Lögberg


Lögberg - 11.06.1931, Qupperneq 4

Lögberg - 11.06.1931, Qupperneq 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚNl 1931. Högberg Gefið út hvern fimtudag af TUE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. ■ Utanáskrift ritstjórans: • Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man. ’ Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “LðgberK" is printed and published by . The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Fátt um fína drætti Forsætisráðgjafinn canadiski, Hon. R. B. 1 Bennett, er samtímis gegnir fjármálaráðgjafa- | embætti, hefir nýverið lagt fram fjárlagafrum- varp sitt í sambandsþinginu; tekjuhallinn er áætlaður sjötíu og fimm miljónir dala; við- skifti hinnar canadisku þjóðar við önnur lönd, hafa þorrið á fjárhagsárinu um fjörutíu og átta miljónir, eða freklega það, og verður ekki annað sagt, en að þunglega horfist til um fjár- haginn, þrátt fyrir alla þá margvíslegu bless- un; er Mr. Bonnett og flokksbræður hans full- yrtu, að þjóðinni hlyti að falla í skaut, við liækk- un vemdartollanna’ á hinum ýmsu sviðum. Gera má ráð fyrir, að munnhöggvist verði um fjárlagafrumvariiið í einar fimm eða sex vikur, hvort sem þjóðin að þeim tíma liðnum, verður þá orðin nokkru nær, eða ekki; ósenni- logt virðist samt ekki það, að flest muni, áð lokinni orrahríð, standa að mestu levti við það sama. Gjaldendur þessarar þjóðar, hafa verið að spyrja, og eru enn að spyrja, hvert stefni; þeim er sagt, að ekki sé um annað að ræða, en að liækka skattana; og þeim er enn fremur sagt, að slíkt sé þeim sjólfum fvrir beztu; burðargjald undir bréf á að hækka upp í það, sem viðgokst á stríðsárunum; nýr tollur hefir verið lagður á te; þó var því afdráttarlaust heitið, að lífsnauðsynjar manna ættu hvorki né mættu hækka í verði; söluskatturinn hefir hækkaður verið að miklum mun, og tveggja centa frímerkjaskattur lagður á tjekkávísanir, þó eigi nemi tíu dala upphæð; skilst oss, að þetta ákvæði eigi að ganga í gildi 1. júlí. Að því er innflutningstollana áhrærir, þá munu þeir tæpast hafa verið hækkaðir jafn- alment, og búist var við; virðist jafnvel hitt og þetta benda til, að stjórnin sé að verða vitund dauftrúaðri á mátt þeirra tíl lækninga, en lát- ið var í veðri vaka við síðustu kosningar. Fyrir ári liðnu, eða svo, átti það að ganga guðlasti næst, að fluttar vrðu inn vörur, hlið- stæðar þyim, sem framleiddar væri heima fyr- ir; nu á þó í vissum tilfellum að levfa slíkt, ef sá, sem vöruna flytur inn, er fús til þoss að þorga brúsann í nvjum innflutningstollum; i með því á að draga að einhverju leyti úr skað- semdaráhrifunum! Með það fvrir augum, að annara þjóða fólk fái lagt sér til munns vitund meira af can- adisku hveiti, eiga canadiskir gjaldendur að verða þeirra hlunninda aðnjótandi, að fá að greiða fimm centa skatt á flutning hveitimæl- isins til hafnstaðar. Þó tekjuhallinn á fjárlögunum, samkiæmt áætlan Mr. Bennetts, sé að vísu æði mikill, er samt ástæðulaust að örvænta um framtíð þjóð- arinnar; það er enginn hörgull á vistum í land- inu; þjóðin framleiðir enn fimm til sex sinnum meira af kornvöru, en hún þarfnast heima fyr- ir; það er heldur enginn hörgull á eldsnevti, og þar af leiðandi ætti ekki að koma til þess, að fólk hími skjálfandi í skugga næsta vetur; að því er kol og brenni áhrærir, er Canada eitt auðugasta landið í heimi; ekki verður heldur skorti á byggingarefni eða vinnukrafti um kent, ef svnir og dætur þessarar framgjörnu þjóðar, hafa ekki skýli yfir höfuðið. Menn eru að bera Canada saman við Rúss- land; slfkt nær samt sem áður ekki nokkurri minstu átt; canadiska þjóðin á innan vébanda sinna fjöldann allan af nýtízku verksmiðjum, fullkomnusfu samgöngutækjum, óþrotlegar orkulindir, og nægan, velmannaðan vinnulýð, til þess að framleiða fæðutegundir, fatnað, húsmuni, og flest það annað, er til lifsviður- halds verður nahiðsynlegast talið; tek;iuhall- inn er því í rauninni einskorðaður við bókstaf- inn, því nóg er fyrir hendi af fríðindum foldar- innar; á hinn bóginn á maður erfitt með að verjast þeirri hugsun, að einhvers staðar hljóti að vera um óþægilegan tekjuhalla að ræða á skilning&gáfu þeirra manna, foringjanna og annara, er telja vilja þjóðinni trú um, að nú velti mest á því, að einskorða sig við marg- víslegan meinlætalifnað, og fara sem flestra gæða á mis. Atvinnuleysið hér í íandi er enn næsta tilfinnanlegt; fólkið var að vona, að’fjárlaga- frumvarpið myndi einhver þau ákvæði hafa til brunns að bera, er í úrlausnaráttina bentu; það hefir orðið fyrir sárum vonbrigðum; að þeirri einu fullvissu undanskilinni, að skattar eigi að hækka, hvílir myrkur yfir djúpinu—hvað fjárlagafrumvarp Mr. Bennetts áhrærir; virð- ist þar fátt fínna drátta, og það jafnvel færra, en ákveðnustu andstöðtumenn stjórnarinnar, höfðu nokkru sinni látið sig dreyma um. Lífeyrir gamalmenna 1 síðustu sambandskosningum. lýsti Mr. Bennett því yfir skýrt og afdráttarlaust, að í því falli, að flokkur sinn kæmist til valda, yrði séð um það, að sambandsstjórnin stæði að fullu og öllu straum af þeím kostnaði, er af lífeyri til gamalmenna leiddi; loforð þetta fann náð í augum almennings, og hugðu flestir gott til efndanna; nú hefir auðsjáanlega snurða hlaupið a þráðinn, með því að Mr. Bennett tel- ur stjórninni ekki fært að greiða meira en sjö- trn og fimm af hundraði kostnaðarins; ber hanii fjárkreppu við. himm fylki í alt hafa nú lögleitt hjá sér Iifeyri handa gamalmennum; ■ eru það vestur- fylkin fjögur, ásamt Ontario. Quebec og Strandfylkin hafa látið mál þetta að mestu leyti liggja í þagnargdldi; er hið fyr- nefnda jafnan tregt til nýjunga, en Strand- fylkin bera við örðugum fjárhagsástæðum. Mælt er, að þó nokkur áhugi hafi komið fram hjá Quebec-búum fyrir málinu, meðan fólk lifði í þeirri von, að sambandsstjórnin bæri allan kostnaðinn; eftir að sýnt varð. að svo yrði ekki, kom fljótlega annað hljóð 'r strokk- inn; þa foru nu heldur en ekki að renna t\ær grímur á yfirvöldin; kostnaðurinn óx þeim í augum æ því meir, unz svo var komið, að ekki var um annað að gera, en að fresta fram- kvæmdum i málinu; p\mgjan skipaði öndveg1- ið; mannúðin sat á hakanum. Það var British Columbia, er reið á vaðið og fyrst lögleiddi hjá sér lífeyri handa gamal- mennum; síðan eru liðin fjögur ár, og hefir þess aldrei orðið vart, að stjórn þess fvlkis sæi eftir neinu í því sambandi. Sléttufylkin þrjú fetuðu í fótspor þess, og starfrækja nú öll hliðstæða löggjöf. Árið sem leið, nam lífeyrir gamlmenna í Ontario, $3,516,808, og hlutfallslega sömu upp- hæð, munu hin fylkin fjögur hafa greitt. Vonandi ræðst svo til, áður en langt um líð- ur, að almenningsálitið í Strandfylkjunum og Qucbec, knýji fram löggjöf um gamalmenna lífeyri, svo þau verði ekki lengur eftirbátar hinna systurfylkjanna. Lög um lífeyri handa. gamalmennum, eru í eðli sínu .sjálfsögð mannúðarlög; það rýrir að engu anda þeirra, þó eitthvað kunni að vera farið í kring um þau. Tilgangur þeirra er sá, að veita því aldurhnigna fólki stuðning, er stuðnings þarf við, en öðrum ekki. “Útundan” Islenzki málshátturinn; “að hafa útundan”, er öllum eða flestum kunnur. Auk þess hi^fa margir fundið hvað hann þýðir. “Að hafa útundan” var og er notað í þeirri merkingu aðallega, að foreklrar gerðu upp á milli barna sinna; færu illa með eitt þeirra og veittu því ekki sömu þroska- og lífs- skilyrði, sem þau létu hinum í té. Fornsögur ís- lendinga eru auðugar af frásögnum í þessa átt. i^llir muna eftir sögum um þá, sem “lögð- ust í öskustó” eins 0g það var kallað. Einn pilturinn á heimilinu — sonur hjónanna, var nokkurs konar viðundur; hann var einþykkur og einkennilegur; svaf ekki í rúmi sem aðrir menn, heldur svaf hann á gólfinu í eldaskála og var oft illa til reika. Aðrir menn á heimilinu litu hann hom- auga, spyrntji við honum fæti þegar færi gafst, gerðu gys að honum, stríddu honum og fóru illa með hann að ýmsu leyti. Og það, sem ljótast var af öllu, var það, að faðir hans var sjaldnast eftirbátur annara í því, að misþyrma honum í orðum. Aftur á móti voru mæður þessara ein- kennilegu drengja hlífiskjöldur þeirra, líkn og lífsvöra, og lágu auðvitað til þess margar á- stæður og eðlilegar, ef rakið er til rótar og brotið til mergjar. 1 fyrsta er móðurástin þess eðlis, að hún fer ekki eftir neinu utanað komandi; í öðru lagi elskar móðirin venjulegast heitast og innileg- ast þau böra sín, sem eru að einhverju leyti veikluð eða eiga erfitt; í þriðja lagi hafa þessi olnbogaböra umgengust móðurina meira 0g nánar en nokkurn annan; hún hefir daglega veitt þeim eftirtekt; hún hefir kynt sér lyndis- einkunnir þeirra og lært að gera sér grein fyrir þeim, 0g skilið veikleika þeirra öllum öðrum betur; með öðrum orðum: hún hefir skilið börn- in sjálf, en skilningur á framkomu manna nægir til þess að vægja dómana og draga úr beizkjunni. Sannleikurinn er sá, að olribogna- eða ösku- stóarböinin voru oft og einatt meiri hæfileik- um gædd, en alment gerist. Þegar eitthvað kom fyrir til þess að vekja þessa menn og reisa þá á fætur, láta þá standa upprétta og lirista af sér rykið og öskuna. þá urðu þeir venjulega af- bragð annara nranna. Það kom oft fyrir, að þeir risu upp úr öskustónni, fóru á fund feðra sinna og báðu þá um fé og farareyri til þess að leita gæfunnar í fjarlægð. Oftast var þá föðurhjartað hart og kalt og föðureyrað þykt og dauft — allri hjálp neitað. Móðirin tók þá stundum til sinna eigin ráða; leiddi þetta olnbogabarn úr garði méð gjöfum, bænum og tárum — og oftast fór hún með það á bak við bónda sinn. En það brást sjaldan, að öskustóarbarnið varð sómi ættarinnar og öðru fólki fremra. Það voru ekki einungis piltbörnin, sem á því fengu. að kenna, að vera höfð útundan. Flestir munu kannast við söguna um systurn- ar þjár — Ásu, Signýju og Helgu — þar sem ein var höfð útundan; en hún var æfinlega sú, sem mest var í spunnið og flestum kostum var gædd. Þessar sögur eru að sönnu ýktar — sumar ef til vill heilaspuni; en þær eru ekki spunnar úr engu. Dæmin hafa verið til — og eru til. Það er ekki tilgangur minn, að rekja rauna- sögu þeirra bama, sem útundan hafa verið höfð, þótt sumar þeirra séu mér nákunnar. En það var annað, sem eg hafði í huga, er eg bvrjaði þessa stuttu grein. Eg var nýlega á gangi á Aðalstrætinu í Winnipeg. Blindur maður, gamall og veik- burða stóð þar sem mætast Aðalstræti og Port- age Ave.; hann hélt á stórri kippu af þvengjum (skóreimum) og bauð til sölu þeim, er fram hjá gengu. Veðrið var nístings kalt. Þessi blindi maður var í gömlum, snjáðum fötum, en fram hjá honum gengu sællegir menn og sællegar konur í dýrum flíkum og hlýjum. Maðurinn var blár í gegn af kulda, og fingurgómarnir voru svo tilfinningasljóir, að hann átti erfitt með að ná reimum, þá sjaldan að kaupandi fékst. Eg hélt áfram eftir Aðalstrætinu, jiangað til eg kom að William Ave.; þar var annar maður, sem staulaðist áfram á hnjánum; hann hafði mist báða fæturna- fyrir neðan hnén í slysi eða stríði, — eða liann hafði kalið. Þessi maður var að selja skósvertu, sem hann hafði í smádósum í stórum poka eða tösku, sem hékk við hlið hans. Eg hélt enn áfram, þangað til eg kom norð- ur að Logan Ave.; þar mætti ég konu tötur- lega búinni og skjálfandi af kulda; hún leit út fvrir að vera pólsk og mér datt í hug kvæðið: “Guð, þú sem vorri ættjörð skýldir áður. ” Kona þessi stóð á gatnamótum með heilmikið af blöðum undir vinstri hendinni. Hún otaði fram blaði að hverjum, sem fram hjá gekk, og bað alla að kaupa. Eg gat ekki gengið hugsunarlaust fram hjá þessu fólki; eg gat ekki annað en reynt að gera mér grein fyrir kringumstæðum þess. Eg sá í huganum þessa þrjá einstaklinga — tvo menn og eina konu — þegar þau voru ung og saklaus börn; ef til vill voru þau þá r góðum foreldrahúsum og alls ekki höfð útundan. En eg sá þau aftur í huganum, þegar þau voru á þroskaárum með fjölda af framtíðarvonum. Eitt var víst, og það var það, að hvernig sem æfi þeirra hafði verið áður, þá voru þau nú orðin olnbogabörn, og höfð útundan. Á góðu heimili er ekkert barn haft útund- an; þar er þeim mun betur farið með börnin, sem þau eru veiklaðri; þar er ekki sá sterk- asti látinn hafa hlýjustu fötin og feitustu bit- ana; þar er ekki þeim veikasta hrundið úr vegi með olnbogaskotum, af hálfu hinna sterkari; þar njóta allir jafns — en sé að nokkru leyti gðrt upp á milli, barnanna, þá er það þannig, að sá veiklaðri nýtur hins betra, en hinn sterkari þess lakara. En hvernig stendur á því, að ekki er sama rogla látin gikla á stóra heimilinu? 1— í mann- félaginu? Hví sér ekki ríkið um það, að allir séu látnir liafa þá vinnu, sem þeir eru hæfir og færir til? Hvers vegna er það látið við- gangast á því heimili, að sumt barnanna gangi iðjulaust í fínum fötum óhæfilega dýrum og neyti matar og drykkjar fyrir tugi dala á dag án þess að dífa hendi sinni í kalt vatn, þegar önnur börn á sapia heimili skjálfa af klæðleysi, ítitra af bjargarskorti og skjögra. af þreytu og lúa eða skríða um jörðina að- hlynningarlaus, fötluð og fótavana? Hvernig stendur á því, að fótalausir menn á þessu istóra hotimili eru ekki látnir hafa einhverja atvinnu, sem ekki kúgar þá til að skríða? 1 stuttu máli: hvernig stendur á því, að sumt af börnunum á mannfélagsheimilinu er haft útundan? í heiðingjalöndum svokölluðum væri þetta ef til vill skiljanlegt; en hér hjá oss — hjá þeim þjóðum, sem kristnar teljast og kveðast vilja fylgja kenningum meistarans mikla, virð- ist það koma r bága við alt,. sem kent er.---- Lazarus liggur enn við fætur hins rrka manns, og hundar sleikja sár hans. Það geta menn séð daglega hér í Winnipeg. Levítinn og faríseinn ganga enn fram hjá hinum særða og veika manni, og láta hann af- skiftalausan. Hvenær skyldi mannfólagsheimilið verða svo fullkomið, að það hætti að hafa veikluðustu börnin sín útundan? Sig. Júl. Jóhannesson. Andrúmsloftið j Allir íslendingar, ,sem komnir eru á efri aldur, muna eftir haf- golunni heima. Það var sérstak- ur og alment vinsæll blær; æfin- lega í sólskini og á inndælustu sumardögum. Hafgolan varaði aldrei lengur en yfir 'heitasta hlut- ann af deginum, eins og það væri hennar eina hlutverk, að svala öllu lífi. Hún hlýtur að vera i endurminning okkar einskonar guðdómleg hjúkrunarkona, alls- staðar til aðstoðar og blessunar. Hún flýtti fyrir að þurka heyið, lyfti upp bleytulyskrunum í því og jafnaði allan flekkinn og gjörði heyið hollara og betra. Hún varð- veitti mjólkina í kúnum og ánum, að hún ekki minkaði fyrir örlög1 fram af aðþrengjandi hita, og líkal varði hún mjólkina í trogum og bölum fyrir óhollum súr. Hún þurkaði svitann af öllu, og var mátulega hvöss til að blása rykið burtu, án þess að þyrla öðru upp. i Hún kom með litlu fiskibátana brunandi inn f jörðinn fyrir hvítum seglum, og margoft fulla af fiski, því hafflöturinn var á svomátu-j legri hreyfingu í hafgolunni, að jafnvel fiskurinn vákti og laut hennar boði til blessunar mann- heimi. Hver lifandi .skepna naut þá Iífsins bezt, þegar hafgolan leið hjúkrandi um haf og storð. Hafgolan var sérstakur, guð- dómlegur sendiboði. Aldrei hvesti hún upp í skaðlegan ofststorm. Þegar kraftvindur var í aðsigi af sömu átt og haflgolan, þá kyrði hana fyrst, af því hún var annarc> eðlis olg átti ekkert skylt við afl-1 vinda, sem jafnvel 'hnektu henn-1 ar hlutverki. ó, þvílík hjúkrun- arkona! Er það ekki eðlilegt, að við elskum hana ennþá og alt af? og syngjum sálminn: “Það líður vindblær léttur um loft og haf og fjallsveit, en hvaðan 'hann upp sprettur og hvert hann fer, það enginn veit.” Eg man ekki versið núna, enda minnir mig að það sé ekki ákjós-j anlega orðað fyrir þessa tíma; en efni seinnihluta þess er sá, að þannig vakir og líður feuðs andi eins og stöðugur og þrotlaus á- hrifa- og hjúkrunarstraumur, og sem lífgefandi, holt andrúmsloft öllum þeim, sem ástunda að efla skilninginn og næmið fyrir hon- um, sem er állstaðar nálægur j andi og hlýða verður og treysta i anda og sannleika. ' Það er enn þá ekki Ijóst, hvað vér munum verða, og það er litla, mannlega ihöfðinu (ofvaxið, að i þekkja veginn fram undan, og ekki sízt, ef heimskulegur þekk-j ingarhroki og ímyndaður vits- muna-rembirigur ætlar sig alt sjá og .skilja. — Standi þeir hin- ir sömu upp á móti hafgolunni og fyrirbjóði henni sína landareign.1 Eg ætla með gamla Sigurjóni Bergvinssyni að mæta henni á bakaleið innan úr dalsbotnum,1 þar sem hún er komin til að vitjal þeirra, sem 'hún áður gat ekki fullnægt á framleið sinni. Haf- ígolan er mér ímynd anda lífsins og líka að eins ímynd, þó hún ,sé fullkomin á sinu sviði. Hún er| heldur ekki nema agnar-lítil að- stoðarkona þeirra 'himnesku á- áhrifastrauma, er daglega leika um okkur af landi lífsins. Eitt er að fylla lungun, annað að blása um hugann. Eitt er að elska hafgoluna, annað að treysta henni, setjast eins og léttasta fjöður á hana, ríghalda sér í hárlokkana hennar og læra þann- i|g að þekkja hvaðan hún kemur og hvert hún fer. Eg hefi alt af setið hjá alþýðu- mönnum, jafningjum mínum, og talað við þá. Eg er enn þá að tala við þá, aðeins í blaðinu af því eg Iget ekki fundið þá. Alt, sem upphefur rikkur til skilnings 0g viðurkenningar, ekki eftir neinum fornum venjum, held- ur af eigin sannfæringu og eft- irlöngun, það alt, sem leiðir til sannfæringar um anda lífsins, er vissulega eftirsóknarvert. Jes- ús af Nazaret er þungamiðjan í öllum sönnum skilningi, olg öllu sönnu lífi hér á okkar jörð. En náttúran er í ótal myndum dag- lega til vakningar og uppörfunar. Fegurðar og blíðu atlot hennar í sólskininu og hafgolunni, eru al- ment viðurkend og þeim fagnað, af því okkar jarðneska ástand nýtur isæluríkrar hjúkrunar af því. En í anda Krists erum við flutt út yfir þetta alt til þeirrar dýrðar, sem hið blíðasta og feg í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gift, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borigun fylgir. ursta hér hefir aldrei látið okk- ur í Ijós nema í veikri ímynd, af því við vorum ekki meðtækileg. Það er enn þá ekki opinbert, hvað við munum verða, en þaö er eins og það harða og miskunn- arlausa leiði ávalt til hefndar- ásetnings. Yoru það ekki þær systurnar, fegurð og blíða, sem orðlau.sar túlkuðu fyrir okkur hafgoluna á svo fullkominn hátt, að við aldrei gleymum því? Eru það ekki þær, sem í náttúruuni sitja okkur alt af sín til hvorrar hliðar og benda á anda lífsins? Og miklu meira, þær vefja oss í anda lífsins, þær bera hann á og gefa hann inn, efla eftirlörigun- ina, innræta traustið, úthluta andrúmslofti lífsins. Fr. Guðmundsson. Sögufélagið hélt aðalfund sinn 30. apríl. — Meðal látinna félagsmar«pa á síð- asta ári, er minst var á fundinum, var féhirðir félagsins, Klemens Jónsson, fyrv. ráðherra. Hafði hann verið í stjórn félagsins í fjöldamörg ár og heiðursfélagi þess. Hefir Einar prófessor Arn- órsson tekið við féhirðisstörfum félagsins, en Hallgrímur Hall- grímsson bókavörður tekið sæti í stjórninni sem varamaður. Sam- kvæmt félagslögum átti Klemens að ganga út stjórninni á þessum fundið og var Hallgrímur kosinn í hans stað. f stað hans vor aftur kosinn varamaður Jón Ásbjörns- son hæstaréttarmálaflutningsmað- ur, ásamt dr. Birni Þórðarsyni lölg- manni, sem var fyrir og var end- urkosinn. George Ólafsson banka- stjóri og Þórður Sveinsson banka- bókari. Samkv. uppástungu stjórnar- innar var kjörinn heiðursfélagi Einar Jónsson, fyrverandi pró- fastur á Hofi í Vopnafirði. Forseti félagsins, dr. Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörðu'r, skýrði nokkuð frá bókaútgáfu fé- lagsins. Fá félagsmenn í ár bæk- ur, sem nema að bókhlöðuverði tvöföldu tillagi þeirra. Eru það hinar venjulegu félagsbækur, Al- þingisbækur, Landsyfirréttardóm- ar, Þjóðsögur Jóns Árnasonar og tímaritið Blanda. Þjóðsögurnar eru nú það langt komnar, að þeim verður lokið eftir þrjú ár. Út- igáfu landsyfirréttardómanna, er Klemens Jónsson annaðist áður, hefir nú Einar prófessor Arn- órsson tekist á hendur. Kemur út í ár síðasta hefti 3. bindis með registrum, og nær til 1830. Er það í sama sniði sem að und- anförnu. En með byrjun næsta bindis verður Igerð sú breyting á útgáfunni, að dómarnir verða ekki prentaðir orðréttir, heldur að eins útdráttur úr þeim, þannig að engu sé slept, sem máli skift- ir í lögfræðislegu né sögulegu efni. En við það miðar útgáf- unni miklu fljótar áfram og hún verður auk þess langtum að- Igengilegri. Félagið hefir fengið 1600 kr. styrk af Gjöf Jóns Sig' urðssonar til þess að halda á- fram útgáfu Búalaga, sem félag- ið gaf út tvö hefti ^tf fyrir nokk- uð mörgum árum. Er því ráð-, gert, að hefti af þeim komi út næsta ár, auk hinr,a venjulegn félagsbóka. Fjárhagur félalgsins er nú kom- inn í gott horf. Er félagið nú orð- ið skuldlaust, en á hinsvegar all' mikla bókaeign. Félagsmenn eru nú um 1150. — Vísir. FRA ÍSLANDI. Reykjavík, 20. maí. Úr ísafjarðarsýslu er skrifað. Heybirlgðir alment góðar og f®n' aðarhöld ágæt. Fiskafli meiri og hafa mótorbátar á Flat' eyri og Súgandafirði haft 400 800 króna hlut fyrsta mánuð ver- tíðar. Samútgerðar línuskipi® Nonni frá Þingeyri, aflar vel, er komið upp í 1000 skpd. Verður því eigi talið, að hér sé ne!g kreppa við sjóinn, þrátt fyrir lága fiskiverð. Fiskþurkur er a 1 gætur og ætti fiskurinn að verða «nemmbúinn á markað. -— Mb

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.