Lögberg - 25.08.1932, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.08.1932, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1932. Xögberg GefiS út hvern íimtudag af THE COEVMBIA PRE8B LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 urn áriO—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES 86 327—86 328 Samveldisfundurinn Samveldisfundinum í Ottawa er lokið. Honum var slitiÖ um jniÖjan dag- á laugar- daginn í síðustu viku. Hefir hann því staðið í heilan mánuð, því eins og menn muna, var hann settur 21. júlí. Óneitanlega leit stundum út fyrir það, að þessi fundur mundi hætta þannig, að ekkert yrði af samkomulagi milli hinna mörgu þjóða innan brezka samveldisins. Eftir fréttun- um að dæma af fundinum, virtust skoðanir þeirra manna, sem hér áttu hlut að máli, oft svo fjarlægar, að lítil von væri til að saman mundi draga. Samt hefir sú orðið raunin á, að til sam- komulags hefir dregið og samningar hafa verið gerðir viðvíkjandi verzlun og viðskift- um og tollmálum, og þeir samningar undir- skrifaðir af fulltrúum hlutaðeigandi þjóða. Og þó ekki séu kannske allir ánægðir, sem naumast var við að búast, þá má þó segja. að fulltrúamir, sem fundinn sóttu, skildu “sátt- ir að kalla”, eins og gömlu mennimir kom- ust að orði. Þeir samningar, sem hér hafa gerðir ver- ið, ganga ekki í gildi fyr en hlutaðeigandi þjóðþing hafa samþvkt þá. Hvenær það kann að verða, er óákveðið enn og óvíst. Einsf og öllum er kunnugt, var fundur þessi haldinn í þeim tilgangi, að reyna að greiða fyrir eðlilegum og hagkvæmum við- skiftum milli þeirra þjóða, sem brezka sam- veldið mynda. Ástæðulítið virðist að efast um, að allir sem þarna vora saman komnir, hafi verið einlægir í því, að vinna hér það gagn, er þeir mættu. Hvað mikið það hefir orðið, eða kann að verða þegar fram líða sundir, er þýð- ingarlítið að reyna að ákveða, nú strax í byrj- un. Það varðar minstu hvað um þessa samninga er sagt. Hitt varðar öllu, hvemig þeir reynast. Reynist þeir vel, má gera ráð fyrir, að lengra verði gengið síðar í sömu átt. Enn fremur að aðrar þjóðir læri eitt- hvað af því, sem hér hefir gert verið, íem þeim sjálfum síðar mætti verða til góðs. ■öss skilst að flestar þjóðir séu nú að finna sárt til þess, að hátollastefnan, innilokunar- stefnan, hefir > ekki gefist vel. Þjóðirnar finna til þess, að þær þurfa að skifta hver við aðra, og þau viðskifti séu þannig, að þau séu báðum aðilum hagkvæm og báðum til gagns. Viðskiftakreppan hefir þjakað þjóð- unum á undanförnum árum. Oss skilst, að samveldisfundurinn í Ottawa sé tilraun í þá átt, að bæta úr viðskiftakreppunni innan brezka ríkisins fyrst og fremst, en sem vel gæti orðið byrjun á víðtækari viðskiftasamn- ingum milli fleiri þjóða. Það, sem oss Canadamenn varðar vitan- lega mestu í þessu máli, og það sem við hugs- um um fyrst og fremst, eru samningamir milli Bretlands annars vegar, en Canada hins vegar. Bretar eru vorir lang-beztu viðskifta- vinir og þeir kaupa langmest af þeim vörum, sem Canada hefir til að selja út úr landinu. Þangað hafa Canadamenn jafnan getað sent útflutningsvörur sínar og selt þær þar, án þess að borga nokkum toll af þeim. Það geta þeir enn, samkvæmt þessum nýju samn- ingum og þar að auki leggja Bretar lítils- háttar innflutningstoll á þær vörur, sem Canáda hefir aðallega að selja, ef þær koma frá öðrum löndum en þeim, sem samveldinu tilheyra, þar á meðal á hveiti, sem svarar fimm cents á mælirinn. 1 þessu felst ekkert loforð um hærra verð á hveiti. Bretar borga að eins gangverð fyrir það, hvaðan sem það kemur, en þetta er samt Canadamönnum hagur, því þeir fá þeim mun hærra verð fyrir sitt hveiti, heldur en þær þjóðir, sem ekki til- heyra samveldinu, sem tollinum nemur. Bretar skuldbinda sig heldur ekki til að gera ekki hverja þá verzlunarsamninga við aðrar þjóðir, sem þeir telja æsklega og hagkvæma. 1 þessu sambandi er sérstaklega vert að geta þess, að með þessum samningum er Canada- mönnum gert hægra fyrir, en áður, að selja nautgripi til Bretlands. Er það mikilsvert atriði, því hér er nautgriparækt mikil og gæti verið miklu meiri og betri, heldur en hún er. Gegn því, að leggja ekki toll á vörur frá Canada, kröfðust Bretar þess, að innflutn- ingstollur á brezkum iðnaðarvörum væri annað hvort afnuminn, eða að minsta kosfí lækkaður svo í Canada, að Bretum væri gert mögulegt að selja vörur sínar hér, þær væru ekki útilokaðar af canadiskum markaði með afar-háum innflutningstollum. Um langt skeið hafa þeir notið sérstakra hlunninda hér í landi, hvað þetta snertir, og þeir vilja eðli- lega halda áfram að njóta þeirra. Hér var komið við hjartað í landstjórn Canada, eins og hún er nú skipuð. Bennett forsætisráðherra er mikill hátollan^aður, eins og öllum er kunnugt, og sumir af hinum ráð- herrunum eru það engu síður, nema frekar sé. Það var augljóst, að í byrjun samveldis- fundarins, var Mr. Bennett alt annað í hug, en hverfa frá sinni hátolla og veradartolla- stefnu. En það kom brátt í ljós, að hér var, fyrir hann, ekki nema um tvent að velja: annað hvort að láta undan síga, eða þá að þessi samveldisfundur hlaut að mishepn^st algerlega, eins og samveldisfundurinn í Loiidon 1930. Bretar vissu ákveðið, hvað þeir vildu í þessum efnum og héldu því hik- laust fram, og þeim varð ekki þokað. Mr. Bennett lét undan síga. Honum er alls ekki sagt það til lasts, heldur miklu fremur til hróss, og það því fremur sem hann átti hér vafalaust við mjög raman reip að draga, innan síns eigin ráðuneytis. Því lengra, sem Mr. Bennett hverfur frá sinni eigin stefnu og hátolla-stefnu íhaldsflokksins í Canada, því meiri von er um, að honum auðnist að verða þjóð sinni til gagns, í þeirri háu stöðu, sem hann nú skipar. Eins og tekið hefir verið fram, koma þess- ir samningar ekki til greina, fyr en hlutaðeig- andi þjóðjiing hafa samþykt þá. 1 október- mánuði verður sambandsþingið í Can^tda kallað saman. Stjórnarbylting á Þýzkalandi ólíkleg Hvað eftir annað hafa nú að undanförnu borist fréttir af æði miklum óeirðum í sum- um borgunum í Þýzkalandi, og þó einna helzt í Berlín. Þar í 'landi er atvinnuleysið kann- ske jafnvel enn tilfinnanlegra heldur en víð- ast annars staðar. Er því óánægja fólksins mikil, eins og eðlilegt er. En það er ekki að- eins atvinnuskorturinn og örðugleikarair að hafa ofan af fyrir sér, sem óánægjunni valda, heldur líka leiðtogar pólitisku flokkanna, sem eru margir og berjast afar-hart um völdin. Og ekki bara um völdin, heldur líka um það, hvaða stjórnarfyrirkomulag eigi að ríkja á Þýzkalandi. Margir, og iíklega flestir, vilja halda við lýðveldið, sem nú er. Aðrir vilja fá gömlu keisarastjórnina aftur, og enn aðr- ir, og þeir eru margir, vilja að Hitler verði þar nokkurs konar einvaldsherra, eins og Mussolini á Italíu. Þá er ekki að gleyma kommúnistunum. Þeir eru þar ekki síður en annars staðar og töluvert margir og upp- vöðslusamir. Annars sýnist þjóðin klofin í marga flokka, hvað stjórnmálastefnur snertir og hver hönd- inn upp á móti annari. Hafa ýmsir ímyndað sér, að hætta væri mikil á því að þar kynni alt að fara í bál og brand, þegar minst varði, og sá ná völdunum, sem sterkastur reyndist. Ekki hefir þó komið til þess enn, og er von- andi að ekki komi til þess. Fyrir fáum dögum kom hér til Winnipeg Dr. J. G. Schurman, þýzkur maður að ætt og upp- runa, en sem um eitt skeið var forseti Com- ell háskólans og síðar (1925—1930) sendi- herra Bandaríkjanna á Þýzkalandi. Áttu blaðamenn hér tal við hann um þau efni, sem hér að framan er að vikið og lét hann þá skoðun sína í ljós, að það væri að minsta kosti mjög ólíklegt, að til byltingar, eða ann- ara slíkra vandræða kæmi á Þýzkalandi. Hann kannaðist að vísu við að það stríð, sem þar ætti sér nú stað milli stjómmálaleiðtog- anna, væri hættulegt, en Þjóðverjar væru löghlýðnir menn og yfirleitt heldur íhalds- samir og varfærnir. “Geti flokkarnir ekki. komið sér saman um að mynda nýja stjóm, þá geta þeir naumast komið sér saman um að fella þá stjórn, sem nú er”, er eftir hon- um haft. Dr. Schurman telur það mjög ólík- legt, að hinir ákafari byltingamenn nái völd- um á Þýzkalandi. Sagði hann, að annara þjóða menn gerðu sér naumast grein fyrir því, hve mikil áhrif von Hindenburg forseti hefði í þá átt að halda öllu í horfinu á Þýzka- landi. Hann væri George Washington Þýzka- lands í ófriði og á friðartímum, en fyrst af öllu í hugum og hjörtum þjóðar sinnar. Hind- enberg hefir svarið lýðveldinu trú og holl- ustu og engum Þjóðverja dettur í hug, að hann bregði trunað sinn við það, þó h^ídið sé að hann sé í hjarta sínu gamla stjórnar- fvrirkomulaginu hlyntur, og minnist þess stundum, að hann hafi þjónað þremur keis- urum. • Dr. Schurman sagði, að þýzka þjóðin hefði svo mikið traust á forseta sínum og bæri svo mikla virðingu fyrir honum, að hann gerði ráð fyrir, að hann mundi ráða meðan hans nyti við, eins og verið hefði, síðan hann var kosinn forseti. Dr. Schurman var spurður, hvort Hindenburg væri ekki orðinn gamalmenni. “Jú, hann er gamall maður, hálf níræður og hann var eig- inlega seztur í helgan stein, þegar hann var kosinn forseti 1925. Á þessu ári var hann endurkosinn til isjö ára. Þó hann þjóni embættinu út það tímabil, þá yrði hann ekki nema álíka gamall eins og Vil- hjálmur I. keisari var, þegar hann dó. Hann var faMldur 1798 og dó 1888 á fyrsta árinu yfir nírætt. ” Islenzku tímaritin (Niðurl.)^ Pólitíkin er aðal-mergur stór- blaðanna. Á henni lifa þau að miklu leyti, beinlínis eða óbein- línis; hún er jórtruð Og tuggin sýknt og heilagt, stundum daglega tímum saman, án þess í raun o'g veru nokkuð sé á því að græða; er þar flokksfylgið aðal spenni- krafturinn, sem ber samvizku og sannfæringu ofurliði. Þá á í- þrótta- eða sportshlið blaðanna sinn stóra þátt í því að æra al- menning og sljófga alla sansa; blöðin eru fylt með öllu mogu- legu frá íþróttaheiminum, sem á einhvern hátt getur æst huga fólksins. íþróttirnar eru guð- legar, þegar þær eru iðkaðar í- þróttanna vegna, en þær geta orð- ið þjóðarmein, þegar þær eru iðkaðar fyrir peninga eða mamm- oni til dýrðar. Ef tveir menn ætla að slást með hnefum á barbarisk- an hátt einhvers staðar í Vestur- heimi, þá ætlar þjóðin öll af göfl- um að ganga fyrir “agitation” blaðanna, en peningarnir flóa sem árstraumur. (Eru slíkir skrípa- leikir litlu siðfágaðri en nauta- atið á Spáni, sem enn mun vera í hávegum haft). Þá er sú hlið blað- anna, sem flytur markaðsverð hveitis (future wheat market) og ri “)dðognu nk mngbet fö.lífið hlutabréfa sölu (stock markets), sem í rauninni er alt áhættuspil og hefir blekt almenning meir en nokkuð annað, dregið hann ofan í sorpið andlega og efnalega. Mikið fyrir áhrif blaðanna var það fyr- ir svo sem þremur árum síðan, að þjóðin lifði oig bærðist í þessum heimi gróða og gæfu. Allir voru að græða og allir ætluðu að verða ríkir á svipstundu; en allir muna enn þá hvernig leikurinn fór. Var auðvitað ekki við öðru að búast, peninga-jarlarnir lögðu gildruna og almenningur var nógu skyni skroppinn að Iganga í hana; og fjöldi íslendinga hafði þroskast nógu mikið niður á við, til þess að fylla þann hóp. Ef þeir hefðu lagt meiri rækt við bókmentahlið lífsins, en minni við þá, sem hverful er og skað- leg, þá hefðu þeir staðið fastari fótum, er kreppan kom og ekki verið andlega og efnalega á helj- arþröminni. Þá eru fréttirnar, sem stórblöð- in flytja, ekki sem smekkle'gasta- ar. morð rán og hroða slysfarir þykir mest í varið og um það er skrifað á alla mðgulega vegu, og oft sagt frá því sama Upp aftur og aftuí, en áherzlan lögð á það, að gera frásögnina sem sögule'g- asta, til þess auðvitað að geta selt sem mest af blöðum. Stór- blaðamenskan hér í landi er bág- borin, — hún er máske slæm sum- staðar annars staðar; þó mun hún óvíða á lægra stigi en hjá HearsÞblöðunum í Bandaríkjun- um. Hér í Canada draga blöðin dám af Bandaríkja blaðamensk- unni, þó ekki hafi þau náð því há- stigi, sem þar á sér stað. Yfir- leitt hefir blaðamenskan svæf- andi og sljóvgandi áhrif á hugsun- arhátt fólks hér o'g hlýtur að skémma “moral” þess. Er það sorglegt, því blöðin og blaða- menskan er eitt af náðargjöfun- um, ef rétt er farið með. En það A TIMELY MESSAGE TO YOUNG MEN AND WOMEN Be Prepared— if YOU would Prosper! A change for the better in many lines of business is already taking place. Day and Evenlng Classes ENROLL NOW! Tomorrow, as never before, the demand will be for trained-to-the-minute young men and women. Put yourself in line for a position by taking a THOROUGH BUSINESS TRAINING—NOW! I DOMINION Business College For Twenty-One Years a Leader in Business Education THE MALL D. COOPER, C.A. Branches: St. James, President. Elmwood and St. John’s. er með það eins og frelsið og alt sem gott er, að það má misbrúka það, þegar eigingjörn hugsjón ræður stefnu. íslendingar eru fámennir og fá- tækir í samanburði við heims- veldin. “En margt er það í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni”, er merkilegt íslenzkt máltæki, og það má óhætt segja, að í fari ís- lenzkrar þjóðar er nokkuð, sem aðrar heimsþjóðir eiga ekki á sama stigi. Og eitt er það, sem þjóðin hefir átt og öðru tekur fram, en það er heimilisfræðslan og bókmentaiðja á heimilum; það var íslendingum andlegur kraftur til framsóknar hér framan af ár- um, og vafalaust átti það mestan þátt í andlegri og efnalegri vel- gengni á blómatíð vorri hér. Eg veit ekki hvað vel heimaþjóðin heldur þessum þjóðarsið við, vonandi að hún geri það; en hér er það nú því miður að mestu lagt niður, og síðan hefir íslendingum 'hér farið hnignandi, andlega skil- ið; hefir og efnaleg afturför fylgt því. Auðvitað hefir krepp- an átt sinn þátt í því, en kreppan er afleiðing af fávísi einstaklinga og þjóða. Auðvaldið er ekki eitt í sök, ábyrgðin hvílir á herðum allflestra einstaklinga mannfé- lagsins að meira eða minna leyti, og íslendingar hér eru sekir eins og aðrir. Ofmetnaður og hégóma- girni hefir þar verið mestu ráð- andi. Sá sem leitar auðs og gerir það að aðal-markmiði lífsins, farnast jafnan illa; en sá, sem leitar guðs ríkis og hans réttlæt- is fyrst og fremst, farnast jafnan vel, þó að heimurinn kannist kannske ekki ávalt við það. Það veitir sálarfrið, og sá einstakling- ur og sú þjóð, sem byggir á sann- leikans hornsteini og á sálarfrið, hefir höndlað farsæld. Wolsey, lærdómsmaðurinn glæsi- legi og stjómmálamaðurinn merkile'gi, er var ráðherra Hin- riks viii. og um skeið hafði öll völd við hirð hans, og á alla lund beitti viti sínu og kænsku til að hefja sjálfan sig til valda og met- orða, sagði eitt sinn, er hann var fallinn úr tigninni og kominn að dauða, útskúfaður og vinalaus: “Ef eg hefði þjónað guði eins trúlega og einlæglega og eg hefi þjónað konunginum, þá væri mér nú ekki kastað íyrir borð 1 elli minni.” Eitthvað svipað mættu margir einstaklingar og heilar þjóðir segja, þá litið er yfir farinn æfi- veg; og fslendingar mættu segja: “ef við hefðum þjónað konungi réttlætisins og sannleikans eins trúlega, og við höfum þjónað kon- ungi mammons, konungi tízkunn- ar og hégómagirninnar, þá hefð- um við orðið farsælli og langlíf- ari í landinu. Það er enn timi til að hefja merkið hátt, og það eigum við að gera. Það verður bezt gert með því að leggja rækt og virðingu við alt það bezta í okkar þjóðararfi, leggja rækt við íslenzkar bók- mentir, — brezkar bókmentir eru gullvægar og auðugar, þó þær séu öllum fjölda sem hulinn fjársjóð- ur—; leggja mesta áherzlu á það, sem auðgar andann og sálna, en jafnframt gera sína skyldu í hin- um veraldlega verkahring; skeyta ekki um það, að fylgja fjöldanum og vera í meiri hluta, en kapp- kosta það, að vera æfinlega sann- leikans og réttlætisins megin, hvað sem það kostar. Eg vildi sjá íslenzkan æskulýð leggja sig eftir íslenzkum bók- mentum; eg er sannfærður um það, að slíkt hefir heilbrigð áhrif. Eg vildi sjá hina eldri ganga á undan með góðu eftirdæmi, kaupa og lesa íslenzk fræðirit og hvetja þá ungu til að ganga þá braut, sem til gæfu leiðir; en um fram alt, að vernda æskulýðinn gegn því skaðlega og hégómlega, hvort sem það er á sviði bókmentanna eða á sviði lífsnautnanna og skemtanannna. G. J. Oleson. Glenboro, Man. IÐUNN. Tímaritið Iðunn, xvi. árg. 1. og 2. hefti 1932, barst Lögbergi fyr- ir fáum dögum frá útsölumanni þess, Mr. M. Peterson, 313 Hor- ace St., Norwood, Man. Efnið er fjölbreytt og efnisyfirlitið á þessa leið: Á. H.: Heimskreppan. Jóhannes úrKötlum: Arðránsmenn (kvæði). Friðrik Á. Brekkan: Ungir rit- höfundar: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (mynd). Knut Ham- sun: Drotningin frá Saba (saga),. V. B. Metta: Hleypidómar í vest- rænni sagnaritun. Þóroddur Guð- mundsson: Blaðasalinn á Austur- brú. Stefán frá Hvítadal: Ver- menn (kvæði). Halldór Kiljan Laxness: Inngangur að Passíu- sálmunum. Jón Magnússon; Nýj- asta stafsetningin. Magnus Pet- erson: Þrír íslenzkir bændur í Canada (3 myndir) Dýri: Von- brigði (staka). Vigfús Guð- mundsson: Samvinnubú. Indriði Indriðason: Um tvent að velja (saga með mynd)v Dýri: Tvær stökur. Kristinn E. Andrésson: Nýtt skáldrit. Arnulf överland: Kvöld eitt seint í ágúst. Bækur, sendar Iðunni. Borgið Lögberg!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.