Lögberg - 20.10.1932, Síða 4

Lögberg - 20.10.1932, Síða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER 1932. Högbcrg GefiíS út hvern fimtudae af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES 86 327—86 328 Veturnætur Sanikvæ-int íslenzku tfmatali, er veturinn að gnnga í garð. Hér hjá oss, sem í Canada búum, er hann líka að koma. Sumarið er-lið- ið, ágætt sumar, hvað veðráttufar snertir, og vér vitum, að nú eigum vér langan og kaldan vetur fram undan oss, vér, sem heima eigum á sléttunum í Vestur-Canada. Vetumir eru æfinlega langir og kaldir hér um slóðir, þó misjafnir séu vitanlega. Hvað menn hugsa um vetrarkomuna og hvernig menn hugsa um hana, fer að mjög miklu leyti eftir því, hvernig þeir era undir veturinn búnir. Sá, sem er vel undir vetur- inn búinn, hugsar til hans með gleði, eða að minsta kosti óttalaust. Sá, sem er illa undir veturinn búinn, hugsar til hans með kvíða. Svo segir Þorsteinn Erlingsson í sínu gull- fallega kvæði, Vetur: “Ef þú átt, vinur, þrek í stríð og þér gi heilsa dvínar, og treystir vel, þó versni tíð, á vetrarbirgðir þínar, og veizt þig gevma húsin hlý, er hret á þaki dynur: þá gengur vetur garð þinn í sem gamall trvgðavinur.” Einstaklega væri það ánægjulegt, að vetur- inn, jafnvel þó hann sé kaldur og langur, eins og hann er í Manitoba, mætti ganga í hvers manns garð, “sem gamall trygðavinur ”. En svo er ekki, því er nú miður, enda segir í næsta erindi í kvæðinu, sem vitnað var í: “Sá væntir minna á vina hót, er veit sig skorta fæði, og þrammar vetri þungt á mót, með þunn og slitin klæði . . . .” Vér getum ekki neitað því, að við þessa vetrarkomu, erum vér sérstaklega að hugsa um þá, sem “þramma vetri þungt á mót”. Þeir eru svo margir í þetta sinn, óvanalega margir, sem ekki hafa átt þess kost, eða á einhvern hátt ækki hepnast, að búa sig undir veturinn, eins og vera þurfti. Það er svo afar-þröngt í búi hjá mörgum um þær vetur- nætur, sem nú eru að ganga í garð, og það má búast við, að það verði enn miklu þrengra, um það að þessi vetur er liðinn. Það hefir verið þröngt í búi hjá mörgum tvo undan- farna vetur hér í Winnipeg, en þeir verða á- reiðanlega miklu fleiri í vetur, heldur en nokkru sinni fyr. Þetta hlýtur svo að vera. Því lengur sem menn eru atvinnulausir, því nærgöngulli verður skorturinn og allsleysið. Það getur vel verið, að heldur sé mikið úr þessu gert stundum, og það getur vel verið, að einhverjir fái fátækrasty'rk, sem gætu komist af án hans. En slíkt eru smámunir. Þeir, sem nota sér hjálpsemi annara. án þess að þurfa hennar með, eru vafalaust tiltölu- lega fáir. Það er ekki til neins að neita því, að nú í vetur verða þeir fleiri hér í Winni- peg, sem ekki geta komist af hjálparlaust, heldur en nokkra sinni fyr, og þar á meðal eru margir fslendingar. Vér vitum ekki hvað margir. Því er miður, að 1 þetta sinn er margur, “sem veit'sig skorta fæði, og þrammar vetri þungt á mót, með þunn og slitin klæði.” Dæmalaust hlýtur þetta orð, veturaætur, sem annars er svo hljómfagurt, að láta kuldalega í eyrum allra þeirra, sem eiga við svo þröngan kost að búa, að þeir geta ekki veitt sér helztu lífsnauðsynjar. Það hljóm- ar kúldalega í eyrum allra, nú við aðkomu vetrarins, líka þeirra, sem hafa nóg, meir en nóg, fyrir sig og sína, ef þeir láta sig kjör náungans nokkru skifta. Vér vonum, að eng- inn íslendingur sé þannig innrættur, að hann geri það ekki. En þó erfiðlega gangi nú í bili, og það er ekki til neins að neita því, að það gengur erf- iðlega, þá skyldi enginn maður ætla, að svo muni alt af verða. Margir virðast samt heldur vantrúaðir á alt annað, þykjast ekki sjá, hveraig það ástand, sem nú er, geti batn- að. Það getur vel verið, að það sé heldur erfitt að sjá það. En voru þeir ekki heldur fáir, sem sáu fyrir fjárhagshrunið, sem kom fyrir seint á árinu 1929? Og voru menn ekki æði lengi að átta sig á því, eftir að það var komið ? Góðu árin gera ekki boð á undan sér, frekar en hörðu árin. Feitu kýraar ekki frek- ar en hinar mögru. Góðærið getur komið al- veg eins fyrirvaralaúst, eins og harðærið. Vér voram, að hugsa um vetumætur, eða vér vorum að hugsa um veturinn, sem nú er að færast í fang. Vér vitum, að hann verður möigum af 'löndum vorum erfiður, hér um slóðir, og þá ekki sízt einmitt hér í Winni- peg. En vér skyldm ekki gleyma því, að á eftir vetrinum koma vordægrin, björt og blíð. Við þau er skemtilegra og hollara, að láta hugann dvelja, án þess þó að gleyma vetrinum og verjast skortinum, hver og einn eftir beztu fiöngum. Hljómliálin og trúin Bæða eftir Dr. Björn B. Jónss'on. Morgunstjörnurnar sungu gleöisöng allar saman og allir guös—synir fögnuSu.—Job. 38, 7. Lofið Drottin með gígjum, leikiS fyrir honum á tístrengjaSa hörpu, syngiS honum nýjan söng. —Sálm. 31, 3. ÁvarpiS hver annan meS sálmum, lofsöngum og andlegum ljóSum — syngiS og leikiS Drotni lot í hjörtum ySar.—Ef. 5, 20. Tilgangurinn í þetta sinn er að vekja at- hygli á undra-mætti hljómlistarinnar og gildi hennar fyrir trúarlíf mannanna. Frá öndverðu hafa kristin trú og hljóm- listin átt samlqjð. Á öllum æðstu stigum sín- um hefir hljómlistin verið innblásin af trú; hljómlistin aftur á móti hefir ætíð léð trúnni vængi til flugs upp á hæstu tinda. Heilög ritning er sem tístrengjuð harpa. Frá strengjum hennar er mönnunum kominn mestur söngur. Lófsöngurinn er enn í dag hástig listarinnar. Og lofsöngurinn er viÞ anlega innninn undan hjartarótum trúar- innar. 1 því riti biblíunnar, sem ef til vi'll er heim- spekilegast þeirra allra, Jobsbók, slær þeirri geislandi hugsun niður í sálu hins andríka höfundur, að heimurinn sé fæddur í söng. þegar almættið í upphafi tímans “talaði og það varð ’ ’, þá segir höfundurinn, að morgun- stjömumar hafi sungið gleðisöng allar sam- an og allir guðs-synir himnanna hafi fagnað. Það er “Hallelúja-kórið” í fyrsta sinn. Alla daga hins gamla sáttmála beið hinn útvaldi lýður syngjandi fyllingar fyrirheit- isins mika. Oamla testamentið eitt á sinni tíð, og eitt af trúarbókum hins forna heims, flytur heiminum dásamlega lofsöngva. Við Rauðahafið söng Miriam, systir Móse, og margar konur með henni, nýjan söng, í tilefni af náðarsarúlegri frelsun lýðsins, og var þetta viðdragið: “Lofsyngið Drotni, því hann hefir gjört sig dýrlegan.” Frá eldri dögum gamla testamentisins er og lofsöngur Önnu, móður Samúels, og fleiri slíkir. Þá segir og frá kórsöng kvennanna, er ris- inn féll fyrir slöngusteini hjarðsveinsins og Israel frelsaðist undan sverðseggjum Filista. Fleiri dæmi mætti nefna. Þó er það fyrst með Davíð, að hljóðlist og söngur ná hástigi í Israel. f æsku gætti Davíð hjarða föður síns, langt frá bygðum manna, og orti þar í einverunni dásamleg ljóð um dýrð Drottins, samdi lög við Ijóð- in og lék þau á hörpu sína. Og er Davíð varð konungur í landinu, leiddi hann hljómlistina tfl öndvegis í höll sinni og í,tjadbúðinni, þar sem guðsþjónusta safnaðarins var haldin. Fékk hann sér til aðstoðar þrjá ágæta söng- stjóra: Asaf, Heman og Etan. Hann mynd- aði hljómleikaflokk, er í voru 288 manns, og í söngflokk tjaldbúðarinnar er sagt að verið hafi 4000 manns. Einnig var þar drengjakór til aðstoðar. Við guðsþjónustur stóð söng- flokkur þessi hinn mikli og hljómleikaflokk- urinn umhverfis sáttmálsörkina. Allur.söfn- uðurinn söng með, úti og inni. Davíð og aðrir ortu veglega víxlsöngva, og eru sumir þeirra enn geymdir í sálmasafni biblíunnar. Mun trúarlíf þjóðarinnar sjaldan hafa staðið í jafn-miklum blóma, eins og á söngöldinni um þúsund árum f. Kr. Og aldrei framar varð með öllu sönglaust í fsrael, þótt oft yrðu dagarair dimmir og strengir hörpunn- ar veikir. Þegar fyrirheitin rættust og frelsari heims- ins fæddist, var sem á ný syngju morgun- stjöraur himinsins allar saman og allir guðs- synir fögnuðu. Aldrei hefir “Hallelúja- kórið” hljómað jafn-yndislega sem á völlun- um við Betlehem: “Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir vel- þóknun á”. Með þeim engla-söng byrjar kristin trú og tilfinning hér á jörðu. Sem forspil og undir- raddir era lofsöngvar sumra þeirra mann- vera, er næstar voru Betlthems-baminu. Móðurhjarta Maríu söng: “Önd mín miklar Drottin og andi minn hefir glaðst í Guði, frelsara mínum” o. s. frv. Sakaría, faðir fyrirrennarans, söng af spá- mannlegri andagift: “Lofaður sé Drotttinn, Guð fsraels, því hann hefir vitjað lýðs síns og búið honum lausn” o. s. frv. Og svanasönginn Ijúfa söng Símeön, er armar hans höfðu umvafið barnið Jesú: “Nú lætur þú, herra,- þjón þinn í friði fara.” Jesús fæddist í söng. Og er hann náði aldursþroska, gekk liann hvern helgan dag, að því er ætla má, í guðshús safnað- arins, samkunduhúsin, en þar var ávalt hafður söngur um hönd. Má því telja víst, að Jes- ús hafi þar af hjarta sungið með bræðrum sínum helgi- söngva safnaðarins. Er hann, fulltíða maður, hóf starf sitt og -lítill hópur manna 'batt sig við hann böndum trúar og kær- leika, átti hann daglega bæna- stundir með þeim, og er litlum vafa bundið, að þá hafi Jesús og lærisveinar hans sungið sálma. Af einum þeim bæna- fundi er greinileg frásaga í nýja testamentinu, þeim hinum síðasta. Sá fundur, skírdags- kvöldið, endaði með lofsöng. “Að liðinni máltíð lofsönginn las sínum föður Jesús minn, síðasta kvöldið, seint það var, sungu með hans lærisveinar.” Lofsyngjandi gekk frelsarinn. út í pínu sína og dauða. Eftir upprisu Krists mynd- uðust söfnuðir þeirra, er við trú tóku. 1 þeim fyrstu söfnuð- um var sennilega mikið sung- ið, svo mikil sem þar var gleði trúarinnar. Postularnir voru söngmenn. Er til marks um það, að þá þeir Páll og Sílas voru hneptir í fangelsi í Efes- us, þá sungu þeir sálma sína mikinn part nætur. Páll áminti söfnuði sína um að “syngja og leika Guði lof í hjörtum sín- um.” Um sjálfan sig sagði Páll: “Eg vil lofsyngja með anda, og eg vil líka lofsyngja með skilningi.” Kristin kirkja hefir frá ppp- hafi vega verið syngjandi kirkja, og úr skauti kirkjunnar er heiminum komin hjómlistin bezta. Hver söngelsk sál verð- ur því að virða og elska kirkj- una. Ambrósíus, biskup í Mílan á fjórðu öld, er nefndur faðir nútíðar sönglistarinnar. og Gregoríusi mikla eigum vér tónstigann að þakka og frum- tóna þá, sem enn eru við hann kendir. A miðöldunum dvínaði bæði söngur og trú. Söngur kirkj- unnar varð hjáróma. Safn- aðarsöngur var látinn víkja fyrir tóni klerka á latínu. sem alþýða ekkert skildi. Var þá ekki að undra, þótt kalt yrði kirkjunni um hjartarætur. Með Siðbótinni fékk kirkjan aftur mál sitt—sönginn. Hvort vold- ugra var í höndum Lúters, penninn eða harpan, skal lát- ið ósagt. Síðan um Siðbót hafa gígjur aldrei hengdar verið á pílviðina og lofsöngur aldrei þagnað í Síon. Kirkja Krists auðkennist hvar í heimi sem er af sönglist- inni.Heiðingjamir syngja ekki. Þoir eiga engar sálmabækur. önnur, jafnvel meiriháttar trúarbrögð, fara söngsins á mis. Ekki eru lofsöngvar sungnir í musterum Búd- dha, Konfúsíusar eða Múham- meds. Guðir þeirra vekja eng- an söng í sálum dýrkenda sinna. Hljómlistin gríska, ind- verska og kínverska hefir dagað uppi langt aftur í forn- um f<öfldum. > Heiðingjarnir, enda mentaðir heiðingjar, kunna hvorki að syngja “Hærra, minn Guð, til þín”. né “ó, Guð vors lands!” En hve nær, sem boðskapurinn um Jesúm Krist berst til heið- inna manna, þá fara þeir að syngja. Nú er fagnaðarerindi Drottins vors Jesú Krists sungið að einhverju leyti hringinn í kringum hnöttinn. Næst ritninguni sjálfri er sáhnabókin útbreiddasta bókin í veröldinni. Við athugun mun það reyn- ast, að flest af voldugustu meistaraverkum hljómlistar- innar eru ávöxtur af gleði mannssálarinnar yfir hjálp- ræðinu í Jesú Kristi. Svo er t. d. með “Sköpunina”, hið heimsfræga listaverk Haydns. Höf. segir sjálfur frá því á þessa leið: “Meðan eg var að semja “Sköpunina”, settist eg aldrei svo við hljóðfærið, að eg ekki fyrst gerði bæn mína til Guðs, og bæði hann af öllu hjarta að styrkja mig til þess að semja lofgerð, er honum væri samiboðin. ” Sá verður aldrei mikill söng- maður, né annar listamað- ur, sem ekki sækir sér feg- urð og mátt upp í dýrðina til Guðs. Sannir listamenn eru guðsmenn. Svo var um Moz- art, sem um 35 ára skeið út- helti sinni guðelsku sál í ,heil- ögum söng. Og þá ei síður Lizt, sem á því tímábili æfinn- ar sem hann samdi sín mestu listaverk, lét engan dag ónot- aða hina dýrmætu bænabók Thómasar á Kempis, er heitir Imitatio Christi, eða “Krists eftirbreytni”, og er einna lijartnæmust allra guðsorða- bóka. Heimspekingurinn Schopen- hauer sagði um hljómlistina, að hún væri “steynibað, er öll óhreinindi þvær af mannlegri sál. ” Ekki ófullkomnari er lýs- ing íslenzka skáldsins á engla- máli söngsins, “tónaregninu ”, sem hann kallar: “Tónaregn þitt táramjúkt titrar niður á hjarta sjúkt, eins og dala-daggir svala þyrstri rós í þurk. ” Einhver, sem eg ekki veit hvað hét, hefir sagt, að sönn hljómlist sé “reykelsisfórn biðjandi sálar.” Margir hlutir verða til að sundra mönnum og vekja and- úð í sál, en söngurinn samein- ar alla, og veldur samúð í brjóstum ólíkustu manna. Þó kirkjan sé margskift og mis- klíð sé þar milli flokka, verður kirkjan ein þegar hún syngur, og “flokkarnir” verða bræð- ur í sálmasöngnum. Kalvin- istinn Toplady kendi oss að syngja “Bjargið alda, borgin mín”; kardínálinn kaþólski, Newman, kendi oss “Skín, ljósið náðar, mykrin grúfa grimm”; Únítarinn, Sarah Adams, kendi oss “Hærra, minn Guð, til þín”; Meþodist- inn, Wesley, kendi oss “Sálar minnar sanni vin”; og guðs- maðuiinn llúterski, Gerhard, kendi oss “Á hendur fel þú honum. ’ ’ Hvernig, sem vér íslending- ar sundrúmst og syndgum, getum vér þó ávalt allir sung- ið á eina bók með1 Hallgrími: “Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni”. Trúai söngur kristinna manna hér á jörðu er þó ekki nema sem æfing, “söngæfing”, til undirbúnings undir hátíðasöng hólpinna sálna annars heims, þar sem falskir tónar aldrei heyrast í’ hásölum gleðinnar ein lífu. 1 allra síðasta riti biblí- unnar, sem er eftir “lærisvein- inn, sem Jesús elskaði”, er skýrt frá undursamlegum kon- sert, sem sá ástríki og þá lí'ka 6Öngelski maður fékk að hlýða á í anda, þó staddur væri þá einn út á eyðilegri eyju, þar sem ekkert annað jarðneskt beigmálaði andvörp hans og óskir, en kaldir klettar og drynjandi haf. Þá bárast sálu hans raddir af himnum ofan. og hann fékk að hlusta á kór- söng útvaldra, sem eru í dýrð- inni hjá Guði. Og úr sálmum þeirra fékk hann numið þessi orð, og fleiri: “Mikil og dásamleg eru verk- in þín, Drottinn Guð, þú al- valdi; réttlátir og sannir eru vegir þínir, þú konungur ald- anna.------Þú einn ert heil- agur. Allar þjóðir munu koma og tilbiðja frammi fyr- ir þér.” 17771 N^§7 mitJSSr i 1 meir en þrif,jungr aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið vtðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdðmum. Fást hjA ölium lyfsölum, fyrir 60c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint fr& The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Sælir eru þeir, sem hér á Patmos-ey hins stundlega lífs eiga í hjarta sér söng hinnar eilífu vonar og heyra raddir himnanna. Hvar sem er trú, þar er gleði, og hvar sem er gleði, þar er söngur. 1 söfnuð- um Krists er trú og gleði; þar á einnig að vera söngur. Við guðsþjónustur kristinna manna eiga allir að syngja, allir sem trúa. Nú l?egja það sumir, að þeir kunni ekki að syngja, geti ekki sungið. Satt er j)að, til eru þeir menn, sem alls ekki treysta sér til að beita radd- færum sínum til söngs. í söngnum geta þeir verið með eigi að síður. Frá hjörtilm þeirra, sem annara, má í helg- um sálmunum tilbeiðslan stíga eins og reykelsis-ilmur að há- sæti Guðs. En að því marki ber að stefna, að allur söfnuð- urinn syngi við guðsþjónustur, og að söngur safnaðarins sé kröftugur og fullur af fjöri og gleði lifandi trúar. Og ekki er hér átt við söng sálm- anna aðeins, heldur líka, og jafnvel fremur, við messu- sönginn allan: dýrðarsöngvana (gloríurnar), víxlsöngvana, messusVörin, alt sem guðs- þjónustunni tilheyrir. Það er lýti á hverjum söfnuði, ef guðsþjónusta hans er köid og margt af safnaðarfólki tekur engan þátt í guðsþjónustunni. Svo að eins hefir maður þá líka gagn af guðsþjónustunni, að maðup sjálfur 'fleggi eitthvað til hennar. En. þó nú söfnuðurinn allur syngi, þá er nauðsynlegt, að söfnuðurinn njóti góðrar leið- sagnar. Fyrir því höfum vér söngstjóra, organista og æfð- an söngflokk. Eg geri ráð fyiir því, að allir menn og afll- ar konur í kristnum söfnuði, sem hæfileika og þekkingu hafa til þess að auðga trúarlíf safn- aðarins með söng og hljómlist, telji sér það lán, að geta á þann sérstaka hátt verið Guði sínum til dýrðar og þjónað honum. Það er veglegt starf og líka heilagt starf. Þar má aldrei vera syndsamleg hé- gómagirni eða metnaður. Söng og hljómlist má enginn koma með til guðsþjónustu í söfnuði Drottins öðruvísi en sem með hreina fórn til að leggja á alt- ari Guðs. Sá, er stýrir söng eða syngur í söngflokk, er fyr- ir afltari, engu síður en prest- urinn. Jafnvel hver söngæf- ing kirkjjikórsins er heilög at- höfn. Það er dýrleg köllun, sem Kristur hefir kallað yðuf, sem eigið að hafa það verk með höndum, að fleiða tilbiðj- andi sálir bræðra yðar og systra að altari, að hjarta, Guðs, í söng. En þá braut leiðið þér ekki hjörtu annara, nema hjörtu yðar sjálfra gangi þar á undan í trúaðri lofgjörð og bæn. Guð gefi þeim öllum heilagan anda, sem í söfnuði frelsarans þjóna með hfljómlist og söng. Dýrðarinnar heilagi Drott- inn! Gef þú trú vorri söng; gef þú söng vorum trú. Vek þú hljómflist tilbeiðslunnar í séihverri sál; ger þú alfla hljómfleika vora að englum [línum. “Söng vorn, bæn og athöfn alla elskumerki hrein þú kalla.”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.