Lögberg - 10.03.1932, Page 6
Bls. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MARZ 1932.
Af jörðu ert þ ú kominn
EFTIK
C L E V E S K 1 N K E A' D.
Hún var mitt á meðal all-margra gesta í
stofunni hjá Mrs. Wainwright, með Madame
Fleurot við hlið sér, þegar hún fyrst heyrði
rödd hans. Hugur hennar hvarflaði til þess
tíma, að hún hafði heyrt þessa rödd í fyrsta
simt. Hún hafði þá brotist gegn um drykkju-
röfl Artie Coakleys, þegar hún hafði sjálf
slegið hann, svo hann hafði riðað á fótun-
um. Það var engin furða, þó hún náföln-
aði.
En með því að taka á öllu sínu viljaþreki,
náði. hún sér svo að segja strax aftur. Hvin
iievrði Mrs. Wainwright segja eittþvað og
rétt í sömu svipan heilsaði Hugh Fullerton
henni mjög hæversklega. Hún 'brosti iJil
hans einstaklega fallega og sneri sér svo að
systur hans og manni hennar.
Þegar hún leit til hans, fanst henni hann
liorfa á sig með aðdáun. Hann var ekkert
að reyna að dylja það. En þar var ekWert
annað að sjá en þá gleði, sem það veldur
manni, að kynnast yndislegri konu, ekki sízt
ef hún er nú fræg söngkona þar að auki.
Með allri sinni kurteisi, gleði og glæsi-
mensku, reyndi hann að nota tímann til að
kynnast henni sem mest.
Það var rétt eins og hún hefði helzt kosið.
Hugh fann fljótt tvö sæti í næsta herbergi og
fékk hann Eleanor til að setjast þar hjá sér.
Yoru þau þar dálítið eins og út af fyrir sig,
og Mrs. Waimvright sá um að þau væru ó-
náðuð sem minst. Þarna sátu þau í heila
klukkustund og hún \;ar hin glaðasta og gaf
honum óspárt undir fótinn. Einu sinni leit
hún til Madame Fleurot og henni fanst að-
vörun í augnaráði hennar, en hún sinti því
ekkert. í þetta sinn braut Eleanor líka þá
ieglu, sem hún hafði sett sér. Hún söng
nokkur lög. Hún vissi að það hafði sína
þýðingu, þegar húsmóðirin færi að segja
frá þessu samkvæmi. Það gerði ekkert. Hún
hafði sínar ástæður til að gera þetta. Þeg-
ar þau skildu, bað hann um leyfi að mega
koma til hennar og Madame Fleurot dag-
inn eftir, og taka þær út til máltíðar.
Eftir þetta leið ekki svo dagur, að hann
ekki kæmi til hennar. Húsið var orðið fult
af blómum, sem hann sendi henni á hverjum
degi. Eftir nokkum tíma fór systir hans og
maður hennar heimleiðis, en Hugh fór ekki
með þeim. Bandaríkjafólkið, sem þá var í
París, fór að hafa orð á því, að hann gerði
sér nokkuð margar ferðir að sjá söngkon-
una. Það komst jafnvel í blöðin, eins og
\'ið var að búast, því glæsilegir, ungtr menn
og synir miljónaeigenda, geta ekki við því
búist, að blöðin láti þá afskiftalausa, jafnvel
þó um einkamál sé að ræða.
Þegar hún fór heim, fór Madame Fleurot
með henni. Hún hafði loks gengið inn á, að
þiggja boð Eleanor, að fara til Vestur
heims og vera þar um tíma sem gestur henn-
ar. En með hálfum huga lagði hún samt
upp í þessa ferð. En áður en þær lögðu af
stað, hafði Hugh tvisvar beðið Eleanor að
giftast sér. En hún hafði engu lofað hon-
um í þeim efnum. Hún var ekki viss um
liann enn. En það var nokkuð annað, sem
hún var viss um. Ef hún giftist ekki Hugh
Fullerton, þá giftist hún aldrei. Hún fann
að hún elskaði hann, eins og áður. En hann
varð að ganga í gegn um töluverða revnslu,
annars giftLst hún honum aldrei.
Hún hafði skrifað Tom Hitchcock nokkr-
um sinnum, og það löng bréf og vinsamleg.
Hún vonaði, að hann gæti lesið það á milli
linanna, að hún gæti aldrei verið honum
neitt annað, eða meira en það sem hún væri
nú þegar. En þegar hún fann hann, skildi
hún, að hann hefði ekki skilið þetta, eða
kannske ekki viljað skilja það. Loks fast-
réði hún að gera honum þetta fullkomlega
skiljanlegt.
Einn sunnudag tók hún ekki á móti nein-
um gestum nema honum einum. Hún var
alls ekki neitt að reyna að afsaka sjálfa sig,
en sagði honum blátt áfram frá levndar-
máli lífs síns. Þegar hún hafði lokið sögu
sinni, leit hann til hennar, náfölur í andliti.
“Það eina, sem eg hefi að segja,” sagði
hann í veikum róm, “er það, að þér hafið
nú látið mig skilja, að eg get aldrei fengið
að njóta yðar, og að þér elskið hann enn.
En hvað sem því líður, þá bið eg yður enn
um að verða konan mín.”
Hún gat engu svarað, en fór að hágráta.
Hún lagðist grátandi niður 'í legubekkinn.
og þannig skildi hann við hana. Pin slík tár
eru ekki beisk.
Næsta haust og vetur vann hún sér enn
meira frægðarorð í Bandaríkjunum, heldur
en fyrra árið. En ekki vildi hún enn gefa
Hugh neitt ákveðið svar. Næsta sumar fór
hún enn til París • og Madame Fleurot með
henni. Sú góða kona sagði hiklaust, að hún
liefði aldrei skemt sér eins vel, eins og þá
ruónuði, sem hún var í Bandaríkjunum.
Samt sem áður fanst henni liún hafa þörf á
hvíld, sem hún mundi aldrei geta notið í hin-
um nýja heimi. Hún talaði um sína heima-
borg, eins og nokkurskonar hressingarhæli
fyrir sig, eftir allan hávaðann og gaura-
ganginn í New York.
Eleanor lét Hugh Fullerton vita, að liún
vildi ekki að hann kæmi til París nema með
smu leyfi. Hann lofaði því, og hélt það lof-
orð þangað til skömmu áður en hún var til-
búin að leggja enn af stað vestur um haf.
Þá skrapp hann yfir, “rétt til að sjá hana”.
Hann leit svo þreytulega út, að hún kendi
í brjósti um liann og fyrirgaf lionum. Hann
sagðist hafa lagt óvanalega hart að sér og
unnið mikið. Samt sem áður varð hann að
fara einn heimleiðis. Blöðin höfðu haft meir
enn nóg að segja um þeirra kunningskap.
Hún vildi ekki, að hahn sigldi með sama
skipinu eins og hún.
Rétt fyrir jólin afréð Price að láta hana
ferðast til annara borga og syngja þar. Að-
sóknin í New York var að vísu engu minni
en áður, en hann sagði að ósköjiin öll af
peningum biðu hennar annarstaðar, og
auk þess sem peningar væru æfinlega þægi-
legir, þá væri þetta líka enn ný auglýsing.
Það værí gott, að manns væri saknað um
tíma.
Henni geðjaðist ekki vel að þessu fyrst
i stað. Henni leizt ekki vel á þetta ferða-
lag yfirleitt, en lakast á það, að þurfa að
gista í gistihúsum víðsvegar, sem hlytu að
vera heldur ómerkileg, í Smærri bæjunum
að minsta kosti. En Price sá fljótt ráð við
þessu. Hann kvaðst mundi útvega henni
sérstakan járnbrautarvagn, með öllum full-
komnasta útbúnaði, og þar gæti hún notið
allra hugsanlegra þæginda, eins og í bezta
gistihúsi. Og svo bætti liann því við, að þeg-
ar samningurínn milli þeirra, sem nú væri í
gildi, væri út runninn, þá skyld hann gefa
henni tækifæri að leysa af hendi enn vanda
samari hlutverk, heldur en hún hefði enn
íengist við.
Hún hikaði enn við, að ganga að þessu.
Hn þegar hún leit á áætlunina, sá hún að
bærinn, þar sem hún var uppalin, var einn
af þeim bæjum, þar sem’ hún átti að syngja,
þó afréð hún að samþykja þetta. Nú gæti
hún séð föður sinn heima hjá honum, og hún
gæti séð Sam litla, sem hún hafði ekki séð
síðan árið áður, þegar komið hafði verið
með hann til hennar í New York.
Það var að eins eitt, sem skygði ofurlít-
ið á hið ástúðlega samband, sem var á milli
Eleanor og föður liennar. Hann hafði gert
sér mjög miklar vonir um hinn nýja kunn-
ingskap hennar og Hugh og hann fór ekki
dult með það, að hann liélt mjög mikið af
honurn og gerði sér meiri vonir um hann
heldur en flesta eða alla aðra unga menn,
sem hann þekti. Það var auðfundið á öllu,
að heldur vildi hann kjósa Hugh fyrir
tengdason, heldur en nokkuni annan mann.
Það var eitt, sem Eleanor var staðráðin
í og hvarflaði aldrei frá. Aldrei höfðu þau
minst á Ellen Neal sín á milli. Aður en hún
gæfi honum það svar, sem hann var að bíða
eftir, varð hún að heyra söguna um Ellen
Neal, af hans eigin vörum. Það sem hann
hugsaði og sagði um það æfintýri í sínu
eigin lífi, mundi að miklu leyti ráða úrslit
um, hvernig svarið yrði.
“Þú hlýtur að sjá, að eg hefi rétt til að
beimta það,” sagði hún. “Það er bara auð-
sætt réttlæti.”
“Það er það kannske,” sagði faðir henn-
ar raunalega. “En sjálfur hefi eg alt af
vonað, að eg þyrfti ekki að sæta þeim dómi,
sem bygður væri á strangasta réttlæti, eins
og við skiljum það. Þú sýnist að hafa
gieymt því, að miskunnsemin verður að
vera réttlætinu samfara. ”
Þetta breytti ekki ásetningi hennar.
Þega'r fastákveðið ,var, hvernig þessu
ferðalagi skyldi liagað, ákvað Fullertoú-
fjölskyldan að halda henni mikla dans-
veizlu á heimili sínu fyrsta kveldið, sem hún
væri þar í bænum. Öll fjölskyldan hafði
þegar kynst henni og þótti fjarska mikið til
hennar koma og féll hún ágætlega í geð. og
ekki sízt Mr. Fullerton sjálfum. Öll fjöl-
skyldan vildi fagna henni, eins og dóttur og
svstur.
Það var skilið milli Hugh og Eleanor, að
hún skyldi gefa honum fullnaðarsvar kveld-
ið sem dansveizlan yrði haldin. Hann hafði
lofað því hátíðlega, að líta á það svar sem
fullnaðar úrslit þessa máls. Hann skyldi
a'drei reyna að breyta því svari, hvernig
sem það yrði.
XIX. KAPITULI.
Loksins kom þetta kveld, sem unga fólk-
ið í bænum hafði hlakkað svo mikið til, og
reyndar margt af eldra ‘fólkinu líka, kveld-
ið sem Fullerton fjölskyldan ætlaði að
halda hina miklu dansveizlu, til heiðurs söng
konunni miklu, Eleanor Gail. Sumt af eldra
fólkinu hafði þó haft margt um þetta að
segja og margt við það að athuga. Allir
könnuðust að vísu við, að Eleanor Gail væri
mikil söngkona, og enginn hafði eiginlega
neitt út á hana að setja. En hún var ein af
þessum listakonum, sem söng æfinlega í
leikhúsum, en það var altaf eitthvað dálítið
grunsamt við svoleiðis ýólk. Gamla fólkið
fór að geta sér til um það, hvað foreldrar
Eichard Fullerton mundu hafa sagt um
þetta, og það komst flest að þeirri niður-
stöðu, að þau mundu ekki geta legið kyr í
gröf sinni, ef þau vissu þettta.
Það var líka einhver orðasveimur um
Jnð, að sérstakar orsakir mundu vera
tii, að þetta fólk væri að heiðra hina
fögru og gáfuðu söngkonu. Hugh Fuller-
ton hafði farið undarlega oft til New York
að undanförnu. Það gat varla verið, að
bann færi þangað svo oft í viðskifta erind-
urn eingöngu. Það var að verða altalað, að
honum litist meira en lítið vel á söngkonuna,
og foreldrar hans vissu alt um það og væru
þessu samþykk, sem væri undarlegast af
öllu. Ef þetta fólk, sem tamdi sér útásetn-
ingar svo mjög, hefði verið sjálfu sér sam-
kvæmt, sem það reyndar aldrei er, þá mundi
]>að ekki síður hafa lialdið, að foreldrar
Fullertons yrðu eitthvað órólegir í gröfum
sínum.
Það höfðu engar stórveizlur verið haldn-
ai á Fullerton heimilinu síðan Anne giftist
og öllum var nú nokkuð nýtt um að koma
þangað og enginn lét sér detta annað í hug,
en að þiggja boðið. Flestir þeirra, er boðn-
ir voru, fóru fyrst í leikhúsið til að sjá heið-
ursgestinn, þó ekki væri nema tilsýndar, þó
mapgir þeárra, hefðu að vísu heyrt hana
syngja annars staðar. En mjög fátt af
fólki þessu hafði nokkum tíma kynst henni.
Það hafði áður farið til að heyra söngkon-
una, nií átti það von á að kynnast lienni
persónulega.
Mr. Filson fór beint úr leikhúsinu í
klúbb sinn. Hann hafði ætlað sér að tala
dálítið við dóttur sína, eftir að söngurinn
var úti, en liún hafði bara sagt honum, að
hún þyrfti að hvíla sig dálítið, áður en hún
kiæddi sig fyrir hina þýðingarmestu stund
lífs síns. Skildi hann það svo, að líka henm
þætti hér um mikið að tefla. Hann hélt þá
að bezt væri að láta hana eiga sig, en fór
og reykti miklu meira af vindlum heldur en
gott var fyrir hann. Hann ætlaði sér ekki
að koma til Fullerton á undan henni.
“Helló, Edwards, eg sé að þér liafið enn
sama verk á hendi,” sagði hann glaðlega
við hinn yfirlætislega þjón, þegar hann kom
inn úr dyrunum.
Lífið hafði farið vel með Edwards. Yfir-
lætið var samt kannske ekki alveg eins áber-
andi, eins og það var fyrir tíu ámm, þegar
Ellen Neal fyrst kyntist honum.
Edwards tók kveðju Filsons samkvæmt
sínum föstu og alveg ófrávíkjanlegu reglum.
“Er eg orðinn of seinn.fyrir dansinn!”
“Ó, nei, það er alð segja, hitt fólkið er
komið, en það verður hér lengi enn.”
“Helló, Sam!” sagði Fullerton mjög
giaðlega, um leið og hann kom niður stigann.
“Dæmalaust þykir mér vænt.um, að þú skyld-
ir koma. En því komstu svona seint?”
Filson var einn af þeim mönnum, sem
hélt sér vel, þó hann væri farinn að eldast.
Hanh var að vísu orðinn dálítið magrari,
lieldur en hann hafði verið, og kannske ekki
alveg eins fjörlegur, en að öðm leyti var
hann hér um bil eins og áður.
“Eg fór fyrst í leikhúsið, eins og þú
veizt. ”
“Þú hefir verið að slæpast einhvers stað-
ar, því við emm komin heim fyrir meir en
klukkutíma. Söngkonan er uppi. Hún er okk-
ar heiðursgestur, eins og þú veizt. Eg þarf
að gera ykkur kunnug. ”
“Eg reglulega hlakka til að kynnast
henni,” sagði Filson glaðlega. “Mér skilst
að Eleanor Gail sé ágætis söngkona, auk þess
livað hún er framúrskarandi falleg og mynd-
arleg í alla staði. Þú veizt, að eg hefi líka
dálítinn smekk fyrir því.”
“Hún er alveg eins falleg og skemtileg,
þó hún sé ekki á leiksviðinu. Eg er viss um,
að þér finst afar mikið til hennar koma. Eg
hefi dálitlar fréttir að segja þér, Sam”, sagði
Fullerton og lækkaði röddina. “ Sonur minn
ætlar að giftast henni.”
“Þetta era nú ekki miklar fréttir fyrir
mig,” sagði Filson og hló. “Heldurðu að mig
hafi svo sem ekki granað þetta? Hvenær
ætla þau að gifta sig?”
“Hún segist ekki vera tilbúin að ákveða
það.”
“Jæja-, við skulum fara inn í danssalinn,
Dick. ’ ’
“Hvaða vitleysa, þú liefir ekki dansað í
tuttugu ár. Þú telur mér ekki trú um, að þú
getir dansað.”
“Nei, kannske ekki, en eg ætti að geta
hoppað eitthvað dálítið. Þú hlýtur að liafa
lært eitthvað líkaf Við verðum að fylgjast
með tímanum.’
“Það er annars undarlegt,” sagði Full-
erton alvarlega, “fyrir fáeinum áram vildi
eg heldur hafa séð dóttur mína dána, heldur
en að hafa séð hana dansa eins og fólkið
. dansar héma uppi núna. En nú finst mér
ekkert á móti því. Nú dansar alt bezta fólkið
svona. En að hugsa sér, að þessir dansar
byrjuðu fyrst hjá alþýðufólkinu, eins og mér
er sagt að þeir hafi gert!”
“Svona var það með kristindóminn” sagði
I’ilson glaðlega. “En livað sem því líður,
þá ætla eg nú upp í danssalinn.”
“Bíddu ofurlítið við, Sam. Eg hefi nokk-
uð að segja við þig, nokkuð sem er áríð-
andi. ”
“Hvað er það?”
“Það er nokkuð, sem eg kem mér varla
að, að tala um.”
“Láttu það bara koma. Eg er þinn lög-
maður og þú átt'sál mína.”
“Þetta er alvarlegt, Sam. Eg er kvíða-
fullur. Eg er að hugsa um nokkuð mjög ó-
geðfelt, en sem gæti komið fyrir.”
“Láttu mig heyra það, og það verður
kannske ekki svo ósköp mikið úr því.”
“Eg vona þú getir létt af mér þessum á-
hyggjum.”
“Til þess er lögmaðurinn, að greiða úr
vandamálum skjólstæðinga sinna.”
“Heyrðu, Sam, veiztu nokkuð hvað varð
um þessa stúlku, sem var að reyna að koma
Hugh í vandræði héma um árið, og hafa út
úr okur fé, þessa Neal stúlku?”
Filsbn gekk þvert yfir herbergið. og sneri
bakinu að vini sínum. Eins og nærri má geta,
féll honum illa að heyra talað um dóttur sína
á þennan hátt, en hann hafði tamið skaps-
muni sína vel og kunni vel að stilla skap sitt.
I’egar hann svaraði, var alls ekki hægt að
heyra, að hann hefði bragðjð skapi.
“Hún liét Ellen Neal. Hún bara hvarf,
eins og gufaði upp.”
“En hvað varð um barnið, sem hún sagði
að Hugh ætti?”
“Drenginn? Það er piltur, Dick. Eg út-
vegaði honum fósturforeldra, svo ekkert bar
á. Hann' er uppalinn hjá áreiðanlegum og
gó'ðum hjónum, sem era honum alveg eins og
þau væra foreldrar hans. Honum dettur
aldrei annað í hug, en þau séu í raun og vera
foreldrar sínir.”
“Mér þykir vænt um að heyra það. —
Sérðu drenginn no<kkum tíma?”
“Hann er stundum með fóstra sínum,
J>egar hann kemur eftir peningunum, sem
ætlaðir voru baminu til framfærslu. Eg
veiti drengnum eftirtekt. Hann er fallegur
og greindarlegur piltur. Þú þyrftir ekki ann*
að en sjá drenginn, til að sannfæ^rst um, að
stúlkan hafði rétt fyrir sér. Hugh er faðir
hans, það er nú engum vafa bundið.’
“Blessaður segðu Hugh það ekki. Það
gæti valdið honum óróleika. ”
“Já, svoleiðis er stundum dálítið óþægi-
legt. ”
“Eg er nú hræddur um það, sérstaklega
þegar svona stendur á. Eg hefi verið að
óttast, að þessi Ellen Neal sæi kannske í
blöðunum, að Hugh væri trúlofaður og það
gæti vel verið, að henni dytti í hug að gera
ekkur töluverð óþægíidi út af þessu öllu
saman. Svo var þetta réttarhald og það era
sjálfsagt einhver gögn fyrir því, sem þar fór
fram.”
“Hafðu engar áhyggjur út af því. Þú
sást um, að ekkert af því komst í blöðin, og
þetta var fyrir níu árum./Og aumingja Coak-
ley hepnaðist að drekka sig í hel. ’ ’
“Já, það var nú leiðinlegt,” sagði Fuller-
ton, en ekki leit nú samt út fyrir, að hann
tæki sór það mjög nærri.
”En svo er þessi náungi, Yates. Hann er
mesti gallagripur. Það er ekki nema rétt eft-
ir honum að byrja á einhverjum óþokka-
skap.”
“Þú verður náttúrlega að taka þessu eins
og það kemur. En mér fanst alt af stúlkan
væri alveg einlæg, og hún vildi gera það sem
rétt var. Svona kemur stundum fyrir hjá
allra bezta fólki.”
“Þetta var alt óttalega leiðinlegt. Mig
langar til að sjá son minn eins ánægðan í
hjónabandinu, eins og dóttir mín er. Mér
skilst að hann elski Eleanor Gail innilega og
hjartanlega. Þú veizt kannske ekki, að eg
fór sjálfur til New York og grenslaðist eftir
því mjög vandlega, hvemig stúlka hún eigin-
lega væri. Hugh vissi náttúrlega ekkert um
það.”
Það var auðséð, að Filson var reglulega
skemt með þessu. “En er Hugh ekki nógu
gamall til að líta eftir þessu sjálfur? Hann
er yfir þrítugt.”