Lögberg - 09.06.1932, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.06.1932, Blaðsíða 4
BU. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚNI 1932. Högberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLVMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um drið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES 80 327—8« 328 F y lkiskosningarnar Það virðist næstum óvanalega mikið kapp í fylkiskosningunum í iManitoba, sem nú fara fram eftir fáeina daga. Ihaldsmenn brjótaist um á hæl og hnakka og gera alt sem þeir geta til að vinna ' þessar kosningar. Þeir herja á stjómina með öllum vopnum, sem þeir geta hönd á fest, og öllum ráðum, sem þeir geta látið sér detta í hug. En því er nú miður, að vopnjn eru ekki heiðarleg og ráðin ekki heil. Vopnin em aðallega þau, að reyna að fá fólk til að trúa því, sem ekki er satt. Reyna að vekja grun, sem á litlum eða engum rökum er bygður, gegn núver- andi stjórn, sérstaklega um fjársukk og óhóflega eyðslusemi. Það er þyrlaÖ upp öllum ósköpunum af tölum í þessn sam- bandi; ekki til að leiÖa fólkið í allan sann- leika, heldur til að leiða það frá öllum sann- leika og réttum sk.ilningi á fjármálum fylk- isins. Hér er svo langt gengið, að undrum sætir. Manni er t. d. sagt, að síðan 1922 hafi útgjöld fylkisins stöðugt farið vaxandi og síðustu fimm árin hafi þau vaxið um eina miljón á ári, og útkoman sé sú, að þau séu nú fjórum miljónum hærri, heldur en þau vom 1922. Skyldi nokkur maður geta skilið þetta! Auðvitað getur enginn skilið það, en það er ekki til þess ætlast. Fólk á bara að taka við þessu, án þess að hugsa um það, eða skilja það. Margt af þessu tagi, sem nú er borið á borð fyrir fólkið, er hrein ög be,in móðgun við heiðarlegt og viti borið fólk, og það er ekki neitt undarlegt, þó í- haldsmenn komist að því 16. júní, þó ekki verði fyr, að þeir hafi boðið kjósendum heldur mikið af óekta. vöra. Oss dettur ekki í hug að halda því fram, að fjárhagur Mauitobafylkis sé í góðu lagi, þó hann sé í miklu betra lagi heldur en hinna Sléttufylkjanna, og þó sérstaklega Saskat- chewan, þar sem íhaldsmenn sitja að völd- um. Vér vitum ekki t,il, að nokkurt fylkjanna geti stært sig af góðum fjárhag um þessar mundir, og heldur ekki landið í heild. Það þarf svo sem enginn að undra sig á því, þó Manjtobafylki baði ekki í rósum nú á dög- um. Það væri sérstaklega undarlegt, ef svo væri. Vér gemm ekki ráð fyrir, að nokkur geri eigdnlega ráð fyrir því, í alvöra. Vér geram heldur ekki ráð fyrir að þeir séu marg- ir, sem í raun og veru trúa því, að fjárhag- ur fylkisins muni batna við það, að íhalds- menn tækju við stjórnjnni. Slíkt hefir aldrei komið fyrir annars staðar, og það eru eng- ar líkur til að það komi heldur fyrir hér. Sjálfir segjast íhaldsmenn ætla að bæta fjár- haginn, ef þeár komist til vaida, en þeir var- ast að segja hvemig þeir ætla að gera það. Til þess eru eðlilegar ástæður, þeir vita það ekki. Það er til of mikils ætlast, að fólk trúi því, að þeir geti lækkað skattana og aukiÖ útgjöldin, en samt grætt á tá og fingri, fyrir fylkið. Þegar íhaldsmenn eru að fihna að því, hve miklu fé stjómin hafi eytt, þá eru það tvö atriði, sem þeir hafa alt af á takteinum, og eiginlega ekki nema tvö: lögmennirnir og bílarnir. 1 auglýsingum sínum telja íhalds- menn nokkrar fjárupphæðir, sem gengið hafi til lögmanna, í þeim tilgangi, að láta mönnum ofbjóða, hve mikið fé gangi til þeirra. Varast er að geta þess, fyrir hvað þeir hafi fengið þessa peninga. Eftir aug- lýsingunum að dæma, gæti maður vel hugs- að, að lögmennirnir hafi fengið þessa pen- inga fyrir ekki neitt. En sannleikurinn er, að stjórain hefir alls ekki borgað lögmöim- um meiri laun fyrir þau verk, sem þeir hafa unnið, heldur en vanalegt er, og alstaðar viðgengst í landinu. Manitoba borgar lög- mönnum sínum lægri laun, heldur en flest, eða öll h,in fylkin í Canada. Þeim er t. d. borgaÖ miklu meira í Saskatchewan. Þá eru bílamir. Stjómin notar bíla tölu- vert. Það gera nú líka flestir aÖrir, og hafa gert, síðustu árin. Þeir eru nú orðnir svo algeng áhöld, að flestir menn hafa nokkurn veginn ljósa hugmynd um, að þeir kosta mikið og það kostar mikiÖ að nota þá, en samt eru þeir notaðir engu að síður. Ekki láta íhaldsmenn þess getiÖ, hvernig þeir hugsa sér að draga úr þessum bíla-útgjöld- um. Líklega yrði helzta ráðið, að fara að nota hesta og uxa, eins og gert var í gamla daga. Það væri kannske eitthvert vit í því, en engum lifandi manni dettur í hug, að það yrði gert. Það er íhaldsflokkurinn í Manitoba, sem á sök á öllum þeim gauragangi, sem nú geng- ur á út af kosningunum og öllu þessu illvíga flokksfylgi, sem veður uppi. Hefði sá flokk- ur- aÖeins viljað fallast á samvinnu við hina flokkana, þá hefðu þessar kosningar verið alt öðru vísi heldur en þær nú eru. En í- haldsmenn neituðu samvinnu. Ekki af því, að hún væri ekki góð fyrir fylkið, heldur af því, að þeim skildist, að hún væri ekki göð fyrir sinn flokk. Þeir hugsuðu sér að nota erfiðleikana, isem nú eiga sér stað og óá- nægju fólksins, til að komast sjálfir til vaida. Þeir hugsuðu sér, að hægt væri að telja fólkinu trú um, að örðugleikamir væru aðallega stjórninn,i að kenna, og alþ mundi lagast, ef skift væri um stjórn. Naumast getur mönnum blandast hugur um það, að allir stjómmálaflokkar í Mani- toba ættu að taka höndum saman um, að verjast kreppunni eftir beztu föngtum og bæta hag fólksins eins og hægt er. En það er svo langt frá að þetta sé gert. Viss stjóm- málaflokkur reynir með öllu móti, að nota kreppuna sjálfum sér til hagsmuna og hinum flokkunum til óhagnaðar. Slíkar aðfarir eru, að því er vér fáum bezt skilið, með öllu óaf- sakanlegar og eiga engan rétt á sér. Að sjálfsögðu á hver og einn fullan rétt á því að greiða atkvæði eins og hann sjálfur heldur að fylkinu só fyrir beztu. Hverjum einum ber meira að segja skylda til að gera það. En menn verða að varast, aÖ láta blekkjast af ósönnum sakargiftum og óupp- fyllanlegum loforðum. Af slíku góðgæti hafa kjósendur þessa fylkis og þessa lands, vafalaust fengið meir en nóg. Hon.W. J. Major dómsmálaráðherra. Hann er einn af þeim, sem um þingmensku sækja í Winnipeg við þingkosningamar hmn 16. þ.m. Síðastliðin fimm ár hefir hann ver- }Ö dómismálaráðherra |\íaniitobafýlkis. 'Má með fullum sanni segja, að hann hafi jafnan staðið prýðilega í þeirri vandasömu og erfiðu stöðu, og unnið sér traust allra góðra manna, sem nokkuð þekkja til hans. Arvekni hans og samvizkusemi í isínu em- bætti er viðbrugðið, auk þess sem maÖurinn er ágætum hæfilejkum gæddur. Það er því ekki aðeins, að Mr. Major eigi meir en skil- ið að vera endurskosinn, heldur væri það blátt áfram| (mikill skaði fyrir fylkið, 'ef hann yrði að hætta að þjóna því embætti, sem hann nú þjónar. Mr. Major var fulltrúi Manitobafylkis á Alþingishátíðinni. Eft,ir að hann kom heim úr þeirri ferð, flutti hann fjölda fyrirlestra um Alþingishátíðina og um Island, víðsveg- ar í Manitoba. Hefir hann gert meira í þá átt, að kynna Manitobamönnum ísland og Islendinga, heldur en nokkur annar stjóm- málamaður þessa fylkis, sem nú er uppi. Og alt, sem hann hefir gert í þá átt, hefir gert ver,ið af góðri þekkingu, ágætum skilningi og framúrskarandj mikilli góðvild og hlýleik til Islendinga. Oss er enn fremur kunnugt, að þann stutta tíma, sem Mr. Major dvaldi á Islandi 1930, vann hann sér þar mikið álit og miklar vin- sældir. Það mælir því alt með því, að Islendingar í Winnipeg styðji kosningu Mr. Major isem bezt þeir geta, og vér eigum þess fulla von, að þeir geri það, langflestir. Kosningarnar í Gimli- kjördæmi 1 þessu blaði eru tvær ritgerðir viðvíkjandi kosningunum í Gimli-kjördæmi. Önnur á ensku, eftir Valda Jóhannesson, hin á ís- lnezku, eftir Dr. S. E. Bjömson. Vér höfum ekki viljað synja höfundunum um rúm í blað- inu, því vér erum því yfirleitt hlyntir, að menn fái að segja það í heyranda hljóði, sem þeim iiggur þungt á hjarta. Hvorug þessara greina skal hér gerð að umtalsefni, en allir sem þær lesa geta séð, að þeim, sem þær hafa skrifað, sýnist sitt hvor- um um útnefningarfundinn á Gimli, hinn 19. maí, sem þeir báðir hafa töluvert um að segja. Alit þeirra þar ætti nokkum veginn að geta vegið salt, hvort á móti öÖru. En vér getum ekki alveg gengið fram hjá því atriÖi í grein Dr. Bjömsons, að hvert kjördæmi, sem áður hafði progressive þing- mann, ætti nú að sjálfsögðu að velja pro- gressive-liberal þingmannisefni, og hvert kjör dæmi, ,sem áður hafði liberal þingmann, ætti nú að hafa liberal-progressive þingmanns- efni. i Það lítur út fyrir, að Dr Bjömson líti svo á, að samvinna þessara tveggja flokka. liber- als og progressives, liafi frá upphafi verið þessu skilyrði bundin. Þetta getur ekki átt sér stað. Enginn getur sagt kjördæmunum fyrir um það hvaða þingmannsefni þau skuþ velja sér. Því ráða kjósend urnir í hverju kj,ördæmi sjálf- ir, og engir aðrir. Það kemur því ekki til mála, að þeir kjós- endur í Gimli-kjördæmi, sem styðja vildu núverandi stjórn mættu ekki velja hvert það þingmannsefni, sem þeir vildu alveg eins Einar S. Jónasson eins og I. Ingaldson. Nú vildi svo til, að Mr. Jón- asson hlaut útnefningu, en ekki Mr. Ingaldson, og er hann því 'þingmannsefni stjórna/ innar, en öll hin þingmannaefnin í Gimli-kjördæmi, fjögur eða fimm, eru í raun og veru að vinna á móti stjóminni og sömuleiðis allir, sem greiða þeim atkvæði. En sjáanlegt er, að kosning- arnar í Gimji-kjördæmi eru orðnar að per&ónulegum kapp- leik. Við því verður sjálfsagt ekki gert héðan af. En til þess að gera þetta nú ekki verra en orÖið er, gætu allir þeir, sem ekki vilja communista, eða con- servative fyrir þingmann, gert eitt. Og þetta eina er það, að allir, sem greiða Jónasson 1. atkvæði, greiði Ingaldson 2. atkvæði, og allir þeir, sem greiða Ingaldson 1. atkvæÖi. greiði Jónasson 2. atkvæði. Vér eigum þess von, að Islend- ingar í Gimli-kjördæmi, átti sig á þessu og láti sína góðu greind, hér eftir, ráða meiru í þessum kosningum heldur en kappið. Skúli Sigfússon Hann hefir um langt skeið verið fulltrúi St. George kjör- dæmis, á fylkisþinginu, og sæk- ir þar nú um endurkosningu undir merkjum núverandi stjómar. Mr. Sigfússon er svo nýtur þingmaÖur, og á svo miklum vinsældum að fagna innan síns kjördæmis, og á þingi, að þess mun lítil þörf að mæla með honum við kjósend- uma í St. George kjördæmi. En vér gerum það samt, óhikaÖ og eindregið. Mr. Sigfússon hefir nú setið lengur á þingi, heldur en flestir aðrir þingmenn, er sæti áttu á fylkisþinginu síðasta. ITyfir hann því óvanalega mikla reynslu sem þingmaður og mjög haldgóða þekkingu á fylk- ismálum og þörfum fólksins yfirleitt, en þó sérstaklega bænda og fiskimanna. i St George kjördæmi er enginn maður kunnugri heldur en Mr. Sigfússon og allar þarfir þess héraðs þekkir hann manna bezt. 'Skúli Sigfússon hefir reynst svo nýtur þingmaður, ‘að hann verðskuldar margfaldlega, að vera endurkosinn. Hvað verður um tekjurnar Af hverjum hundrað dölum, sem Manitoba-fylki tekur inn, ganga $36.50 til að standa straum af skuldum fylkisins og mikill hluti þeirra varð til löngu áður en núver- andi stjórn kom til valda, og sá út- gjaldaliður breytist ekki lifandi vit- und þó skift sé um stjórn. Þá ganga $1780 til spítala og annara heil- brigðismála og $14.50 til opinberra verka og fer hér um bil helmingur af því til að viðhalda keyrsluveg- unum, sem allir stjórnmálaflokkar hafa komið sér vel saman um að byggja. Dómsmálaráðuneytið fær $4.00 til að viðhalda lögum og reglu og það sem bá er eftir, eða um $11.00 af hverju hundraði ganga til hinna stjórnardeildanna. Fréttagreinir Frá Mountain N. Dakota Föstudaginn 27. maí skírði Séra H. Sigrnar þríbura (3 stúlkur) á heimili foreldranna, Mr. og Mrs. R. B. Arnason, í grend við Híensel, N. Dakota. Þríburarnir fæddust á sjúkrahúsi í Grand Forks fyrir ári síðan (23. maí 1931) og var mikill gaumur gefinn bæði af blaðamönn- um og öðrum. Þær hafa nú dafnað vel á þessu fyrsta æfiári, stúlkurnar þrjár, og eru hver annari hraustari og fallegri. Nöfn þeirra eru þessi: Ásta Evonne, Loa Eloise og Gud- run Sigrid Elaine. í grend við Edinburgh, N. Dak., andaðist a heeimili sínu Gudrun Ingibjörg, eiginkona Gísla Samson, þriðjudaginn 24 maí. Var hún um 57 ára að aldri (fædd 10. Sept. !B75). Uþpalin var hún í Hvalnesi í Skagafirði, en kom til Ameríku 1900 og giftist Gísla Samson 1902. Hún eftirlætur auk ekkjumannsins 4 uppkomin börn. Gudrun sál var góð kona og vel metin af þeim er þektu hana. Og sárt er hennar saknað af ástmennahópnum og mörgu samferðafólki. Hún var jarðsungin frá heimilinu og Garðar kirkju fimtudaginn 26. maí af sókn- arprestinum, séra H. Sigmar. Við útförina talaði einnig norskur prest- ur úr nágrenninu. Margir fylgdu hinni látnu til grafar. Sunnudaginn 29. maí andaðist Guðlaug eiginkona Helga Thorlaks- son í grend við Hensel, N. D., og var jarðsungin af sóknarprestinum séra H. Sigmar, miðvikudaginn 1. júní, frá heimilinu og Vídalíns kirkju. Guðlaug sál. var fædd í Gautavík á Beruf jarðarströnd. Hún var góð og vönduð kona, en hafði um margra ára skeið borið þungan sjúkdóms- kross. Var hún nærri 75 ára er hún lézt. Börn þeirra hjóna eru 7 á lífi og voru öll viðstödd útförina ásamt föður sínum, sem er við allgóða heilsu, þó hann hafi mikið á sig lagt að hjúkra konu sinni. Það hefir hann gjört með stakri skyldurækni og fórnfýsi öll árin, og stöðugt bor- ið með henni krossinn. Þau Mr. og Mrs. S. Samuelson, i grend við Akra, N. Dak., urðu fyrir þeirri sorg á sunnudaginn 22. maí að missa 3. mánaða dóttur sína, er fædd var 26. febrúar þ. á. Var barnið jarðsungið af sóknarprestin- um séra H. Sigmar frá Eyford kirkju þriðjudaginn 24. maí. Presturinn: “Þetta er falleg gæs, sem þú hefir þarna, Bjarni minn; hvar fékstu hana” Bjarni: “Nú, nú, þegar þú flyt- ur góða ræðu, spyr eg þig aldrei hvar þú hafir fengið hana. Eg vona þú sýnir mér sömu kurteisi.” t meir en þriSjung aldar hafa Dodd’a Kidney Pills veriC vlðurkendar rétta meðaUS við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdémum. Fást hj.t öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.60, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Fiskiveiðamálin 1 síðasta blaði Heimskringlu birtist pólitisk grein, sem fjallar um fiskiveiðamál, er ber þess Ijós- an vott, að höfundinum muni vera ókunnugt um sannindi í því efni, og finst mér þess vegna réttast að skýra frá hvað hefir verið að ger- ast og hvernig þetta mál horfir við á þessum tíma. Áttunda febrúar 1931, ákvarð- aði Bandaríkjastjórn að allur birtingur, sem flyttist inn í land- ið, skyldi vera skoðaður , oíg ef ormur fyndist í honum, að þá væri hann sendur til baka eða eyðilagður. Eins og flestum, sem láta sig þessi mál skifta, mun vera ljóst, er meira og minna af ormi í sér- staklega Winnipegvatns birtin!gi, þó birtingur frá öðrum vötnum, svo sem Manitobavatni sé algjör- lega ormalaus. Þessi ormur er skaðlaus, þó fiskurinn sé borðað- ur, og að engu leyti verri heldur en ormur, sem þrífst í margskon- ar fæðutegund, sem fólk neytir daglelga. Meira að segja mætti tilgreina til dæmis ýmsar kjöt- tegundir, sem hafa í sér óhollar ormategundir, ef ekki er vel mat- reitt. Þessi reglugjörð Bandaríkjanna varð til að eyðileggja að miklu leyti atvinnuveg fiskimanna í Manitoba, og sérstaklega þeirra, sem veiðar stunda í Winnipeg- vatni, því birtingur er ein af aðal fiskite'gundum í því vatni. Eftir því, sem eg hefi bezt kom- ist að, J)á fanst Manitobastjórn- inni þetta svo alvarlegt mál, að hún hætti við að gera nokkra breytingu á fiskilögum og reglum fyr en eftir að búið væri að kom- ast að fullvissu um, hvort það væri ekki hægt að fá Bandaríkin til að breyta þessum reglugjörðum um birting, og ef það væri ekki hægt, þá yrði hún að setja aðra fiskiteg- und í vatnið, svo fiskimenn gætu haldið áfram þessari atvinnugrein sér til lífsviðurværis. Nefnd manna var skipuð til þess að vinna að því, að fá Bandaríkja- stjórnina til að breyta stefnu sinni í þessu máli. í þeirri nefnd voru: T. W. Laidlaw, fyrir hönd Mani- ^po<=^oc=>oc=z>o<=>oc=>o<=>o<=^oc=r>o<=>o<=>o<=>o<=>oc=>o<=>o<=>o<=>o<=z^ | FYLKISKOSNINGARNAR | Býður sig fram í Winnipeg Hon.Dr. E. W. Montgomery Heilbrigðismála ráðgjafi leitar stuðnings yðar við kosningarnar. Hon. Dr. E. W. Montgomery. Greiðið atkvæði þannig: Montgomery No. 1 Styðjið hugsjónina um heilbrigt og sjúkdómslaust Manitoba. Authorized by A. 'T. Hawley, Agent. >o<=$oc=>o<=>oc=>o<=>oc=2oc=>o<=>o<=>o<=}o<=>oc=zo<=3o<=>o<z=2oc=. od?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.