Lögberg - 09.06.1932, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.06.1932, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚNÍ 1932. Náman með járnhurðinni EFTIR IIAROLD BELL WRIGHT. Rauðskinninn veitti hinum hvíta manni nána eftirtekt, en sag'ði ekki orð. Edwards horfði líka á Indíánann og það leyndi sér ekki, að hann hafði illan grun á honum. Indíáninn rétti upp hendina, sem merkti það að hér væri enginn ófriður á ferðum og öllu væri óhætt. Með djúpri og skýrri rödd en þó góðlátlegri, sagði hann: “Komdu sæll!” “Komdu sæll!” sagði Edwards og reyndi að vera glaðlegur og öruggur, en honum hepnaðist það ekki nærri vel. Indíáninn horfði alt af á hann og gætti að hverri hans hreyfingu og las ' hverja •' svipbreyttng)u lá andiiti hans. Edwards hepnaðist fljótlega, að láta ekki lengur á hræðslunni bera. “Ert þú hér einsamall?” spurði hann, “og fótgangandi?” “Eg er æfinlega einsamall,” svaraði Indíáninn stillilega. Svo bætti hann við, eins og til að gera Bdwards öruggan og ó- hræddan, og hann talaði ágæta ensku: “1 gærkveldi um sólseturs leytið, var eg þarna uppi í hlíðinni,” og hann benti upp til fjall- anna, “og þá sá eg þig koma upp eftir gilinu”. “Sástu nokkurn annan?” spurði Edwards. “Það var enginn annar á ferðinni,” svar- aði Indíáninn. Edwards skildist, að það væri ekki gott fyrir sjg, að láta bera á því að hann væri hræddur og með töluverðum erfiðismunum hepnaðist honum að láta líta svo út, að hann væri öruggur og glaðlegur. “Eg hjóst nú annars ekki við því, að nokk- ur fylgdi mér eftir. Eg er ekki mikið vanur þessu lífi og þessi einvera og þessi eýðilegi staður hefir gert mjg dálítið taugaveiklaðan í bili, og eg má eins vel kannast við það; en eg býst við að þetta sé rétt eðlilegt.” Indíáninn samþykti það mótmælalaust. Edwards vildi helzt ekki fara lengra út í þessa sálma, en fór að tala um lan,rlslagið, hvað það væri einkennilegt á þessum stað og ýmislegt því viðvíkjandi og endaði með þess- ari spurnjngu: “Þú átt heima hér í þessu nágrenni, eða er ekki svo?” Það brá fyrir hörkusvip á andliti Indíán- ans, og það var ekki laust v,ið, að hann svar- aði með miklum þjósti: “Fyrir löngu síðan komu forfeður mínir í ]>etta fjalllendi til að veiða og til að berjast eins og menn. Nú koma þeir eins og bein- ingamenn, þegar þeir fá leyfi til þess hjá hvítu mönnunum. Jú, eg á hér heima að nafninu til, svona líkt og heimilislaus hundur í þessum borgum ykkar. Eg heiti Natachee.” Þessi rauðskinni átti afar djúpa og fallega rödd, en það leyndi sér ekki, að hann bjó yfir mik;illi gremju og sársauka og Hugh Edwards kendi þegar í brjósti um hann. Og þegar þeir stóðu þama um stund, báðir þegjandi og horfðu hvor á annan, þá var eins og Ed- wards yrði fyrir ótrúlega miklum áhrifum frá Indíánanum. Honum fanst hann endi- lega þurfa að hefna sín á einhverjum, fyrir lítilsvirðingu og rangsleitni, sem hann hefði orðið fyrir. Það var auðséð á svip hans og látbragði öllu, að hann réði sér naumast fyr- ir reiði. Ofurlítið bros færðist yfir varir Indíánans. sem veitti hinum ókunna manni nánar gætur, og svo tók hann til máls: “Hvers vegna hefir þú ejginlega komið hingað? Hvemig stendur á því, að maður eins og þú vill halda hér til?” Edwards náði aftur valdi á skapsmunum sínum, en varð þó að leggja töluvert að sér til þess. “Eg kom hingað til að leita að gulti, eins og þú sérð,” sagði hann loks. Aftur brosti Indíáninn, þó lítið bær,i á því. I þetta sinn sá Edwards brosið. Hann horfði beint á Tndíánann og spurðj alvarlega og heldur kuldalega : “En þú; hvað gerir þú til að hafa ofan af fvrir þér?” Natachee horfði á hann djarflega og svar- aði blátt áfram: “Eg lifi eins og forfeður mínir gerðu.” “Eg held eg hafi heyrt þín eitthvað get- ið”, sagði Edwards. “Já, Bill Janson, sem alt af er kallaður Eizard, kom til þín fyrsta morguninn, sem þú varst hér. Hann hefir sagt þér frá öllum, sem hann þekkir.” “Hann sagði mér að þú værir mentaður maður.” “Það er satt, eg gekk á skóla hvítu mann- anna. Það sem eg heyrði þar, kom mér til að snúa aftur til eyðimerkurinnar og fjallanna og lifa þar eins og forfeður mínir; og deyja, eins og mitt fólk á að deyja. ” Það var eins og Edwarls gœti ekki látið sér detta neitt í hug til að segja, svo Nata- chee hélt áfram. “Ef þú komst hingað fil að leita að gulli, því þá ekki að leita að ‘núámunni með jám- hurðina’, sem er töpuð og enginn veit hvar er. ” “Er í raun og vem til nokkur slík náma?” “Það er til saga um slíka námu.” Natachee talað,i með töluverðri alvöru og hátíðleik, eins og Indíánum er tamt; þó orð- in væru ensk, þá talaði hann engu að síður eins og hans eigið fólk. “Þejr eru of margir, sem koma. Ámar falla í sjóinn og lækimir falla í árnar. Slík- ar era sögurnar um þessi töpuðu auðæfi, og þær hafa leitt mikjnn fjölda fólks á þessar stöðvar. I mörg ár hafa þeir verið að koma, og í mörg ár enn halda þeir áfram að koma. Hvítu mennim,ir trúa ekki, að nokkur slík náma hafi nokkurn tíma verið til, og þeir hlæja að þessu. En þeir leita að henni engu að síður. Jafnvel félagarnir, sem era að grafa eftir gulli héma niður með læknum, í sínu eigin landi, gera gys að þessari sögu, en þeir trúa henni samt. Svona er hvíti mað- urinn æfinlega — er alt af leita að ein- hverju, sem hann sjálfur segir að ekki sé til og sem hann gerjr gys að.” “En hvernig er um sjálfan þig?” spurði Edwards. “Trúir þú, að þessi tapaða náma sé nokkur til?” Hvað Indíáninn hugsaði, varð ekki frek- ar ráðið af svip hans, heldur en þó andlitið hefði verið steypt úr eir. “Hvað hefr það svo sem að þýða fyrjr hvíta majminn, hvað Indíáninn heldur? Hvíti maðurinn gerir ekki me;ira úr orðum Indíánans, heldur en vindurinn úr visnum laufum, eða eldurinn úr þurra grasi.” “Ekki held eg það sé nú alveg svona slæmt,” sagði Edwards um leið og hann beygði ,sig aftur ofan að pönnunui og skoð- aði sandinn og mölina, sem í henni var. “En hvað sem öllum námum líður, þá held eg að hér sé nú gull í pönnunni.” Ekkert svar. Edivards hélt áfram: “Þú hlýtur að þekkja gull, ef þú sérð það. Vilt þú líta á þetta og segja mér hvað þú heldur?” Enn fékk hann ekkert svar. Edwards leit upp.og hélt á pönnunni í hendinni. Indíáninn var horfinn. Hugh Edwards þótti þetta undarlegt og liann starði á staðinn þar sem Indíáninn hafði verið rétt áður. Hann horfðj í allar áttir, en hann sá Indíánann hvergi. Það var engu lí'kara heldur en hann hefði sokkið, eða þá orðið uppnuminn. Honum fanst þessi koma Indíánans og það sem þeim hafði farið á milli, meir líkj- ast draumj heldur en veruleik. Hann fór aftur að fást við það, sem hann hafði verið að gera, en þá heyrði hann kallað til sín þar ofan úr brekkunn,i: “Helló! nágranni, hefirðu fundið mikið gull?” Þegar hann lejt upp, sá hann að þama var Marta komin. “Eitthvað hefi eg fundið, hvað sem gull- inu líður, eða kannske öllu heldur, einhver hefir fundið mig,” sag^j hann, þegar hún kom til hans ofan að læknum. Svo sagði hann henni um Indíánann. “Já, ” sagði hún, “það hefir verið Nata- chee. Hann kemur æfinlega og fer svona. Allir segja, að hann sé meinlaus. Hann og Saint Jimmy eru býsna góðir vinir, en ein hvern veginn fellur mér hann ekkj. Mér finst í hvert sinn, sem eg sé hann, að hann vildi langhelzt flá höfuðleðrið af'okkur öll- um, ef hann gæti það.” “Ef eg segi eins og er,” svaraði Ed- wards, “þá finst mér að mig hálf langi til þess líka.” Þetta sama kvöld sat Hugh Edwards hjá gömlu félögunum og stúlkunni þeirra. Spurði hann þá þessa gömlu gullleitarmenn um Námuna með jámhurðinni. Þeir hlógu, eins og Natachee hafð.i sagt, en Edwards fann þó, að það var eitthvað í hlátrinum, isem benti á að þeir hálf-tryðu nú þessu samt, eða vildu að minsta kosti gjarnan, að þessi saga um töpuðu námuna væri sönn. Það var Thad, sem svaraði spurningunni. “Það er fjöldi af sögum um tapaðar nám- ur, alstaðar í Arizona, drengur minn. Það er ekki vert um að hlusta mikið á þær sög- ur. Það er lang-bezt fyrir þig, að halda við skófluna og pönnuna, ef þú vilt fá að éta svona nokkurn veginn reglulega. Þf\ð get- ur vel verið, að þú finnjr ekki mikið, en ef það er nokkuð, þá er það þó einhvers virði.” “En þessi saga um Námuna með jám- hurðinni, er samt öðru vísi, heldur en allar hinar sögumar af töpuðum námum,” sagði Bob. Edward heyrði það á rödd gamla manns- ins, að hann var ekki viss um nema eitthvað væi i hæft í þessari sögu. “Þú heldur að það sé .satt, að slík náma sé til?” “Hvaða. ólukkans vjitleysa er þetta,” nöldraði Thad. “Við trúum ekki neinu, fyr en við tökum á því.” Bob sat hugsandi og lét í pípuna sína. Þeir segja, að frá henni hafi verið gengið af einhverjum presti, endur fyrir löngu, hundrað árum áður en nokkrir rQglulegir gullleitarmenn komu hér. Eg vgit eitt og það getur þú séð sjálfur, ef þú vilt, að hér skamt frá hefir verið töluverð bygð á einum stað. Rústir eru þar miklar. Þeir segja, að þar hafji veriið prestar jog Imunkar og þar var einhver trúboðsstöð og þar er sagt að þessi náma hafi verið. Eg hefi aldrei vitað það með nokkurri vjssu, hvers vegna þeir lokuðu henni með jámhurð. Getur skeð það hafi verið vegna þess, að þeir hafi bara unnjð þaraa við og við, þegar þeir þurftu á pening^im að halda fyrir trúboðs- stöðina, eða þá kirkjuna á Spáni, en þaðan komu þeir allir, þessir náungar, en svo lok- að hennj þess á milli. Svo segir sagan, að komið hafi jarðskjálftar miklir og fjallið hafi hálf-hrunið. Prestamir héldu, að þessi jarðskjálfti læri guðs ráðstöfun. Héldu að hann væri óánægður með gerðir þeirra, og þeir þorðu ekki einu sinni að reyna að kom- ast að námunni aftur. Síðan hefir skógur- inn vaxið upp aftur og það er ómögulegrt að vita, hvar þessi náma kann að hafa verið, og það er víst engin hætta á, að hún finnist nokkum tíma. “Hvað okkur við kemur,” bætti hinn gamli maður við með áherzlu, “þá er þessi náma algerlega töpuð. Eg á ekki við, að hér sé nein stór náma. Það er dálítið af gulli hér í jörðinni, en hvergi mikið, nema þá kannske einhvers staðar langt niðri í jörðu, en það er nú ekki fyrir fátæklingana að komast þangað, skal eg segja þér. Það kann að koma fyrir einstöku sinnum, áð maður finni eitthvað sem munar um, en það er mjög sjaldgæft. Hafðu mín ráð, drengur minn, og vertu ekkert að hugsa um þessa námu, ef þér fellur illa að svelta.” “Þetta er alveg rétt, félagi,” sagði Bob; “en það er ekki gott að segja um 'þetta með vissu — gullið er þar1 sem þú finnur það.” X. KAPITULI. Yorið var liðið, og snjóskaflarnir í fjöll- unum voru allir horfnir. Lækurinn, sem um vorið hafði verið vatnsmikill og hamast áfram í mesta ákafa, var nú orðinn vatnslít- ill og virtist líða áfram einstaklega hægt og letilega. Ungarnir voru flognir úr hreiðr- unum og alt bentj til þess, að nú var komið langt fram á sumar. Ekki hafði nokkur dagur liðið svo þessa síðustu mánuði, að þeir félagar, og Marta, hefðu ekki haft eitthvað saman við hjnn ný- komna nágranna sinn að sælda. Stundum kom Edwards til þeirra, þar sem þeir voru við vinnu sína, tjl að leita ýmsra ráða hjá þeim. Þeir fóru líka stundum til hans og sögðu honum ýmislegt af sinni löngu ieynslu. Oft sat hann hjá þeim á kveldin, eða þeir hjá honum, og reyktu pípur sínar og ávalt var samtalið vinsamlegt og sam- komulagið hafði alt af verið hið bezta frá því Edwards kom fyrst á þessar slóðir. Þegar Hugh Edwards fór til vinnu sinn- ar, eða kom heim, hefði jiann vel getað far- ið með læknum án þess að fara um þar sem félagarnir áttu heima, en hann fór ekki þá leið, eða að minsta kosti ekki báðar leiðir. Hann kom æfinlega við í annari leiðnni — nema þegar Marta hafði farið til Oracle eða til Saint Jimmy og móður hans. Stúlkan var alt af með gömlu mönnunum, þegar Edwards kom til þeirra, eða þeir til hans. Og það var oft sem hún fór lieim til hans, gekk þar bara um frjálslega og ör- ugglega, eins og hennar var vandi og hún hafði vanist frá baradómi, og hún hjálpaðj honum til að búa til matinn og kendi honum ýmislegt maí reiðslunni viðvíkjandi. Hún kom líka stundum með ýmislegt góðgæti handa honum að heiman, sem ekki gat kom- ið til mála að liann gæti búið tjl sjálfur. Þetta var vitanlega alt bara eðlilegt, kann- ske, eins og Thad hafði komist að orði, “of skollans eðþlegt.” Þeir gömlu mennirair gátu aldrei gert sér ljósa grein fyrjr Edwards, eða skilið hann til fulls, og það leiddi stundum til töluverðr- ar þrætu þeirra á milli; en þess verður að geta, að sjálfir höfðu þeir gaman að þeim þrætum. Til merkis um það, hve vel þeir treystu honum, má geta þess, að þeir sögðu honum sömu söguna, sem þeir höfðu sagt Saint Jimmy og móður hans. Það var ekki löngu seinna, sem þeir áttu það tal saman, sem hér verður sagt ágrip af. Edwards liafði komið til þeirra með stein, sem hann hafði fundið í lækjarfarveginum. Þeir höfðu sagt honum það sem þeir héldu að rétt væri viðvíkjandi þessmu steini, og nú sátu þeir og horfðu á hann gariga heim að þeirra ejgin liúsi. Það var Bob, sem fyrst tók til máls: “Hann hélt áreiðanlega, að nú hefði hann fundið eitthvað, sem væri nokkurs virði. Hann er býsna góður strákur, alt af jafn geðgóður, þó það sem hann finni reynist ekki neins virði. Bara heldur áfram alveg eins fyrir því. Það sýnist engin ill áhrjf hafa á hann, þó hann verði fyrir vonbrigð- um. ” “Ef það er nokkurs virði, að leggja mik- ið á sig og vinna hart, þá ætti þessi piltur að hafa eitthvað upp úr krafsinu. Hann vjnnur myrkranna milli og það er eins og liann vilji ekki gefa sér tíma til að éta eða sofa.” “Það er dálítið skrítið líka,” sagði Bob, “vegna þess að fyrst eftir að hann kom, leit út fyrjr að hann kærði sig ekkert hvernig gengi, bara hann hefði eitthvað til að éta. En hann er áreiðanlega vaknaður núna. Mér dettur í hug—” Thad strauk beran skallann með mestu varfærni. “Hefir þú tekið eftjr því, að æfinlega þegar hann finnur eitthvað, sem hann held ur að sé nokkurs virði, fer hann með það beina leið tjl okkar. Stúlkan mín sagði við mig héraa um kveldið—” “Þín súlka! Þín stúlka! Hvern skollann eitu að rugla!” hrópaði Bob. “Þetta er mín v,ika, og þú veizt það fullvel. Þú ert aldrei ánægður með það, sem þér ber. Þarft þú alt af að vera að ásælast það sem mér tilheyrir?” “Eg bið fyrirgefningar, félagi; en gleymdu þessu. Eg bið margfaldlega fyr- irgefningar,” sagði Thad í mesta flýth “En það sem eg ætlaði að segja var það, að í vik- unni sem leið, — eg var pabbj hennar ])á—, Bí'|gði hún f’ið1 mjg: ^‘Pabb'ií’, ýagði liún, ‘Hugh hefjr breyzt mikið síðan hann kom til okkar, finst þér það ekki?r ” “Hvað er svo sem merkilegt við það, þó dóttir mín segði þetta?” spurðj Bob. “Hún var mín dóttir þá,” sagði Thad heldur kuldalega. “Eg á hana núna,” svaraði Bob rétt eins kuldalega. “Hvað þýðir það svo sem, þó hún kunn,i að liafa sagt þetta? Mér skilst, að það þýðir ekkert annað en það, sem við vissum báðir áður, að hún er greind og veit- ir hlutunum eftirtekt. ” “Það er ])ó að minsta kosti áreiðanlegt, að hún fékk ekki neitt af sinni greind frá þér,” sagfði Thad. Bob horfði hvast á félaga sinn. “Hvað er það eiginlega, sem þú sérð en eg sé ekki? Eitt'hvað, sem er ekki eins og það á að vera? Eg er viss um, að það er eitthvað þess konar, sem þú átt við. En það má eg segja þér, Thad, að ef þú fyrir ein- hverja tilviljun skyldir einhvera tíma álp- ast inn í himnaríki, þá er eg alveg viss um, að jafnvel englar geta ekki lynt við þig.” “Hvað sem því líður,” svaraði Thad, “þá þykir mér undarlegt, ef þú sérð ekki neitt í þvf, þegar dóttir þín, eða hvaða stúlka sem er, veitir því nána eftirtekt livaða breytingum einhver náungi tekur frá því hún kynnist honum fyrst. Skilur þú ekkj að ]>að þýðir eitthvað, þegar hún segir: ‘Síðan hann kom til okkar?’ Kom til ökk- ar, — til okkar, iskilurðu þetta ekki? Ekki veit eg hvernig eg færi að ljfa, ef eg væri eins iskilningslaus, eins og þú ert.” Bob hló. “Það er svo sem óhætt fyrir mig að reiða mig á ])ig, livað vitið snertir. Þú hefir nóg af því. En Hugh kom til okkar; það gerði hann, þó það væri þessi viðbjóðslegi .Lizard, sem kom moð hann heim að hliðinu.” SKRITLUR. A. : “ Það er afmæli konunnar þinnar á morgun, hvað ætlarðu að gefa henni?” B. : “Þegar mitt afmæli var, þá gaf hún mér fallega kaffikönnu; nú held eg að eg verði að gefa henni í staðinn langa tóbaks- pípu. ’ ’ Kennarinn: “Hvaða orð er egg?” Pilturinn: “Nafnorð.” Kennarinn: “Hvers kyns?” Pilturinn: “Ja, það er ekki hægt að á- 'kveða, fyr en unginn er kominn úr því.” Húsbóndinn (við dreng, sem er nýkominn á heimilið): “Hefir nú ráðsmaðurinn sagt þér, hvað þú átt að gera í dag?” Drengurinn: “Já, eg á að vekja hann undir eins og sézt til þín.” Magnús: “Hann Gunnar kunningi okkar datt ofan úr .30 feta háu húsi í gær, og meiddi sig þó ekkert!” — Jón: “Það er ómögu- legt.” — Magnús: “Jú, hann datt úr úti- dyrunum niðri.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.