Lögberg - 15.09.1932, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.09.1932, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1932. BIs. 3. Sólskin SÖLSTAFIR Ljá mér eyra ljóða dísin unga, Lát mig heyra alt sem getur tunga, Klætt í mannlegt mál og orða búningi— Máttar þroskans hreyfi öldu snúning. Finst mér ljúft að fálma út í bláinn, Finn þar máske alt sem hefur þráin Seytt og ofið inn í löngun mína, Alla fögru hljóðstafina þína. Glaðnar yfir, ský frá sólu svífur, Svana liljómur þagnar geiminn klýfur; Blærinn raular barna gælu þýða, Bjartir straumar yfir hvelin líða. Sálar hugboð sólar stafi málar, Sannleiks höndin við því fallna rjálar, Birtir nýja, ljúfa hugar heima, Hringiðuna sjálfa fer að dreyma. Dísin fagra dreyptu á þurra tungu, Dropa af þinni frelsis hugsjón ungu, Lát þar bjarta ljóma sólar stafi, Ljóða magn frá þínu óðar hafi. Vermi líf frá sólar sölum þínum, Sendu gleði þanka-brotum mínum. Sendu frið og sálar huggun blíða, Sendu kraft þeim veiku til að stríða. Færðu börnum blíðust ástar hótin, Blessun svo að styrki litla fótinn, Fylgd og vörn þeim ver á lífsins leiðum, Leiðarstjarna yfir þeirra heiðum. Ljóða gyðjan, lýstu í manna hjörtu, Leiftra þínum vísdóms neistum björtu, Þar sem tötrar toga dimman skugga, Tendra blys við þeirra sálar glugga. Yndo. BERGMÁLSPRINSINN Konungsonurinn í Zizzadoníu liét Bergmál. Þetta var ungur og fallegur konungssonur, en hafði þann slæma galla, að hann hermdi alt eftir, sém liann heyrði aðra segja. Og þess- vegna var hann kallaður Bergmál. —Þetta venst af honum eins og allur annar óvani, þegar hann er orðinn stór, sagði kon- ungurinn.—Því að annars getur hann ekki orðið konggir eftir minn dag. —Eg verð gráhærður af sorg út af þér, sagði hann við prinsinn. —Gráhærður af sorg yfir þér, át hinn eftir. —Þú verður aldrei, konungur! —Aldrei konungur, bergmálaði prinsinn. —Og þú færð aldrei prinsessuna fyrir konu! —Aldrei prinsessuna fyrir konu, sagði prinsinn. Það var ógeniingur að tala við hann. En loksins þegar prinsinn stækkaði, skildi hann hvaða vandræði það voru að geta aldrei sagt neitt frá eigin brjósti, heldur aðeins éta það eftir sem aðrir sögðu. Og svo einsetti hann sér að svara jafnan hyggilega framveg- is. En hann gat það ekki, hvemig sem hann reyndi. Ilann var orðinn of’gamall og óvan- inn of ríkur í honum. Og prisinn fór að skæla, drotningin fór að skæla og alt fólkið í Zizzidoníu fór að skæla, af því að prinsinn gat ekkert nema étið eftir það sem aðrir sögðu. En öll tár í Zizzidoníu gátu ekki þvegið þennan óvana af prinsinum og þessvegna kall- aði kongurinn snjallasta lækninn í Zizzidoníu, hann Dust lækni til sín og hann kom sam- stundis. Hann var svo lærður, að liann gat lesið alt, sem skrifað var í stjörnunum. Og hann var svo gamall að það var ekkert hár eftir á höfðinu á honum, og hann hafði svo sterk gleraugu, að hann g»t séð allar álfur heims í einu. —Góði Dust læknir, gerið þér mér nú þann greiða að lækna hann Bergmál prins, sagði kongurinn. Þá skuluð þér verða líflæknir hans þegar hann .er orðinn kongur í Zizzi- doníu. 0g læknirinn skimaði nú í allar áttir gegn- um sterku gleraugun sín. Á afviknum stað norður í Tröllafjöllum kom hann auga á jurt, —það var galdrajurt, sem læknaði alla sjúk- dóma milli himins og jarðar. En það var erfitt að finna hana, því að hún bar ekki blóm fyr en dimt var orðið á kvöldin, svo að mað- ur varð að hafa með sér Ijósker til þess að finna liana. Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga —Nú hætti prinsinn að skæla og kongurinn og drotningin hættu að skæla og þurkuðu sér um augun, því að nú vonuðu allir, að prinsinn gæti orðið eins og annað fólk. Syo var það eitt kvöld, að Bergmál prins tók sér ljósker í liöiul og lagði af stað norður í Tröllafjöll til þess að finna jurtina skrítnu. Á leiðinni rak hann löppina í stóran s'tein, svo að hann losnaði og valt með ógurlegum gauragangi niður hlíðina og tók undir í öllum Tröllafjöllum. Þá heyrðist ferleg rödd innan úr f jallinu. Hún sagði: —Hver er svo djarfur að raska ró minni hérna í fjallinu? —Ró minni hérna í fjallinu, svaraði prins- inn því að hann gat ekki svarað öðruvísi. — Hver er svo heimskur að þora að herma eftir tröllinu í fjallinu, heyrðist sagt aftur innan úr berginu. —Heimskur að þora að heima eftir tröll- inu í fjallinu, sagði prinsinn. Þá heyrðusf voðalegir brestir í fjallinu og áður en prinsinn hafði litið við kom gífurlega stór hnefi út úr klettarifu, greip hann og tók hann inn í bergið. Og nú sat hann þarna í fangelsi. Nú fór kongurinn að undrast um prinsinn, er hann kom ekki aftur á tilætluðum tíma. Hann sendi þjóna sína að leita að honum. Þeir leituðu og leituðu og þegar þeir sáu ekki neitt fóru þeir að kalla : —Bergmál kongssonur! Hvar ertu? —Kongssonur, hvar ertu, var svaiað inni í fjallinu. Og þá sneru leitarmennirnir heim og sögðu að kongssonurinn sæti bergnuminn inni í Tröllaf jalli. Þeir höfðu ómögulega get- að náð í hann, en heyrðu greinilega hvemig hann át alt eftir þeim er þeir kölluðu. Nú fór kongurinn sjálfur upp í Tröllaf jall. —Er hann sonur minn í fjallinu? hrópaði hann. —Sonur minn í fjallinu, var svarað undir eins. Hefurðu ekki fundið jurtina? spurði kong- urinn. —Ekki fundið jurtina var svarað í f jallinu. Nú er ekki um annað að gera en að reyna að ná í Dust lækni. Kongurinn bað hann í öllum lifandi bænnm að finna leiðina inn í bergið. En vitri læknirinn las alt, sem lesið varð í stjömunum, og í sjö konungsríkjum, en varð einskis vísari um, hvemig ætti að komast inn í fjallið. Og svo sat kongssonurinn þarna í fjallinu í sjö ár, en á áttunda árinu eftir hvarf hans, kom ungur og fríður maður að hallardyrum konungsins einn góðan veðurdag og barði á. —Hver bukkar á mín hús? spurði kongur- inn. Það er Bergmál konungssonur í Zizzidoníu svaraði gesturinn. Og kongurinn opnaði liliðið og prinsinn gekk inn. Loksins hafði honurn tekist að flýja úr helli bergrisans og svo hafði hann enn- fremur fundið jurtina góðu og hafði hún lækn- að liann að fullu, svo að nú hermdi hann aldrei eftir neinum. Hann hafði skilið þenn- an leiða ávana eftir uppi í Tröllafjöllum. —Segirðu mér satt, sonur minn? spurði kongurinn alveg forviða. —Farðu út og kallaðu upp í Tröllafjöll og þá færðu svarið, sagði kongssonurinn. Og kongurinn gerði það og kallaði eins hátt og hann gat:—Er það ávaninn lians Berg- máls kongssonar, sem svarar? —Ávaninn lians Bergmáls kongssonar sem svarar, heyrðist aftur. Svona varð bergmálið til, og þið þekkið það sjálfsagt öll og hafið heyrt það margsinnis. En þið vitið víst ekki fyr en nú, hvernig á því stendur. —Fálkinn. MJALTASTÚLKAN / BJ ARN ARHAMNUM Það var björt, unaðsleg vornótt. Allur dalurinn var fyltur sumarangan. A himninum blikuðu bleikar stjörnur. En í fjósinu á Hóli, stærs'ta bænum í daln- um, var alt í uppnámi. Allar kýrnar stóðu á básunum, í stað þess að liggja og sofa, eins og kýr eiga að gera á nætumar. Þær bauluðu og öskruðu svo liátt, að ekki heyrðist manns- ins mál. Ef fólkið á ba'num hefði heyrt til þeirra, myndi það hafa sagt: —Það lilýtur að vera hundur úti í fjósinu, fyrst að kýrnar láta svona illa.—Því að ekkert fer eins í taugainar á kúnum og ókunnugir hundar. En það var ekki hundur, sem átti sök á ó- látunum í fjósinu. Svo var mál með vexti, að kýrnar höfðu séð stóran skógarbjörn, þeg- ar þær vom á beit uppi í skóginum um daginn, svo að það var engin furða, þó að þær væru hræddar. —Hvað eigum við að taka til bragðs? sagði Reyður, sem var forystukýrin. — Enginn á bænum veit af biminum, svo að við verðum áreiðanlega reknar upp í skóginn á morgun, og þá getur björninn komið og sálgað okkur öllum! —O, það getur nú dregist að liann leggi mig að velli! þrumdi Svartur, stóra nautið með breiða skallann og löngu hornin. —Að heyra til þín bjálfinn þinn! sagði Reyður fyrirlitlega.—Það er minstur vand- inn að standa hér og bera sig borginmann- lega. Hvað heldurðu að þú getir þegar björn- inn langar þér högg með hramminum? Ætli að þú verðir ekki lúpulegri þá! . Svartur varð kyrlátari eftir þessa áminn- ingu. Hann draup höfði og gat engu orði upp komið. —Það væri strax mikil bót ef við hefðum almennilega smalastúlku til þess að gæta okk- ar, sagði Reyður.—En stelpan, sem gætir okk- ar púna, hefir ekki vit fyrir túskilding. Nei, hún Kata, sem var hérna í fyrra, það var al- mennileg stúlka! En liún týndist í skóginum, því er nú ver og miður. Eg liugsa að tröllin hafi rænt henni. —Já, sögðu hinar kýrnar og andvörpuðu, bara að hún Kata væri bérna til þess að bjarga okkur. En eins og nú stendur á, er úti um okkur allar! Það var hörmulegt að heyra hvað kýrnar báru sig illa. Alt í einu datt alt í dúnalogn. Lítil, grá- klædd vera, með rauða húfiu á höfði, smeygði sér inn um dyrnar. Þetta var búálfurinn. —Það gengur mikið á hér í nótt, sagði hann. Af hverju stafa öll þessi ólæti, með leyfi að spyrja? Reyður sagði honum þá með tárin í aug- unum, að nú væri úti um þær allar, því að stóieflis björn hefðist við í skóginum. —Nú, er það ekki alvarlegra, sagði liann.— Æ'tli að maður hafi ekki einhver ráð. Að svo mæltu tók hann litla krukku upp úr vasa sínum og bar síðan einhverskonar smyrsl á hornin á Svarti. —Nú þarftu ekki annað en að rispa björn- inn ofurlítið með hornunum, sagði búálfur- inn, þá fellur hann niður steindauður. Þessi smyrsl erfði eg eftir langömmu mína, og þau eru sterkasta eitur, sem til er í heiminum! Nú getið þið allar verið rólegar úr þessu. Ef þið mætið biminum á morgun, þá verður Svartur ekki lengi að koma lionum fyrir katt- amef! ^ |||'| Síðan fór búálfurinn og nú varð kyrt í fjós- inu. Kýrnar fóiu allar að sofa, því að nú voru þær ekki liræddar lengur. Daginn eftir voru kýrnar reknar up]> í skóg- inn að vanda. Ekki leið á löngu, áður en björninn kom, og var hann ógurlegur á að líta. Hann öskraði svo há'tt, að trén í skóginum skulfu og kálfamir urðu svo máttlausir í knjánum af hræðslu, að þeir duttu allir á haus- inn. Hann froðufeldi af bræði og eldur brann úr augum hans. Hann réðst óðar á Svart. Nú liófst ógurlegur bardagi! Báðir liöm- uðust svo að moldin fauk fjöllunum hærra. Bjöminn sló og Svartur stangaði svo að und- ir tók í skóginum. En ekki leið á lömgu, áður en Svarti tókst að reka bæði homin í brjóst bjarnarins. Féll þá björninn steindauður til jarðar. En livað haldið þið að þá hafi komið fyrir. “ Alt í einu rís stúlka upp úr dauðum bjarnar- skrokknum! Og þetta var engin önnur en hún Kata smalastúlka. —Þakka þér fyrir Svartur minn! lirópaði hún. Ólukkans tröllið brá mér í bjamarham og nevddi mig til að drepa skepnur. En nú hefir þú leysit mig úr álögum! Sólin ljómaði og fuglarnir sungu, og kýmar og kálfarnir slógu hring um Kötu og Svart og dönsuðu af fögnuði. —Fálkinn. PROFCSSIONAL CARDS fS- A .1. .A. A A A L A, DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office tímar 2-3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone 27 122 Winnipeg, Manitoba DR. L. A. SIGURDSON H. A. BERGMAN, K.C. 216-220 Medical Arts Bldg. tslenzkur lögfrœOingur Phone 21834 Skrifstofa: Room 811 McArthur Office tímar 2-4 Building, Portage Ave. Heimlli: 104 HOME ST. P.O. Box 1656 Phone 72 409 PHONES 95 052 og 39 043 DR.O. B. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office tímar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 586 Winnipeg, Manitoba Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœOingar 325 MAIN ST. (á ööru gölfi) Talsimi 97 621 Hafa einnig skrifstofur aö Lundar og Gimli og er þar aö hitta fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office timar 3-5 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21.834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Heimili 403 675 Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi 28 180 Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Heimilis 46 054 DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími 501 662 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur áð sér að ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifst. 411 I’ARIS BUILDING Phone 96 933 J. RAGNAR JOHNSON BA... LL.B., LL.M. (Harv). íslenzkur lögmaOur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimaslmi 71 753 G. S. THORVALDSON B A, LL.B. LögfrœOingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœOingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 96 635 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO. LIMITED stundar lækningar og yfirsetur Nuddlœknir 601 PARIS BLDG., WINNIPEG • Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- og frá kl. 6-8 að kveldinu Phone 36 137 vega peningalSn og eldsábyrgð af öllu tagi. 532 SHERBURN ST.-SImi 30 877 Símið og semjtð um samtalstlma Phone 94 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.