Lögberg


Lögberg - 17.09.1931, Qupperneq 1

Lögberg - 17.09.1931, Qupperneq 1
PHONE: 86 311 Lines a i\M ited __ 3*^ hSS.. and Satisfaction 44. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1931 NÚMER 38 Skáldsögur Gunnars Gunnarssonar á ensku Eftir prófessor Richard Beck. Nokkrir rithöfundar vorir nú- lifandi hafa varpað bjarma frægðar á ættjörð sína; og það er óblandið fagnaðarefni, að slík- um mönnum fer fjölgandi. Krist- mann Guðmundsson hefir t. d. á óvenjulega skömmum tíma unn- ið sér verðskuldaða viðurkenn- ingu víða um lönd. Stjarna hans hækkar óðum. Mun þess ekki langt að bíða, að þann haldi inn- reið sína í hinn enska og amer- íska bókmentaheim. Þó mun það ekki of mælt, að Gunnar Gunnarsson sé víðkunn- astur allra nútíðarskálda vorra, og hann er hinn eini þeirra, sem kunnur er að nokkru ráði meðal enskumælandi þjóða. Þrjár af skáldsögum Gunnars hafa verið þýddar á enska tungu: Fóstbræður (1920), Saga Borgar- ættarinnar (1921)| og Sælir eru einfaldir, árið sem leið. Tvær hinar fyrnefndu voru prentaðar í Lundúnum, en hin síðastnefnda í New York. Skiftir það að vísu minstu máli, því að frá hvorum útgáfustaðnum sem er, 'berast bækurnar um hinn enskumælandi þeim. Hvernig hefir þessum sögum Gunnars verið tekið í enska búningnum? Dálítið skifti í tvö horn með dómana um Fóstbræður (Sworn Brothers), en þó voru ummælin um þá yfirleitt lofsamleg. Dr. A. W. Plorterfield, prófessor í þýzkum fræðum við West-Virg- inia háskólann,, glögígur maður og víðlesinn, kvað umrædda bók Gunnahs: “Merkidega, sögulega skáldsögu”, og ^fleiri gagnrýn- endum féllu svipuð orð. Saga Borgarættarinnar er stór- um samandregin í þýðingunni o!g kallast “Guest jthe One Eyed” (Gestur Eineygði). Vakti hún athygli lesenda og ritdómara. Þýðingin er líka mjög vel af hendi leyst; en hana ,annaðist W. W. Worster. Veit eg ekki betur, en að þann sé kennari í Norður- landamálum við Edinborgar há- skóla. Hefir hann ritað um ís- lenzka nútíðar rithöfunda í “Ed- inburgh Review” og víðar, bæði af þekkingu ;og skilningi; skáld þau, sem hann tekur til meðferð- ar, hleður hann ei!gi lofi né lasti; hann túlkar rit þeirra og lífs- skoðanir eins og sönnum ritdóm- ara samir. Um ensku útgáfuna af Sögu Borlgarættarinnar hnigu dómarn- ir mjög á einn veg. í merkistíma- ritinu “Outlook” var svo að orði komist, að í þessari skáldsögu væri að finna bæði ímyndunar- auðlegð og hugsana. En ritdóm- ari “New York Times” sagði, að hughrærinlgum og athöfnum öll- um væri svo glögglega lýst, að sögupersónurnaii Isitæðu lifandi fyrir sjónum lesandans. Er það mikið lof um hvaða skáldsögu sem væri. Ýmsir ritdómarar lögðu einnig áherzlu á það, að Gunnari tækist einkar vel að lýsa umgerð sögunnar, baksviði hennar, ef svo má að orði kveða, landinu og þess. “Sælir eru einfaldir” hefir þó hlotið hvað mest hrós skáldsa'gna Gunnars á ensku. Nefnist sagan “Seven Days’ Darkness” (Sjö dægra myrkur) í þýðingunni. En nafnið er auðvitað dregið af eld- gosmyrfkri því, sem hvílir yfir sögusviðinu; þó er hið uppruna- lega heiti sögunnar miklu betur valið, bendir til þess, sem er kjarni hennar. Annars er þýð- ingin nákvæm og lipur og blæ frumritsins víða vel haldið. Enskir og amerískir ritdómarar eru sammála um það, að hér sé um merkilegt skáldrit að ræða; sumum þeirra þykja þó rökræð- urnar um dauðann, annað líf og önnur huglæg efni fremur spilla en bæta, að þær tefji um skör fram eðlilega rás viðburðanna. Er sú aðfinsla á nokkurm rökum bygð. En það er þá líka það ! /Etti eg valið Eft,ir Richard Beck. Eg veit, a<<5 örninn “flýgur fugla hæst” og fránar sjónir hvessir efst af tindum, að þrótt hann teygar lofts af tærstu lindum og lyftist, vængja-prúður, sólu næst. Eg veit lians útsýn víðlend er og glæst, að vora jörð í tingnar-ríkum myndum hann brosa lítur; frjáls með vorsins vindum hann vegu kannar; siglir himin-hæst. En fyrir svana fegurst söngva-kvakið eg feginn gæfi arnar-vængjatakið. “Perlur”. I helzta, sem bók þessari hefir ver- ið fundið til foráttu. Stórblaðið “New York Times” segir að Sælir eru einfaldir sé óneitanlega áhrifamikil skáld- saga, og bætir því við, að Gunn- ar hafi hér brugðið upp ágætri mynd af heilum hóp manna und- ir áhrifum þungrar áþjánar, landfarsóttar og eldgoss. En ‘‘Saturday Review of Literature” fellir meðal annars þann dóm á bókina, að hún sé “afar óvenju- leg saga, vægðarlaus en hrífandi.’1 Aðrir gagnrýneindur draga at- hygli lesenda að innsæi Gunn- ars í sálarlíf sögupersónanna — sálskygni hans — og djúpum skilningi á mannlegu eðli. “Frændur eru frændum verst- ir” segir hið fornkveðna, en hér sannast það eigi. 4 Örlátasta lof- ið um “Seven Days’ Darkness” kom frá Dr. 0. E. Rölvaag, Norð- manni að ætt og uppruna, pró- fessor í norskri tungu og bók- mentum við St. Olaf College í Minnesota. Hann er maður lærð- ur vel og auk þess kunnur víða um heim fyrir skáldsögur sínar um brautryðjendalíf Norðmanna í Vesturheimi; hafa þær komið út á mörígum tungumálum og hvar- vetna holtið ósparb hrós. Þykja eigi aðrir hafa ritað af meiri þekkingu, dýpri skilningi eða -ríkari samúð um nýbyggjalíf í Vesturálfu heldur en itölvaag, enda er hann gæddur miklum sagnaskálds hæfileikum. Þar við bætist, að maðurinn er langt frá að vera glapmáll flysjungur. Ummæli hans um Sælir eru ein- faldir, eru því sérstakle!ga eftir- tektarverð, en þau eru á þessa leið: leið: “Skáldsaga þessi ætti að hljóta sess meðal sígildra (klass- ískra) rita heimsins (the world’s classics)i. Hún á þar réttilega heima.” Og þessi dómur birtist í ritfregnahefti “The New.York Tribune”; er það blað hvort tveggja í senn, víðlesið og mikils virt. Það er ánægjulegt að sjá ís- lenzka rithöfuuda fara eldi um ný lönd. En hróður hvers íslend- ings er hróður íslands. Og víst er um það, að skáldsögur Gunnars Gunnarssonar, .sem á ensku hafa verið þýddar, hafa aukið veg þjóðar hans o!g lands. Augu enskumælandi lesenda eru farin að opnast fyrir því, að ísland eigi nútíðarbókmentir, sem gaum- ur sé gefandi. Margar fyrir- spurnir, sem mér hafa borist á liðnum vetri, eru órækur vottur þess, að svo er hér í Bandaríkj- um. En Alþingishátíðin hefir einnig átt drjúgan þátt í að vekjá þann áhuga. Það eru menn eins og Gunnar Gunnarsson, sem glæða þá von, að sá dagur sé í nánd, að lsland eignist á ný heimsfrægar bók- mentir. ______________ Hefir skildingaráð Frétt frá Hamilton, Ont., seg- ir, að kona þar í borginni, Miss Jeanette Lewis að nafni, sé að semja við stjórnina í Nýfundna- landi um lán er nemi $109,000,000. Sé fréttin ,sönn, að Miss Lewis geti lánað svona mikið fé, þá er húnj áreiðanlega töluvert vel efnuð. Borgarát j órakosningar í Winnipeg Þær fara ekki fram fyr en seint í nóvember, en nú þegar er tekið að undirbúa þær. Félagið Civic Progress Association, sem nú síð- ustu árin lætur bæjarstjórnar- kosningar mikið til sín taka hef- ir þegar útnefnt T. R. Deacon sem borgarstjórefni og hann hefir tek- ið þeirri útnefningu. T. R. Deac- on var borgarstjóri í Winnipeg árin 1913 og 1914, svo hann hef- ir töluverða reynslu í þessum efnum. Þótti hann nýtur borg- arstjóri og hefir gott traust sam borgara sinna. Dagblöðin í Win. nipeg taka þessari útnefningu vel. Free Press heldur, að bezt sé að kjósa Mr. Deacon umsvifa- laust og í einu hljóði, þegar þar Eldsvoði og manntjón að Gardar, N.D. Klukkan að ganga fimm á föstu- dagsmorguninn, 3. sept., vakn- aði fólk í Gardar þorpinu við að kviknað var í “poolroom og con- fectionery” búð Einars Samúels- sonar. \ Var strax gerð tilraun til að brjótast inn í bygginguna, því í bakenda hennar hafði Einar svefnherbergi sitt. En eldurinn var þá orðinn svo magnaður, að ekki varð komist inn. Einnig var undinn bráður bug- ur að því, að síma eftir hjálp úr nágrenninu og frá Edinburg, og ekki leið á löngu þar til mann- söfnuður allmikill var kominn á staðinn og svo slökkviliðið frá Edinburg. Samt var eldurinn þá búinn að ná sér niðri í næstu byggingu. Var sú bygging mylna (flour and feed mill)., en þar inni var gasolingeymir, sem fljótt sprakk. Við það rigndi logandi olíunni yfir næstu bygginguna, sölubúð G. J. Davidson, og brann hún einnig til kaldra kola á lít- illi stundu. Klukkan sex var eld- urinn um gar§ genginn, nema hvða enn logaði í rústunum. Hugboð manna um, að Einar Samúelson mundi hafa verið í byggingunni, sem fyrst brann, reyndist satt, því miður, því lík hans fanst þar. Rétt hjá líkinu lá slökkviáhald, svo útlit* er fyr- ir að hann hafi vaknað við eldinn og reynt að slökkva hann, en yf- irbugast af reyk eða gasi. Er það þeim mun sennilegra, þar sem hann var ekki frí við “athsma”. Um upptök eða orsakir eldsins vita menn ekki. Byggingin fyrsta sem brann, var í nokkurri elds- ábyrgð^ Á hinum tveimur var ábyrgðin lág. lEinar heitinn var jarðsunginn á laugardaginn fimta september, að viðstöddu fjölmenni. Séra Har- Haraldur Sigmar jarðsöng. Reikningar jafnaðir Hinn 10. þ. m. lagði Snowden, fjármálaráðherra Breta, hið nýja fjárlagafrumvanp fyrir þingið. Það er í stuttu máli þannig, að í staðinn fyrir stórkostlegan tekju- halla, sem stjórnin horfði fram' á, er nú gert ráð fyrir töluverð- um tekjuafgangi. Er þetta gert á tvennan hátt, bæði með því að lækka útgjöldin í ýmsum greinum og hækka skattana, sem voru þó ærið háir áður. Mr. Snowden fylgdi fjármálafúumvarpinu úr hlaði með langri ræðu. Sagði hann að þetta væru einhver þyngstu sporin, sem hann hefði stigið á æfi sinni. Það væri ann- að en gaman, að heimta af þjóð sinni, að hún legði á sig þungar byrðar og frambæri stórar fórn að' kemur og vera ekkert að ir. Að eins sannfæringin um, að braska við það öðruvísi. Tribune hefir ekkert á móti Mr. Deakon, en finst hins ve!gar, að Winnipeg megi ómögulega við því, að missa Ralph Webb, eins og á standi. Það stendur alt af svoleiðis á, á hverju ári. . Hver annar, eða hverjir aðrir kunna að verða í kjöri, mun enn óráðið. Ýmsir eru tilnefndir sem líklegir séu að sækja um stöðuna. U ppskeruáætlun Blaðið Manitoba Free Press gerir ráð fyrir, að hveitiuppsker- an í þremur Sléttufylkjunum verði í þetta sinn 254,230,000 mælar. Hagstofan í Ottawa gerir ráð fyrir að hún verði nokkuð minni, eða 246,400,000 mælar. í fyrra var hveitiuppskeran í þessum fylkjum 374,500,000 mælar, en 404,000,000 mælar að meðaltali á árunum 1925—29. Hvað fylkin snertir hvert um sig, þá er upp- skeran- langbezt í Alberta, eða 16 i mælar af ekru; í Manitoba 11 i mælar, en í Saskatchewan ekki nema 8% mælir að meðaltali. Alls eru hveitiekrurnar í þrem- ur fylkjunum, sem sáð var í, 23,178,000. !öll önnur uppskera er líka miklu minni heldur en vanalega. Kemur það aðallega til af því, að á stórum svæðum er uppskeran svo sem engin, þar sem þurkarnir hafa verið mestir og verður því meðaltalið lágt, þó uppskeran sé sumstaðar góð og jafnvel á!gæt, eins og sumstaðar í Alberta. Viðsjárverð gróðarfélög Árið 1928 voru í London seld hlutabréf í 284 hlutafélögum. Almenningur keypti hluti í þess- um félögum fyrir 117,000,000 sterlinlgspund. Allir jætluðu að græða á þessu, héldu að hluta bréfin mundu hækka í verði, eða þá að minsta kosti gefa góðan arð. í maí 1931 var þetta mikla fé komið ofan í sextíu og sex miljónir punda. Sjötíu af félög- unum voru hætt að vera til og eignir þrjátíu og sex annara voru mjög vafasamar og í óvissu. Jarðrækt í Berlín Berlín hefir meira en fjórar miljónir íbúa, sem flestir lifa á alt öðbu en jarðrækt, eins' og borgarbúar venjulega !gera. Samt á borgin 44,900 ekrur af landin innan sinna takmarka, sem er ekki bygt, en ræktað. Það sem aðallega er ræktað á þessu landi, eru kartöflur og gul- rætur (carrots)i. Árið sem leið fengu Berlínarbúar upp úr þessu landi 28,600 ton af kartöflum og 17,600 ton af gulrótum. Þar að auki fengu þeir 8,800 ton af korntegundum, heyi og fóðri. Churchill Nú er mikið af hveiti komið til Churchill og er verið að hlaða þar tvö skip, sem eiga að flytja hveitið til Englands. Þessi tvö vöruflutningaskip, sem að fyrst verða til þess að flytja hveiti frá þessari nýju höfn, heita Farn- worth og Warkworth; á hið fyr- nefnda að leggja af stað hinn 20. þ.m., en hið síðar nefnda 25. þ.m. Annað skipið kom frá Newcastle og var þrettán daga á leiðinni og !gekk ferðin ágætlega. Er haft eftir skipstjóranum, að hann teldi þetta litla hættuför, því að hann hefði ekki orðið annars var, en að leiðin væri auðveld, og haf- ís hefði alls ekki orðið skipinu til tafar, eða neinna óþæginda. Þess hefir ekki verið getið, hvert þessir hveitifarmar eigi að fara, en haldið er að þeir eigi að fara til Liverpool. ----------- / Fiskur í flóanum Það hefir farið nokkuð tvenn- um sögum um það, hvort fisk væri að finna í Hudsonsflóanum, eða ekki. Stjórnin hefir látið rannskaka þetta, en jafnvel þeim, sem það hafa gert, hefir ekki borið saman. Þó mun því alment vera trúað, að þar sé að minsta kosti mjög lítið um fisk. Nýkom- in frétt frá Churchill bendir þó á nokkuð annað. Þar segir, að norskir fiskimenn hafi komið til Churchill með 2,300 pund af laxi, sem þeir höfðu veitt þar ein- hvers staðar í Igrendinni. Það sýnir, að þarna er þó eitthvað af fiski. \ þetta væri al'gerlega nauðsyn- legt, gerði sér mögulegt að leggja fram sjíkt f járhagsfriumvarp. Hann væri fyllilega sannfærður um, að þau miklu útgjöld, sem nú væru lögð á þjóðina, væru óum- flýjanleg, til að forðast önnur miklu meiri. Sú breyting á fjárlögunum, sem mestum ágreinjnlgi hefir vald- ið til þessa, er sú, að atvinnu- leysisstyrkurinn (the dole) er lækkaður um 10 per cent. Allur meginhluti verkamannaflokksins berst ákaflega gegn þessu og einnig því, að hækkað er það gjald, sem verkamenn þurfa að leggja fram af launum 1 sínum til þessara þarfa. Stjórnin lítur hins vegar svo á, að öll þjóðin, fátækir og ríkir, eigi að taka sinn þátt í því, að rétta við fjárhag- inn. Þá er o'g mikið fé sparað með launalækkun og verða marg- ir fyrir því, þar á meðal eru laun ráðherranna lækkuð um 10 til 20 per cent. og laun þingmannanna úr $2,000 á ári ofan í $1,800. Mörg fleiri útgjöld eru lækkuð til mikilla muna. Er gert ráð fyrir, að þessi útgjaldalækkun nemi $110,000,000 ári og $350,- 000,000 á næsta ári. Þá eru beinir og óbeinir skatt- ar mikið hækkaðir, sérstaklega tekjuskatturinn og skattfríar tekjur miklu minni en áður. Tekju- skatturinn er hækkaður um sex pence til fimm shillings á hverju sterlingspundi, eftir því hvað tekjurnar eru miklar. Þá hefir takmarkið á skattfríum tekjum verið lækkað úr $1,125 hjá kvænt- um mönnum ofan í $675, og úr $675 ofan í $500 hjá ókvæntum. Einnig er undanþágan fyrir börn á ómagaaldri færð úr $300 og $250, ofan í $200. Þá er og skatt- ur hækkaður á öli, tóbakslaufi og ýmsu fleira. Gert er ráð fyrir að þetta auki tekjurnar um $202,500,000. Ýmislegt fleira en það, sem hér er talið, er gert til að draga úr útgjöldunum og auka tekjurnar. Eins og áður hef- ir verið tekið fram, liggur ekki nærri, að stjórnin hafi óskift fylgi þingsins, því verkamanna- flokkurinn er henni mjög and- stæður, en hún virðist engu að síður hafa öruggan meiri hluta. Sérstakur flokkur prédikana verður fluttur í Fyrstu lútersku kirkju all-marga sunnudaga þá, sem nú fara í hönd, kl. 7 síðdegis. Verður aðal-efni allra þeirra prédikana: GUÐSRÍKI. Efninu verður skift í þessa sjö þætti: 1. Sunnudaginn 20. september: '‘Upphaf ríkisins hér i heimi” 2. Sunnudagin.n 27. september: ‘‘ Konungur ríkisins.” 3. Sunnudaginn 4. október: “Þegnar rikisins.” 4. Sunnudaginn 11. október: “Löggjöf ríkisins.” 5. Sunnudagúnn 18. október: “ St ofnam r ríkisin s- ’ ’ 6. Sunnudaginn 25. oktúber: “Útbreiðsla ríkisins.” 7. Sunnudaginn 1. nóvember: ‘ ‘FuUkomnan ríkisjns. ’ ’ tslenzku fólki í Winnipeg er vinsamlega boðið að hlýða á þessi erindi. Þau taka við, eitt af öðru, að efni til, og þyrfti því helzt að hlýða á þau öll, til þess að njóta þeirra. Bandaríkjapeningar í útlöndum í árslokin 1930 nam sú fjár- upphæð sem Bandaríkjamenn áttu í útlöndum, $15,170,028,000. All- Gandhi kominn til London Annar Indlandsfundur (round table conference) hefir verið sett- ur í London. Verður þar, eins og ir þessir peningar höfðu verið á samskonar fundi í fyrra, rætt sendir út úr landinu í því skyni um Indlandsmálin af fulltrúum að ávaxta þá. Af þessari afar- Breta og Indverja og reynt að miklu upphæð eru $3,941,693,000 komast að einhverrie hppilegri í Canada, miklu meira fé en í og friðsamlegri niðurstöðu í því nokkru öðru einu landi. Sýnir mikla vandamáli. Einn af full það, að Bandaríkjamenn eru ó-,trúum Indverja er Gandhi, sem ragir að ávaxta penin!ga sina í ^ ekki sótti fundinn í fyrra og þótti Canada. Hér er ekki átt við alla|þá mikið ávanta, að hann skyldi Islandsátjórnin nýja Reykjavík, 22. ágúst. Um leið og þingfundir hófust í gær, tilkynti forsætisráðherra deildunum báðum þá breytingu á ráðuneytinu, að Sigurði Krist- inssyni atvinnumála ráðherila, hefði samkvæmt beiðni, af kon- ungi verið veitt lausn frá starfi hans í ráðuneytinu, en jafnframt væri þeir Jónas Jónsson og Ás- geir Ásgeirsson, eftir tillögu for- sætisráðherra skipaðir til að taka þar sæti. Verkaskifting í ráðu- neytinu, eins o!g það er nú skip- að, er þessi: Tryggvi Þórhalls- son forsætisráðherra, fer með at- vinnu- og samgöngumálin. Jónas Jónsson er dóms-, kirkju- og kenslumálaráðherra, 'Ásgeir áþ- geirsson er fjármálaráðherra. — Timinn. Góður geátur Prófessor Frederick W. Peterson, ekki vera þar. Daginn, sem fund urinn var settur, tók Gandhi ekki til máls, en sat þar þe!gjandi Ekki hefir hann breytt búningi sínum þó hann sé í Lonclon, en er eins fáklæddur eins og þegar hann er heima hjá sér, hefir ekk- ert utan á sér nema beltið, eða stuttbuxurnar, og sjalið, en held- ur mun honum þykja kalt í hinni gömlu byggingu, St. James Palac. þá peninga, sem Bandaríkjaþjóð- in á hjá öðrum þjóðum, því stríðs- skuldirnar eru hér ekki meðtald- ar, en þær námu 15. nóvember 1936, $11,640,000,000. Bandaríkja- menn “eiga víða fé sitt fólgið” í Canada, en mikinn hluta af því eiga þeir hjá stjórnunum, sam- bandSvStyórn og fylkisstjórnum, sérstaklega í Ontario og hjá járn- brautum, en sem stjórnin ábyrg- ist. Einaig hafa þeir lagt afar- mikið fé í ýms félög o!g fyrir- , - . 1 tæki, svo sem verksmiðjur af riair SKattar ýmsu tagi, námaiðnað, orkuvirki Snowden fjármálaráðherra var og margt og margt fliera. á mánudaginn í þessari viku að gera brezka þinginu grein fyrir, hve mikið fé auðmenn á Breb- landi þyrftu að borga í tekju- skatt samkvæmt nýju fjárlögun- kennari í enskum bókmentum viðj um_ Hann tók dæmi af manni, ríkisháskólann í Michigan, var hér, sem væri 45 4ra að aldri> kvænt- á ferð í vikunni sem leið og fram ur 0g ætti þrj4 börn, og tæki inn yfir helgina, og fór heimleiðis á þriðjudaginn í þessari viku. Með honum var séra Guttormur Gutt- ormsson 0g ferðuðust þeir í bíl. Prófessor Peterson er að læra ís- lenzku og séra Guttormur er kenn- ari hans. Jafnframt og hann lær- ir íslenzku, lan'gar hann til að kynnasfr Islendingum og í þeim til- gangi fór hann þessa ferð. Fór hann fyrst til Minneota, þaðan um árlega $250,000 í rentur af $5,000,000, sem hann ætti úti- standandi. Af þessum fimm miljónum þyrfti hann fyrst að borga $62,040 í tekjuskatt og $79,785 í aukaskatt, eða alls $142,825 á ári. Ef hann vildi tryggja þessa eign sína., $5,000,000, gegn erfðaskatti, þegar hann félli frá, þyrfti hann að borga fyrir það $125,700, eða alls um $267,525 á ári, sem er $17,525 fram yfir tekjurnar Ef hann trygði ekki eign sína gegn erfðaskatti, þá hefði hann að vísu $108,175 árstekjur, en ríkið tæki meira en þegar hann félli frá. Frá íslandi íslenzku bygðina í North Dakota, þá til Argyle, Winnipeg, Selkirk, Gimli, Riverton og Árborg. Prófessor Peterson lét ágætlega af ferðinni og sagðist hafa haft mikla ánægju af að kynnast ís- lendingum og ferðast um bygðir þeirra. Hann var líka svo hepp- inn, að fá ágætt veður alla leið og vegirnir eru í bezta lagi, og leið- Sænskur veðurfræðingur, Sand- sögumann hefði hann naumast get- ström að nafni> kom hingað m að valið sér betri en séra Gutt- Reykjavíkur ekki al]g fyrir löngu> orm. Prófessor Peterson er skemti-L þeim erindum> að athuga sjávar. leguý ™aður og hinn prúðasti í hitann hér um slóðir. Komst hann allri framkomu og má óhætt að þeirri niðurstöðu, að Golf- fullyrða, að Islendingar höfðu straumurinn er í sumar með allra ekki síður ánægju af að kynnasý kaldasta móti. Ekki telur veð- honum, en hann þeim. Tvisvar, urfrasðingur þessi, að ganga megi hefir hann komið til íslands, 1925 að J”? v}\su’ að T?.8r4*taJerði hé/ með kaldara moti, af þessum á- og 1930, og gerð! rað fyrir að tæðum> því hitar og úrkomur hér fara þangað enn á næsta ári.|4 landt farl frekar eftir því Honum er áreiðanlega alvftra, að hvar lægðir eru, heldur en eftir læra íslenzku og kynnast íslenzk- hitastigi sjávar, ‘ þ. e. a. s. eftir um bókmentum. Mun hann nú “bvaðan vindur blæs”. En þegar kominn töluvert á leið í þeim efnum. Hann, er Banda- rikjamaður, en sænskur að ætt. hitt telur hann líklegt, að óvenju- lega kaldur Golfstraumur leiði af sér óvenjulega stilt veður. — Mgbl.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.