Lögberg


Lögberg - 01.09.1932, Qupperneq 7

Lögberg - 01.09.1932, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN i. SEPTEMBER, 1932. Bl.s 7. Einkennilegir menn Frá Hans “hjutt” (Eftir handriti Ólafs Ketilssonar á Óslandi) Á uppvaxtarárum mínum, eSa fyrir 50—60 árum, mátti segja að alt moraði hér á Suðurnesjum af flökkukindum og sníkjulýð, en þó einkum hér Hafnahreppi, þar sem f járhagsleg velmegun var þá rnest á öllum Suðurnesjum. En mest bar þó á þessum flökkulýð um og eftir sláturtíðina á haustin, og fyrir stór- hátíðarnar, jólin og nýárið. Og enn þá er mér minnisstætt hvað kerling- arnar gátu grátið, og karlarnir kjökrað er það var að lýsa heimilis- ástæðunum. — Kerlingarnar fóru bláfastandi að heiman, frá bjargar- lausu kotinu, og bóndanum á lík- börunum, og voru þær nú að reita saman í útförina, eða minninguna eftir manninn sinn sáluga. Og svo hertu þessar harmþrugnu ekkjur grátinn, svo hinar góöu og göfugu konur hreppsins komust við, og leit- uðust við með matgjöfum og fleiru að hugga hinar harmandi sálir.— Nákvæmlega scmu sögu höfðu karlarnir þeirra svo að segja i næsta hrepp, og jafnvel i sama hreppnum samtímis. Og spanst einu sinni hlægileg saga af þessum dánartil- kynningum karlanna og kerling- anna, og set eg hana hér. Eitt haust laust fyrir hátíðarnar kom kerling ein að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd til Jóns sál. Breið- fjörðs hreppstjóra, eg baðst þar gistingar. Var hún mjög harm- þrungin, og hafði átakanlega sorg- lega sögu að segja. Hún fór frá bjargarsnauðu barnaheimilinu og bóndanum á líkbörunum, og var kerlingin að reita saman í útförina eftir manninn sinn sæla. Var gamla konan svo leidd til stofu og veittur þar góður beini, af frú Arndísi konu Jóns, er jafnframt reyndi með mjúkleik orða sinna að hugga hina sorgmæddu ekkju! Þeg- ar leið á kvöldið gerði vonskuveður, svo varla var fært milli bæja. En laust fyrir vökulokin var barið að dyrum á Brunnastöðum. Fór Jón sjálfur til dyra til að taka á móti gestinum. Þegar Jón opnaði hurðina var þa/ maður fyrir í myrkrinu og baðst gistingar, en sorglega sögu hafði hann að segja: Konan á lík- börunum, bjargarlaust heimilið, og ekkert til í útförina. En þó dimt væri og draugalegt úti, kannaðist Jón þó fljótlega við gestinn, og kvað honum velkomna gistinguna.—En, bætti Jón við—þú verður víst að gera þér það að góðu að hafa lags- mann hjá þér,- því nú er margt um manninn á Brunnastöðum.—Gestur- inn hafði ekkert við það að athuga. En langdregin urðu andlitin á lags- mönnunum, þegar átti að fara að hátta og þau litu hvort á'annað, karl og kerling, um leið og Jón sagði að sér fyndist það eiga mjög vel við, að þau lægi hlið við hlið á likbör- unum. En um morguninn voru þó bæði þessi fátæku hjón leyst út með góð- um gjöfum af hinum miklu höfð- ingshjónum á Brunnástöðum. Kynlegt mátti það kallast, að ekki var einn einasti, hvorki karl né kona, af þes'Sum betlaralýð, sem ekki hafði eitthvert auknefni. En öll voru þau miður vel valin, og ekki til þess gerð, að auka hróður eða vegsemd þess er bar, og skal nú nefna nokkra úr þeim hóp, er í æsku minni voru tíðir gestir á heimili for- eldra minna, svo sem: Imba skotta, Elin rifa, Bjarni læða, Jón böðull (starfandi að húðlátum á hryggja- tindum afbrotamanna um 1880 í Rangárvallasýslu, að mig minnir), Pétur á sokkaleistunum, Pétur læpa, Guðlaugur búðarbrauðlaugur, Ei- ríkur hlóðabræðingur, Hans hjutt, Símon æjú og ótal fleiri, sem hér yrði alt of löng halarófa til þess að telja up. En aðallega voru það tveir úr þessum hóp, sem eg nú hefi talið upp, sem voru sannkallaðir vinir mínir þó aldursmunur væri mikill milli mín og þeirra. Þessir tveir sártsöknuðu vinir mínir voru þeir Hans hjutt og Símon æjú, og þó að Hans baunaði tvisvar eða þrisvar á mig úr byssuhólknum sínum, þá varð það ekki til þess að spilla vin- áttu okkar hið minsta, enda líka mér mátulegt fyrir öll mín keknis- brögð við karlinn, og það því frem- ur, sem eg slapp óskemdur undan hagldrífunni. En því get eg ekki neitað, að stundum veitti eg honum Hjutt allriflegar sárabætur úr hinu auðuga forðabúri móður minnar, og þá var eg þegar orðinn “trygða- blóðið” hans. Skal eg nú segja hér frá ýmsu, sem eg man eftir óskráðu úr æfisögunni hans Hjutt, þó það ekki geti talist beint eftirbreytnis- vert, eða til lofsamlegrar mætrar minningar um þennan löngu horfna góðvin minn. Iians var fæddur að Junkaragerði í Hafn;threppi 1830. Voru foreldr- ar hans Jón Sæmundsson og Vigdís Auðunsdóttir, sæmdarhjón, en fremur fátæk. Var Vigdís móðir hans hið mesta kventröll, prýðisvel greind, stálminnug og ættfróð svo um munaði af ómentaðri konu. Hjá foreldrum sínum ólst Hans upp þar til hann misti föður sinn árið 1847. Brá Vigdís móðir hans þá búi og fór í vist, en Hans komst þá þegar á hálfgerðan flæking, en var þó um eitt skeið vinnumaður á Kalmanstjörn hjá Stefáni heitnum Sveinssyni. Ungur hneigðist hann Hjutt að hóflausri víndrykkju og var hann i orðsins fylstu merkingu fyrir- myndar fylliraftur. En hann var sérlega hreinlátur með sjálfan sig, og gætti þess ávalt. jafnt fullur sem ófullur, að hafa föt sín hrein og ó- rifin, og um margt annað en vín- drykkjuna var hann reglusamur og aldrei brá hann frá þeirri venju að hafa byssuna sína hlaðna, hangandi á sperrunni við rúmstæöi sitt. Það kom sér líka stundum vel þegar hann þurfti fljótlega að grípa til hólksins, eins og síðar mun sagt verða. En með afbrigðum var hann ofsabráður, einkum þegar hann var fullur, sem oftast var, frá því að eg man fyrst eftir honum. Ekki er mér hægt að segja hvað var aðal lífsstarf hans Hjutt, því hann fekkst við svo margt. Hann stundaði sjóróðra, hann fór sveit úr sveit til þess að bræða grút. Hann var kjörinn í ýmsar sveitir til þess að aflífa hunda og ketti. Hann var fenginn til þess að liggja á grenjumyí vorin, og lánaðist það vel ( þó að hann hitti mig ekki). Af þessu má marka að hann Hjutt var ekki einhæfur heldtir marghæfur í athöínum sínum, og lag'Öi gjörfa hönd á margt. En mesta lipurð og leikni sýndi hann þó við lógun hunda og katta, enda líka starfinu vaxinn eftir margra ára verklega æfingu. Eitt sinn fór þó svo, að Hjutt fanst nóg um og blöskraði fjöldi fórnardýranna. Ilann hafði þá verið pantaður út í Miðsnes- hrepp til þess að slátra hundum óg köttum, sem safnað hafði verið saman í tvo fjárhúskofa i Hvals- neshverfinu. Voru gamlir hundar i öðrum kofanum, en eldgamlir, illir kettir í hinum.—Þegar Hjutt opn- aði kattakofann og leit yfir allan hópiun varð hann hvumsa við, og orðfall um stund, þar til að hann sagði: “Já, já, er það nú ansk .... fénaður, eg held eg hafi nú tvo í snörunni í einu til þess að þetta klárist einhverntima.” En hvert hann svo hafði tvo ketti í snörunni í einu vissi eg aldrei. Stundum hélt Hans hjutt til í úti- lcofum, eða þá á bæjardyraloftum, og bjó þar um sig eftir föngum, og þótti mér oft gaman að heimsækja hann á þeim stöðum, og láta hann syngja fyrir mig danskar vísur og fleira, en þó skömm sé frá að segja, þá var þó aðalskemtun mín að hleypa karlinum upp þegar hann var fullur. Eitt sumar hélt hann til í fjárhús- kofa, sem stóð í afgirtu gerði fyrir ofan Kirkjuvogstúnin. Hlið var á gerðinu, örskamt frá austurgafli kofans. Einn dag þegar eg ætlaði að heimsækja karlinn, þá heyri eg þeg- ar eg kem að kofadyrunum, að Hjutt er að kjafta við sjálfan sig, og er sem oftar, blindfullur. Eg hætti þá við að fara inn til hans, en fór að austurgafli kofans, sem var með hálfþili úr timbri, tók stóran stein og senti í trégaflinn, svo af varð dynkur mikill. Svo þaut eg eins og elding út fyrir hliðið og Handa lystarlitlu fólki Sé matarlystin ekki sem ákjósanleg- ust og meltingin heíir farið út um þúf- ur, gasðlga I maganum og fleira þess háttar; sé einnig um höfuðverk, magn- leysi lifrarkvilla og taugaslappleik að ræða, er Nuga-Tone vafalaust ábyggi- legasta meðalið. Nuga-Tone er verulegur heilsugjafi; það auðgar blóðið að lffrænum efnum og veitir ásmegin vöðvum og taugum; það er einnig gott við blöðrusjúkdóm- um. Nuga-Tone nemur á brott hina lamandi þreytukend og veitir væran svefn. pér getið fengiö Nuga-Tone I lyfjabúðinni, en hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá getur hann útvegað það frá heildsöluverzluninni. lagðist þar flatur niður og gægðist á milli kampsteinanna. Augnabliki síðar kom karlinn æðandi út, ber- hausaður og bersköllóttur meö byss- una í hendinni. Og enn þann dag í dag, sé eg hann Hjutt fyrir augum míum, þar sem hann var að læðast hálfboginn í kringum kofann, og smábregða byssunni upp að kinn- inni, og sigta í allar áttir, en sá eng- an manninn. Litlu seinna fór hann svo inn í kofann aftur, og ætlaði eg honum stundirnar þar til hann væri búinn að hengja byssuna á sperr- una, því það vissi eg að hann mundi gera. Aftur dundi svo kletturinn á þilinu, og aftur kom Hjutt æðandi út með byssuna, og var hinn ógur- legasti ásýndum. — Ógleymanleg verður mér stundin sú, þegar karl- inn var að gægjast fyrir kofahorn- in, og kippa hausnum til baka aftur, og þrífa til byssunnar og sigta sitt í hverja áttina. í þriðja sinn, sem hann kom æðandi út, var hann orð- inn svo ofsareiður, að hann senti skotinu beint út í loftið, til þess að svala heiftinni.—Litlu seinna fór eg svo inn til karlsins, og var hann þá í óða önn að hlaða byssuna, ógurlega reiður, og allur í einu svitabaði. En er hann sá mig, var eins og yfir honum létti, um leið og hann sagði: “Varst það þú, trygðablóðið þitt, sein varst að senda klettinum i þil- ið ?” En eg var nú ekki alveg á að svo hefði verið. Litlu seinna voru svo báðir sestir að kaf fidrykkju, en kofinn bergmálaði af hinum feg- urstu samstiltu mannsröddum. Árið 1848 hélt Hjutt til á bæjar- dvraloftinu hjá foreldrum mínum. Hafði hann þar stórt og rúmgott herbergi, og leið honum þar mjög vel, og var hann hinn ánægðasti með lífið. En það man eg, að pabbi sál. var oft að undra sig á því, hvað karlinn var oft sjóðandi fullur, og fara þó aldrei í Keflavík til að sækja brennivín: “Bölvað fyllirí er þetta á karlinum, hann er altaf sjóð- andi fullur, hvaðan hefir hann alt þetta brennivín?” sagði pabbi sál. stundum, þegar honum þótti úr hófi keyra hvað karlinn var oft fullur. hefði faðir minn ekki sama hvað fast eg barði, þá vaknaði hvorugur. Mér þótti þetta mjög leitt, og vissi í svipinn ekki hvað eg skyldi til bragðs taka, en svo datt mér í hug byssa (framhlaðningur) sem Eiríkur sál. bróðir minn átti.— Hana tók eg og hálffylti hana af púðri. Svo rak eg byssukjaftinn upp í loftsgatið og hleypti af. Eg ætla ekki að lýsa hér þeim ósköpum, -sem á gengu. en það munaði minstu að byssan rotaði mig, um leið og hún hentist úr höndum mínum, en tilrauninni sjálfri, undirganginum, púðurreyknum og brennisteinssvæl- unni, er ekki hægt að lýsa. Það var víst því líkast, sem himinn og jörð væru að forganga. En við öll þessi ósköp sem á gengu, vöknuðu þeir Hjutt og guðfræðingurinn, og eg heyrði að hann var að biðja góðan guð að hjálpa sér. En Hjutt hentist eins og elding fram úr rúminu, um leið og hann sagði: “Biddu við, drengur minn.” En eg beið ekki, heldur skaust eg sem elding inn i eldhúsgöngin, og samtiinis kom skot niður um stigagatið og er til sýnis enn þann dag í dag i eldhúskamp- inum í Kotvogi. I.itlu seinna komu foreldrar mínir og alt vinnufólkið æðandi fram baðstofugöngin að vita hver undur á gengi, en í bæjar- dyrunum mætti þeim kolsvartur púðurreykur og brennisteinssvæla, svo ekki sá handa skil. En þegar eg heyrði að móðir min sagði: “Hvar ætli að drengurinn sé ?” þá þorði eg ekki annað en gefa mig fram, þvi eg heyrði að ótti og hræðsla var í raddhreimnum. Sem eðlilegt var fékk eg engar þakkir fyrir tiltækið, og móðir min var þess fullviss að ekki hætti eg þessum aðförum við karlinn fyr en hann kláraði mig. Litlu seinna var eg kominn inn í vinnufólksherbergið á baðstofuloft- inu og ’stóð þar fremur skömmustu- legur og þögull. Ekki hafði eg lengi staðið upp við einn rúmstólpanna, er eg sá Hjutt koma æðandi upp á loft- ið, kolsvartan af púðurreyk, ber- hausaðan og blindfullan. Þegar hann sá mig byrjaði hann þegar að róta úr sér yfir mig eldibröndum og ókvæðisorðuin, sem vonlegt var. Svo sá eg að hann fór að strjúka hægri hönd sinni um ennið, og vissi eg þá þegar hvað til stóð, að hann ætlaði að fara að gefa mér “skalla,” en Hjutt þóttist allra manna æfðast- ur í þeirri list, þó að hann gerði það á þann einkennilega hátt, að hann kom æðandi hálfbpginn með baus- inn beint fram undan sér, og lenti höggið því vanalega í maganum á þeim, sem skallann fekk. Þegar ICAUPIÐ ÁVALT LUMBER L. bjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HKNRY AVE. KAST. - - WINNIPEG, MAN. Vard Offioe: ftth Floor, Bauk of Hamilton Chambers. Hjutt hafði strokið ennið nokkrum sinnum með hendinni, setti hann sig í einn hálfboginn hnipur, og kom svo æðandi á mig með bersköllóttan hausinn beint framundan sér. En á sama augnabliki og hann ætlaði að reka hausinn í mig, skaust eg sem elding frá rúmstólpanum, svo haus- in lenti á egghvssri stólpabrúninni, en Hjutt lagðist mjög hóglátlega flötum beinum á gólfið. Það man eg, að til ofurlítillar iðrunar fann eg, er eg litlu seinna horfði í hin undurmildu augu móður minnar, er hún leit til mín og eg sá ásökunina, er úr augum hennar skein, á meðan hún var, eftir öllum kúnstarinnar reglum að doktora sundurskorinn skallann á honum Hjutt. En þrátt fyrir ait, sem á undan var gengið, var eg samt um kvöldið orðinn “trygðablóðið” gamla mannsins. Kvenfrelsi Flutt fyrir minni kvenna að Gimli, 1. ágúst, 1932 Frelsið er það megin, sem myridar þjóðir, og uppgötvar sín örlög í ást þinni, móðir! Þá hugsjón nam eg ungur og enn eg hana geymi, að öllum beri réttur að lifa í þessum heimi. Að aðeins gegnum frelsið sé farsæld mannsins trygð, að frjálslyndið sé mannanna æðsta og bezta dygð. En þá sá eg að frjálslyndi ei fanst í manna bygðum, en f jötrum vafið þjóðlíf var skoðað æðst af dygðum, því karlmennirnir lögbundu kúgun hverri þjóð og kölluðu sig frjálslynda—þannig sagan ■stóð. Þeir mæður sínar og dætur í dróma höfðu bundið, því dýpra skyn á frelsinu sjálfir höfðu ei fundið. Og reyrðir eigin böndum þeir reistu þjóðar vald, svo ríkismyndun þeirra varð sorg- legt afturhald. Svo þegar allir menn voru orðnir þrælar þræla, var þrællyndið sú stika, sem hægt var á að mæla. En þá kom loksins uppreist — en uppreist meinar strið— og uppreistin er sólroð, er boðar nýja tíð. Og frelsisandi konunnar bygði nýjar brautir í baráttu mót kúgun—í gegnum sorg og þrautir. Og frelsisandinn vann — og hann vinnur ávalt meir; sú von í frjálsum sálum er ljós, sem aldrei deyr. Ó móðir! þú ert herdis, sem gædd er vísdóms valdi; sú valkyrja, er sigrast á lífsins aft- urhaldi. Og vopnið þitt er ástin — sú eina lífsins von, Það eina er getur frelsað hvern nýt- , an móðurson. í frelsisstríði þínu nú margur mög- ur stendur, serrt megnaði að veita þér lið, með frjálsar hendur og*æ vill glaður standa þér, móðir, hlið við hlið, þvi hver skyldi eigi veita henni móð- ur sinni liS? Áfram, skarar ungra þjóða, endur-reisið sjúkan heim! Vel sé þeim, er starfa og stríða, straumur tímans hlýðir þeim. S. B. Benedictsson. United Press flytur þessa fregn frá Chicago í júlí: Minnisvarði verður reistur hér að sumri, til minningar um íslenzka víkinginn, Leif Eiríksson, er fyrstur fann Vesturálfu. Verður minnisvarðinn afhjúpaður litlu eftir að heims- sýningin verður opnuð í Chicago. — Minnisvarðinn verður reistur í Grants Park. — Konungi íslands og Danmerkur, Noregskonurigi, og Svíakonungi, verður boðið að vera við afhjúpun minnisvarðans. — Vísir. Sennilega ef hann hefði vitað hvað einn af Hjutt var altaf blindfullur. Einari Sigurðssyni bónda í Vörum. brennivíni. próf. balda honurn frá vínnautninni. milli um: rnilli göfugan einkavin. ungan guðræðing strax ofan aftur, tók skóflu, \ \ K 1 ✓ 1 £ ' 0 Pegar per þarrnist Prentunar i þá lítið inn eða skrifið til The Columbia Press Ltd, » sem mun fullnægja ) * 1 þörfum yðar 1 / 1 / t / n \

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.