Lögberg - 25.08.1932, Blaðsíða 8
Bls. 8.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1932.
Robin'Hood
FLOUR
Áf brauði úr þessu mjöli, er
ekkert skilið eftir á borðinu
Ur bœnum og grendinni
Heklufundur í kvöld, fimtudag.
ITvö rúmgóð herbergi til leigu
(með aðgang að stó) fyrir $20 á
mánuði. — Ste. 1 Cumberland Ct.
Cumberland Ave.
Eftirfylgjandi nemendur Mr.
Árna Sveinssonar, Baldur, Man.,
tóku próf við Toronto Conserva-
tory of Music:
Introductory Grade: first class
honors: Betty Peterson 81 stig:
Jennie Johnson 80 stig; Berenese
Fines 80 stig; honors: Eleanor
Anderson 78 stig.
Primary Grade; first cl. hon-
ors: Winnifred Smith, 80 stig;
honors: Madge Smith, 78 stig.
Junior Grade: honors:
Sveinsson, 75 stig; pass.
Mr. Sigurður Sigvaldason trú-
boði, er fyrir skömmu kominn frá
íslandi, þar sem hann dvaldi um
hálft annað ár í þetta sinn.
Messur í Gimli prestakalli næsta
sunnudag, þ. 28. ágúst, eru fyrir-
hugaðar þannig, að me.ssað verð-
ur í gamalmennaheimilinu Betel
kl. 9,30 f.h., í kirkju Arnessafnað-
ar kl. 2 e. h., og í kirkju Gimli-
safnaðar kl. 7 að kvöldi. Mælst
er til að fólk fjölmenni.
TIL KAUPENDA.
í síðustu viku barst mér frá ís-
landi Iðunn, byrjun þessa ár-
gangs. Er það tvöfalt hefti og
því hálfur árgangurinn. Eg sendi
það tafarlaust til allra keupenda
og útsölumanna.
Enn eru nokkrir, er skulda fyr-
ir síðasta árgang (eða meira)
þeirra íslenzkra tímarita, er eg
sel hér vestra, og skora eg nú á
alla þá að gjöra mér einhver
skil hið bráðasta. pafi getur eng-
inn til þess ætlast, að hvorki eg
eða útgefendurnir beri á baki ár
eftir ár drellir með fleiri eða
færri vanskilamönnum, og eins og
peningalaust er á íslandi nú, er
útgefendum þar bráðnauðsynlegt
að við landar hér vestra reynumst
ærlegir skilamenn. Og þetta eru
hverfandi smáar upphæðir á ári
hverju, ef ekki er látið safnast
fyrir til fleiri ára.
Magnus Peterson.
313 Horace Ave.,
Norwood, Man., Canada.
Oddfríður Þorleifsdóttir Helga-
son andaðist á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg eftir stutta
legu, þann 11. ág. Heimili henn-
ar var í Árnes, Man. Hún var
Marie, breiðfirzk að ætt. Hún var um
AnnieJanga hríð fyrir búi ísleifs Helga-
Hawan, 64 stig (lokið á 6 mán.). j sonar bónda í Árnesbygð. Ýms
------ böm hennar eru búsett í Nýja-
íslandi, en sum í Winnipeg. Hún
var þreklunduð kona og góðvilj-
uð og mátti ekkert aumt sjá án
þess að bæta úr. Jarðarförin fór
fram að fjölmenni viðstöddu frá
heimili hinnar látnu og lútersku
kirkjunni þann 17. ágúst. S. O.
Söngskemtun, sem Mr. Alex.
Johnson, Jr., stendur fyrir, verð-
ur haldin í Goodtemplarahúsinu á
þriðjudagskveldið kemur, hinn
30. þ. m., og byrjar kl. 8.30. Mr.
Johnson er góður söngmaður, eins
og mörgum er kunnugt og syngur
stundum fyrir útvarpið, og það
gera líka sumir aðrir, af þeim sem
þarna skemta. Aðgöngumiðar fást
við dyrnar, og eins með þvl að
síma Mr. Johnson’ 21 725.
Samkoma verður haldin að Ar-
nes, Man., á föstudagskveldið
kemur og hefst kl. 8. Séra Rún-
ólfur Marteinsson stýrir samkom-
unni og verður þar
skemtunar. Mr. A. S. Bardal tal-
ar um ísland og sýnir margar
myndir þaðan og skemtir einnig
með íslenzkum hljómplötum. Miss
Dóra Benson og Mrs. Hope syngja
einsöngva, Miss Vera Jóhannson
og Miss Valdís Ingjaldson leika
píanó duet. Má þar búast við
góðri skemtun.—Inngangur verð-
ur ekki seldur, en samskota leit-
að og gengur það sem inn kem-
ur til Jóns Bjarnasonar skóla.
Á föstudagskveldið í vikunni
sem leið, hafði kvenfélag Selkirk-
safnaðar almenna samkomu í garð-
inum við prestshúsið. Stuttar ræð-
ur fluttu þeir, sóknarpresturinn
séra Jónas A. Sigurðsson, Mr.
Theodore Sigurdson og séra Rún-
ólfur Marteinsson. Þár var Iíka
skemt með einsöngvum og Selkirk
margt tiliSchool Band skemti með hljómlist
sinni. Kvenfélagið bar fram
rausnarlegar og ágætar veiting-
ar. Var samkoma þessi hin á-
nægjulegasta.
Mr. J. J. Myres frá Crystal, N.-
Dakota, og dætur hans tvær, komu
til borgarinnar á þriðjudaginn.
Þau komu frá Kenora, Ont., og
höfðu verið þar eystra, á ýmsum
stöðum, nokkra undanfarna daga
sér til skemtunar. Þau fóru heim-
leiðis á miðvikudaginn.
The following pupils of Björg
Frederickson have passed the re-
cent Toronto Conservatory of
Music exams.:
Piano:—
Intermediate: (honors) Marie
Hames, 73. Primary: first class
hon.) Ellen Johnson, 90; Cora
Doig, 85; Guðrún Bjerring, 80, og
pass: Roderick Hurton, 68; Ed-
ith Jeffries, 67.
Elementary: (first cl. honors)
Betty Hames, 80; (hon.): Louise
Otto, 77.
Introductory: (first cl. honors)
Beth Wilton, 80.
Leifur Eiríksson.
Það sýnist vera einkennilegt, að
Norðmenn skuli vera að miklast
yfir því, að Leifur Eiríksson sé
Norðmaður, þar sem allir vita, að
hann var fæddur á íslandi; eigi
síður er það kátlegt, að íslend-
ingar skuli ka.lla Vilhjálm Stef-
ánsson íslending, þar sem hann
er fæddur í Canada. ísland átti
Leif Eiríksson og á hann enn, en
Canada Vilhjálm Stefánsson.
R. B. S.
TIL CANADA.
Sem tslands móðursvipur hreinn og hár
hugsjónir vakti þjóð í fjallasal,
þinn tigni fjallahiminn hár og blár
sé heilagt tákn þess alls, sem verða skal.
Að máttur landsins, kjarni alls sem er
aldanna þroski fram að hinztu stund,
styrki þá hönd, sem friðarfánann ber
fram og til sigurs hér á þinni grund.
Sá innri kjarni er afl í þjóða sál,
Eldstólpi er lýsir gegn um dimma nótt.
Andinn, sem gaf oss íslenzkt tungumál.
Aldanna vald, er skapar lífsins gnótt.
Talkmark þitt sé að göfga andans afl
hjá ungri þjóð á nýrri sigurbraut.
Og kenna henni að leika lífsins tafl
með list og prýði við sitt móðurskaut.
Þá munt þú finna frið í þinni sál,
fjölgresi jarðar búast nýjum lit.
Orð þitt þá verður alheims tungumál,
afl þitt og menning heilbrigt líf og vit.
Sem Niagara heita hjartablóð
á hulið magn, er kveikir Ijóssins bál,
vor framtíð öll, vor saga, lífs vors Ijóð,
lifi sem máttug rödd í þinni sál.
S. E. Björnsson.
Vegna þess
í kvæði þessu
prentað. — Ritstj.
að misprentast höfðu tvær línur
í síðasta blaði, er það hér endur-
Mr. Guðjón Bjarnason frá Pem-
biha, N. Dak., var í borginni í
þessari viku.
Jón S. Pálsson, bóndi við Riv-
erton, Man., andaðist að heimili
sinu árla dags þann 17. ág„ eftir
stutta legu. Hann var sonur Páls
Péturssonar frá Reykjarhóli í
Skagafirði og konu hans Mar-
grétar Magnúsdóttur. Hann var
kvæntur Kristínu Björnsdóttur
ættaðri úr Húnavatssýslu; þau
voru varnarlaus. Hinn látni var
bróðir Guðrúnar konu Jóhanns
Briem í Riverton. Jón var sæmd-
armaður í hvívetna, góðviljaður
og vel gefinn maður. Fjöldi fólks
var viðstaddur jarðarförina, er fór
fram þann 19. ág. frá heimilinu
og lútersku kirkjunni. Fyrver-
andi sóknarprestur, séra Jóhann
Bjarnason, og sóknarpresturinn
aðstoðuðu við útförna. S. O.
Hinn 18. þ. m. andaðist Thora
H. G. Borgfjord, dóttir Mr. og
Mrs. Th. S. Borgfjord, að 832
Broadway hér í borginni. Hún dagskveldið
var að eins 14 ára að aldri, gerfi-
leg stúlka og vel gefin. Hún and-
aðist | í sumarbústað foreldra
sinna, að Arnes, Man. Jarðarför-
in fór fram frá Sambandskirkj-
unni á mánudaginn.
Jóns Bjarnasonar
Academy
652 Home St.,Winnipeg. Talsími 38 309
Mr. George Sigmar, kaupmaður
frá Mozart, Sask., var í borginni
vikuna sem leið. Hann sagði
byrjað hefði verið að slá hveiti í
sinni bygð um miðjan þann mán-
uð og að uppskeran væri alstaðar
góð í Vatnabygðunum, en ekki
samt neitt framúrskarandi mikil.
eftir því sem menn eiga þar að
venjast. Fóður fá bændur þar
meir en nægilegt handa skepnunv
sínum.
Þ. 4. þ.m. voru eftirfylgjandi
meðlimir stúkunnar Skuld, nr. 34
I.O.G.T., settir í embætti af um-
boðsmanni, G. M. Bjarnason:
F.Æ.T.: Ingólfur Gíslason.
Æ. T.: Guðm. P. Johnson.
V. T.: Steina Thorarinson.
Kap.: Guðbjörg Brandson.
Rit.: Guðjón H. Hjaltalín.
A. R.: Gunnl. Jóhannsson.
Drótts.: Minnie Anderson.
A. D.: Susanna Guðmundson.
F. R.: Stefán Baldvinsson.
Gajld'k.: Magnús Johnson.
Skrásetj.: Gunnl. Jóhannsson.
I. V.: Th. Thordarson.
Ú. V.: Ásd. Jóhannesson.
iPianisti: Hilda Holm.
G. H. H.
Veitið athygli.
Ungmenna söngflokkur sá, er
B. Thorlaksson æfði að Gimli og
söng undir Stjórn hans á Islend-
ingadaginn, hefir ákveðið að
halda söngsamkomu í Fyrstu lút-
ersku kirkjunni á Victor St., föstu-
annan september
næstkomandi. Verður nánar aug-
lýst í næsta blaði.
Séra Jóhann Friðriksson hefir
guðsþjónústur næsta (Sunnudag,
hinn 28. ágúst, sem hér segir:
Kristnes kl 11 f. h., Hólar kl. 3
e.h. og Elfros kl. 7.30 að kveldi,
ensk messa. Er hér átt við stand-
ard time. Allir velkomnir.
Miðskólanám að
meðtöldum 1 2. bekk
Helga Þorgerður Sigríður Sig-
mundsson, andaðist að heimili
sínu í Hnausa, Man., þann 11. ág.
eftir langvarandi þjáningar. Hún
var elzta dóttir hinna velþektu
hjóna á Eyjólfsstöðum, Magnús-
ar og Ingibjargar Magnússon. Hún
var gift Þorsteini Sigmundssyni
útvegsbónda, ættuðum af Pat-
reksfirði. Sex vikum áður en
dauða hennar bar að, mistu þau
hjón ungan og efnilegan son, er
því sár harmur kveðinn að ást-
vinfahóp þessum. Helga var að-
eins rúmra 34 ára gömul, þrek-
og gáfukona, einkar vel gefin. Er
hennar sárt saknað af fjölmenn-
um hópi systkina og frænda á-
samt þreyttum foreldrum og þrem-
ur ungum dætrum og eiginmanni,
er barðist ágætri baráttu í löngu
pjúkdómsstríði konu sinnar.
studdur af ástvinahópnum öflum.
Fjölmenn kveðjuathöfn fór fram
15. ág. frá heimilinu og lútersku
kirkjunni í Hnausa. Sóknar-
prestur jarsöng. S. O.
Hið 20. átarfsár hefál
miðvikudaginn 14. sept.
R. MARTEINSSON,
skólaáljóri
Weddino Bouquets, Pot Plants
Funeral Desions, Ferns
Cut Flowers
Sargent Florists
678 SARGENT AVE. (at Vlctor)
Winnipeg
PHONE 35 676
Jón Bjamason Academy
GJAFIR:
Sigurður Einarsson, Reykja-
vík, Iceland............ $25.00
J. J. Swanson, Wpg.......... 5.00
W. H. Olson, Wpg............ 5.00
Eggert Feldsted, Wpg ....... 2.00
Klem. Jónasson, Selkirk .... 5.00
Miss Eleonora, Julius, Gimli 10.00
Mr. og Mrs. Peter Magnus-
son, Gimli ............. 5.00
Mrs. Ingib. Björnson, Gimli. 1.00
Mrs. Auðunn Johnson, Gimli 1.00
Sveinn Sveinsson, Gimli .... 2.00
Mr. og Mrs. Ketill Valgarðs-
son, Gimli .............. 10.00
Gimli söfn., samskot við guðs-
þjónustu sd. 14. á!g.... 6.45
Fyfir þessar gjafir vottar skóla-
ráðið vinsamlegt þakklæti.
S. W. Melsted. gjaldk.
ÞAKKARÁVARP.
Við undirrituð þökkum innilega
alla þá hjálp og aðhlynningu, sem
Helgu Þórðarson, móður, tengda-
móður og ömmu okkar, var veitt
á heimilinu “Betel” á Gimli, með-
an hún lá banaleguna, sem var
bæði löng og erfið. Sérstaklega
viljum við nefna Forstöðukonurn-
ar, Mrs. Hinriksson og Miss Julius
og Margrétu Árnason. Guð blessi
þær og endurgjaldi þeim og öllum
sem komu til að gleðja hana með
nærveru sinni og huggunarorð-
um.
Margrét Thorbergsson.
Eiríkur Thorbergsson.
Þorbergur Thorbergsson.
Pálmi Thorbergsson.
Þórður Þórðarson.
Brynjólfur Thorláksson
tekur að sér að stilla
PIANOS og ORGANS
Heimili 594 Alverstone St.
Siml 38 345
ARNOLD JOHNSTON
Kennir á Jiölu og piano
Kensiustofa að 543 VICTOR ST.
Slmi 39 697
MOORE’S TAX! LTD.
28 333
LeigiS bila og keyrið sjálfir.
Flytjum pianos, húsgögn, farang-
ur og böggla.
Drögum bíia og geymum. Allar
aðgerðír og ókeypls hemilprófun.
DR. T. GREENBERG
Dentist
Hours 10 a.m. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
íslenska matsöluhúsið
Par sem l.slenðlngar I Winnipeg og
utanbæjarmenr. fá sér máltíðir og
kaffi. Pönnukökur, skyr, hangikjö*
og rúllupylsa á takteinum.
WEVEL CAFE
692 SARGENT AVE.
Simi: 37 464
RANNVEIG JOHNSTON, eigandl.
CARL THORLAKSON
úrsmiður
627 Sargent Ave., Winnipeg
Sími: 27 117. Heima 24 141
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annaat greiðloga um alt, sem að
flutningum lýtur, smáum eða stór-
um. Hvergx sanngjarnara verð.
Heimili: 762 VICTOR STREET
Slmi: 24 500
JOHN GRAW
Fyrsta ílokks klæðskeri
Aforelösla fyrir öllu
Hér njóta peningar yðar sín að
fullu.
Phone 27 073
218 McDERMOT AVE.
Winnipeg, Man.
Beauty Parlor
643 Portage Ave.
Corner Sherbrooke Str.
Mundy’s Barber Shop
Sími: 37 468 Heimlli: 38 005
Mrs. S. C. Thorsteinson
Minningarhátíð
Ardalssafnaðar
í ráði er, að Árdalssöfnuður í
Árbrog, Man., haldi hátíðlegt
þrjátíu ára afmæli sitt, sunnu-
daginn 11. sept. næstkomandi, og
byrjar hátíðin með guðsþjónustu
í kirkju safnaðarins kl. 1. e. h.
þann dag, en verður svo fram-
haldandi í samkomuhúsi Good-
templara. Er hér með öllum með-
limum safnaðarins, að fornu og
nýju. ásamt vinum 'og stuðnings-
mönnum safnaðarins, vinsamleg-
ast boðið að sækja afmælishátíð
þessa. Þeir sem í fjarlægð búa,
eru góðfúslega beðnir að gera
skrifara safnaðarins, Mr. S. A.
Sigurðsson í Árborg, aðvart, ef
þeir hafa í hyggju að vera við-
staddir.
Safnaðarnefpd Árdalssafn.
Stærsta og fidlkomnasta myndastofa í Vestur-Canada
THE STAR PHOTO STUDIO
J. GALDZINSKI, A.P.
Phone 8o 869
488-490 MAIN ST., Winnipeg, Man.
Hafa til sölu ótal myndir af Islendinga-
deginum að Hnausa og Gimli, þann 1.
ágúst, 1932. Stórar myndir á $1.00,
smámyndir á 15C
Sérfrœðingar í 'giftinga- og Jiópmyndum
gerdssoini-T hoinf aWsosn.
Compaoy Limited
GENERAL MERCHANTS
Útsölumenn fyrir Imperial Oil Limited
Royalite Coal Oil, Premier Gasoline
Tractor and Lubricating Oils
ARBORG
Phone 1
'RIVERTON
Phone 1
Manitoba, Canada.
HNAUSA
Phone 51, Ring 14