Lögberg - 11.06.1931, Síða 6

Lögberg - 11.06.1931, Síða 6
B1&. 6. LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 11. JÚNÍ 1931. - LYDIA - EFTIR ALICE DUER MILLER. Hann gerði þetta mjög vel, en það hafði samt litla þýðingu. Kviðdómendurnir voru sannfærðir um, að vitnið hefði rétt að mæla. X. KAPITULI. Þó undarlegt væri, þá hafði Lydíu aldrei liðið betur heldur en einmitt þessa daga, sem yfirheyrslan stóð yfir. Það kom til af því, að nú hafði hún um nóg að hugsa. Það hafði vanalega verið svo, að þegar hún vaknaði á morgnana, þá hafði fyrsta hugsunin verið sú, hvað hún ætti að gera þann daginn. Það var um svo margt að velja, en hún var sjaldan ánægð með neitt af því, því hennar eina augna- mið var það, að láta eftir sjálfri sér, gera það, sem henni sjálfri þætti skemilegasta í það sinnið. En nú var öðru máli að gegna, og hún var ekkert að velta því fvrir sér, hvað hún ætti að gera. Hú^ hafði ákveðið augnamið. Ekki fvr.st og fremst það, að hún yrði sjálf fríkend, heldur hitt, að auðmýkja O’Bannon. Sá fasti ásetningur gaf henni viðfangsefni, sem hún vildi ekki missa af. A hverjum degi, þegar réttarhaldið var úti, talaði Lydía við Wiley, annað hvort úti fyrir dómhúsinu eða þá heima hjá sér, ef hann hafði tóm til að fara þangað með henni, um réttar- haldið og alt sem því við kom. Eða þá við Al- hee, Bobby eða Miss Bennett, eftir því sem á stóð, og þau fóru yfir hvert einasta atriði í vitnaleiðslunni á báðar hliðar. Það leit út fyrir, að saksóknaranum gengi býsna vel. Hann hafði beitt vopn í höndum, þar sem skýrsla Drummonds var, og mörg vitni er sönnuðu, að Lydía hefði keyrt of hart. Armbandið hafði ekki komið fram enn, og Drummond hafði ekk- ert um það sagt og Wiley var farinn að halda, að það mundi ekki verða notað, eða ekki leyft að nota það.. Wiley hafði haft töluverðar á- hygg'jur út af því, að Lydía hefði farið alt of hart, en enginn virtist vita með vissu, hvenær hún hefði farið frá Elinóru, og leit nú út fyr- ir, að það mundi aldrei verða sannað með vissu. Lydía átti að verða fyrsta vitnið, er verjandi kallaði. Hún hafði vandlega hugsað um það og lagt það niður fyrir sér, hvað hún ætlaði að segja, og hún var alveg viss um, að þessi óvin- ur sinn mundi ekkert á þeirri yfirheyrslu græða. Það var öðru nær, en að hún kviði yfirheyrslunni. Hún hlakkaði miklu fremur til hennar. Wiley hafði bent henni á, að það gæti verið hættulegt að muna of vel hvað skeð hefði. “Eg er hrædd um, að eg muni þetta ekki fyrir víst/' væri oft betra að segja, hvað kviðdóminn snerti, heldur en segja alveg á- kveðið, að þetta hefði verið svona og svona. “Látið ekki O’Bannon raska stillingu yð- ar,“ sagði hann. “Það verður litið eftir því, að hann fari ekki lengra en góðu hófi gegnir. Ef yður kann að finnast það, þá er það bara vegna þess að eg held að það sé yðar hagur.’’ “Eg hold, að ekki sé nein hætta á því, að eg hræðist hann,” svaraði Lydía. Wiley lagði henni sérstaklega fyrir lífsregl- urnar, hvernig hún ætti að haga framkomu sinni. Það var afar áríðandi, að hún væri kurteis, kvenleg, góðlátleg og svo sakleysisleg, að kviðdómendunum hlyti að finnast, að henni gæti aldrei dottið í hug að gera nokkrum manni mein. Hvað sem fyrir kæmi, yrði hún að hafa fult vald á geði sínu og gæta þess, að reiðast ekki. Lydía leit til hans og setti upp þann svip, sem Wiley hafði einmitt verið að vara hana við. “Eg get ekki fylgt þessum ráðum yðar,” sagði hún. “Þá vinnur O’Bannon málið,” svaraði Wiley. “Eg skal gera það bezta, sem eg geí,” sagði Lydía eftir dálitla umhugsun. Allir vissu, að það bezta sem hún gat gert, var býsna gott. Réttvísin ætlaði að ljúka við vitnaleiðsluna þennan morgun. Það var verið að yfirheyra vitni, viðvíkjandi því hvað hart Lydía hefði farið rétt áður en slysið vildi til. Hann sagðist hafa farið eins hart eins og sinn bíll þoldi, en hann vissi ekki hvað hart hún eða hann höfðu farið, því á hans bíl var ekkert áhald til að mæla hraðann, en hún hefði fljótt farið langt fram fyrir sig. Hpnn hét Yakob Ussolof, og átti mjög erfitt með að tala ensku. Vitnis- burður hans var }>ó skýr og málstað Lydíu til mikils óhagnaðar. Kviðdómendurnár voru allir reglulegir Bandaríkjamenn og flestir eða allir af brezku bergi brotnir. Wiley reyndi að láta sem allra mest á því bera, að þessi maður væri útlending- ur. Hann lét sem sér væri mjög erfitt að nefna nafn hans rétt. “Þér hafið keyrt bíl nú í nokkur ár, Mr. Ussolof ?” “Já,” sagði Mr. Ussolof, “í tíu ár.” “Hvað lengi hafið þér átt bílinn, sem þér keyrðuð ellefta marz?” “Síðan í haust.” “Einmitt það, nýr bfll. Hvaða gerð?” “Flivver. ” Þetta einkennilega orð vakti dálítið ein- kennilegt bros, á svo að segja allra vörum. Wiley datt í hug,.að fleistir kviðdómendurnir mundu eiga samskonar bíla, og hann hélt á- fi am: “Er það virkilega alvara yðar, Mr. Ussolof, að segja okkur, að í hraðskreiðasta bíl, sem til er búinn í Bandaríkjunum, getið þér ekki fylgt útlendum bíl, þó hann fari ekki nema þrjátíu mflur á lukkustund! Þér sýnið okkur Banda- ríkjamönnum ekki sanngimi, Mr. Ussolof. Við getum búið til betri bíla en þetta.” Kviðdómendumir brostu og áheyrendurair hlógu, og Wiley settist niður og var ánægður með sjálfan sig. Hann hafði sagt Lydíu, að kviðdómendum þætti æfinlega vænt um þá, sem gætu komið þeim í gott skap. En Lydía, sem tók vel eftir öllu, var ekki svo viss um, að hon- um hefði tekist mjög vel. Þegar O’Bannon stóð á fætur, var hann jafnvel óvanalega alvarlegur. “Hér er um mannslíf og frelsi ungrar stúlku að ræða,” fanst henni hann hugsa, “og vkkur er samt eigi meiri alvára í hug en það, að þið hlægið að lítil- fjö: legri fyndni.” Lydía las þeasa hugsun að- eins af svip hans og hún sá, að kviðdómendurnir urðu strax alvarlegir, eins og skóladrengir, þeg- af kennarinn kemur að þeim , þegar þeir eru að gera eitthvað, sem þeir eiga ekki að gera. “Alma Woolley er næsta vitni,” sagði O’Bannon. Alma Wooley var síðasta vitnið, sem rétt- vísin kallaði, stúlkan, sem hafði verið trúlofuð Drammond. Lítil stúlka og veikluleg, og bar það með sér, að hún var sorgbitin mjög. Marg- ir af kviðdómendunum höfðu þókt hana, þegar hún var í búð föður síns. Hún sagðist heita Alma Wooley, vera átján ára gömul og eiga heima hjá föður sínum. “Miss Wooley,” sagði O’Bannon. “Þér fenguð boð frá spítalanum, að koma þangað, hinn ellefta marz, var ekki svo?” “Já,” svaraði hún mjög lágt. “Þér sáuð Drammond áður en hann dó?” “ Já.” “Hvað voruð þér lengi hjá honum?” “Svo sem klukkutíma,” sagði hún svo lágt að varla heyrðist. Einn af kviðdómendunum kvartaði um, að hann beyrði ekki það sem hún sagði. “Þér verðið að tala svo hátt og skýrt, að allir kvið- dómendumir heyri,” sagði dómarinn og tal- aði mjög hátt, eins og stúlkan ætti að taka sér hans róm til fyrirmyndar. “Horfið ekki á mig,” bætti, dómarinn við, “horfið á kviðdóm- endurna.” Miss Wooley reyndi að tala eins hátt eins og hún gat, og hún bar vitni um, að hún hefði verið viðstödd, þegar Drammond gaf sína skýrslu. “Segið kviðdóminum hvað fram fór.” “Hann sagði—” Hún talaði svo lágt, að ekki var hægt að heyra hvað hún sagði. Wiley spratt á, fætur. “Eg verð að mótmæla þpssu, herra dómari. Eg get ekki heyrt, hvað vitnið segir, og þá er mér ómöguegt að líta eftir því, að hin ákærða verði ekki fyrir órétti.” Skrifarinn var látinn lesa það sem hún hafði sagt. Spuming: “Segið þér kviðdóminum hvað fram fór.” Svar: “Góði Jack, hvað gerðu þeir við þig?” Og hann sagði: “Það var hún. Hún náði sér niðri á mér að lokum.” Wiley spratt aftur á fætur og mótmælti þessum vitnisburði kröftuglega. Lögmennirnir tveir þrættust lengi á um það, hvort þessi vitnisburður skyldi tekinn til greina eða ekki. ÍTrskurður dómarans varð sá, að vintisburður stúlkunnar skyldi enga þýð- ingu hafa hvað það snerti, sem þeim Dram- mond og Lydíu kynni að hafa farið á milli áð- ur en slysið vildi til. Frá sjónarmiði laganna var þetta töluverður sigur fyrir Wiley, en vitn- isbuóður stúlkunnar hafði, engu að síður haft töluverða þýðingu, og hann hafði vakið þann gran hjá kviðdómendunum, að hér væri eitt- hvað sem verjandi málsins vildi ekki að kæmi í ljós. Wiley yfirheyrði hana ekki, því hann leit svo á, að því minna sem þessi stúlka segði og því fyr sem hún færi, því betra væri það fyrir Lydíu og hennar málstað. En hann lét á sér skilja, að hann vildi ekki spyrja hana neins, vegna þess að hann kendi svo mikið í brjósti um hana. Réttvísin leiddi ekki fleiri vitni. Lydía var næsta vitni. Þegar hún gekk fram hjá kviðdómnum, upp að borðinu, þar sem biblían var, skildi hún fyllilega hvers vegna Alma hefði verið kölluð síðast af öllum vitnum réttvísinnar. Það var til þess gert, að sýna hinn mikla mismun á þessum tveimur stúlkum. Önnur átti bágt, og var yfirkomin af harmi. Hin var auðug og fögur, og hún var að einhverju leyti völd að hörmum hinnar stúlk- unnar. Þetta átti alt að hafa sín áhrif á kvið- dómenduraa. Þetta bragð átti það áreiðanlega skilið, að hér kæmi annað bragð á móti, eða svo fanst henni, jafnvel þó hún væri að sverja þess dýran eið, að hún skyldi segja sannleikann, all- an sannleikann og ekkert nema sannleikann. Það var ekki virðingu réttvísinnar samboð- ið, að nota slíka aðferð. Hún var eins hörð eins og jámið. Konur nutu ekki réttar síns, fanst henni. Hún vrar full af bardaga hug, en hennar eina tækifæri til að vinna málið var, að koma fram eins prúðmannlega eins og mögu- legt var. Hún sagðist heita Lydía Janetta Thome, vera tuttugu og fjögra ára að aldri og eiga heima í New York. “Hvað lengi hafið þér keyrt bíl, Miss Thorne?” spurði Wiley og var mjög alvarleg- ur á svipinn. “í átta ár.” “Svo sem þrisvar eða fjórum sinnum á vúku?” “Miklu oftar, stöðugt, á hverjum degi.” “Hafið þér nokkurn tíma verið teknar fast- ar fyrir að keyra of hart?” “Bara einu sinni, fyiir sjö órum, í New Jersey.” “Voruð þér sektaðar, eða settar í fang- elsi?” “Nei, eg var fríkend.” “Hafið þér nokkurn tíma, fyrir ellefta marz, orði.ð fyrir nokkru bílslysi, þar sem þér hafið meiðst, eða meitt uokkurn annan?” “Nei.” “Segið þér nú kviðdómnum, eins nákvæm- lega eins og þér getið munað, hvað fyrir kom hinn ellefta marz, frá því þér fóruð að heiman og þangað til slysið kom fyrir.” Lydía sneri sér að kviðdómnum; ekki kann- ske alveg eins sakleysisleg eins og dúfan, en hún var mjög vinsamleg og góðlátleg. og það gat ekki bragðist, að kvidómendunum geðjað- Lst vel að henni. Hún hafði farið að heiman um klukkan hálf-tólf og keyrt til Miss Belling- ton á hálfum öðrum klukkutíma. Vegalengdin var þrjátíu mílur. Hún hafði ætlað sér að vera þar seinni bluta dagsins, en farið miklu fyr en hún liafði ætlað sér, vegna þess að vin- stúlka hennar hafði sagt henni, að hún ætti von á gestum. Nei, hún hafði ekkert verið að flýta sér, að komast aftur til borgarinnar. Hún hafði þvert á móti meiri tíma en hún þurfti, til að komast þangað. Nei, hún vissi ekki fyrir víst, hve nær hún hefði farið frá Miss Belling- ton, en það var rétt eftir að þær voru búnar að boiða, um það bil að klukkuna vantaði tuttugu og fimm mínútur í þrjú, að hún hélt. Mundi hún til að hafa keyrt hart nokkuð af leiðinni? Já, fyrst eftir að hún lagði af stað frá Miss Bellington. Brautin var góð og engin umferð og hún háfði farið mjög hart, kannske einar þrjátíu og fimm mílur á klukkutímanum. Kallaði hún það harða keyrslu? Já, það kallaði hún harða keyrslu, og hún sagði það einstaklega sakleysislega og eins og henni væri fylsta alvara. Hvað lengi hafði hún keyrt svona hart? Hún var hrædd um að hún gæti ekki mun- að það fyrir víst, en einar tvær eða þrjár míl- ur að minsta kosti. En þegar hún hefði komið ið í grend við þorpið, hefði hún farið hægra, eða. ekki' nema tuttugu og fimm mílur, eins og hún keyrði vanalega, og enn hægra, þegar hún kom rétt að þorpinu. Hún gat ekki sagt, hve lengi Drummond hefði fylgt sér eftir, því hún hafði ekki veitt honum eftirtekt. Hún hefði ekki séð hann, fyr en hún kom að þorpinu, þá hefði hún séð mypd hans í speglinum, og þannig væri mjög torvelt að gera sér grein fvr- ir fjarlægðinni. Það var rétt, að henni hefði dottið það í hug, alt í einu, að snúa af aðal- brautinni inn á hliðar'brautina. Hún stóð í þeirri meiningu, að lögreglumaðurinn hefði keyrt á sinn bíl. Hiún hefði verið þeim megin á brautinni, sem rétt var, oa: hún hefði snúið til hægri handar. Hvers vegna hafði hún ætlað sér að fara þá brautina, sem lengri var, en ekki hina styttri? Vegna þess, að það var skemtilegra að fara þá leið, og þar sem hún þurfti ekkert að flýta sér, þá var henni sama þó hún færi lengri leiðina. Eftir að slysið vildi til, hafðn hún gert alt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa mannin- um. Hún hefði farið með honum til spítalans og beðið þar lengi. Hún hefði gefið spítalan- um heimilisfang sitt og síma númer, svo spít- alinn gæti látið sig vita, hvemig honum liði. Vinum Lydíu, sem viðstaddir vora, leið miklu betur. Það var að vísu rétt, að ekki vakti hún eins mikla samúð, eins og Alma Wooley, en alt sem hún sagði var skýrt og ljóst, og hún var góðlátleg og svo einlægnisleg, að það var naumast hægt að efast um, að alt sem hún sagði, væri af einlægni talað. Lydía heyrði Wiley segja O’Bannon, að nú gæti hann yfirheyrt hana. Hún vissi að nú var þýðingarmikil stund upp rannin. Hún hafði horft niður fyrir sig, en þegar hún varð be8S vör, að O’Bannon stóð upp, leit hún upp og horfði beint framan í hann. Hann horfði fast og alvarlega á hana og það góða stund. Henni datt í hug, að hann ætlaði sér að dáleiða sig, eins og hann hafði reynt að dáleiða kviðdóm- endurna. “Yður verður ekki kápan úr því klæðinu, kunningi,” hugsaði hún með sjálfri sér, og rétt þegar hún var að hugsa um þetta, heyrði hún hann segja, æði kuldalega: “Gerið þér svo vel, að horfa til kviðdómendanna, ekki til mín.” Hún gerði það, en það mátti sjá glampa í augum hennar, sem bar þess órækan vott, að hún skifti skapi. “Miss Thome, hve nær fóruð þér frá Miss Bellington?” “Eg get ekki sagt það alveg fyrir víst — hér um bil kl. 2.35.” “Þé eruð vissar um það, að það var ekki seinna?” “Eg er ekki viss um, að það geti ekki mun- að fjórum eða fimm mínútum.” “Hvað er langt frá heimili Miss Belling- ton, þangað sem slysið vildi til?” “Eitthvað fimtán mílur, held ég.” “ Yðar áætlun verður þá sú, að þér hafið farið af stað kl. 2.35, og ef slysið vildi til kl. 3.12, þá hafið þér keyrt fimtón mílur á þrjátíu og sjö mínútum. Það er sama sem tuttugu og og fjórar mílur á klukkustund að jafnaði., Er þetta rétt?” KAUPIÐ AVALT • LUMBER Kjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINWIPEG, MAN. Yard Offlco: 6th Floor, Bank of HamUton Chambers. “ Já.” “Og þér fóruð aldrei harðara en þrjátíu og fimm mílur á klukkutímanum?” “ Aldrei.” “Gerið þé rsvo vel, að snúa vður að kvið- dómnum. Ekki að horfa á mig.” Henni fanst þetta móðgun, og hún átti erf- itt með að stilla skap sitt. Það var engu lík ara, en að hann vildi gefa það í skyn, að hún gæti ekki haft augun af honum. Eins og það væri ekki eðlilegt, að maður horfði á þann, sem maður væri að tala við ? “Þér segið,” hélt hann áfram, “að þér hefð- uð ætlað að standa lengur við hjá Miss Bell- ington, heldur en þér gerðuð?” “ Já.” “Hvað kom til, að þér breyttuð fyrirætlan yðar?” “Hún sagði mér, að hún ætti von á gesti.” “Sagði hún yður það, þegar þér komuð?” “Nei.” “Hve nær sagði hún yður það?” “Eftir að við vorum búnar að borða.” “ Var kallað á hana til að svara símanum. meðan þér vorað þar?” “Nei.” “Erað þér vissar um það?” Það vaúð dálítil Iþögin. Lydía mundi nú eftir því, að kallað hafði verið á Miss Belling- ton til að svara símanum. Hún hafði alveg gleymt því, -enda hafði hún ekki vitað, að það var O’Bannon, sem símaði. Hún reyndi að gera sér grein fyrir því, hvaða þýðingu þettai gæti haft fyrir málið, $n hann gaf henni engan tíma til þess. “Gerið þér svo vel að svara spumingunni. Viljið þér sverja, að þér vitið ekki til að neitt símtal hafi átt sér stað, meðan þér voruð hjá Miss Bellington?” “Nei, eg get það ekki.” “Svo það átti sér þá stað?” “ Já.” “Það var þá, sem hún fékk að vita, að hún ætti von á gesti?” “Það get' eg ekki sagt, eg veit það ekki.” “Hvað lengi voruð þér í húsinu, eftir að þetta símtal átti sér stað?” “Eg fór þá strax.” “Þér létuð á yður hattinn?” “Já.” “Og þér fóruð í kópuna?” “ Já.” Það var ómögulegt að vera eins og sak- laust barn, þegar maður var spurður svona í þaula. Kviðdómendurnir létu iþað eftir sér að brosa. “Stóð 'bíllinn yðar tilbúinn við húsdyrn- ar?” “Nei.” Hún fann að skapið var að verða henni ofurefli. Hún var orðin svo reið, að hún gat ekki lengur hulið það. Það eru AUKA árin sem um munar Girðingin, sem þ|ér máske kaupið, endist, ef til vill sæmilega lengi, og reynist eins og vanalega gerist, en “OJIBWAY” bændabýlis girðingar eru gerðar til að endast lengur — alla yðar æfi, og kosta ekkert meira. n OJIBWAY" IWSínsulated Made of Copper- Bearing Four One Minute Wire MEGIN-ATRIÐIN, sem valda hinni góðu endingu, eru þessi: 1 Allar “OJIBWAY” girðingar eru með sterkri zinkhúð, sem þolir hvaða veðráttu sem er. 2 Sérhvert fet girðingarinnar er búið til úr Nr. 9 gal- vaníseruðum, koparblönduðum stálvír. 3 Selt í venjulegum lengdum. 4 “OJIBWAY” tryggingin. Kaupmaðurinn mun sýna yður, að þetta er varanlegasta bg bezta girðingin, sem hægt er að fá. Búa þar aö auki til Apollo and Apollo Keystone Copper Steel Brands of Galvanized Sheets—Tin Plates. Canadian Steel Corporation, Limited Verkstæöi og skrifstofa: Ojibway, Essex County, Ontario Vöruhús: Hamilton, Winnipeg and Vancouver t

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.