Lögberg - 02.06.1932, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311
Seven Lines
ifotd ggj
iteci
v C°r’
^tí^"
For
Service
and Satisfaction
45. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1932
NÚMER 22
íslenzki karlakórinn frá
Winnipeg í Argyle
24. maí s.l. var skemtilegur dag-
ur fyrir íslendinga í Argyle, og
sem þeir minnast lengi með gleði.
Þá heimsótti bygðina íslenzki
karlakórinn frá Winnipeg, sem
svo mikið orð hefir farið af, sem
hr. Brynjólfur Thorláksson stjórn-
ar. Það hafði legið í foftinu um
nokkurn tíma, að hann mundi
koma hér vestur og syngja, en
ekkert var víst um það hvort hann
mundi koma, eða hvenær, fyr en
fáum dögum áður, en þá var uppi
fótur og fit, er það fréttist, og
allir hlökkuðu til. Allir hér þektu
söngstjórann og hans metnað, og
þær háu kröfur, er hann gerir til
listarinnar, og vissu því fyrir
víst, að hér var um söngskemtun
að ræða fullkomnari en alment
gerist, enda urðu menn ekki fyr-
ir vonbrigðum. Hér hefir aldrei
slíkur karlakór heyrst syngja.
Samkoman var haldin í kirkju
Frelsissafnaðar í Vesturbygðinni,
kirkjan stór og vel hentug fyrir
samsöng. Alls munu hafa verið
þarna 37 manns, er í skemtuninni
tóku þátt; í kórnum voru 32 auk
söngstjóra, þar fyrir utan var hr.
Páll Bardal er söng með flokkn-
um nokkrum sinnum, hr. Gunnar
Erlendsson, sem tóninn sló, frú
Sigríður Olson sem söng ein-
söngva á mitli þess er flokkurinn
söng, og frú Jóhannesson, sem
undir spilaði fyrir hana.
Það var tilkomumikið að sjá
þennan flokk, er hann var búinn
að skipa sér á pallinn, myndarleg-
ur flokkur, með heilbrigðum svip.
Eg er ekki söngfróður, né fær
um að dæma frá listarinnar sjón-
armiði, og ætla mér ekki þá dul;
en þeir, sem vit hafa á slíku, og
þeir eru margir hér, luku lofsorði
á. Eitt er þó víst, að flokkurinn
er vel æfður, skilur sitt hlutverk
vel og söngstjórinn hefir aðdáan-
lega gott vald á honum.
Eg hafði mesta yndi af að hlýða
á sönginn. Var alt, sem sungið
var, á íslenzku, og sá söngur
hljómar mér æfinlega bezt í eyr-
um. Söngstjórinn var í essinu
sínu; er það nóg til að skapa hrifn-
ingu, að horfa á hann, öryggi hans
og listfenga tilburði. Veit eg hann
tekur það ekki illa upp, þó eg segi
eins og mér finst.
Frú Olson hefir áður sungið hér
og átti hér vinsældir, og hún tap-
aði ekki áliti eða vinsældum við
þessa komu sína. Hún söng tvisv-
ar, þrjú lög í hvert sinn; í fyrra
sinn enska söngva, en það síðara
íslenzka. Ekki veit eg, hvort eg
hefi yit á því, en mér þótti skemti-
legra að heyra hana syngja ís-
lenzku söngvana; textarnir voru
líka prýðilega valdir. Hún var
kölluð fram oftar en einu sinni
með dynjandi lófaklappi. Flokk-
urinn var einnig kallaður fram
hvað eftir annað með miklu lófa-
klappi.
Hr. Páll Bardal leysti sitt hlut-
verk af hendi með allri prýði.
Séra E. H. Fáfnis stjórnaði
skemtiskránni, talaði all-nokkuð
milli þátta og var í alla staði hinn
glaðværasti. Að lokinni skemti-
skránni sungu allir “Eldgamla ísa-
fold” og “God Save the King.”
Flokknum og öllum Winnipeg-
gestum, sem allmargir komu með
flokknum, bauð kvenfélagið í Vest-
urbygðinni til kaffidrykkju á heim-
ili Jónasar Helgasonar, sem er í
nánd við kirkjuna.
Það er æfinlega gleðilegt, að fá
góða gesti; gesturinn flytur æf-
inlega nýtt líf inn á heimilið og
æfinlega er eitthvað hægt af hon-
um að læra. Frá félagslegu sjón-
armiði má segja slíkt hið sama
Hefi e!g oft látið þá skoðun mína
í ljós, að þess meir sem íslensku
bygðirnar heimsæktu hverjar aðra,
þess heilbrigðara yrði félagslífið.
Gestirnir koma með nýtt líf, nýjar
hugsjónir; nýr heimur opnast, hið
hversdagslega hverfur um stund
og andrúmsloftið verður hress-
andi. En því má ekki gleyma, að
það þarf að taka vel á móti gest-
unum og sýna þeim allan sóma,
en það vill stundum gleymast.
íslenzk 'gestrisni er heilbrigð
þjóðareinkunn; við hana á að
leggja rækt, og þegar maður eða
menn heimsækja bygð og koma
opinberlega fram, þá er sómi
fólksins í veði, ef maðurinn er
látinn syngja eða tala yfir tómu
húsi. Það hefir komið fyrir hér,
en það var ekki að þessu sinni.
Samkoman var vel sótt, kirkjan
var troðfull, og allir voru ánægð-
ir.
Mér er sagt, að í þessum karla-
kór væru menn úr báðum íslenzku
söfnuðunum í Winnipeg og öllum
stéttum mannfélagsins, en and-
inn og samkomulagið væri það
bezta; trúarágreiningur eða póli-
tík komist þar ekki að til að
sundra.. Væri vel, ef þessi karla-
kór gæti orðið íslendingum til fyr-
irmyndar með það, að uppræta
tortrygni þá og flokkadrátt þann,
sem svo víða á sér stað í félags-
lífi íslendinga, sem ættu og gætu
verið sem einn maður, ef andinn
væri sami.
Kærar þakkir fyrir komuna. Við
munum lengi bera í minningasjóði
menjar komu ykkar hingað, og
söngtónanna inndælu, sem þið
fluttuð okkur. ósk vor er sú, að
kórinn megi eflast og þroskast og
verða stórveldi í félagslífi ís-
lendinga hér um langan aldur.
Glenboro, Man., 26. maí 1932.
G. J. Oleson.
Opnun Grænlands fyrir
loftferðum
Blöðin hér fengu um daginn
skeyti um samninga Trans-Ame-
rican Airlines Corporation við
dönsku stjórnina, þ. e. samninga-
gerð Guðm. Grímssonar dómara
við Stauning og forstjóra Græn-
lands einokunarinnar. Skeytið var
óljóst orðað, og mátti skilja það
svo sem flugfélagið hefði fengið
leyfi til rannsókna og reynslu-
flugs í tvö ár, én ef þá yrði álitið
að reglubundnar flugferðir mættu
takast, þá myndi hægt að fá leyfi
til lengri tíma.
í nýkomnum dönskum blöðum
er sagt frá úrslitum samning
anna.
Þar er svo skýrt frá, að fyrst
fái flugfélagið leyfi til þess, að
rannsaka flugskilyrði og veðr-
áttufar í Grænlandi í eitt ár, síð-
an fáist leyfi til reynsluflugferða
í tvö ár, og að þeim tíma liðnum,
komi til mála, að veita leyfi til
lengri tíma. Eftir því að dæma
á ekki að vera hægt að hefja
verklegan undirbúning undir
flugferðirnar, svo sem bygging
flughafna og þess hátttar fyrri en
eftir veðurathuganir í eitt ár, og
reynslu flug í tvö ár, eða að þrem
árum liðnum.
Blaðamaður, er hafði tal af
Guðmundi Grímssyni áður en
hann fór, segir, að Guðmundur
hafi verið ánægður með árangur-
inn af samningastarfi sínu, að því
leyti, að lagður hafi verið grund-
völlur að frekari samningum og að
Undirbúningsstarfinu. — Mgbl.
12. maí.
Messugjörð flytur G. P. Johnson
sunnudaginn 5. júní kl. 3 e. h. í
Templarahúsinu á Sargent. Fólk
er beðið að hafa sálmabókina með
sér. Allir velkomnir.
Sunnudaginn 5. júní :
Kl. 11. f. h. — ensk messa.
Kl. 7 e. h.
íslenzk messa.
Kvöld guðsþjónus.tu þessari verður útvarpað frá
stöðinni CKY í Winnipeg og einnig frá stöðinni í
Yorkton. Islendingum viðsvegar í Bandaríkjum og
Canada er boðið að hlýða á þessa íslenzku messu
í Pyrstu lútersku kirkju í Winnipeg. Hún byrjar
nákvæmlega kl. 7. Þeir, sem kirkjuna sjálfa sækja
þetta ikvöld, eru beðnir að vera komnir í sæti sín
þegar klukkan slær 7, svo ekki verði umgangnir
.eftir að athöfnin hefst.
Þingslit
Sambandsþinginu var slitið á
fimtudaginn í vikunni sem leið.
Það gerði F. A. Anglin, yfirdóm-
ari í hæstarétti Canada, í stað
landstjórans, sem er fjarverandi.
Fór þessi athöfn öll fram með
vanalegri viðhöfn og hátíðleik.
Var þetta hið þriðja þing hins
seytjánda kjörtímabils. Ekki verð-
ur sagt, að þetta þing hafi unnið
nein afreksverk, sem kannske var
heldur ekki við að búast. Það
virðist flest sitja nokkurn veginn
í sama farinu, eins og fyrir þing-
ið. Þjóðarbúskapurinn er alt
annað en 'góður. Miklu meira fé
eytt, heldur en tekjunum nemur,
og vaxa því þjóðskuldirnar stór-
kostlega. Nú, þegar þinginu er
slitið, er hugur stjórnarinnar
að mestu við Samveldisþingið
mikla, sem haldið verður í Ottawa
í sumar.
Þingmannsefni í Winnipeg
Allir stjórnmálaflokkarnir hafa
nú útnefnt sína menn til að sækja
um þingmensku í Winnipeg við
kosningarnar hinn 16. þ.m. Þess
hefir áður verið getið hér í blað-
inu, hverjir eru í kjöri af hálfu
Verkamannaflokksins.
Stjórnarflokkurinn hefir sex
menn í kjöri: Hon. W. J. Major,
K.C., fulltrúi Manitoba fylkis á
Alþingishátíðinni; Hon. E. W.
Montgomery, heilbrigðismála ráð-
herra; J. S. McDiarmid, fyrver-
andi sambandsþingmaður og einn
af fylkisráðherrunum; Duncan
Cameron, Ralph Maybank og Wal-
ter J. Fulton.
Frjálslyndi flokkurinn, eða sá
hluti hans, sem ekki vill samvinnu
við núverandi fylkisstjórn, hefir
þrjá menn í kjöri: J. Y. Reid, G.
Keith og H. P. A. Hermanson.
íhaldsflokkurinn hefir sjö menn
í kjöri: W. Sanford Evans, J. T.
Haig, K.C., W. V. Tobias, R. W. B.
Swail, D. M. Elcheshen, H. D. B.
Ketchen og J. A. Barry.
Það verða væntanlega enn fleiri
í kjör, en hér eru taldir; kommún-
istar hafa sjálfsagt einn eða fleiri
umsækjnedur og svo er eitthvað
af frambjóðendm, sem ekki styðj-
ast við neinn vissan flokk. Það
verður því sízt af öllu skortur á
þingmannaefnum í Winnipeg. Lík-
lega einir tuttugu og fimm fram-
þjóðendur að minsta kosti.
Slys
Þau urðu mörg, slysin í Mani-
toba árið sem leið. Á því ári dóu
214 manneskjur af slysum, 50
fórust í bílslysum, 36 druknuðu,
20 brunnu og 8 varð eiturlgas að
bana. En auk þeirra, sem hreint
og beina mistu lífið af slysum,
meiddust fjölda margir meira og
minna, sumir stórkostlega. Or-
sakirnar að þessum slysum eru
vitanlega margvíslegar, en mörg
af þeim eiga beinlínis rót sína
að rekja til óvarfærni þeirra, sem
hlut eiga að máli. Enn flytja
blöðin, svo að segja daglega, frétt-
ir af einhverjum slysum, hér í
nágrenninu, og enn eru orsakirn-
ar oftast óvarfærni.
Þýzka stjórnin segir af sér
Á mánudaginn i þessari viku
sagði kanslarinn þýzki, Dr. Hein-
rick Bruening, af sér fyrir sig og
alt sitt ráðuneyti. Hefir Hinden-
burg forseti samþykt þá uppsögn,
en ekki hefir hann, þegar þetta er
skrifað, falið nokkrum öðrum að
mynda nýtt ráðuneyti. Þó það
verði kannske ekki rétt í bráðina,
þá sýnist nú alt stefna í þá átt,
að Adolf Hitler og hans flokkur
taki við völdunum á Þýzkalandi.
Þrír nýir ráðherrar
Sú breyting var gerð á fylkis-j
stjórninni í Manitoba í vikunnij
sem leið, að þrír menn tóku þari
tfið ráðherra embættum og lögðu |
af sinn embættiseið. Allir eru
þeir tilheyrandi frjálslynda
flokknum, og eru sem hér segir:
E. A. McPherson, K. C., fyrver-
andi sambandsþingmaður fyrir
Portage la iPrairie, fjármálaráð-
herra. Tekur hann við því em-
bætti af Bracken forsætisráð-
herrá.
J. S. McDiarmid, fyrverandi
sambandsþingmaður fyrir Suður-
Winnipeg. Er hann ráðherra yf-
ir náttúrufríðindum fylkisins og
iðnaðarmálum.
Dr. Murdock MacKay, ráðherra
án stjórnardeildar.
Enn fremur er sú breyting
gerð á ráðuneytinu, að Hon. D. G.
McKenzie, sem ge'gnt hefir því em-
bætti, sem McDiarmid gegnir nú,
er búnaðarmála ráðherra, en Mr.
Prefontaine verður ráðherra án
stjórnardeildar. Hinn síðast-
nefndi og eins Dr. MacKay fá
engin laun. Er því hér að eins
einum launuðum ráðherra bætt
við, fjármálaráðherrra. Vitanlega
fær Mr. Bracken sín laun eins og
áður, þó þessu verki ,sé af honum
létt, sem hann hefir jafnan haft á
hendi jafnframt forsætisráðherra
embættina. Yfirleitt hefir þess-
ari ráðstöfun verið vel tekið, nema
af íhaldsmönnum. Þeir taka engi
vel, nema því sem þeir gera sjálf-
ir.
Islenzku tímaritin
(Framh.)
“Morgunn” er tímarit, sem kem-
ur út tvisvar á ári, og er málgagn
Sálarrannsóknarfélags íslands, og
er því aðallega helgað sálarrann-
sóknum. Hefir þar verið mikið
skrifað um spíritisma eða anda-
trú sem svo er kölluð, og í því
sambandi alls kyns dularfull fyr-
irbrigði, þau 12 ár, sem tímaiútið
er búið að koma út. Mottó tíma-
ritsins eru þessi orð úr Aldamóta-
óð Hannesar Hafsteins: “Hug-
sjónir rætast, þá mun aftur
morgna.”
Stólpar þessarar félagshreyf-
ingar á íslandi voru þeir séra
Haraldur Níelsson og Einar H.
Kvaran. Séra Haraldur er nú
fyrir nokkru dáinn, en þar var
maur, sem fáa hefir átt sína líka
hjá íslenzkri þjóð, sem prédikari
og andans maður, fáa ef nokkra
sem snortið hafa hjörtu lands-
manna sinna eins áþreifanlega
eins og hann gjörði um sína daga
og eftir sinn dag, því prédikanir
hans og boðskapur mun lifa ilengi
hjá íslnezkri þjóð og verða metin
að verðleikum. Hann var mælsku-
maður með kynjakraft mannúðar-
kenda í brjósti, sem helgaði líf
sitt því starfi, að gefa þjóð sinni
verðmæti þau, sem eilíft gildi
hafa. Skal hér ekki feldur neinn
dómur um óskeikulleik skoðana
séra Haraldar í öllum greinum, en
hitt er víst, að þeir, sem á hann
vildu hlýða og taka til greina boð-
skap hans og fræðslu, hlutu að
auka manngildi sitt og auðga líf
sitt- í mörgum greinum. Sann-
leiksþrá hans og lotningarfullur
andi hans hefir óneitanlega sett
stimpil á hugsanalíf íslenzkrar
þjóðar, um það bera vitni svo ó-
umræðilega margir, sem orðið
hafa fyrir áhrifum hans og ritað
hafa um sálræn efni. Haraldur
Nelsson hefir óefað átt meiri í-
tök í huga og hjarta íslenzkrar
þjóðar, heldur en nokkur annar
samtíðarmaður hans.
Einar H. Kvaran hefir verið rit-
stjóri Morguns síðan hann hóf
göngu sína, og er enn, og einn
mesti máttarstólpi Sálarrannsókn-
arfélagsins. Hann var hverju ís-
lenzku mannsbarni kunnur fyrir
ritmensku sína áður en hann
sveigði inn á þessar brautir; mun
hafa verið í hópi hinna efa'gjörnu
í trúmálum, en þyrst eftir lif-
andi vatni, sem varanlega svölun
gæfi á þrautagöngu jarðlífsins,
og því snemma hallast að rann-
sóknum dularfullra fyrirbrigða.
Var mikið dár dregið að þeim,
sem brautryðjendur voru á þessu
sviði á íslandi og meðal íslend-
inga hér; en af hvaða ástæðum
sem það er, hefir lítið borið á því
í seinni tíð, enda er fylking sú, sem
undir það merki skipa sér, nú
þegar orðin all-þéttskipuð, og í
þeirri fylkingu er fjöldi lærðra
ágætismanna og kvenna, sem mað-
ur hlýtur að bera virðingu fyrir,
án þess maður dæmi nokkuð um
gildi þess boðskapar, sem hún
flytur mönnum. Hitt er víst, að
víðsvegar út um hinn mentaða
heim eru vísindamenn, kaldii
efnishyggjumenn sumir, sem of-
sókt hafa kenningar þessar, marg-
ir snúist á sveif sálarrannsóknar-
manna og farið fyrir þeim eins
og Páli postula, orðið ötulastir
talsrtienn þess, sem þeir áðui
ofsóktu sem mest. Virðist það
benda til þess, að við rannsókn
hafi þeir komist að þeirri niður-
stöðu, að hér sé um sannleiksboð-
skap að ræða, sem eitthvert gildi
hefir. Þá hafa prestar fjölmarg-
ir með öðrum þjóðum, áhugasamir
og víðsýnir, gerst talsmenn þessa
boðskapar og telja kristninni hinn
mesta styrk að þeim boðskap, er
hér er á ferðinni. Eru þeir ekki
allfáir, leiðtogarnir og prestarnir
á Englandi, sem eru að veita þess
ari stefnu athygli. Jafnvel Úmt-
ararnir, sem ekki eru þó taldir
hleypidómagjarnir, leggja eyrað
við.
Þessi síðasti árgangur Morg-
uns, hefir ýmislegt merkilegt i
fórum sínum, sem er athyglisvert,
þó sumt sér þar aftur, sem mað-
ur lætur sér fátt um finnast. Eg
er ekki lærisveinn eða boðberi
spíritismans, en eg get fordóma-
laust hlýtt á hvað hann hefir að
segja, og metið það góða, sem þar
er að finna.
1 fyrra hefti xii. árg, er Hug-
myndirnar um annað • líf, erindi
flutt í S.R.F.Í., eftir Einar H.
Kvaran, merkilegt erindi. Þá eru
“Nýjar raddir”, eftir Ragnar E.
Kvaran, afar-löng ritgjörð. Síð-
an kemur “Fundir Emaus Nielo-
sen”, erindi flutt í S.R.F.Í., eftir
séra Kristinn Daníelsson. Segir
hann greinilega frá rannsóknar-
fundum þessa nafnkunna danska
miðils. “Stjörnur og líf”, eftir
R. E. Kvaran. “Hjá líkamninga
miðlum” eftir A. Vout Peters.
Eru stuttar ritgjörðir og “Marg-
ir Heimar” eftir Jakob Jóh.
Smára er athyglisverð og frum-
lega hugsuð grein. Þá er minn-
ing Andrésar P. Böðvarssonar, er
var allmikið við sálarrannsóknir
riðinn, og þá kvæði: “Þeir koma”,
eftir Jakob Jóh. Smára. Og síð-
asti kaflinn í þessu hefti er byrj-
un á erindi, er séra Kristinn Daní-
elsson hefir flutt í S.R.F.Í., um
dulspekinginn franska, Pascal
Forthuný, og heldur erindið á-
fram í næsta hefti og er lokið þar;
er það langt erindi og all-skemti-
legt. Prestur þessi, séra Kristinn,
skri^ar vel og á bak við pennann
sýnist standa heilbrigður maður
vel hugsandi. Er hann ákveðinn
sálarrannsóknarmaður. Síðla í
erindi sínu farast honum orð á
þessa leið:
“Sálarrannsóknirnar, víst mik-
ilvægasta málið, sem mannsand-
inn fæst við, eiga að vísu enn
svona erfitt uppdráttar hjá vís-
indunum, eins og lýst var í þess-
ari smágrein. En svo er þó fyrir
þakkandi, að það er fjöldi — og
þeim fer alt af fjölgandi — af
vísindamönnum, spekingum og
mönnum með djúptækustu gáfum
og æðstu mentun, sem fyrir sál-
arrannsóknir snúast frá rótgró-
inni efnishyggju, sem ekki trúir
á neitt andlegt líf, til sannfær-
ingar eða réttara sagt fullrar
vissu um framhaldslíf.”
(Framh.-
Men’s Club
Sitt síðasta samsæti, þangað til
í haust, hélt klúbburinn á mið-
vikudagskveldið í vikunni sem
leið. Var það að því leyti frá-
brugðið öðrum samsætum klúbbs-
ins, að þar voru konur, ekki síð-
ur en karlar.
Skemtiskráin hófst með því, að
forseti, Mr. J. G. Jóhannsson,
flutti stutt erindi um framtíðar-
horfur klúbbsins. Þá talaði Dr.
Björn B. Jónsson. Þakkaði klúbbn-
um fyrir starf hans og benti á ým-
islegt, sem hann gæti unnið til
gagns! Séra R. Marteinsson tal-
aði nokkur orð til trúboðanna, Rev.
og Mrs. S. 0. Thorlaksson, og
fluttu þau bæði stutt erindi.
Mr. Jón A. Bildfell mælti fyrir
minni kvenna, en því svaraði Mrs.
H. G. Hinrikson. Mrs. B. H. 01-
son og Mr. Paul Bardal skemtu
með söng. Embættismenn voru
kosnir fyrir næsta ár: Dr. P. T. H.
Thorláksson, forseti; Fred. Bjarna-
son, varaforseti, o!g O. G. Bjðrn-
son skrifari og féhirðir, og auk
þeirra Dr. A. Blöndal og Thor.
Melsted. Samsætið var hið skemti-
legasta.
Mr. Hósías Hósíasson frá Moz-
art, Saskv kom til borgarinnar á
laugardaginn. Hann kom til að
leita sér lækninga hjá Dr. Brand-
son, og liggur nú á Almenna spít-
alanum.