Lögberg - 10.03.1932, Page 1

Lögberg - 10.03.1932, Page 1
t 45. ARGANGUR 53 Daglegar ferðir um Island MILLI AMERÍKU OG EVRÓPU. Norðurleiðin sigrar. Guðmundur Grímsson dómari frá Norður-Dakota, kom hingað um daginn með Brúarfossi, ásamt frú sinni. ' Erindi hans hingað er að fá leyfi til þess hjá þingi og stjórn að am- eriska flugfélagið Trans-American Airlines Corporation, megi byggja hér flughöfn, loftskeytastöð og allan hinn fulkomnasta útbúnað fyrir flugferðir. Fái félagið slíkt leyfi hér og jafn- framt leyfi hjá dönsku stjórninni til að gera flughafnir í Grænlandi og Færeyjum, þá er ákveðið að hefja daglegar flugferðir milli Bandaríkjannai og Evrópu þessa leið. Um erindi Guðmundar Grímsson- ar hingað og fyrirætlanir flugfé- lagsins, hafa honum farist orð á þessa leið í viðtali við Morgun- blaðið: Vilhjálmur Stefánsson er frumkvöðullinn. Fyrir löngu síðan hefir Vilhj. Stefánsson bent á, að mjðg væri vel hægt að halda uppi flugferðum í norðlægum löndum. Hann hef- ir í ritum sínum fært sönnur á, að flug gæti eins komið að notum í norðlæigu loftslagi, eins og þar sem veðráttan er mildari og þar sem reynslan hefir sýnt, að flug- samgöngur eru til hins mesta hag- ræðis. En Vilhjálmur hefir jafnfamt bent á þá augljósu staðreynd, að vegalengdin milli Bandaríkjanna og Evrópu er ékki meiri, þegar farin er norðurleiðin um hafið, en þegar farið er yfir þvert At- lantshaf. En norðurleiðin er að því leyti aðgengilelgri, að hægt er að hafa marga viðkomustaði á þeirri leið, því enginn áfangi yfir hafið er lengri en 500 enskar mílur. Smátt og smátt hafa menn farið að veita þessum bendingum Vil- hjálms Stefánssonar eftirtekt. Rannsóknir Trans-American Airlines Corporation. öllum er í fersku minni flug Cramers í sumar, er hann flaug yfir Grænlandsjökla, og hingað, en fórst nokkrum dölgum seinna við Orkneyjar. Það var þetta fé- lag, Trans-American Airlines Cor- poration, sem gerði Cramer út. Seinna sendi sama félag Preston til að rannsaka þessa flugleið. — Preston fór aldrei lengra en til Norður-tCanada. Stjórn félagsins fanst óþarfi að láta hann fara lengra, því Cramer hafði fært sönnur á að leiðin væri fær. Menn veita því alment ekki eft- irtekt að leiðin milli Chicago og London er um það bil hálfnuð, þegar flugmennirnir leggja upp frá Ameríkuströnd yfir til Græn- lands. En um leið og rannsökuð er norðurleiðin milli Ameríku og Evrópu, er og rannsökuð norður- leiðin milli Ameríku og Asíu. — Lindbergh hinn frægi fór norð- urleiðina til Asíu í sumar. Um 50,000 dollara hefir félag þetta ejrtt í að rannsaka flug- leiðir þessar, og skilyrði fyrir flugsamgöngum þessa l^ið. Og nú er þeirri rannsókn svo langt komið, að félagið telur full- víst, að flugsamgöngurnar séu framkvæmanlegar. Hefir félagið WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. MARZ 1932 valið Vilhjálm Stefánsson sem einn meðráðamann sinn viðvíkj- andi flugferðum þessum. Það kom til orða, að hann kæmi hingað, til þess að leggja þetta mál fyrir þing og stjórn. En hann hafði ekki tíma til þess, er til kom. Rannsóknum lokið. Nú er flugfélagið tilbúið til verklegra framkvæmda til undir- búnings flugfreðunum milli Bandaríkja og Evrópu. um Can- ada, Grænland, ísland og Fær- eyjar. Undir eins og fengin eru leyfi þessara landa til að byggja flughafnir, verður byrjað á að gera hafnirnar og önnur nauðsyn- leg mannvirki. Búist er við, að flugferðirnar geti hafist þessa leið ef tir 2—3 ár. Leiðin. Flugleiðin á að vera þessi: Frá Detroit, skamt frá Chicago, norð- ur eftir Canada, beina leið, langt frá austurströndinni, yfir Hud- sonsund, Baffinssund, yfir Davis- sund til Grænlands, yfir Græn- landsjökul nokkru norðar en ís- land, til íslands, Færeyja o'g Shet- lands, en þar eiga leiðir að grein- ast til Englands og Noregs, en að- alleiðin fær endastöð í Höfn. Er Höfn valin sem endastöð, vegna þess, hve miðsvæðis hún liggur við ferðum til meginborga álfunnar. Með því að leggja leiðina norð- ur Canada, langt frá austurströnd- inni og nokkuð norðarlega yfir Grænland, losna flugmenn svo vel sem unt er við þokur. Millistöðvar. Ætlast er til, að leið þessari verði skift milli tíu áfangastaða, og verði fullkomin flughöfn á hverjum stað, með öllum þeim út- búnaði, sem að gagni getur kom-| ið. Veðurstofuf verða býgðar, þar| sem þær eru ekki fyrir, og loft- skeytastöðvar. Er ætlast til þess, að skift verði um flugvélar og flug- menn í hverri stöð, svo hver flug- maður fljúgi aðeins einn áfanga. Frá veðurstofunni fá flugmenn veðurfregnir meðan þeir eru á flugi, enda verða þeir í stöðugu loftskeytasambandi við stöðvar flugfélagsins. Ætlast er til, að ávalt sé flug- élar til taks á hverri stöð til hjálp- ar, ef einhver flugvél þarf að setj- ast milli áfangastaðanna. — Vél- arnar verða með þrem mótorum, og með flotholtum, þær sem yfir sjó fara, en með hjólum og skíðum þær sem fara yfir land. Að sjálfsögðu verða aðeins notaðar hinar öflug- ustu og beztu flugvélar, og alt gert sem hægt er, til þess að sjá farþegum og flutningi sem bezt borgið. Daglegar ferðir. Flugferðir þessa leið eiga að verða daglegar, þannig, að fluga leggi upp á hverjum degi frá hverri endastöð. Flugið milli De- troit og Hafnar, á að taka 48 klst. En ef það reynist svo, að ókleift verði að fljúga um nætur, tekur flugið um 72 klst. Kostir norðurleiðarinnar. Kostir norðurleiðarinnar eru þeir, sem fyr er vikið að, að hvergi þarf að fara lengri leið en 500 enskar mílur yfir haf. Þarf því ekki að taka nema tiltölulega lítið af olíu í flugvélarnar í einu. svo taka má í þær flutning svo miklu nemur. En á öðrum leiðum yfir Atlants- haf, er hafið milli áfangastaða a. m. k. 2000 enskar mílur. Þetta gerir það að verkum, að norður- leiðin sigrar. Gangur tímans ▼ Þeg>ar eg var barn, sem bæði brosti og grét um leið: tíminn skreið. Þegar eg varð meiri máttar, mál og hugsun f ékk: tíminn gekk. Þegar vaxinn var eg maður, vina bundinn taug: tíminn flaicg. Bráðum eg á lífsins leiðum lýt sem kalin jurt: tíminn burt. Sig. Júl. Jóhannesson þgddi Erindi Guðmundar Gríms- sonar dómara. Um erindi s'itt hingað segir Guðmundur Grímsson dómari m. a.:— Flugfélagið hefir falið mér að annast um að fá leyfi íslendinga til þess að gera hér eina af aðal- millistöðvum flugleiðarinnar. — Flugfélagið sækir um leyfi til þess að mega fljúga yfir ísland, eftir hinni fyrirhuguðu flugleið, byggja flughöfn með flugvélaskýlum, við- gerðaverkstæðum, vöruskemmum, olíugeymum, loftskeytastöð handa flugmönnum o. s. frv., sem til þarf, svo að hér geti orðið ein helzta stöð flugleiðarinnar. Alt þetta hlýtur að kosta geisimikið fé, enda er búist við þvi, að undirbúningur allur undir flugsamgöngur þessar kosti svo miljónum dollara skifti. En áður en hafist er handa, þarf flugfélagið að fá leyfi til þess að koma öllu þessu á fót á tilætluð- um áfangastöðum. Og til þess að flugferðir þessar geti borgað sig, þarf félagið að fá forréttindi fram yfir önnur flugfélög í Bandaríkj- unum, til þess að byggja hér flug- höfn, svo félagi þessu skapist um árabil, aðstaða til þess, að sitja að pósttekjum af þessari leið, frá Bandaríkjastjórn. — En pósttekj- urnar verða mestu og trýggustu tekjurnar af flugsamgöngum þess- um. Á hinn bóginn er það á engan hátt tilætlun félagsins, að fara fram á, að ísland á nokkurn hátt amist við því. að Evrópuþjóðir at- hafni sig til flugferða um ísland, eins og þeim býður við að horfa. En félagið vill eitt Bandaríkjafé- laga hafa hér flu'gpóstferðir um hafið næstu 15 árin.. Ef póstferð- irnar verða ekki komnar á eftir fimm ár; mega þessi fimtán ára forréttindi falla niður. Framtíð flugferðanna. Að endingu segir Guðmundur Grímsson, dómari: Flugfélagið Trans - American Airlines Corporation er ákaflega öflugt félag. Það hefir um mörg ár annast flugferðir milli Norður- o'g Suður-Ameríku. Þó er það nú fyrst nýlega, að hluthafar félags- ins hafa fengið arð af fé sínu. f Bandaríkjum heldur félagið uppi póstferðum á mörgum flugleiðum. Hluthafar og stjórnendur eru einhuga um það, að ílugferðir eigi ákaflega mikla framtíð fyrir sér, og þeir láta einskis ófreistað til Alþingi sett Það var sett hinn 15. febrúar. Þingmenn komu saman í þinghús- inu kl. 1 e. h. og genfeu þaðan 1 kirkju. Séra Friðrik Hallgrims- son prédikaði og lagði út af 85. Sálmi Davíðs, 9.—14. versi. Að aflokinni guðsþjónustu gengu þingmenn til fundar í Neðrideild- arsal Alþinfeis. Forsætisráðherra .'as hin venjulegu konungsbréf, þar sem Alþingi er stefnt saman og lýsti yfir að þingið væri sett. Þingmenn mintust ættjarðarinnar og konungsins með ferföldu húrra. Forsetakosningum var frestað til næsta dags. Fóru þær þá fram. Fóru þær þannig, að forseti Sam- einaðs þinlgs var kosinn Einar Árnason; forseti efri deildar Guð- mundur ólafsson, og forseti neðri deildar Jörundur Brynjólfsson. Einnig fóru þá fram ýmsar nefnd- arkosningar. þess að hrinda fyrirætlunum sín- um í framkvæmd. Við Vilhjálmur Stefánsson höf- um báðir fullan kunnugleik á því, að félagið er í alla staði heilbrigt og hefir bæði mátt og vilja til þess að koma þessum áformum í framkvæmd. Við erum þess og fullvissir, að flugsamgöngur þess- ar verða íslandi til mikils gagns og heilla í framtíðinni. Með þessu móti verður ísland á alfaraleið stórþjóðanna; fær dafe- legar póstferðir til umheimsins. Með því opnast nýir markaðir, og nýir lífsvegir, er ísland kemst í náið samband við Ameríku og Ev- rópu. Báðir óskum við Vilhjálmur þess, að íslendingar megi taka þessari málaleitan félagsins vel — þessu tilboði, að leggja eina aðalpóstleið heimsins um Reykja- vík. — Mgbl. f sambandi við þessa frétt, má enn fremur feeta þess, að sam- kvæmt símskeyti frá Reykjavík 29. febrúar, hefir fumvarp verið lagt fyrir Alþingi, í samræmi við það, sem sagt er hér að framan. Er þar áskilið, að ekkert annað Bandaríkja flugfélag hafi rétt til póstflutninga, með flugvélum’ hvað ísland snertir, næstu fimtán ár. Að öðru leyti er gert ráð fyr- ir, að réttindi félagsins standi í 75 ár. Ekki verður séð af sím- skeytinu, hvort það er stjórnin, sem leggur þetta frumvarp fyrir þingið, en líklegt virðist að svo sé. NÚMER 10 Frá Ottawa Ekkert stórmerkilegt þaðan að frétta. Þeir jagast þar um toll- mál og sýnist alt af sitt hverjum. Og þeir tala mikið um launalækk- un og um atvirinubætur og um at- vinnöleysis styrk. En hvað það snertir, að bæta úr atvinnuleys- inu, virðist stjórnin alveg eins ráðalaus, eins og hún hefir verið. Hún sýnist nú sjálf vera farin að trúa því, að hún ráði lítið við kreppuna. Bennett segir, að það sé enfein hæfa í þeim áburði, að hann hafi notað þjóðarfé til að borga fyrir skemtiferð mágs síns og systur til Evrópu, þegar þau voru nýgift. Það var nú heldur aldrei trúleg saga. Sameiginlegur fundur Sléttufylkjanna Fylkisþingið í Alberta hefir, með 31 atkv. gegn 22, samþýkt til- löfeu þess efnis, að skorað sé á fylkisstjórnina í Alberta að gang- ast fyrir því, við stjórnirnar í Manitoba og Saskatchewan, að þingmenn allra Sléttufylkjanna héldu sameiginlegan fund með sér, til að ræða sameiginleg hags- munamál þessara þriggja fylkja. Margir þinfemannanna sáu enga þörf á þessu og héldu að bezt væri að hvert fylki út af fyrir sig hugsaði sem bezt um sín eigin mál, en létu mál hinna fylkjanna afskiftalaus. G. L. Gibbs, verka- mannaflokks þingmaður frá Ed- monton, bar fram þessa tillögu. Séra Magnús Skaptason dáinn • Hann andaðist á þriðjudaginn, hinn 8. marz, að heimili tenfeda- sonar síns og dóttur, Dr. og Mrs. M. B. Halldórson hér 1 borginni, þar sem hann hefir verið í mörg ár. Hann var 82 ára að aldri, fæddur 4. febrúar 1850. Jarðar- förin fer fram á föstudaginn kem- ur, kl. 2 e. h., frá kirkju Sam- bandssafnaðar. í þetta sinn er hér ekki hægt að minnast frekar hins merka, gamla klerks, þvi þessi andlátsfregn barst Lög- bergi ekki fyr en blaðið var til- búið til prentunar. Vatnsflóð í British Columbia 'Fyrstu dagan af þessum mánuði gerðu vatnsflóð töluveyða skaða á ýmsum stöðum í British Colum- bia. Gengu þá hlákur og all- ! miklar rigningar og árnar uxu ó- vanalega mikið og flæddu víða út úr farvefei og gerðu æði mikinn skaða á ökrum og engjum, brutu margar brýr og skemdu vegi. Hafa ekki ein,s mikil vatnsflóð komið þar í t’uttugu ár. Smjör og oátur Árið 1931 voru 2,281,317 pund af smjöri flutt til Canada, og 1,446,147 pund af osti. Smjörið kostaði $832,531, en osturinn $403 958. Smjörið kom frá einum sjö löndum, en aðallega frá Nýja Sjálandi og Ástralíu. Osturinn var innfluttur frá seytján lönd- um. Getið var þess hér í blaðinu á sínum tíma, hver börnin voru, sem verðlaun unnu í framsafenar sam- kepninni; sem haldin var í G. T. húsinu hér í borginni, hinn 18. febrúar. Þau reyndu svo aftur með sér hinn 24. febrúar á sama stað. Þar skaraði Thruda Backman fram úr og hlaut gullmedalíu fyr- ir sína ágætu frammistöðu. Barni Lindberghs stolið Sú frétt flaug út um allan heim um miðja vikuna sem leið, að nítján mánaða gömlu barni þeirra Mr. og Mrs. Charles A. Lindberfehs hefði verið stolið á þriðjudags- kveldið, hinn 1. þ. m. Heimili þeirra er í Hopewelll, N.J., og það- an var barninu stolið. Var það skilið eftir í rúmi sínu á neðsta gólfi hússins, kl. 7.30 um kveldið. Eftir svo sem tvo klukkutíma fór Mrs. Lindbergh að vitja um barn- ið, en þá var það horfið. Er hald- ið, að það hafi verið teki út um glugga á herberginu. Var lögregl- unni þegar tilkynt hvernig komið væri og hefir hún stöðugt síðan verið að reyna að komast fyrir það, hvar barnið væri niður kom- ið. Blöðin hafa á hverjum degi flutt langar fregnir af þessu. Til- gátur um, að barnið væri hér eða þar, en ekkert af því hefir reynst ábyggilegt. Sannleikurinn er. að lögreglan veit ekki lifandi vitund hvað af því er orðið. Hjónunum var fljótlega tilkynt, að barninu yrði skilað, ef þau borguðu þjóf- unum 50,000. Eru þau viljug til að gera það, en barninu hefir samt sem áður ekki verið skilað. Þetta níðingsverk er unnið í þeim tilgangi, að kúga peninga út úr hlutaðeigandi foreldrum. Öll sams- konar óhæfuverk eru framin í þeim tilfeangi, og þau eru engan- vegin ótíð í Bandaríkjunum. Þetta vekur óvanalega mikið umtal, eins og eðlilegt er, þar sem faðir barns- ins er svo alþektur og frægur maður og þar að auki vinsæll, í miklu afhaldi hjá öllum fyrir það hve mikill afreksmaður hann hefir reynst, sem flugmaður. — Þegar þetta er skrifað, á þriðju- dag, er litli drengurinn, Charles Aufeustus Lindbergh, enn ófund- inn. Að sjálfsögðu verður leitinni haldið áfram og alt gert sem mögulegt er til að finna barnið. Frá vígátöðvunum í Kína Þaðan er svo sem ekkert að segja. Þar virðist hvorki feanga né reka. Stórkostlegar orustur hafa ekki átt sér stað nýlega, en töluverðar skærur • þó. Kínverjar verjast býsna vel hinum mikla út- lenda her. Allra síðustu fréttir benda í þá átt, að Japan sé nú eitthvað fúsari til sátta, heldur en áður. Flærra verð á vatni Bæjarráðið í Winnipeg hefir hækkað verðið á vatninu um 47%, Er gert ráð fyrir, að þessi mikla verðhækkun feefi bænum $150,000 meiri tekjur, á þeim tíu mánuð- um, sem eftir eru af þessu ári, en $200,000 á heilu ári. En þrátt fyrir þetta og launalækkunina, þarf bærinn enn að auka tekjur sínar mikið, eða lækka útgjöldin, ef tekjur og útgjöld eiga að geta staðist á þetta árið. ÞAKKARORÐ. Af einægu hjarta vijum við þakka fyrir þann hýleik og sanna velvild, sem okkur var sýnd af svo afar mörgum, við dauðsfall ofe jraðarför okkar kæra bróður, Jacob Johnston, og sérstaklega er okkur ljúft og skylt að þakk söngflokk kirkjunnar og þeim vinum, sem sendu blómagjafir og með nær- veru sinni heiðruðu minningu hins látna vinar. Mrs. Gunnl. Jóhannsson. Mrs. Paul Johnson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.