Lögberg


Lögberg - 07.07.1932, Qupperneq 8

Lögberg - 07.07.1932, Qupperneq 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JÚLÍ 1932. RobinfHood FLOUR Þetta mjöl eykur starfsþróttinn og byggir upp líkamann Úr bœnum og grendinni ■+ Skuldarfundur í kvðld, fimtudag. Séra Jóhann Friðriksson var staddur í borginni á mánudalginn. Séra E. H. íFáfnis var staddur í borginni á þriðjudaginn og mið- vikudaginn. Mr. Ágúst Magnússon frá Lundar, Man., var staddur í borg- inni á miðvikudaginn. Messur 1 Argyle prestakalli þ. 10. júlí 1932: Að Brú kl. 11 f. h., Grund kl. 2.30 e.h. og Baldur kl. 7 að kveldi. John J. Arklie, R. O., sérfræð- ingur í að reyna sjón manna og velja þeim gleraugu, verður að hitta í Eriksdale Hotel fimtudag- inn 14. júní og í Lundar Hotel föstudgainn 15. júlí. Fyrir drenginn, sem slasaðist, hefir The Columbia Press, Ltd., meðtekið $5.00 frá Dorkasfélagi Árdalssafnaðar, Árborg. Kærar þakkir. Mrs. George Freeman ,frá Up- ham, N. Dak., kom til borgarinn- ar á þriðjudaginri og með henni dætur hennar tvær, Miss M. Emily Freeman og Miss Easther B. Free- man. Skemtiferð ’Goodtemplara til Selkirk næsta sunnudag (10. júlí), með strætisvögnum frá North End Car Barns; fargjöld 50c. og 25c. fyrir börn. Góð skemtun; allir velkomnir. Gunnl Jóhannsson útbítir farseðlum og upplýsingum. Dr. Tweed verður í Árborg mið- vikudaginn og fimtudalginn, 13. og 14. júlí. Ungmenni fermd í uði sunnud. 12. júní: Baldvin Sigurðsson. Helgi Steinþór Hólm Víðirsöfn- Á sunnudaginn kemur, 10. júlí, prédikar séra S. O. Thorlakson í kirkju Víðinessafnaðar, að Husa- vick, Man., kl. 2 e. h. Guðsþjón- ustan fer fram á íslenzku. í næstu viku fer hann til Minneota, Minn. Messur í prestakalli séra H. Sigmar, sunnudaginn 10. júlí: Gardar kl. 11, Eyford kl. 2 og Hallson kl. 8 að kveidi. — Fólk taki eftir að messan á Eyford er kl. 2 en ekki kl. 3 e. h. Allir vel- komæir. Prófessor Richard Beck er nú sem stendur í Ithaca, N.Y., við bókmenta rannsóknir á Fiske safni íslenzka bóka við Cornell háskólann. Mun hann verða þar til ágúst loka. Prófessor Beck unir sér álgætlega hjá íslenzku bókunum. Mr. Ásmundur Björnson, frá Minneapolis, hefir verið hér borginni nokkra undanfarna daga, eða síðan á laugardaginn, en er nú á förum heimleiðis. Mr Bjarnason er trésmiður og er vel þektur þar syðra fyrir sinn mikla ha'gleik. Mr. Bjarnason var áður hér i borginni og á hér marga góðkunningja. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annaat grelölega um aJt, aem að flutningum lýtur, smáum eða etðr- um. Hvergi sanngjarnara verB. Heimili: 762 VICTOR STREET Slml: 24 500 MOORE'S TAXI LTD. 28 333 Leigið bíla og keyrið sjálfir. Flytjum pianos, húsgögn, farang- ur og böggla. Drögum bíía og geymum. AUar aðgerðir og ökeypis hemilprófun. Á fimtudaginn í vikunni sem leið andaðist á Almenna spítalan um hér í borginni, Magnús I. Sig- mundsson, fjórtán ára gamall piltur, sonur Mr. og Mrs. T. Sig mundsson, Hnausa, Man. Jarðar förin fór fram að Hnausa, þriðjudaginn. Séra Si'gurður Ól- afsson jarðsöng. Samband íslenzku og lútersku safnaðakvenfélaganna hélt árs- þing sitt í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudaginn og miðvikudaginn í þessari viku. Voru þar mættir fulltrúar frá flestöllum kvenfé- lögunum, sem sambandinu til- heyra. Voru fundirnir vel sótt- ir og þóttu skemtilegir og upp byggilegir, en annars er ekki tækifæri til að geta þessara fund arhalda frekar í þetta sinn. Beauty Parlor 643 Portage Ave. Corner Sherbrooke Str. Mundy’s Barber Shop Sími: 37 468 Heimlli: 38 005 Mrs. S. C. Thorsteinson Um siðustu mánaðamót voru liðin 35 ár síðan Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson útskrifaðist úr latínu- skólanum í Reykjavík. Barst hon- um þá eftirfarandi símskeyti: Reykjavík, 30. júní 1932. Dr. Jóhannesson, Columbia Press, Winnipeg. Bekkjarbræður og kennarar senda þér 35-faldar kveðjur og beztu framtíðaróskir. Árni, Ástvaldur, Eiríkur, Egg ert, Gisli, ólafur, Proppé, Bjarni Sæmundsson, Jón Helgason, Þor- leifur Bjarnasn. Hefir tvo um sextugt Fo^sætisráðherra Canada, Hon. R. B. Bennett, varð sextíu og tveggja ára á sunnudaginn var, Fæddur 3. júní 1870. Mörg heillaóska skeyti bárust honum þennan dag. gordssoim-Tr Hiorvaldlsoini Compamy Limited GENERAL MERCHANTS Útsölumenn fyrir Imperial Oil Limited Royalite Coal Oil, Premier Gasoline Tractor and Lubricating Oils ARBORG RIVERTON HNAUSA Phone i Phone i Phone 51, Ring 14 Manitoba, Canada. ] Ungmennafélagið á Mountain hefir skemtistund i garðinum við samkomuhúsið á Mountain, sunnu- daginn 10. júlí kl. 2 e. h. Pro- gram fer fram og veitingar verða framreiddar. Aðgangur ókeypis, en samskota leitað til stuðnings starfi ungmennafélagsins. 'Veit- ingar seldar mjög vægu verði. Messur áætlaðar 1 nyrðra prestakalli Nýja íslands í júlí: 10. júlí: Árborg kl. 11 árd. Geysir kl. 2 síðd. 17. júlí: Framnes kl. 2 síðd.; Víðir kl. 8.30 eíðd. 24. júlí: Riverton kl. 2 síðd.; Geysir kl. 8.30 síðd. 31. júlí: Árborg kl. 11. árd.; Hnausa, kl. 2 síðd. og Riverton kl. 8 síðd. Forseti kirkjufélagsins, séra K. K. Ólafson, fór að afloknu kirkjuþinginu, snöggva ferð til Argyle, þar sem hann var prestur áður en hann flutti til Seattle. Guðsþjónustu flutti hann að Baldur á föstudagskveldið 24. júní. Þaðan fór hann til N. Dak- ota og prédikaði í kirkju Gardar- safnaðar, sunnudaginn 28. júní. I Voru þann dag liðin rétt 28 ár frá því hann var vígður. í Gard- arbygð er séra Kristinn fæddur og uppalinn og í íslendingabygð- inni í N. Dak. var hann prestur um langt skeið. Kom hann svo aftur til Winnipeg, en lagði af stað heimleiðis á fimtudagsmorg- uninn í vikunni sem leið. íslendingadagurinn Nú hefir nefndin lokið samn ingum við flutningsfélagið um fragjöld frá Winnipeg til Gimli á íslendingadaginn þann 1. ágúst í sumar, og verður það 75 cents fyrir fullorðna fram og til baka, en 25c fyrir börn yngri en 12 ára. Inn í garðinn kostar að eins 25c. fyrir fullorðna og lOc. fyrir börn yngri en 12 ára. Samið hefir verið um, að “bus”- in fari vestur Ellice ave. og stanzi við Sherbrooke, Toronto og Dom- inion stræti. Fari vestur á Valour Road og þar norður að Sargent; ofan 'Sargent og stanzi við Dominion, Banning, Arling- ton, Toronto stræti, og einnig við Goodtemplarahúsið á horni Mc- Gee og Sargent. Eitt “bus” fer vestur William Ave., stanzar við Isabel og Sherbrooke stræti, fer suður Sherbrooke og stanzar við Notre Damle Ave., heldur suður að Goodtemplarahúsi, en þaðan verður lagt af stað kl. 8 að morgn- inum. Að kveldinu verður fólki skilað aftur á þessa staði, eftir því sem hver óskar. Fyrsta “bus” getur la!gt af stað frá Gimli þegar fólk æskir, en það síðasta fer af stað kring- um kl. 12 á miðnætti. Farseðlar eru til sölu nú þegar á eftirfylgjandi stöðum: í verzlunarbúð hr. Gunnl. Jó- hannssonar, Sargent Ave.; B. E. Johnsons, 888 Sargent Ave.; Stein- dórs Jakobssonar, Sargent Ave.; O. S. Thorgeirssonar bókaverzlun á Sargent Ave. og ritara nefndar innar, 596 Sargent Ave. Farseðlar verða einungis seld- ir þeim, er kaupa inngang í garð- inn um leið. óskandi er, að fólk kaupi far- seðla sem fyrst, svo nefndin fái hugmynd um, hve mörgum hún þarf að ætla fararpláss. G. P. Magnússon, ritari. íslendingadagur Seattle, Wash. Eins og árin að undanförnu hafa íslendingar í Seattle, á al- mennum fundi, sem haldinn var í byrjun júnímánaðar, kosið níu manna nefnd til að sjá um ís- lendingadagshaldið í ár. Full sönuun er nú fengin fyrir því, að meiri hluti íslendinga hér um slóðir, eru ekki ánægðir nema þjóð vorri og ættjörð sé helgað- ur einn dagur á hverju sumri, þar sem íslendingar 'geti komið saman og endurnýjað fornan vin- skap o g æákuminningar, minst frumherjanna íslenzku í þessari álfu og leitt hugann um stund að hinum norræna stofni, sem hing- að hefir fluzt og fest hér rætur. Nefndin hefir haldið fundi og skift með sér verkum; hefir hún ákveðið að hátíðin skuli haldin sunnudaginn 7. ágúst þ. á. að Silver Lake, Wash., sama stað og að undanförnu. í þetta skifti eru fleiri ungir menn í nefnd- inni, en nokkru sinni áður, og má því fullyrða, að skemtiskráin verður eins fullkomin eins og að undanförnu; enn fremur hefir eigandinn að skemtistaðnum lof- ast til að hafa alt í góðu lagi, mála borð og bekki o'g hreinsa og prýða staðinn. Veitingar verða til reiðu undir umsjón íslenzkrar konu. Inngangslgjald í garðinn er lægra en nokkru sinni fyr. — Komið allir, ungir og gamlir, og hafið góða skemtun. íslendingar viljum við allir vera þenna dag! Munið sunnudaginn 7. ájgúst að Silver Lake. Nefndin. Mr. W. H. Paulson fylkisþing- maður frá Leslie, Sask., og frú hans, komu til borgarinnar á mánudags- kveldið og verða hér nokkra daga og fara einnig til Gimli. Með þeim kom einnig Mr. Thomas Paulson frá Leslie. Trúboðsfélag Fyrsta Mterska safnaðar þakkar öllum þeim, sem heiðruðu með nærveru sinni kveðjufsamsætið fyrir trúboðs- hjónin, Rev. o!g Mrs. S. O. Thor- lakson; einnig þeim sem skemtu og með sínu innilega vinarþeli hjálpuðu til að gera kveðjustund- ina ánægjulega. Hjónavígslur, framkvæmdar af séra Birni B. Jónssyni: 3. júní: Thomas J. Gillies og Katherine Baran, til heimilis í Winnipeg. 16. júní: Bernard Dighton og Lillian Reykdal, til heimilis í Winnipeg. 2. júlí: Jónas Gestur Skúlason frá Geysir, og Hrund Thorgríms- son, frá Lundar. 2. júlí: Frank Pearson og Addie Viola Björnsson, til heimilis í Winnipeg. Jón Bjarnason Academy GJAFIR. Miss Jennie Johnson, Wpg $10.00 Mrs. Skúlína Severson, Grafton, N. Dak......... 5.00 Með vinsamlegu þakklæti, S. W. Melsted, gjaldkeri skólans. Útflutningur á œðardún nam í maí 49 kg., verð kr. 1,960, en á tíma- bilinu jan.—mai 623 kg., verð kr. 11,510. Á sama tíma í fyrra 220 kg., verð kr. 8,050. íslenska matsöluhúsíð par sem Islendlngar I Winnipeg og utanbæjarmenr. fá sör máltlöir og kaffi. Pönnukökur, skyr, hangikjö* og rúllupylsa á takteinum. WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Slmi: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, elgandi. íslenzka flugvélin í K. R. húsinu verður í dag opn- uð sýning, einskonar flugvélasýn- ing, en aðalgripurinn þar er flug- vél, sem þrír reykvízkir flugmenn og halgleiksmenn hafa gert. Hún er að öllu leyti fullsmíðuð, nema hvað í hana vantar hreyfilinn. Flugvélarsmiðirnir eru þeir Björn Eiríksson, Gunnar Jónasson og Björn Olsen. Hafa þeir unnið að smíði þessari undanfarna 3— 4 mánuði, í frístundum sínum. Flugvélin er með tvöföldum vængjum og hefir tvö sæti. Hún getur borið 300 kg. en er sjálf 400 kg. að þyngd. Smiðirnir hafa sjálf- ir gert uppdráttinn að henni. 1 vélinni er tvöfaldur stýrisútbún- aður, svo vélin er vel fallin til kenslu í flugi. Hreyfil ætla þeir nú að fá sér í vélina, með 80—100 hestöflum, o!g getur hún þá flogið 150 km. hraða á klst. Auk hennar er svonefnd Vífils- staðaflugvél þarna til sýnis. Þá eru þarna sýndir uppdrættir: af flugleiðum, frá síldarleit flug- manna, og myndir frá heimsókn- j um erlendra flugmanna, sem hingað hafa komið, svo sem ame- rísku flugmannanna 1924, Ahren- berg, Gronau og Hirt. Mun mörgum leika forvitni á að koma í K. R. húsið. Sýningin er opin frá kl. 2—10 í da!g og næstu daga. — Mgbl. 10. júní. FRÁ ÍSLANDI. Akureyri, 14. júní. Mentaskóla Norðurlands var sa!gt upp í dag. Stúdentsprófi luku 15 nemendur. Þar af tveir utanskóla. 9 hlutu 1. einkunn, en 6 aðra. — Gagnfræðaprófi luku 48 nemendur, 26 með 1. einkunn, 21 með 2. og 1 með 3. einkunn.— Alls gengu 196 nemendur undir próf í skólanum. — Vísir. trtflutningur á saltfiski. flutt út í maí 3,015,860 kg., verð kr. 1,021,170, en á tímabilinu jan.- maí 24,506,580 kg., verð 8,139,190 kr. Á sama tíma í fyrra 18,601,- 360 kg., verð kr. 6,855,450. Af ó- verkuðum saltfiski voru flutt út í maí síðastl. 1,668,230 kg., verðl kr. 249,320, en á tímabilinu jan.— maí 11,622,810 kg., verð kr. 2,312,- 600. Á sama tima í fyrra 9,234,520 kg., verð kr. 2,408,520. — Vísir. GÓÐ RÁÐ. Ef menn búast við einhverju sterku hljóði, svo sem byssuskoti eða slíku, eiga menn að opna munninn — og manni finst að hljóðið sé ekki eins sterkt. Þessu tóku rnenn eftir í ófriðnum mikla og höfðu hermenn allir skipun um það, að opna munninn í hvert sinn sem þeir hleyptu af skoti. Ef menn loka augunum er menn tala í síma, heyrir maður mun betur. Við blóðnösum er ágætt ráð að rífa dálítinn snepil af blaði og leggja það undir tunguna. Þá hættir að blæða, að sögn. Menn ættu ætíð að muna, að heilsugæzla er betri en sjúkra- hjúkrun — að það er betra að fyrirbyggja sjúkdóm, en lækria hann. HITT OG ÞETTA. Um daginn dó veitingamaður nokkur í London, John Gordon að nafni. í erfðaskrá sinni lét hann þess getið að rakarinn sinn skyldi raka sig, klippa o!g snyrta á sér neglur o!g tær, áður en hann væri lagður í kistuna. Fyrir þetta átti rakarinn að fá fimm sterlings- pund í þóknun úr búinu. Enn- fremur lagði hann svo fyrir, að hann vildi hafa Ijósmyndir af konu sinni, föður og móður, gam- alli barnfóstru sinni — og nýtt hálsbindi, sem hann hafði fengið | að gjöf frá vini sínum, með sér í gröfina. Aftur á móti stóð ekkert um það í erfðaskránni, hvað !gera skyldi við allan auðinn, sem hann lét eftir sig. Nýja stjórnin á Spáni hefir gef- ið út reglugerð um það, að með hverri máltíð, sem seld sé á veit- ingahúsum o!g matsölustöðum um allan Spán, skuli einnig selja minst hálfan lítra af spænsku víni. i — Brynjólfur Thorláksson tekur að sér að stilla PIANOS og ORGANS Heimili 594 Alverstone St. Sími 38 345 CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 FRÁ NOREGI. Hundvaag sardiníu verksmiðjan í Stafangri brann til kaldra kola fyrir nokkrum dögum. — Tjónið er metið á 200,090 kr. — 45 verka- menn unnu í verksmiðjunni. Nokkrir kunnir vísindamenn hafa stungið upp á, að stofnað verði prófessor embætti handa Adolf Hoel docent, svo að hann geti gefið sig einvörðungu að rannsóknum, sem snerta norður- hvel jarðar. — “Akademiske kol- legium” hefir einróma samþykt að mæla með, að prófessorsem- bættið verði stofnað. — Vísir. JOHN GRAW Fyrsta ílokks klæðskerl Afcrreiðsla fyrir öllu Hér njöta peningar yðar sín að fullu. Phone 27 073 218 McDERMOT AVE. Winnipeg, Man. DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg oi U D D D D D D D D D CANADA BREAD Hið risavaxna brauð vort full nœgir risa matarlyát Reynið það nú. Símið pöntim yðar ■v D D D D D 0 0 D D n [O

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.