16. öld í íslenzkumj ritum frá seinni öldum, en það erj einatt mjög hæpið að byggja áj þeim. Höfundarnir hafa krítík-j laust tekið þær oft hver eftir öðr-J um, án þess nokkurn tíma sjálf-| ir að hafa séð þessar bækur, og! sama sið hafa gjarna hinir svo-J kölluðu bókfræðingar okkar fylgt fram á síðustu tíma. Það eru ~— 1 ' -------— útlendingar, sem hafa lagt grund- á dánardegi sínum 1587 hafi les-, það selt á uppboðinu eftir hann; Havermannsbænum. er titillinn nokkurn veginn ;ná- —Vísir. Ágúst Jónsson, R. st. 5 B. ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmj völlinn undir íslenzkri bókfræði: ið eina af Chr. V. Bruun, Thomas W. Lid- En þetta getur hann vel hafa derdal, og framar öllum Willard gert eftir þýzkri útgáfu (frum- Fiske. Einna áreiðanlegastar upp-^ útgáfan er frá 1567), eða dönsku lýsingar frá fyrri öldum koma þýðingunni (kom fyrst út 1577). frá Lúðvík Harboe biskupi, enda Eg lét því í ljós, að annað hvort átti hann óvenjulega gott safn væri þessi útgáfa Havermanns af íslenzkum bókum; voru þær( bara uppáfyndinlg ein, eða að seldar á uppboði í Khöfn að hon- einhver önnur bænabók hafi ver- um látnum, og hafa sumar þeirra ið prentuð það ár á Hólum. Og horfið síðan með öllu. Tvær bækur frá 16. öld, sem menn hafa talið glataðar, hafa á síðustu árum komið 1 leitirnar, og er það efni þessarar greinar, að skýra stuttlega frá þeim. Bæði Hálfdáni Einarssyni og Finni biskupi Jónssyni kemur saman um það, að Avenaríi eða Kavermanns Kristflegar 'bænir hafj« verið prentaðar á Hólum 1576, en ekkert eintak hafa menn í seinni tíð þekt af þeirri út- gáfu, og yfir höfuð er ekkert eintak til af neinni útgáfu af því bænakveri eldri en frá Hólum 1626. Auðsjáanlega er það þó ekki fyrsta útgáfan, því að þar stendur, að bókin sé prentuð að nýju á Hólum 1626. Nú geta þeir Hálfdán, Finnur biskup og Har- boe um útgáfu af þessum bæn- um frá Hólum 1621, en mér vit- anlega er ekkert eintak til af þeirri útgáfu, svo ekki verður með vissu vitað, hvort það er frumútgáfan, en þeir sem hafa lagt trúnað á útgáfuna frá 1576, hafa talið útgáfun frá 1621 lík- Jega vera aðra útgáfuna. Þegar eg samdi lýsinguna á ís- lenzkum bókum frá 16. öld, tók eg þetta atriði til athugunar, og komst að þe-irri niðurstöðu, að það hlyti að vera rangt að Hav- ermannsbænir hafi verið prent- aðar á Hólum 1576, og aðalástæð- an fyrir því var sú, að íslenzka Jjýðingin, sú eina sem nú þekk- ist, er eftir Odd Einarsson Skál- holtsbiskup. Hann fæddist 1559, og var því 17 ára að aldri 1576. Að vísu er sagt, að hann hafi verið mjðg bráðþroska, en það er næsta ólíklegt, að slíkur ung-J lingur hafi þýtt bænakver, sem það hefir reynst, að eg hafði rétt fyrir mér. Nokkrum árum eftir að lýsing mín á 16. aldar bókunum kom út, skrifaði dr. Lauritz Nielsen, bókavörður í Höfn, mér að hann hefði rekist á í bæjar- og há- skólabókasafni (Stadt und Univer- sitatsbibliotek) Hamborgar bæna- bók frá Hólum 1576 og reyndist það að vera bænabók Guðbrands biskups, sem annars þektist í út- gáfu frá 1634. Þær bænir eru víst að mestu leyti þýddar af biskupnum, og hefir hann sjálf- sagt sent eintak af bókinni til einhverra vina sinna í Hamborg og hún svo lent þar á opinberu safni, enda er þetta eina eintak- ið, sem nú er til af þessari út-l gáfu svo menn viti. Titill henn- ar er “Bænabók med mörgum godum o'g nytsamligum bænum naudsynligum á þessum haska- samliga tijma ad bidja Gud og alvarlega a ad kalla j ullum vorum nudsynium og haskasemdum. Til samans lesen og ut lögd af mier Gudbrandi Thorlakssyni............ Prtenad (sic) a Holum af Jone Jonssyni Anno M D LXXVj”. — Framan við bænirnar er almanak, eins og siður var þá í mörgum bænakverum. Hún er í átta blaða broti, blöð textans eru tölusett, síðasta blaðið hefir þó ranglega töluna 92 fyrir 62. Hver blað- síða hefir útskorinn borða um textann og má eintakið heita mjög Igott. Þarna hefir þá kom- ið fram Hólabók, sem menn áður vissu eigi deili á. Eintakinu er nákvæmlega lýst með mynd af titilblaðinu í ritlingi þeim sem Hamborgar-bókasafnið gaf út í tilefni af Alþingishátíðinni. Hólabiskupi hafi þótt ástæða tili Hin bókin, sem hér skal getið að prenta. Reyndar er getið um' um, þekkist hins vegar af afspurn. atvik, sem í fyrsta áliti virðisti Það er katekismus eða barnalær- styrkja upplýsingarnar um þessa^ dómskver eftir Pedler \Palladius, 1576-útgáfu. Það er sem sé sa!gt prentað að Hólum 1576. Harboe um Gísla biskup Jónsson, að hann átti eintak af þessari bók og var kvæmlega igefinn í uppboðs- skránni. En það vantaði í það, og síðan það var selt þar, hefir ekki til þess spurst. Skömmu eftir að eg kom frá Evrópu í fyrra haust, fékk eg bréf frá manni í St. Albans á Englandi, þar sem hann skýrði mér frá því, að meðal bóka þeirra sem hann hefði erft eftir föður sinn, væri katekismus Palladíus frá 1576. Kvaðst hann hafa leit að til fornbóksala í Lundúnum og þeir sagt sér, að ekkert annað eintak væri kunnngt af þessu kveri; hafa þeir víst haft það úr bók minni þar sem katekism- ans var getið. Eg gerði strax boð í bókina og fékk hana og er hún nú í Fiskesafninu í Cornell. Titillinn er “Catechismus þad er Ein Stutt (Utlagnin(g ’Catechismi skrifud (sic) a Latinu fyre Norska Soknarpresta af Doctor Petro Palladio Lofligrar minn- ingar Biskupe ad Sælande j Dan- mörk Anno 1541. Nu ad nyju yferisiedur og Prentadur, einföld- um Soknarprestum og almuga til gagns og nytsemdar Anno 1576. G. Th.”, og við enda bókarinnar stendur: “Þryckt aa Holum Af Jone Jonssyni þann 24. Dag Martij 1576”. Bókin er í litlu átta blaða broti, með 67 tölusett- um blöðum, en því miður vantar tvö þeirra (65—66). Eg held áreiðanlega, að það megi telja þetta eintak vera hið sama, sem Harboe biskup átti. Reyndar stendur ekkert á því, sem beint sanni það, en það vant aði í eintak hans eins og líka þetta. Bókin er bundin í litför- ótt pappírsband, mjög líkt óg bækurnar voru oft bundnar í Danmörku á 18. öld. En söguna um það, hvernig þetta eintak hefir komist til Englands, þekki ég ekki. Fundur þessara tveggja sjald- gæfu bóka sitt í hvoru landi, er annars merkilegur og athuga- verður. Hann sýnir það, að gamlar íslenzkar bækur og ef til vill líka íslenzk handrit frá fyrri o!g seinni tímum, geta leynst víða erlendis, bæði í opinberum söfn- um, sem ekki hafa verið rannsök- uð eða skrásett fyllilega, og í bókasöfnum einstakra manna. Maður getur rekist á þetta, þegar Reykjavík, 10. marz 1931. £>éra Guðlaujgur Guðmundsson fyrrum prestur, andaðist i gær að heimili sínu, Óðinsgötu 20 hér í bænum, eftir langvinnan sjúk- leika, nær 78 ára gamall, fæddur 20. apríl 1853. Úr Þingeyjars., 1. marz. Að kveldi dags þ. 27. febrúar s.l. kviknaði í 1'búðarhúisinu á Helgastöðum í Reykjadal. Norð- anstormur var á og hríð. Brann húsið á tiltölulega stuttum tíma. Samt bjargaðist töluvert mikið af innanstokksmunum, en mat- væli brunnu inni og svo eldi- viður. Fólkið fór um nóttina fram í Halldórsstaði í hríð ofe ófærð, en það er töluvert löng bæjar- leið. Voru 13 manns í heimili á Helgastöðum. — Húsið var vá- trygt, en annað ekki. Er því tjónið töluvert mikið fyrir utan það óbeina tjón, að verða hús- viltur um hávetur og verða að1 leita á náðir annara. Einkasíma ætla Mývetm'ngar að leggja í sumar um sveit sína. Verður síminn lagður í kringum alt vatnið og heim á flesta eða alla bæi í sveitinni. Staurarnir hafa verið fluttir í vetur. Stuttu eftir nýár dó Aðalgeir Davíðsson bóndi á Stóru-Laug- um í Reykjadal. Var hann góð- ur o'g vel metinn bóndi, bætti á- búðarjörð sína mikið, bygði þar íbúðarhús úr timbri, og nú fyrir fáum árum leiddi hann heitt vatn úr laug, sem er nokkuð langt irá, heim i bæinn, til upphitunar. — Aðalgeir sálugi var kvæntur og hét kona hans Kristjana. Eign- uðust þau fjögur börn, sem q11 eru upp komin o'g heima í for- eldrahúsum. Allan febrúarmánuð hefir ver- ið stöðug ótíð hér um slóðir. Ým- ist stórhríðar af norðri eða sunnanstormulr og hörkufrost. Fannkyngi afar mikið hér al- staðar og sést varla á holt eða hnjótu upp úr fönninni. Varla farandi um jörðina nema á skíðum. — Seinni hluta janúar var líka umhleypingasöm tíð hér fyrir norðan og verstu veður suma daga. Menn eru búnir að gefa mikið af heyjum þennan tima, enda eru hey heldur létt og upp'gangssöm vegna óþurk- anna í sumar. — Vísir. Reykjavík, 3. marz 1931. Eindæma snjó kyngdi niður í morgun í bænum. Bifreiðarfært var ekki í morgun til Hafnar- fjarðar, en um bæinn mátti heita fært bifreiðum. Þó voru stöku götur ófærar. Fólk það, sem héðan fór norð- ur á Akureyri á dögunum, á Goðafossi og Primula, var ein- angrað, eins og tilkynt var í skeyti að norðan, ve!gna þess að aðrar fársóttir gengu á Akur- eyri. Fólkið fær ekki að hafa neitt samneyti við aðra bæjar- menn, á meðan á einangruninni stendur, en fær þó að fara út sér til hressingar, undir eftirliti. — Einangrun var einnig ráðgerð á Siglufirði, en ei!gi varð af því, að einangrun væri samþykt þar. Þegar tóbakið kom til Evrópu Franskur vísindamaður hefir lengi fengist við að rannsaka sögu tóbaksins hér í álfu og hef- ir safnað ýmsum sögum um það. Árið 1618 lét Jakob I. konung- ur á Englandi taka Sir Walter Raleigh af lífi fyrir það, að hann reykti pípu og var fyrsti maður, sem það gerði í Englandi. Mur- ad IV. soldán leyfði þegnum sín- um að neyta áfen'gis, þrátt fyrir bann Kóransins, en hann lét háls- höggva alla, sem urðu uppvísir að því, að nota tóbak. Abbas I., eða hinn mikli Persakeisari var ekki alveg eins grimmur. Hann lét sér nægja, að skera nef og varir af tóbaksmönnum. Urban VIII. páfi sat ekki á veldisstóli nema nokkra daga, en hann afréð það þó í embættistíð sinni, að bannfæra alla þá, sem leyfðu sér að taka í nefið í kirkju. En þrátt fyrir alt þetta, ruddi tóbakið sér meir og meir til rúms, og tuttugu árum eftir að það barst til álfunnar frá Ameríku, var það orðin alheims verzlunar- vara. Það var Jean Nicot, sendi- herra ,Frakka í Portúgal, sem fyrstur flutti tóbakið til Frakk- lands. í heiðursskyni við hann var svo orðið “nicotin” myndað. Þegar 'Frakkar sáu hve stór- kosijlelg vierzlunarvara tóbakið var, tók ríkið alla framleiðslu og sölu í sínar hendur. En skómmu eftir .stjórnarbyltinguna var verzlunin gefin frjáls aftur. — Smásaga er um það, hvernig á þvi stóð, að aftur var horfið að ein- okun. Kvöld nokkurt veturinn 1810 hélt Napóleon dansleik í Tuilerie-höll og var þangað boð- ið öllu stórmenni Parísar. Með- al gestanna var ein kona, sem keisarinn veitti sérstaka athygli, vegna þess hvað hún hafði hlað- ið miklu á sig af gimsteinum. Hann spurðist fyrir um það, hver þessi kona væri, o’g fékk að vita að hún hét frú Robillard og var gift vejlauðugum fóbakssala. Sex mánuðum eftir dansleik- inn kom út tilkynning frá keisar- anum um það, að upp frá þeim degi skyldi vera einokun á verzl- un og framleiðslu tóbaks. Þessi var afleiðingin af því, hvað frú Robillard skartaði óhóflega á dansleiknum. Napóleon notaði sjálfur neftó- bak, en hann tók það aldrei í nefið. Hann hélt þvi að eins lengi á milli fingra sér og þef- aði að því, og fleygði því svo á ’gólfið. — Lesb. ZAM-BUK læknar verki, bólgu og blöðrás af Hæmorrhoids (Piles) Ointment 50c Medicinal Soap 25c Upphlaup í Kaupmanna- höfn Hinn 25. febrúar var iboðað af bolsum, að fram ætti að fara alls- herjar tilraun um heimsbyltingu. í Danmörku fór þessi dagur friðsamlega fram, þrátt fyrir undirróður bolsa. Seinni hluti dags söfnuðust nokkrir kommún- istar saman á Grönttorvet Kaupmannahöfn, og ýmsir hús- næðislausir menn, sérstaklega ungir menn, og gengu undir fán- um og héldu þar ræður. Var svo gengið í fylkingu út um Freder- iksberg og inn að Grönttorvet aftur, en þar uppleystist fylk- ingin. Seinna fór um þúsund manns með hávaða, eftir Kaupmangara- götu, og braut þar um fimtíu rúð- ur áður en lögreglan skarst í leikinn P!g tvístraði hópnum út um allar hliðargötur. Urðu þó FRÁ BLAINE, WASHINGTON. í þessu sígræna ríki erum við nú búin að dvelja hátt upp í eitt ár, og höfum lifað það, að sjá snjólausan vetur og ófrosna jörð, með ekkert til að bera umhyggju fyrir nema um 400 hvít “leghorn” hænsni, sem sökum hins núverandi lága eggjaverðs, hafa ekki !getað gefið mikinn ágóða. Rigningar hafa okkur þótt helzt til miklar undanfarna mán- uði, og þó þær hafi hvorki verið kaldar og sialdnast stórfeldar, hefðum við oft gjarnan viljað kjósa Manitoba sólskin í þeirra stað, þó því hefði fylgt nokkur snerpa; en eftir að hafa lifað 30 Mani- toba vetur, finst mér mikið til um veðurblíðuna hér; en þess má geta, að hún hefir að sögn manna hér verið með afbri!gðum þennan hjálíðandi vetur. íslendingar bera sín einkenni hvar sem vera skal; hér í Blaine hafa þeir sýnt okkur alúð og gest- risni. Hinir yfirstandandi örð- ugu tímar hafa eðlilega ekki far- ið fram hjá þeim, en þeir virð- ast sætta sig allvel við ástandið. En æskilegt væri, að samkomu- lagið þeirra á milli. væri inni- legra en á sér stað. Eg vil sér- staklega minnast á löggæzluna viðvíkjandi innstreymi fólks í landið. iStjórnarþjónar eru á víð og dreif og veita allri umferð nána athygli, og sjái þeir mann, sem þeir ekki kannast við, er hann látinn gera grein fyrir sér, og geti hann það ekki svo að landamæra gæzlumönnum þyki fullnægjanc^i, er hann ððara sendur til baka. í Blaine o!g nágrenninu eru á að gizka 5 til 6 hundruð íslend- ingar (að eg hygg). Atvinnuveg- ir þeirra eru með ýmsu móti, svo sem daglaunavinna, blandaður búskapur, hænsnarækt, sögunar- mylnu vinna, fiski niðursuðu- vinna, o. fl.—höfum jafnvel stjórn- málamann. Heldur lítur út fyrir, að rofi fyrir bjartari tímum, hvað at- vinnii snertir; fiskiveiðafélag er í þann veginn að byrja að starf- rækja hér “cannery", sem legið hefir í dvala að undanförnu; sö'g- unarmylna er byrjuð fyrir nokkru og nokkrar umbætur á vegum og brúm hafa verið og verða gerðar. Alt fer samt hægum skrefum, en útlitið bendir til, að næstkomandi sumar verði hagstæðara hinu síð- astliðna, og gleðilegt er, að engar verkamanna óeirðir hafa átt sér stað nærliggjandi. Mikið er enn af sögunartímbri í Washington-ríki og eru helztu trjátegundirnar pine, fura og sedr- usviður, og þó frumskógarnir séu í þverrun, er engin hætta á, að skógur sé í eyðileggln!gu, þvi hann vex mjög fljótt upp aftur Bellingham er 23 mílur héðan, og telur 30,000 íbúa; þar eru tölu- vert margir landar. Til Seattle hefi ég ekki komið, enn sem komið er; sonur minn hefir farið þang- 1 að og segir hann mér, að það sé sú mishæðóttasta borg, sem hann hefir komið í; víða svo bratt, að ekki er hægt að skilja við bil nema í ‘gear’. Ekki er mér kunnugt um, hvað mannmargir íslendingar þar eru, en tvær kirkjur hafa þeir. Seattle er ein af þeim fljótvöxn- ustu borgum í landinu. hún er mið- stöð strandarinnar á svæðinu frá Californíu að sunnan, og til landamæra Canada. Eins og að líkindum lætur, eru þar nú dauf- ir tímar, sem annars staðar. Á Roberts tanga er, eins og kunnugt er, þvínær alíslenzk Nýi hafnargarðurinn skemmist margir, þar á meðal saklausir áhorfendur, fyrir kylfum löregl- unnar, og um fimtíu menn voru handteknir. Um kvöldið safnað- ist víðsvegar saman á götum borgarinnar æskulýður, en hvarf þó jafnharðan er til lögreglunn- ar heyrðist. Smáupphlaup urðu í Esbjerg og Álaborg, en annars staðar var alt rólegt. — Mgbl. Reykjavík, 27. febr. Sam!göngubann hefir verið sett víða: Strandasýsla og Húnavatns- sýsla hafa báðar ákveðið að ein- angra sig vegna inflúensunnar og mælt svo fyrir, að aðkomu- menn skuli hafðir í fjögra daga sóttkví. Brúarfoss er nú á Húna-I flóa og er haldið, að veikin sé um borð. — Dalasýsla og Suður- Múlasýsla hafa ákveðið sam- göngubann auk þeirra héraða, erl áður höfðu sett það. Hér í bænum virðist inflúens- an ekki mjög svæsin, eftir því sem hinn setti landlæknir, Jón Hj. Sigurðsson tjáði oss í gær kveldi. Er að mestu frítt við | lurignabólgu. En veikin virðist minst vonum varir, og ef til vill J breiðast allört út; t. d. sá einn Ármann, ISigríður, Fjölnir og Venus, hafa komið af veiðum, all- ir með góðan afla, Sigríðui með 220—230 spkd., hinir með liðlega 100 skpd. hver. Gyllir seldi ísfisksafla í Cux- haven í gær fyrir 35 þúsund mörk. — Skúli fógeti seldi í Grimsby fyrir 1,008 sterlin!gspund, og Andri fyrir 1,200 sterlkpd. Karlsefni seldi í Hull fyrir 1,090 sterl.pd. —Vísir. Reykjavík, 8. marz 1931. Á föstudagskvöld, laust fynr miðnætti, urðu menn þess varir, að dynkir heyrðust allvoveiflegir í hafnargarðinum nýja, sem bygð- ur var síðastliðið ár norður und- an grófinni. Dynkir þessir heyrðust í krik- anum, þar sem nýi garðurinn mætir gamla hafnargarðinum. Er frá l'eið, tók að bera á því, að bólvinkið þarna anstan * hafnargarðinum nýja, seig nið- ur, jafnframt því sem brún þess þokaðist inn á við. Var þá sýnilegt, að undirstaða bólvirkisins hafði bilað. Neðri brún þess, sem rekin var niður > sjávarbotninn, hafði ei'gi nægi lega viðspyrnu í botninum utan við garðinn, en seig út á við. Við það opnaðist sandinum innan við bólvirkið útríás, svo skriða a^ sandi þeim, sem hafnargarðurinn er gerður úr, rann nú undir ból- virkið, og myndaðist þarna ferleg gjóta í garðinn innan við ból- virkið, á 20—30 metra svæðl. Á laugardagsmor'guninn rar svo mikil skriða af sandi og mold runnin út undir bólvirkið, að 'gjótan, sem myndaðist i garðinn, náði inn undir gang- stétt þá, sem er eftir garðinum endilöngum um miðju. Var nú brugðið við, til þess að stöðva frekari skemdir, veita ból- virkinu viðnám að utanverðu, með því að flytja að því grjót, og með því að setja bráðabirgða timDur- þil í gjótuna, sem mynduð var, svo eigi skriði úr börmum hennar- Bólvirki nýja hafnargarðsins er gert með þeim hætti, að járn- stengur 12—14 metra langar, eru reknar niður í botninn. — Steng- ur þessar eru þannig að lögun, að þær grópast þétt hver að tinn- ari, svo þær mynda vatnshelda kistu. Er kista þessi síðan treyst með ýmsum tengslum hið innra, og síðan fylt af sandi og öðrum jarð- efnum. Orsakir skemdanna eru þær, eins og ofanrituð frásögn ber með sé, að á þessu umrædda svæði hafa járnstengur þessar ekki verið reknar nægilega langt nið- ur í sjávarbotninn. Við stór- straumsfjöru þegar aðhaldið er sem allra minst að utan, hafa þyngsli uppfyllingarinnar spent hið þétta bólvirki fram að neð- anverðu svo útrás hefir myndast fyrir sandinn, sem settur var í garðinn. . Óvíst er enn, hvort nú þegar er girt fyrir frekari skemdir á garð- inum. En vonandi verður sú raunin á. Hafnargarðinn gerði ”Dansk Sandpumpekompa'gni”. Var verk- ið afhent höfninni þ. 2. júní, með þeim skilmálum, að ’Sandpumpe- kompagni’ bæri ábyrgð á verk- inu eitt ár frá afhendingardegi- Ábyrgðartími félagsins er því út- runninn þ. 2. júní í sumar. Ómögulegt er að gera sér neina ákveðna grein fyrir því, hvað viðr gerðin muni kosta. — Bendir margt til þess, að hún verði erf- ið. Það verður út af fyrir sig erfitt verk, að ná bólvirkinu upP> sem niður hefir sligast, áður en hægt verður að byrja á endur- byggingunni. — Mgbl. bygð; í Marietta, Everett og víða í Washington-ríkinu eru landar í dreifingu. Að blóðið rennur til skyldunnar, sást grelnilega á því, hve vel þeir sóttu íslenzka há- tíðarhaldið við Silver Lake í júní síðastliðið sumar. Óska ég svo öllum góðs geng- is og vaxandi vellíðunar. Jakob Vopnfjörð. þar sem sízt mætti búast við því. Við skulum vona, að- eitthvað fleira komi í ljós með tímanum. —Lesb. læknir í gær 25 nýja inflúensu- sjúklinga. Þá hefir annar læknir vitjað 50 manns, er voru haldnir af veikinni. — Mgbl. mm< TME DOHINION BISINESS COLLEGE —on the Mláll For over twenty years our business bas been to impart to young men and women a thorough, practical business training. Our courses of study are arranged with tlie view of developing initiative and greater business capacity, as well as to enable the student to master all details of modern business. The evidence that we have succeeded in all this is to be found in almost every office of consequence, not only in Winnipeg, but throughout the West, and even beyond our own country. * Among our most brilliant students we have always counted a representative of the Icelandic race. Their power of application and love of leaming make their task easy. In our large new building we have greater facilities than ever. The Dominion is really the logical place for a business training. Come and join us. Your fellow students will be from the better class of homes. This will assure you of a happy, as well f\s profitable, student life. Eleadquarter»: TEIE MALL Branches: ELMIWOOD and ST.JAMES

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.