Lögberg - 25.08.1932, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.08.1932, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. ÁGÚSfT 1932. Frá Latvíu HÖFUÐBORGIN RIGA. Eftir W. F. Kristeins. (Höfundur þessarara greinar er Letti. Hann hefir numíð ís- lenzku tilsagnarlaust og er ef- laust sá eini maður þar í landi, sem bæði kann að lesa og rita ís- lenzku. Hann hefir áður ritað grein í Lesbók Morgunblaðsins (18. janúar 1931), og vill með henni og þessari grein kynna ís- lendingum land sitt, þetta unga ríki í Austurvegi, sem vér vitum svo sáralítið um síðan íslenzkir og norrænir víkingar fóru þang- að í hernað og gerðu þar strand- högg.) — Þegar erlendir ferðamenn koma til Latvíu (Lettlands), er fyrsti viðkomustaður þeirra Riga, sjálf höfuðborg landsins. Hún er í raun og veru hjarta landsins, því að hún stendur í því miðju við stærsta fljótið, Daugava (á þýzku Duna). Er það eitt af stærstu fljótunum, sem falla í Eystrasalt- Fljótið rennur í gegn um borgina og skiftir henni í tvo hluta. Er eldri borgarhlutinn á eystri bakk- anum, en þrjár stórbrýr oru á fljótinu og tengja saman borgar- hlutana. Riga er gömul borg. Hún var fyrst bygð árið 1201 af Þjóðverj um (Albert biskupi)|. Á miðöld- unum var hún einn af Hansastöð- unum og með stærstu verzlunar- borgum í Austur-Evrópu. í elzta hluta borgarinnar, ‘gömlu Riga’. standa enn ýmsar byggingar frá miðöldum og eru götur þar afar þröngar. Ýmsar fagrar kirkjur eru í borg- inni. Má þar helzt nefna Péturs- kirkjuna, sem er með 124 metra háum turni, og Dómkirkjuna, sem áður var kirkja hins þýzka evan- gelisklúterska safnaðar, en er nú ríkiskirkja. Þinghús Latvíu er í Riga. Er það fögur steinbygging og líkist að mörgu leyti Alþingishúsinu í Reykjavík. Æðsta stjórn ríkisins á aðsetur í Riga; þar eru einnig helztu mentastofnanir landsins og miðstöð viðskiftalífsins. Riga er stærsta borgin í Eystra- saltslöndunum, þótt ekki sé þar jafn margir íbúar eins og fyrir stríðið. Árið 1913 voru þeir 517 þúsundir, en eru nú hér um bil 377 þúsundir, og er það fimti hluti þjóðarinnar. Á stríðsártinum komst Riga undir stjórn ýmsra, sitt á hvað, og varð mikið tjón í borginni af yfir- gangi erlnedra hermanna og kom- múnista á þeim árum. Þegar Þjóð- verjar ráku Rússa úr Latvíu 1917 kom Riga undir þeirra stjórn, en í'byrjun ársins 1919 komst hún undir kúgun lettneska kommún- istaflokksins, og er það sá dapur- legasti tími í sögu borgarinnar. því að þúsundir af íbúum hennar drápu kommúnistar. Seinna á ár- inu náðu Þjóðverjar öðru sinni haldi á borginni, en í október það ár komu Frakkar og Bretar Lat- víumönnum til hjálpar, og voru Þjóðverjar þá reknir úr landi. Eiga Latvíubúar mikið að þakka Bretum og Frökkum fyrir þá hjálp. í Riga er stór kirkjugarð- ur, sem kallaður er Bræðrakirkju- garður. Eru þar grafnar þúsund- ir af landsins beztu sonum, sem féllu á þessum árum í baráttunni fyrir frelsi landsins. Er kirkju- garður þessi heilagur staður í augum þjóðarinnar, og á hverju ári er þar haldin minningarguðs- þjónusta á fullveldisdaginn 18. nóvember, og þar minnist þjóðin fagurlega þeirra manna, sem létu líf sitt fyrir frelsi landsins. Að stríðinu loknu mátti svo kalla, að öll Latvía væri í rústum og var þar ærið starf til endur- reisnar. Fyrsta þjóðþing . landsins kom saman haustið 1922 og kaus það Janis Tsjakste fyrir ríkisforseta. Hann er af lettneskum bændaætt- um. Fyrir stríðið var hann hinn fyrsti Lettlendingur, sem kosinn var á þing, og hann var fremstur ' í hópi þeirra manna, sem stofn- uðu lettneska lýðríkið 18. nóvem- ber 1918. Hann andaðist árið 1927 og vakti fráfall hans sanna þjóðarsorg. Annar sá maður, sem Lettar eiga mest að þakka sjálfstæði sitt, var Sigfrids A. Meierovics, fyrsti utanríkisráðherra Latvíu. Á ár- unum 1917—1918 dvaldist hann ásamt J. Tsjakste í Svíþjóð og kostuðu þeir kapps um að út- breiða meðal Norðurlandaþjóða þekkingu á Lettum og sjáfstæðis- baráttu þeirra. Og það var hann. sem fékk því til vegar komið, að stórveldin viðurkendu Latvíu sem fullvalda ríki hinn 26. janúar 1931. Hann lézt af bílslysi árið 1925 og þúsundir manna fylgdu honum harmþrungnar til grafar. Sérstæð mentun Letta hófst um miðja síðustu öld, er lettneskir stjúdentar stofnuðu með sér fé- lagsskap í Dorpat til þess að berj- ast fyrir þjóðlegri menningu og tungu. Héldu þeir því fram, sem fæstir hefði þá trúað, að þjóð- menning og tunga Letta gæti full- komlega staðið jafnfætis þjóð- menningu og tungu annara þjóða. Og síðan hafa lettneskir menta- menn auðgað tunguna að nýyrð- um og hugtök og nöfn úr iðnað- armáli, verzlunarmáli og vísinda- máli, sem áður voru óþekt. Er með því sýnt og sannað, að lettnesk tunga er svo auðug, að henni verð- ur ekki skotaskuld úr því að lýsa öllum hugsunum. í Riga er há skó’i ríkisins. Fer kensla þar fram á lettnesku og stunnda þar nú nám um 8300 stúdentar. Lettar eiga marga rithöfunda og skáld. Beztur skáldsagnahöfundur er talinn Rúdolfs Blámanis. Hann reit aðallega skáldsögur, en þó nokkuð af leikritum um lífskjör og siðu lettnesku bændastéttar- innar. Janis Póruks hefir ritað margar nýtizku skáldsögur. J. Rainis hefir samið leikritið “Jós- ef og bræður hans”, sem sýnt hef- ir verið í Lundúnum. Af kvenrit- höfundum má nefna Aspasija. sem hefir gefið út leikrit og ljóð. og Annie Brigadere, konu Rainis. sem hefir gefið út skáldsögur eft- ir sig. Sönglistin er á mjög háu stigi í borgunum, sérstaklega í Riga, og þjóðin er auðug af þjóðvísum og þjóðkvæðum. Eru til hér um bil 200 þúsundir slíkra visna og þjóð- kvæða og ganga undir hinu sam- eiginlega nafni “Latvja Dainas. í Latvíu eru ýmsir þjóðflokkar auk landsins eigin sona, svo sem Þjóðverjar, Gyðingar, Rússar o. fl. Allir hafa þeir fullkomið jafn rétti og leyfi til þess að vernda sín eigin.þjóðareinkenni. Af þessu hefir Stafað, að þótt nú séu 13 ár síðan landið fékk fullkomið frelsi. hafa þessi þjóðabrot ekki viljað læra ríkismálið. En nú hefir það verið tekið í lög, að allir íbúar landsins verði að skilja og kunna lettensku og allar skriftir milli hins opinbera og íbúanna verði að fara fram á því máli. Latvía er á sléttunum inn af Eystrasalti. Þar eru engin fjöll, en að eins skógi vaxnar hæðir. Hæsta fjall landsins heitir Lai- sinfjall og er að eins 314 metra hátt. Fjöldi fagurra stöðuvatna er í landinu, og margar merkar fornleifar. Hinar helztu þeirra eru hjá ánum Gaujá og Daugará. Standa þar enn rústir af þýzkum riddaraborgum frá miðöldunum og eru merkastar og fegurstar þeirra Sigulda hjá Gaujá og Kok hesl hjá Daugará. Latvía er aðallega landbúnaðar' land, en þó er landbúnaðurinn nú ekki í jafn miklum blóma og hann var fyrir stríðið. í landinu eru nú taldar um 36,000 atvinnuleys- ingja og höfðu flestir þeirra áð- ur vinrtu við sögunarmyllurnar. En nú hefir sögunarmyllunum verið lokað, þar sem Rússar flytja þangað trjávið í stórum stíl og selja fyrir sama og ekkert. Land- búnaðarafurðir hafa fallið svo mjög í verði, að bændur geta nú ekki borgað kaupamönnum þau laun, sem upp eru sett, og safna skuldum dag frá degi. Þó verður á sumrin að flytja inn verkamenn frá nágrannalöndunum til að vinna sveitarvinnuna, því að at- vinnuleysingjarnir í borgunum neita algerlega að fara í kaupa- vinnu upp í sveit, en kjósa heldur að lifa á styrk frá ríkinu. Nú hefir verið vakin hreyfing um það, að nota sem mest inn- lendar vörur. “Kaupið lettneskar vörur”, er kjörorðið. En þrátt fyrir það notar meginþorri þjóð- arinnar, bæði í sve.itum og kaup- stöðum útlent silki í stað inn- lendra dúka, og erlenda ávexti í stað innlendra. Þó er það von vor. að þegar raknar fram úr heims- kreppunni, muni Latvía koma undir sig fótunum og þá þurfi ekki atvinnuleysi hér aíj vera. — Lesb. Frá íslandi Siglufirði, 28. júlí. Veðrátta stormasöm, köld og ó- hagstæð fyrir síldveiðarnar að undanförnu. Veiðin hefir því gengið fremur treglega. Síld er nú á Skagafirði og síldarvart hef- ir orðið á Eyjafirði, en mest er veiðin enn á Húnaflóa. Áta er nú talsverð í síldinni, en síldin er afar misjöfn að stærð. Söltun getur vart talist byrjuð hér al- ment. T. d. hefir Samvinnufélag ísfirðinga enn ekkert saltað. Síld- in er enn fremur léleg. Fitumagn 15—17%. Fjöldi erlendra veiðiskipa lá hér inni um helgina, mest rek- netaskip. Þrjú eða fjögur norsk skip eru farin heim á leið með síldarfarma, sex til sjö hundruð tn. hvert. Finnar og Eistlend- ingar hafa sent heim einn farm. um 4,000 tn. hvor. Reknetaveiði var góð í fyrri- nótt. Fengu sumir bátanna 60— 80 tn. Verð á reknetasíld er 6—7 kr. tn. til söltunar. Árni Friðriksson, fiskifræðing- ur, dvelur hér við síldar og fiski- rannsóknir um tíma. Ágætur þerrir í gær og dag, og þurka menn nú óðum upp töðurn- ar, sem sumstaðar voru farnar að hrekjast. Hilde Österberg, norsk stúlka. 21 árs, lézt hér á sjúkrahúsinu 22. þ m., og í dag Guðmundur Vigfússon, bifreiðarstjóri, efnis- maður á bezta aldri og mjög vel látinn. Banamein hans var lungnabólga. Byrjað er á undirbúningi upp- setningar véla í nýju tunnuverk- smiðjuna hér; vélarnar eru komn- ar. Verksmiðjan á einnig að geta heflað og sagað húsavið. Margir sjálfboðaliðar vinna að því á sunnudögum, að laga fjall- veginn yfir Siglufjarðarskarð og reyna að komast með bifreiðir upp að sjálfu skarðinu. Fullyrða alúðlegasti við gesti sína. En ræður voru þar ekki haldnar. Mr. Goleman, sendiherra ítala Vare og frú hans, og Sveinn Björnsson sendiherra fóru í vikunni austur um sveitir til Gullfoss og austur í Fljótshlíð. Fengu þau veður hið bezta. Hin ítalska sendiherrafrú og Sveinn Björnsson voru í bíl þeim, sem fyrstur fór til Múla- kots. íslandsvikan sænska.—í Sveiska Dagbladet, sem út kom þ. 18. júní, er skýrt frá “íslandsvikunni”, sem haldin verður í Stokkhólmi 14.—19. sept. næstkomandi. Er þess getið, að Stokkhólmsdeild félagsins “Nor- den” hafi gengist fyrir “Finn- landsviku” ' 1925, “Danmerkur- viku” 1929, en 1930 “Noregsviku” og nú sé röðin komin að íslandi. í blaðinu er farið nokkrum orðum um í hvaða tilgangi vikan sé haldin, en það er vitanlega gert í þeim tilígangi að kynna Svíum ís- lenzka menningu. Frá íslandi seg- ir blaðið að væntanlegir séu margir kunnir menn, og telur fremstan þeirra Ásgeir forsætis- ráðherra Ásgeirsson. Er ráðgert. að forsætisráðherrann haldi fyr- irlestur um atvinnulíf íslendinga þ. 15. sept. og að G. Kamban rit- höfundur haldi einnig fyrirlestur þennan sama dag. Þ. 16. sept. flytji Sigurður Nordal fyrirlest- ur um íslenzkar bókmentir. Því næst er !gert ráð fyrir, að íslenzk- ir rithöfundar lesi upp úr ritum sínum. Sunnudaginn 17. sept. eiga Ármennirtgar að sýna ís- lenzka glímu og leikfimi. íslenzk Iög verða leikin og þjóðdansar dansaðir. — Vikunni lýkur með hátíðlegum hljómleikum í operu Ieikhúsinu. Loks má geta þess, að íslenzk kvikmynd verður sýnd í Stokkhólmi viku þessa. — Auk “Norden” starfa þessi félög og etofnanir að undirbúningi vik- unnar: “Sverige-Island”, “Musikal- ska akademien”, “Akademien för de fria konsterne”, Ingenjörsvet- enskapsakademien”, “ftordisk Mu- sæet”, “Operan”, Dramatiska Te- ater”, “Sveriges almánna sjöfarts- föreningen”, “Letterstediska för- eningen”, Nordiska administra- tiva förbunded”, “Sveriges förfat- tarförening” og “Penklubben.” — Mgbls. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPiRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNtPEG. MAN. Yard Office: #th Floor, Bank of Harnilton Chambers. valin orð, sem allir höfðu gaman af að hlusta á. Iþróttirnar voru ikappsamlega sóttar, en ekki eftir neinum reglum og ekki haft fyrir að bóka hverjir hefðu skarað þar fram úr. Síðan sneri hópurinn aftur heim til Pálsons og þá var étið I<?e- cream og drukkið kaffi. Um kvöldið skemti fólkið sér við dans í Sunnybrook skólanum. Þar voru allir velkomnir og veit- ingar ókeypis, meir en fólkið gat étið. Helgi Eliasson. Arras P.O., B. C., 9. ágúst 1932. Bréf frá Peace River héraði. Landarnir hér í Sunnybrook District í Peace River Block, B.C.. héldu upp á íslendingadaginn annan ágúst, eftir gömlum og góðum vestur-íslenzkum sið. Veð- ur var gott þann dag; það var all- hvast um morguninn, en lygndi. þegar á daginn leið. Við þetta tækifæri heimsótti okkur dálítill hópur af íslenzka fólkinu frá Clairmont og Sex- ( smith, Alberta, níu alls, og var dómbærir menn, að takast megi þag gþg viðbót við fámennan hóp. með lítilli lagfæringu vegarins að komast alla leið. Verkamannafélagið lýsti í gær- morgun verkbanni á söltunarstöð þá, sem Þórarinn Söbeck hefir hér, ef þar yrði látinn vinna Ágúst nokkur Gissurarson, sökum þess að hann hjálpaði Reykjavík- ur lögreglu í viðureign hennar við kommúnista á dögunum. Mun þetta hafa verið að undirlagi kommúnista í Reykjavík, því að Alþýðusamband íslands mun ekki hafa samþykt það. Var hætt við það eftir tvær stundir. — Kom- n^únistar hafa boðað til fundar í kveld, til að mótmæla fangelsun félaga sinna í Reykjavík. Akranesi, 28. júlí. Vb. Stígandi, minsti vélbátur- inn hér, réttar 12 smál., sökk í fiskÍTÓðri fyrir Mýrum í gær. Mannbjörg varð. Eigi vita menn hér enn með hverjum hætti bátur- inn sökk, en líklega hefir hann steytt á skeri, og komið gat á hann. — Vélbáturinn var orðinn gamall. Hann var eign Jörgens Hanssonar. — Vísir. Reykjavík, 23. júlí 1932. Sendiherra Bandaríkjanna, Mr. Coleman, hélt veizlu mikla að Hótel Borg í gærkvöldi og bauð þangað um 60 manns. Veitti hann þar af rausn mikilli og var hinn É’ólkið kom saman á heimili Mr. og Mrs. Á. Pálson. Þaðan fór hópurinn yfir á land Ola Jóhanns- sonar, sem er þar næst við. Þar skemti fólkið sér með söng og upplestrum. Óli Jóhannsson stýrði þar skemtuninni. Fyrst hélt hann snjalla ræðu og bauð fólkið velkomið á þennan stað, og þakkaði aðkomna fólkinu fyrir að sýna okkur þá virðingu að koma svona langt að til að heimsækja okkur við þetta tæki- færi. Hann benti á, að þetta værl sjálfsagt norðlægasta íslendinga- dags hátíð, sem haldin hefði ver- ið í Vesturheimi. (Hann hefir munað eftir því, að við vorum hér eina mílu norðar en þar sem við héldum íslendingadaginn í fyrra). Hann tók til þess, að héð- an sem við sætum, væru ekki sjá- anlegir neinir bílar og yfir höflið engin mannaverk, bara náttúran algjörlega óbreytt af mannsins hendi. Meðal annars talaði hann nokkur orð, fræðilegs efnis, um uppruna íslendinga. Sagði hann að um eitt skeið hefði fsland ver- ið kallað Smjör land, og taldi það hepni, að við skyldum þó verða íslendingar en ekki Smjörlend- ingar. Chris Helgason frá Sexsmith, Alberta, ^var fceðinn að halda ræðu og talaði hann nokkur vel- Innlendur fréttir Reykjavík 24. júlí. Páll Zophoniasson, ráðunautur Búnaðarfélags íslands, kom heim úr sýningarferðalagi um Norður- land fyrir nokkrum dögum, og hefir hann , leyft FB. að senda blöðunum eftirfarandi fréttir til birtingar: Heyskapur hefir gengið stirð- lega. Grasvöxtur er allsstaðar góður og sumstaðar ágætur, en nýting slæm. í Þingeyjarsýslum er taða mestmegnis úti enn og farin að hrekjast, því þrjár vikur (nú nærri fjórar) eru síðan al- ment var byrjað að slá. í Ejrja- firði byíjuðu nokkrir bændur fyr slátt og náðu inn 30—120 hestum mest af nýræktartúnum, en ann- ars er þar líka úti þriggja vikna heyskapur, en nokkurir hafa þó náð í smá sæti meiru eða minna. í Skagafirði er dálítið komið í sæti og í Húnavatnssýslu er nokk- uð komið inn. En í öllum þessum sýslum hefir taða hrakist, þegar undan er tekin taða hjá þeim, sem fyrstir byrjuðu í Eyjafirði. Greinilega varð eg var við pen- ingaleysi það, sem nú ríkir meðal bænda. Kaupafólk er með fæsta móti í sveitunum, enda tún víða stækkuð til mikilla muna síðari ár, og heyskapur því miklu auð- teknari nú, en áður. Það er ekki víst, að heyskapur verði minni en venjulega, þótt færri vinni að hon- um. — Á nokkrum stöðum er nú fært frá, þar sem það hefir ekki verið gert undanfarin ár, og hafa menn gert það til þess að hafa meira í bú að leggja og þurfa því minna að kaupa til búsins. — Að nýbyggingum er lítið unnið, en þó eru nokkur ný íbúðarhús í smíð- um, flest úr steinsteypu, og hlöð- ur og útihús er verið að byggja á nokkrum bæjum, en minna er það en verið hefir undanfarin ár. Nýrækt er með minna móti og aðal áherzla lögð á að fullgera það, sem undir hefir verið, og ekki fullgengið frá. — í öllum þessum sýslum er um meiri eða minni heimilisiðnað að ræða og hefir hann aukist við kreppuna. Fatnaður til heimilisnota er unn- inn heima, enda virðist það eitt af því, sem hjálpað getur bænd- um til að standast óáran, að nota sjálfir ullina, þegar hún er í jafn- lágu verði og nú er. — Bifreiðar- flutningar, sem voru orðnir al- mennir til búanna og frá þeim. hafa aftur minkað til mikilla muna, sérsaklega í Húnavatns- sýslum og Skagafjarðarsýslu, en líka í hinum sýslunum báðum. Stendur það vafalaust í samba,ndi við kreppuna. Er þetta eitt af því, sem bændur hafa gripið til. til þess að reyna að láta tekjur búanna hrökkva fyrir útgjöldum. Kaupgjald er nú lægra en var í fyrra. Kaupamenn fá 25—35 kr. á viku, en stúlkur 15—20 kr., og er það til muna lægra en í fyrra- sumar. Sund var kent í vor á þremur stöðum í Skagafirði, við Steins- staðalaug í Tungusveit, við Reykjalaug í Hjaltadal og við Barðslaug í Fljótum. Á öllum stöðunum voru það ungmennafé- lög, sem fyrir því stóðu, og var þátttaka ágæt á öllum stöðunum. i Á þessum þremur stöðum lærðu í vor yfir 120 manns að synda. Mun óhætt að segja, að áhugi á íþróttinni hafi aukist hin síðari ár og mun að langmestu leyti mega þakka það starfi ungmenna- félaganna. Við Hveravelli í Reykjahverfi ’ og í Svarfaðardal eru yfirbygðar sundlaugar og sund kent við og við alt árið. Einnig þar eru það ungmennafélög, sem standa að framkvæmdunum. Við Laugadal í Eyjafirði er verið að byggja sundlaug. Verð- ur hún yfirbygð. Hugsa ung- mennafé’agar þar gott til þess, er hún verður fullgerð, en þeir standa að því verki þar sem víðast annarstaðar. Undanfarin ár hefir nokkuð verið gert að því, hér og þar um landið, að bólusetja unglömb að vorinu, til að reyna að koma í veg fyrir, að þau dræpist úr pest síð- ari hluta sumars og í sláturtíð- inni að haustinu. Mest hefir ver- ið að þessu gert í Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði. Reynslan hef- ir orðið sú, að þetta hefir reynst örugg vörn, pestin hefir að haust- inu tínt úr þau lömb, sem ekki hef- ir náðst í til að bólusetja að vor- inu, en hin, sem bólusett voru, hafa lifað við beztu heilsu. Bænd- ur í sveitum, þar sem pestarhætta er mikil, ættu að athuga þetta. í Skagafjarðar og Eyjafjarðar- sýslum var unnið mikið að sýslu- vegagerð í vor. Bílar eru nú farnir að fara í föstum áætlunar- ferðum milli Dalvíkur og Akur- eyrar. en á þeirri leið er þó enn eftir að leggja veg yfir Hillurnar. í skagafirðinum komast bílar nú frá Sauðárkróki og út í Sléttu- hlíð, en lengra ekki . Á nautgripasýningunum í Húna- vatnssýslu mætti Gunnar Árna- son. Sýningar voru haldnar \ níu hreppum og voru margir sýning- arstaðir í sumum Á sýningunum voru sýnd 21 naut‘og 309 kýr; 13 naut fengu II. verðl. og 3 III. verðl.; 15 kýr fengu fyrstu verð- laun, 87 II. verðl. og 106 III. verðl. Á sýningunum í hinum þremur sýslunum mætti Páll Zophonías- son. í Skagafirðinum voru sýn- ingar haldnar í 7 hreppum, en á 13 stöðum. Þar voru sýnd 18 naut og 349 kýr. Eitt naut fékk I. verðl., 7 II. verðl. og 4 III. verðl. 11 kýr fengu I. verðl., 78 II. verðl. en 145 III. verðl. — Nautið, sem fékk I. verðl. er eign bænda í Lýt- iugsstaðahreppi og er keypt frá Blikastöðum í Mosfellssveit. — í Eyjafirðinum voru 13 sýningar í 7 hreppum. Þar voru sýnd 23 naut. Eitt fékk I. verðl., 16 II. verðl. og 3 III. verðl. 377 kýr voru sýndar; 35 fengu 1. verðl., 123 II. verðl. og 134 III. verðl. Fyrsta verðlaunanautið var Grettir frá Litlahamri og er nú eign Naut- griparæktunarfélag Öngulstaða- hrepps. í Þingtyjarsýslu voru 20 sýn- ingar í 9 hreppum. Þar voru 20 naut. Eitt fékk I. verðl., 9 II. og 1 III. vérðl. Nautið, sem fékk 1. verðl. var í Grýtubakkafélag- inu og er keypt frá Hellu á Ár- skógsströnd. 28 kýr fengu I. verðl., 133 II. og 138 III. verðl. í 7 hreppa, sem ekki voru haldnar sýningar í, var komið, og haldnir þar fyrirlestrar um naut- griparækt og rætt á eftir um þau mál. Annars voru sem venja er til, fyrirlestrar á eftir öllum sýn- ingunum. Yfirleit var sóknin á sýning- arnar góð. Skemtilegasta sýning- in sem eg (P. Z.) hefi verið á hér á landi, var í öngulstaðahreppi. Þar var svo til eingöngu sýnt úr- val — beztu kýrnar af bæjunum. — Þar var að sjá verulega eigu- legan og góðan gripahóp.—Vísir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.