Lögberg - 20.10.1932, Side 5

Lögberg - 20.10.1932, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER 1932. Bls. 5 Eins og að keyra án auka rubber- hjólgjarðar— Maður, sem liefir ekki peninga í bankanum, er í sömu hættu eins og sá, sem keyrir bíl án auka rubber- hjólgjarðar. Allir ættu að eiga eitthvað í spari- banka, ábyggilega, arðberandi inn- statíðu, sem alt af má grípa til, ef í nauðir rekur. Peningar, sem þanig er varið, eru alt af tiltækilegir, ganga ekki til þurðar og draga þrjú per cent. Yður mun vel falla að skifta við The Royal Bank of Canada Höfuðstóll og varasjóður Allar eignir gfir $74,155,106 $750,000,000 AN W'\ AMAZINC W\ OFFER • E re LozmlercilS' Exercise Fyrir skðlann etta heima, Fimm 32-bls. skrifbækur og 12 blíantar, fullar stærttir. Fyrir að eins tvo miða af RQYAL CRDWN FLAKED LYE and 25c KaupiíS tvær könnur af Royal Crown Flaked Lye hjá matsalanum. SenditS oss nafn-mibana og 25c. SkrifiS nafn yöar og heimilisfang skýrt og 12 blfantar og 5 skrifbækur veröa sendar ybur póst- frítt. Sendið ekki imfnmiðanu af öbrum Royal Crown vörum. Afteins Royal Crown Lye miðar fyrir þetta örlætis til- boð, en m& endurtakast eins oft og vill. The Roval Crown Soaps Lto .Winnipeg a« mýkja vatnið. sótthreinsa, hreinsa- pípur og rennur, búa tii sápu, o. s. frv., notið Sköpun mannsins Þjóðsaga frá Seminole-Indí- ánunum. [Þetta er útdráttur úr ræðu, sem Indíánahöfðingi einn hélt, endur fyrir löngu, til að mótmæla, er Bandaríkjastjórn ætlaði að fara að byiggja skóla og gera börn Ind- íánanna “skólaskyld” í héraði því, er þeir bjuggu í.] Þegar Andinn mikli skapaðl mennina, þá skapaði hann fyrst svarta manninn. Það var hans fyrsta tilraun, og sem slík, var hún ágæt. En hann sá brátt, að “drotnari jarðarinnar” varð að vera fullkomnari, og ákvað hann því, að gera aðra tilraun. Og skapaði hann þá rauða manninn. Líkaði houm að visu1 mun betur það verk sitt, en var þó ekki á- nægður. Því, þó að rauði mað- urinn væri að öllu fremri svarta manninum, þá vantaði hann þó ýmislegt; hann var ekki nógu full- kominn, hann var ekki fullkom- lega að óskum Andans mikla. Hann 'gerði því þriðju tilraunina — hann skapaði hvíta manninn. Og nú var hann harla ánægður. Hann hafði komið hugsjón sinni í verk, — skapað óviðjafnanan- legt listaverk. Þegar hann var búinn að skapa þessa þrjá menn, þá kallaði hann á þá og sýndi þeim þrjár kistur, fagrar og miklar fyrirferðar. — í einni kistunni voru bækur, landabréf, allskonar skjöl o, þ. h. í annari voru bogar, *örvar, hníf- ar og vígaxir, og allskonar bar- dagaáhöld. í þriðju voru alls- konar verkfæri, svo sem rekur, heykvislar, hamrar, axir o. s. frv. — Og hann sagði við þá: “Synir mínir! Áhöld þau, sem í kistun- um eru, eigið þér að nota til að afla yður lífsviðurværis með. — Takið þið þau, er yður líka bezt.” Og af því að hvíti maðurinn var fullkomnastúr, fremstur að viti og þekkingu, var hann látinn velja fyrst. Hann gekk fram hjá kistunni með verkfærunum í, án þess að líta á hana. En er hann kom að kistunni með bardaga- og veiðivopnunum, þá stóð hann kyr langa stund og var á báðum áttum. Þegar rauði maðurinn sá það, þá titraði hann allur af ótta og etfirvæntingu, því hann hafði einmitt haft augastað á þeirri kistu, já — hann gat alls ekki hugsað sér að fá aðra, eins og allir geta skilið. En þegar hvíti maðurinn hafði lengi staðið og horft á hana, þá fór hann og gekk að síðustu kistunni, kistunni, sem innihélt bækurnar og skjölin. Og hann valdi sér hana. — Þá kom vitanlega röðin að rauða mann- inum, og allir vita, að hann valdi sér kistuna með bardaga og veiði- vopnunum. Hann var himinglað- ur yfir sínum hlut. Nú kom röð- in að hvarta manninum, nú átti hann að velja. En hann hafði ekki úr neinu að velja. Hvítl og rauði maðurinn höfðu skamtað honum þau vopn, sem hann átti að afla sér viðurværis með, —- rekuna, heykvíslina, exina o. s. frv., — verkfæri vinnumannsins, þjónsins. Hann átti að verða þjónn. Hann varð að sætta sig við sitt hlutskifti. Það var vilji og fyrirætlun Andans mikla, að það færi eins og það fór. Það var vilji Andans mikla, að hvíti maðurinn skyldi lesa og skrifa, skilja gang himintunglanna og stjarnanna, og drekka romm og whisky. Og það var vilji Andans mikla, að rauði maðurinn skyldi vera góður bar- daga- og veiðimaður, og hann átti ekki að liggja í bókum og hann átti ekki að brugga áfenga drykki, til að drekka sig í hel. — Og það var vilji Andans mikla, að svarti mað- urin skyldi þjóna hvíta og rauða manninum, eins og hann hefir líka alt af gert. — Heimilisbl. Heimsókn í Doorn Frá járnbrautarstöðinni í Ut- recht fer almenningsbíll fastar ferðir til Papst Hotel í Doorn. Vegurinn liggur um fagran skóg, fram hjá stórum herragörðum og skemtibústöðum og eru margir þeirra stærri en “Haus Doorn” — Garður Vilhjálms fyrverandi keis- ara hefir verið stækkaður mikið að undanförnu, vegna þess að keisarinn hefir það sér til dægra- styttingar að fella tré og hefir skemt garðinn mikið með því. Eigandi hallarinnar hefir líka látið gera þar sérstakan rósa- garð, og að honum geta menn fengið aðgöngumiða hjá “hirð- marskálknum”. í miðjum þessum garði hefir Vilhjálmur látið reisa marmaramynd til minningar um 10 ára afmæli þess, er hann varð að flýja Þýzkaland. Fyrir utan garðhliðið stendur hollenzkur hermaður. Er hann heiðursvörður eða fangavörður? Og hvað á að kalla hermanninn, sem alt af situr við hlið bílstjóra keisarans, þegar hann ekur út sér til skemtunar? Það er áreiðan- legt, að hann er ekki frjáls mað- ur og að hans er stranglega gætt. Klukkan þrjú á daginn gengur keisarinn sér til skeftunar eftir aðalgötunnni í Doorn, og þá er kallað til gestanna í Papsts Ho- tel: Keisarinn kemur! Oftast nær er keisarinn einn, með tvo stóra hunda með sér, en varðmennirnir fylgja eftir í hæfi- legri fjarlægð. Margir heilsa keis- aranum hæversklega, hann gefur sig oft á tal við þá, eða hann fer inn í búð að kaupa sér eitthvað. Henrietta stjúpdóttir hans, sem nú er 14 ára, hefir tekið mestri trygð við hann og oft er hún með honum, þegar hún er ekki á ferða- lögum með móður sinni. Stjúp- synir hans ^tunda nám við þýzka háskóla. Með sérstöku leyfi iær maður að koma inn í garðinn og líta inn í anddyri hallarinnar. Þar er fult af myndum af Hohenzollern-ætt- inni og þar er gestabók, sem allir skrifa nafn sitt í. Á hverju kvöldi les keisarinn þau nöfn, sem bæzt hafa í bókina um daglnn. Þau eru æði mörg nú á hverjum degi, og herrann i Doorn hefir liklega aldrei lesið gestabókina með jafn mikilli athygli og nú.— Lesb. — Hættu að afsaka þig, Pétur, það eru þrjú vitni að því, hvar þú hefir verið. Pétur (ölvaður): Þrjú vitni — hikk — er það nefnandi í bæ, sem hefir margar þúsundir íbúa? Landbúnaður í Soviet- ríkjunum f Rússlandi hafa bændurnir ver- ið kommúnismanum þyngstur ljár í þúfu. Þeir hafa þumbast á móti þjóðnýtingarskipunum og ráða- gerðum stjórnarinnar og neytt hana til þess að breyta þeim. Kommúnisminn á höfuðvigi sín í verksmiðjum borganna, en verka- lýðurinn þar getur ekki án bún- aðarafurðanna verið og þess vegna verður skipulagið að sveigja sig talsvert mikið eftir bændunum. Meðal ráðandi manna rússneska kommúnistaflokksins hafa skoðanirnar verið talsvert skiftar um það, hvaða stefnu ætti að framfylgja í búnaðarmálum. Sumir hafa viljað knýja fram í flýti og með valdí algerða þjóð- nýtingu búskaparins, aðrir hafa viljað fara vægar og rólegar í breytingarnar. Hvorutveggja hef- ir í raun og veru verið reynt. Ríkið hefir komið upp mjög stór- um búum, slegið saman mörgum jörðum, notað vélar í stórum stíl og látið bændur vinna í þessum “kornverksmiðjum” eins og hverja aðra verkamenn. Tilraunirnar um þetta nýja búskaparlag eru merki- legar og fara einnig víðar fram en í Rússlandi, fyrst og fremst í Ameríku og ýmsir helztu forvíg- ismenn iðnmenningarinnar, aðal- lega Ford, eru talsmenn þess. Margt í þessu virðist gefast vel. í Rússlandi hefir stjórnarbúskap- urinn þó að ýmsu leyti strandað á þjóðnýtingar tilraunum kommún- istanna og mótspyrnu bændanna gegn þeim. Þar við bætist svo það, að undanfarið ár, eða síðast- liðinn vetur, hefir verið einhver hinn erfiðasti til matvöruöflunar síðan í hallærinu 1921—22. Þrátt fyrir ýmsar umbætur og fram- farir í iðnaðinum, er búnaðurinn ekki svo á vegi staddur, að hann geti séð fólkinu fyrir viðurværi. Að vísu er talsvert flutt út af búnaðarafurðum til þess að afla erlends gjaldeyris, en það er (1930 og ’31) ekki nema rúmur helm- ingur þess, sem flutt var út i með- alári fyrir stríðið og veldur ekki, út af fyrir sig, þeim skorti, sem heima fyrir er. Þegar alt kemur til alls, hafa þær vonir, sem menn igerðu sér um þjóðnýtingu búnað- arins og um stórbúskapinn, nú brugðist að miklu leyti. Þetta hefir orðið til þess, að ný- lega hafa verið gefnar út nýjar fyrirskipanir um rússneskan landbúnað, þar sem slakað er að mörgu leyti á fyrri kröfum, svo að algerð þjóðnýting á landbún- aðinum er eiginlega úr sögunni meðan þau ákvæði gilda. Þessi nýja stefna Soviet-stjórnarinnar < búnaðarmálum /er einkanlega fólgin í fjórum stjórnarau'glýsing- um. Sú fyrsta var gefin út seint í marz, hinar í maí. Samkvæmt þeirri fyrstu er bændum á sam- vinnubúunum leyft að eiga gripi í sjálfseign og er ámælt þeim starfsmönnum, sem reynt hafa að kúga bændur til þess að láta af hendi búfénað sinn til almenn- ingseignar. Tvö næstu ákvæðin eru um mikla minkun á því vöru- magni (korni og hveiti), sem bændur eru skyldaðir til að láta af hendi við ríkið gegn ákveðnu verði, sem það tiltekur sjálft. Það sem aflgangs er, mega bændur nú selja sjálfir á mörkuðum ríkisins eða eftir eigin vild. Loks er af- numinn skattur sá, sem áður hvíldi á markaðsverzlun, eða há- marksverðið í einkaverzlun bænd- anna. Breytingarnar eru því tals- vert miklar og mikið losað um sameignarákvæðin og fyrri þjóð- nýtingarstefnu. — Lögr. Kapp-skák Þann fyrsta nóvember næst- komandi, efnir taflfélagið “ís- land” til hinnar árlegu kappskák- ar um Halldórsssons bikarinn. Það verða að eins nokkrir beztu skákmenn félagsins, sem keppa um bikarinn í þetta sinn, því það er ætlast til þess, að kappskákin standi ekki lengi yfir. En það verður teflt af áhuga, og hver einasti þátt-takandi mun 'gjöra sitt bezta til að vinna bik- arinn af núverandi handhafa hans, sem hefir unnið hann síð- astliðin tvö ár, en það er okkar á- gæti taflmaður, sem er skák- meistari Manitoba fylkis, Mr. A. R. Magnúson, kennari við Jóns Bjarnasonar skóla. Okkur er kunugt um það, að margir ágætir taflmenn eru til meðal íslendinga út um land. Nú gefst þeim kostur á að sýna list sina og reyna að vinna þennan fagra bikar með því að taka þátt í þessari samkepni og greiða þátttökugjald að upphæð $1.50, sem er að eins meðlima gjaldið. En umsóknir um þátttökuna verða að vera komnar til undirritaðs fyrir 1. nóvember næstkomandi, því það verður engum leyft að ganga inn í samkepnina eftir að hún er hafin. Davíð Björnsson, 618 Alverstone St., Winnipeg. Ásgeir Einarsson á Þingeyrum kom eitt sinn inn í veitingabúð. og bauð þar einhver kunningi hans honum í staupinu. Gellur þá einn við og segir: “Ásgeir^ sem að aldrei drekk- ur.” Þá kvað Ásgeir: Ásgeir, sem að aldrei drekkur, enginn trúi’ eg vcrtshúshlekkur bindi hann við brennivín, þó að margir þar inn hlaupl, ' þegar eiga von á staupi, og mynda svo úr manni svín. — Heimilisbl. Remember Your Overseas Friends at Chri§tmas with “YourPortrait” Tlie “Portrait’r will be pleasing, and just like you in every particular, if it is made by the Eaton Studio. Eaton artists are skilled in catching the natural expression. Eaton prices are very reasonable. Among many styles we feature a charming jxirtrait, size 4x6, ih easel folder — at 6 for $5.00 Portrait Studio, Seventh Floor •'T. EATON C° Guðrún “Ijósmóðir” á Leslie Mig dreymir. — önd mín út í geiminn svífur, eg innri sjónum skynja nýjan heím; þar ótal radda söngur hug minn hrífur, eg hlusta — sálrænn kraftur fylgir þeim. Á fornum helgistöðvum nem eg staðar, mér stundir löngu horfnar þyrpast að; þar tímans guð í minnisbókum blaðar — — hann bendir mér á Ijóð, sem enginn kvað. “Sem enginn kvað!” — Svo ótal raddir syngja — hér alt á rödd, þó hvergi bærist vör — Og blæsins andar blómaklukkum hryngja. — Hér blasir við mér þögul jarðarför. Og feiminn, eins og fyrir rétti stæði, eg finn að þessar raddir saka mig: eg veit ég átti’ að kveða þetta kvæði, sem kvað ei neinn — ég ætti að muna þig. Já. Guðrún — löngum gæfa fylgir nafni; þú guðrún varst í hverri þraut o!g neyð, og guðrún hvar sem grúfði sorg i stafni og guðrún hverjum þeim, er sjúkur leið. Eg heyri söng af munni ótal mæðra, er muna hjálp og þakka fyrir sig; Því fylgja laun, sem öllu gjaldi er æðra:— þær elska, virða, lofa’ og blessa þig. Þó enn þá stærri ljós í framtíð fæðist og fortíð máske verði rökkri skygð, það eitt er víst, að enginn holdi klæðist, sem eigi betri fylgju’ í Vatnabygð. Sig. Júl. Jóhannesson. MACDONALD'S Flne Cut Bezta tóbak I heimi fyrir þá. sem búa til sína eigin vindlinga. Ókeypis vindlingapappír ZÍG-ZAG með hverjum tóbakspakka Ágætasta vindlinga tóbak í Canada

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.