Lögberg - 09.06.1932, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.06.1932, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIíh i JDAGINN 9. JÚNÍ 1932. Bls. 3. ŒFIMI N N I NG Sumardýrðin umvefur oss; hún bætir daglega nýjum tónum í sitt margraddaða la!g. Kveðjuómar vetrarins heyrast í fjarska eins og nokkurs konar undirraddir, sem yfirraddirnar kæfa að mestu leyti; þessar undirraddir eru hríf- andi og angurblíðar — eins og flestar kveðjur. Gleðiihljómar vaknandi og vax- andi æsku, víðsýnnar og von- sterkrar framtíðar yfirgnæfa kvöldsöngva kveðjandi gamal- menna — endurminningarljóð lið- inna tíma. í stað þess að skógurinn hefir staðið allsnakinn og lauflaus, birtist hann nú í dýrðlegri upp- risu eins og fagurlokkaður vörð- ur og verndari. í stað brautryðjendanna, sem fórnuðu öllu sínu—fórnuðu sjálf- um sér í stríðinu við vetrarhörk- ur frumbýlingsáranna, vex nú upp ný kynslóð, vegleg og von- sterk, með þeim einbeitta ásetn- ingi, að verja og vernda arfleifð sína. Fingrum sólgyðjunnar eykst máttur og hlýja — jafnvel þeir hafa kólnað í vetrarkuldanum. Nú snerta þeir alt tíg vekja til lífs og ný blöð og blóm í stað þeirra, sem í haust sofnuðu, drupu höfði og hölluðust blund- andi í skaut sinnar sameiginlegu móður, þegar engill hins kalda vetrar vafði hvítri náblæju um alt hið ytra líf — alt hið ófull- komna líf — lengra kemst hann aldrei. Upp af gröfum hinna framliðnu, sem hnigið hafa eftir fórnfúsa og starfsríka æfidaga, vaxa blóm minninjga og uppörvunar; og það- er eins og þessi blóm raði sér í sjáanleg og lesanleg orð — þessi orð: “Vaxtið pund yðar!, vernd- ið heiður yðar!, skarið framúr!’’ Thorsteinn Thorlakson er fædd- ur 11. október 1858. Foreldrar hans voru þau Þorlákur bóndi Bjönsson og Lovísa Níelsdóttir kona hans; bjuggu þau að Stóru- Tjörnum í Þingeyjarsýslu, og þar var Thorsteinn fæddur. Vestur um haf fluttist hann ár- ið 1877 og staðnæmdist fyrst í Milwaukee. Þar vann hann hvaða vinnu sem fyrir kom. Til Norð- ur-Dakota fluttist hann 1880, en þar höfðu bræður hans numið land honum til handa árið áður; var það hjá Mountain í Þingvallasveit (County). 9. desember 1881 kvæntist Thor- steinn ungfrú Hlaðlgreði Laxdal, dóttur Gríms Laxdals bókbindara á Akureyri og Aldísar Bergmann, föðursystur séra Friðriks Berg- manns, en móðursystur Eiríks THORSTEINN THORLAKSON. Fæddur 11. okt. 1858. Dáinn 11. marz 1932. Bergmanns; var móðir Hlaðgerð- ar lengi hjúkrunarkona á Akur- eyri. Fluttu þau hjón, Thorsteinn og kona hans þegar eftir gifting- una á land hans o!g bjuggu þar í tíu ár. Þá fluttu þau til Milton og stunduðu þar verzlun í næstu tíu ár; að þeim tíma liðnum fluttu þau til Winnipeg; var það árið 1901 og næsta vor til Vestur-Sel- kirk; þar stunduðu þau bæði bú- skap og verzlun. Árið 1906 fluttu þau aftur til Winnipeg og dvöldu þar þangað til 1910, að þau fluttu til Austur-Selkirk og stunduðu búskap. Þar slasaðist Thorsteinn alvarlega og fluttu þau þess ve!gna enn til Winnipeg 1913; þar stund- aði hann málningu á eigin reikn- ing. Hann andaðist 11. marz 1932; fékk slag og lifði skamma stund eftir. Þeim hjónum var, tólf (12> barna auðið; eru níu (9) á lífi, en þrjú (3) dóu í æsku. Þau sem lifa, eru þessi: 1. Páll Gunnar, í Wlnnipeg, kvæntur Elínu Sigríði dóttur Guð- jóns Johnson frá Hjarðarfelli. 2. Aldís In!ga Clara, gift W. H. G. Michael, í Tulsa, Oklahoma, U.S.A. 3. Lovísa Rannveig Ethel, gift Alexander Johnson, hveitikaup- manni í Winnipeg. 4. Daníel Alfred, í Detroit, kvæntur Jónínu Þorsteinsdóttur frá Leslie, Sask. 5. Bessie Sigurjóna Maud, gift F. Jobin í Detroit. 6. Guðrún Elín Ólöf, gift A. 0. Brand, í Detroit. 7. Valgerður Sylvia May, gift Amps Jones, í Kentucky. 8. Helga Lillian, gift Greer Mooney, Detroit. 9. Beatrice Aurora, ógift. Þau hjón áttu fimtán barna- börn, er Thorsteinn lézt, og eitt barnaJbarna barn, er það sonur Alexander Johnsons og heitir Al- exander. í haust sem leið var þeim hjón- um haldið ve!glegt gullbrúðkaup í Fyrstu lútersku kirkjunni; var þar fjöldi fólks saman kominn af öllum flokkum, því þau voru eink- ar vinsæl og vel látin. Thorsteinn var mikill maður vexti, frábærlega vel vaxinn og einkar fríður sýnum; var oft orð á því haft á mannamótum, hversu þau hjón bæru af öðrum að feg- urð og prúðmensku. Þegar Bene- dikt Gröndal sá þau fyrst saman, Hannes Hafstein og konu hans, er sagt að honum hafi fallir þessi orð af munni: “Glæsilega hefir skaparanum tekist, þegar hann valdi saman þessi hjón.” Sama mætti segja um þau hjón, sem hér er átt við. Á frumbýlingsárunum unnu þeir Thorsteinn og Björn bróðir hans að því að flytja fólk og búslóð manna; voru ferðalög í þá daga enginn hægðarleikur; urðu þeir bræður oft að bera allan farang- urinn yfir keldur, fen og foræði; og þetta gerðu þeir oft borgunar- laust; það var siður landnáms- manna að veita aðstoð án endur- gjalds. Thorsteinn var fyrirmyndar eig- inmaður, faðir og húsbóndi; lét hann sér einkar ant um það, að manna börn sin, enda voru þau vel gefin, t. d. mjög hneigð til söngs og hljómfræði; lagði hann si!g allan fram til þess að þau gætu notið þeirra hæfileika. Með Thorsteini Thorlakssyni er til grafar genginn einn hinna merkustu landnema vor á meðal. í gegn um og upp yfir allar hin- ar mörgu og háværu raddir þess- ara tíma, heyrist ein rödd, sem hefir íslenzkan blæ þótt erlendis sé: Islendingar heyra þá frétt öðru hvoru, að einn brautryðjend- anna sé orðinn þreyttur; hann hafi tekið sér náttstað ög sofnað. Samtímis þessari frétt vakna í huga vorum margar myndir, marg- ir svipir, margar endurminningar. Það er eins og fyrir sjónum vor- urp lyftist tjald og vér sjáum inn í heim liðina tíma; heim, sem að miklu leyti var gleymdur. Land- námstíminn birtist oss með öllum sínum sorgum og allri sinni gleði; öllum sínum vonum o!g öllum sín- um vonbrigðum; allri sinni dýrð og öllum sínum þrautum. Einn og einn verða þeir eftir á leiðinni, hinir eldri bræður vorir — landnámsmennirnir. Gyðja hvíldar og heilags friðar signir þá eins og börn, sem blunda vært eftir liðinn dag. Og þessir þreyttu, aldurhnignu menn líta hugaraugum sínum á liðið líf um leið og þeir kveðja og líta þar alla erviðleikana eins og fjöll í fjarlægð — bláheið og fögur eins og fjöllin eru æfinlega í fjar- Lægðinni.—Fjall!göngunni er lokið og ferðamennirnir geta sofnað í friði. Sig. Júl. Jóhannesson. Fyrir sextíu og sjö árum Eftir Sigurð Gunnarsson. (Framh.) ---------- Eftir þessa löngu útúrdúra mun vera mál komið að leggja á Mýrdalssand. Fylgdi Sigurður bóndi, sonur Guðrúnar, spölkom vestur á sandinn. Gekk ferðin um hann greiðlega, enda fararmerki skýr, Hjörleifshöfði og Víkurfjöll. Þegar dró að brekkunum, sem Höfðabrekka stendur á, urðu á vegi okkar fuglar nokkrir, allstór- ir og bústnir, er vöppuðu um sandinn. Bárum við ekki kensl á þá. Véku þeir undan hestunum, en hófu sig ekki til flugs. Vildi þá Stefán, er snemma var hneigð- ur fyrir dýra- og' grasafræði, kynnast þeim betur, spratt af baki og hóf sókn á hendur þeim, til þess að handsama einhvern þeirra, en er minst varði sneri einn fugl- inn sér við sem örskot og spúði heljar-mikilli spýju af hreinu, mögiuðu lýsi á Stefán neðanverð- an, þannig, að buxurnar urðu all- ar útataðar. Gaf Stefán þá upp sóknina og þótti ver farið en heimrf setið; en úr þessu þektum við þó fýlunga af sjón og raun. Á Höfðabrekku gistum við hjá Jóni umboðsmanni Sigurðssyni, hélduð þaðan um Kerlingardal, Heiði og Steigarháls að Felli í Mýrdal. Að Felli var þá prestur séra Gísli Thorarensen skáld. Var hann okkur drengjunum góður heim að sækja, ræddi við okkur um alla heima og geima, spurði frétta af Árná sýslumanni kunn- ingja sínum og fleirum, Hefi eg heyrt það síðar, að þeir hafi ein- att gert sér til gamans að kastast á gamansömum og stundum ó- hefluðum kviðlingum sín í mill- um. Undir umræðunum tók eg eftir því, að flaskan var ekki all- fjarri. — Næsta dag kvöddum við glaðir í bragði þennan ræðna mann, fullan af spaugi og orð- kringan mjög. Var nú haldið vest- ur um Sólheima, þar sem Loð- mundur bjó forðum, er átti í höggi við Þrasa, er báðir voru rammgöldróttir og veittu Fúlalæk hvor á annars lendur með jökul- hlaupum ægilegum. Fengum við fylgd yfir Fúlalæk eða öðru nafni Jökulsá á Sólheimasandi. < Ekki miklaðist okkur áin á að líta, en önnur varð raunin á, er út í var komið. Að dýpt var áin aðeins vel í kvið, en straummegin foss- aði hún nálega upp í hnakknef. Höfðum við aldrei riðið vatn jafn-leðjuborið og þefilt. Náðum við síðla dags að Ytri-Skógum til séra Kjartans Jónssonar, er þá var orðinn aldraður og mjög heyrnarsljór. Frúin, Ragnhildur Gísladóttir, var mikið yngri, gerð- arleg kona og hlynti vel að okk- ur. Þegar við riðum þaðan, blasti við Skógafoss, fríður, en ekki nærri eins hár og Hengifossinn í Fljótsdal. Færðum við það daln- um okkar til inntektar gegn því að Skógarfoss var vatnsmeiri. Riðum nú um Eyjafjallasveit und- ir bröttum og háum fjallahlíðum, en viðast grösugt mjög hið neðra. Á þeirri leið skoðuðum við Hrúts- helli. Fyrir fleiri hellum sáum við móta, en Igáfum okkur ekki tíma til að athuga. Nú var kept að Holti; var það einn áfangastaðurinn, er mér var bent á í skjalinu. Þegar við kom- um að túnfætinum, sáum við veg liggja beint gegn um túnið inn í hestarétt mikla, um víðar og háar dyr úr timbri. Fyrir hinum enda réttarinnar var all-reisulegur bær; stóð hann ofar en réttin og því tröppur úr henni upp á hlaðið. Riðum við inn í réttina; fórum þar af baki og sáum í því mann standa fyrir ofan tröppurnar, heldur en ekki þreklegan og svip- mikinn, snöggklæddaní blárri prjónapyeysu. Okkur grunaði, að þetta kynni að vera presturinn, séra Björn Þorvaldsson, er við vissum af skjalinu, að þar átti að vera, tókum hæversklega ofan, en maðurinn sinti því engu, einblíndi á hestana, og áður en við gátum heilsað honum kallar hann upp og segir: “Er hann þá kominn þarna, hann y Sandfellsbleikur!” Eg kvað já við því. Síðan gengur hann að hnakknum og segir: “Það þarf enginn mér að segja, að þessi hnakkur er eftir helv. hann Guð- mund í Flögu. Þegar eg var á Stafafelli í Lóni, fékk eg hnakka mína frá honum og engum öðrum. Já, Guðmundur er snillingur. Það er í rauninni ekki nema fyrir kónga og prinsa að ríða í hnökk- um eftir hann, en ekki fyrir banns. boruna á mér.” Að þessu athuguðu fór hann að veita okk- ur athygli, tók okkur elskulega, fylgdi okkur inn í bæjardyr, vildi hvernig sem við færðumst undan hjálpa okkur úr reiðfötum, athug- aði allan okkar fatnað og mælti: “Það leyni sér ekki, þarna er komið Múlasýslu - handbragðið.” En svo eg minnist aftur á Bleik, OKEYPIS til Hydro viðskiftamanna sem nota Rafmagns eldavjelar Vér vírum, setjum upp og höldum við 500, 750 eða 1,000 watt rafmagns vatnshitunarvél, í hús yðar ókeypis, ef eigandi hússins undirskrifar samning, að víringin og vélin haldi áfram að vera eign Hydro. Alt, sem þér borgið, er 10 cents á mánuði auk vanalegs gjalds fyrir raforkuna. Plumbing aukreitis. Kaupið yðar rafmagnsvél nú — og takið þessu fyrirtaks tilboði. PHONB 848 132 €ftu ofW&mfpeá PHONE 848 133 má það merkilegt heita, að séra Björn skyldi þekkja hann þegar í stað eftir sextán ár, hafði séð hann einu sinni, þá fjögra vetra fola á einni ferð sinni úr Lóni austur að Höfða á Héraði, að finna aldavin sinn, Gísla lækni Hjálmarsson. Um Gísla varð hon- um tíðrætt, atgjörvi hans og glæsimensku. Við játuðum því, kváðum hann vera gjörvulegan mann og fríðan. “Fríður,” tók séra Björn eftir okkur. “Hann var, upp á sitt hið bezta, meira en fríður, hann var vanskapað- ur af fríðleik.” Séra Björn var ó- smeikur við að kveða fast að orði, og alt á annan veg en aðrir menn, hvort heldur var til lofs eða lasts. Frumleikinn var þar hreinn og óbrjálaður, hann var fornmann- legur, stórbrotinn, en jafnframt hjartagóður, skjótur til góðra verka, ef á lá. Við dvöldum þar í tvo daga, og virtist mér heimih islífið, að því er kom til konu og barna, vera með frjálsmannieg- um blæ, myndarbragur á öllu og engum tepruskap til að dreifa. Bjóst nú séra Björn til brottferð- ar með okkur með son sinn Þor- vald, og fleiri börn hans minnir mig að væru í hópnum, og var ferðinni heitið til Reykjavíkur. Nógir voru reiðhestar í Holti, mig minnir flestir rauðir. Sást fljótt á, að prestur var reiðmaður góð- ur, hafði sömu tökin á hestunum, sem við höfðum séð beztu reið- menn Héraðsbúa við hafa, þá bræður ólaf og Sigfús Stefán^- syni prófasts Árnasonar á Val- þjófsstað. Hann reið hægt úr hlaði og svo áfram um stund, þar til er hann setti á sprett, gríðar snarpan, en stuttan, og þetta lét hann sífelt ganga. En ekki gát- um við einhesta haldið í við hann lengra en útyfir Eystri-Rangá. Skildi þar með okkur. (Framh.) Greiðið atkvœði nœsta fimtudag * PROFE^ION4L CARDS + DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arta Bldgr Cor. Oraham og Kennedy 8ta. Phone: 21 8S4 Offlce tlmar: 2—S HelmiU 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipegr, Manitoba Dr. L. A. Sigurdson 216-220 Medícal Arts Bldg. Phone 21834. Office tímar 2—4 Heimili: 104 Home St. Phone: 72 409 H. A. BERGMAN, K.C. tslmsrkur töofradinffvr Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Fortage Are. P.O. Box 1656 FHONES: 26 84» og 26 84« DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og: Kennedy Sta. Phone: 21 834 Office timar: 2—S Heimlli: 764 VICTOR ST. Phvne: 27 686 Wlnnipegr, Manitoba Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlctknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDINO Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEO W. J. LÍNDAL 0* BJÖRN STEFaNSSON ialenxhir löafrctOingar ft öOru gölfi 325 MAIN STREET Talaimi: 24 963 Hafa einnlg skrlfstofur aö Lundar og Gimli og eru þ>ar aO hitta fyrsta mi8- vlkudag I hverjum mftnuOL DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldgr. Cor. Graham ogr Kennedy 8ta. Phone: 21 834 Ofílce tlmar: S—6 Heimlll: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDQ. Simi 22 296 Heimilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. tslenskvr lögfraOingvr Skrifst.: 411 PARIS BLDQ. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef ogr kverka ■ j úkdóma.—Er aB hitta kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. HelmiU: 373 RIVER AVE. Talalml: 42 681 DR. A. V, JOHNSON íslenzkur Tannlceknir 212 CURRY BLDQ., WINNIPEQ Gegnt pöathúsinu Stml: 23 742 HeimiUa: 33 328 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaöur 606 Electric Railway Chambers Winnipeg. Canada Slmi 28 082 Heima: 71758 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heintill: 403 675 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 843 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annast um út- farlr. Allxr útbúnaOur sá. beati Ennfremur selur hann aliskonar mlnnlavarOa og legatelna. 8krifatofu talaimi: 86 607 Heimllla talaiml: 68 801 1 G. S. THORVALDSON BA., LL.B. LögfrœBingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFB BUILDINO Main St. gegnt City Hall Phone 24 587 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Buildlng Stundar aérstaklega kvenna og barna ajdkdöma. Er aC hitta frA kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Office Phone: 22 296 HeimiU: 806 VICTOR ST. Stml: 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Llfe Bidg. winnipeq Annast um fasteignir manna. Tekur aO aér a8 ftvaxta sparlfé fölks. Selur eldsftbyrgO og blf- relCa ftbyrgOlr. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö samstundia. Skrifstofua.: 24 263—Heimaa.: 33 3U E. G. Baldwinson, LL.B. tslenukur lögfrœðingvr 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON atundar Uekningar og yflraetur Til viOtala kL 11 f. h. tll 4 e. h. ogr frft. kl. 6—8 aO kveldlnu »32 8HERBURN ST. SlMI: 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY ST. Phone: 36 137 Slmiö og semjiO um samtalstima J. J. SWANSON & CO. LIMITV'D 601 PARIS BLDO., WINNIPBO Fastelgnasalar. Lelgja húa. Út- vega peningalftn og eldsftbyrgO af öilu tagi. Phone: 26 841

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.