Lögberg - 30.04.1931, Qupperneq 6
Bls. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. APRÍL 1931.
r— LYDSA —-
| EFTIR
i ALICE DUER MILLER.
Lydía þáði boð Mrs. Galton og lofaði að
saekja þetta samsæti. Mrs. Galton var nú ein-
göngu að hugsa um hag félags síns, og þess
vegna fékk hún Lydíu sæti næst hinum mikla
manni, þar sem hún, eftir vanalegum reglum,
átti þó engan rétt á að vera, svo ung og að-
gerðalítil, sem hún var.
Ríkisstjórinn kom seint, og þegar hann
kom, var mikill asi á honum og hann hafði
fingurna í vestisvasanum, eins og hann héldi
um úrið sitt, og væri ekki um neitt að hugsa,
nema það eitt, að hann væri orðinn of seinn.
Sannleikurinn var nú reyndar sá, að hann
haf'ði góða stund bara verið að lesa blööin með
þeim ásetningi, að reyna að stytta tímann dá-
lítið, sem hann þyrfti að vera þarna. Hann
vissi, að hann mundi sitja næstur Mrs. Galton,
sem hann að vísu bar töluverða virðingu fyrir,
en sem honum þótti alt annað en skemtilegur
sessunautur.
Alt fór, eins og hann hafði ‘búist við. Hann
settist Mrs. Galton til hægri handar og byrjaði
srax að afsaka að hann hefði tafist, án þess
hann gæti sjálfur að þ\n gert, auðvitað Það
hafði litið út fyrir það um tíma, að hann
mundi alls ekki geta komið, en það hafði hann
með engu móti viljað láta bregðast, að koma,
vegna málefnisins.
Mrs Galton hafði heyrt' margt þessu líkt
ótal sinnum áður, og hún vissi fullvel, að hann
hafði aldrei ætlað sér að koma fyr en hann
gerði. Hún brosti einstaklega góðlátlega. og
lét ánægju sína í ljós yfir því láni, sem íVflagið
hefði orðið fyrir, með því að fá slíkan ræðu
mann, sem allur heimurinn—
Nei, það var nú ekkert, en ríkisstjóranum
þótti svo einstaklega vænt um það, að hafa
tækifæri til að tala um þetta málefni, sem alt
fólk ætti að bera fyrir brjósti —
Þetta var mikill gleðidagur fyrir félagið.
þegar annar eins maður og ríkisstjórinn léði
málefni þess fylgi sitt, þá væri sigurinn unn-
inn—
Svona mundu þau hafa haldið áfram allan
matmálstímann, ef ekki hefði viljað svo til, að
Alibee leit sem snöggvast til vinstri handar.
Þar sat Lydía, ung og fögur og mjög fallega
og smekklega tiL fara. Mrs. Galton gerði þau
kunnug, og hélt svo áfram að borða, og jafn-
framt rendi hún augum yfir það, sem hún
hafði skrifað sér til minnis, og sem hún ætlaði
að segja, þegar hún kynti gestunum ræðu-
manninn. Hún vissi, að hann mundi ekki ó-
náða sig meira.
Hann gerði það heldur ekki, en virtist nú
ekki taka eftir neinum nema Lydíu. Nú varð
hann eins og honum var eðlilegt að vera. Hann
brosti glaðlega til Lydíu og sagði við hana, að
því fyr sem þau kyntust, því betur þætti sér.
“Við getum sparað mikinn tíma, ungfrú góð,
ef þér bara segið mér umsvifalaust hver þér
eiuð, hvað þér gerið og hvers vegna þér eruð
hér.”
Þetta féll Lydíu vel í geð.
“Eg held,” sagði hún, “að þetta sé skemti-
legasta byrjunin á samtali, sem eg hefi nokk-
urn tíma heyrt. Eg býst við eg ætti að segja,
að eg hafi koipið til að hlusta á yður.”
“Já, auðvitað,” svaraði Albee, “í sama
skilningi eins og eg kom til að kynnast vður.
Það var einhver hepni, kannske mín heilladís,
sem kom þessu svona fyrir. En hvers vegna
eruð þér hér frá yðar eigin sjónarmiði?”
“Eg býst við að eg sé hér af því mig langi
til að láta eitthvað gott af mér leiða, hjálpa
þeim, sem eiga bágt. Hafið þér ekki einhverj-
jr slíkar tilfinningar?”
' “Eg hafði þær — hafði þær þegar eg var
ungur,” sagði Albee og hallaði sér dálítið aft-
ur á bak og horfði á hana, og það leyndi sér
svo sem ekki, að með sjálfum sér dáðist hann
mjög að fegurð hennar.
“En því eruð þér hér?” spurði hún og leit
til hans brosandi. Henni þótti vænt um að
verða þess vör, að honum þótti hún falleg.
“Eg var iétt að segja yður það,” svaraði
Albee “Það er vegna þess, að mín heilladís
hagaði því svona. ‘Þarna er nú aumingja
gamli Stephen Al'bee’, hefir hún líklega hugs-
að. ‘Hann hefir átt dauflega æfi og átt við
margt að stríða Nú er bezt tað vera honum
eitthvað til geðs; eg skal lofa honum að kynn-
ast Miss Thorne’.”
Kona, sem sat hinum megin við borðið, og
sem hafði hugann allan á föngum og fangels-
um, og sem eiginlega hataði alla, sem ekki
gerðu það, ofbauð mjög að heyra til þeirra
Albee og Lydíu. Það, sem þau voru að segja,
var léttúðartal frá hennar sjónarmiði Hún
heyrði það með sínum eigin eyrum, að þau
komu sér saman um að finnast aftur, og það
ekki bara einu sinni, heldur mörgum sinnum.
Því var öllu Iokið, áður en Albee byrjaði að
flytja ræðu sína.
Þetta fór alt rétt eins og Mrs Galton hafði
búist við og ætlast til. Ríkisstjórinn hafði
hugsað sér að segja, að hann bæri mikla virð-
ingu fyrir félaginu, sem hér væri um að ræða,
og því mikla og góða verki, sem það væri að
vinna. Síðan ætlaði hann að benda á nokkur
dæmi, þar sem stjórn fangelsa hefði farið mjög
í handaskolum. Svo ætlaði hann að segja, áð
þjóðkunnur stjómmálamaður væri nú að bíða
eftir sér, til að tala við sig um afar mikilsverð
málefni, og svo mikið sem sér þætti fyrir því,
þá yrði hann nú að fara, og gæti ekki sagt
nærri því alt, sem hann vildi sagt hafa. Það,
sem í raun og veru í huga hans, var það,
að komast burtu sem fyrst, til að leika golf
stundarkorn áður en færi að dimma. En nú
lmfði þetta breyzt svo í huga hans, að þegar
hann stóð upp til að tala, var hann ráðinn í
því að flytja reglulega góða ræðu, eða. að
minsta kosti svo góða, að Lydíu þætti mikið til
hennar koma, og liann gerði það. Hann tah
aði skýrt, látlaust og blátt áfram og hélt sig
að efninu. Manni fanst, að hann hefði yfir
miklu meiri mælsku að ráða, heldur en hann
notaði, þar sem margir ræðumenn hafa svo
afarmikið flóð af orðum, en lítið efni. Aheyr-
endum skildist, þó liann segði það ekki bein-
línis, að það eina, sem hefði haldið honum frá
að gefa sig allan og óskiftan að því verki, sem
hér væri um að ræða, væri það, að sér hefði
fundist, að hann hefði öðrum skyldum að gegna
í þarfir þjóðfélagsins, sem sér hefðu fundist
jafnvel enn meira áríðandi að sinna, og það
eina, sem héldi sér frá að gefa tilheyrendun-
um nákvæmar lýsingar á fangavistinni á ýms-
Um stöðum í landinu, væri sú, hve skelfileg
hún væri.
• ‘
Aheyrendumir létu óspart ánægju sína í
Ijós yfir þessari ágætu ræðu, þegar ræðumað-
urinn settist niður. Honum fanst þær vilja
alt í sölurnar leggja fyrir veslings fangana og
peningarnir streymdu inn. — Aður en næsti
maður byrjaði að tala, stóð Lydía upp og fór
út úr salnum, og rétt á eftir fór Albee, en
sagði Mrs. Galton þó fyrst, að sér þætti mikið
fyrir því, að þurfa að fara svo fljótt, en hann
væri" nú þegar orðinn of seinn, því hann hafði
lofað manni að hitta hann á vissum tíma, til að
tala við hann um mjög mikilsvert málefni.
Mr.s. Galton hneigði sig mjög kurteiselga. Hún
Lærði sig ekki um hann lengur.
Daginn eftir fór Lydía að hlusta á Albee,
þar sem hann var að rannsaka mjög vanda-
samt og flókið mál fyrir stjórnina. Henni fanst
mikið til þess koma, hve mvndarlega og gáfu-
lega honum fórst það. Henni fanst ekki um
að villast, að Kíér væri um framúrskarandi
skarpskygnan og gáfaðan mann að ræða. Eftir
það kom hún á hverjum degi. Hún komst nú
að því í fvrsta sinn, að liún hafði sjálf liæfi-
leika til að skilja marga hluti, sem hún hafði
aldrei áður hugsað um. Hún fór að lesa bæk-
ur um réttarfar og stjórnmál og ýmislegt
fleira, sem hún hafði aldre> áður liugsað neitt
um. Hún liafði mikinn áhuga á þessum efn-
um og fór að fylgjaSt með hinum stærri málum
eftir beztu föngum. Staða konu, sem gift væri
miklum stjórnmálaleiðtoga, var stöðugt í huga
hennar.
Elinóru fanst ]>að mesta vitleysa af Lydíu,
að vera að hugsa um þessa hluti. Hún var gáf-
uð stúlka og vel að sér, en hvað stjómmál og
réttarfar snerti, þá var þar alt í föstum skorð-
um í huga hennar, og varð þar engu um þok-
að. Lydía aftur á móti hugsaði um málin, eins
og ]>au komu henni fyrir sjónir, og var ekki
'bundin við neinar erfikenningar.
Hún dáðist mjög mikið að Albee, næstum
hættulega mikið, og hún vildi geta dáðst að
honum enn meir. Hann var henni nokkurs-
konar tákn valdsins og styrkleikans. Það kom
oft fyrir, að henni þótti vænt um það, að ýmsir
eldri menn, sem hún þekti, komu til hennar og
báðu hana að koma sér í kynni við Albee.
Henni þótti gaman að sjá tilraunir annara
kvenna, að taka hann frá henni. Hann var oft
með henni í bílnum og hún tók fljótt eftir því,
að lögreglumennirnir, sem líta áttu eftir um-
ferðinni, voru miklu betri við hana, þegar Al-
bee var með henni, og þótti henni líka vænt um
það, því það sýndi áhrif hans og vald. Henm
þótti ekki vænt um þetta á sama hátt og öðrum
stúlkum þykir vanalega vænt um slíka hluti,
heldur vegna þess, að alt þetta var henni sönn-
un fyrir því, að Albee var meiri maður en aðr-
ir menn. Henni fanst, að ekkert gæti verið
ánægjulegra, en að nota fegurð sína og æsku,
þrek sitt og dugnað, auð sinn og alt annað
gott, sem hún átti yfir að ráða, til að gpra hann
enn meiri mann, heldur en hann var enn orð-
inn. Að vísu hafði hann ekki enn beðið hana
að giftast sér, ekkert sagt í þá átt, nema ef
það kynni að vera eitthvað í þá áttina, að hann
hafði oft dáðst að henni fyrir fegurð hennar
og gúfur. En það var nokkuð, sem Lydía
hugsaði ekki mikið um. Aðal atriðið fyrir
hana var, að vera viss um hvað hún vildi sjálf.
Lydía átti töluvert orðuga aðstöðu. Fyrst
vikli hann ekki fara út með henni, því hann
hélt, að það væri kannske ekki viðeigandi, en
það breyttist fljótlega. og hann vildi vera með
henni, jafnvel oftar, en henni þótti viðeigandi.
Hann sagði henni, að hann hefði eiginlega aldr-
ei notið lífsins, eins og hann hefði viljað njóta
þess; skólaárin hefðu verið sér talsvert erfið,
og alt af síðan hann lauk námi, hefði hann
verið önnum kafinn við stjómmál og fjármál.
Lydía hafði nokkur viss sæti í leikhúsinu,
þar. sem hún gat verið nær sem hún vildi og
tekið með sér nokkra vini sína. Þangað fóru
þau oft, og Lydía tók þegar eftir því, að Albee
hafði mjög mikla ánægju af scjfng og hljóðfæra-
S'lætti. Mrs. Little átti sæti næst við Lydíu.
Blöðin vöktu oft eftirtekt á henni, og allir, sem
sáu þessa hvíthærðu, grannvöxnu, fyrirmann-
legu konu, veittu henni eftirtekt. Lydíu þótti
líka mikið til hennar koma, og þegar hún hugs-
aði til þess, að sjálf mundi hún líka einhvern
tíma verða gömul, þá óskaði hún sér, að verða
lík Mrs. Little. Hitt athugaði Lydía ekki, að
hún varð að skifta um hugarfar og lífsstefnu,
ef hún átti að geta líkst þessari konu.
Lydía Iiafði tö'luverðar áhyggjur út af ein-
um meiri háttar dansleik, sem hún gat ekki vel
ráðið við sig, hvort hún ætti að saikja eða ekki.
Albee kom nokkrum sinnum til að tala við hana
um þetta, en hún var alt af óráðin. En það
réðist betur úr þessu, en á hrofðist, því Albee
var kallaður til Wasliington til að bera vitni
í einhverju máli, sem þingnefnd úr öldunga-
deildinni var að rarmsaka. Hann bauð Lydíu
og Miss Bennett að koma með sér, og þær voru
báðar strax til með það, sérstaklega Lydía.
Bobby Dorset féll þetta miður vel. “Getur það
verið, að hún kæri sig í raun og veru nokkuð um
þennan gamla stjóramála Jijarkl’ hugsaði liann
með sjálfum sér.
vii. é:apituli.
Það var reglulega skemtilegt að ferðast með
Albee, eða það fanst Lydíu. Hann hafði her-
bergi í einum járnbrautarvagninum út af fyrir
sig og sína gesti, og þar var nóg af blöðum og
tímaritum og kassi af ljúffengum brjóstsykri.
Skrifari hans kom samt við og við með einhver
bréf fyrir hann að undirskrifa. Yfirmaðurinn
á lestinni kom og spurði, hvort alt væri eins og
Mr. Albee þóknaðist. Þeir, sem fram hjá gengu,
reyndu að sjá eitthvað af ]>essum mikla manni,
og Lydía gat heyrt ýmsa segja í hálfum hljóð-
um: “Þetta er Albee, hann er að fara til
Washington.”
Lydía vissi svo sem ekkert um Washing-
ton. ' Hún hafði komið þar einu sinni, þegar
hún var lítil, með einni af þessum kenslukon-
um, sem faðir * hennar hafði fengið lianda
henni. Hún mundi alt af síðan oftir sumu, sem
hún hafði séð þar. Hún hafði farið upp í
minnismerkið mikla og haft mikið gaman af
því, sérstaklega vegna þess, hve kenslukonan
var hrædd. Líka hafði hún komið þar, meðan
hún var trúlofuð Ilseboro, og þau höfðu verið
í samsæti hjá brezka sendiherranum. En þetta
var löngu áður en hún fór að láta sér
detta stjórnmál í liug. Um stjómarsetrið
Washington vissi hún ekkert.
Þessi öldungaráðsnefnd kom saman klukk-
an tíu morguninn eftir. Fólk hafði töluvert
mikla forvitni á að heyra hvað þar færi fram,
og margir biðu til að komast inn strax þegar
opnað væri. Þeim Miss Bennett og Lydíu var
vísað inn um aðrar dyr, áður en opnað var,
svo þær fengju áreiðanlega góð sæti. Lydíu
þótti herbergið fallegt, ekki ósvipað lestrar-
herbergjum í húsum ríkisfólksins. Gluggarn-
ir stórir, mikið af bóka.skápum moð glerhurð-
um og stórt (Jg fallegt borð á miðju gólfi, og
nokkrir stólar kring um það fyrir senat-
órana.
Albee hafði sagt henni, hvernig þeir væru í
útliti og þessi vegna kannaðist hún við þá alla,
þegar þeir komu inn. Þarna kom litli maður-
inn bláeygði, með refsandlitið. Hann var
óvinur Álbees. Annar var ungur, ljóshíærður
maður, alt af brosandi; hann var Albee vin-
veittur, en ekki að miklu gagni. Þá var for-
maðurinn, stór maður og fyrirmannlegur, en
það var ómögulegt að geta sér til, hvort hann
var heldur vinur eða óvinur.
Af framkomu þessara manna, hefði manni
ómögulega getað dottið í hug óvinátta, hatur,
eða neitt þess konar. Þeir voru allir svo
kurteisir og vinsamlegir hver við annan. Þeir
komu inn saman, Albee og senatorinn með refs-
andlitið, og voru að tala saman í mesta bróð-
erni, að því er virtist. Það leit helzt út fvrir,
að nokkrir áhugasamir og trúir nefndarmenn
Iiefðu kallað vin sinn inn til sín, til að leið-
beina sér í eimhverju vandamáli.
Lydía 'fylgdi því með miklum áhuga, sem
fram fór, og hún vissi, að hér var hatur flokka-
dráttarins hulið undir yfirvarps kurteisi. Hún
gerði sér ekki nema óljósa grein þess, livaða
þýðingu það hefði fyrir sína eigin framtíð,
hvernig henni sjálfri skildist að Albee stæði sig
í viðureign sinni við þá höfðingja, sem hér
voru saman komnir. Hér var alt öðru máli að
gegna, heldur en í New York. Þar var hann
að yfirheyra aðra. Hér voru aðrir að vfir-
heyra hann, og hún vissi, að honum yrði gert
eins erfitt fyrir eins og mögulegt var. Hún
sá, að ýmsir af þessum herrum litu til hennar,
og voru víst að spyrja hver annan, hver hún
væri, og hún gat sér til, að svarið mundi verða
eitthvað á þá leið, að þetta væri stúlka, sem
Alðee væri að draga sig eftir, stúlkan hans,
og hann gerði sig að flóni hennar vegna, —
eitthvað þessu líkt. Hún kærði sig ekkert um
það, en var upp með sér af að vera í vinskap
við hann. Hún horfði á hann, þegar hann
settist niður, forsetanum til hægri handar, og
reyndi að hugsa um það, hvernig sér mundi
falla, að geta sagt um þennan mann: “Þetta
er maðurinn minn.” Var hægt að giftast
manni, sem maður feldi engan ástarhug til og
gat ekki gert sér vonir um, að geta nokKum
tíma elskað? Hún hugsaði um kossinn, sem
Dan O’Bannon hafði kyst hana. Hvemig sem
hún reyndi, gat hún ekki haldið huga sínum í
jafnvægi. Þar fór alt á ringulreið.
Yfirheyrslan var byrjuð, og Lýdía gat heyrt
setningar þessu líkar: “Nefndinni þætti vænt
um, ríkisstjóri, ef þér vilduð segja oss með
yðar eigin orðum—”
“Með yðar leyfi, herrar mínir, þá er minn
skilningur sá—”
Aftur og aftur sá hún snörur fyrir hann
lagðar^ og hún óttaðist, að hann mundi falla í
þær. En það kom ekki til þess, það var öðru
nær. Hann varðist öllum þeirra brögðum að
dáanlega vel og honum virtist veitast það afar
létt, en sagði þó alt af satt, eða, að því er
henni fanst, nærri því satt. Honum gekk sér-
staklega vel, að fást við senatorinn með refs-
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HKXRY AVE. EAST. - - WINMPEG, MAN.
Yard Office: öth Floor, Bank of Haniilton Chambers.
andlitið, sem virtist hafa það eitt í huga, að
fá Albee til að segja eitthvað, sem gæti litið
grunsamlega út í blaða fyrirsögnum. Lydía
skildi fljótt, hvaða aðferð Albee notaði. Hann
þvældi spumingarnar, sem fyrir hann voru
lagðar svo kænlega, að spumingarnar voru
stundum orðnar alt aðrar, en þær höfðu verið
í fyrstu, og ef um einhvern grun gat verið að
ræða, féll hann ávalt á spyrjanda, en aldrei á
Albee.
Eftir fáeinar mínútur var hún orðin sann-
færð um, að Albee væri fullkomlega jafningi
]>essara manna og betur til. Hann var fljót-
ari að hugsa og orðfimari heldur en þeir. Þeir
voru allir seinir og klaufalegir í samanburði
við hann. Hann gat orðað spumingamar miklu
betur en þeir, jafnvel ]>ær, sem honum voru
óþægilegastar. Hvað eftir annað sagði hann
brosandi og afar góðlátlega, að sér skildist að
það, sem eiginlega fælist í spumingunni, væri
nú þetta, sem hami tiltók, og spyrjandinn varð
alt af að kannast við, að Albee hefði rétt fyrir
sér, þó hann hefði reyndar ekki ætlast til, að
spurningi væri skilin eins og Albee skildi
hana.
Lydíu, sem var öllu þessu óvön, fanst það
töfrum I.íkast, að nokkur maður skyldi geta
liugsað svona fljótt og skýrt. Það var engum
vafa bundið, að Albee var afburða maður.
Eftir að þessi yfirheyrsla var búin, var
þeim veitt ágæt máltíð, í stórum og skrautleg-
um, en loftlitlum kjallarasal, ]>ar sem öldunga-
ráðsmennimir vanalega hafa sínar máltíðir.
Þjónamir, sem um beina gengu, vora hvít-
klæddir sVertingjar. Þarna voru margir höfð-
ingjar saman komnir og Lydía kvntist þeim
flestum. Hún var þarna eins og gestur og
vinur eins af helztu mönnum ])jóðfélagsins, og
henni þótti mikið til þess koma.
Þegar þau vora búin að borða, vildi Bennv
fara til gistihússins og livíla sig. Þau Albee og
Lydía gengu út saman. Þetta var í marzmán-
uði, og þá er vorið komið í Washington, Gras-
ið var orðið grænt og laufin á trjánum vora
farin að springa út. Veðrið var einstaklega
gott og milt.
“Mér fanst afar mikið til yðar koma í
morgun,” sagði hún.
Hann sneri sér að henni.
“Ef ég væri þrjátíu árum yngri, væri ekki
áha'ttulaust fyrir yðar að segja Jnetta við
mig. ”
“Ef þér væruð þrjátíu árum yngri, þá vær-
uð þér bara eins og unglingur, sem ekki má
sín neins, í samanburði við það, sem þér eruð
nú. ” Svipur hennar og alt látbragð bar þess
ljósan vott, að hún dáðist afar mikið að hans
andlegu yfirburðum og valdinu. sem hann átti
yfir að ráða.
Á hverjum degi reynir—
RYÐIÐ
að eyðileggja girðingar
yðar
Frá þeirri stund að þær eru settar niður verða
bændabýlis girðingar að stríða við náttúraöflin.
Alla daga ársins kemur regn, sólskin, snjór, hiti
og kuldi með ryðið, eyðingar-aflið, erki-óvin allra
girðinga.
“OJIBWAY” girðingar eru varðar með sterkri
Zink-húð, sem er vörður 'gegn tímans tönn og öllum
veðrum og ver vírinn fullkomlega fyrir ryði og öðr-
um eyðingaröflum.
Allar “OJIBWAY” girðingar eru tilbúnar úr No.
9 koparblönduðum stálvír, galvaníseruðum, sem stenst
Preece Test.
Hver strangi af “OJIBWAY” er full lengd og í
hverjum stranga er Zinc Insulated merki, sem er
tryggirtg yðar fyrir því, að þær reynist vel. Spyrjið
kaupmanninn um Canadian Steel Corporation “Guar-
antee of Service” á þessum girðingum. Að eins á
beztu girðingum er hægt að gefa svo fullkomna ábyrgð.
Tryggingin er eins mikils virði eins og girðinlgin.
Búa þar að aukí til
Apollo og Apollo Kcy-
stone, Copper Steel
Brands of Oalvanized
Sheets — Tin Plates
"OJIBWAY"
"OJIBWAY”
Hinge Joint
"OJIBWAY"
Stiff Stay
Zinc/nsu/ated
-HHPJ TKArL MARK
Fences
Made of Copper-Bearing
Four One-Minute Wire
Canadian Steel Corporation, Limited
Verkstæði og skrifstofa: Ojibway, Essex County, Ontario
Vöruhús: Hamilton, Winnipeg ond Vancouver