Lögberg - 09.04.1931, Page 3

Lögberg - 09.04.1931, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9 APRÍL, 1931. Bls. 3. Sérstölj deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga VIÐ BARN. Kennarinn: “Úr hverju var drukkið, áður en g'lerið var fundið upp?” Pétur: “Úr flösku!'’ Sofðu, iitla sælan mín, svefn er öllum friður; gnð á himnum gæti þín, g’uð, sem alla styður. TIL GLEÐINNAR. Þú, sem engin þekkir bönd, þjóð og landi réttu hönd, goðumborfia gleði; græddu rós, glæddu ljós, gæfu reis af beði, lífið leys úr veði, græddu rós, glæddu ljós. Lífga þú alt, liðið og kalt, lamað og halt, goðumborna gleði. 8. J. J. — Kvistir. BEZTl KENNARINN. E,inhver mætur kennimaður og> barnavin- ur hefir sagt,: “Leyf þú mér að kenna litla barninu þínu, þangað til það er sjö ára, og það, sem þú kennir því eftir það, mun aldrei valda varanlegii breytingu á stefnu þess í lífinu.” Kæra barn! Hver er bezti kennarinn þinn fyrstu sjö árin af æfi þ,inni? Ef þú veizt það ekki, þá skal eg segja þér það. Það er hún mamma þín — ástrík og guð- elskandi móðir. Hún elskar þig mest, Drott- ins vegna, og á því hægast með að skilja þig og fræða þig. Heilagt orð segir: Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins. Það er tilgangur fræðslunnar á þessum ár- um, að kenna barninu að varðveita hjarta sitt. Þá fræðslu getur enginn veitt eins vel og guð- rækin móðir. Á þeirri fræðslu ríður meira en nokkurri annari fræðslu. Þessari fræðslu er góðri móður af Guði *tlað að veita ibaminu sínu. Þeirri skyldu má hún ekki varpa á aðra að nauðsynjalausu. Hún gæti það heldur ekki, af því að hún elskar. Góð er sú móðir, sem getur svarað þessari spurningu á réttan hátt: “Með hverju getur hinn ungi haldið vegi sínum hreinum?” Hún svarar: “Með því að halda sér við orð Drottins.” Geti móðirin ekki einhvetra hluta vegna gognt þessari sjálfsögðu fræðsluskyldu sinni, þá velur hún bami sínu þann kennara, sem eiskar það Drottins vegna, því að hann skilur barnið bezt og barnið á hægast með að skilja hann. Kærleikurinn til Drottins er eini áreiðan- iegi leiðarvísirinn í þessu fræðslustarfi. Jes- us elskar börnin og þráir heitar en nokkur móðir, að þau gangi veginn, sem hann vísar þeim á í orði sínu. Hann er vegurinn. Margur kennarinn vill sjá mikinn árangur af starfi sínu meðal barnanna, en verður fyrir sárum vonbrigðum. Það kemur af því, að hann elskar ekki börnin Drottins vegna, og þess vegna rætast á honum þessi alvöruorð: “Ef pi ottinn byggir ekki húsið, þá erfiða smiðirn- ir til ónýtis.” — Honum fer þá líkt og smá- dreng nokkrum, sem vildi eignast marga aura. Hann átti tíeyring og gróf hann niður í mold, eins og annað frækorn, og bjóst síðan við, að hann mundi bera margfaldan ávöxt með tím- anum! Hver einn sker upp, eins og hann sáir. Kæra barn! Elskaðu móður þína, lærðu af áenni að varðveita hjarta þitt. “Mér kendi móðir mitt að geyma hjarta frítt, þótt heimur brygðist; þaðan er mér kominn kraftur vináttu, ástin ótrauða, sem mér aldrei deyr.” (B. G.) ■—Heimilisblaðið. SIvRfTLUR. Póstafgreiðslumaðurinn: “Það er fimtán nnrum of mikið á bréfinu.” Eonan: “Það var verra, þá fer það of 1&ngt.” . Lg ætla að fá einn kassa af vindlingum — nnnda. stúlku.” “Virgina?” ‘Nei, hún heitir Soffía!” Nona próf(essorsins: “Pétur, Pótur, það Cru innbrotsþjóf^ar í húsinu! ’ * nx ^ófessorinn (hálf sofandi): “Segðu þeim, eg sé ekki heima.” 1 það er þiá nokkuð til að gráta af, þó nic urinn þinn hafi drepist. Þegar frændi luu<ió í síðustu viku, grét ég ekki neitt.” -v Nei, en þú hafðir heldur ekki átt hann au hann var hvólpur.” Vátryg'gingarstjórinn: “Nú skuluð þér ekki draga l>að lengur, að vátryggja yður, herra.” “Nú, hvers vegna ekkif” Vátryggingarstjórinn: “Þér sitjið á lfatti þessa manns þarna, en hann er hnefaleika- maður. ” OF SEINT. Maður einn varð fyrir þeirri sorg, að elzti drengurinn hans var borinn heim til hans með- vitundarlaus. Alt var gert, sem liægt var til að lífga hann við. En læknirinn sagði: “Hann deyr.” “Læknir,” sagði faðirinn örvinglaður. “Er ekkert hægt að gera, til þess að hann geti fengið meðvitundina, þó að ekki væri nema í svip ? ” “Það kynni að vilja til,” sagði læknirinn, “en lifað getur hann aldrei.” Og föðurnum varð að ósk sinni eftir hræði- lega angistarstund. “Sonur minn,” sagVði hann, “læknirinn segir, að þú hljótir að deyja.” “Já, ” sagði pilturinn, “þú baðst aldrei fyr- ir mér, pabbi; viltu nú biðja fyrir sálu minni ? ’ ’ Faðir.,hans fór að gráta. Það var sátt, að hann hafði aldrei beðið fyrir drengnum; hann var án Guðs Að skömmum tíma liðnum dó drengurinn og sál hans hvarf inn í eilífðina. Hversu hefði nú eigi þessi faðir gjarnan viljað gefa alt, sem hann átti, til þess að heimta aftur þennan son sinn úr helju. — —Heimilisblaðið. ERKIDJAKNINN BADAJOZ. (Spánverskt æfintýri.) Steingrímur Thorstejnsson þýddi. Svo er frá sagt, að einu sinni var erki- djákni í biskupsdæminu Badajoz. Hann var lærðari öllum doktorum Spánarháskóla, kunni öll tungumál, dauð og lifandi, og var heima í öllum mannlegum og guðlegum fræðum. Töfra- listin var það eina, sem hann átti ónumið, og því gat hann með engu móti eirt, að sér skyldi áfátt vera í þessu eina. Loksins frétti hann, að í einu úthverfi borgarinnar Tóledó byggi einn fyrirta'ks slyngur töframaður, Don Tor- ribio að nafni. Hann lét því þegar í stað leggja á múlasna og reið af stað til Tóledó. Þangað kemur hann og stígur af baki við liús- dyr þess hins mikla töframanns, er bjó í húsi einu litlu og ósélegu. “Mikli vitringur,” sag'ði komumaður, “eg er erkidjákninn í Badajoz. Fræðimenn Spánar gera mér reyndar þann sóma, að kalla mig meistara sinn, en það segi eg yður satt, að ef eg yrði svo lánssamur að mega nefnast læri- sveinn vðar, þá tíeki ég þann sóma fram yfir allan annan. Auðsýnið mér þá góðvild, að leiða mig inn í leyndardóma listar yðvarrar 0g reiðið yður á það, að eg mun kappkosta að reynast eins þakklátur og- samboðið er snilli .kennarans og ágæti listarinnar. ” Don Torribio tók þessum kurteisisorðum fálega. Hann svaraði erkidjáknanum á þá leið, að ekki væri til neins fyrir liann að biðj- ast tilsagnar hjá sér í töfralist; hann væri orð- inn leiður á kenslu, því hann hefði aldrei liaft neitt upp úr henni, nema. fagurgala og eintóm loforð. Hann kvaðst ekki fyrir nokkurn mun vilja óvirða lengur sín leyndardómsfullu vís- indi með því að kenna þau vanþakklátum nem- endum. “ Vanþakklátum nemendum,” kallaði erki- djákninn upp. “Er það satt l Hafa menn reynst Don Torribio vanþakklátir? En hvem- ig getur hann, verið pvo óréttsýnn að setja mig á band með slíkum mannfýlum?” Og nú kom hann með mesta f jölda af máls- háttum og spakmælum, sem hann hafði lesið um þakklátsemina, og liagaði svo vel orðum sínum og talaði svo heitt og hjartanlega um þessa dvgð, að Don Torribio fór að hugsa sig um og sagði loksins, að slíkan ágætismann gæti hann ekki látið synjandi frá sér fara. “Hýasintha,” kallaði hann til ráðskonu sinnar,” sting’ tveimur akurhænum á steikar- teininn, eg vona að herra erkidjákninn sýni mér þann sóma, að borða með mér?” Þar með tók hann erkidjáknann við hönd sér og leiddi hann inn í lestrarstofu sína, og er þeir voru inn komnir, snart hann enni hans og tautaði þessi þrjú dularfullu orð: “Ortó- bólan, Pistafríe, Onagríúf”, og tók síðan um- svifalaust að útlista fyrir honum það, sem stóð á fremstu blöðum töfrabókarinnar. Lærisveinninn nýi hlýddi sólgnum eymm á kennara sinn, og var sem hann gæfi sér varla tíma til að draga andann, en þá kemur Hýas- intha alt í einu inn og með henni maður á há- um stíg\Télum, ataður aurslettum til axla; kvaðst hann endilega þurfa að finna herra erkidjáknann að máli um nokkuð, sem væri lífsáríðandi. Þetta var þá þjónn föðurbróður hans, biskupsins í Badajoz, sem sendur hafði verið á eftir honum í skvndi og hlaupið á eftir honum alt hvað af tók til þess að færa honum þær fréttir, að biskupinn hefði fáum stundum eftir burtför hans fengið heilablóðfall, og voru menn hræddir um líf hans. Erkidjákninn varð illur í skapi og bölvaði, en samt ekki nema í hálfum hljóðum, sjúklingnum, sjúkdóminum og skyndiboðanum, þar sem alt þetta truflaði hann svo meinlega í náminu. ' Til þess nú að verða laus við sendimanninn, skipaði hann lionum, að hverfa þegar um hæl aftur til Badajoz og kveðst sjálfur koma á eftir liið bráðasta. Því næst sökti hann sér aftur niður í námið með slíkum algleymings áhuga, að bæði föðurbróðir hans og heilablóðfallið leið honum alveg úr minni. Uokkrum dögum síðar komu nýjar fréttir frá Badajoz, sem meiri ástæða var til að láta ekki sem vind um eyrun þjóta. Tveir elztu kórsbræðumir komu til þess að láta erki- djáknann vita, að nú væri föðurbróðir hans, hinn háæruverðugi biskup, skilinn við, og að kórsbræðurnir hefðu enn fremur samkvæmt helgum lagafyrirmælum átt fund með sér og kjörið hann til biskups í stað hins látna, og nú væri það innileg tilmæli ]>eirra, að hann kæmi sjálfur, kirkju Badajozbiskupsdæmi til harms- bóta og huggunar, og tæki við hinu nýja em- bætti. Don Torribio hlýddi með athygli á ræðu kórbræðranna, og sem hygginn maður lét hann ekki svo gott tækifæri ónotað. Hann dró nýja biskupinn afsjðis, óskaði honum til hamingju, stutt og laglega, og tók svo til orða: “Svo er mál með vexti, að son einn á eg, Don Benjamín að nafni, vel greindan og vel innrættan og hjartabezta mann, sem sökum þess, að hann liafði upphaflega enga löngun til þess að nema hin leyndardómsfullu vísindi, enda hafði ekki orðið vart við, að liann hefði neina hæfileika til þeirra, ])’á lét eg hann vevða klerk. Þessa mína frómleiks ákvörðun hefir Drottinn líka látið blessast, því mér til sann- arlegs fagnaðar heyri ég alla segja, að hann sé sómi og prýði stéttarbræðra sinna í Tóledó. Nú með því að þér, háæruverðugi herra, mund- uð ekki geta aðstaðið þetta tvent í einu, erki- djáknastörfin og biskupsembættið, ])á vildi ég auðmjúklega fara þess á leit við yður, a'ö þér veittuð syni mínum erkidjákmAemibættið.” “Æ,” svaraði biskupinn og var sem kæmi á hann fát, “svo feginn sem eg vildi vera yður, til vilja í öllu, þá er mér það samt lífsómögu- legt í þetta skifti. Eg á ættingja nokkum, sem eg á að erfa þegar þar að kemur. Hann er klerkur og til ára kominn og ekki í aðra stöðu hæfur, en að vera erkidjákni. Ef eg nú svnj- aði honum ]>essa embættis, þá'gerði eg lionum þar með þá sárustu skapraun og ekki honum einum, heldur einnig öllu mínu ættliði, sem eg ann svo mjög og ber fyrir brjósti. En heyrið þér,” mælti liann og blíðkaði sig í málrómi, “viljið þér ekki fvlgjast með mér til Badajoz? Getið þér verið svo harðbrjósta, að yfirgefa mig einmitt nú, þegar eg er að verða þess megnugur, að greiða eitthvað fyrir yður? Nei, elsku vinur og kennari, eg vona þér verðið lijá mér og ljúkið við að kenna mér. Þér megið vera óhræddur um, að eitthvað legst til um embættisframa Don Benjamíns. Það skal vera mér hið fyrsta og æðsta áhugamál, og fyrr eða síðar mun eg gera lionum meira til vegsauka en faðir hans sjálfur fer fram á. Það er lield- ur ekki svo, að þetta erkidjáknadæmi þarna sé í nokkurn máta samboðið syni annars eins manns 0g þér eruð.” Don Torribio fylgdist þá með til Badajoz og var þar hjá lærisveini sínum í hans nýju upphefð. Þar bjó hann í einhverjum fegurstu herbergjum biskupshallarinnar og sýndu allir honurn lotningu, er þeir sáu að hann var svo mikið uppáhald biskupsins og hugðu hann miklu ráða um náðar\Teitingar lians. En af biskupi er það að segja, að hann tók skjótum framförum í hinum leyndardómsfullu vísind- um, enda var kennarinn frábær snillingur. — 1 fyrstunni lá við, að biskupinn væri of ákaf- ur við námið, en smám saman hægði liann á sér og gætti þess vel, að töfranámið kæmi hvergi í bága við skyldur þær, er hann hafði að rækja í embætti sínu. Hann var á þeirri skoðun, að ekki væri einhlítt fyrir mann í bisk- upsstöðu að menta anda sinn með fjölbrevttri og fágætri lærdómsþekkingu, heldur yrði hann einnig að vísa öðram veg til liimna og gera sér far um að liin helgu fræði bæru blóm og á- vöxt í sálum trúaðra manna. Sakir ]>essa vit- urlega ráðlags barst orðrómur hins hálærða kirkjuhöföingja, um alla kristnina, og þegar minst varði, var hann kjörinn erkibiskup í Oompostella. Eins og nærri má geta, fékk það bæði leik- um og lærðum í Badajoz hinnar mestu hrygð- ar, að verða að sjá á bak svo trúuðum og lærð- um sálnaliirði og sýndu kórsbi'æðurnir honum hinn síðasta virðingarvott, er þeir í einu hljóði lögðu honum í sjálfsvalt að velja eftirmann sinn. Don Torribio slepti ekki þessu tækifær’í til að tala máli sonar síns. Hann bað erkibisk- upinn nýja að veita honum biskupsembættið, sem nú var orðið laust, en erkibiskupinn hafði sig undan honum með vinsamlegum orðum: — “Það veit hamingjan,” sagði hann, “að eg fyr- irverð mig, og hvað mér þykir sárt, að eg neyð- ist til þess að synja kennara mínum, sem eg virði mest allra manna, um annað eins lítil- ræði. En eg sé mér ekki annað fært. Don Ferdinand de Lava jarl í Kastilíu, biður um embættið handa einum af frændum sínum. Þessi DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 IVinnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba Lindsl Buhr & Stefanson lslenzkir lögfrœöingar 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hitta á eftirfylgj- andl tímum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvikudag, Piney: priðja föstudag 1 hverjum mánuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tfmar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœðingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka ejúkdóma.—Er að hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talsími: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaöur 910-911 Electric Railwa,y Chambers. Winnipeg, Cariada Sími 23 082 Heima: 71753 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21 144 Heimili: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœöingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt Cíty Hall Phone: 24 587 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjökdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœöingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yfirsetur Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 að kveldinu 332 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tagi. Phone: 26 349 — Drs. H. R.& H. W. Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WIN'.IIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi: 28 840 Heimilis: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlœknir 505 BOYD BLDG., WINNIPEG Phone: 24 171 Dr. Ragnar E. Eyjolfson Chiropractor Stundar sérstaklega Gigt, Bak- verk, Taugaveiklun og svefnleysi Skriftst. sími: 8Ö 726—Heima: 39 265 STE. 837 SOMERSET BLDG. 294 PORTAGE AVE. G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36137 Viðtals tlmi klukkan 8 til 9 að morgninum DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 A. S. BARDAL 848 SHÉRBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allsr fltbúnaður sá bezti Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talslmi: 68 302 stórhöfðingi hefir gert mér svo margfaldan greiða, að brýnasta skylda býður mér nú að láta þennan eldri velgerðarmann ganga fyrir; eg veit líka, Don Torribio, að þessi nákvæmni mín í þakklátsseminni mun ekki ógleðja yður, — síður en svo, því þar af sjáið þér liversu mik- ils þér getið vænst, þegar röðin kemur að ýður, en það verður undir eins við fyrsta tækifæri, það megið þér vera viss um.” Töframeistarinn var svo kurteis, að látast taka trúanlegan þennan tilbúning um gömlu velgerðirnar og gerði sér að góðu, þó Don Fer- dinand sæti uppi með biskupsembættið. Nú bjuggust þeir til ferðar, og komu til Com- postella, en þar áttu þeir fremur skamma dvöl, því að fáum mánuðum síðar kom einn af yfir- gjaldkyrum páfans, og færði erkibiskupnum kardínálahattinn ásamt einkar náðarsamlegu bréfi frá hans heilagleik páfanum. 1 bréfi þessu bað pgfinn hann að koma til Rómaborg- ar og vera sín önnur hönd r stjórn kristninnar, — og ekki þar með búið, sá heilagi faðir leyfði honum einnig að veita erkibiskupsembættið í Oompostella hverjum, sem hanrr vildi. (Nlðurl. næst).

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.