Lögberg - 17.09.1931, Side 3

Lögberg - 17.09.1931, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEJVÍBER 1931 Bls. 3. ▼ 1 Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir böm og unglinga B L E I K U R. Þegar eg flutti alfarinn til Iieykjavíkur árið 1881, settist eg að hjá mági mínum, Sig- fúsi Eymundssyni, ljósmyndara. Hann liafði mikið yndi af. góðum hestum, þótt ekki væri hann reiðmaður að sama. skapi. Þó fann hann jafnan í því efni, sem öðru, hvort að honum sneri handarbak eða lófi, eða með öðrum orð- um: hann kunni að feta ágæti hesta sinna og sýndi alt ,af mikla leikni, er hann greip þá til kostanna. Þegar eg kom til Sigfúsar, átti hann, ásamt fleiri gæðingum, lítinn hest bleikan, er hann liafði keypt fyrir mörgum árum norðan úr Skagafirði af Bimi í Hjaltastaðahvammi, föð- ur frú Kristínar Símonarson, sem lengi átti lieima hér í bæ, en nú er nýle£a látin. Bleikur var að ýmsu leyti einkennilegur í háttum sínum, vitur með afbrigðum og kost- irnir að sama skapi, enda mun óhætt að segja, að hann hafi verið með allra beztu og snjöll- ustu gæðingum, er þá voru uppi. Fjörið afar- mikið og skjótleiki á skeiði eða stökki, tals- vert meira en í meðallagi. En tölt hafði hann ekki, enda var sá gangur fágætur í þá daga. Eg sagði áðan, að Bleikur hefði í mörgu verið einkennilegur, og skal eg þá reyna að færa sönnur á það, og tína það helzta til, er eg man um liann og einkennilegt þótti. Vísu lærði eg fyrir nokkrum árum, sem mér finst að getað hefði verið kveðin um Bleik. Hún er svona: “Farðu vel með folann minn, fæstum reynist þægur; hann er eins og heimurinn, hrekkjóttur og slægur.M Bleikur var styggur, beit og sló og hafði oft alt ilt á homum sér þegar átti að handsama hann. Þó sýndi hann sig í engu slíku við hús- bónda sinn, en hins vegar geri eg ráð fyrir, að hann hefði aldrei látið Sigfús ná sér úti á víða- vangi, enda reyndi karlinn það ekki. Það kom á mig og fleiri unglinga, að sækja Bleik og ná honum, og gekk það misjafnlega vel. Aldrei kunni Bleikur við sig undir söðli, var þá latur og treggengur, brá fyrir sig brokki, skifti um gang og jafnvel víxlaði, ,sem hann annars aldrei gerði, enda sóttusjtj konur lítt eftir honum til reiðar. Þegar hann stóð á hlaði, söðlaður, iþá engdi hann niður höfuðið ólund- arlegur, og gat þá engum ókunnugum komið til hugar, að þar væri um afburða gæðing að ræða. Yfir liöfuð gerði hann sér mannamun og var sérstaklega ódæll og óráðþæginn við alla ókunnuga, svo að erfitt var fyrir þá, að koma nokkuru tauti við hann; hljóp hann þá stund- um með þá út úr götunni og liafði ýmsa aðra hrekki í frammi. En þegar menn fóru að kynn- ast honum, var annað uppi á teningnum. Þá komu kostirnir í ljós, og þeir vom bæði miklir og margliliða, og þá sýndi hann aldrei annað en það, sem hvern gæðing má prýða. Það tíðkaðist þá á sumrum, eins og nú, að þeir Reykvíkingar sem gátu, riðu eitthvað upp í sveit á sunnudögum, sér til liressingar og sálu- bótar. En vegna. þess að eg var þá bundinn við ljósmyndasmíði komst eg aldrei af stað fyr en um nón; fram að þeim tíma varð eg að “af- mynda fólkið.” Einn sunnudag sem oftar reið eg upp í Mosfellssveit, ásamt fleirum. Eftir einum samferðamanninum í það sinn man eg sér- staklega vel vegna Bleiks. Maðurinn var Gunn- ar Þorbjörnsson, ættaður frá Steinum í Borg- arfirði; hann varð síðar kaupmaður hér í bænum og mörgum að góðu kunnur. Gunnar hafði snemma mætur á góðum hestum, enda sendi faðir hans lionum oft ágæta hesta. Þennan umrædda sunnudag reið Gunnar rauðum fola, 6—7 vetra gömlum; var folinn léttvígur, viljaharður og röskur vel. Þegar við komum upp úr Reiðskarði hjá Artúnum, fór- um við gamla veginn eins og leið liggur niður að Grafarvog. A melunum var venja að spretta úr spori og hleyptum við báðir. En um leið og Rauður tók á rás, þaut Bleikur með mig út úr götunni og vildi hvergi fara. Þóttist eg vita, að hann teldi sig ekki hafa í fullu tré vð Rauð, svo að eg lét hann sjálfráðan og hugs- aði mér að bíða þangað til að eg fyndi að Bleikur vildi sjálfur grípa sprettinn- Þess var heldur ekki langt að bíða, því að þegar komið var upp á melana héma megin Korpúlsstaða, fór Bleikur að skjóta til eyrurn og varð þá nota- lega léttur í taum og spori. Sagði eg þá við Gunnar, að við skyldum hleypa aftur, því að eg fann á öllum hreyfingum Bleiks, að liann mundi ósmeykari en í fyrra skiftið. Enda fóru leikar svo að liann skiídi Rauð rækilega eftir. Þá var Bleikur 21 vetra og farinn að hærast. Ekki man eg eftir því, að eg sæi nokkuru sinni þreytu á Bleik, og var þó ekki hægt að segja, að honum væri' sérstaklega hlíft eða mulið undir liann. En alt af fór Sgfús vel með Bleik og sýndi honum ýmiskonar nærgætni. Til dæmis lét hann Bleik aldrei synda yfir stórárnar austanfjalls, þó að hinir hestarnir í förinni yrðu að gera það. Teymdi Sigfús klár- inn með öllum reiðtýgjum út í ferjuna, og þar stóð Bleikur með höfuðið í handarkrika hús- 'bóndans og 'bærði ekki á sér fyr en báturinn kendi krunns; þá lyfti hann sér yfir borðstokk- inn og stökk á land, rétt eins og hinir far- þegarnir. Venjulega var Bleikur hagaspakur, bæði í heimahögum og á ferðalagi. Og á meðan eg var bonum samvistum, vissi eg ekki til, að hann stryki nema einu sinni. Það var í ferðalagi til Akureyrar 1882- Þá kom hann í Skagafjörð eftir 91—10 ára dvöl hér syðra og hafði aldrei komið þangað frá því hann var seldur suður. Við gistum í Vallholti, en þaðan strauk hann um nóttina heim til æskustöðva sinna í Hjalta- staðahvammi, og þekti ein af dætrum Björns gamla hann í hlaðvarpanum þegar komið var á fætur um morguninn. Svona var átthaga- ástin sterk, og mfnningamar gömlu lokkandi, þrátt fyrir a'lt dálætið syðra og hugulsemi húsbóndans. Út um hagana fór Bleikur einförum, sam- lagaði sig aldrei öðrum hestum og hneggjaði aldrei til þeirra né -félaga sinna, er hann átti þó samstöðu með vetur eftir vetur. Eg var Bleik samtíða um tíu ára skeið og allan þann tíma lieyrði eg hann hneggja að eins einu sinni, og það var í síðasta sinni, er honum var slept upp úr bænum. Bleikur va r aldrei, allan þann tíma, fluttur í haga, heldur slept við hús Sigfúsar á Læjargötuhorninu; velti hann sér þá venjulega nokkram sinnum á Lækjar- torgi, tók síðan á rás og skokkaði hröðum fetum upp að Búastöðum. í síðasta sinn, er Bleik var slept í Reykja- vík, sneri hann sér vjð á lækjarbrúninni og hneggjaði einu sinni eða tvisvar. Hneggið var einkennilega hátt og hvelt, svo að ekki var ann- að hægt, en að veita því eftirtekt! Það var engu líkara, en að hann væri að kveðja hús- bónda sinn og aðra vini. Eftir það hélt hann leiðar sinnar og nam ekki staðar fyr en inn í Bústaðahögum. Nokkrum dögum síðar var hann tekinn inn á Bústöðum og farið með hann upp í Borgarfjörð. Andrés Féldsted á Hvítái*völlum var góð- vinur Sigfúsar og honum einum trúði Sigfús fyrir því að skjóta Bleik. Þá var Bleikur 23 vetra, er liann féll. Andrés gerði útför hans myndarlega, og lét heygja hann að fornum sið. Sló hann upp veizlu, bauð til sín vinum sínum og var erfi Bleiks drukkið með rausn og prýði- Stóð haug- urinn á háum ási og varða hlaðin þar á ofan, sem eg býst við að standi að einhverju leyti emi. —Dýrav. Dan. Daníelsson. \ Gettu gátu. Senn er amma sjötug, senn er mamma fertug! afi minn er áttræður, en hann pabbi fimtugur. Þegar eg verð þrítug þá er mamma sextug- ■gettu hvað eg gömul er, gættu ’ að hvað eg sagði þér. S. J. J. — Sólskin. URÐARKETTIR. Ýmsum finst eflaust nafnið ljótt, en um það tjáir ekki að fást. Það var vorið 1927, að gæzlumaður stúkunn- ar vakti á fundum máls á gönguferðalögum og þá sérstaklega fjallaferðum. Hvatti hann fé- laga til þeirra. Benti á, að útlendingar þeir, sem fjarri fjöllum búa, sækja í stórhópum til fjallalanda, t. d. Sviss og Noregs, til að njóta f jallasólarinnar og þeirrar hressingar, er fjall- göngmr veita. Kvaðst hann mundi beita sér fyrir málinu eftir getu- Yegna veikinda hans varð ekki af framkvæmdum, fyr en vorið 1928. Félagar höfðu afspum af útferðum skáta. Er ætlunin, að Urðarkettirnir verði skátaflokkur, þegar tækifæri býðst. Urðarkettir eru ekki félag með skrifuðum lögum eða ákveðnum fjárframlögum. Flokkur- inn hefir engin fjármál. Hver, sem vill, getur tekið þátt í honum, með því einu, að mæta eftir því sem ákveðið er, og lilýða stjóm foringja síns. Hins vegar kemur ekki til að foringi stjórni, nema þar sem vandfarið er. Þá veltur líka á, að hlýtt sé tafarlaust. Alls liafa mil'li 20 og 30 tekið þátt í ferðum til þessa. Urðarkettir hafa klifið flesta tinda kringum Seýðisfjörð og oft upp suma. Ýmsir munu spyrja: Hver er árangurinn? Því er fljótsvarað. Ótal skemtilegar endurminningar um dá- ■samlegt útsýni, um erfiðleika, sem voru yfir- stignir, um ágæta félaga, um byltur sem menn skellihlógu að, um fótskriðu með ægihraða niður snarbrattar fannir, um myndatökur og síðast en ekki sízt dásamlega endurminningu sálar og líkama, þegar bygðin er langt fyrir neðan mann, en háfjallasólskinið, miklu sterk- ara en niður í bygðum, bakar mann. — Æfin- týrin gerast allstaðar í slíkum ferðum. Þegar þetta er ritað, hafa Urðarkettir far- ið sína fyrstu ferð á árinu, þrír saman, og þeg- ar þetta birtist, eru líkindi til, að allmargar ferðir hafi verið farnar.. Meðal annars hafa Urðarkettir farið í Fjarð- arskóg í Mjóafirði, en í þær tvær ferðir hafa að eins fjórir farið, Vonandi tekst að fjöl- menna þangað á sumri komanda; það marg- borgar sig. Framundan er nú sumarið með öllum sín- um unaðsemdum. Eg vona, að æskulýður Seyðisfjarðarkaupstaðar beri gæfu 'til að bergja æ betur á þeirri dásam'legu heilsulind, sem fjallafarimar eru. Þá mun vel fara. —Smávi FjcAlla-Foggi. G A F U Ð Á LF T. 1 fyrra vor tók verkamaður einn, sem vinn- ur suður við Tjarnarenda, upp á því að gefa álftarunga brauðmola. Bleytti hann brauðið í skál, er hann hafði meðferðis, en lét svo álft- arungann éta úr lófa sínum. Varð unginn mjög hændur að manninum og undi hvergi alt síð- astliðið sumar nema við fætur hans. Svo kom haustið og allar álftirnar voru teknar í burt og settar í vetrardvöl. Veturinn leið og svo kom aftur vor og álftahópurinn kom aftur á Tjörnina einn góðan veðurdag. Ein álftin tók sig þegar út úr hópnum og kom kvakandi og baðaði vængjum til verkamannsins. Nuddaði hún höfðinu við fætur lians og elti hann hvert sem hann fór eftir það, nema á kveldin, er hann fór heim. 1 kaffi-hléunum á morgnana og eftir miðjan dag settist maðurinn inn í skúr, og þangað elti ál'ftin hann og beið hans meðan hann drakk kaffið. Um hádegið, þegar hann fór heim í mat, elti álftin hann og beið við hús- dyr hans meðan hann mataðist, en maður þessi á heima rétt við Tjörnina. Og þegar menn koma suður að Tjarnar-enda og ætla að tala við verkamanninn, kemur álftin hlaupandi og lemur gestina með vængjunum og bítur þá- Hleypur hún þá í kringum verka- manninn og vill auðsjáanlega vernda hann fyrir ónæði hinna ókunnugu. Einr( dag var bygt ”port” tvið heimili verkamannsins, og næsta dag, þegar hann fór heim til máltíðar, tapaði álftin af honum inn í portið. Hélt hún áfram vaggandi að næstu þvergötu, en þar þekti hún sig ekki og leit því við, en þá var verkamaðurinn horfinn. Kipt- ist hún þá við og gargaði mikið, baðaði vængj- unum og skoðaði húsin beggja megin götunn- ar. Sá kona nokkur þetta, sem vissi um fylgi- spekt álftarinnar, og sagði verkamanninum til. Varð hann að standa upp frá mat sínum og fara út á götuna, en er álftin sá hann, kom hún lilaupandi til hans og beið lians eins og vant var. — Sýnir þetta gáfur fuglsins og trygg- lyndi. — V. S. V. — Dýrav. B ö R N . (Eftir Longfellow.) Ó, komið þið, börnin mín blessuð!— Mér berst ykkar leikhljóð svo kært, að þungbærar liugsanir hverfa og hjartað er lífstraumi nært. Þið opnið mót austrinu glugga, þar ómyrkrað lífssunna skín. Hver hugsun er syngjandi svala og sólveigar streyma til mín. 1 sál ykkar söngfugl á lieima og sólskin og streymándi lind; í hjarta mér haustvindar næða um hrímgaðan öræfatind. Ó, hvað væri’ oss lífið þá lengur, ef litum ei hlæjandi barn? Sem frjóvana firnindi’ að baki og framundan gróðurlaust hjam. Sem laufblöð, er loftstraumi nærast og ljósgeislum viðinn fá skreytt, þá trjákvoðu tímanna tengur í trjástofiy og lim hafa breytt. Já, þannig sem ljósfögur lífsblöð á litverpum, hrörnandi stofn þá sólheima börnin oss birta, er bjó oss hin himneska Lofn. Ó, komið þið, börnin mín blessuð! eg bið ykkur: hvíslið að mér, hvað söngfugl og vindblærinn segja í sólheim, þar líf ykkar er. Því hvað eru störf vor og stríð vort og styrkur og 'bókvit mót því, sem boðið þið, börn, er oss mætið með brosi? — Vor guð er í því. Mót ykkur hin andmestu kvæði með öllu’ eru fegurðarsnauð, því þið eruð lifandi ljóðmál, já, lifandi — liin eru dauð. Sig. Júl. Jóh. — Kvistir. Barnavísa. Elskulega mamma mín, mjúk er altaf höndin þín, tárin þorna sérhvert sinn, sem þú strýkur vanga minn; þegar stór eg orðinn er, alt það launa skal eg þér. Móðurvísa. Lítill drengur lúinn er, lokar auga sínu; hjartans vinur, halla þér •hægt að brjósti mínu. Afmælisvísa. Vinur minn, lifðu sem lengst, lifðu til frægðar og sóma; alt sem er göfugt og gott, gleðjist og hrj'ggist með þér. —S. J. J—Kvistir. 'Tofsssional ^ards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Offlce tlmar: 2—3 Helmill 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœSinffur Hkrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 2—3 Helmili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFÁNS80N islenzkir lögfrœOingar & öCru gölfi 325 MAIN STREET Talsími: 24 963 Hafa einnig skrifstofur aC Lundar og Gimli og eru þar að hitta fyrsta miC- vikudag 1 hverjum mánuCi. * DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. íslenzkur löfffrœOingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 l DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er að hitta ki. 10—12 í. h. og 2—5 e. h. , HeimiU: 373 RIVER AVE. Talslmi: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaöur 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Simi 23 082 Heima: 71 753 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimili: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœöingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hall Phone: 24 5S7 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er aB hitta frfi. kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. lslenzkur iögfræöingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur Tll viðtais kL 11 f. h. U1 4 e. h. og frá kl. 6—8*a8 kveldinu 532 BHERBURN ST. SÍMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. t)t- vega peningalán og elds&byrgO af OUu t&gi. Phone: 26 349 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 ConfederaUon Llfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignlr manna. Tekur aO sér aC ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgC og bif- relCa ábyrgCir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraC samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slml: 28 840 HeimiUs: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlœknir 605 BOYD BLDG., WINNIPEG Phone: 24 171 DR. A. V. JOHNSON lalenzktir Tannlæknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slml: 23 742 Heimilis: 33 328 G. W. MAGNUSSON yudálœknir 91 FURBY ST. Phone: 36 137 VlCtals tlml klukkan 8 tll 9 aC morgninum Björg Frederickson ^ZTcacfjer of tfjc |3iano w Telephone 34 785 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ukklstur og annast um út- farir. Allsr útbúnaCur s& bexU Ennfremur selur hann allskonar mlnnlavarOa og legstelna. Skrlfstofu talslml: 86 607 Heimilis talsimi: 58 301 Hvaðan símarðu? Frans var á ferðalagi. Ein- hverju sinni barst honum í hend- ur blað þaðan, sem hann átti heima, og stóð í því sú frétt, að hann hefði farist af járnbraut- arslsyi. Hann súnar þá undir eins til konu sinnar: — Hanna, hefirðu séð það í blaðinu, að eg hafi farist af járn- brautarslysi? — Já, svaraði Hanna. En hvað- an geburðu þá símað? Eins og fuglinn. Prófessor Piccardi! hitti ein- hverju sinni iðnfræða-afglapa nokkurn, sem þóttist hafa vit á öllum sköpuðum hlutum og lét dæluna Iganga. Piccardi lofaði honum að mala og mælti ekki orð frá vörum. En að lokum ofbauð honum þó, þegar pilturinn sagði: — Maðurinn er orðinn jafnfær fuglunum; alt, sem þeir geta, það getur hann — já, miklu betur! Piccardi hló, klappaði á öxlina á honum og mælti: — Eg vil gjarna trúa þessu, en þér verðið þó að sanna mér það. Og þegar þér sjáið t. d. flugmann, sem hefir sezt á grein, stunigið höfðinu undir handar- krikann og stendur þar sofandi á öðrum fæti, þá, blessaðir, sæk- ið mig undir eins, því að það langar mig til að sjá! KADPIÐ ÁVALT LUMBER Kj* THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENH'V AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offloe: 6th Floor, Bank of Hamllton Chamhers.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.