Lögberg - 15.09.1932, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.09.1932, Blaðsíða 2
Kls. 2. LÖGBERG, FJMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1932. Séra Hjörtur J. Leó (Framh. frá 1. bls.) eg að geta þessarar sumarvistar i Mikley, því að hún reyndist honum minnisstæður spölur á lífsleiÖinni. Svo bar til aS þetta sama haust var séra Jónas A. SigurÖsson sendur út um ýmsar bygÖir Vestur-íslendinga, þess erindis, aÖ safna fé til hinnar fyrirhuguÖu skólastofnunar kirkjú- félagsins. Kom hann í þeim erind- um norÖur til Mikleyjar í septem- ber um haustiÖ, og þar hittust þeir Hjörtur í fyrsta sinni. Nærri má geta, aÖ báÖum þessum ungu gáfu- mönnum hafi verið nautn í samvist- inni, þó stutt væri; enda heyrði eg Hjört minnast þess fundar iÖulega með sérstökum hlýleik, þegar hann rakti fyrir mér andlega reynslu sína í æskunni. Þeir áttu tal meðal ann- ars um trúmál, og stóðu þar allmjög öndverðir, því að séra Jónas var öruggur talsmaður kristinnar trúar, en Hjörtur var að eigin dómi orÖ- inn fráhverfur flestum kirkjukenn- ingum, og bilaður jafnvel í sjálfri guðstrúnni. Þeir komu sér saman um að rökræða það, sem þeim bar á milli, hleypidómalaust og með góðri vinsemd; gengu þeir svo niður að vatninu, settust á stein í f jörunni, — sagði Hjörtur mér — sátu þar lengi dags og þinguöu málið. Þeir héldu báðir heit sitt um ándann í þeim umræðum; og þegar þeir luku talinu, kannaðist Hjörtur við það hreinskilnislega, að kristindómurinn væri miklu auðugri að rökum, en vantrúin miklu fátækari, heldur en hann hefÖi áður gjört sér í hugar- lund. Sagði hann mér, að þetta sam- tal við séra Jónas, þar i f jörunni við Winnipegvatn, hefði verið upphafið að afturhvarfi sínu til kristinnar trúar. Veturinn eftir hitti eg Hjört af og til í Winnipeg. Eg var þá vika- drengur hjá Katli Valgarðssyni mjólkursala, og leyföi hann mér að ganga á barnaskóla i nokkra mán- uði um veturinn—Mulvey skólann, suðvestan til í bænum. Normal-deild kennaraskólans var höfð þann vetur í sömu byggingunni. Þar innritaðist Hjörtur í janúarmánuði og las und- ir annars flokks próf í kensluvís- indum. AÖrir námsmenn úr Nýja íslandi, sem gengu á skóla í Winni- peg þann vetur, voru þeir Thorvald- ur Thorvaldson, Stefán bróðir minn og Jóhannes Eiríksson. Héldu þeir uppi gömlum kunningsskap, fengu í lið með sér nokkra fleiri námsmenn íslenzka, og stofnuðu félag—ekki man eg hvað það hét, en markmiðið var háfleygt. Fundir voru haldnir í annari hverri viku—minnir mig— og var þar mörgu reift, sem vænlegt þótti til andlegra þrifa—kappræðum og fyrirlestrum, gagnrýningu á skáldskap og bókmentum, umræðum um vísindi og mannfélagsmál. SkólanámiÖ nægði ekki þessum mönnum. Hjörtur lá ekki á liði sínu í þeim félagsskap; og fanst mér þaö vera heilmikil mentun út af fyrir sig, að sækja fundina hjá þeim skólabræðrum og hlusta á um- ræðurnar; því að sami andinn var ráðandi þar, eins og áður á Gimli. Ekki man eg hvar Hjörtur var viÖ kenslu næsta sumar; en eg hygg að það hafi verið “vestur í héruð- um.” Vistin entist honum fram á vetur, svo að hann kom ekki fyr en um miðja jólaföstu til Winnipeg. Hann sótti þegar um inngöngu á Collegiate og ætlaði að lesa undir fyrsta flokks kennararpróf, aka- j demiskt, það sem eftir væri skóla- ársins. Skólastjórinn, sem Scho- field hét, var mesti sómamaður, reglusamur og varfærinn, en hafði | tií að vera nokkuð stirðbusalegur j við námsmenn, og þótti yfir höfuð alt annað en útsláttarsamur i skóla- formenskunni eða við kennarastarf-1 ið. Hann gaf þvert nei við inn- j göngubeiðni Hjartar að því sinni, ogj taldi það menskum manni ókleift að | lúka fyrsta flokks prófi eftir lið- ugan hálfs árs lestur í skólanum. Hjörtur lét það ekki á sig fá. Hann settist aÖ heima hjá foreldr- um sínum í Selkirk, keypti sér þau námstæki, sem hann þurfti; las svo fyrsta flokks fræðin kennaralaust það sem eftir var vetrarins, og lauk prófi um vorið með ágætum vitnis- burÖi. En ekki sagðist hann hafa getað stilt sig um að senda Schofield ofurlítinn saklausan bréfmiða, rétt til að benda honum á, hve slæman vitnisburð Schofield hefði gefið þessum skóla sínum með úthýsing- unni um veturinn. Mér finst það eiga vel við, að setja hér stutta lýsingu á Hirti, eins og hann kom öðrum manni fyrir sjónir um þessar mundir—manni, sem var skóladrengur í Selkirk, þeg- ar Hjörtur var að búa sig undir fyrsta flokks prófið. Lýsingin er á þessa leið, í lauslegri þýðingu:— “Eg man vel eftir Hirti þegar hann var að stunda námið einsamall þar í Selkirk. Við leituðum til hans, drengir, með erfið efni úr skólan- um, og alt af var hann tilbúinn með hjálpina. Á þeim dögum virtist hon- um vera einkar létt um nám. Mér er kunnugt um það, að hann sló iðu- lega slöku við lesturinn. Hann sat og skrafaði við kunningja sína, tefldi skák, og svo framvegis. Það kom mér því nokkuð á óvart að sjá hve hart hann lagði að sér veturinn 1906-7. “Hann var fluggáfaður ungling- ur—sífelt til þess búinn að setjast á rökstóla eða þreyta kappræður í sinn hóp eða á mannamótum, eða þá að yrkja og þýða ljóð. Islend- ingar í Selkirk dáðust að honum, og að verðugu. Hann var frábærlega mannblendinn; aldrei afundinn eða þur á manninn; jafn-fús að eiga tal við erfiðisfólkið eins og við hvit- kragaða “business” menn; enda bar hann góð kensl á meðfædda hæfi- leika hjá óskólagengnum löndum sínuin af eldri kynslóðinni, og veitti þeim gáfum verðuga viðurkenningu, hvar sém hann hitti þær fyrir sér. Það var nokkuð, sem gömlu Islend- ingarnir aldrei gleymdu. “Hjörtur var vel heima í bók- mentum, bæði íslenzkum og ensk- um. í gömlu sögunum var hann regluleg fræðslulind, þegar í æsku; og mjög snemma náði hann merki- lega góðu haldi á íslenzku máli. Hann hafði glögga þekkingu og næman skilning á ensku skáldunum, og sumum ritgjörðahöfundunum líka.—Hann var efni í ágætan bók- mentamann eða rithöfund.” Lýsingin er eins rétt og sönn eins og hún getur verið, finst mér—að þvi viðbættu, að þrátt fyrir gáfna- flugið og gletnina, þrátt fyrir þetta taumlausa hugarfjör, sem einkendi séra Hjört á meðan honum entust kraftar, þá var hann alvörumaður alla æfi, og bjó yfir djúpri trúar- hneigð og brennheitum áhuga fyrir siðgæði og réttlæti. Eða svo þekti eg hann. Eg fann þau einkenni hjá honum tvitugum, á Gimli, og fanst mér þau koma betur i ljós hjá hon- um eftir því sem árin liðu. Næsta vetur tók Hjörtur próf í kensluvísindum fyrsta flokks, og var hann þar með útlærður í þeim fræðum, og eftir ákvæðum laganna fullhæfur til kennaraverks eða skólastjórnar hvar sem vera skyldi á barnaskólum eða miðskólum fylk- isins. Og þá var einsog verkefni nýtt og hæfilegt væri lagt upp í hend- urnar á honum. Einn af kennur- um Hjartar á Normal skólanum í Winnipeg—þar sem hann lærði kensluvísindin—var, ef mér skjátl- ast ekki, dr. Alexander Mclntyre, leiðandi maður í mentamálum fylk- isins. Hann hafði þá í nokkur ár verið eftirlitsmaður (inspector) barnaskólanna í Selkirk og Nýja ís- landi, og hafði veitt því eftirtekt, segir mér kunnugur, að tiltölulega margir dugandi námsmenn komu til æðri skólanna í Winnipeg frá þess- ari fátæku og afskektu bygð út með vatninu. Dr. Mclntyre langaði til að auka gengi barnaskólanna norð- ur þar; og fyrir áeggjan hans og umsýslu var svo miðskóli stofnaður á Gimli um aldamótin. Nýtt skóla- hús var reist þar með tveim kenslu- stofum, og Hjörtur var ráðinn til að veita skólanum forstöðu. H'ann tók við því embætti haustið 1900 og stýrði skólanum í þrjú ár, eða til vors, 1903. Nýi miðskólinn gat sér ágætan orðstír undir umsjón Hjart- ar. Mér er sagt, að í öllu fylkinu hafi enginn miðskóli komið fleiri nemendum í gegnum próf á þeim árum, eða með hærri einkunnum að meðaltali, heldur en Gimli skólinn. Við Hjörtur vorum lítið saman á þessum árum, og hittumst fremur sjaldan; enda var hann önnum kaf- inn við skólastarfið og ýms auka- verk. Hann gekk í lúðraflokk, sem stofnaður var á Gimli og blés í bassalúður af áhuga miklum í eitt eða tvö ár. Hjörtur var til með að reyna flest einu sinni. HJann flutti iðulega ræður á samkomum og við önnur tækifæri, og gat sér vaxandi vinsældir sem ræðumaður. Líka vakti hann talsverða eftirtekt sem skáld og rithöfundur. Grein eftir hann um íslenzkar bókmentir, prýð- isgóð, birtist, ef eg man rétt, í jóla- blaði Lögbergs 1901 eða 1902. Hann birti kvæði eftir sig nokkrum sinnum, frumsamin á íslenzku, eða þá enskar þýðingar á íslenzkum ljóðum. Meðal annars flutti hann fyrirlestur um íslenzkan skáldskap á kennaramóti í Winnipeg og las þar nokkrar þýðingar frá sinni hendi á ljóðum eftir Matthías Jochumson, Stephan G. Stephansson og J. Magnús Bjarnason. Það voru þýð- ingar, segir vinur hans einn um þessi sýnishorn. Um trúarlega reynslu Hjartar á þessum tima get eg lítið sagt, annað en það sem hann segir sjálfur í æfisöguágripi þvi, er lesið var við vígslu hans vorið 1909. Hann tekur það fram þar, að um þær mundir hafi verið nokkuð farið að rofa til í sál sinni. Þó voru skoðanir hans allmjög á reilki. “Stundum trúði eg öllu,” segir hann, “jafnvel katólsk- um kenningum; stundum hafði eg nærri því afráðið að ganga á presta- skóla Únitara.” Séra Runólfur Marteinsson var þá prestur lútersku safnaðanna í Nýja íslandi, og taldi Hjörtur sig hafa haft mikið gott af að kynnast honum og verki hans. “Pann eg að það er ómögulegt nokkrum manni að sýna þá sjálfs- fórn. sem hann gjörði þar, nema MACDONALD’S Fitte Qú Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. Ókeypis vindlingapappír XIG-ZAC með hverjnm tóbakspakka Ágætasta vindlinga tóbak í Canada K.AUPIÐ ÁVALT LUMBER Kjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVK. KAST. - . WINNIPKG, MAN. Yard Offiœ: ftth Floor, Bank of Haanilton Chambers. fyrir áhrif guðs anda.” Samskonar vitnisburð gefur hann séra Stein- gríini Thorlakssyni, sem hann hafði kynst áður í Selkirk. Björtur mun hafa verið séra Runólfi innan hand- ar að einhverju leyti við kirkju- starfið, jafnvel þótt hann sæi sér ekki fært að gjörast lúterskur safn- aðarlimur að svo stöddu. Ein sérstök mynd af séra Hirti frá skólastjórnartíð hans á Gimli hefir orðið mér einhvern veginn minnisstæð. Hún stendur í sam- bandi við ferðalag Sir Rodmond Roblins, sem þá var stjórnarfor- maður Manitobafylkis, norður um Nýja Isiand veturinn 1901 eða 1902. Roblin brá sér í pólitíska kynnisför um hávetur norður með vatninu, og sýndi meiri mannblendni, meiri “hupplegheit,” heldur en landar norður þar höfðu búist við af hon- um. Eg átti ferð norður tjl Gimli að kvöldi dags þegar Roblin var stadd- ur þar; og varð mér gengið inn í verzlunarbúð Jóns “kapteins”. Eg bjóst við að hitta Hjört þar inni og aðra kunningja; því að sölubúðir í Nýja íslandi, eirts og viðar um Vesturheim, urðu stundum nokk- urs konar samfundastaðir fyrir frumbúana. Þeir hvörfluðu þang- að í frístundum og skiftust sögum við eða sveitafréttum, eða ræddu pólitík og lögðu á ráðin um að “re- formera heiminn,” rétt eins og verk- ast vildi. Þegar eg kem inn í búðina, rek ■eg augun í Hjört og forsætisráð- herrann. Þeir sitja þar á rökstólum ; eða réttara sagt, annar sat á vöru- kassa en hinn hafði tylt sér upp á búðarborðið. Þeir voru að spjalla saman um mentun og mannfélags- mál eins og gamlir og góðir kunn- ingjar. Þó höfðu þeir aldrei mæst áður, held eg; og Hjörtur var “liberal” í stjórnmálum. Fáeinir menn aðrir sátu í kring um þá Rob- lin og Hjört, en lögðu fátt til sam- ræðunnar. Það leit helzt út fyrir að þeir væru báðir í sínu essi þar i búðinni um kvöldið. ■4 Þessi sjón í “kapteins” búðinni— þar sem Hjörtur sat og skeggræddi við stjórnarformann fylkisins, eins og við gamlan góðkunningja—hún mun hafa vakið hjá mér umhugsun um merkilegt efni, ráðgátu, sem oft hefir komið í huga minn síðan. Gátan er þessi: Hvernig stendur á því, að maður jafn málreifur og mannblendinn, og jafnmikill æfin- týramaður ög andlegur glimukappi, eins og Hjörtur óneitanlega var í aðra röndina, skyldi sleppa við að sogast ofan í hringiðuna miklu í stjórnmálum þessa lands? Eg veit það ekki fyrir víst. Mér finst, að pólitíkin hlyti að hafa heilmikið að- dráttarafl fyrir mann með einkenn- um og hæfileikum Hjartar, og að hann væri mjög líklegur til að geta sér meiri en litla frægð á því sviði. Þó flutti Hjörtur aldrei ræðu á “kosninga” fundi, svo að eg viti, eða tók annan þátt, opinberlega, í atreiðum pólitísku flokkanna. Skjátlist mér í þessu, þá segi aðrir til, sem betur vita. Að minsta kosti varð aldrei hljóðbært um nokkuð slíkt. Ekki skorti hann þó ákveðn- ar skoðanir í stjórnmálum, eða á- huga fyrir því sem honum fanst rétt vera, þar fremur en annars staðar. En eg held, að það sem bægði hon- um burt frá leikvellinum pólitíska, hafi verið sá ófagri skollaleikur, sem leikinn er alt of oft með flærð og alls konar brellum á þeim vettvangi, eins og kunnugt er. Hjörtur var of mikill alvörumaður, of fylginn sín- um hugsjónum til þess, að hann gæti sætt sig við annað eins. Mun hann þá heldur hafa kosið að koma þar hvergi nærri. Og mér er kunnugt um það, að sama hugsjónatrygðin varnaði hon- um framsóknar á öðru sviði. Þegar Hjörtur fór frá Gimli vorið 1896, bjóst eg hálfpartinn við því að hann myndi hætta við skólakenslu og leggja fyrir sig laganám. Það var auðfundið, þegar hann varði dreng- inn eftir snjókastið, sem fyr var frá sagt, að hann hefði haft gaman af að ílytja mál fyrir rétti. Það var eins og hann væri þar að reyna flugfjaðrirnar. Og ekki svo sjald- an sagði hann okkur sögur af mála- rekstri og snjöllum ráðum lög- manna, eða lét okkur finna það á sér með öðru móti, að hann hefði öðru hvoru talsverða löngun til að leita gæfunnar í réttarsalnum. Þó varð ekkert af framkvæmdum í því efni fyr en allmörgum árum seinna—um ártalið veit eg ekki fyrir víst, en það mun hafa verið annað hvort i sumarfríi þegar Hjörtur stjórnaði miðskólanum á Gimli, eða skömmu þar á eftir. Þá var eins og atvikin beindu honum út á þessa braut. Svo vildi til, að hann var kvaddur til að bera vitni í einhverju ryskingamáli—sem ekkert var. Þótti honum ómakið bæði ilt og óþarft. En annars vegar i réttarhaldinu var Bonnar lögmaður, einna nafnkunn- astur allra þeirra stéttarmanna í WJinnipeg um þær mundir, og talinn bæði slægur og harðleikinn, þegar hann þvældi vitni. Þessum manni varð nú Hjörtur að mæta. Hann gat ekki stilt sig um að glettast of- urlítið við lagagarpinn og svaraði spurningum hans flestum í hálf- kæringi, en þó svo, að Bonnar gat ekkert á því haft. Neitaði meðal annars að fullyrða nokkuð undir eið um nafn sitt eða fæðingarár, þar sem hann hefði hvorttveggja eftir annara sögusögn. Og eins fór hann með málsatriðin sjálf. Hann var svo hjákátlega varfærinn, að lög- maður græddi sáralítið á fram- burðinum. En þegar svo Bonnar tók að brýna raustina og ætlaði að auðmýkja þetta vitni, þá krafðist Hjörtur þess, að sér væri engin ó- Fyrir Þá, Sem Altaf Enj| 'Þreyttir. Þessir stöðugu þreytuverkir og sú tilfinning, að altaf gangi eitt- hvað að manni, á rót sína að rekja til hægðaleysis. Notaðu Nuga-Tone og fáðu lækningu á þessum kvilla áður en hann leiðir til annars verra og verður ólæknandi. Nuga- Tone hreinsar þessi eitruðu efni úr líkamanum, sem eyðileggja heilsuna og gera lífið óánægju- legt. Matarlystin verður betri og meltingin og þú ferð að sofa vel og verður eins og þér er eðlilegt. Stundum verður heilsan miklu betri, eftir að þú hefir tekið Nuga- Tone bara fáeina daga, svo fljót- ar eru verkanir þess. Og ef heils- þín er ekki alveg eins góð eins og hún ætti að vera, þá láttu ekki bregðast að reyna Nuga-Tone. Þú getur fengið það alstaðar ,þar sem meðul eru seld. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann útvega það frá heildsölu- húsinu. Virðing sýnd í réttinum eða þjösna- skapur; og fékk þá kröfu viður- kenda. Lögmaður mátti lækka seglin. En mig minnir, að málið færi einhvern veginn út um þúfur. En Hirti til mikillar undrunar, þá gegur Bonnar til hans að loknu rétt- arhaldi, hælir honum heilmikið fyrir einurð og skarpa greind, og segir a'ð hann sé ágætt lögmannsefni. Litlu síðar vistaði Hjörtur sig á skrifstofu Bonnars og tók að stunda laganám af alefli. Hann undir þar allvel hag sínum um nokkra hríð. Sá þó fyrir sér á þeim slóðum ýmis- legt það, er honum var ekki sem geðfeldast, en lét sig það litlu skifta. (Meira) INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota Árborg, Man Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man G. Sölvason 1 Baldur, Man O. Anderson ! Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Thorgeir Símonarson Belmont, Man Blaine, Wash Thorgeir Símonarson I Bredenbury, Sask S. Loptson Brown, Man J. S. Gillis : Cavalier, N. Daksta B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask S. Loptson Cypress River, Man F. S. Frederickson Edinburg, N. Dakota.... Elfros, Sask .. Goodmundson, Mrs. J. Hi ] Foam Lake, Sask.. ! Garðar, N. Dakota; Jónas S. Bergmann Gerald, Sask Geysir, Man Tryggvi Ingjaldsson ; • Gimli, Man [ Glenboro, Man F. S. Fredrickson Hallson, N. Dakota Hayland, Man Hecla, Man Hensel, N. Dakota Hnausa, Man Hove, Man.. Húsavík, Man Ivanhoe, Minn Kristnes, Sask Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man S. Einarson Lögberg, Sask Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dakota i Mozart, Sask Narrows, Man Nes, Man Oak Point, Man ! Oakview, Man Otto, Man Pembina, N. Dakota. .. . : Point Roberts, Wash Red Deer, Alta Revkjavík, Man Riverton, Man Seattle, Wash T. J. Middal Selkirk, Man ' Siglunes, Man Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask Upham, N. Dakota Einar T- Breiðfjörð ! Vancouver, B.C Víðir, Man ! Vogar, Man Westbourne, Man Winnipeg Beach, Man... Winnipegosis, Man Wynyard, Sask

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.