Lögberg - 30.04.1931, Side 3

Lögberg - 30.04.1931, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. APRÍL 1031. Bls. 3. Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga Örlög ráða m. Þau sem eftir lifðu. Ralpii reis á fætur. Hann var máttfarinn og svimaði. Eins langt og augað eygði lá haf- ið glitrandi í sólskininu, án iþess að nokkur blettur sæist. Undanfama daga hafði hafið verið logaikyrt og spegilslétt, en nú gáraðist það af hægum andvara. Þessi himinsendi vindblær liafði rofið til- breytingarlausan hafflötinn og breytt honum 1 óteljandi smábylgjur; kulið blés gegn um hár- ið á lionum og svalaði honum um andlitið. Hann teygaði hinn liressandi svala djúpt og lengi og bað í hljóði allar lielgar vættir, að þetta Qiætti vara sem lengst. Hinn maðurinn í bátnum lá eins og hrúga við fætur hans. Andlitið sneri niður og hend- or og fætur stóðu svo skringilega út í loftið. Ralph laut niður og reyndi að reisa mann- inn upp, en höfuð hans lmeig máttlaust niður aftur. “Dauður, veslingurinn!” tauaði hann. “Mér þykir fyrir, að ég barði hann, en eg var neydd- ur til ]>ess. Jæja, lionum líður þó betur, þar sem hann er nú.” Hann helti í krúsina úr brúsanum og ætlaði á, að nú væri að eins ein krús eftir af vatninu. Síðan setti hann 'brúsann niður í kjalsog báts- ius, svo að hann skyldi sem minst standa í sól- ■skininu, og svo gekk hann með fulla krúsina oftur eftir bátnum til stúlkunnar. Hún hafði sofið, en er hann nálgaðist, opn- aði hún augun. “Það er gott, að þér hafið sofið,” sagði i'ann. “Eg kem hérna með vatnsdropa handa vður, og það er ofurlítið eftir enn þá. Getið ]>ér drukkið hjálparlaust, eða—” Hún reyndi að setjast upp, en gat það ekki. “Eg er hræddur um, að eg verði að hjálpa yður,” mælti hann. “Mér þykir fyrir því að þurfa })ess, því eg veit hve mjög yður er það a móti skapi.” “Eg — eg ætla ekkert að drekka,” mælti hún. “Það er fallega gert af yður, en—” “Fyrirgefið þér,” mælti hann, “en þér þurfið vatnsins með. Eg hefi það hérna. Drekk- ^ð þér nú bara.” “Er þá nóg eftir handa yður?” “Ríkulega. ” “Og Giles—?” “Mér þvkir fyrir að verða að segja yður sorgarfréttir. Hann er—” “Dáinn?” spurði hún. Ralph kinkaði kolli. “Veslings Giles — nei, nei, eg meina ham- >n9jusami Giles!” sagði hún. “Hver var hann? Var hann bróðir yðar, eða—” “Hann var unnusti minn, en—” “Eg skil yður,” mælti hann, “þetta er held- ur ekkert, sem mér kemur við. Viljið þér ekki drekka vatnið? — Lofið mér að hjálpa yður.” Hún kiptist við, þegar hann snerti hana. “Þér megið trúa því, að mér þvkir mjög fyrir, að þurfa svona að neyða aðstoð minni UPP á yðui',” mælti liann. “En það er því Dúður ekkert við því að gera., eða hvað?” Hann reyndi að brosa til hennar, en það varð ekkert úr brosinu. — Þrátt fyrir allar þjáningarnar, alt sem hún hafði orðið að þola, þrátt fyrir hitann og kvelj- andi þorstann, sem þjáði hana nú á fimta degi, þrátt fyrir alt þetta, var hún enn sem áður hin fagra unga mey. Úndurfagurt hár hennar ^áll í lokkum um höfuð liennar. Augu hennar, dásamlega fögur og blá, horfðu á hann með andstygð og ótta. Og varir hennar, hve fagr- ar hlutu þær eigi að hafa verið, áður en hinn hræðilegi hiti og enn ægilegi þorsti liöfðu gert þam skorpnar og bláar og sprungnar. “ Veslingurinn litli!” hugsaði hann. “Hún hnfir mist unnusta sinn. Skyldi hún annars raunverulega hafa elskað hann. Og hvers vfgna hafði hún átt að elska hann?” Honum yjrtist, að það hefði eigi verið neitt það við Effington lávarð, sem hægt var að elska og dázt að. “Ætli við — ætli við deyjum?” spurði hún. “Eg er hræddur um það. Eg er ekki sjó- fflaður. Ef nokkuð það skyldi vera, sem beinti ^ þess, að við séum nálægt landi, þá ber ég nkki skynbragð á það. Eg hefi ekki minstu hugmynd um, hvar við erum niðurkomin í heiminum. Ef til vill vorum við þúsundir múna undan landi, eða ef til vill að eins fáein- fr^ílur, eg veit það ekki. Eg held ekki, að það seu miklar líkur til þess, að okkur verði Hargað. Eruð þér hræddar?” “Við að deyja?” spurði hún. “Nei, síð- Ustu dagana hefi eg þráð að fá að deyja. Eg s 1 ekkert í því, að eg skuli enn þá vera lif- andi.” Hún horfði á eftir honum, er hann gekk T>r'-íc..flam bátnum til sætis síns á ný. — riðÓi uiaðurinn, sem hafði legið á botnþiljun- Urn mc‘ð hræðilega drætti í andlitinu, sem sneri ^PP á við, hafði nú verið dauður í margar •p11 .kustundir. Ralpli gerði ítrekaðar tilraun- til að lyfta honum upp og varpa honum út- yrðis, en varð að lokum að láta sér nægja að reiða segldúk yfir andlitið á honum. Hvernig gat það hugsast, að þessi hjálp- USl maður væri morðingi, hugsaði Elsa með sjálfri sér. Hann hafði veitt því eftirtekt, að hana hrvlti við, þegar hann snerti liana — það var nærri því„ eins og honum væri skemt við það. Hann hafði ekki sagt neitt um það, að hann væri saklaus, og að kæran á hendur lion- um væri ósönn; jafnvel þó það væri eigi satt, hefði hann þó getað reynt að telja henni trú um það. Ralph gekk fram eftir bátnum, og varð þess þá var, að meðan hann liafði verið í burtu, hafði hrúgan í bátsbotninum fluzt til. Effing- ton lávarðgur var þá ekki dauður. Steinbrús- inn lá á hliðinni, og á þiljunni sást ofurlítill rakur blettui', þar sem ögn af vatni hafði heltzt niður nýskeð. Ralph varð þegar ljóst, hvað gerst hafði. Meðan liann hafði verið að stumra yfir ungu stúlkunni, liafði Giles tekist að ná í brúsann, og nú hafði hann drukkið alt vatnið, nema þessa litlu lögg, sem niður heltist. Ralph ýtti við honum með fætinum. Mað- urinn hreyfði sig, sneri sér hægt við og glápti upp á hann. “Þér eruð varmenni,” sagði Ralph. Giles svaraði engu. “Þetta var vatnið, sem hún átti að hafa — unga stúlkan, sem þér ætluðuð að giftast. En þér hirtuð ekkert um það.” “Hún er dáin,” sagði Giles. “Hán er á lífi, og þér liafið stolið síðasta vatnsdropanum frá henni. Nú hafið þér einu þorparabragðinu meira á samvizkunni, þegar þér nú eigið að deyja.” “Þér hafið víst sjálfurmeira á samvizkunni heldur en ég. Eg hefi aldrei drepið gamlan mann — gamlan mann. Eg hefi aldrei myrt neinn.” Um það skulum við ekki rökræða núna,” mælti Raþ>h stillilega. “Það heyrir fortíðinni til og er því nú sem stendur óviðkomandi.” “Það er }>að að líkindum. Nú eigið þér sjálfur líka að drepast. Og þér kjósið senni- lega heldur að deyja á þennan hátt lieldur en að verða liengdur?” “Já, sannarlega,” svaraði Ralph. “Það var satt, sem skri-fað var í blöðunum, að ]>etta væri andstyggilegasti glæjmrinn, sem framinn liefði verið um mörg undanfarin ár,” sagði Giles. “Ef þér viljið endilega halda uppi samræð- um, ” sagði Ralph, ‘þá skulum við tala um eitt livað annað. Til dæmis um hana. Hún átti að verða konan yðar.” “Talið ekki um hana. Þér eruð ekki þess verður, að nefna hana á nafn.” “Nei, en eg liefi þó ekki stolið síðasta vatns- dropanum frá henni,,eins og þér hafið gert, og hún var þó nákomnari yður en mér,” mælti Bel- mont. “Hvernig getur þó annars staðið á því, að henni skuli hafa litist svo vel á yður, að hún ætlaði að’giftast yður? 1 mínum augum eruð þér þó okki mikils virði. Já, afsakið, að eg segi þetta — það er ekki sagt í því skvni að móðga vður. Því að það er þó að líkindum alveg þa$ sama, hvað \dð kunnum að hugsa hvor um ann- an — eða finst yður það ekki? Eftir fáeinar stundir er hvorugur okkar framar á lífi.” “Þá losnar böðullinn við fyrirhöfnina,” urr- aði Gile^. Ralph Belmont studdi höfðinu í hendur sér og sat lengi þegjandi. “Eg hefi gert skyldu mína,” tautaði hann. “Eg hefi hagað mér eins og góðum dreng sæmir. Það er þó æfinlega ein- hvers virði. Það eru þó ekki allir, sem eiga svo góðum örlögum að fagna. ” Frh. TIL GAMANS. Herrann í herbergi nr. 147 hefir dottið um vatnsfötu, sem gleymst hefir á göngunum---- hann er alveg holdvotur---hvað eigum við að gera ?” “Útvegaðu honum lireint handklæði og skrif- aðu svo bað á.reikninginn hans.” “Það er alt búið á milli okkar. Hún var svo ósvífin á dansleiknum í gærkveldi.” “Hvernig þá?” “Hún spurði hvort ég kynni að dansa.” “Var það öll ósvífnin?” “ Já, því að hún spurði mig að því meðan við vorum að dansa saman vals.” GETUR ÞÚ BEÐIÐ? Þeim, sem lærir ekki að biðja Guð á bernsku- árunum, verður það ótamt á fullorðinsárunum; hann getur mist bænarmálið með öllu. Það sannar eftirfarandi saga. í vesturhluta Lundúnaborgar eiga auðugir menn hallir miklar. 1 einni höllinni lá ungur maður fyrir dauðan- um í mjúku og skrautlegu rúmi. Faðir hans stóð hjá rúminu niðurbeygður af sorg. Fjær stóðu nokkrir ungir og lífsglaðir æskumenn; það voru vinir hins unga, sjúka manns. Þeir voru komnir að skemta vini sínum og gleðja liann með því að segja honum hvað gerst hafði í síð- ustu kappleikjum íþróttamannanna. En nú hittu þeir hann svona á sig kominn. Þeir störðu á hann og mæltu ekki orð frá vörum. “Pabbi,” sagði sjúki pilturinn hljóðlega. “Hvað viltu mér, sonur minn?” spurði fað- ir hans og laut niður að honum. “Bið þú til Guðs fyrir mér,” svaraði dreng- urinn. Faðir hans leit fram undan sér, og var auð- sjáanlega skelfdur. Hann var búinn að gleyma bænarmálinu, því að tugir ára voru liðnir frá því, er hann hætti algerlega að biðja, og fanst nú bænin enga þýðingu hafa; hann var orðinn auðugur, þó að hann hefði aldrei beðið Guð. — “Pabbi, bið þú til Guðs fyrir mér,” sagði hinn deyjandi sonur aftur og enn þá áminni- legar en áður. Faðir hans varð þá gripinn af angist og ör- væntingu, vék sér að þeim, sem viðstaddir voru, og spurði með titrandi rómi: “Getur enginn yðar, ungu vinir, beðið fyr- ir drengnum mínum?” En þeir steinþögðu allir. Alt annað gátu þeir. Þeir gátu róið og rið- ið gæðingum sínum, skilmst og skotið, hugs- að sér upp fjárgróðabrögð og skrifast á við sína líka og talað margar erlendar tungur — en enginn þeirra gat talað bænarinnar mál — þeirri tungu höfðu þeir algerlega týnt. Þá sagði veslings auðugi fáðirinn: “Eg vil gefa hverjum þeim 100 sterlingspund í gulli, sem biður nú fyrir syni mínum. 100 sterlingspund í gulli! ’ ’ hrópaði hann í örvænt- .ingu sinni. En allir stóðu hljóðir eftir sem áður, Vesal- ings auðugi kaupmaðurinn gat ekki orðið við hinztu bæn deyjandi sonar síns. — Vissulega er hver sá maður sárfátækur og einmana, sem ekki kann að biðja. — —Lj ósherinn. RAUST GUÐS. Maður nokkur segir svo frá: “Böm hafa reglulega góða matarlyst, en þó minnist ég þess einu sinni frá bernskuár- um mínum, að ég hafði ekki lyst á morgun- matnum mínum. Eg ætla nú að segja ykkur, hvernig á því stóð. 1 mínum bekk var drengur mjög fátækur; foreldrar hans höfðu ekki ráð á að láta hann hafa smurðar bráuðsneiðar með sér í skól- ann; en af því að liann var svangur, eins og við hin, þá gaf ég honum m.eð mér af matnum mínum. En einn daginn kom það upp í huga mínum, að eg hefði sama rétt og skólabræður mínir til þess að éta matinn minn sjálfur, sem mamma liafði látið mig hafa með mér. Eg settist því út af fyrir mig í frímínútunum og lét sem eg sæi ekki fátæka drenginn. En — eg hafði enga lyst á matnum, aldrei þessu vanur, og áður en langt um leið fór eg til drengsins og gaf honum bita með mér, eins og venjulega, og þá fékk eg óðara matarlyst- ina aftur. ” Og af hverjuí — Af því að Guð hafði talað til samvizku minnar og ég liafði eigi frið fyrir átðlum hennar, fyr en ég hlýddi boði Guðs. Svona talar Guð líka til ykkar, kæru, litlu vinir; hlýðið þá raustu Drottins. — —Ljósberinn. KARL ÓHLÝÐNI. “Heimskur sonur er föður sínum til sorgar og þeirri til angurs, er ól hann. (Orðskv. 17, 25.) “Komdu nú, Karl.” “ Já, en ef ég vil ekki koma?” “Þú kemur víst. Vertu nú góði drengurinn minn. ’ ’ “Nei, ég vil ekki koma.” Það var hann Karl, eftirlætisbarn Hjálmars kaupmanns, sem svaraði svona henni móður sinni. Hún var ögn lasburða og átti erfitt með að halda baldna drengnum sínum í skefjum; hann var mesta óhemja. Hann var alt af svo hávaðasamur og var alt af að rífa utan af sér fötin. “Mig langar svo til að hann fari með mér til klæðskerans; hann á ekkert utan á sig, nema }>að, sem hann stendur í, að undanteknum sunnu- dagafötunum sínum; honum er þörf á nýjum fatnaði,” sagði móðir hans við mann sinn. “En ég vil ekki fara með þér, ég ætla ein- mitt núna að fara út og leika mér við þá Arna og Pétur. Má ég það ekki, pabbi?” sagði Karl. “Elsku Elísabet, getur þú ekki frestað þessu þangað til á morgun?” sagði faðir hans í bæn- arrómi. Hún gekk burt og stundi þungan og tók aft ur af sér yfirhöfnina; en Ivarl þaut út og þótt- ist hafa unnið frægan sigur. Han hi'tti leikbræður sína úti í garðinum og tóku þeir þá óðara að skjóta af boga. “Nei, þetta er ekkert gaman,” sagði Karl, “við verðum að finna upp á einhverju öðru.” Og Arni, sem alt af var svo uppfundninga- samur, einkum á það, sem ver gegndi, sagði: “Eg veit eitt, bátur pabba liggur við vatnið — eigum við að reyna hann?” “Húrra!” hrópuðu þá hinir og hlupu þeir nú allir niður að bátnum, og setu hann óð ara á flot. Þeir Karl og Pétur réru, en Árni þóttist vera skipstjóri. Og svo þótti þeim þetta gaman, að þeir skellililógu allir. Þá spyr Karl: “Árni, skipstjóri, viljið þér leyfa, að við nemum staðar, meðan ég er að ná í árina mína?” Skipstjórinn kinkaði kolli við því, og Karl rétti hendina út yfir borðstokk- inn eftir árinni; hann hafði mist hana útbyrð- iis. En við þetta tók báturinn að velta, og Karl teygði sig of langt fram yfir borðstokkinn, svo að hann stakst á höfuðið útbyrðis og á bólakaf. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office ttmar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba W. J. LÍNDAL os BJÖRN STEFÁNSSON islenzkir lögfrrrðingar á öðru gðlfi 325 MAIN STREET Talsfmi: 24 963 Hafa einnig skrifstofur að Lundar’og Gimli og eru þar að hitta fyrsta mið- vikudag I hverjum mánuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tfmar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. tslenzkur Jögfrœðingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talsími: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Slmi 23 082 Heima: 71753 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimili: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frft kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur iögfrœðingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG . Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 að kveldinu 532 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., W^NNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tagi. Phone: 26 349 Drs. H. R.& H. W.Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINUIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi: 28 840 Heimilis: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlœknir 505 BOYD BLDG, WINNIPEG Phone: 24171 Dr. Ragnar E. Eyjolfson Chiropractor Stundar sérsta-klega Gigt, Bak- verk, Taugaveiklun og svefnleysi Skriftst. slmi: 80 726—Heima: 39 265 STE. 837 SOMERSET BLDG. 294 PORTAGE AVE. G. W. MAGNUSSON NudcUœknir 91 FURBY ST. Phone: 36137 Viðtals tími klukkan 8 til 9 að morgninum DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tajtnlœknlr 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allar útbúnaður sá beztl Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 68 302 Það kom fát á Árna, svo hann varð alveg ráðþrota, en Pétur var þó það betri, að hann liafði hugsun á að stinga út árinni sinni og þreif þá Karl í liana og hélt sér þar dauða- haldi. Drengirnir hrópuðu, eins hátt og þeir gátu og bar þá tvo menn að á öðrum báti. “Nú get ég ekki meira,” lirópaði Karl og misti meðvitundina. Var hann þá tekinn af aðkomumönnunum. Og er hann raknaði við aftur, þá lá hann heima í rúmi sínu og hjá hon- um sat mamma hans, lirygg í bragði. Meðan Karl lá, þá var það einkum tvent, sem honum var að verða ljósara, það annað, að hann hafði verið svo skammarlega óhlýðinn við móður sína, og hitt var það, hvað mamma hans var honum góð. Honum varð órótt út af þessu, alt til þess er liann sagði móður sinni frá því, alveg eins og það var. Þá varð honum rótt innanbrjósts og hét þá móður sinni, að hann skyldi upp frá þessu verða öðruvísi, með því að biðja Guð um sálarþrek til að verða það og því heitorði rejmdist hann síðan trúr alla æfi. “Ungdóms þverlvndið oftast nær ólukku’ og slys að launum fær.” —Ljósberinn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.