Lögberg - 09.04.1931, Síða 7

Lögberg - 09.04.1931, Síða 7
LÖGBHRG, FIMTUDAGINN 9. APRÍL, 1931. Bl* *. 7- Utdrœttir úr sögu íslenzku bygðarinnar og safnaðanna I Pembina County, North Dakota. Eftir J. J. MYRES. (Framh.) “Hafði séra Páll fengið fé þetta lánað til þriggja ára, án vaxta, en sumt sem hreinar gjafir. En til þess nú að geta gefið öllum þeim, er hann hafði tekið lán hjá handa bygðinni, fullnæga trygg- % in'g, seldi hann alla gripina, eins þá, sem gefnir höfðu verið. Hefði það víst ekki gjört betur en hrökkva til, þótt alt hefði gold- ist. Mundi hann að líkindum hafa lagt fram nákvæma skýrslu, yfir alla þessa frammistöðu sína, ’ef honum hefði enzt aldur til. Nú voru beztu líkur til, að bygð- in mundi bjargast næsta vetur og væri um leið sloppin úr öllum vandræðum. Vorið og sumarið 1880 var flutningur mikill frá Nýja Is- landi til Dakota Bar margt til þess, að einkum sívaxandi sann- færing manna fyrir því, að í Norður Dakota væri heppilegt ný- lendusvæði. Svo bar líka við um vorið, að vatnsganlgur varð mik- ill í Nýja íslandi, þegar snjór þiðnaði og ísa leysti, eins og von var eftir þennan óvenjulega /snjó-' þunga vetur. Winnipegvatn flæddi út um alla bygð, svo híbýli manna ýmist fyltust vatni eða urðu meira' og minna umflotin. Þóttust þá| jafnvel meðhaldsmenn þeirrar ný-| lendu sannfærðir um, að landið: væri of lágt-og staðurinn ekkij heppilegur. Var því öll veruleg mótspyrna ge!gn útflutningi látin falla niður. Því miður er nú ekki unt að( tilgreina alla þá bændur, er um þetta leyti fluttu suður til Da- kota frá Nýja íslandi, en nokkraj þeirra skulum vér nú nefna. — Þessir námu lönd í grend við Jóhanp Hallson: Björn Jónsson, frá Sleitustöðum í Óslandshlíð í Skagafirði; Jóhánn Jóhannsson, frá Steinsstöðum í Tungusveit í 'Skagafirði; Sölvi Sölvason, frá Löngumýri |í Húnavatnssýslu; Indriði Indriðasonð frá Laxamýri; Sigurjón Kfristjánsson, tengda- sonur Björns Jónssonar frá Sleitustöðum, ^og Sigurbjörn Björnsson sonur hans; Jón Pét- ursson, frá Kolgröf í Skagafirði; Sigurður Rölgnvaldsson, frá Vögl- Um í Blönduhlíð; Jóhann Sig- urðsson, úr Svarfaðardal; Hall- grímur Hallgrímsson Hólm, frá Löngumýri í Hólmi í Skagafirði; Jón Hjálmarsson, frá Hvarfi í Bárðardal í Þingeyjarsýslu. Aftur námu þessir land í Vík- urbygð: Guðmundur Guðmunds- son, frá Hnausakoti í Miðfirði; Halldór Friðriksson, frá Kvenna- brekku í Dalasýslu; Halldór Þor- gilsson, frá Hundadal í Dala- sýslu; ijójiannes Jónasson, frá Grafargerði í Skagafirði; Elíná Jónasdóttir, ekkja, frá Hvammi í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjar- ^jýslu; Tryggvi :In!gimundarson, Hjaltalín, frá Nöf við Hofsós í Skagafirði; Guðmundur Skúlason, frá Reykjavöllum í Lýtingsstaða- hrepp í sömu sveit; Hallgrímur Jónsson, frá Helgárseli í Eyja- fjarðarsýslu ;v Bjjörn EinarssonJ frá Brú á Jökuldal; Jónas Korts- son, frá Sandi í Aðalreykjadal; Sigurður Árnason, frá Grænu- niýratungu í Strandasýslu; Jón Sigurðsson og Hallbera, úr Strandasýjslu; iSigurgeir Bjarna- son, frá Sveinatungu í Norðurár- dal í Mýrasýslu ;Björn Illugason, frá Kolafossi í Miðfirði; . Guð- roundur Gíslason, frá Húki í Mið- firði; Sigurður Kráksson, frá Kaupangi í Eyjafirfði; ólafur Ólafsson, frá Espihóli í Eyja- firði. Vorið 1880 námu Iand hér um bil tvær mílur suður af landnámi Þ^irra Sigurjóns Sveinssonar og Benedikts Jóhannessonar, þeir J°n Bergmann og Magnús Stef- ansson, tengdasonur hans, sá erj fyrst nam land niður við Cavali-j er- Sömuleiðis systir Jóns, Al-! úís Jónasdóttir 'Lax)dal '(fædd; ®ergmann), ekkja Gríms heitins Laixdail, bókbindara á Akureyri. ^ar þetta fólk þá um vorið syðst aiira íslendinga. Maður er nefndur Eiríkur ^ergmann Hjálmarsson, Eiríks- sonar, prests á þóroddsstað í1 öldukinn; en móðir Eiríks var' algerður Jónsdóttir, Bergmann, ra Garðsvík á Svalbarðsströnd Rystir Jóns Bergmanns o'g þeirra Rystkina. Tók Eiríkur upp ætt- arnafn móður sinnar, þegar hann kom til Ameríku. Eiríkur var ungur og ókvæntur maður, lið- lega tvítugur, þegar hann flutt- ist frá íslandi 1873, frá Syðra- Laugalandi í Staðarbygð, þar sem hann hafði verið um nokkui- ár hjá Jóni Bergmann, móðurbróð- ur sínum. Dvaldi hann fyrst um hríð í Wisconsin-ríki, nam .land í íslenzku nýlendunni í Shawano County, seldi það norskum manni, flutti svo vorið eftir til Minne- sota, nam land í Lyon Co., rétt hjá Gunnlaugi Péturssyni, kvæntist snemma veturinn 1876 Ingibjörgu dóttuir Péturs Hallfrímssonar Thorlacius o!g Kristínar Ólafs- dóttur PéturR Hallgrímssonar firði. Sumarið 1879 seldi hann jörð sína í Minnesota efnuðum bónda, sem kom frá íslandi það sumar, Birni Gíslasyni frá Hauks- stöðum. Sama haustið fór hann í kynnisför norður í Pembina County, skoðaði sig þar rækilega um, leizt vel á sig, hugði þar landkosti góða og réð með sér að flytja þanigað norður að vori. 16. maí vorið 1880, lagði hann af stað með konu sína, son á fyrsta ári, Friðrik Pétur, tengdamóður, systur hennar Þóreyju ólafsdótt- ur frá Munkaþverá í Eyjaffrði; Einar Thorlacius frá Akureyri, og son hans, Htallgrím Thorla- cíus, er tekinn hafði verið til fósturs af þeim tengdaforeldrum Eiríks. í förinni voru einnig: Kristinn ólafsson, frá Stokka- hlöðum og síðast Víði’gerði í Eyjafirði, með stóra fjölskyldu; Jón Brandsson, frá Brekku í Saur- bæjarsveit í Dalasýslu, með konu og börn; Hafliði Guðbrandsson, frá Hvítadal í Dalasýslu; Krist- ján Samúelsson, frá Máskeldu í sömu sveit, og Guðmundur Jóns- son, úr Tungusveit í Stranda- sýslu. — Ók fólk þetta á uxum alla leið norður og var næstum fjórar vikur á leiðinni. Kom það á laugardag í Vík. Var áð þar með konur og börn og farangur allan í 2 til 3 daga, meðan bænd- urnir skoðuðu sig um suður við iPark-lækinn, |því þar var þeim helzt í hug að berast fyrir. Þar hafði Eiríkur Bergmann fengið augastað á landbletti sunnan undir skóginum, rétt við hliðina á landnámi þeirra Bene- dikts Jóhannessonar og Sigurjóns Sveinssonar þegar haustinu áður. Þeir samferðamenn hans hurfu líka brátt aftur og sóttu fólk sitt og farangur. Námu þeir þá lönd sín: Eiríkur Bergmann, Kristinn Ólafsson, Jón Brandsson, Haf- liði Guðbrandsson, Kristján Sam- úelsson og Guðmundur Jónsson. Á landi Eiríks, sem Norðmaður einn hafði ánafnað sér, var hús- kofi, sem hægt var að flytja inn í og búa í, þangað til um haustið, að búið var að gjöra betra hús. Hinir gjörðu hreysi á löndum sínum, eins fljótt og við var komið, og lá fólkið á meðan á vögnunum, sem tjaldað var yfir. Eiríkur hafði um 20 gripi, 10 kindur og þrenna samoksuxa; Jón Brandsson uxasamok, Krist- ján og Hafliði uxa og vagn í samlögum. Allir munu þeir hafa haft meira og minna af öðrum gripum. Snemma þetta sumar og nokkru áður en fólk þetta kom að sunnan, námu þeir einnig land við Park- lækinn: Árni Þorleifsson, frá Botni í Eyjafirði og Jón Hall- grímsson, fóstursonur hans; Bene- dikt Jónsson Bardal, frá Mjóadal í Bárðardall; Grímur Einarsson, frá Klausturseli í Jökuldal; Ól- afur Jónasson, frá Halldórsstöð- um í Köldukinn í Þingeyjarsýslu, ásamt stjúpsonum hans, Magn- úsi Magnússyni og Jóhanni Magn- ússyni (Melstað); Sigurgeir Björnsson, frá Haga í Vopna- firði nam land nokkru sunnar, og Jónás Hallgrímsson (Hall), frá Fremstaseli í Kinn. Um haustið komm íslenzku bændurnir frá Shawano County, allir, er eftir voru, og námu land við Park, eins og það var þá kallað. Voru það þessir: Hall- grímur Gíslason, frá Rútsstöðum í Eyjafirði; Jón Jónsson, frá Mjóadal 1 Bárðardal, bróðir Benedikts Jónssonar, sem áður er talinn; Guðmundur Stefáns- son og sonur hans Stefán Guð- mundsson, skáldið, síðast úr Bárðardal; Grímur Þórðarson, frá Dalgeirsstöðum í Miðfirði, með móður sína o!g systkini. — Kven- fólk sitt höfðu þeir sent norður með járnbraut, en sjálfir gengu þeir alla leið og ráku gripi sína; fóru hér um bil 25 mílur á dag; var vegalengdin öll hálft níunda hundrað mílur; var komið fram í októbermánuð, er þeir komu. Þetta haust kom líka Gísli Jóns- son Dalmann með konu og börn frá Milwaukee. Hann var bróð- ir þeirra Jóns og Benedikts frá Mjóadal, og nam land hjá bræðr- um sínum. Af því fólkið frá Wisconsin og Minnesota settlst flest að við Park og af því það var flest iniklu betur efnum búið, en það fólk, er suður flutti frá Nýja íslandi, lagðist sá orðrómur á, að í Park- bygðina veldust mestu kraft- mennirnir. Flestir munu hafa reynt til að koma sér upp einhverjum akur- blettum þetta sumar, þótt frem- ur væri í smáum stíl. Þeir bræð- ur, Þorlákssynir í Vík, hættu við akurinn austur í Víkinni á landi Jóns, þar sem hann þótti illa gefast, og plægðu nú einar 20 ekrur á jörð Björns Þorláksson- ar suðvestur af Víkinni. Var þar þó land miklu lélegra. Þótti það fjarska mikill akur á þeim dög- um. Eiríkur Bergmann lét plægja 20 ekrur á jörð sinni. Sigurjón Sveinsson, er um veiurinn hafði unnið á Kyrrahafsbrautinni norð- ur í Canada, var nú heima, en Benedikt, félagi hans, úti í vlnnu. Hafði nú Sigurjón tvenna sam- okuxa og plægði með þeim öll- um. Fékk hann elzta son Krist- ins Ólafssonar til að hjálpa sér. Plægðu þeir um 60 ekrur um sumarið og þótti vel gjört. Sumir nýlendumanna hugsuðu alls ekkert um akuryrkju, en lögðu alla stund á heyskapinn og höfðu litla trú á öðru; hélzt það nokkuð fram eftir hjá sum- um. Þóttust þeir þá beztir, sem góð höfðu heyskaparlönd. — Þetta sumar var ákaft rigningasumar, svo tími varð naumur til hey- skapar. Áður höfðu menn heyj- að með orfi og ljá, eins og títt var á íslandi. En nú fengu bæði Tung- ármenn og Víkurmenn sér sláttu- vélar, og var mikið með þeim slegið. Var þá Daníel Laxdal, er síðar var málafærslumaður í Cavalier, drengur um fermingu með séra Páli. Komst hann manna fyrst upp á að stýra sláttuvélinni og höfðu menn þá mikla lotningu fyrir þeirri kunn- áttu og lipurð, er til þess þurfti “Já, Iþvílíkur drengu'r!” sögðu menn, þegar á það var minst, eins og í hálfgjörðri örvænting um, að nokkur mundi verða honum jafn snjall. Var slegið með vélum þess- um fyrir fjölda nágranna um sumarið, svo flestir öfluðu sér mikilla heyja. — Séra Páll átti tvo litla hesta af indversku og frakknesku kyni. Hétu þeir Úlvar og Kapp. Samoksuxa átti hann líka, hétu uxarnir Bock og Bright. Voru þeir nokkurn veg- inn alt af á ferðinnn til Pembina og St. Vincent, foæði til að sækja fólk og vörur, og nöfnin á báð- um uxunum o’g hestunum eins þekt og mannanöfn. Við iPark keypti Eiríkur Berg- mann einnig sláttuvél þetta sum- ar og heyjaði mikið. Varð hann samt að tefjast við eins og aðr- ir, vegna örðugra aðdrátta. Hann varð að sækja þakspón, hurðir og glugga og annað efni í hús, er hann -lét gjöra um sumarið, alla leið til Pembina. Þeir félagar, Sigurjón o'g Bene- dikt, áttu nú einar 8 ekrur af hveiti, er þeir höfðu sáð í um vorið. Fengu þeir af þeim bletti eitthvað 200 mæla af hveiti um haustið. Kom þreskivél frá Cav- alier, er Bechtel átti. Var þá lengra fyrir þreskivélarnar að fara, heldur en nú gjörist. Þeg- ar vél þessi var búin að þreskja hjá Sigurjóni, varð hún að fara 11 mílur ofan til Crystal. Var þar þá næsti bóndinn, er hveiti hafði til að þreskja. Hét mað- urinn, sem vélinni stýrði, John Gaffney, og er hann íslendingum síðan að góðu kunnur. Þetta var nú fyrsta hveitiuppskeran á Gardar. Seldu þeir Sigurjón og Benedikt þetta hveiti ná- grönnum sínum til útsæðis. — Tíu ekrurnar, sem plægðar höfðu verið í Víkinni, 'gáfust illa, eins og áður er á vikið; hafði verið orðið of áliðið, þegar plægt var, svo akurinn fyltist illgresi. Samt kom þar þreskifél um haustið; mun sá hafa heitið Peterson, og verið Norðmaður, er hana átti. En vatnið fraus í katlinum um nóttina, áður en byrja átti, svo hann varð frá að hverfa við svo- búið. Mun hafa verið barið úr því hveiti um veturinn. — 12. nóvember um haustið, var þreskt hjá Jóhanni Hallssyni; hét sá Williams, sem vélina átti. Gengu hestar fyrir flestum þreskivél- um um þessar mundir. Munu þeir hafa verið einir 5, íslenzkir bændur, sem það hveiti áttu, sína ögnina hver, Jóhann að líkindum mest. Fengu þeir allir til sam- ans 196% mæla hveitis. Nokkuð var orðið áliðið, þeg- ar þreskt var hjá sumum í þetta sinn, þótt ekki væru akrarnir stórir og sialdan hafi mönnum meira legið á að fá kornhnefann sinn út mældan en þá. Ólafur Einarsson, frá Rangá í Hróars- tungu í Norðurmúlasýslu, hafði numið land á svonefndum Sand- hæðum í grend við Jón Einars- son. Hann átti von á þreskirig um jólin, og þeir nágrannar hans, enda vakti einn þeirra hann upp á jóladagsmorguninn og var þá svo glaður yfir því, að nú mundi loks takast að fá þresking, að hann mælti á ensku, fremur af vilja en mætti: “Plenty weather today”, sagði hann á glugganum, en hefir líklega ætlað að segja: “Splendid weather today”, og 'gefa með því til kynna, að mikið mætti þreskja um daginn. Hét sá Andersen, er vélina átti, og var norskur. Þreskti hann fyrir ís- lendinga, bæði fyrsta og annan dag jóla, og var þá ekki fengist um, þótt brotin væri helgin. Áður en nýlendumenn voru ritaðir fyrir jörðum sínum á skrifstofum stjórnarinnar, urðu þeir að gjöra grein fyrir því, hve nær þeir fyrst hefðu stigið fæti á land í Bandaríkjunum, vinna eið að því, að það væri einlægur ásetningur þeirra, að gjörast borgarar Bandaríkjanna, þegar tími væri til kominn, og sverja sig um leið úr hollustu við alla konunga og keisara jarð- arinnar, en einkum og sérílagi við Kristján IX., konung í Dan- mörk. Munu flestir hafa gjört það, án þess að taka mikið út með því. En skamt voru ilestir á leið komnir í því að skilja. hverja þýðing það hefði, að gjör- ast', amerískur borgari, eins og gefur að skilja. Sumarið 1880 var í fyrsta sinn haldin ofurlítil fagnaðarsamkoma á frelsisdegi Bandaríkjanna. Þetta sumar bar hann upp á sunnudag, svo hátíðin var ekki haldin fyrr en á mánudaginn næsta eftir, eins og ávalt er títt í landi þessu, á jörð Jóns nokkurs Jónassonar frá Nýjabæ á Hóla- grundum í ,Eyjafirði, spölkorn suðvestur af Víkinni,^ þav sem | Björn Guðmundsson Núpdal býr nú, var flötur einn fagur, sem Leikvöllur var nefnur. Var hann kallaður svo vegna þess, að þar sáust ljós vegsummerki þess, að Indíánar höfðu verið þar að leikjum, áður en íslendingar komu; höfðu þeir að líkindum haldið þar herdans, eins og þeim er títt. Þessi flötur var nú val- inn fyrir samkomustað. Þótti þetta nýstárlegt mjög, og kom býsna margt fólk, sumt langar leiðir. Þar voru menn norðan frá Tungá, eins og t.d. Gísli Eg- ilsson og fleiri. Sunnan frá Park voru Eiríkur Bergmann með sitt fólk, Jón Brandsson með konu og börn, og ýmsir fleiri. Séra Páll hélt stutta ræðu og bað gest- ina velkomna, en var mjö'g las- inn, svo hann talaði færra en að vanda. Þar voru menn að leikj- um allan daginn og skemtu sér ágætlega. Þar veittu ýmsar helztu konurnar kaffi og brauð, íslenzkar pönnukökur íog norsk- ar lepsur, og þar drukku menn á- gætt límónaði. Ekki héldu aðrir ræður en séra Páll. Þriðjudaginn 2. nóvember um haustið 1880, var fyr<sti opin- beri kosningafundurinn haldinn í Vík. Voru menn þá fremur ó- fróðir í stjórnfræðilegum efn- um, eins og ekki var furða. Skyldi þá kjósa þingmenn fyrir Dakota- héraðið. Höfðu tveir menn inn- lendir sótt bændur heim nokkr- um dögum áður og troðið að þeim kjörseðlum. Vissu margir ekk- ert, hvað með þá skyldi gjöra, og varð tíðrætt um öll þau brögð, er undir því mundu búa. Á þessum kjörfundi' var tækifærið til að fá borgarabréf (intentional papers) í stað þess að fara ofan til Pem- bina, eins og vanalega var gjört, og fá það þar. Voru þeir marg- ir, sem notuðu sér það. Sumarið 1880 flutti séra Páll guðsþjónustur á þremur stöðum í býgðinni: Við Tungá, í Vík og suður við Park í húsi Eiríks Bergmanns. Sunnudaginn 4. júli fermdi hann 7 foörn, 4 pilta og 3 stúlkur, í Vík. Ekki reyndi hann að mynda söfnuði fyrr en um haustið, að mesta annríkistíð var um garð genginl 24. nóvember hélt hann fund við Park, í því skyni að stofna söfnuð. Sjálfur1 stýrði hann fundinum samkvæmt kosning fundarmanna, en Stefán Guðmundsson (skáldið) var skrif- ari. Fundargjörningur er færður inn í safnaðarbók séra Páls og eru þar taldir upp allir, er á fundi voru, og voru það þessir: Eiríkur Bergmann, Jón iBer'g- mann, Benedikt Jónsson Bárdal, Jón Brandsson, Jón Hallgríms- son, Grímur Einarsson, Hallgrím- ur Gíslason, Kristinn Ólafsson, Sigurgeir Björnsson, og Grimur Þórðarson. Samþykt var að mynda söfn- uð, er kallaðist Parksöfnuður. Síðan voru safnaðarlög séra Páls frá Nýja íslandi stmþykt hér um bil óbreytt. Grímur Einarsson kvaðst óviðbúinn, og greiddi aldr- ei atkvæði. Sigurjón Sveinsson og Gísli Jónsson Dalmann komu ekki á fundinn fyrr en safnaðar- lögin voru að mestu leyti rædd og samþykt. Létu þeir vilja siíin í ljós um að ganlga í söfnuðinn, en kváðust þurfa að hugleiða safn- aðarlögin áður. — Þeir Eiríkur Bergmann, Jón Berlgmann og Hallgrímur Gíslason voru kosnir safnaðarfulltrúar, )Stefán Guð- mundsson skrifari, Hallgrímur Gíslason féhir'ðir, Eiríkur Berg- mann og Stefán Guðmundsson meðhjálparar, Sigurjón Sveins- son forsöngvari og til vara Jónas Hallgrímsson (Hall). Samþykt var, að söfnuðurinn kallaði séra Pál fyrir prest 0g skyldi hann þjóna honum að þriðjungi. Á- kvarðað var, að kirkjugarður eða grafreitur skyldi vera á landi Jóns Hallgrímssonar. Á\ fund- inum skrifuðu menn sig fyrir gjaldi til prests, eftir því sem hver treysti sér til, og komu !ið- ugir 50 dollarar á listann, en auk þess lofuðu margir að senda presti eitt bushel af höfrum og annað af hveiti. Næsti safnaðarfundur var hald- Vertu hraustur og glaður Fólk, sem lasið er og veikburða ætti að nota Nuga-Tone meðalið, sem hreinsar óholl efni úr líkam- anum og gerir þig hraustan og sterkan. Það læknar veikindi í maganum og styrkir taugarnar og vöðvana og öll líffærin og veitir cndurnærandi svefn. Nuga-Tone fæst hjá lyfsölum. Láttu ekki bregðast að fá þér flösku. Hafi Ivfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann útvega það frá heild- söluhúsinu. inn í Vik 30. nóvember, til að mynda þar söfnuð og ræða um kirkjubygging að því búnu. Var presturinn kjörinn til þess að stýra fundi, en Þorlákur Jóns- son, faðir hans, til skrifara. — Nöfn þeirra manna, er fundinn sóttu, voru þessi: Haraldur Þorláksson, Jón Þor- láksson, Guðmundur Þórðarson Björn Þorláksson, Pétur Sigurðs- son, Jónas Kortsson, Sigurður Árnason, Guðmundur Jóhannes- son, Sigurður Jónsson, Gísli Jóns- son, Jón Davíðsson, Sigurgeir Bjarnason, Sigurbjörn Hansar- son, Hreggviður Siígurðsson, Björn Einarsson, Benedikt Ólafsson, Bjarni Dalsteð, Árni Jónsson, Þorsteinn Þorláksson, Jósef Guð- mundsson, Hallgrímur Holm, Sig- urður Jakobsson, Sveinfojörn Jó- hannesson, Tryggvi Ingimundar- son Hjaltalín, Hans Níelsson, Sveinn Sveinsson, Halldór Þor- gilsson, Björn Illhugason, Sig- urður Kráksson, Guðmundur Guðmundsson, ólafur ólafsson, Baldvin Helgason, Þorlákur G. Jónsson, alls 33. Skýrt var frá safnaðarfundin- um, sem haldinn hafði verið við Park. Samþykt að mynda söfnuð, er nefnast skyldi Víkursöfnuður. Safnaðarlögin sömu samþykt. I Einn fundarmaðurinn, Jónas 1 Kortsson, kvaðst að vísu ekk- ert hafa á móti safnaðarlögun- um, en salgðist þó ei að svo stöddu geta gengið í þetta safnaðarfé- lag. Þorlákur Jónsson, Ólafur Ólafsson og Haraldur Þorláksson voru kosnir fulltrúar. Meðhjálp- arar, Baldvin Helgason og Hall- dór Fr. Reykjalín. Féhirðir, Bene- dTkt ólafsson; varaféhirðir, Ól- alur Ólafsson. Forsöngvari, Jón V. Þorláksson, en til vara Har- aldur Þorláksson. — Ársfundur skyldi haldinn næsta miðvikudag eftir nýár. Skyldu guðsþjónustur haldnar i söfnuðinum 3. hvern sunnudag, þefear ástæður prests- ins leyfðu. — Síðan hreyfði séra Páll kirkjubyggingarmáli. Kvað hann bráða þörf á, að menn eign- uðust eitthvert samkomuhús fyrir guðsþjónustur og aðra nauðsyn- lega mannfundi. Fremur fékk það daufar undirtektir og báru menn fyrir annir og frumbýlingsskap. En samt var prestinum falið, að 'gangast fyrir þessari húsbygging og reyna að koma henni sem fyrst til leiðar, ef hann sæi sér fært. Á fundinum skrifuðu menn sig fyrir gjaldi til prests og urðu 95 doll- ars á listanum, en auk þess lofuðu margir hveiti, höfrum, jarðeplum og dagsverkum. Við Tungá var söfnuður ekki myndaður fyrr en eftir nýár 1881. Var þá fundur haldinn 2. janúar í húsi J. P. Hallssonar Fundarmenn voru þessir: Jón Hörgdal, Gísli Egilsson, Jónatan Halldórsson, Bjarni Jónasson, Sig- urður póstur, Jón Einarsson, Jón as Halldórsson, Jóhannes Jónas- son, Gunnar Jóhannsson, Jó- hann Schram, Sölvi Sölvason. 'Jakob Jónsson, Sigfús Ólafs- son, ólafur Johnsen, Sigurður Jósúa, Tómas Kristjánsson, Jó- hann P. Hallsson, Pálmi Hjálm- arsson, 18 alls. — Séra Páll var forseti, Pálmi Hjálmarsson skrif- ari. Samþykt að mynda söfnuj5, er nefnast skyldi Tungársöfnuður. Safnaðarlög séra Páls samþykt óbreytt. Menn rituðu sig fyrir loforðum til prestsgjalda og söfn- uðust 55 dollars á listann, auk lof- orða um hveiti hafra, jarðepli og dagsverkv eins og gjört hafði verið í hinum öðrum söfnuðum. Til fulltrúa voru kosnir: Sig- urður Jósúa, Jón Hörgdal og Pálmi Hjálmarsson. Til með- hjálpara Sölvi Sölvason og Pálmi Hjálmarsson; til féhirðis Jón Hörgdal, til skrifara Pálmi Hjálmarsson, til forsöngvara Gunnar Jóhannsson (Hallson). ( Eins og sést af því, sem þegar hefir verið sagt, var nú fólk orðið býsna margt í nýlendunni. Allir voru nú farnir að sjá, að þetta ætl- aði að verða Wómleg bygð og fólks- mörg. Um sumarið 1880 höfðu æði- rnargir kraftmenn komið úr ýmsum áttum, bæði frá Minnesota, Wiscon- sin og Winnipeg. Vonir manna voru því um þessar mundir hinar beztu. Þegar veturinn gekk í garð, kviðu ntenn honunt ekki nærri því eins og næsta haust á undan, því nú hafði bygðin fengið töluverðan gripastofn og flestir bændur eitthvað úr jörð og nógan heyforða. Mjög var nú vetr- arforðinn samt af skornum skamti, eins og við var að búast, hjá ótal mörgum, og ef vér gætum nú horft inn í hýbýli rnanna eins og þau voru þa, mundi oss blöskra fátæktin. Sanit voru menn furðanlega ánægð- ir, glaðir og fjörugir. heilbrigði ntanna á nteðal var hin bezta, svo að nauniast nokkur dó eða var veikur. Allir lifðu í beztu von unt að hér ntundi hagur þeirra smám sarnan blómgast og þeir með tímanum geta orðið sjálfstæðir menn. Veturinn leið og var miklu mildari og betri en sá næst á undan. Með vorinu áttu menn von á mörgurn nýjurn land- námsmönnum úr ýmsum áttum. Þótti það ávalt heilmikill viðburður er ný lönd voru numin i nágrenninu, og það var einlæglega fagnað yfir hverjum góðunt dreng, er bættist i hópinn. Þetta urðu heldur engin vonbrigði. Fjöldi fólks kom suður frá Winnipeg og Nýja-Islandi vorið 1881 og nam ný lönd, svo bygðin jókst óðurn. Fróðlegt hefði verið að geta til- greint alla landnámsmenft jafnóðum og þeir komu. Fn til þess þyrfti langan tima og mikinn undirbúning. Hér verða því aðeins fáeinir til- greindir og það nokkuð af handa hófi, eftir þeim upplýsingum, sem unt hefir verið að afla sér. Norðar- lega í bygðinni námu þessir lönd: Þorkell Bessason frá Giljum á Jökuldal í Norður Múlasýslu, Þor- leifur Jóakimsson frá Kóreksstaða- gc-rði, Hjaltastaðaþinghá, Bjarni Pétursson frá Rangalóni á Jökul- dalsheiði í Norður Múlasýslu og Sigurður Pétursson, bróðir hans, Eyjólfur Kristjánsson frá Breiða- vaði í Eyðaþinghá í Suður Múla- sýslu og synir hans þrír, Gísli, Jón og Þorsteinn, Björn Kristjánsson Skagfjörð frá Kirkjuhóli í Víði- mýrarsókn í Skagafirði, Sigfús Bjarnason frá Staffelli i Fellurn í Fljótsdalshéraði og Benedikt foróðir hans, Einar Guðmundsson úr Fljóts- dalshéraði, Eggert Gunnlaugsson frá Húsey í Skagafirði, Pétur Jónsson Hillman fá Hóli á Skaga í Skaga- fjarðarsýslu, Þorsteinn Ásmunds- son frá Kirkjubóli í Staðarfirði í Suður Múlasýslu, Kristján Krist- jánsson frá Stóragerði í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu. I Víkur-bygð nárnu þessir lönd: Sigfús Jónsson frá Krossanesi við Eyjafjörð, Jón Jónsson Mæri frá Einfætingsgili í Strandasýslu, Bjarni Benediktsson frá Breiðagerði í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði, Jón Gislason frá Hundadal í Dalasýslu, Gísli Eiríksson frá Krithóli í Skaga- firði, Friðbjörn Björnsson frá Forn- haga í Hörgárdal, Jóhann Stefáns- son frá Kroppi í Eyjafirði, Ólafur Ólafsson frá Þríhvrningi í Möðru- vallasókn í Eyjafirði, Bjarni Bjarn?- son frá Kambstöðum í Ljósavatns- skarði, siðast frá Víðarhóli á Fjöll- ttm, Jón Níelsson og Jón Björnsson tengdasonur hans, frá Kálffelli i Vopnafirði, Þorgils Hálldórsson. sonur Halldórs Þorgilssonar frá Hundadal, Jóhanna Skaftadóttir fra Reykjavík, Davíð Guðmundsson úr Skagafirði, Jón Jónsson frá Borg í sörnu sveit, Vigfús Sigurðsson bók- bindari, frá Brekku í Kaupangssveit i Eyjafirði, Sigurður Björnsson úr Fáskrúðsfirði, Kristján Björnsson frá Klúkuni í Hrafnagilshreppi í F.yjafirði. Niels Steingrímur Þor- láksson frá Stóru Tjörnum í Ljósa- vatnsskarði. Jacob Sigurðsson Eyford frá Kristnesi i Eyjafirði kom suður ti'. Dakota í marz-mánuði vorið 1881 og nam land hér um bil ntiðja vegu á milli Víkur- og Park-bygða. Lét hann gera sér myndarlegt hús um vorið og var það fyrsta timburhús- ið í allri bygðinni. Var viðurinn fluttur á uxum frá Pemlbina. Þegar húsagerðinni var lokið, var húsið rnálað hvítt, það var því stöðugt kallað hvíta húsið um þetta leyti. Aðrir er þá tóku land þar í grend- inni, voru þessir: Bjarni Qlgeirs- son frá Rauðuskriðu í Þingeyjar- sýslu, Sigurður Sigurðsson stjúp- sonur hans frá Nesi í Höfðahverfi í Þingeyjarsýslu og Ásvaldur Sig- urðsson, bróðir hans, Jóhann Geir Jóhannesson frá Snórrastöðum í Hnappadalssýslu, Job Sigurðsson frá Flatnefsstöðum á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, Jón og Ásmundur Ásmundssynir frá Árnagerði í Fá- skrúðsfirði í Suður Múlasýslu, Sig- urbjörn Guðmundsson frá Mælifelli t Vopnafirði og Magnús Snowfield sonur hans. Síðar bættust þar fleiri við, svo sem Albert Hansarson frá Jarlsstöðum í Bárðardal C&2), Kristján Kristjánsson frá Syðra Vinsamleg bending “Ef ekki væri fyrir— þessa litlu rauðu bók hefOum við rkki keypt húsið.” petta er það aem litla rauða bðk- in frA Provineial Saving Offiee er nú að gera fyrir hundruð af fðlki í Winnipeg. pað sparar fyrir heimili og ment- un og annað, sem er fðlki til blessunar. pað sparar par sem það borgar sig að spara og öllu er ðhætt. Hvað eruð þér að gera? pví ekki að láta yðar eigin banka hjálpa yður til að spara og vera ánægður ? 11.00 er nðg til að fá litlu rauðu bðkina. Opið 10 til 6; á laugard. 9:30 til 1 Province of Manitoba Savings Office Donald St. and Ellice Ave. or 984 Main St., Winnipeg. Hann kom til Pembina 1879, en nam land 1882. Ármann Stefáns- son frá Ósi í Möðruvallasókn í Eyja- firði (’82j, Ólafur Ólafsson frá Hvammi í Eyjafirði ('83J, Davíð Jónsson úr Skagafirði f’82), Krist- ján Jónsson frá Ingjaklsstöðum í Reykjadalshreppi i Suður Þin^eyj- arsýslu f’83), Björn Jónasson, tengdasonur hans frá Narfastöðum í Reykjadalshrepp í sömu sýslu (’83J, Jóhann Sigurðsson frá Ás- bjarnarstöðum á Vatnsnesi í Húna- vatnssýslu, Ó 83J, Sigurjón Gestsson frá Eldjárnsstöðum á Langanesi (”83), Magnús Benjamínsson úr Húnavatnssýslu, Guðni Gestsson frá Ytra Lóni á Langanesi (’86), Gtinn- laugur Jónsson frá Kolsstöðum t Dalasýslu, (’86), Anton Möller úr Eýjafirði J’83), Einar Sigurðsson frá Bót í Hróarstungu. Sumarið 1881 bættust einnig nokkurir bændur við í Park-bygðina (GarÖar), er námu þar lönd og íluttu þangað nteð fjölskyldur sín- ar. Skulu hér nokkurir þeirra nafn- greindir: Páll Vigfússon Dalmann írá Áslaugarstöðum í Vopnafirði, Hallgrimur Guðmundsson frá Fremrihlíð i Vopnafirði, Einar Bessason frá Svinabökkum í Vopna- firði. Sigurður Sigurðsson, ísfeld frá Ásbrandsstöðum í Vopnafirði, Friðrik Jóhannesson frá Stafsholti á Mývatsheiði, Jacob Esf)ólín frá Frostastöðum í Skagafirði, Þor steinn Þorsteinsson frá Mýrarlóni í Eyjaf jarðarsýslu, Kristinn Krist- insson frá Ljótsstöðum í Vopna- firði, Jacob Líndal frá Miðhópi i Húnaþingi, Baldvin Helgason, tengdafaðir hans, frá Gröf á Vatns- resi i Húnavatnssýslu, Þorsteinn Hallgrímsson, tengdabróðir Jacobs, frá Tungu í Enjóskadal, Ólafur Ólafsson frá Espihóli í Eyjafirði. (Frh..) —Það er ákaflega leiðinlegt, að spila við hann Jón. —Verður hann reiður, þegar hann tapar? —Hann tapar aldrei. * * * í Káupmannahöfn vildi það ný- lega til, að fimm ára gamall dreng- ur, sem var að leika sér að her- mönnum úr blýi, varð skyndilega svo veikur, að fara varð með hann i sjúkrahús. Kom þá upp úr kaf- inu, að hann hafði fengið blýeitr- un af því að stinga leikföngunum upp í sig. * * * 1 Ameríku eru farnir að tíðk- ast hjónaskilnaðir með sérstökum hætti. 'Hjón, sem orðin eru leið á “hnappheldunni”, en geta þó ekki fengið sig til að skilja að fullu, gera með sér samning um að skilja í 12 mánuði. Þessi bráðabyrlgðaskilnaður er talinn hentugur til þess að “skerpa kær- leikann.” Loni á Langanesi í Þingeyjarsýslu ^ribgman €lectitc WINNIPEG . FURBY og PORTAGE . SÍMI 34 781 RAFLAGNING Á GIMLI Látið oss gera raflagninguna í húsunum hjá yður og kaupið hjá oss ljósáhöldin. Verk og vörur á ódýrasta verði. Vér skulum með ánægju veita upplýsingar um kostnaðaráætlun hvenær sem er. Lítið inn í búðina hjá oss, við hliðina á símastöðinni á Gimli og talið við herra Ásgeirsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.