Lögberg - 15.09.1932, Blaðsíða 1
PHONE: 86 3lt
Seven Lines
»&<s’
For
Better
Dry Cleaning
and Laundry
45. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1932
NÚMER 37
MINNINGARLJOÐ
Joanna Philipowska Stefánsson
Undir nafni eiginmannsins,
Dr. Jóns Stefán-ssonar.
Þú livarfst svo fljótt; en horfin ei þú ert.
Eg eftir geymi ljúfa minning þína.
f faðmi mínum finst.mér enn þú sért.
Þér fjör og líf úr augum sé eg skína.
Eg aleinn hljóður hugsa um gæfu mína.
Ó, hversu lífið þá er mikils vert!
Því söngva þína eg hefi í liuga mér,
Sem helgi 1 jóð, með ótal strengja hljóma.
Þá alt er hljótt, eg finn að þögn með þér
Eg þrái meir en sfænstui heimsins óma.
Eg lít þig’ fegurst blóm á meðal blóma,
Sem blunda í helgri ró, unz dagur er.
Er lendum vér á úthafs öldu flak
Innsævi dagsins reynist stundar friður.
Þá berst til vor sem fjarlægt fótatak
Af förnum leiðum tímans strauma niður.
Langt bak við fjöllin sé eg barn sem biður
Svo bljúgt, svo hljótt: “Ó, guð minn hjá
mér vak.
Eg er það barn, og eyðiheiðin há
er hljóð og dimm sem gröf við fjallsins
rætur,
En hugans beður, hjartans insta þrá
er húmsins kyrð í skauti ljúfrar nætur
þar daggar tárum gróður jarðar grætur.
Þær guðaveigar teiga blómin smá.
Og öldur svífa yfir djúpsins geim
í iðukasti stöðugt fram hjá líða.
Hver stund er aldá í hugans vona heim,
som hlær og brotnajr inn í djúpið víða.
Þær kveðja liafsina strauma þunga og stríða
Og ströndin bíður til að fagna þeim.
Þú hvarfst svo fljótt; en horfin ei þú ert.
Eg eftir geymi ljúfa minning þína.
1 faðmi mínum finst mér enn þú sért,
Þér fjör og líf úr augum sé eg skína.
Eg með þér ldjóður liugsa um gæfu mína.
Ó, Iiversu lífið nú qr mikils vert!
i
S. E. Björnsson.
Árdalssöfnuður
Séra Hjörtur J. Leó
Endurminningar og œfisöguslitur.
Eftir séra Guttorm Guttormsson.
(Framh.)
Hirti var yfirleitt ekki vel við
þann hugsunarhátt, sem gjörir öll
mentamál aÖ matarmálum; fanst
honum þaö víst engu betra en a<5
skoða “guðhræðsluna sem gróða-
veg,” eins og ritningin kemst að
orði. Einu sinni, allmörgum árum
seinna, lét einn leiðandi Vestur-Is-
lendingur þess getið í samtali við
Hjört,—sjálfum sér ekki til van-
heiðurs—að sér hefði lánast að
kosta tvö efnileg ungmenni til náms
og koma þeim í “arðvænlegar stöð-
ur.” Ekki var Hjörtur eins hrifinn
af þessu, eins og ætlast var til; hann
spurði bara, hvort það væri þá til-
gangurinn með alt mentunar-stautið
—að útvega fáeinum kálfum betra
fóður en fjöldinn gæti fengið.
Tvisvar kom það fyrir um vetur-
inn að jarðað var í grafreit Gimli
hæjar á skóladegi, og hafði Hjörtur
í bæði skiftin fengið leyfi til að
hætta kenslu, þegar líkfylgdin færi
fram hjá, og fylgja líkinu til grafar
með allan barnahópinn. Grafreitur-
inn var ofurlítið rjóður inni í espi-
skógjnum norðvestan til í bæjar-
stæðinu. I kringum þann blett var
girðing úr óbirktum trjábolum ; tré-
krossar voru þar yfir nokkrum leið-
um og grindur umhverfis, en eng-
inn legsteinn, svo að eg geti munað,
<eða ríkmannleg prýði önnur. Og
alt af breiddi sig nýgræðingur og
skógarkjarr inn á milli leiðanna þó
bletturinn væri sleginn öðru hvoru.
Það var eins og óbygðin vildi með
engu móti gefa frumbýlingunum eft-
ir þetta litla rjóður fyrir dauðrareit.
Fáar stundir hefi eg lifað alvar-
legri, heldur en þessar greftranir
um hávetur inni í frumskóginum,
þar sem við börnin stóðum þögul
yfir opinni gröf og heyrðum vind-
súginn í espitrjánum og dumpið í
frosnum moldarkögglum, sem mok-
að var ofan á kistuna, blanda sér
eins og grát-þrungnar undirraddir
saman við sálmasönginn. Séra
Magnús J. Skaftason stýrði at-
höfninni og söng með okkur sálm-
inn “Alt eins og blómið eina,” svo.
sem siður var til, á meðan gröfin
var fylt—alt fram að tiunda vers-
inu: “Eg veit, minn ljúfur lifir,
lausnarinn himnum á.” Þá þagnaði
prestur, og söng ekki versin sem eft-
ir voru. Mér var auðvitað kunnugt
um fráhvarf séra Magnúsar frá
lúterskri trú; en einhvern veginn
fanst mér það heldur langt gengið,
að vilja ekki syngja svona
sálmavers.
söngnum allan sálminn út, — þó
söngmaður væri litill—og öll hans
framkoma var hákristileg og lotn-
ingarfull við þessi tækifæri eins og
endranær,—því að eg varð ekki ann-
ars var hjá Hirti þann vetur, en að
hann bæri hlýjan hug til kirkju og
kristindóms.
Eg var fræddur um það allmörg-
um árum siðar, að Hjörtur hefði
einmitt um þessar mundir og lengi
þar á eftir verið alt að því trúlaus
maður, og að hann hefði stundum
orðið óheyrilega tannhvass, þegar
hann mintist á kristnar kenningar
eða trúmál yfirleitt. Sá vitnisburð-
ur kom mér ókunnuglega fyrir, því
að honum bar ekki saman við kynni
þau, sem eg hafði af Hirti þennan
vetur í Gimli skóla. Sögusögnin
styðst auðvitað við þann sannleika,
að Hjörtur var á þessum árum all-
mjög reikull í trúarskoðunum—það
kannaðist hann sjálfur við, eins og
kunnugt er. Og vel má vera, að
hann hafi þá stundum í gletni kastað
ýmsu fram, sem ekki lét vel í eyr-
um trúaðs fólks. En að hann hafi af
ásettu ráði og í fullri alvöru farið
með guðlast eða trúarníð, því get eg
U ppskeruhorf ur
Hagstofan í Ottawa áætlar að
hveitiuppskera í Canada verði nú
í haust 467,150,000 mælar. í fyrra
var hún 304,144,000. Searle korn-
félagið í Winnipeg áætlar hana
459,000,000, bænda hagstofan í
Bandaríkjunum 475,000,000 og
Winnipeg Free Press 426,813,000.
Hvað mikil hveitiuppskeran kann
að reynast, verður vitanlega ekki
sagt enn með vissu, en það er nú
víst, að uppskeran verður góð, og
töluvert meiri en í meðallagi.
Frá Þýzkalandi
Þar sýnist margt ganga erfið-
lega og ekki sízt það, sem stjórn-
málunum viðkemur. Þegar þing-
ið kom saman, nú fyrir fáum dög-
um, lenti þar alt í uppnámi. Virð-
ist eins og hvorttveggja hafi þar
farið fram í einu, að samþykt hafi
verið vantrausts yfirlýsing gegn
stjórninni, og hitt, að kanslar-
inn, Von Papen, rauf þingið. Ekki
gat hann fengið hljóð til að lesa
upp boðskap sinn í þinginu, en
Iagði hann á skrifborð forsetans
og fór svo út úr þingsalnum, og
allir hinir ráðherrarnir með hon-
um. Síðar sama daginn gaf
stjórnin út þann boðskap að al-
mennar kosningar yrðu látnar
fram fara innan lögákveðins tíma.
eða 60 daga — “ef friði og reglu
yrði haldið uppi.”
ekki trúað. Alt sem eg vissi um
Hjört af eiginni viðkynningu og
eins af ummælum hans sjálfs um
andlega reynslu sína á þessum ár-
um, styrkir mig í þeirri sannfær-
ingu, að hann hafi borið sanna lotn-
ingu fyrir kristinni trú, bæði fyr og
síðar, og að trúarþörfin hafi átt sér
djúpar rætur í sálarlífi hans alt frá
barnæsku.
Þegar Ujörtur fór heimleiðis
með okkur frá síðari jarðarförinni,
heyrði eg hann segja við mann, sem
honum varð samferða, að hann
hefði látið börnin koma með sér út í
grafreitinn “til þess að vekja hjá
þeim alvarlegar hugsanir.” Það sem
hann átti við, voru andlegar, trúar-
legar hugsanir að sjálfsögðu—því
að hvað getur nokkur maður grætt
á alvarlegri hugsun um dauðann, ef
engin trú eða von á að komast þar
að? En hafi hann fundið þörf á
slíku fyrir börnin, þá þráði hann hið
sama fyrir sjálfan sig. Allur tví-
skinnungur í efnum trúar eða sið-
gæðis var eins fjarlægur skaplyndi
Hjartar eins og nokkuð gat verið.
an vetur. Eg finn það vel, að sú
greinargjörð er harla léttvæg og ó-
fullkomin í samanburði við sjálft
efnið; því að þessi fyrsta kynning
mín við séra Hjört var mér eins og
árdagur eða vortíð. Og enginn get-
ur lýst aftureldingunni, svo að vel
sé.—Eitt veröur að nægja til við-
bótar: Þegar úti var námstíðin um
vorið, þá voru að minsta kosti sum-
ir af okkur skóladrengjum alt ann-
að en kátir. Við hefðum gjarnan
þegið ofurlitla viðbót við náms-
skeiðið, til þess að geta haft Hjört
hjá okkur í lengstu lög. Og meiri
elsku getur enginn unglingur borið
til kennara síns en þá, að hann óski
sér annars eins á heiðum vordegi.
V. Fyrsta áfanganum náð.
Hjörtur mun hafa gengið á lýð-
háskólann í Winnipeg — Collegiate
Institute — veturinn eftir kennara-
starf hans á Gimli, og tekið annars
flokks kennara próf, akademiskt,
um voriS (1897). Þá um sumarið
réð hann sig til skólakenslu norður
í Mikley og kendi þar fram á haust.
Þó eg geti með engu móti rakið hér
allan kennaraferil Hljartar, þá verð
(Framh. á 2. bls.>
Á sunudaginn var mintist Ár-
dalssöfnuður síns þrítugasta af-
mælis. Kl. 1 var mjög fjölmenn
og hátíðleg guðsþjónusta haldin í
kirkju safnaðarins, í Árborg, Man.
Séra Rúnólfur Marteinsson prédik-
aði, en þátt tóku einnig í guðsþjón-
ustunni þeir séra Jóhann Bjarna-
son og séra Sigurður ólafsson.
Hafa allir þessir prestar þjónað
Árdalssöfnuði; fyrst séra Rúnólf-
ur, þá séra Jóhann, um langt skeið,
ein tuttugu ár, og nú síðustu árin
séra Sigurður. Hefir söfnuðinum
jafnan farnast vel og átt marga á-
gæta og áhugasama starfsmenn.
Hitt mun flestum kunnugt, að hann
hefir líka átt ágæta presta, og
þarf ekki að fjölyrða um það.
Eftir guðsþjónustuna var fjöl-
ment og rausnarlegt samsæti
haldið í samkomuhúsinu þar í
bænum. Voru þar og ágætar veit-
ingar frambornar og var skemt
með ræðuhöldum og miklum og á-
gætum söng, sem Mr. S. Sigurd-
son frá Riverton stýrði. Séra Sig-
urður Ólafsson stýrði sámkvæm-
inu og ávarpaði gestina og las
bréf, sem söfnuðinum hafði bor-
ist við þetta tækifæri. Aðrir, sem
til máls tóku, voru: séra Jóhann
Bjarnason, sem mælti fyrir minni
safnaðarins; séra Rúnólfur Mar-
teinsson mælti fyrir minni sunnu-
dagsskólans; Mr. Sn. Johnson fyr-
ir minni söngflokks safnaðarins;
Mr. I. Ingaldson fyrir minni kven-
félaga; Mr. G. Guðmundsson
flutti minni presta, sem Mr. B. J.
Hornfjörð safði samið, en gat
ekki fjutt vegna lasleika, en séra
Sigurður ólafsson talaði fyrir
minni framtíðarinnar. Þá var og
minst látinna safnaðarmanna,
með því að allir stóðu hljóðir litla
stund. Enn fremur tóku til máls,
Mr. B. Sigvaldason og Mrs. Sig-
ríður ólafsson.
Þá voru þrennum hjónum í
söfnuðinum afhent skrautrituð á-
vörp. Það gerði forseti safnað-
arins, Mr. Sigm. Jóhannsson, en
hjónin voru: Mr. og Mrs. Tryggvi
Ingjaldsson, Mr. og Mrs. P. S.
Guðmundsson og Mr. og Mrs. Sig-
urjón Sigurðsson. Hlutaðeig-
endur þökkuðu fyrir þá virðingu
og velvild, sem sér voru með
þessu sýnd.
Veðrið var hið yndislegasta og
þessi hátíðisdagur Árdalssafnað-
ar í alla staði hinn ánægjuleg-
asti.
Læknaþing
Ársþing sitt hélt læknafélag
Manitobafylkis hér í Winnipeg,
þrjá síðustu dagana af vikunni
sem leið. Voru þar margir lækn-
ar saman komnir, ekki aðeins frá
Manitoba, heldur líka allmargir
frá Austur-*Canada og nokkrir frá
Bandaríkjunum. Voru þar mörg
erindi flutt um læknisfræðisleg
efni og þar á meðal eitt af Dr. B.
J. Brandson um “Jijunal Ulcer.”
Machray málið
Þetta mál kom fyrir lögreglu-
rétt fylkisins hér í Winnipeg á
fimtudaginn í vikunni sem leið.
Mætti Mr. Machray þar, en þó
með veikum burðum, því heilsa
hans er mjög biluð, eins og fyr
hefir verið getið hér í blaðinu.
Nemur nú sú upphæð, sem hann
er sakaður um að hafa stolið af
fé háskólans $901,175.30. Er
þessi upphæð bygð á skýrslu yf-
irskoðunarmanna, sem hafa yfir-
skoðað bækur háskólans frá 5.
nóvember 1925 til 22. júní 1932.
Hér er meðtalin sú upphæð, sem
Machray var fyrst kærður fyrir
að hafa stolið. Sakborningurinn
játaði ekki né neitaði, að hann
væri sekur og þess var ekki kraf-
ist, að hann gerði það, en málinu
var frestað þangað til í dag, 15.
september. Yfirskoðuninni mun
ekki hafa verið fullkomlega lokið,
þegar þetta réttarhald fór fram.
Farinn til Ottawa
Bennett forsætisráðherra fór
vestur til Calgary um mánaðamót-
in síðustu og var þar vikutíma,
eða rúmlega það. Nú er hann aft-
ur farinn til Ottawa. Mun hann
aðallega hafa farið vestur til að
sækja ársþing lögfræðingafélags
Canada, sem haldið var í Calgary
um mánaðamótin. Átti hann þar
tal við stjórnarfulltrúa frá öllum
fylkjunum í Vestur-Canada og
fulltrúa frá helztu borgunum.
Það sem þessir menn voru aðal-
lega að fara fram á við forsætis-
ráðherrann var það, að sambands-
stjórnin tæki að sér, að sjá öllum
einhleypum mönnum fyrir lífs-
framfæri, sem ekki ættu þess
kost, vegna atvinnuskorts, að
vinna fyrir sér, og borgaði enn
fremur helminginn af öllum öðr-
um atvinnuleysis styrk, sem nauð-
synlegt væri að veita í Vestur-
Canada. Ekki lofaði Mr. Bennett
miklu um þetta, öðru en því, að
leggja þetta mál fyrir stjórnar-
ráðið.
Hærri háskólagjöld
Háskólaráðið hefir hækkað
skólagjöldin fyrir skólaárið sem
nú er að byrja, svo að nemur $50
á ári eða þar yfir. Til sama ráðs
hefir líka háskólinn í Saskatche-
van tekið. Mælist þetta miður vel
fyrir og þykir ósanngjarnt gagn-
vart skólafólkinu, sem margt mun
nú eiga full erfitt með að greiða
skólagjöldin eins og þau voru, þó
þau séu ekki hækkuð um þriðj-
ung eða helming. Einnig hafa
laun prófessora og annara kenn-
ara verið færð niður, stórlega
mikið.
Verzlun við útlönd
Hagstofan í Ottawa hefir ný-
lega gefið út skýrslu um verzlun
Canada við önnur lönd, yfir tólf
mánuði sem enduðu 31. júlí síð-
astliðinn. Á því tímabili nam
verzlunin alls $1,043,255,092, og
höfðu útfluttar vörur á þeim tíma
numið $36,097,814 fram yfir inn-
fluttar vörur. Þjóðin er því að
selja töluvert .meira af vörum
heldur en hún kaupir, en það
kemur til af því, að nú er langt um
minna keypt af útlendum vörum
heldur en áður var og öll verzlun
hefir stórkostlega gengið saman.
Síðasta svar.
Mér finst hún stefna að markinu
nett,
Því margir við heimsku’ eru
grónir,
Alt sér hún Ragnheiður öldungis
rétt,
Og enginn fær vilt henni sjónir.
Yndo.
Fréttir frá Betel
Þær fréttir eru nú helztar í
þetta sinn, að tvenn hjón hafa
flutt í burtu síðan næsta frétta-
bréf á undan þessu kom út. Mr.
og Mrs. Sigurjón Lyngholt fluttu
til dóttur sinnar í Winnipeg. En
Mr. og Mrs. Guðmundur Erlends-
son, er lengi hafa átt heima á
Gimli, fluttu aftur í hús sitt, þar
sem þau hafa búið í allmörg und-
anfarin ár.
Ein kona hefir bæzt við í hóp-
inn, Mrs. Guðfinna Bergsson, frá
Árborg.
Þrjár manneskjur hafa dáið í
ágústmánuði; Mrs. Helga Thord-
arson dó þ. 17. Jarðarförin fór
fram, frá Betel, þ. 19., að við-
stöddum börnum hennar, vinum
og vandamönnum frá Winnipeg.
Guðmundur Ásmundsson Thomp-
son lézt þ. 19. Fór jarðarför hans
fram, frá Betel, þ. 22. Kona hans
og börn komu frá Selkirk til að
vera viðstödd jarðarförina. Þur-
íður Ingibjörg Björnson, ekkja
Björns J. Björnssonar, fyrrum
bónda í Bjarnastaðarhlíð í Fram-
nesbygð, lézt þann 28. ág. Jarð-
arförin fór fram þ. 31. að við-
stöddu fjölmenni, og hefir áður
verið frá því skýrt í Lögbergi.
Um lasleika og spítalaveru Jak-
obs Briem hefir þegar verið getið
í blöðunum. Er hann nú nýlega
heimkominn til Betel, og sýnist
vera jafn glaður og hress sem
hann áður var. Hefir hann spaug á
reiðum höndum eins og þegar
bezt hefir látið áður.
Tveir prestar kirkjufélagsins,
þeir séra Rúnólfur - Marteinsson
0g séra Haraldur Sigmar, hafa
prédikað hjá oss á Betel, ekki fyr-
ir löngu. Sömuleiðis þrédikuðu
þeir í kirkju Gimlisafnaðar, og
séra H. Sigmar einnig í kirkj-
unni 1 Víðinesbygð. Enn fremur
prédikuðu hjá oss þeir P. G. John-
son, trúboði, og B. A. Bjarnason,
stúd. theol, er einnig prédikaði
hér í kirkjunni þann sama dag,
seinasta sunnudaginn í ágúst.
Erum vér þeim öllum þakklát fyr-
ir að flytja oss hinn góða og bless-
unarríka boðskap.
Þ. 31. ágúst, að kveldi, sýndi A.
S. Bardal myndir hér á Betel. Var
það ágætis skemtun. Skýringar
Mr. Bardals á myndunum hinar
beztu. Er í ráði að kvenfélagið
hér fái hann bráðlega til að sýna
myndir þessar í kirkjunni.
Gestir komu margir til Betel á
íslendingadaginn, sem við var að
búast, því þá var fjöldi fólks i
bænum. — Að hinu leytinu, hefir
gestkoma aldrei verið eins lítil og
í sumar, er miklu minni en venju-
lega hefir verið. —
(Fréttar. Lögb.)
Ilt gert vera
Síðan Machray málið kom fyr-
ir, hafa ýmsar sögur verið tilbún-
ar og gengið fjöllum hærra, að
það séu ekki aðeins háskólasjóð-
irnir, sem horfnir séu, heldur
eigi líka mikið fé að vera horfið
hjá flestum, eða öllum stjórnar-
deildunum. Engar sannanir eru
þó fyrir því, að þetta sé rétt og
það eru ekki einu sinni sjáanleg-
ar nokkrar líkur til þess. Stjórn-
in hefir lýst yfir því, að þessi orð-
rómur sé ástæðulaus, en Machray
málið verði rannsakað eins fljótt
og nákvæmlega eins og mögulegt
er og almenningur látinn vita alt
um það, hvernig því er varið. Svo
afar ilt, sem þetta Machrays mál
er, þá ætti fólk þó ekki að láta
æsast af því úr hófi fram, heldur
gæta stillingar sinnar og skyn-
semi. Æsing og illar tilgátur er
eldti til annars, en að gera ilt
verra.
Hjörtur fylgdist með
Hér hefi eg þá lítillega skýrt
fögurl sumu því, sem geymst hefir í hug
mínum frá samverutíð okkar >enr