Lögberg - 25.08.1932, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.08.1932, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. ÁGÚSfT 1932. Bl.s 7. Ræða, Flutt á íslendingadag í Wynyard. Eftir Bjöm Hjálmarsson. Herra forseti; Háttvirtu íslandingar! í dag eru tuttugu og þrjú ár síðan eg fyrst ávarpaði íslend- ingamót hér í Vatnabygð. Ef til vill eru fáir hér staddir, sem þá samkomu sóktu. Á því tímabili var bygðin ung og flest fólkið ungt, hraust og fult vonar og lífs- gleði. Og sannarlega þurfti á þeirri hreysti og þeirri lífsgleði að halda þann da^, því ræðumenn voru sex, kvæði mörg, söngsveit. lúðraflokkui', “base-ball“ leikur. illdeilur, bardagar og blóðsút- hellingar. . Þangað óku margir á uxum, sumir á hestum og margir komu fótgangandi. Þar munu hafa verið um sex hundruð manns og hálf sú tala af hundum. Dreg eg þá ályktun af því, að af sex ræðu- mönnum áttu þrír hunda, sem fylgdu þeim upp á vagn þann, sem notaður var fyrir ræðupall. Öllum hunda-eigendum sagðist vel; hinum fremur miður. Eg átti engan hund. Síðan hefi eg framkvæmt eitt afreksverk. Er það ekki sprottið af hæfileikum eða starfsemi; en “world’s record” er það samt, því sjö sinnum síðan hefi eg talað um sama,efni við sama tæki- færi, — nefnilega að mæla fyrir minni Canada á íslendingadögum Vatnabygða, og fjórum sinnum þar að auki farið í sömu erinduro á Þorrablót Leslie-búa, sem er nokkurs konar systur samkoma ís- lendingadagsins í Wynyard. Svo nú ætla eg ekki að mæla fyrir minni Canada. Fyrir því eru ástæður, sem síðar munu koma í ljós, að í dag vil eg tala um alt annað efhi. Eg vil sérstaklega tala ,um íslendinga í Vatnabygð, um sögu þeirra og ástand, um á- hrif þeirra í fortíð, nútíð og í kom- andi framtið. Eins og eg áðan tók fram, hefi eg þekt þá í næst- um aldarfjórðung, og í síðastiið- in sextán ár hefi eg haft það starfssvið, sem hefir gefið mér tækifæri, um fram alla aðra, að þékkja þá sem heild, og þekkja þeirra betri menn og lélegri, og þekkja þá enn fremur með þeirri hliðsjón, hvernig þeir bera sam- jöfnuð við ýmsa aðra þjóðflokka, sem meðal þeirra og í kringum þá lifa og starfa. Þegar eg áðan vitnaði í fyrsta íslendingadaginn, gerði eg það ekki í neinu gaspri né hæðni. Þá vorum við flestir æskumenn. Iáfs- kjörin voru þá þröng, lífsgleðin einföld, en lífsvonin há. Við vor- um okkar teigin drotnar í öllum málum bygðarinnar. íslendingar voru frumherjar þessa svæðis. Á andlegum og líkamlegum kröftum íslendinga lék framtíð og velferð þessara héraða. íslendingar, og íslendingar einir, réðu þá lögum og lofum. Og þegar hugsað er um feril þess hóps manna og kvenna, frá þeim tíma til þessa, má segja að þar sé saga, eins og öll saga er. blönduð gleði og harmi, sigri og ósigri. Flest erum við nú grá- hærð, meira og minna slitin. Líf- ið hefir verið vægt við suma, en því miður napurt við marga. Ein- staklingarnir hafa ýmist beðið sigur eða ósigur; en hitt atriðið viljum við nú mikið frekar at- huga, hvort að íslendinga heildin hér á þessu svæði hefir lifað og starfað til þess sigurs, sem að vonirnar reistu og tækifærin buðu. Síðan 'hafa fluzt inn á meðal okkar ýmsir aðrir þjóðflokkar, og samkepnin um tækifærin til tím- anlegs og andlegs þroska hefir margfaldast. Stöður og völd er kept um af þeim ýmsu þjóðflokk- um, sem hér eru nú, og ýms öfl. áhrif og samtök hafa myndast. bæði ofan jarðar og neðan, bæði ljós og hulin, sem að því miða, að auka sumum hlunnindi, en svifta aðra tækifæri. Það hefir verið reynsla okkar, að þegar stríð, styrjaldir, harðindi og krepputíð- ir geysa, þá rís upp sú alda hér í Vesturlandinu, að hinum svokall- aða útlendingi er reynt að útiloka frá þeim fækkandi tækifærum, sem mannfélagið hefir að bjóða. Alda þess ófagnaðar geysaði á stríðsárunum; önnur byrjaði með yfirstandandi krepputíð. Þess- konar æsing er ávalt hentugt vopn þeirra, sem til valda vilja komast, þegar fjöldinn þarfnast mikils, en lítið er að bjóða. Ýms félags- skapur myndast þá og mótast, sem eykur þau áhrif og eflir þann hugsunarhátt, að vissir flokkar manna skuli hafa töglin og hagld- irnar. Eru þau samtök stundum sýnileg, en mikið oftar neðan- jarðar og ósýnileg. Spursmálið er þá, hvort að við íslendingar á þessu svæði erum að láta með þess konar áhrifum, svifta okkur því, sem við höfum byrjað og þroskað. Eg ætla fyrst að Víkja að því. hvað við höfum lagt til: Á þessu svæði, frá Dafoe til Foam Lake, eru um tvö þúsund íslendingar; en höfðatala þeirra fjögra sveita, sem þeir búa í, er um ellefu þúsund. Af þeim öðr- um níu þúsundum munu vera um fjögur þúsund enskir, önnur fj,ög- ur þúsund slavneskir (Pólverjar, Ukrainar o. f 1.), og um þúsund aðrir, mestmegnis Norðmenn og Svíar. En á svæði, fjörutíu mílna löngu frá austri til vesturs, og tíu mílna breiðu, af þessum sveit- um eru íslendingar í því sem næst þriðjungs meiri hluta, og er það miðbik bygðarinnar og það svæð- ið, sem lang-þyngstar byrðarnar hefir 'borið og ber enn, og sem var upphaf og aðal stoð þessara sveita. Það er þessi sérstaka ræma, sem að eg því helzt vil at- huga og áhrif íslendinga þar. Eg lagði þá spurning fyrir einn mann í hverjum af sex bygðar- pörtum á þessari ræmu, hverjir væru tíu nýtustu bíaendur í hverju því umhverfi. Svöruðu þeim spurningum þrír reyndir verzl- unarmenn, tveir sveitaskrifar- ar og einn bankastjóri, og allir innlendir menn. Af þeim sextíu nöfnum, sem mér voru fengin, voru fjörutiu og þrjú nöfn ís- lenzkra bænda. Á sviði mentamála er saman- burðurinn all-sláandi: Frá miðskóladeldum þessa svæðis, hafa útskrifast úr tólfta bekk á síðastliðnum tíu árum 183 nemendur, og eru 129 af þeim ís- lendingar. Þáð má enn fremur stöðugt rekja í hverjum skóla ár frá ári, að þó íslenáingar séu í minni hluta í lægri bekkjum mið- skólanna, eru þeir í stórum meiri hluta þegar í hærri bekkina kem- ur. Sýnir það, að íslendingar skara langt fram úr í því að afla sér þekkingar óg andlegs þroska. Kennaraskólana hafa sókt 142 frá sama svæði á fimtán árum, og eru 101 af þeim íslendingar. Hskólana hafa sókt 57 og eru 48 af þeim íslendingar, og flestlr getið sér bezta orðstír. í félagsmálum og velferðarmál- um bænda má tilnefna að minsta kosti fimm íslendinga, á þessu svæði fyrir hvern einn hinna, sem framarlega hafa staðið í því að vekja á þeim málum áhuga og auka þeim fylgi. Enn fremur má þess getið, að í hverri af hinum svokölluðu lærðu stéttum er það íslendingur sem mestr\ virðingu hefir náð í hverri grein. Hver er bezt viðurkendur læknir á þessu svæði, eða lög- maður, éða verkfræðingur? Allir landar. Hvað um ritstjórn? Þar hefir ekki verið nema um einn að ræða. Hver hefir skarað fram úr í tónsnild? Allir viðurkenna Björgvin. Hver hefir náð hæstri viðurkenningu sem kennari? Eg er ekki að vitna í sjálfan mig, en maðurinn er hér viðstaddur. Hver hefir flutt snjallastar ræður? Sá maður líka situr hér framundan. Hver hefir sungið bezt fyrir fólk- ið? Sá maður hefir átt aðeins stutta dvöl okkar á meðal, en við skulum að minsta kosti eigna oklc- ur þann mann í dag. Og það ósjálfrátt minnir á, að á svæði lista og sérstaklega söngs. hefir viðlit, áhugi og snild íslend- inga skarað svo langt fram úr, að engan samanburð þarf, og inn- lendir, þegar þeir mest hafa þurft að vanda til, hafa orðið að leita þeirra krafta hjá íslendingum. En nú sný eg að hinni hliðinni. og þá rís ósjálfrátt sú spurning: Hvað erum við að gjöra í almenn- ingsmálum til að vernda okkar fjrhagslega hag? Erum við ekki að fá í hendur öðrum völdin, sem að efla efnalegan kraft fólksins? Höfum við ekki sofið, meðan aðr- ir hafa vakað, að því leyti, að beita þeim áhrifum, sem snerta velferð allra, íslendinga sem ann- ara? í þessu sambandi vil eg benda á nokkur eftirtektarverð atriði. Engri fjárstofnun hefir nokk- ur íslendingur stjórnað í allri tíð þessarar bygðar. í fjórum sveitarráðum sitja tuttugu og átt’a menn, og eru að- eins fjórir af þeim íslendingar. í sex bæjarráðum sitja tuttugu og sex menn og eru þar að eins fjórir ísliendingar, og munu þó íslendingar vera fjörutíu úr hverju hundraði höfðatölu þess- ara sex bæja. í tuttugu og átta skólahéruðum, þar sem íslendingar eru í meiri hluta, eru áttatíu og átta skóla- ráðsmenn, og að eins eru tuttugu óg þrír af þeim íslendingar. Af fjörutíu og tveim kennurum í þeim sömu tuttugu og átta skól- um voru, við síðustu skólalok, níu íslendingar og fækkar sjálfsagt enn. Af níu mönnum í opinberlega launuðum þm'bættis stöðum á þessu svæði, er einn íslendingur. Ekki rekur mig minni til þess. að nokkur íslendingur hafi verið útnefndur héraðsdómari eða frið- dómari á þessu svæði, og áreiðan- lega hefir enginn þeirra skipað þá stöðu á síðastliðnum tíu árum. Virðist svo, sem þeim sé síður trúandi fyrir réttvísinni en öðr- um. En hver er nú ástæðan fyrir öllu þessu? Að- mínu áliti eru þær tvær; önnur smávægileg, en hin stór. Smávægilega ástæðan er sú, að við höfum á meðal okkar nokkra þá innlenda menn (ef menn skulu nefnast), sem af eig- ingirni og öfund vildu gjarnan synja íslendingum alls góðs. Aðr- ir láta dragast inn með, af hugs- unarleysi og skilningsleysi. En sem betur fer, eru hinir þó marg- ir, sem ekki eru með slíku marki brendir. Eg hefi ef til vill verið vitni að því, oftar en nokkur ann- ar, að slík tilhneigning er til, því oft hefi eg reynt að koma hæfum kennurum af íslenzkum ættum að stöðum og fundið þann kalda þröngsýnisanda blása á móti. ís- lendingar njóta alstaðar viður- kenningar hjá upplýstu, innlendu fólki, en því miður er upplýsing- in eKki allstaðar á háu stigi. En hitt vil eg segja, að svo lítilsigld- ir eru .slíkir menn, að við höfum sjálfum okkur um að kenna, að völd hafa verið fengin þeim í hendur: —- Eg væri ekki að benda á þetta ástand, ef það væri ekki orðið auðsætt öllum, sem tækifæri hafa til að skoða, og þar að auki hneyksi og niðurlæging þeim, sem slíkt vilja þola. Væru íslending- ar vakandi og starfandi í þessum smærri velferðai'málum almenn- ings, mundu slíkir labbakútar fljótlega detta úr sögunni. Lær- ið því að þekkja þá, hverjir þeir eru, og látið þá hiklaust vita, að þið lesið þeirra hugsunarhátt og hafið andstygð á því andrúms- lofti, sem þeir lifa í. Lærið enn- fremur að þekkja þá hina, sem ekki temja sér þess konar hugs- unarhátt; það er með aðstoð og samvinnu við slíka, sem þessu á- standi verður eytt. Með þessu er eg ekki að halda fram, að íslendingar ættu að herja á aðra sem íslenzkt lið; gjöri þeir það, þá er ósigurinn vís. Eg hefi frá upphafi verið stranglega á móti allri einangrunar tilheig- ing íslandinga, vegna þess að eg vissi, að þá yrðu þeirra borgara- legu áhrif máttlaus. No'kkrir ís- lendingar á sumum svæðum þess- ara bygða hafa verið sekir um slíkt, og að sama skapi á sömu svæðum, hefir aukist mótspyrnan gagnvart þeim, og ef til vill er sú mótspyrna á hærra stigi nú, en nokkru sinni áður. Þegar íslend- ingar jafnt sem aðrir einangra sig of mikið með sín sérmál, fá þeir vopn í hendur sínum verstu óvinum. En hitt þarf að gjörast, að dreifa sér með öllum kröftum inn í öll almenn félagsmál þessa um- hverfis; að láta það skiljast þeim sem skilið geta, að íslendingar eru canadiskir borgarar flestum betri; að þeir hafa dug, drengskap og auð andans í nægileg^ ríkui> mæli að geta krafist þess að til þeirra sé leitað og að þeir leggi til fullan skerf til allra mála. Þá endist ekki lengi það þröngsýna illþýði, sem nú er að reyna að ná sér niðri. Með því er eg ekki að eggja ykkur á að ganga í allan þann urmul af félögum, sem spretta upp og hjaðna eins og gorkúlur um- hverfis okkur. Með aðstoð ann- ars manns tókst mér að koma tölu á sjötíu og þrjú starfandi félög með embættismenn og fundar- höld, — öll í Wynyard bæ. Þetta var fyrir nokkrum dögum, og hafa sjálfsagt mörg bæzt við síðan. Hvað flest af þeim afkasta, má hamingjan vita! Það er orðið bygðarmein, þjóðarmein og mein þessarar álfu þetta brjálæði, að mynda allskonar félög. En hins vegar er eg að eggja ykkur á, að sinna öllu því, sem lýtur að al- mennum málum. Til þess hafa ís- lendingar öll skillyrði og alla hæfileika. Svo kem eg að þeirri stærri og erfiðari ástæðu, eins og eg áðan drap á: Hún er sú, að í mikil- leik og sálarkrafti íslendingsins. ef til vill, felst líka hans veik- leiki. íslendings eðlið er hug- sjónaríkt, stórtækt í hugsun, en ó- þolinmótt yfir smámunum. Vík- ingslundin þráir enn ókönnuð lönd; hugurinn vill helzt - seilast út í stærri geima; skáldgáfan og hugmýndaflugið myndar sér heima, þess eðlis sem þeir ættu að vera, en ekki eins og þessi um- snúni heimur er. En meðan við íslendingar hugsum á því sviði, sem okkur bezt líkar og röðum nið- ur rás viðburðanna á löndum hug- sjónanna, eru hinir, sem í kring- um okkur eru, að koma ár sinni fyrir borð, að klófesta þessi smærri tæki, sem þó eru svo á- ríðandi, ef nokkuð á að fram- kvæma. Þeir eru að afla sér eign og gagn þeirra hluta sem vinna verður með, og við stöndum eftir, hugsjónalega knúðir til frama og framtakssemi, en efnalega og þá um leið andlega vopnlausir. Þar stendur íslendingurinn svo marg- ur með sinn mikilleik og göfug- Ieik, en þó með sína harmsögu. Það sem Bretinn nefnir “getting a toehold” kunnum við flestum síður. Við kunnum að vera stórtækir í hugsun, áhuga og starfi, en kunn- um ekki að vera samtækir upp á notadrjúgan máta. Við íslending- ar í Vatnabygð þöýfnumst að læra, að það er í þessum smærri mannfélagsmálum, sem við þurf- um að leggja fram okkar áhrif og krafta fyrst, — og það veitir okk- ur æfinguna, stælinguna, öflin og tímanlegu og andlegu vopnin til að beita áhrifum okkar út á víð- tækari svið. Þegar eg minnist á hin stærri svið mannfélagsins, er það ó- bilandi trú mín, að Vantabygða- íslendingar eigi það framundan sér, að verða áhrifamiklir á mál þessa fylkis, og íslendingar yfir- leitt á framtíð þessa lands, og þá um leið víðar um heim: — ekki sem íslenzk fylking, heldur sem arfleifð íslenzks eðlis og hug- sjóna. Eg sé þar að eins eina hættu, og hún er sú, að íslend- ingseðlið vill öðlast sannleikann i stórum bitum. Þar er aftur ó- þolinmæði,n við smámunina. En sannleiksleitin útheimtir enda- lausa þolinmæði, og fyrsta skil- yrðið í allri sannleiksleit er að gjöra sér far um að skilja út í æsar sitt eigið umhverfi. Það, sem ekki er á sannleika bygt, stendur aldrei til lengdar. Þess vegna höfum við þessi hörmulegu og óréttlátu lífskjör og þessa ras- andi heimsmenning, að svo fáir vilja leggja á sig það stranga erfiði, að hugsa; að engum ein- stakling, eins og nú er ástatt, er fært að afla sér fulls sannleika á nokkru sviði; að ekkert mannfé- lag og engin stétt manna vill meira en hálfan sannleika á nokkru máli. Við vitum, að lífskjörin hljóta að breytast. Við vitum, að sú tíð kemur, að réttindi, jöfnuður og frelsi allra mannlegra stétta, verður áform og hugsjón allra. En við vitum enn fremur, að móttækilegleiki mannlegs eðlis, mannlegrar hugsunar og skilnings, verður þess vald- andi hve hratt sú breyting kem- ur og það, sem gerst hefir í Ev- rópulöndunum á síðustu dögum og sérstaklega á Þýzkalandi, fyllir okkur ótta. Með skelfingu stönd- um við og íhugum, hvort að sá hildarleikur, sem í vændum er milli framfara og afturhalds. þurfi að verða svo ægilegur, sem nú lítur út fyrir. Við, sem eldri erum, kvíðum sízt sjálfra okkar vegna. Við getum þolað þrautir. skort og vonleysi möglunarlaust, ef aðeins við þyrftum að líða. En sú hugsun er okkur hræðilegri. ef fyrir börnum okkar liggi að lifa vonlausu þjáninga-lífi. — Heimsmenningin stendur með skammbyssuna miðaða að heila sér; láti hún skotið ríða af nú, liggur fram undan böl og hörm- ung fyrir eina kynslóð eftir aðra. Megi það alvitra og alnjáttuga afl, er lögmáli sólnanna og hnatt- anna stjórnar, afstýra öllum þess- um hörmungum; og megi einhver neisti af því afli glæðast í sál hvers Vatnabygðarbúa, að hver og einn leggi fram sinn skerf til að auka réttindi mannanna og efla frið og jöfnuð þar sem sundrung og samkepni ríkir. Verið þvi framvegis sameinaðir en ekki skiftir, íslendingar. Lærið að vaka jafnt yfir því smáa sem þvl stærra, að áhrif ykkar á öllum sviðum eflist og styrkist og verði sjálfum yður og öllum til góðs. í sextán ár hefi eg verið að í- huga afstöðu ykkar og læra að þekkja mátt ykkar og veikleika. Mátturinn er í mannvalinu, veik- leikinn í sundrunginni og flokka- dráttunum. En gætið þess, því nú er það öllum skiljanlegt, að or- sakir allrar þeirrar hörmulegu sundrungar, sem eytt hefir kröft- um íslendinga á þessu svæði, eru smámunir nú, í samanburði við þau vandamál, skyldur og raunir, sem á þessum tímum hvíla á herð- um hvers hugsandi manns. Þeirrar bænar bið eg ykkur, að hvort sem eg verð ykkar á meðal eða ekki, þá takið þetta mál ykk- ar alvarlega til íhugunar. Þið er- uð enn íslendingar, og hvar sem eru sameinaðir íslendingar, eru möguleikar á Grettistökum. Lát- ið það vera í því fólgið, að íhuga öll tæki, öll svið og öll samtök, sem geti orðið þess valdandi, að þið j getið komið fram ykkar beztu á- hrifum í þessum bygðum. Og síðan. eins og sá sami Grettir synti með eldinn, skuluð þið leggja út með eld andans, eld hugsjónanna, eld þreksins í einhverja þá Drangey mannlegrar hamingju, þar sem friður, eining, jöfnuður og frelsi ríkir, og þar sem íslenzk lund og íslénzkt hjarta fær eðlilegan griðastað. ISLENZKA BÓKASAFNIÐ I LEEDS. Háskólinn í Leeds hefir gefið út skýrslu um íslenzka bókasafn- ið, sem háskólinn á. Grundvöllur- inn að bókasa'fni þessu'var lagð- ur 1929, er háskólinn í Leeds með | fjárhagslegri aðstoð Sir Edwinsi Airey keypti bókasafn Boga Th. j Melsteðs, um hálft sjötta þúsund! bóka og bæklinga. í safninu eru nú samtals um 7,700 bindi. Bóka- vörður við safnið er nú R. Offor. —Alþ.bl. ZAM-BUK Hreinsar hörundiÖ af ECZEMAog RASH Ointment 50c Medicinal Soap 25c Jóhann Sveinsson frá Flögu: NÓTTIN MEÐ LOKKINN LJÓSA. Nóttin með lokkinn ljósa líður frá sólarinnum, gullhlað er yfir enni, árroð á ljósum kinnum. Lýsir úr augum -ungum ástríki tign og friður. Gu'lllitað hárið hrynur herðar og brjóstin niður. Skautar út geislaskúfi, skær þar af ljómi stendur, breiðir út bjarta arma, blessar hún dali og strendur. Blessar hún bóndans iðju, bátinn á fiskimiði, Leysir hún líf úr dróma, lofar hún ári’ og friði. Nóttin með lokkinn ljósa líður frá Músellssölum, birtir á breiðum vogum, birtir í skuggadölum. Hræðist nú húmið svarta, hopar og flóttann velur; vágestir vetrar hljóðna, vofurnar skríða í felur. Kærust þín koma verður kotungs í ranni lágu, skammdegis þar sem skuggar skelfdu oft börnin smáu. Ókeypis ljós þitt ljómar, lokkfagra gyðjan bjarta, ókeypis eld þú kyndir öreigans dapra hjarta. Þú átt þér víðlent veldi, volduga Norðurs drotning, Fyrir þér bænarbljúgur beygi ég kné í lotning. Reika’ eg í ríki þínu, reika’ eg um helga dóma; af altari þínu angar ilmur frá vörum blóma. Ljóst er nú um að litast, logar í vestri brenna, árroði og aftanbjarmi í einingu saman renna. Ómar í mínum eyrum indælla vatna suða. Blómálfar bjartir, ljúfir blíðlega á skjáinn guða. , Sætleika svefnsins nýt eg sveipaður örmum þínum. Rænir mig ýta enginn unaðardraumum mínum. Loks er eg legst að bólstri, lífs þegar stundir dvína. Nóttin þá lokkinn ljósa legðu á hvilu mína. —'Lesb. VÍKINGAGRAFIR fundnar í Þýzkalandi. Fyrir skömmu fundust í Aust- ur-Prússlandi mjög merkar nor- rænar víkingagrafir. Eru þær hjá Linkuhnen, skamt frá Tilsit. Hið einkennilegasta við þær er það, að þær eru í lögum hver upp af annari, líkt og katakomburnar í Róm. Eru lögin fjögur alls og telst mönnum svo til, að dýpstu og elztu grafirnar séu frá 6. öld, en þær efstu og yngstu frá 12. öld. Þeir, sem hvíla í neðstu gröf- unum, hafa verið brendir og hef- ir lítið verið borið í gröf með þeim af fé eða gripum. En með þeim, sem hvíla í efri gröfunum og ekki hafa verið brendir, hefir verið borið svo mikið af gripum, að furðu sætir. 1 sumum gröfun- um er«u 6—10 sverð og tylft af spjótsoddum fyrir utan önnur vopn og verkfæri. Með sumum hafa hestar verið grafnir: Vopnin bera þó öll með sér, að þau eru norræn og frekari rann- sóknir hafa leitt í ljós, að við ósa Memel hefir á 10. og 11. öld ver- ið víkingaborgin í Haitabu (Heiðabæ), sem fornfræðingar hafa nú verið að rannsaka -að undanförnu. Enn er rannsóknunum á forn- leifunum hjá Linkuhnen ekki lok- ið og er búist við að áður en lýk- ur fáist þar margar og merkileg- ar upplýsingar um norræna menn- ing á víkingatímunum. — Mgbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.