Lögberg - 23.06.1932, Blaðsíða 8

Lögberg - 23.06.1932, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1932. RobinlHood PIiÖUR Brauð úr Robin Hood mjöli er ódýrasta fœðan Úr bœnum og grendinni Skuldarfundur í kvðld, fimtudag. JÓN BJARNASON ACADEMY Gjafir: Consul A. C. Johnson ..... $25.00 Dr. A. V. Johnson......... 5.00 Vinur í Wlnnipeg .......... 10.00 Dr. P. H. Thorlakson 50.00 Luther League, Selkirk .... 10.00 Sunday School, Selkirk..... 10.00 Rev. N. S. Thorlakson ... 10.00 A. S. Bardal .......... 50.00 W. H. Paulson, M.L.A, and Mrs. Paulson, Leslie .... 10.00 Jochum Ás!geirsson( Wpg .... 5.00 Með vinsemd og þakklæti, S. W. Melste, gjaldkeri. Mr. Árni Paulson frá Reykja- vík, Man., var í borginni þriðjudaginn. Fjöldi gesta hafa verið í borg- inni undanfarna daga, aðallega í sambandi við kirkjuþingið. Sunnudaginn 26. júní messar séra Sig. ólafsson í Árborg kl. 2 e. h. og í Riverton kl. 8 síðd. Guðsþjónusta boðast hér með í Betelsöfnuði næsta sunnudag, þ. 26. júní, á vanalegum stað og tíma. Allir velkomnir. S. S. C. Mr. Thorbjörn MaJgnússon frá Gimli, var staddur í borginni í vikunni sem leið. Mr. og Mrs. Ingi Brynjólfsson frá Chicago, ásamt þrem börnum sínum, hafa að undanförnu verið stödd í borginni. Sunnudaginn þ. 26. júní messar B. A. Bjarnason í kirkju Lundar- safnaðar. Guðsþjónustan hefst kl. 2.30 e. h. Allir velkomnir. Séra H. Sigmar messar að Brown, Man., sunnudaginn hinn 26. þ. m., kl. 2 e. h.; og í Péturs- kirkju að kveldinu, kl. 8, ensk messa. ______ Mrs. Pétur Guttormsson, frá Flin Flon, Man., var í borginni á laugardaginn. Hún var á leið til Baldur, til að heimsækja for- eldra sína. Með henni voru syn- ir hennar tveir. Mrs. Guttorms- son lét heldur vel af líðan fólks þar norður í námahéruðunum. Gefin saman í hjónaband af séra Sig. S. Christophersyni í Breden- bury, Sask., 4. júní: Ernest E. Fried og Bárðlína Anderson; þann 15. s. m.: Valdimar H. Johnson og Dýrfinna Hinriksson. .K N. TAKES THE CAKE! K. N. skáld, í mesta máta Meistari í bragarleik, Lætur aðra af gremju gráta, En gleypir sjálfur all the cake! —iSigfús Runólfs Jónssonar frá Snjóholti. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar heldur sinn seinasta fund fyrir sumarið á fimtudaginn þann 23. þ. m., í fundarsal kirkjunnar. — Áríðandi að allir meðlimir séu viðstaddir. Mr. og Mrs. Jón Halldórsson frá Langruth, Man., voru stödd i borginni um helgina. Uppbúið herbergi til leigu í Apartment Block, fyrir eina eða tvær business stúlkur, eða menn. Fæði, ef óskast, eða l.h.k. Finn- ið Caretaker, Ste. 21, Ruth Apts., Maryland Ave. Mr. Jón Arnórsson frá Piney, Man., hefir verið í bænum und- anfarna daga og sat á kirkjuþing- inu sem fulltrúi Piney safnaðar. Hann brá sér til Selkirk áður en hann sneri heimleiðis. Séra Jóhann Bjarnason mess- ar væntanlega í gamalmenna- heimilinu Betel á Gimli, næsta sunnudag, þ. 26. júní, kl. 9.30 f. h., en í kirkju Árnessafnaðar kl. 2 e. h. Að kvöldinu kl. 7, er fyrirhug- uð ensk messa í lyrkju Gimlisafn- aðar. Mælst er til að fólk fjöl- menni. Kveðju samsæti Nú er sá tími kominn, að trú- boðshjónin, séra S. O. Thorlaks- son og kona hans, eru um það bil að hverfa aftur til trúboðs- stöðvanna í Japan, og í tilefni af því hefir trúboðsfélag Fyrsta lúterska safnaðar stofnað til kveðjusamsætis að kvéldi þess 28. þ.m. í fundarsal Fyrstu lút, kirkju. Félagið óskar að allir þeir, sem vilja taka þátt í þessu kveðjusamsæti, snúi sér til undir- ritaðra kvenna fyrir næsta laug ardgskveld þ. 25. þ.m.: Mrs. O. Stephensen, 539 Sherburn St. Mrs. S. Sigurjónsson, 724 Beverley St. Mrs. F. Bjarnason, 810 Alverstone St. Mrs. J. Davies, 120 Lanark St. Mrs. H. Olson, 886 Sherburn St. DÁN ARFREGN. Að kveldi þess 15. þ. m. vildi það sorglega slys til, að ungur ís- lendingur, að nafni Tryggvi Eyj- ó’fur Oleson, frá Glenboro, Man., druknaði við Berens River í Win- nipegvatni. Tryggvi var að vinna við fiskiveiðar þar norður frá; að loknu verki þann dag fór hann að synda í vatninu, var búinn að vera þar litla stund, er hann dýfði sér og kom ekki upp aftur. Unglingsmaður, sem með honum var, varð var við þetta og náði honum eftir stundarkorn, of var hann þá örendur. Tryggvi var efnilegur maður og duglegur, rúmlega 22 ára gamall; hann var fæddur nálægt Glenboro og ólst hann þar upp. Faðir hans er C. A. Oleson, bóndi fyrir norðan Glenboro, móðir hans er dáin fyr- ir mörgum árum. Hann giftist í vor, Emily Dahl frá Riverton, sem nú syrgir hann eftir stutta sambúð. Líkið var flutt til Glen- Séra S. O. Thorlaksson kom vest- an úr Vatnabygðum 1 Saskatche- wan á þriðjudaginn í vikunni sem leið. Messaði hann þar á nokkr- um stöðum sunnudaginn hinn 12. þ. nl. Einnig hélt hann þar sam- komu ok sýndi myndir frá Japan. Hann lét vel af uppskeruhorfum í Vatnabygðum og glæðir það mikl- ar og góðar vonir um betri afkomu heldur en landar þar hafa átt við að búa síðustu árin. Stúkan Skuld hélt samkomu í Goodtemplarahúsinu á þriðjudags- kveldið í þessari viku, til minn- ingar um Jón Sigurðsson. Var svo til ætlast upphaflega, að samkoman yrði haldin 17. júní. en var af sérstökum ástæðum frestað til hins 21. Skemt var með söng og hljóðfæraslætti og ræðuhöldum, og var skemtiskrá- in afar lön!g, svo samkoman stóð yfir fram undir miðnætti, og er þó dansinn ekki þar með talinn. Samkoman var all-fjölmenn og fór vel fram. Dánarfregn Samkomur og messur í Argyle- prestakalli: Baldur, 25. júní, kl. 8.30, sýnir trúboði vor, Mr. Thorlakson, myndir frá Japan og skýrir frá starfi sínu, stöðum, lífi og hátt- um Japana. Grund, 26. júní, kl. 2.30. Ensk messa, þar sem séra S. O. Thorlak- prédikar. Á eftir talar hann sér- boro og jarðarförin fór fram á staklega til sunnudagsskólafis. laugardaginn frá íslenzku kirkj- Glenboro, 26. júní, kl. 8.30, sýn- unni og var ein hin f jölmennasta j ir Mr. Thorlakson myndir og end- jarðarför, sem þar hefir verið urtekur erindi sitt, hið sama og haldin. Séra E. H. Fáfnis jarð- í Baldur söng. 25 ARA AFMÆLIS ARB0RG C0-0PERATIVE CREAMERY ASS0CIATI0N verður minst 11 júlí næstkomandi að Arborg, Man., með fjölbreyttri skemtisamkomu. Þar verður saga smjör- gerðar fyrirtækisins sögð. Ræður verða þar margar. Einnig söngur og hljóðfærasláttur. Allskonar íþróttir fara fram allan daginn. Þetta verður bezta almenna úti og inni samkoma bygðarinnar á þessu ári. Enginn inngangseyrir. St jórnarnefndin. gordssoBi-Tr honraldson Compamy Limited GENERAL MERCHANTS w Útsölumenn fyrir Imperial Oil Limited Royalite Coal Oil, Premier Gasoline Tractor and Lubricating Oils ARBORG Phone i RIVERTON Phone i Manitoba, Canada. HNAUSA Phone 51, Ring 14 Ungmenni fermd í Argyle presta- kalli af séra E. H. Fáfnis: f Fríkirkjusöfn. 22. maí, 1932: Friðrik Walterson. iPáll Walterson. Líndál Thorsteinn Hallgrímsson. Carl Tryggvi Jónsson. Albert Emil Johnson. Kjartan Marino Anderson. Leonard Anderson. Dorothy Anderson. Hansína Guðrún Björnson. • í Frelsis-söfnuði 5. júní: Jónas George Jóhannesson. Nanna Sigurdson. Jóhann Skafti Skaftason. Hermann Skafti Arason. Albert Hallgrímsson. í Immanúelssöfnuði, Baldur, 29. maí 1932: Ágúst Eythór Thorsteinsson. Páll Ingólfur Björnsson. Sigurður Wilmar Antoníusson. Thorsteinn Wilbert Johnson. Sylvia Sigurlín Frederickson. Edna Thorsteinsson. Þorbjörg Frederickson. Emily Guðríður ísberg. Valgerður Breiðdal. Páll Kristján Ingólfur Jóhann- esson. Ásgier Nikulás Pétursson. Kristján Jóhann Johnson. Páll Franklin Reykdal. Einnig voru þessi ungmenni fermd af séra E. H. Fáfnis í Mel- anktons söfnuði í Upham, N. Dak., 12. júní 1932: William Valtýr Goodman. John Sidney Swearson. Ólafur Jón Goodman. Einar Magnús ólafson. Thordur Magnús Arnason. Jóhann Kristinn Benson. Doris In'gibjörg Swearson. Björg Davidson. Steinunn Snjólaug Magnea Hannessón. Sigrún Vilborg Hannesson. Lavern Harriet Halvorson. Dorothy Solveig Freeman. Ruby Jónína Benedictson. Sigurður Stanley Ásmundson. William Morrish Freeman. George Donald Victor Decker. Charley Henry Decker. Alexander Sigthór Goodman. Óskar Westford. Þann 23. maí andaðist að heim- ili sínu, Breiðabólstað í Minerva- bygð í grend við Gimli, Man., ekkj- an Sigríður ólafsdóttir Johnson. Sigríður var fædd 3. apríl 1849; voru foreldrar hennar Ólafur Ein- arsson og Una ólafsdóttir, bú- andi á Gilsá í Möðruvallasókn í Eyjafirði. Ung giftist Sigríður Jóhanni Vilhjálmi Jónssyni frá Torfu- fe’.li við Eyjafjörð. Giftingar- dagur þeirra var 23. maí 1874. Samsumars fluttu þau til Canada og komu um haustið til Kin- mount, Ontario. Þar eystra dvöldu þau eitt ár, en komu til Gimli í fyrsta hópi íslenzkra landnema 21. okt. 1875. Fyrsta veturinn dvöldu þau á Gimli, en næsta ár nam Jóhann land sunnanvert við Gimli og nefndi Bólstað. Þar bjuggu þau fullan fjórðung ald- ar. Síðar nam Jóhann land vest- ar í sömu bygð, og nefndi Breiða- bólstað. Þar bjuggu þau Jóhann o!g Sigríður unz Jóhann andaðist, í marzmánuði 1923. En Sigríður bjó þar áfram búi sínu með að- stoð barnabarna sinna, en sérí- lagi var það dóttursonur hennar, Vilhjálmur að nafni, sem aðstoð- aði hana, hin síðustu ár. Börn hinnar látnu eru þrjú á lífi: Jón Ólafur, fæddur á Ból- stað, kvæntur Oddfríði dóttur Sveins heitins Magnússonar á Gimli, og konu hans, Mun Jón vera fyrsta barn af íslenzkum foreldrum fætt á Gimli. María. kona Sigurðar Einarssonar frá Auðnum, og Sigurpálmi, kvæntur önnu, dóttur Jóhannesar heitins Magnússonar í Dagverðarnesi í Árnesbygð og Kristínar Sigur- björnsdóttur konu hans. Bjuggu þessi tvö börn hinnar látnu í grend við móður sína og aðstoðuðu hana, ásamt börnum sínum, sem áður er sagt. Sigríður heitin var kona vel gefin, ljúf og yfirlætislaus, ein Læknar Slæma, Magaveiki. Gas, uppþemba í maganum og annað þvílíkt, læknast fljótt ef notað er Nuga- Tone. pessi mikli heilsu- og orku-gjafi styrkir meltingarfærin og kemur melt- ingunni í gott lag og manneskjunni verður gott af því sem hún borSar. Nuga-Tone gerir líka blóðið rautt og heilbrigt. pað styrkir taugarnar og vöðvana og allan líkamann og bætir heilsuna yfirleitt. Nuga-Tone hreinsar eitruð efni úr líkamanum og læknar hægðaleysi. pað læknar sömuleiðis nýrnaveiki og blöðru- sjúkdðma og veitir endurnærandi svefn. pú ættir ekki að láta bregðast að reyna Nuga-Tone. pað fæst alstaðar þar sem meðul eru seld. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann útvega þér það frá heildsöluhúsinu. —Þetta er eina tækifærið, sem trúboðshjónin gátu gefið okkur að mæta sér, og skulum við notajaf hinum kyrlátu, góðu konum, er tækifærið. Vona eg að fólkið í! fyr og síðar hafa verið máttugar austurbygðinni sjái sér fært að til blessunar í bygðum vor ís- koma, því ýmsra orsaka vegna lendinga. Bólstaðarheimilið stóð getur Thorlakson ekki flutt er- indi í Brúarkirkju. E. H. F. Til leiðréttingar. Nokkrar villur hafa slæðst inn 1 bréf ófeigs Sigurðssonar til mín, er birtist í iLögbergi nýverið. Upp- haflega var það eigi tilgangur hans, að bréfið kæmi fyrir almenn- iugs augu, en lét slíkt eftir við tilmæli mín. Eg skoðaði hans langa og góða bréf um ísland verð- skulda að birtast á prenti. — 1 blaðinu 12. maí, 2. bls. 6. dálki, stendur: “Við komum að Grund ag Víðigerði . . . .þar býr ekkja Ás- mundar heit.” o. s. frv., en á að vera: 1 Víðigerði býr systir Ásm. heit. Kristjánssonar” o. s. frv. — í blaðinu 20. maí, 7. bls. 1. dálki, stendur: “Við fórum út á Álfta- nes . . . þar var afi minn sjómað- ur” 0. s. frv., en á að vera“ þar var afi þlnn sjómaður” o. s. frv. Á öðrum stað er sagt, að 48 ár séu liðin síðan bréfritarinn fór frá íslandi, en á að vera 43 ár. O. T. Johnson. SMÆLKI. “Bókin ©g þyssan.”— Nýlega hélt Mussolini eina þrumuræðu sína á stúdentamóti í Feneyjum. Brýndi hann fyrir áheyrendun- um, að hafa tvent hugfast í senn: Það er: Bókin og byssan. — Nú hafa bakarinn og kjöt kaupmaðurinn neitað að lána mér lengur. — En sú ósvífni! Halda þeir góðu herrar að við getum lifað á loftinu? við þjóðbraut þá, er liggur eftir endilöngu Nýja íslandi; var gott gestum og gangandi að Bólstað að koma, og ekki sízt börnum og þeim, er fáa áttu að. Góðvilji og lipurð lýsti sér í framkomu hjón- anna. — Kveðjuathöfn við lát Sigríðar fór fram á heimili hennar og var mjög fjölmenn. Var lík hennar lagt til hvíldar í Kjarna Igrafreit. Sá er ritar línur þessar, jós moldu. Auk þriggja barna hinnar látnu, sem nafngreind hafa verið, syrgja hana stór hópur afkomenda og tengdafólks, kunningja og vina, er blessa minningu Sigríðar á Bó’stað, en svo mun hún oft hafa verið nefnd í hópi sveitunga hennar og vina. s. ó. Islendingadagurinn Samkvæmt ráðstöfun almenns fundar, verður Islendingadagur- inn haldinn í Gimli Park þetta sumar, mánudaginn þann fyrsta ágúst. Prógram dagsins verður fjölbreyttara en undanfarin nokk- ur ár. Fjallkonan verður þar viðstödd og ávarpar gestina með ræðu og söng. Ræðumenn hafa verið fengnir til að flytja minni og skáld til að yrkja kvæði. Söng- flokkur syngur milli ræðanna. — Nefndin hefir samið um hin hag- kvæmustu flutningstæki, og mun fargjald fram og til baka verða 75 cents fyrir fullorðna, en 25 cents fyrir börn yngri en 12 ára. Inngangur í garðinn verður 25 cents fyrir fullorðna og 10 cents. fyrir börn yngri en 12 ára. Fólkið verður tekið á vissum stöðum með fram Sargent Ave. og Ellice Ave. og þvi skilað þangað aftur. Meira um það síðar. Nefndin hefir bætt við sig starfskröftum og þar með þessum mönnum frá Gimli: Guðm. Fjeldsted, B. N. Jónasson, G. B. Ma'gnússon, W. J. Arnason, Th. Thordarson, Hannes Kristjánsson og Sigm. Jósepsson. Þeir í Nýja íslandi, sem kynnu að vanta ein- hverjar upplýsingar viðvíkjandi hátíðahaldinu, ættu að snúa sér til hr. B. N. Jónassonar, Gimli, að- stoðarritara. Farseðlar og að- göngumiðar að hátíðinni, verða til sölu hjá nefndarmönnunum hér í Winnipeg innan fárra daga, og víð- ar, sem auglýst verður siðar. Veitið athygli fréttum í viku- blöðunum íslenzku frá nefndinni hér eftir fram að fyrsta ágúst. Frekari upplýsingar viðkomandi fari til Gimli o!g öðru, sem að há- tíðarhaldinu lýtur; getur fólk fengið hjá ritara nefndarinnar, að 596 Sargent Ave. G. P. Magnússon, Ritari. Beauty Parlor 643 Portage Ave. Corner Sherbrooke Str. Mundy’s Barber Shop Sími: 37 468 Heimlli: 38 005 Mrs. S. C. Thorsteinson JOHN GRAW Fyrsta Ilokks klæCskerl Algreíösla fyrir öllu Hér njéta peningar yðar sín a8 fullu. Phone 27 073 218 McDERMOT AVE. Winnipeg, Man. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast grelClega um alt, sem aB flutningum lýtur, smá.um eOa stúr- um. Hvergi sanngjamara verð. Hoimili: 762 VICTOR STREET Slml: 24 600 Einar hefir haft óþolandi maga- verk í þrjá daga. Svo leitar hann læknis. — Þetta er slæmt, segir lækn- irinn, þér verðið undir eins að fara á spítala og láta skera úr yður botnlangann. — Æ, veinaði Einar, er ekki jhægt að skera eitthvað anuað úi mér? Botnlanginn var tekinn úr mér í fyrra. i MOORE’S TAXI LTO. 28 333 LeigiC bila og keyriC sjálfir. Flytjum pianos, húsgögn, farang- ur og böggla. Drögum b'.ia og geymum. Allar aðgerCir og úkeypis hemilprúfun. Brynjólfur Thorlaktson tekur að sér aC stilla PIANOS og ORGANS HeimiJi 694 Alverstone St. Sími 38 345 CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Sfmið pantanir yðar ROBERTS DRUG STORE*S Ltd. Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks Afgreiðflla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 067 íslenska matsöluhúsið par «m tslenútngar t Wlnnipeg og utanbæiarmenr, fá sér máltíCir og kaffl. Pönnukölcur, skyr, hangikjö* og rúllupylsa á taktelnum. WEVEL CAFE 692 SARGKNT AVE. Btml: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, elgandl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.