Lögberg - 15.10.1931, Page 7

Lögberg - 15.10.1931, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER 1931. Bls. 7. Útdrœttir úr sögn íslenzku bygc5arinnar og safnaðanna í Pembina County, North Dakota. Eftir J. J. MYRES. (Framh.> Gunnar J. Hallson er fæddur á Höfða á Höfðaströnd, 29 marz 1853. Hann flutti vestur um haf 1876 til Nýja íslands. í landskoð- un fór hann með föður sínum, Jó- hanni P. Hallsyni, vorið 1878, eins og að framan er getið um, og flutti suður sama vor, eins o!g að fram- an er sagt. Hann nam land í Akra- bygð, rétt austian við línuna, sem aðskilur Akra frá Beaúleu, lítið eitt sunnar en Hallson. Mörg síð- ustu ár föður síns, var hann hjá honum og hjálpaði honum við bú- skapinn. Gunnar er tvígiftur. Fyrri konan, Ragnheiður Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Húsabakka, í Vallhólmi í Skagafj.s.; hún dó úr bólunni í Nýja íslandi 1876. Seinni kona Gunnars var Gróa Sigur. laug Sölvadóttir frá Ytri Löngu- mýri í Húnavatnssýslu. Síðan 1910 hefir Gunnar verið mest hjá systiursonum sínum í Calder, Sask. En flest ár hefir hann komið hingað suður um tíma: Altaf þykir honum Hall- sonbygðin fögur, eins og nafna hans Hámundarsyni þótti Hlíðin forðum, og hugsa eg að Gunnar skoði sig sem útlaga í Canada. — Gunnar var heiðursgestur á 50 ára afmæli bygðarinnar. Jóhann S. Schram er fæddur á Höfða á Höfðaströnd 1852. Hann var sonur Jóhanns P. Hallssonar og Ragnheiðar Pálsdóttur. Hann flutti vestur um haf með foreldr- um sínum 1876 og með þeim til Dakota 1878. Nam landið, sem Hallson-þorp stendur á, með for- kaupsrétti (pre-embption). Hann dó í Hallson í ágúst 1887. Gísli Egilsson er fæddur á Völl- um i Vallhólmi, 1. ágúst 1951, son- ur E'gils Gottskálkssonar og Helgu Gísladóttur. Hann flutti frá Skarðsá í Skagafj.s. vestur um haf 1876 og fór til Nýja Islands. Flutti þaðan til Dakota 1878 og nam land rétt sunnan og vestan við Hallsons landið. Árið 1882 var Coulee póstafgreiðsla lögð niður, ei; Gísli Egilson tók við, var þá pósthúsið nefnt Hallsons pósthús. Gísli hafði póstafgreiðslu í sínu húsi þangað til 27. apríl 1884, að pósthúsið var flutt til J. P. Halls- sonar, og Sigurður Jósúa sá um pósthúsið þar, þangað tdl 20. maí að P. J. Skjöld tók við því. Jón Pétursson Skjöld var þá verzlari í Hallson. Hann byrjaði verzlun sumarið 1 883. Gísli Egilsson flutti burt úr nýlendunni haustið 1888 og fór til Winnipeg, þar dvaldi hann um þrjú ár. Flutti hann svo í Löigbergs nýlenduna í Saskatchewan og stundaði þar bú- skap og einnig húsasmíði. Hann var póstafgreiðslumaður við Lög- berg í mörg ár. Kona Gísla var Ragnheiður Halldóra Pálsdóttir. Hún dó 2. júlí 1917. Gísli var gæddur góðum hæfi- leikum, og kom hann mikið við sögu nýlendunnar öll þau árin, sem hann bjó í henni. Hann dó á heimili sínu við Lögberg 1. jan- úar 1927. iSilgurður Pálsson er fæddur í Elivogum í Skagafjarðarsýslu í september 1853. Foreldrar hans, Páll Guðmundsson og Solveig Jóns- dóttir. Sigurður ólst upp með Jó- hanni P. Hallssyni frá því hann var fárra ára gamall. Fylgdist altaf með honum þangað til fáum árum áður en Jóhann dó, að Sig- urður byrjaði að búa sér. Kona Sigurðar er Sesselja Magnúsdóttir, og er fædd á Fells- erda í Miðdölum 1. júní 184p. Hún flutti vestur um haf 1888 og hefir búið í Hallsonsbygð síðan. Sigurður er sá eini af þeim, sem fluttu til Hallson 1878, sem altaf hefir verið þar s.íðan, o!g hefir hann mikið verið viðriðinn félags- skap bygðarinnar. Hann var heið- ursgestur á 50 ára afmæliæ bygð- arinnar. Bjarni Guðmundsson Dalsted er fæddur á Hamri í Þverárhlíð í Mýrasýslu 26. október 1855. Hann flutti vestur um haf 1876. Kom til Dakota 1877, þegar hann vann á gufubátum, sem gengu á Rauðánni, en hann flutti ekki al- farinn til Dakota nýlendunnar fyr en 1879. Land átti hann í Thingvallabygð og víðar. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Sigríður Gísladóttir, ættuð úr Húsavík. Seinni konan, Guðný Þóra Þorsteinsdóttir, var ættuð úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Bjarni er gáfumaður o!g fróður vel og minnugur. Hann er einn af þeim fyrstu íslenzku friðdómur- um í Dakota nýlendunni, og hefir hann haldið því embætti til skamms tíma. Hann er skrifari \ Advance bygð, og hefir verið um 30 ár eða meir. Hann var heið- ursgestur á 50 ára afmæli bygðar- innar. Jón Jónsson Hörgdal er fædd- ur á Möðruvöllum í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu 8. nóvember 1854. Hann flutti vestiur um haf 1876 og fór til Nýja íslands. Flutti til Dakota nýlendunnar 6. 1878, og var einn af þeim, er hjálpuðu til að byggja Hallsons- húsið og var einn af þeim níu, er fluttu í húsið, eins o'g getið er um hér að framan. Hann nam land í Thingvalla og Akra bygðum, og munu hafa verið 120 ekrur af því í Thingvalla og 40 ekrur í Akra. Jón bjó stutt á þessu landi, en var í Hallsonsbygð nálega öll ár- in, er hann var í nýlendunni, og bjó á landi því, er Karíts móðir hans tók, sem hér á eftir verður getið um. Kona Jóns er Kristrún Hall- grismdóttir Holm, fædd á Skeggja- stöðum í Húnavatnssýslu 1. des. 1861. — Jón á mikinn þátt í sögu Hallsonsbýgðarinnar og hélt þar vandasömum embættum í mörg ár. í samkvæmislíginu til skemtunar átti hann engan sinn líka. Hon- um varboðið á 50 ára afmæli bygðarinnar, en vegna heilsuleys- is gat hann ekki komið, en Krist- rún kona hans mætti á hátíðinni. Þau fluttu til Elfros, Sask., 1918 og búa þar enn. Karítas Árnadóttir, móðir Jóns Hörgdals, sem getið er um hér á undan, var fædd á Brúarlandi á, Höfðaströnd. Hún kom suður til Dakota 6. nóvember 1878, og nam land rétt sunnan við Gíslá Egils- sonar landið. Hún dó 4. septem- ber 1886. Gísli Jóhannsson er fæddur á Vigdísarstiöðum í Húnavatnssýslu 28. júní 1858. Flutti vestur um haf 1874 og fór til Kinmount, Ontario. < Flutti þaðan til Nýja lslands 1875. 1. júlí 1878 kom Gísli suður til Butlers Olsons og var Jón læknir Jónasson frá Saurbæ í Skagafirði með honum. 2. júlí skoðuðu þeir land í kring- um landnám Jóhanns P. Halls- sonar og þeirra félaga, og vestur og suður frá því töluveít langt, og voru þeir í landaskoðun meira og minna í fjóra daga. 6. júlí lögðu þeir á stað norður t»il Nýja ís- lands, og var Jónas sonur Jóns læknis með í förinni. Nokkru seinna flutti Gísli alfarinn til Dakotanýlendunnar og nam land i Akrabýgð. Árið 1882 byrjaði Gísli á verzlun í Hallson, en árið eftir hætti hann við hana, og mun Gísli vera sá fyrsti verzlari í Hallson, og Ásgeir V. Helgason, sonur Baldvins Helgasonar, sem stundaði járnsmíði á Mountain. Síðan hefir Gísli stundað búskap og nálega altaf búið í Hallson- bygð. — Kona Gísla var Metta Nissdóttir, fædd á Njálsstöðum í Húnavatnssýslu 1854. Hún dó á heimili sínu í Hallsonbygð 8. des. 1928. — Gísli var heiðursgestur á 50 ára afmæli bygðarinnar. Árni Þorláksson Björnsson, frá Fornhaga í Hörgárdal í Eyja- fjarðarsýslu, er fæddur 29. apríl 1857. Með foreldrum sinum flutti hann vestur um haf 1874, o'g fór til Kinmount, Ontario. Flutti það- an til Nýja íslands haustið 1875. Hann skoðaði Dakota-nýlendu- svæðið með séra Páli og þeim fé- lögum í maí 1878. Hann flutti •suður til Dakota alfarinn árið 1879 á land, er hann valdi sér árið áður, fjórar mílur fyrir vest- an Pembina, og eftir fá ár flutti hann vestur í Thingvallabygð. Ár- ið 1890 var hann kosinn þingmað- ur fyrir neðri deild North Dakota þings og sat á þingi veturinn 1891. Honum var boðið á 50 ára afmæli bygðárínnar, en hann gat ekki komið. Heimili hans er í Flush- ing., N. Y. Kona hans er ekki ís. lenzk. Kristján G. Kristjánsson er fæddur í Krákugerði í Skagafirði, —7. júní 1850. Hann flutti vestur um haf 1878 o!g fór til Nýja ís- lands. Það sama ár fór hann með séra Páli Þorlákssyni suður til Dakota-nýlendunnar til að skoða sig um, því honum leizt illa á framtíðina í Nýja íslandi, og munu þeir séra Páll og Kristján hafa komið til Pembina 3. des- ember. í marz 1879 flutti Kristj- án sig suður og fór hann og kona hans alla leið gangandi úr Nýja íslandi, í vondri færð, suður til Pembina og báru barn á handlegg sér, og var Pálína með í förinni, sem nú er kona Aðalmundar Guð- mundssonar í Garðarbygð. Nam Kristján land fjórar mílur suð- vestur frá Pembina og bjó þar um fá ár. Flutti þaðan til Thing- vallabygðar, nam þar land og hef- ir búið þar síðan. Kona hans er Svanfríður Jónsdóttir, fædd á Ytri Brekku á Langanesi. Þau voru heiðursgestir á 50' ára af- mæli bygðarinnar. Guðni Tómasson er fæddur í Snóksdal í Dalasýslu 14. desember 1855. Foreldrar hans, Tómas Kristjánsson og Björg Atanasíus- dóttir. Guðni flutti vestur um haf 1876 og settist að í Ontario. Hann flutti til Fembina árið 1878 og vann þar meiri partinn af því ári. Vorið 1879 nam hann land í Akrabygð, með forkaupsrétti (pre- emption). Árið 1885 flutti hann í Advance-bygð, og nam þar land með heimilisrétti. Kona Guðna var Margrét Sigurðardóttir. Hún dó 1818. Guðni hefir heimili sitt í Lamoure-bygð. Honum var boðið á 50 ára afmæli bygðarinn- ar, en gat ekki komið vegna veik- inda. Jónas M. Jónsson, sonur Jóns læknis Jónassonar, er fæddur á Syðsta-Vatni í Skagafirði 1858. Hann flutti vestur um haf með foreldrum sínum frá Saurbæ i Skagafirði 1876, og fór til Nýja íslands. Jónas flutti til íslenzku nýlendunnar í Dakota í júní 1878, og var hann einn í félagi með Jó- hani P. Hallssyni og fleirum, að kaupa hið fyrsta uxapar, er keypt var í nýlendunni. Þeir uxar kost- uðu 140 dali. Jónas tók land í Akrabygð, um tvær mílur austur frá Hallson, og var það næsta land austan við land Sigurðar Jósúa. Jónas flutti til Alberta 1889 og bjé í mörg ár norðan við Red Deer ána. Kona hans er Ingi- björg, dóttir Sigfúsar Gíslasonar, sem landnemi var norðvestur af Akra^pósthúsi. Jónas var heið- ursgestur á 50 ára afmæli bygð- arinnar. jHallur G. Egilsson, sonur Gísla Egilssonar og Ragnheiðar Jó- hannsdóttur Hallssonar, er fædd- ur hjá Butler Olson, sem fyr er um getið, fyrir norð-austan Akra, 1% mílu, 27. júní 1878. Hann er fyrsta íslenzka barnið, sem fædd- ist i Dakota-nýlendunni. Hann býr skamt frá Lögberg-pósthúsi. Kona hans er Kristín Einarsdótt- ir Suðfjörð. Hún er fædd í Sperlahlíð í Geirþjófsfirði, ísa- fjarðarsýslu 23. apríl 1879. Halli og konu hans var boðið á 50 ára afmæli bygðarinnar, en þau gátu ekki komið. Jónína Jónsdóttir Hörgdal flutti tdl Dakota^nýlendunnar með ömmu sinni, Karítas Árnadóttur, 6. nóvember 1878. Hún var þá ung að aldri. Hún er gift Þór- arni Sigfússyni Bjarnarsonar, og búa þau nálægt Elfros í Saskat- chewan. Þou voru heiðursgestir á 50 ára afmæli bygðarinnar. Heimildir þær, er aðallega hafa verið notaðar við samning á fyrstu fjórum þáttunum, eru teknar úr Almanaki ólafs S. Thorgeirsson- ar með hans leyfi, og úr dagbók Jóhanns Schrams. Jóhann hélt dagbók, frá því er hann fór af ís- landi og þangað til stuttu áður en hann dó. Sjá hans þátt. Stuttar minningar þeirra, er voru heiðursgestir á 50 ára af- mæli bygðarinnar og landnemar 1879 í Dakota.nýlendunni, fara hér á eftir: Páll Jóhannsson er fæddur á Keldunesi í Kelduhverfi í Þing- eyjarsýslu, 2. nóvember 1851. Hann flutti vestur um haf 1873 og fór til Ontario. Árið 1875 flutti hann til Nýja Islands. Til Dakote- nýlendunnar flutti hann 1879 og nam land níu mílur suðvestur frá Pembina; bjó hann þar mörg ár. Kona Páls var Guðleif Jónsdóttir. Hún dó 1887. Páll var kosinn þingmaður neðri deildar Norður Dakota þings 1918—1920—1922—1924. Hann hefir haldið opinberum stöðum að heita má allan tímann síðan hann kom til Dakota-nýlendunnar, sem eru 50 ár. Hann hefir heimili sitt á Mountain, N. D. Jóhannes Jónasson læknir, er fæddur á Rútsstöðum í Svínadal í Húnavatnssýslu 30. apríl 1851. Foreldrar hans voru Jónas Sig- urðsson og Sigríður Bjarnadóttir. Jóhannes flutti frá Grafargerði á Höfðaströnd vestur um haf 1876, og fór til Nýja íslands. Árið 1879 flutti hann til Dakota-nýlendunn- ar og nam land í Thingvallabygð. í þeirri bygð hefir hann búið síð- | an, nálega alt af. Hann er tví-' 'giftur. Fyrri kona hans var Sig- ríður Rósa Þorláksdóttir, ættuð úr Skagafirði. Seinni kona Jó- hannesar er Björg ólafsdóttir, skagfirzk að ætt. Jóhannes hefir stundað homo- ( patha-Iækningar nærfelt 40 ár, og hefir hann reynst ágætur lækn- ir, og mörg dæmi eru til þess, að honum hefir tekist að lækna, þar sem prófgengnir læknar voru frá gengnir. Hann hefir verið virð- ingarmaður Thingvallabýgðar í 35 ár og skólahéraðs-skrifari yfir 40 ár. Jóhannes er einn af mæt- , ustu mönnum Thingvalla-bygðar. Þorsteinn Þorláksson, albróðir séra Páls Þorlákssonar (sjá hér á undan), er fæddur á Stóru- Tjörnum í Þingeyjarsýslu 11. október 1858. Hann flutti vestur um haf 1873 og fór til Milwaukee, Wisconsin. Þaðan flutti hann ár- ið 1879. Hann nam land í Thing- vallabygð árið 1880. Kona Þor- steins er Hlaðgerður, fædd á Syðra Laugalandi í Eyjafjarðarsýslu 28. júní. Foreldrar hennar Grímur Laxdal, bókbindari á Akureyri, o'g Aldís Jónsdóttir, systir Jóns Berg- manns, föður séra F. J. Berg- rcanns. Hlaðgerður kom vestur um haf 1876 með móður sinni og bróður sínum, Daníel J. Laxdal. Hún flutti í Thingvalla-bygð 1880. Þorsteinn vann við verzlun í Mil- ton, N.D., í mörg ár. Þau hafa sitt heimili í Winnipeg. Sigurður Jónsson Reykfjörð er fæddur við Reykjafjörð 1864. Hann flutti vestur um haf 1876 og fór til Nýja íslands með foreldrum sínum, og með þeim flutti hann til Dakota-nýlendunnar 1879. Fað- ir hans, Jón Sigurðsson, nam land í Thingvalla-býgð, fyrir sunnan j Mountain. En Sigurður var land- nemi í Cavalier-héraði, skamt frá Munich. Hann var tvígiftur, og var fyrri kona hans Björg Vigfús- ! dóttir Kristjánssonar, fædd i Garði í Þistilfirði 1860’; flutti til Ameríku' 188|6. j Seinni konan, TM^rgrét Þorfinnsdóttir Jóhannes- 1 sonar og Elísabetar Pétursdóttur. jHún flutti vestur um haf 1893; hún dó í desember 1911. Sigurð- ur er búinn að vera í Thingvalla- | bygð nærri 50 ár. I Aðalmundur Guðmundsson er 1 fæddur á Skálum á Lauganesi í IN. Þingeyjarsýslu 2. júlí 1851. Flutti vestur um haf 1878. Kom til | Dakota 1879 o!g nam land við Little Salt, níu mílur norðaustur frá Grafton. Hann flutti inn í Garðar-bygð 1898 og hefir búið þar siðan. Aðalmundur er tví- I giftur. Fyrri konan var Ásdís Sigurðardóttir, ættiuð af Langa- nesi. Seinni konan er Pálína Sveinsdóttir, ættuð úr Fljótsdal í Norður-’Múlasýslu. Jón Jónsson er fæddur á j Munkaþverá í Eyjafirði 9. nóv- 1 ember 1852. Flutti frá Akureyri | vestur um haf 1875 og fór til j Milwaukee, Wisconsin. Til Nýja i íslands flutti hann með fyrsta hópnum 1875, og flutti'til Dakota- j nýlendunnar 1879. Hann nam land fyrir vestan Pembina og bjó þar um nokkur ár. Jón hefir að- allega gefið sig við húsasmíði, og hefir verið orðlagður fyrir að 'vera Igóður smiður. — Kona Jóns var Guðný Eiríksdóttir, fædd á j Einarsstöðum í Reykjadal 1848; dó 7. september 1923. — Jóni :yar I boðið á 50 ára afmæli bygðarinn- ar, en hann gat ekki komið. Heim- ili hans er í Blaine, Washington. Jakob Júlíus Jónsson er fædd- ur á Munkaþverá 27. júlí 1848. | Hann flutti vestur um haf 1875 ' og fór til Nýja íslands. Árið 1879 flutti hann til Dakota-nýlendunn- ar og nam land fyrir vestan Pem- bina. Eftir fá ár fór hann vest- ur á Pembina-hálsana og nam land norðaustur af Milton, og þar hefir hann búið síðan. — Kona hans var Anna Björnsdóttir Pét- urssonar frá Hallfreðarstöðum í ! Hróarsíungu og Ólafíu ólafsdótt- | ur prests á Kolfreyjustað. Hún dó. 26. október 1928. Jakob hefir Milton pósthús. Samson Bjarnason er fæddur í Tungu á Vatnsnesi í Húnavats- sýslu 13. nóvember 1849. Hann flutti vestur um haf 1874 og fór til Kinmount\ Ontario. Flutti til Nýja íslands 1875; flutti til Da- kota-nýlendunnar 1879 og nam land það, er Sigurður Jósúa Björnsson hafði tekið árið áður, | rétt fyrir sunnan þar sem Akra 1 skólahús sendur. Si!gurður eftir-! lét honum landið, og setti Samson [ á þetta land forkaupsrétt. Nokkru seinna tók Samson land þar rétt fyrir norðan, með heimilisrétti (homestead). — Fyrri kona Sam-! sonar var Anna Jónsdóttir, ættuð frá Skarði í Vatnsnesi. Seinni konan er Anna dóttir Jóns lækn- is Jónassonar frá Saurbæ í Skaga- firði. Samson vann við verzlun 1 mörg ár í Pembina og Hamilton. J Hann var ofti hjálplegur löndum sínum með að útvega þeim vinnu og innheimta kaup fyrir þá, og1 má margur minnast Samsonar til | góðs, sem þekti hann frá fyrri árum. Hann heíir búið í Akra- bygð stöðugt yfir 40 ár og haft þar vandasöm embætti á hönd- um.” (Framh.) í síðasta blaði hefir töluvert fallið úr þætti Magnúsar Stef- ánssonar. Meðal annars ber að\ Igete þess, að fyrsta land sitt tók j hann með rétti árið 1878 í fyrstu | landskoðunarferðinni. “Það land er tvær mílur austur frá Akra-1 pósthúsi, að norðanverðu við brautina, og liggja 120 ekrur af því að vestanverðu við brautina, sem er á milli Akra og Cavalier bygða, en 40 ekrur af því að aust- anverðu, í Cavalier bygð. Sigurð- ur Jósúa Björnsson tók sitt land hálfri mílu vestan við Magnúsar land, að sunnan verðu við Akra- veginn, rétt fyrir sunnan Akra- skólahús, og liggja 80 ekrur af landinu syður með veginum að austan. Það land er í Sec. 13 og, 14. (W% NIWA/4 jSec. 13—E%- j N.E.y4 Sec. 14, T. 161, R. 55 W.).” :Einni!g má benda á það, að all-! nákvæmlega er sagt frá þessari: landskoðun í fyrsta kafla þessara útdrátta, og verður það að les- ast til að ná samhengi í söguna. NÝR ROBINSON CRUSOE. Á eyjunni Mas-a-Terra, einni af Juan Fernandeseyjunum, þar sem Alexander Selkirk hafðist við, og þar sem sagan um Robinson j Crusoe gerist, er nú nýr einsetu- : maður Það er Þjóðverji o!g heitir Hugo Weber. Hann var á þýzka I herskipinu “Dresden”, sem Eng- ' lendingar söktu þar 1915, og hon- um tókst þá að bjarga sér og komst þar á land. Þegar stríðinu var lokið, hélt hann heim til Þýzka- lands, en undi þar ekki og fluttist aftur til Mas-a-Terra o'g lifir þaí nú einbúalífi eins og Robinson. — Lesb. I —------------ I Kona (gröm): Sá er munurinn á kú og mjólkursala, að hjá kúnni fær maður óblandaða mjólk. ; Mjólkursali: Satt er það, en kýrin lánar ekkert. Flóð og fár (Fréttabréf frá Kína.) Hankow, 12. ágúst 1931. Menn verða að róa á bátum milli húsanna hér í Hankow. Samningar hafa verið gerðir við nokkuð á þriðja þúsund báta, sem svo eiga að annast umferðina þar. sem vatnið er .dýpst innan bæjar- takmarkanna. Á stóru svæði eru reyndar flest hús í kafi, því þar eru mestmegnis kínversk hús, sem að eins eru ei nhæð. í stóra al- menna sjúkrahúsinu var alt í uppnámi í gær. Vatnið rann inn um dyr og glugga á annari hæð. Menn flýja þó ekki frá híbýlum sínum undir slíkum kringumstæð- um, fyr en á síðustu fórvöðum. Fyrr búa menn um sig á þakinu eða í trjá toppum. Slík “kráku- hreiður” sjást víða í bænum, rétt fyrir ofan vatnsflötinn. í þessum hreiðrum er lítið um matbjörg, regnverjur og önnur lífsþægindi, en bágindin eru naumast svo mik- il, að ekki taki verra við, neyðlst menn til að yfirgefa þau. Liðlega 300,000 bágstaddra manna hafa streymt til Hankow síðustu viku og aukið vandræði bæjarmanna um helming. En hér var þó helzt von til að einhver bjargráð fynd- ust. — Miklu er úthlutað af mat- vælum, svo tiltölulega fáir hafa aáið úr hungri enn þá. En hrein- lætisráðstafanir allar virðast hafa farið út um þúfur, enda er kól- eran þegar farin að gera vart við sig. Árið 1870 urðu mestir vatna- vextir í Yantcedalnum, sem sögur fara af síðan nákvæmar athugan- ir var farið að gera og mælingar. En þetta flóð, sem nú er, er þegar orðið talsvert meira og hefir þeg- ar valdið svo æfeilegu tjóni, að tjónið sem þjóðin verður fyrir af borgarastyrjöldinni á þesigu ári, mun ekki verða þjóðinni kostnað- armeira. í nágrenni Hankow er afar þétt- býlt, því sléttlendi er þar mikið og frjósamt. Tugir þúsanda manna hlaða flóðgarða til þess að stemma stigu fyrir flaumnum. Aðkomu- mönnum og fólki úr bænum, sem hefir neyðst til að flýja frá heim- ilum sínum, þykir flóðgarðarnir ákjósanlegir aðseturstaðir. Þar úir og grúir af fólki, svo þeir líkj- ast afar langri mauraþúfu. Svip- að er að segja um járnbrautina, sem er á nokkuð upphækkuðu landi. En járnbrautin gefur eftír fyrir vatnsþunganum, flóð!garð- arnir bresta og hæstu stíflurnar eru hættulegastar. Vatnið fossar inn yfir sléttlendið, sópar húsum með sér, fólki og kvikfénaði. Þar sem áður voru blómleg þorp og gullnir akrar, er nú gárótt, gul- márautt haf, eins langt og augað eygir. Bærinn hefir orðið að leigja þrjátíu báta til þess að safna lík- um á reki, innan bæjartakmark- anna. Er miklum erfiðleikum bundið að jarða þau, en það má ekki dralgast lengi á þessum tíma árs. Tvo síðustu dagana hafa 600 manna druknað í Hankow. En alls hafa 8,000 manna druknað þar í flóðunum, þegar þetta er skrif- að. Fri því saga Kínaveldis hófst, hefir fljótið Yangtze verið ein af lífæðum landsins. Fljótið hefir upptök isín við rætur “himinstoð- anna” í Tibet, 2,400 kilometra frá hafsósúm, og klýfur því landið frá vestri til austurs, í svo ekki mjög ójafna hluti. Stór eimskip komasti nálega þriðjung þesisarar miklu vegalengdar upp eftir Yantsiðgjang. Á þeirri leið er það 30—60 feta djúpt og víða breitt eins o’g fjörður Yantsiðgjang rennur í gegn um sex fylki, sem hvert um sig eru í rauninni stór ríki eftir Evrópu-mælikvarða. Á bökkum þess istanda, auk höfuð- staðarins, margir stórbæir, sem annast a. m. k. 60 prct. af verzlun- arviðskiftum landsmanna við er- lend ríki. Er Hankow þeirra þekt- astur. Samgöngur eru mjög erf- iðar inni í landi, en meginrás þeirra 'streymir öll um Yangtsidal- inn. Eru fljótabátarnir enn þá hdlztu farartæki Kínverja. Dal- urinn er víða breiður og óvenju- lega frjósamur. Veðrátta ner hag- stæð, þótt hitar séu miklir á sumr- in. Þar er einku mræktað te, hrís- grjón, silki og bómull. Er af þessu skiljanlegt, þótt Yangtsiðgjang sé stundum kallað gullfljótið. Rign- ingartíminn byrjar vanalega ekki í Mið-Kína fyrr en í ágúst. En nú var naumast þur dagur allan júlímánuð. Vatnavextir hafa ver- ið miklir ö öllum ám, en einkan- lega, síðan hið mikla aðrensli frá Himalaya bætist við í byrjun á- gústmánaðar, urðu hamfarir Yangtsiðgjang svo miklar, að sex- tíu miljónir mannæ hafa orðið að glýja frá heimilum sínum. Þeyð þessa fólk-s er átakenleg, þegar tekið er til greina hve mikið ilt það verður að þola. En þegar það eftir rúman mánuð getur horfið heim til sín aftur, eru allar líkur til að pestin verði farin að grípa um sig fyrir alvöru, síðari upp- sekra þes-sa árs eyðilögð og öll hús úr jarðstieypu hrunin að grunni. Efalaust rekur nú marga minni til þess, að Gulafljótið hef- ir oft áður valdið ógurlegu tjóni, enda kalla Kínverjar það “Sorg Kína.” — Flóðgarðar hafa verið slaðnir meðfram bökkunum beggja megin, alt að 20 feta háir. Én framburðurinn er mikill og þarna niðri á láglendinu er is.traumhrað- inn minni og sest þá framburður- inn allur a botninn. Farvegurinn hækkar því jafnt og þétt og flóð- garðarnir hlutfallslega, og verður þannig með tiímanum miklu hærra en flatletndið beggja megin við fljótið. En Gulafljótið lætur ekki lætur ekki þröngva sér til þess að renna eilíflega eftir þessum'upp- hækkuðu farvegum. Einhvern tíma hljóta flóðgarðarnir að láta undan. Árið 1877 breytti fljótið ■skyndilega um rás, druknaði þá ein miljón manna, og tuttugu ár- um seinna gereyddust 1506 þorp af völdum þessa mikla flaums. —Vísir. ólafur ólafsson. Athugasemdir þýðanda eru oft hið skemtilegasta við skáldsög- urnar. 1 einni þýddri enskri sögu stendur: Greifaynjan andvarpaði og mælti: “ó, eg vildi að eg væri komin þúsund mílur undir jörð- ina I” Og neðanmáls: — Höfundurinn á eflaust við enskar mílur! $3.00 um árið INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man......... Akra, N. Dakota .. .. Árborg, Man........... Arnes, Man............ Baldur, Man........... Bantry, N.Dakota . . . Bellingham, Wash. .. . Belmont, Man.......... Blaine, Wash.......... Bredenbury, Sask. . . . Brown, Man............ Cavalier, N. Dakota .. Churchbridge, Sask. .. Cypress River, Man. .. Edinburg, N. Dakota . Elfros, Sask.......... Foam Lake, Sask. .. Garðar, N. Dakota . . . Gerald, Sask.......... Geysir, Man........... Gimli, Man............ Glenooro, Man......... Hallson, N. Dakota ., Hayland, Man.......... Heda, Man............. Hensel, N. Dakota .. . Hnausa, Man........... Hove, Man. .. . .. . Húsavik, Man.......... Ivanhoe, Minn......... Kristnes, Sask........ L,angruth. Man........ Leslie, Sask.......... Lundar, Man........... Lögberg, Sask......... Markerville, Alta. . . Mhineota, Minn. .. . Mountain, N. Dakota . Mozart, Sask.......... Narrows, Man.......... Nes. Man.............. Oak Point, Man. .. . Oakview, Man.......... Otto, Man. .. ,. .. ., Pembina, N. Dakota . . Point Roberts, Wash. Red Deer, A!ta........ Reykjavík, Man. . . . Riverton, Man......... Seattle Wash.......... Selkirk, Man.......... Siglunes, Man......... Silver Bay, Man....... Svold, N. Dakota .. .. Swan River, Man. .. Tantallon, Sask....... Upham, N. Dakota .. Vancouver, B.C........ Víðir, Man.............. Vogar, Man. .... . Westbourne, Man. .. Winnipeg Beach. Man Winnipegosis, Man. .. Wynyard, Sask......... .......B. G. Kjartanson. .. .. B. S. Thorvardson. .... Tryggvi Ingjaldson. ...........J. K. Kardal ...........O. Anderson. .......Einar J. Breiðfjörð. . .. Thorgeir Simonarson. ...........O. Anderson. . .. Thorgeir Símonarson. ............ .. S. Loptson ..............J. S. Gillis. .. .. B. S. Thorvardson. ...........S. Loptson. .......F. S. Frederickson. .... Jónas S. Bergmann. Goodmundson, Mrs. J. H. .. Guðmundur Johnson. .... Jónas S. Bergmann. ..............C. Paulson. . . . Tryggvi Ingjaldsson. ...........F. O. Lyngdal .....F. S. Fredrickson. .. .. Col. Paul Johnson. ........Kr. Pjetursson, .. .. Gunnar Tómasson ............John Norman .............J. K. Kardal .........A. J. Skagfeld. .............G. Sölvason. .............B. Jones. .........Gunnar Laxdal. .. .. John Valdimarson. ............Jón Ólafson. .............S. Einarson. ..............S. Loptson. ........... . O. Sigurdson. ..............B. Jones. .......Col. Paul Johnson. ..........Kr Pjetursson. ...........J. K. Kardal ........A. T. Skagfeld. .... ólafur Thorlacius. ..........S. Einarson. ...........G. V. Leifur. ...........S. J. Myrdal. ...........O. Sigurdson. ...........Árni Paulson. ........ G. Sölvason. ...........J. J. Middal. Klemens Jónasson. ...........Kr. Pjetursson. ......ólafur Thorlacius. ......B. S. Thorvardson. ...........A. J. Vopni ...........J. Kr. Johnson. . . . .Einar J. Breiðfjörð. ........Mrs. A. Harvey. . .. Tryggvi Ingjaldsson. ........Guðm. Jónsson. ......jón Valdimarsson ..........G. Sölvason. .. Finnbogi Hjálmarsson. ... Gunnar Tohannsson. I MACDONALD’S Eitie Cut Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. Ókeypis vindlingapappír ZIG-ZAC með hverjum tóbakspakka Ágætasta vindlinga tóbak í Canada

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.