Lögberg - 06.08.1931, Page 6
Bls. 6
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 6. ÁGÚST 1931.
LYBIA -
EFTIR
ALICE DUER MILLER
Lydía hallaði sér fram á borðið og studdi
hönd undir kinn, og hlustaði á það, sem Bobby
var að segja henni- Hafði hún heyrt nokkuð
um kolakauYjmanninn auðuga, sem May Swayne
ætlaði að giftast? Bobby lýsti honum töluvert
vel í fáum orðum. Það sem merkilegast var
við hann, var það, að hann átti þrjátíu miljón-
ir dala. Hann var feitlaginn og kringtuleit-
ur; hugsaði aldrei neitt, en vissi alt. May
þyrfti áreiðanlega að laga hann töluvert til.
Hafði Lydía heyrt nokkuð um Pierce-hjónin?
Fanny hafði farið að lítast býsna vel á trúboða
sem hafði verið að boða einhverja nýja trú.
Hún hafði gert allar nauðsynlegar ráðstafanir
til að skilja við Noel. En áður en það yrði, ætl-
aði hún aðmota kraft sinnar nýju og betri trúar
til að láta hann hætta að drekka. Þeta hepnað-
ist, þó undarlegt væri- En það varð til þess,
að henni féll betur við Noel heldur en nokkum
tíma fvr, og hún hætti alveg við að skilja við
hann.
Lydía hugsaði lítið um það, sem Bobby var
að segja. Ýmsum myndum brá fyrir í huga
hennar. Hún starði beint út í loftið og það var
engu líkara, en hún væri í nokkurs konar leiðslu.
Hún var að hugsa um Evans og hún var að
hugsa um Muriel, sem var kaffibrún á hörunds-
IÍt, og hún var að hugsa um forstöðukonuna í
fangelsinu, sem alt af var svo örugg og ókvíðin.
Alt í einu var eins og hún vaknaði við það,
að Bobby var að ibiðja hana að giftast sér.
Flestir, sem þektu þau bæði, héldu að hann
hefði lengi vrerið að því, og gerði eiginlega lítið
annað- En þetta var nú samt í fyrsta sinn, sem
hann hafði í raun og veru beðið hennar. Han'n
var ekki viss um, að það væri alveg rétt
af sér að gera þetta einmitt nú. Hann var altaf
svo mikið að hugsa um það, hvað aðrir hugsuðu
og segðu, og nú hélt hann, að ef hann bæri fram
bónorðið einmitt nú, þá mundi hún skilja það
svo, að hann héldi, að hún liti kannske ekki
eins stórt á sig nú, eins og hún gerði áður. Það
gat þó vel verið, hugsaði hann, að þetta væri
einmitt það bezta. Það var ekki nema rétt, að
hún vissi, að hann bar sama hug til hennar eins
og áður, og þau gátu vel gift sig nú strax og
farið svo til ítalíu og verið þar og þyrftu ekk-
ert að kæra sig um fólkið í New York.
Hann afréð því að bera fram bónorðið.
“Viltu ekki giftast mér á morgun, Lydía, og
svo getum við siglt til Frakklands eða Sikil-
eyjar, þar sem elskulegt er að vera. Þú getur
ekki ímyndað þér, hvað glaður eg yrði, og eg
held þér mundi líða vel líka.”
Þetta fanst henni ekki taka nokkru tali.
“Nei, nei,” sagði hún. “Eg verð að vera
hér.”
“Þá skulum við gifta okkur, og vera svo
hér. ’ ’
Hún hristi höfuðið og reyndi að segja, að
hún ætlaði aldrei að gifta sig- Hún hafði nú
fundið nýja lífsstefnu og hún ætlaði að fylgja
henni ein og út af fyrir sig. Hún hafði nú eign-
ast ný áhugamál, sem hún ætlaði að lifa fyrir
Nú vildi hún þjóna öðrum. En um ást gat ekki
verið að tala, hvað hana snerti; það var nokk-
uð, sem ekki gat komið til mála. Nú vildi hún
vinna — ekkert annað.
Rétt í þessu kom Elinóra inn. Hún hafði
ætlað sér og reynt alt sem hún gat, að komast
til borgarinnar í tíma, til að taka á móti Lydíu
strax, þegar hún kæmi til borgarinnar, en lest-
in, sem hún kom með, var sein eins og vant var.
Gat Lydía lofað henni að vera í nótt?
Lydía tók Elinóru eins og í gamla daga,
sem sýndi, að hún var enn sjálfri sér lík, enda
var engin manneskja, sem hún þráði eins mik-
ið að sjá, eins og Elinóru. Hún talaði ávalt
svo skynsamlega. Það var engin hætta á því,
að hún talaði um hana eins og eitthvert fórn-
arlamb, eins og Miss Bennett gerði, og ekki
mundi hún heldur segja henni, að hún væri al-
veg eins og hún hefði verið. Lydíu féll alt af
svo vel að tala við hana.
Bobby var þarna ekki lengi eftir þetta.
Hann fór og stúlkurnar sátu tvær einar eftir.
Þær fóru upp í svefnherbergi Lydíu og skiftu
um föt og fóru svo ofan aftur og settust við
eldstæðið- Þær töluðu mikið saman, en ekkí
eins og þær höfðu gert í gamla daga. Þær þögðu
oft lengi milli þess sem þær sögðu eitthvað.
Engin önnur en Elinóra hafði haft þolinmæði
til þess, að bíða eftir því að Lydía svaraði, en
hún var nógu hyggin og stilt til þess.
Þó Elinóra spyrði um margt viðvíkjandi
fangavistinni, þá varaðist hún að segja nokkuð
um þá breytingu, sem hún fann, eða þóttist
finna, að orðið! hefðu á Lydíu seinustu tvö
árin. Hún var í engum efa um, að Lydía
hafði mikið breyzt, en hún var að hugsa um
hvert hún vi-ssi það- sjálf. Hún liafði æfinlega
verið fljót til svars og haft yfir miklu orða-
flóði að ráða. Nú fanst Elinóru tal hennar
því líkast, að hún væri að tala útlenda tungu
og ætti töluvert örðugt með að finna orð fyrir
hugsanir sínar.
Elinóra gat ekki að því gert, að hún brosti
ofurlítið að því, með hve mikilli alvöru og virð-
ingu Lydía talaði um þær, sem með henni
höfðu verið í fangelsinu. Áður hafði henni
hætt við að tala of vel um vini sína, en alt af
illa um hina. Nú talaði hún vel um alla, en þó
sérstaklega um Evans, þessa lítilsigldu og
þjófgefnu stúlku. Það var engu líkara, en
Lydía héldi, að hún væri svo góð og göfug, að
hún stæði jafnvel englum lítið að baki. Hún
hélt, að rétt væri að benda Lydíu á þetta.
“Farðu nú ekki að segja mér það, góða
mín, að þú haldir nú líka, eins og sumir aðrir,
að allir lögbrjótar séu ekkert nema sakleysið
og gæðin.”
“Það er nú einmitt þvert á móti- Alt þetta
góða fólk er lögbrjótar. Við erum öll galla-
gripir í raun og veru. Eini vegurinn til að
komast hjá því, er að sjá það og viðurkenna.
Það er óttaleg tilhugsun í fyrstunni, eða það
fanst mér. Það var eins og maður væri að
fara í gegn um hlið dauðans og kæmi út lif-
andi hinum megin. ” Lydía þagnaði og horfði
beint fram undan sér. Hver annar en Elin-
óra mundi hafa haldið, að hún væri búin að
segja alt, sem hún ætlaði að segja, en hún vissi
að svo var ekki. “En það er svo gott að finna,
að maður er bara einn af mörgum, rétt eins og
hitt fólkið. Og eg hefði aldrei notið þeirrar
ánægju, ef það hefði ekki verið fyrir—” Hún
þagnaði allra snöggvast, og Elinóra varð
dauðhrædd um að nú segði hún eitthvað um
O’Bannon — “ef það hefði ekki verið fyrir
þetta slys.”
Elinóra vissi ekki fyrir víst, hvort Lydía
hafði haft O’Bannon í huga, eða ekki. Hún
vissi heldur ekki, hvort hún enn bæri þetta
óverðskuldaða hatur í huga til hans. Nú fann
hún ekki, að Lydía bæri illan hug til nokkurs
manfts. En það hafði oft komið fyrir áður.
Miss Bennett kom inn í herbergið og minti
þær á, að það væri orðið framorðið. Henni
þótti leiðinlegt að ónáða þær, en hún hélt að
það væri miklu betra fyri r Lydíu, að fara nú
að sofa-
“Eg býst við, að eg ætti að gera það,” sagði
hún og stóð strax upp. “Þetta hefir verið
töluvert erfiður dagur fyrir mig.”
Þetta var eitthvað nýtt fyrir Lydíu, fanst
Elinóru. Hefði Miss Bennett sagt eitthvað
líkt þessu við hana í fyrri daga, þá mundi hún
áreiðanlega hafa verið á fótum svo sem kluku-
tíma lengur að minsta kosti.
“Eg má til, góða mín,” mundi hiín hafa
sagt, “annars mundi Benny segja mér fyrir
með alla skapaða hluti.”
XVI. KAPITULI.
Morguninn eftir vaknaði Lydía nákvæm-
lega á sama tíma eins og vant var. Áður en
hún vaknaði alveg, varð hún vör við einhvern
hávaða, sem hún í svefnrofunum gat ekki gert
sér grein fyfir. Hún settist upp og leit í kring-
um sig og hún gat ekki áttað sig á hvernig á
því stóð, að birtan kom ekki inn um gluggann
með járngrindunum, við höfðalagið á rúmi
hennar, heldur inn um tvo glugga hinum megin
á herberginu, og fyrir þeim voru engar járn-
grindur, heldur mjög falleg gluggatjöld. Þá
mundi hún eftir því, að hún var komin heim,
og þá skildi hún líka hvernig á þessum hávaða
stóð. Hún var í herberginu, sem hún hafði
sofið í síðan hún var barn, og þó fanst henni
hún nú naufast vera heima hjá sér. Rúm-
fötin voru eins mjúk, eins og silki og alt ann-
að í kring um hana var skrautlegt og rík-
mannlegt, en samt fanst henni eitthvað rauna-
legt við þetta alt saman. Það var hugsunin um
þessar ólánssömu konur, sem hún hafði verið
með tvö síðustu árin, sem gerði hana órólega-
Henni fanst hún hafa brugðist þeim, með því
að yfirgefa þær, meðan þær voru í nauðum
staddar.
Þær Elinóra og Benny mundu ekki vakna
fyr en eftir svo sem klukkutíma. Hún gat því
legið kyr og hugsað sínar eigin hugsanir. Þær
máttu ekki líta á hana sem einhvern aumingja,
sem hafði orðið fyrir því skakkafalli, sem ekki
yrði bætt; ekki kenna í brjósti um hana. Hún
hefði verið miklu brjóstumkennanlegri, með-
an skap hennar var þannig, að hún tók ekkert
til greina nema sinn eigin vilja, og þá kendi
enginn í brjósti um hana.
Hún hafði hugsao sér, að flýta sér ekki
neitt að ráða það við sig, hvernig hún skyldi
haga lífi sínu framvegis. Hún vissi, að hún
ætlaði að vinna, og vinna mikið í þágu fang-
anna. Nú varð henni ljóst, að hún mátti ekki
eyða tímanum í aðgerðaleysi. Hún varð strax
að byrja að vinna. Það mundi öllu öðru frem-
ur hjálpa henni til að hugsa ekki alt of mikið
um sjálfa sig. Hún kveið fyrir deginum og
vissi ekki hvað hún átti að gera. Hún varð
strax að fá eitthvað ákveðið að gera, gat ekki
án þess verið. Eitt var það, sem varð að ganga
fyrir öllu öðru, og það var að fá Evans leysta
úr fangelsi. Hún gat ekki notið frelsisins,
nema Evans nyti þess líka- Þegar það var búið,
gat hún notið friðar. Notið friðai;? Því
lengur sem hún hugsaði um það, því betur
fann hún, að þetta var ekki svo. Það var einn
blettur í huga hennar, sem ekki varð friðaður.
Kveldið áður hafði hún aðeins heyrt O’Bannon
nefndan á nafn, og það hafði haft næstum ó-
trúlega mikil og ill áhrif á skapsmuni hennar.
Og nú var hún að hugsa um hann. og gat
ekki hrundið honum úr huga sér. Nú var sá
tími kominn, að hatrið til hans varð að fá
framrás og fullnægju. Hún þurfti ekki að
dylja það lengur, hún gat nú tekið til starfa.
Ef hún hefði ekki verið huglaus gunga, þá
hefði hún blátt áfram spurt Elinóru um hann
kveldið áður, hvar hann væri og hver væru nú
hans helztu áhugamál. Að vísu gat verið, að
Elinóra hefði ekki gefið henni neinar upplýs-
ingar, ef hún hefði spurt að þessu blátt áfram,
en hún mundi fljótt finna ráð til að komast að
öllu, sem hún þurfti að vita um OTBannon.
Elinóra væri vafalaust sannfærð um, að eftir
þessa löngu fangavist, væri hugarfar hennar
orðið svo tamið, að hún mundi ekki lengur
hyggja á hefndir.
Lydía settist alt í einu ui>p í rúminu. Hafði
hún þá ekkert breyzt í raun og veru? 1 gamla
daga hafði hatrið aldrei verið sterkara í huga
hennar, heldur en það var einmitt nú. Hefnd-
arhugurinn hafði útrýmt öllum öðrum liugsun-
um og í svipinn gleymdi hún sínum góða á-
setningi. Hvað átti hún að gera? Hvað gat
hún gert? Hugsunin um þennan mann, var
því valdandi, að hún var aftur orðin alt öðru-
vísi en hún vildi vera- Hún vildi heldur
deyja, en lifa því lífi, sem hún liafði áður lif-
að. En hvað gat hún gert, þar sem hefndar-
hugurinn var öllu öðru ríkari í liuga hennar l
Hún hafði komið úr fangelsinu með þeim
fasta ásetningi, að láta það vera sitt fyrsta
verk, að fá Evans leysta úr fangelsi, en nú sat
hún hér og hugsaði um það eitt, hvernig hún
gæti hefnt sín, hvernig hún gæti eyðilagt
gæfu og gengi manns, sem henni sjálfri fanst
að hefði gert sér rangt til, og hún ætti grátt
að gjalda.
Næsta hús við hús Lydíu, var svo nærri, að
morgunsólin náði ekki að skína inn í svefnher-
bergi hennar, nema að mjög litlu leyti. Þó
komst ofurlítill geisli inn í herbergið, og færð-
ist hægt og hægt eftir gólfdúknum. Hún tók
eftir því, að hann hafði færst furðu langa leið,
meðan hún sat þama og hugsaði ekki um neitt,
nema hefndina.
Smátt og smátt skildi hún, að hér var bara
um tvent að velja. Annað hvort varð hún að
hætta við að hefna sín á O’Bannon, eða hún
varð að hætta við þann ásetning, sem hún hafði
tekið, að vera ávalt til góðs, en aldrei til ills..
Hún hafði svo að segja mist öll tök á þessum
góða ásetningi, og það að eins sólarhring eftir
að hún var laus úr fangelsinu.
Svo sem klukkutíma seinna vaknaði Elinóra
við það, að herbergisdyrnar voru opnaðar.
Lydía stóð við fótagaflinn á rúmi hennar og
hélt báðum höndum um rúmgaflinn- Henni
fanst Lydía jafnvel enn fallegri en nokkru
sinni fyr, og henni fanst hún öðruvísi. Henni
fanst hún svo einstaklega góðleg og sakleysis-
leg. Aldrei fyr hafði henni fundist Lydía eins
falleg eins og nú. Harðneskjusvipurinn var
algerlega horfinn.
“Góðan daginn!” sagði Elinóra glaðlega.
Hana granaði þó strax, að Lydía ætti eitthvert
ákveðið erindi, henni lægi eitthvað á hjarta,
sem hún þyrfti endilega að segja.
“Elinóra, það er nokkuð, sem eg þarf að’
segja við þig,” sagði Lydía. Hún horfði ekki
framan í vinstúlku sína, en festi augun á kodd-
anum, svo sem fimm þumlunga frá henni. Hún
þagði ofurlitla stund og hélt svo áfram: “Eg
vil ekki að þú minnist, svo ég heyri, á þennan
mann — vin þinn — eg á við O’Bannon.”
“Finst þér eg tala alt of mikið um hann?’1
svaraði Elinóra.
“Eg vil ekki heyra hann nefndan, ekk?
hugsa «m hann og ekki minnast á hann.”
Elinóru féll þetta engan veginn vel í geð.
“Eg get vel skilið það,” sagði hún, “að þú
viljir helzt ekki sjá hann. En að tala um hann
er öðru máli að gegna- Eg hefi einmitt hald-
ið, að við gerðum rétt í því, þú og eg, að tala
um hann okkar á milli.”
“Nei, nei,” svaraði Lydía mjög fljótlega,
og Elinóra sá, að hún varð að beita hörðu við
sjálfa sig, til að halda jafnvæginu. “Eg get
ekki skýrt þetta fyrir þér núna. Eg vil ekkert
tala um það, en eg vil ekki einu sinni v.ita af
því, að hann sé til. Bara þú vildir trúa þessu
og láta hitt fólkið, Benny og Bobby, vita þetta.
Eg vona þú gerir þetta fyrir mig.”
“Auðvitað vil eg gera þetta,” svaraði El-
inóra. Hún sá að það var ekkert annað að
segja eða gera. Lydía fór þegar út úr her-
berginu.
Elinóra var kyr í rúminu stundarkom og
reyndi að skilja hvernig í þessu lægi. Vinir
hennar höfðu oft sagt henni, að hún væri nokk-
uð kaldsinna og gæti ekki vel sett sig inn í til-
finningar annara. Það var sjálfsagt eitthvað
hæft í því, að hún gat ekki vel skilið það, sem
ekki var hægt að koma skynseminni að, en
sanngjörn vildi hún vera í allra garð. Það,
sem nú hafði komið fyrir, minti hana á það,
sem O’Bannon hafði einu sinni sagt henni um
sjálfan sig, og hve erfitt hann ætti með að
verjast drykkjuslkapar ástríðunni. Nú var
Lydía líka áreiðanlega að verjast freistingu.
Við morgunverðinn tók Elinóra eftir þvl,
að Lydía var aftur orðin eins stilt eins og hún
hafði verið kveldið áður- Áður en þær stóðu
upp frá borðinu, var Wiley vísað inn í borð-
stofuna. Það var eins og hann vissi ekki vel,
hvað hann ætti að segja, en tókst þó býsna vel
að hylja það, að hann væri í hálfgerðu ráða-
leysi. Lydía leysti hann fljótt úr öllum vanda
með því að standa upp og taka afar vinsam-
lega á móti honum.
“Eg hefi oft hugsað um það, hve mikið þér
hafið gert fyrir mig, ávalt síðan eg var barn,”
sagði hún.
“Góða barnið mitt,” sagði hann og tók um
hendurnar á henni og horfði á hana eins og hann
væri að sannfæra sjálfan sig um, að hún væri'
sama stúlka, eins og hún hafði ver.ið. “Eg sé,
að fangavistin hefir ekki gert yður neitt ilt.”
“Hún hefir gert mér gott, vona eg,” svaraði
Lydía.
Hún fékk hann til að setjast niður og drekka
kaffi. Það varð þögn dálitla stund, eins og
enginn hefði neitt að segja. Svo fór Lydía
að spyrja gestinn ráða, hveraig hún gæti feng-
ið Evans leysta úr fangelsi. Hann réði henni
að tala við Mrs. Galton. Hún og Benny litu
KAUPIÐ Avalt
LUMBER
kjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Olfioe: 6th Eloor, Bank of Ilamilton Chambers.
hvor á aðra og brostu- Þær mundu báðar eft-
ir því, hve óánægð Lydía varð, þegar Mrs.
Galton kom þar forðum daga.
Sama morguninn fór hún að finna Mrs.
Galton. Skrifstofa hennar var á öðru gólfi
í fornfálegri byggingu. Lydía hafði ekki gætt
þess, að mæla sér mót við hana, og þegar hún
kom, var henni sagt, að Mrs. Galton væri vant
við komin, sæti á fundi með öðrum konum í
innra herberginu og hún mundi ekki liafa tíma
til að sinna henni fyr en eftir æði langa stund-
Hafði Miss Thorne tíma til að bíða?
Já, Lydía ætlaði að bíða. Hún set.tist nið-
ur á liarðan bekk og horfði á það sem verið var
að gera. Hún þekti til fjármála og viðskifta,
og hún sá strax, að hér var félagsskapur, sem
kunni góð skil á þeim hlutum, og að hér var unn-
ið með alúð og alt sýndist ganga vel og greið-
lega. Hér vildi hún sjálf vinna, því hér var
nóg að gera og hér mundi hún hafa um annað
að hugsa, en sína eigin hagi. Hana fór bein-
línis að langa til að taka þátt í þessu verki.
Eftir æði langa bið, var henni vísað inn í skrif-
stofu Mrs. Galton, sem var lítil, miklu minni
heldur en klefinn, sem Lydía hafði í fangels-
inu. Hún byrjaði ekki á því, að tala um Evans.
“Mrs. Galton,” sagði hún, “getið þér not-
að mig til einhvers hér?”
Ekki lét Mrs. Galton á því bera, en hún
liefir sjálfsagt hugsað á þá leið, að þessi spurn-
ing væri því líkust, eins og ef spurt væri, hvort
ljónið gæti notað lambið. Félag hennar, eins
og öll önnur slík félög, þurfti á mikilli hjálp
að halda og miklum peningum, og það þurfti
líka á konum að halda, sem mikið tillit var tek-
ið til í félagslífinu og gátu þess vegna auglýst
félagið út á við. Alt þetta hafði Lydía og Mrs.
Galton brosti ánægjulega.
“ Já,” sagði hún, og þetta eins atkvæðis orð
var mjög ákveðið. Eftir fjörutíu ára. reynslu
liafði Mrs. Galton lært að skifta þeim, sem'
með henni voru, í tvo flokka, þær, sem voru
meinlausar og gagnslitlar, og hinar, sem voru
athafnasamar og létu til sín taka, en vöktu
stundum töluverðan ófrið og óánægju. Oftast
nær þótti henni vænna um þær síðartöldu, þó
það kæmi fyrir, að henni þætti nóg um þær.
Lydía var áreiðanlega ein af þeim.
En henni datt líka nokkuð annað í hug. Hér
var hún kannske að tala við þá konu, sem vai
öðrum líklegri til að taka við hennar embætti.
Þetta fór eins og örskot í gegn um huga henn-
ar. Hún var nú sjötug, en alveg eins áhuga-
söm eins og áður, og hafði aldrei verið annara
um það verk, sem hún hafði varið lífi sínu til
að vinna, heldur en einmitt nú. Ef liún tæki
við þessari stúlku, þá hefði hún minna tæki-
færi en áður að halda forsetastöðunni. Ef hún
tæki hana, þá mundi það hleypa nýju fjöri í
félagið og hún mundi líklega verða ágætur
leiðtogi. Hún ætti að geta orðið það, ung,
fögur, auðug, og það, sem betra var, hún hafði
sjálf verið í fangelsi og vissi því öðrum meira
í þeim efnum, og það myndi áreiðanlega vekja
eftirtekt á henni.
Lydíu grunaði, að^ Mrs. Galton hefði eitt-
hvað á móti því, að láta sig fara að vinna við
þennan félagsskap, en ekki gat hana grunað
hvað það var, sem í raun og veru var að brjót-
ast um í huga gömlu konunnar. Hana grun-
aði ekki, að það væri samskonar stríð, eins og
hún hafði oft átt í við sjálfa sig. Eftir fáéin-
ar mínútur bauð hún Lydíu að verða gjald-
keri félagsins. Lydíu þótti afar mikið til þess
heiðurs koma.
To High School
Students
Immediately following the close of High
School is the right time to enter upon a
business training.
The Holiday months will see you well
on your way if you enroll by July 1.
Make your reservation now. In any
case give us the opportunity of dis-
cussing with you or your parents or
guardians the many advantages of such
a commercial education as we impart
and its necessity to modern business.
The thoroughness and individual na-
ture of our instruction has made our
College the popular choice.
Phor.e 37 181 for an appointment.
DOMINION BUSINESS
COLLEGE
TheMaU
Branches at
ST. JAMES DAVID COOPER, C.A.
and President.
ELMWOOD